Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgönguráð

Ár 2012, þriðjudaginn 14. febrúar kl. 14.10 var haldinn 100. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Gísli Marteinn Baldursson og Árni Helgason. Ennfremur sátu fundinn Örn Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Þórólfur Jónsson, Guðmundur B. Friðriksson og Hrönn Hrafnsdóttir og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir.
Lagðar voru fram eftirfarandi fundargerðir:
a. 293. og 294. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Oddný Sturludóttir og Sverrir Hauksson kynntu.
b. 166. Fundargerð stjórnar Strætó bs.

2. Fimm ára áætlun Sorpu bs.
Lögð var fram á ný til kynningar 5 ára áætlun Sorpu bs. Björn Halldórsson kynnti.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG í umhverfis- og samgönguráði hvetur eindregið til þess að bygging gasgerðarstöðvar verði hraðað og að allt kapp verði lagt á að hún hefji starfsemi á næsta ári. Jafnframt er það áréttað að það hauggas sem til fellur hjá SORPU bs. nú og til framtíðar verði fyrst og fremst notað sem eldsneyti til almenningsvagna og annarra ökutækja sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

3. Hugmyndir og tillögur Strætó bs. um breytingar á leiðarkerfi og þjónustu fyrirtækisins í ljósi aukinna framlaga til eflingar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Einar Kristjánsson og Páll Guðjónsson SHH kynntu. Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Einar Örn Benediktsson komu á fundinn.

4. Ferðir íbúa höfuðborgarsvæðisins – ferðavenjukönnun.
Kynnt var ferðavenjukönnun sem unnin var í október – desember 2011.
Björg Helgadóttir kynnti.

5. Einstefna á Suðurgötu.
Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 24. janúar 2012.

6. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011 – 2022.
Lögð var fram tillaga til þingsáætlunar og umsögn umhverfis- og samgönguráðs.
Ólafur Bjarnason kynnti.
Fulltrúar Æ, S og D í umhverfis- og samgönguráði samþykktu umsögnina. Fulltrúi VG sat hjá.

7. Klapparstígur – framkvæmdir. Ámundi Brynjólfsson kynnti.

8. Bílastæðasjóður – breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá.
Lagðar voru fram á ný eftirfarandi tillögur Bílastæðasjóðs:
a. Almenn gjaldskylda á bílastæðum á gjaldsvæðum 1-3 verði frá 9-18 virka daga í stað 10-18 og 9-16 á laugardögum í stað 10-13.
b. Tímagjald á gjaldsvæði 1 verði 250 kr. á klukkustund í stað 150 kr. nú. Tímagjald á gjaldsvæði 2 og 4 verði 150 kr. í stað 80 kr. Breytingin taki gildi 15. apríl.
c. Hækkun á gjaldskrá skammtímastæða í bílahúsum.
Lagt fram yfirlit um fjölda bílastæða.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti ofangreindar tillögur a. og b. en frestaði c.
Umhverfis- og samgönguráð beinir tillögunum til borgarráðs.

9. Torg í biðstöðu – biðsvæðaverkefni í Reykjavík 2011.
Kynnt var skýrsla Umhverfis- og samgöngusviðs. Hans Heiðar Tryggvason kynnti.

10. Betri Reykjavík – lægri fasteignagjöld fyrir þá sem flokka sorp.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 1. febrúar 2012.
Ráðið tók undir umsögn sviðsins.

11. Betri Reykjavík - gera undanþágu á einstefnu fyrir reiðhjól.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. febrúar 2012.
Ráðið tók undir umsögn sviðsins.

12. Betri Reykjavík – næturstrætó
Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. febrúar 2012.
Ráðið tók undir umsögn sviðsins.

13. Betri Reykjavík - strætó stoppi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. febrúar 2012.
Ráðið tók undir umsögn sviðsins.

14. Tillaga um umferðarljós á Hringbraut.
Á 99. fundi ráðsins lögðu fulltrúar D, Æ og S lista fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að tíminn fyrir grænan karl á gönguljósunum yfir Hringbraut, á móts við Stapa (áður Félagsstofnun Stúdenta) verði lengdur, enda ljóst að tíminn til að komast yfir er ekki nægur fyrir þá sem ekki stunda kappgöngu.
Tillögunni, sem fylgdi greinargerð, var vísað til samgöngustjóra til frekari útfærslu. Lögð var fram tillaga samgöngustjóra að útfærslu.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna samhljóma.

15. Öryggi gangandi og hjólandi á Hringbraut.
Lögð var fram svohljóðandi tillaga ráðsins:
Umhverfis- og samgönguráð leggur til að gripið verði til aðgerða til að bæta öryggi gangandi og hjólandi á Hringbraut vestan Birkimels. Samgönguskrifstofu er falið að skoða hvort hægt sé að hækka gönguleiðir til að draga úr hraða og auka öryggi.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti samhljóma.

16. Bætt aðgengi gangandi og hjólandi við Frakkastíg.
Lögð fram svohljóðandi tillaga ráðsins:
Umhverfis- og samgönguráð leggur til að skoðað verði hvernig megi bæta aðgengi gangandi og hjólandi á Frakkastíg með því að setja þar hjólastíg og breikka gangstétt. Jafnframt skoða hvort að æskilegt væri að flytja gatnatenginu milli Skúlagötu og Sæbrautar að Frakkastíg. Auð auki er lagt til að skoðað verði hvernig megi bæta umferðarflæði í skuggahverfi.“
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti samhljóma.

17. Bílastæði við Laugaveg.
Lögð fram svohljóðandi tillaga ráðsins:
Umhverfis- og samgönguráð leggur til að skoðað verði hvernig megi breyta skástæðum á Laugavegi í samsíða og auka þannig rými fyrir gangandi.“
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti samhljóma.

Fundi slitið kl. 18.10

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Þorleifur Gunnlaugsson Gísli Marteinn Baldursson
Árni Helgason