Umhverfis- og skipulagsráð
Framkvæmda- og eignaráð
Ár 2009, mánudaginn 14. desember var haldinn 36. fundur framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkurborgar. undurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13.35. Þessir sátu fundinn: Óskar Bergsson, Sigrún Magnúsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Kristján Guðmundsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Dofri Hermannsson, Heimir Janusarson og áheyrnarfulltrúinn Sigurður Þórðarson. Einnig sátu fundinn: Kristín Einarsdóttir, Ágúst Jónsson, Sighvatur Arnarson, Jón Halldór Jónasson, Hreinn Ólafsson, Ámundi Brynjólfsson og Ása Sif Guðbjörnsdóttir.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit yfir innkaup framkvæmda- og eignasviðs í október 2009, dagsett 10. desember 2009.
2. Lagt fram níu mánaða uppgjör framkvæmda- og eignasviðs ódagsett.
Framkvæmda- og eignaráðsfulltrúar Samfylkingar óskuðu bókað:
Níu mánaða árshlutauppgjör framkvæmda og eignarsjóðs veldur miklum áhyggjum, eiginfjárhlutfall framkvæmda og eignarsjóðs er komið niður fyrir 6 #PR úr 10#PR um síðustu áramót. Skuldir vaxa um 7,3 milljarða en eignir aðeins um 4,9 milljarða enda tapið á eignarsjóði 2,4 milljarðar. Þetta er mikið áhyggju efni sérstaklega í ljósi þess að kostnaður borgarinnar vegna húsnæðis (innri leiga greidd til framkvæmda og eignarsjóðs) hefur rokið upp úr öllu valdi á kjörtímabilinu og hefur vaxið úr 4,6 milljarði í lok árs 2005 í 8,8 milljarða í ár en þessi aukning er langt um fram verðlagshækkanir hvort sem miðað er við vísitölu byggingarverðs eða neysluverðsvísitölu. Ef húsnæðiskostnaður er skoðaðar sem hlutfall af heildar kostnaði borgarinnar kemur í ljós að hlutfallið hefur aukist úr 10#PR árin 2005 og 2006 í 14#PR í ár, þannig fer hærra og hærra hlutfall af útgjöldum borgarinnar til greiðslu á húsnæðiskostnaði en dugar þó ekki til, til að halda eiginfjárhlutfalli eignarsjóðs í horfinu. Miðað við þetta virðist rekstri fasteiga borgarinnar hafa hrakað mjög á kjörtímabilinu. Hugsanlega má rekja vandan til þess að verklagsreglum hefur ekki verið fylgt þegar kemur að nýbyggingum þar sem fjármagn hefur verið samþykkt til verkefna án þess að áætlanir um kostnað vegna innri leigu í kjölfarið hafi verið samþykktar. Ljóst er á öllu, að aðhald, yfirsýn og framsýni hefur skort þegar kemur að eignum borgarinnar og nýframkvæmdum. Það hefur leitt til þess að þrátt fyrir stjórnlausa hækkun á kostnaði vegna húsnæðisverðs (innri leigu) virðist húsnæðiskostnaður eftir sem áður vera vanáætlaður hjá sviðum borgarinnar, miðað við raun kostnað, þar sem eigið fé framkvæmda og eignarsjóðsins ést upp. Þetta bendir til þess að í raun hafi óstjórn undanfarinna ára leitt til þess að jafnvel enn hærra hlutfall af útgjöldum borgarinnar þurfi að fara til húsnæðismála til að standa undir rekstri eigna, eins og á þeim málum hefur verið haldið. Þetta ber fjármálastjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ekki góða sögu.
Framkvæmda- og eignaráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Það er umhugsunarefni hvort reikningsskilareglur sveitarfélaga gefi sem gleggsta mynd af raunverulegu eignasafni borgarinnar. Sem dæmi má nefna að árið 2002 voru allar götur borgarinnar núllskráðar með þeim rökum að þær væru að fullu afskrifaðar. Stofnkostnaður borgarinnar í götum og eignum er eignfærður samkvæmt raunkostnaði og er ekki uppfært á milli ára. Þessar reglur gefa ótvírætt til kynna að eigasafn Eignasjóðs er vafalítið vanmetið og hefur það verið til umfjöllunar bæði í borgarstjórn og borgarráði. Meirihlutinn getur tekið undir áhyggjur minnihlutans um aukinn húsnæðiskostnað borgarinnar. Margt kemur til í þeim efnum. Húsrými í leik- grunnskólum hefur aukist á hvern nemanda. Borgarstjórn tók stefnumótandi ákvörðun árið 2000 um að leigja frekar húsnæði undir stjórnsýsluna heldur en að byggja og eiga og eftir því hefur verið unnið fram að þessu. Þessu til viðbótar má nefna stóraukinn húsnæðiskostnað vegna nýrra þjónustumiðstöðva í borginni. Minnihlutinn hittir því sjálfan sig fyrir þegar hann gagnrýnir aukinn húsnæðiskostnað borgarinnar. Fulltrúar hans stóðu að ákvörðun um leigustefnu í stað eignastefnu og höfðu forgöngu um stofnun þjónustumiðstöðva sem hefur aukið húsnæðiskostnað verulega. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vinnur að hagræðingu í húsnæðismálum eins og í öðrum rekstri borgarinnar. Skýrasta dæmið um árangur í rekstri Reykjavíkurborgar er hvernig almenn hagræðing á öllum sviðum borgarinnar um rúmlega 5 milljarða króna hefur gengið eftir á árinu sem er að líða.
Áheyrnafulltrúi F-listans óskaði bókað:
Fulltrúi F- listans varar við hugmyndum meirihlutans að breyta áratugalöngum bókhaldsreglum til þess að fegra eiginfjárstöðu framkvæmda- og eignasviðs í eignasjóði.
Framkvæmda- og eignaráðsfulltrúar Samfylkingar óskuðu bókað:
Reikniskilareglurnar sem vísað er til eru algjörlega samanburðarhæfar fyrir árin 2005/2006 og árið 2009 og lýsir því vel þeirri þróun sem orðið hefur á kjörtímabilinu. Lítið dugar að vísa í stefnumótandi ákvarðanir frá árinu 2000 sem Framsóknarflokkurinn hefur án efa átt sinn þátt í, til að skýra stjórnlausa hækkun húsnæðiskostnaðar á þessu kjörtímabili. Því síður að benda á að þjónustumiðstöðvar sem hafa verið í rekstri frá því um mitt ár 2005. En hlutfall húsnæðiskostaðar í heildar kostnaði borgarinnar var 10#PR bæði árin 2005 og 2006 en er nú 14#PR. Einnig er rétt að benda á að þó að nýjar rekstrareiningar bætist við, ætti hlutfall húsnæðiskostnaðra af heildar útgjöldum ekki að aukast. Engin hagræðing hefur náðst fram í húsnæðiskostnaði borgarinnar og tillögur minnihlutans um hagræðinu t.d. við framlagningu fjárhagsáætlunar fyrir ári síðan, hafa verið að engu hafðar.
Framkvæmda- og eignaráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Eignir borgarinnar voru síðast metnar árið 2002 og eru enn á verðlagi þess árs.
3. Lagt fram rekstrar - og fjárfestingaryfirlit framkvæmda- og eignasviðs fyrir tímabilið janúar- október 2009, ódagsett.
4. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti framkvæmda- og eignasviðs í nóvember 2009, dagsett 3. nóvember 2009.
5. Lagt fram erindi formanns meistarasambands byggingarmanna dagsett 18. nóvember 2009, sem og svar skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs dagsett 11. desember 2009.
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra gatna- og eignaumsýsluskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs dagsett 10. desember 2009, varðandi sölu á færanlegum kennslustofum við Korpuskóla.
Samþykkt samhljóða.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs dagsett. 11. desember 2009, varðandi lýsingu á Öskjuhlíðarstíg.
Samþykkt samhljóða.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra gatna- og eignaumsýsluskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs dagsett 10. desember 2009, varðandi leigusamning um Fiskislóð 23-25.
Samþykkt samhljóða.
9. Lögð fram að nýju áfangaskýrslu um endurgerð Tjarnarbíós dagsett í október 2009. Sviðsstjóri menningar - og ferðamálasviðs kynnti.
Óskar Bergson vék af fundinum við yfirferð málsins.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra gatna- og eignaumsýsluskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs dagsett 10. desember 2009, varðandi notkun á neðri hæð í Austurbergi 3.
Samþykkt samhljóða.
11. Formaður verkefnastjórnar, Margrét Leifsdóttir og verkefnastjóri Völundarverks, Örn Baldursson kynntu starfsemi Völundarverks – Reykjavík.
kl. 15.09 víkur Dofri Hermannsson af fundi.
kl. 15.10 tekur Oddný Sturludóttir sæti á fundinum.
12. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dagsett 9. desember 2009, varðandi breytingar á innri leigu og reglum varðandi skil á húsnæði, sem og skýrslu starfshóps um innri leigu dagsetta 7. desember 2009.
Framkvæmda- og eignaráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um það hvað innri leiga hefur verið vanáætluð á kjörtímabilinu. Vegna misgengis milli raunverulegrar verðbólgu, sem greiðslur eignasjóðs til aðalsjóðs taka mið af, annarsvegar og áætlaðrar verðbólgu sem innrileiga til eignarsjóðs hefur tekið mið af.
13. Oddný Sturludóttir , borgarfulltrúi og Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur kynntu niðurstöðu skýrslu varðandi viðmið í atvinnumálum.
Fundi slitið kl. 16.30
Óskar Bergsson
Sigrún Magnúsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Kristján Guðmundsson Heimir Janusarson
Heimir Janusarson