Umhverfis- og skipulagsráð
VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR
Ár 2004, föstudaginn 5. nóvember, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 101. fund sinn. Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 10.00. Mættir voru: Katrín Jakobsdóttir, formaður og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Ellý Katrín Guðmundsdóttir, og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Í framhaldi af umræðum á 99. fundi stjórnarinnar var að nýju rætt um hlutverk Vinnuskóla Reykjavíkur og möguleika á að gefa unglingum kost á fleiri viðfangsefnum heldur en hefðbundnum vinnuskólastörfum, t.d. við listir eða íþróttaiðkun.
Á fundinn kom Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menningarmála í Hinu Húsinu, og sagði frá Skapandi sumarstörfum sem ungt fólk hefur getað sótt um hjá Vinnumiðlun ungs fólks.
2. Á 98. fundi stjórnarinnar var greint frá afrakstri fræðslu 16 ára unglinga í Listasafni Reykjavíkur í sumar undir heitinu Eftirlýst og 15 sekúndur.
Samþykkt að færa Minjasafni Reykjavíkur (Árbæjarsafni) eintak af hvoru fyrir sig á deisladiski sem heimild um útlit, viðhorf og framtíðarsýn 16 ára unglinga í Reykjavík sumarið 2004.
Afhendingin fer fram í Árbæjarsafni miðvikudaginn 17. nóvember 2004.
Fundi slitið kl. 11.00
Katrín Jakobsdóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir