Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 4. september 2013 kl. 09.20, var haldinn 31. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir.

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Erna Geirsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Guðmundur Benedikt. Friðriksson, Nikulás Úlfar Másson, Ámundi V. Brynjólfsson, Guðjóna Björk Sigurðardóttir, Ásdís Ásbjörnsdóttir og Hreinn Ólafsson.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Dagskrá:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2013.


(B) Byggingarmál

2. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 745 frá 3. september 2013.


(D) Ýmis mál

3. Umhverfis- og skipulagráð, starfsdagur Mál nr. US130089

Starfsdagur umhverfis- og skipulagsráðs miðvikudaginn 4. september 2013.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 15.00

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð.

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 3. september kl. 10:25 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 745. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson og Björn Kristleifsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN046461
Tröll ehf, Austurstræti 8-10, 101 Reykjavík
Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa flóttadyr á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 8-10 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN046322
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Útgerðarfélag Reykjavíkur ehf, Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi að breyta veitingastað í rými 0009 í geymslur í húsi á lóð nr. 74 við Álfheima.
Kaupsamningur dags. 13. maí 2013, Samþykki framkvæmdastjóra um notkun salernisaðstöðu dags. 19.ágúst 2013 og tölvupóstur dags. 17. júlí 2013 fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Ármúli 1 (01.261.401) 103510 Mál nr. BN045986
Á1 ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa út um einn metra inndregna neðri hæð austan við stigahús, breyta innra skipulagi hæða, koma fyrir þaksvölum á 3. hæð og á 5 hæð og koma fyrir mötuneyti í kjallara sem mun þjónusta skrifstofuhæðir hússins á lóð nr. 1 við Ármúla.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. apríl 2013 og bréf frá hönnuði dags. 28. maí 2013 fylgja erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2013.
Stækkun: 59,3 ferm., 180,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.

4. Bíldshöfði 5A (04.055.603) 110561 Mál nr. BN046280
BR fasteignafélag ehf, Bíldshöfða 5a, 110 Reykjavík
Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Vegna lokaúttektar er sótt um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi og útliti hússins á lóðinni nr. 5A við Bíldshöfða.
Bréf hönnuðar dags. 2. júlí og 2. september 2013 fylgja erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN046361
Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem fjalla um breytingar á eldvarnarmerkingum í bankahúsi á lóð nr. 18 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvaraeftirlits á umsóknarblaði.

6. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN046485
Fasteignafélagið Sjávarsíða ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN046416
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og fyrirkomulagi í þjónustuveri 0102 á fyrstu hæð skrifstofubyggingar nr. 12-14 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Bæjarflöt 2 (02.575.201) 179490 Mál nr. BN044312
Búr ehf, Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þar sem aðalbreytingin felst í að milliloft í eignarhluta 0103 er fellt út í húsinu á lóð nr. 2 við Bæjarflöt.
Samþykki meðeigenda dag. 15. apríl 2013.
Niðurrif á millipalli 73,6 ferm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Fjólugata 21 (01.185.512) 102202 Mál nr. BN046009
Sigrún Hjartardóttir, Fjólugata 21, 101 Reykjavík
Jón Karl Friðrik Geirsson, Fjólugata 21, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja sólskýli á nyrðri svölum á vesturhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 21 við Fjólugötu.
Samþykki meðeiganda (á teikn.) fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. maí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2013.
Bréf umsækjanda dags. 24. júní 2013 fylgir erindinu.
Stærð: Svalaskýli 4,3 ferm. og 10,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2013.

10. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN046454
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN033410 þar sem koma fram ýmsar innri breytingar í mhl. 08, flugturninum á Reykjavíkurflugvelli á lóðinni Flugvöllur 106748
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Freyjubrunnur 16-20 (02.695.501) 205743 Mál nr. BN046459
Grafarholt ehf., Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, tvær hæðir og kjallara, tvo matshluta, með þrettán íbúðum og bílgeymslu fyrir 12 bíla á lóð nr. 16-20 við Freyjubrunn.
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi.
Stærð mhl. 01: Kjallari 122 ferm., 1. hæð 117 ferm., 2. hæð 113 ferm.
Samtals: 352 ferm., 1178,7 rúmm.
Stærð mhl. 02: Kjallari 609,6 ferm., 1. hæð 515,7 ferm., 2. hæð 515,7 ferm.
Samtals: 1641 ferm., 5.227,6 rúmm.
Heildarstærð: 1993 ferm., 1486,3 rúmm.
B-rými 109,8 ferm., 307,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.

12. Grandavegur 42-44 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN046483
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús á 2 - 9 hæðum, 142 íbúðir og bílakjallara á tveimur hæðum með 161 stæði. Húsið er sjö matshlutar og stendur á lóð nr. 42-44 við Grandaveg.
Stærðir:
Mhl.01: Kjallari -1 74,7 ferm., kjallari 00 443 ferm., 1. hæð 492,3 ferm., 2. 3. og 4. hæð 492,2 ferm.
Samtals: 3.339,4 ferm., 10.075,1 rúmm.
B-rými: 658,3 ferm., 1.851,9 rúmm.
Mhl.02: Kjallari -1 68,4 ferm., kjallari 00 439,5 ferm., 1. 2. 3. 4. 5. og 6. hæð 485 ferm., 7. hæð 353,3 ferm.
Samtals: 3.771,2 ferm., 11.305,9 rúmm.
B-rými: 750,4 ferm., 2.100,5 rúmm.
Mhl.03: Kjallari -1 161,0 ferm., kjallari 00 455,3 ferm., 1. 2. 3. og 4. hæð 504 ferm., 5. 6. og 7. hæð 504 ferm., 8. hæð 507,4 ferm., 9. hæð 375,8 ferm.
Samtals: 5.027,5 ferm., 14.912,8 rúmm.
B-rými: 961,7 ferm., 2.692,3 rúmm.
Mhl.04: Kjallari -1 37,2 ferm., kjallari 00 398,2 ferm., 1. hæð 922,2 ferm., 2. hæð 909 ferm., 3. hæð 777,6 ferm., 4. hæð 665,4 ferm.
Samtals: 3.709,6 ferm., 11.157 rúmm.
B-rými: 946,4 ferm., 2.650,4 rúmm.
Mhl.05: Kjallari -1 17,9 ferm., kjallari 00 256,5 ferm., 1. hæð 562,3 ferm., 2. hæð 551,9 ferm., 3. hæð 440 ferm.
Samtals: 1.828,7 ferm., 5.779,6 rúmm.
B-rými: 522,4 ferm., 1.505,5 rúmm.
Mhl.06: Kjallari -1 23,5 ferm., kjallari 00 256,2 ferm., 1. 2. 3. og 4. hæð 402,6 ferm.
Samtals: 1.890,1 ferm., 5.743,6 rúmm.
B-rými: 182,7 ferm., 511,6 rúmm.
Mhl.07: Kjallari -1 16,1 ferm., kjallari 00 183,6 ferm.
Samtals: 199,7 ferm., 1.355,2 rúmm.
B-rými: 6.730,4 ferm., 20.841,1 rúmm.
Samtals A rými: 19.766,2 ferm., 60.339,2 rúmm.
Samtals B rými: 10.752 ferm., 32.153,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Grettisgata 38B (01.190.011) 102349 Mál nr. BN046470
Halldór Gísli Bjarnason, Glæsibær 18, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem felast í að tröppum er sleppt af svölum samanber erindi BN044559 á húsi nr. 38B við Grettisgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Grettisgata 6 (01.182.105) 101821 Mál nr. BN045202
Bergþóra Berta Guðjónsdóttir, Frakkland, Sótt er um samþykki á þakgluggum á rishæð í rými 0501 fjölbýlishússins á lóðinni nr. 6 við Grettisgötu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Samþykki meðeigenda vantar.

15. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN046464
Landsbankinn fasteignafél. ehf., Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. hæð, loka stiga milli 0101 og 0202 og verður 0202 sjálfstæð eign í verslunar og skrifstofuhúsi á lóðinni Hafnarstræti 20/Læk5.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Háaleitisbraut 19 (01.291.201) 103766 Mál nr. BN046466
Birna Sigurðardóttir, Háaleitisbraut 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr, mhl. 02, með steyptri loftplötu með einangrun og torfi ofan á og innrétta núverandi innbyggðan bílskúr í íbúðarrými í einbýlishúsi á lóð nr. 19 við Háleitisbraut.
Erindi var áður samþykkt 23. nóvember 2011 sem BN043274
Nýbygging mhl. 02: 62,4 ferm., 197 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN046450
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að afmarka barnagæsluaðstöðu í líkamsræktarstöð og að breyta fyrirkomulagi í verslunareiningum 202, 203a og 203b á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 8- 10 við Holtaveg.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Hraunbær 121 (04.340.101) 189570 Mál nr. BN046473
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Pizza-Pizza ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta lítillega rými 0102 til að opna flatböku stað, fyrir mat til að taka með og koma fyrir borðum og stólum fyrir 16 manns í húsinu á lóð nr. 121 við Hraunbæ.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN046445
Myndlistaskólinn í Reykjav ses, Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. og 3. hæðar sbr. erindi BN043297 i húsinu á lóð nr. 121 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

20. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046299
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta hársnyrtistofu á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 9 við Höfðabakka.
Fyrirspurnarerindi sem afgreitt var jákvætt 2. júlí 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Höfðatorg Mál nr. BN046230
Skúli Mogensen, Bretland, Sótt er leyfi til að steypa undirstöður undir og reisa listaverk á hringtorginu Höfðatorgi við Borgartún, Katrínartún.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 05. júlí 2013 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Klettháls 15 (04.346.801) 188544 Mál nr. BN043786
Eyja ehf., Kletthálsi 15, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem sýnt er milliloft og nýjar eldvarnarkröfur settar fram í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 15 við Klettháls.
Milliloft: 342,7 ferm.
Gjald kr. 8.000.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN046472
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja snyrtingu til innan einingar 227-1 í verslunarhúsinu Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Lambhagavegur 17 (02.683.201) 211462 Mál nr. BN046467
Smáhýsi ehf, Lambhagavegi 17, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhúsi úr timbri sem ætlað er til flutnings, og tímabundnu stöðuleyfi fyrir það á lóð nr. 17 við Lambhagaveg.
Stærð: 53,8 ferm., 122,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Laugarásvegur 36 (01.383.303) 104861 Mál nr. BN046347
Hagmiðlun ehf., Grandagarði 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja verönd, koma fyrir setlaug, fjölga bílastæðum og breyta fyrirkomulagi á einbýlishúsalóðinni nr. 36 við Laugarásveg.
Samþykki nágranna að Laugarásvegi 34 og 38 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2913 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2013.

26. Laugavegur 20B (01.171.504) 101420 Mál nr. BN046444
Gló Laugavegi ehf., Engjateigi 17-19, 105 Reykjavík
Stórval ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta flóttaleiðum á bakhlið og breyta lítillega innra fyrirkomulagi annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 20B við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN046039 dregið til baka.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

27. Malarhöfði 8 (04.055.502) 110558 Mál nr. BN046152
Malarhús ehf., Malarhöfða 8, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa til svalir, breikka og lengja þær og fella niður brunakröfur í herbergi sem áður var flóttarými í húsvarðaríbúð á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 8 við Malarhöfða.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

28. Meistaravellir 9-13 (01.523.003) 105991 Mál nr. BN046279
Meistaravellir 9-13,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalalokanir og klæða með sléttri álklæðningu suðurhlið hússins á lóðinni nr. 9-13 við Meistaravelli.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. júlí 2013, viðgerðartillögur frá Verksýn dags. í mars 2013, minnisblað frá verkfræðistofunni EFLU dags. 14. mars 2013, fundargerð húsfélagsi dags. 6. nóvember 2012 og samþykki eigenda (vantar fjóra) dags. 19. október 2012.
Mótmæli eins eiganda (í tölvubréfi) dags. 14. ágúst 2013 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 29. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013 fylgja með erindinu.
Stærð: Stækkun svalalokanir 772,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Nesvegur 44 (01.517.118) 105917 Mál nr. BN046359
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Marargata 2, 101 Reykjavík
Haukur Ingi Guðnason, Marargata 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka mæni um 50cm, bæta við kvisti, stækka kvist sem fyrir er og stækka útbyggingu á einbýlishúsi á lóð nr. 44 við Nesveg.
Jafnframt er erindi BN046165 dregið til baka.
Stækkun 53,3 ferm., 111,5 rúmm.
Gjald kr 9.000
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. 01 dags. 7. júní 2013.

30. Njálsgata 51B (01.190.126) 102401 Mál nr. BN046475
Sara Hlín Marti Guðmundsdóttir, Bretland, Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045374 þannig að geymsla breytist í baðherbergi, veggur fjarlægður og komið er fyrir léttum gipsvegg með tveimur innfeldum burðarsúlum í húsinu á lóð nr. 51 við Njálsgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN046395
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við mhl. 01 til norðurs og byggja opið skýli við húsið á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stækkun viðbyggingar: 205,5 ferm., 1082,0 rúmm. B-rými opið skýli 9,5 ferm. 23,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

32. Ofanleiti 2 (01.743.101) 107427 Mál nr. BN046479
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að sameina mhl. 01 og 02 í mhl. 01, byggja við húsið á 1. hæð og koma þar fyrir sorpgeymslu, byggja við kjallarann til að koma fyrir hringstiga svo hægt verður að komast frá 1. hæð, breyta fyrirkomulagi eldhúss í 1. hæð, koma fyrir vörumóttökuhurð á vesturhlið og nýrri hurð starfsmannafélags rými á vesturhlið og nýjum inngangi er komið fyrir á norðurhlið svo og smávægilegum breytingum eru gerðar á innra fyrirkomulagi 5. hæðar hússins á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Bréf hönnuðar dags. 27. ágúst 2013 fylgir.
Stækkun : 43,2 ferm., 136,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Ránargata 7A (01.136.206) 100542 Mál nr. BN046227
Ránargata 7a,húsfélag, Ránargötu 7a, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri séreign (ósamþ. íbúð) í kjallara og núverandi innra fyrirkomulagi á fyrstu, annarri og þriðju hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 7A við Ránargötu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 5. apríl 2013 og afsalsbréf dags. 26. nóvember 1982 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda í húsi og samþykki eigenda Ránargötu 9A (vegna sorpgeymslu í undirgangi húsanna) fylgja erindinu á teikningum. Bréf hönnuðar dags. 9. júlí 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Skipasund 56 (01.357.312) 104459 Mál nr. BN046029
Rangá sf, Skipasundi 56, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu á einni hæð með þaksvölum við hús á lóð nr. 56 við Skipasund.
Stækkun 35,9 ferm., 108,1 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Skólavörðustígur 3 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN046471
Jón Logi Sigurbjörnsson, Háaleitisbraut 103, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og breyta eignarmerkingum í húsinu á lóð nr. 3 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Sogavegur 119 (01.823.011) 108342 Mál nr. BN046478
Friðrik Karl Weisshappel, Sogavegur 119, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr timbri á steinsteyptum kjallara, síkka gólf í kjallara íbúðarhúss og koma fyrir fimm bílastæðum. Ennfremur er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi einbýlishúss á lóð nr. 119 við Sogaveg.
Erindi fylgja fsp. BN045241 og BN045485.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Sogavegs. 117 og 156 og Borgargerðis 9 áritað á uppdrátt.
Stækkun mhl. 01: xx ferm., xx rúmm..
Bílskúr, mhl. 02: Kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

37. Stuðlasel 5 (04.923.203) 112614 Mál nr. BN046480
Karl Olgeir Olgeirsson, Stuðlasel 5, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna eignaskiptalýsingar í húsi á lóð nr. 5 við Stuðlasel.
Samþykki meðeigenda dags. 3. september 2013 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN046482
F9 ehf, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Stensill ehf., Norðurbakka 11c, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi til að fjölga gestum úr 66 í 100 í veitingahús í flokki II í rými 0102 á 1. hæð vesturenda húss á lóð nr. 4A við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN046396
Alvogen Iceland ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu á þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð og kjallara fyrir lager og bílageymslu líftæknihús Alvogen fyrir lyfjaframleiðslu og skrifstofur á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.
Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa dags. 10.6. 2013, lýsing á starfsemi hússins (System description) dags. 30.4. 2013, bréf Skipulagsstofnunar dags. 3.4. 2012, Brunahönnunarskýrsla Eflu dags. ágúst 2013, bréf arkitekts um aðgengi fatlaðra dags. 29.8. 2013, bréf Alvogen/Eflu um vatnsbúskap á lóð A og tæknirými í kjallara dags. 27.8. 2013, bréf arkitekts varðandi orkusparnað og hitaeinangrun dags. 29.8. 2013, bréf arkitekts um bílastæðamál dags. 29.8. 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 2.9. 2013.
Stærðir: Kjallari, bílgeymsla, 2.119,1 ferm., kjallari, tæknirými og geymslur 1.605,1 ferm., 1. hæð, 3.659,7 ferm., 2. hæð, 1.468,2 ferm., 3. hæð, 3.058,9 ferm., 4. hæð, 1.284,7 ferm., þakrými 73,3 ferm.
Samtals, 13.269 ferm. og 62.599,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Úlfarsbraut 122-124 (05.055.701) 205755 Mál nr. BN046489
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar breyttri staðsetningu kennslustofueiningar K-46 sem verður jafn langt til austurs og eining K-44 í Dalskóla á lóð nr. 122-124 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Ýmis mál

41. Bókhlöðustígur 6 (01.183.109) 101931 Mál nr. BN046488
Óskað er eftir samþykki byggingafulltrúans til að gefa út lóðarblað fyrir lóðina Bókhlöðustíg 6, staðgreinanúmer 1.183.109, landnr. 101931.
Ekki er til deiliskipulag fyrir lóðina.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

42. Klettagarðar 7 (01.330.801) 178295 Mál nr. BN046486
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík á nýju mæliblaði fyrir lóðina nr. 7 við Klettagarða, mæliblaðið er í samræmi við deiliskipulag Klettasvæðis sem samþykkt var 2004. Lóðin er skráð í Fasteignaskrá 4.088 fm og breytist sú stærð ekki. Sett er inn kvöð um staðsetningu spennistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

43. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN046494
Þann 27. ágúst var samþykkt að byggja viðbyggingu úr forsteyptum samlokueiningum með burðarvirki úr stáli fyrir matvælavinnslu við suðvesturhlið svínasláturhúss á lóðinni 125744 í Saltvík.
Stækkun var rangt bókuð: 1087,5 ferm., 4676,3 rúmm.
Rétt stærð: 1094,5 ferm., 4920,1 rúmm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

44. Stakkholt 2-4, og Stakkholt 3 (01.241.103) 103018 Mál nr. BN046468
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að stækka lagnakvöð Orkuveitu Reykjavíkur á lóðarblaðinu fyrir lóðina Stakkholt 2-4 og Stakkholt 3, með staðgreininúmerinu 1.241.103 og landnúmerið 103018.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.


Fyrirspurnir

45. Barðastaðir 17-19 (02.422.101) 178571 Mál nr. BN046374
Svanlaug Elín Harðardóttir, Barðastaðir 17, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta geymslu í þvottaherbergi og koma fyrir dyraopi milli baðherbergis og hins nýja þvottaherbergis í íbúð 0101 í húsi nr. 17 á lóðinni nr. 17-19 við Barðastaði.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 18. júlí 2013 fylgir erindinu. þar kemur fram að í bílskúr íbúðarinnar er u.þ.b. 10 fermetra stórt geymsluloft (sjá einnig ljósmyndir sem fylgja erindi).
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

46. Básendi 2 (01.824.010) 108382 Mál nr. BN046408
Kambiz Vejdanpak, Básendi 2, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr á lóðinni nr. 2 við Básenda.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2013.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2013. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

47. Dugguvogur 9-11 (01.454.115) 105632 Mál nr. BN046481
H.G. og hinir ehf, Klettagötu 6, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak um 40 cm. og bæta við kvistum á atvinnuhúsi á lóð nr. 9-11 við Dugguvog.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

48. Hæðargarður 29 (01.817.701) 108156 Mál nr. BN046465
Einar Lúthersson, Safamýri 41, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalaskýli yfir svalir íbúðar 01-0503 á fimmtu hæð í húsinu á lóðinni nr. 29 við Hæðargarð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði. Sækja þarf byggingarleyfi.

49. Kleppsvegur Kleppur (01.404.001) 104957 Mál nr. BN046484
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja upp mannhelda girðingu til að loka af útisvæði á þaki tengibyggingar við norðurgafl deildar 15 á Kleppsspítala við Kleppsveg.
Gjald kr. 9.000
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

50. Skipasund 31 (01.358.104) 104472 Mál nr. BN046400
Reynir Helgi Kristjánsson, Noregur, Spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 30 fermetra bílskúr á sama stað og bílskúr sem áður stóð á lóðinni nr. 31 við Skipasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2013.
Jákvætt.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2013. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

51. Templarasund 5 (01.141.209) 100900 Mál nr. BN046469
Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík
Spurt er hvort hætta megi við fyrirhugað anddyri á baklóð sbr. BN045598 og gera nýtt anddyri í kjallara með aðgengi um skábraut í undirgöngum á Templarasundi 3 að nýjum inngangi í hús á lóð nr. 5 við Templarasund.
Meðfylgjandi er bréf Minjastofnunar Íslands dags. 28.8. 2013.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði. Sækja þarf um byggingarleyfi.

52. Vesturgata 4 (01.132.107) 100215 Mál nr. BN046477
Margrét Guðnadóttir, Frostaskjól 19, 107 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi veitingastað í kjallara húss á lóð nr. 4 við Vesturgötu.
Rýmið uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar.



Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:00.

Björn Stefán Hallsson Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Harri Ormarsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson Eva Geirsdóttir