Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulags- og byggingarnefnd

Ár 2004, miðvikudaginn 29. september kl. 09:00, var haldinn 175. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Kristján Guðmundsson, Benedikt Geirsson og áheynarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson.  Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.  Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Nikulás Úlfar Máson, Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir og Björn Axelsson.  Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.


Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Hlemmur og nágrenni, deiliskipulag (01.22) Mál nr. SN040296
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Þverár, dags. 14. júní 2004, að deiliskipulagi Hlemms og nágrennis. Málið var í auglýsingu frá 28. júlí til 8. september 2004. Athugasemdabréf bárust frá Hartmanni Kr. Guðmundssyni, Laugavegi 126, dags. 01.08.04, Margréti Einarsdóttur Grettisgötu 70, dags. 13.08.04, Húsfélögunum Rauðaárstíg 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 13 og Skúlagötu 52, 54a, 54b, 56, og 58, mótt. 24.08.04, A.S. Helgasyni ehf, dags. 23.08.04, Sjálfsbjörgu Landssambandi fatlaðra, Hátúni 12, dags. 27.08.04, Náttúrufræðistofnun, dags. 3.09.04, Lögreglustjóranum í Reykjavík, dags. 08.09.04, Önnu Cornette Hverfisgötu 112a, dags. 8.09.04. Einnig lagt fram tölvubréf forstöðumanns Verkfræðistofu, dags. 30.08.04 varðandi loftmengun á Hlemmi, umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17.09.04 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 22.09.04.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Vísað til borgarráðs.

2. Smáragötureitir, deiliskipulag (01.197) Mál nr. SN040446
Lögð fram tillaga Arkitektur.is ehf ásamt greinargerð og deiliskipulagsskilmálum, dags. í september 2004, að deiliskipulagi reita 1.197.2 og 1.197.3, Smáragötureita, sem afmarkast af Smáragötu, Njarðargötu, Laufásvegi og Einarsgarði.
Samþykkt að kynna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

3. Vatnsstígur 3, breyting á deiliskipulagi (01.172.0) Mál nr. SN040409
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Röðuls, dags. 19.08.04, að breyttu deiliskipulagi reits 1.172.0 vegna lóðarinnar Laugavegur 31/Vatnsstígur 3. Kynningin stóð yfir frá 25. ágúst til 22. september 2004. Athugasemdabréf barst frá Bjarka Hólm og Bryndísi Yngvadóttur, dags. 13.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. sept. 2004.
Kynnt tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

4. Njálsgötureitir, reitir 1.190.0, 1.190.2, 1.190.3 (01.190) Mál nr. SN040486
Lögð fram skipulagsforsögn skipulagsfulltrúa fyrir þrjá reiti, sem markast af Barónsstíg, Bergþórugötu, Frakkastíg, Grettisgötu, Vitastíg og Njálsgötu, dags. í september 2004.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

5. Borgartún 17, og 19, sameining lóða (01.217.7) Mál nr. SN040514
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Hrafnkelsdóttur f.h. fasteignafélagsins Stoða, dags. 21.09.04, varðandi sameiningu lóða nr. 17 og 19 við Borgartún.
Samþykkt að fella úr gildi samþykkt á breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi skipulagsfulltrúa þann 24. júní 2004.
Vísað til borgarráðs.

6. Kringlan, endurskoðun skipulags (01.721) Mál nr. SN040228
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að skipulagsforsögn fyrir deiliskipulag af Kringlunni, dags. í ágúst 2004.
Samþykkt að kynna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

7. Fossaleynir 1, Egilshöll, lóðarstækkun (02.46) Mál nr. SN040428
Lagt fram bréf Borgarhallarinnar, dags. 11.05.04, varðandi lóðarstækkun við Fossaleyni 1, Egilshöll. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27.09.04.
Skipulagsfulltrúa falið að kynna málið fyrir hverfisráði Grafarvogs og ÍTR..

8. Laugardalur, breytt deiliskipulag austurhluta (01.39) Mál nr. SN040415
Lögð fram tillaga Landslags, dags. 27.09.04, að breyttu deiliskipulagi austurhluta Laugardals.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

9. Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi (01.731.2) Mál nr. SN040397
Lögð fram að nýju tillaga Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 22.07.04 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð. Einnig lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 27. ágúst 2004 og umsögn lögfræðings Borgarskipulags, dags. 21.01.01, ásamt samningi borgarsjóðs og Keiluhallarinnar frá 25.05.04 varðandi kaup á byggingarrétti, endurgreiðslu gatnagerðargjalda og þakfrágang keiluhallarinnar. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 15. september 2004.
Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt, með vísan til umsagnar borgarlögmanns.
Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni Reykjavíkurborgar og umsækjanda.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN030242
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 317 frá 28. september 2004.

11. Smárarimi 61, nýbygging (02.534.606) Mál nr. BN029941
Halldór Á Halldórsson sf, Maríubaugi 93, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílageymslu á lóðinni nr. 61 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 153,2 ferm., bílgeymsla 31,1 ferm.
Samtals 184,3 ferm. og 672,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 36.331
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

12. Starengi 6, námsmannaíbúðir (02.384.002) Mál nr. BN030185
Ingi Pétur Ingimundarson, Mosarimi 6, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö einnar hæðar hús úr forsteyptum einingum með samtals fimm námsmannaíbúðum á lóðinni nr. 6 við Starengi.
Stærð xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

(C) Fyrirspurnir

13. Ólafsgeisli 20-28, (fsp) breyting á deiliskipulagi      (04.126.6) Mál nr. SN040386
Lögð fram fyrirspurn Lögmanna við Austurvöll f.h. Skúla Ágústssonar, dags. 14.07.04, varðandi  breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 24 við Ólafsgeisla. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 20.08.04.
Breytingu á deiliskipulagi hafnað með fimm atkvæðum. Benedikt Geirsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Byggingarfulltrúa falið að kanna aðra þætti málsins nánar og leggja niðurstöðu sína fyrir skipulags- og byggingarnefnd við fyrsta tækifæri.

(D) Ýmis mál

14. Bústaðavegur 151-153, deiliskipulag (01.88) Mál nr. SN040295
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 6.s.m. varðandi deiliskipulag lóða nr. 151 og 153 við Bústaðaveg.

15. Miklabraut/Kringlumýrarbraut, breytingar á gatnamótum   (01.2)      Mál nr. SN040512
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. september 2004, varðandi samþykkt borgarstjórnar 21. s.m. þar sem samþykkt var eftirfarandi tillaga:
Borgarstjórn Reykjavíkur felur samgöngunefnd og skipulags- og byggingarnefnd að vinna að framgangi samþykktar samgöngunefndar  14. september um breytingar á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í samvinnu við Vegagerðina, enda mun sú lausn auka umferðaröryggi umtalsvert með hóflegum kostnaði og tekur mun skemmri tíma en aðrar lausnir. Jafnframt verði vinnu við mat á umhverfisáhrifum umræddra gatnamóta fram haldið, m.a. með hliðsjón af samþykkt samgöngunefndar og greinargerð með þeirri samþykkt.

16. Móvað 13, lóðarspilda í fóstur (04.771.3) Mál nr. SN040300
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 6.s.m. um að lóðarspildu við Móvað 13 verði komið í fóstur.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:15.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Anna Kristinsdóttir Óskar Dýrmundur Ólafsson
Þorlákur Traustason Kristján Guðmundsson
Benedikt Geirsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 558/2003

Árið 2004, þriðjudaginn 28. september kl. 10:08 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 317. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Guðlaugur Gauti Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Magdalena M Hermannsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 8-10, Br. á 1. h (01.140.404) Mál nr. BN030073
Langastétt ehf, Austurstræti 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta leikfimisal á 1. hæð í verslunarrými ásamt innri veitingasal fyrir Thorvaldsenbar í atvinnuhúsinu á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.
Béf umsækjanda dags. 16. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Ármúli 30, br. 1. hæð o.fl (01.292.104) Mál nr. BN030187
Kreditkort hf, Ármúla 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta starfsemi og innra fyrirkomulagi á fyrstu hæð, breyta gluggasetningu á vesturhlið og koma fyrir gluggum á suðurgafli hússins á lóðinni nr. 30 við Ármúla. Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bergstaðastræti 27, breyting inni og úti (01.184.414) Mál nr. BN029433
Ingibjörg Tómasdóttir, Bergstaðastræti 27, 101 Reykjavík
Vilborg Ásgeirsdóttir, Bergstaðastræti 27b, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi, þremur áður gerðum íbúðum í húsi (matshluta 02) á lóðinni nr. 27 við Bergstaðastræti.
Virðingargjörð dags. 26. nóvember 1946 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Bíldshöfði 9, 4 dyr á 2 hæð norðurgafls (04.062.001) Mál nr. BN030156
Hampiðjan hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir fjórum dyrum á annarri hæð norðurgafls hússins á lóðinni nr. 9 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bjarmaland 19, stækka hús (01.854.102) Mál nr. BN030115
Unnur Ágústsdóttir, Kaldalind 11, 201 Kópavogur
Magnús Arnarsson, Kaldalind 11, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu að norðurhlið og breyta innra fyrirkomulagi  hússins á lóðinni nr. 19 við Bjarmaland. Jafnframt er sótt um leyfi til þess að klæða allt húsið utan með steinflísum.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. september 2004 fylgir erindinu. Stærð: Stækkun 22,6 ferm. og 54,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.948
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

6. Blönduhlíð 25, áður gerð íbúð, kvistir og svalir (01.713.017) Mál nr. BN030098
Gunnar Friðrik Magnússon, Blönduhlíð 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerði íbúð á þakhæð (3. hæð) hússins nr. 25 við Blönduhlíð. Jafnframt er sótt um leyfi til að gera nýjan kvist á norðurþak, stækka kvist og gera svalir á austurþak. Ennfremur að breyta innra fyrirkomulagi.
Erindinu fylgir afsal dags. 1. okt. 1959, fyrirspurn afgreidd 20. júlí 2004, íbúðaskoðun byggingarfulltrúa dags. 6. júlí 2004.
Stærðir: Stækkun xx. Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

7. Brautarholt 26-28, útlitsbreytingar (01.250.103) Mál nr. BN030177
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Aðalból - fasteignir hf, Flókagötu 59, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útliti norðurhliðar (götuhliðar) hússins á lóðinni nr. 26-28 við Brautarholt.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

8. Brúnavegur Hrafnista, br. á sal 1 (01.351.001) Mál nr. BN030175
Laugarásbíó, Brúnavegi Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta stöllun á sætagólfi og aðkomu að sætum í sal 1 í Laugarásbíói á lóð Hrafnistu við Brúnaveg.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Eyjarslóð 3, reyndarteikning (01.111.404) Mál nr. BN029833
Vélar og skip ehf, Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í iðnaðarhúsi á lóðinni nr. 3 við Eyjarslóð. Innra fyrirkomulagi og útliti er breytt. Séreignum er fjölgað úr fimm í sex.
ATH. húsið hefur ekki verið fullklárað. Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 20. maí 2004. Samþykki meðeigenda dags. 28. júní 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Fálkagata 1, reyndarteikningar (01.554.209) Mál nr. BN028036
Einar Sveinbjörnsson, Ysti-Skáli 2, 861 Hvolsvöllur
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 1 við Fálkagötu.
Gerð er grein fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi á fyrstu hæð, útliti húss og áður gerðri íbúð á rishæð.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dagsettar 18. apríl 1996 og 25. janúar 2002 fylgja erindinu. Bréf hönnuðar dags. 18. september 2003 fylgir erindinu. Skýrsla til rafmagnsstjórnar Reykjavíkur dags. 24. september 1968 og afsalsbréf dags. 6. ágúst 1971 fylgja erindinu. Yfirlýsing meðeigenda dags. 24. september 2004 og samþykki eiganda vegna risíbúðar dags. 14. nóvember 1995, móttekið til þinglýsingar 26. janúar 2004, fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Greiða skal fyrir eitt bílastæði í flokki 3, kr. 1.163.957.

11. Fálkagata 23A, Bílastæði og núverandi fyrirkomulag í kjallara (01.553.215) Mál nr. BN021617
Fálkagata 23a,húsfélag, Fálkagötu 23a, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptayfirlýsingar (íbúð í kjallara breytist) í húsinu á lóðinni nr. 23A við Fálkagötu.
Bréf hönnuðar dags. 25. júlí 2000 og umsögn gatnamálastjóra dags. 21. ágúst 2000 fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

12. Fjölnisvegur 1, br. inni á 2. h (01.196.215) Mál nr. BN030179
Sigríður Maack, Fjölnisvegur 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi 2. hæðar og samþykki fyrir að skorsteinn sé notaður fyrir nýjar lagnir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Fjölnisveg.
Samþykki meðeigenda dags. 4. september 2004 og undirskrift burðarvirkishönnuðar (á teikningu) fylgja  erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Furugerði 1, viðbygging til suðurs (01.807.001) Mál nr. BN030020
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar fjölnotasal úr steinsteypu sunnan við húsið nr. 1 við Furugerði.
Stærð: 108,8 ferm. og 347,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 18.775
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

14. Heiðargerði 104, áður gerð risíb. (01.802.402) Mál nr. BN030064
Þórir Gísli Sigurðsson, Heiðargerði 104, 108 Reykjavík
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Heiðargerði 104, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir afmörkun ósamþykktrar íbúðar á rishæð og áður gerðri breytingu glugga íbúðarhússins á lóð nr. 104 við Heiðargerði.
Ljósrit af afsali rishæðar dags. 27. ágúst 1963 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Lagfæra skáningu.

15. Hofteigur 24, íbúð kjallara ofl. (01.365.001) Mál nr. BN030174
Ragnar Sær Ragnarsson, Reykholt 2, 801 Selfoss
Sótt er um samþykki fyrir séreignaríbúð í kjallara hússins nr. 24 við Hofteig. Jafnframt er sótt um leyfi til að lækka jarðvegshæð við suðvesturhlið, þannig að jarðvegur verði ekki meira en 80 cm hærri en kjallaragólf.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hvassaleiti 38, v/eignaskipta (01.724.304) Mál nr. BN029614
Þórarinn Sveinsson, Hvassaleiti 38, 103 Reykjavík
Símon Ægir Símonarson, Hvassaleiti 38, 103 Reykjavík
Ingþór Kjartansson, Hvassaleiti 38, 103 Reykjavík
Elísabet Árnadóttir, Hvassaleiti 38, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 38 við Hvassaleiti vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar. Gerð er grein fyrir áður gerðri stækkun bílskúrs í sökkulrými.
Stærð: Stækkun bílskúr (matshl. 02) 48,0 ferm. og 117,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 6.350
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

17. Hverfisgata 104, reyndarteikningar (01.174.109) Mál nr. BN027406
Páll Imsland, Hverfisgata 104, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 104 við Hverfisgötu. Gerð er grein fyrir áður gerðri séreign (eign 0001, ósamþ. íb.) í kjallara hússins.
Afsalsbréf dags. 2. júní 1965 og 15. október 1976 (eign 0001) fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr.5.100 + 5.400
Samþykkt.
Afmökun séreignar 0001 í kjallara er gerð með vísan til 15. gr. reglugerðar nr. 910/2000.

18. Hverfisgata 105, 10 íbúðir á 3. og 4. hæð o.fl. (01.154.406) Mál nr. BN030184
Skarpur ehf, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir fjórum íbúðum á þriðju hæð og sex íbúðum á fjórðu hæð hússins nr. 105 við Hverfisgötu. Jafnframt verði byggð hjóla- og vagnageymsla við norðurgafl hússins og fyrirkomulagi bílastæða breytt. Ennfremur er erindi nr. 29767 varðandi sama efni dregið til baka.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir áritað á teikningar.
Stækkun: xx Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Hverfisgata 37, íbúð, hársnyrtistofa (01.152.422) Mál nr. BN030113
Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Hverfisgata 37, 101 Reykjavík
Hjá ömmu,antik, Hverfisgötu 37, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta fyrstu hæð hússins nr. 37 við Hverfisgötu í tvo eignarhluta. Jafnframt verði eignarhluta 0101 breytt úr atvinnuhúsnæði (skrifstofur) í íbúð og komið fyrir hársnyrtistofu í eignarhluta 0102.
Samþykki meðeigenda nema eins fylgir áritað á teikningu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hæðarsel 10, stækka geymslu (04.927.205) Mál nr. BN029993
Arnar Guðnason, Kambasel 20, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka yfirbyggðum gangi milli bílskúrs og íbúðarhúss á lóðinni nr. 10 við Hæðarsel og sameina hann geymslu hússins.
Stækkun: 5,6 ferm. og 15,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 815
Frestað.
Enn þarf að lagfæra skráningu. Höfundur hafi samband við embættið.

21. Kirkjuteigur 24, viðbygging við Laugarnesskóla (01.363.001) Mál nr. BN029227
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir tveggja hæða viðbyggingu auk kjallara norðan við Laugarnesskóla á lóðinni nr. 24 við Kirkjuteig. Tengibygging verði að mestu úr stáli og gleri en aðrir hluta að mestu úr steinsteypu, útveggir steinaðir að utan en einangrað að innan.
Stærð viðbyggingar: 1533,5 ferm. og 5274,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 284.839
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

22. Klettagarðar 21, vörugeymsluhús (01.324.401) Mál nr. BN030024
Sjónvarpsmiðstöðin ehf, Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Reykjavíkurhöfn, Tryggvag Hafnarhúsi, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæða vörugeymsluhús úr stálgrind, klætt ljósu trapizustáli á lóð nr. 21 við Klettagarða.
Stærð: Vörugeymsla 5474 ferm., milliloft 198 ferm., samtals 5653,2 ferm., 60378,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 3.260.423
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Kringlan  4-12, Rými S-309 NK kaffi (01.721.001) Mál nr. BN030063
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka afgreiðslurými/afgreiðsluborð og stytta skilvegg í sal NK kaffis á 3. hæð Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Samantekt vegna brunamála dags. 31. ágúst 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

24. Kringlan  4-12, S-144 klifurv./Cafe Copenhagen (01.721.001) Mál nr. BN030114
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja klifurvegg í einingu S-144 og innrétta í staðinn kaffihús, Cafe Copenhagen, á verslunargangi á 1. hæð Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Samantekt vegna brunamála dags. 7. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Kristnibraut 5, Aðsk. b. leyfi v/ 3. h (00.000.000) Mál nr. BN030171
Stefanía Þórarinsdóttir, Básbryggja 51, 110 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi vegna byggingarstjóraskipta fyrir íbúð 3. hæðar ásamt tilheyrandi geymslu og þvottahúsi 0203 á 2. hæð og bílgeymslu 0302 á 3. hæð íbúðarhúss nr. 5 á lóð nr. 1-9 við Kristnibraut. Ekki er um breytingar á fyrirkomulagi hússins að ræða.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Laufásvegur 63, endurnýjun á byggingarleyfi (kvistir svalir) (01.197.011)
Mál nr. BN030169
Anna Katrín Árnadóttir, Laufásvegur 63, 101 Reykjavík
Guðmundur Valur Stefánsson, Laufásvegur 63, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á byggingarleyfi 27316 frá 22. júlí 2003 þar sem sótt var um #GLleyfi til þess að breyta innra skipulagi hússins, breyta núverandi kvisti á norðausturhlið og byggja nýja kvisti á hinum þrem hliðum ásamt svölum framan við kvist á suðvesturhlið einbýlishússins á lóð nr. 63 við Laufásveg.
Erindi 27316 var í kynningu frá 12. júní til 11. júlí 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun vegna kvista samtals 9 ferm., 20,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.112
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

27. Laugarnesvegur 52, breyta verslunarhúsnæði í íbúðarhúsnæði  o.fl. (01.346.101)
Mál nr. BN030186
Þorvarður Davíð Ólafsson, Urðarstígur 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð í matshluta 02 á lóðinni nr. 52 við Laugarnesveg.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Laugavegur 134, br. versl. í íbúð (01.241.005) Mál nr. BN030094
Tanja Sif Árnadóttir, Hjallabraut 41, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að breyta verslunareiningu 0101 í íbúð og breyta glugga á austurhlið í svalahurð á 1. hæð fjöleignarhússins á lóð nr. 134 við Laugaveg.
Samþykki meðeigenda dags. 4. september 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt 24. september 2004.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

29. Lyngháls 7, br. innra fyrirkomulag (04.324.101) Mál nr. BN029955
Gnípa ehf, Lynghálsi 2, 110 Reykjavík
Sól ehf, Víðiási 6, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi neðri hæðar hússins á lóðinni nr. 7 við Lyngháls.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Umhverfis- og heilbrigðisstofu.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

30. Maríubaugur 95-103, br. inni. millip. 3.h, nr. 99 (04.122.702) Mál nr. BN029671
Stefán Ragnar Hjálmarsson, Maríubaugur 99, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi og  byggja millipall yfir hluta íbúðar 3. hæðar húss nr. 99 (matshluta 03) á lóð nr. 95-103 við Maríubaug.
Uppáskrift burðavirkishönnuðar (á teikningu) fylgir erindinu.
Stærð: Millipallur 23,5 ferm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

31. Nökkvavogur 23, endurnýjað byggingarleyfi (01.441.312) Mál nr. BN030195
Bragi Baldursson, Nökkvavogur 23, 104 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi 24427 frá 12. mars 2002 þar sem sótt var um #GLleyfi til þess að byggja kvist á austurhlið, setja þakglugga á norður- og suðurhlið og innrétta þakhæð einbýlishússins á lóðinni nr. 23 við Nökkvavog.#GL
Samþykki nágrannna (á teikn. og ódags. bréf) þ.á.m. eigenda Nökkvavogs 21 og Langholtsvegar 172 fylgdi erindi 24427
Stækkun: Kvistur 5,8 ferm. og 12,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 659
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

32. Ofanleiti 1, mötuneyti - sorpg. (01.744.001) Mál nr. BN030176
Verslunarskóli Íslands, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta skólabúð á 2. hæð í framreiðslueldhús og mötuneyti nemenda ásamt leyfi til þess að loka af skot með hurðum úr götuðu stáli fyrir sorpgeymslu fyrir pappír við norðurhlið 1. hæðar Verslunarskóla Íslands á lóð nr. 1 við Ofanleiti. Jafnframt er erindi 29723 dregið til baka.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Reynisvatnsland, þegar byggð mannvirki Mál nr. BN029944
Laxalón ehf, Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum innra skipulags þjónustuhúss, geymsluhúsi á austurhlið, palli á vesturhlið og veitingatjaldi sunnanvert á lóð Laxalóns ehf. við Reynisvatn (landnr. 113408), samkv. uppdr. Erlings G. Pedersen, dags. 10.08.04.
Meðfylgjandi er samþykki Brunamálastofnunar á tjalddúk.
Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. september 2004.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykkt til bráðabirgða til tveggja ára.
Þinglýsa skal kvöð þess efnis. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Safamýri 43, stækkun geymslu - ofl. (01.281.406) Mál nr. BN030191
Salur ehf, Kvisthaga 16, 107 Reykjavík
Ólafur Þorsteinn Kjartansson, Kvisthagi 16, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttingu á geymslum í kjallara og fyrir leiðréttingu hæðarskilgreiningar íbúðarhússins á lóð nr. 43 við Safamýri.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Seljavegur 7, kvistur og stækkun þakglugga (01.133.214) Mál nr. BN029948
Róbert Rósmann, Seljavegur 7, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka þakglugga og byggja kvist á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 7 við Seljaveg.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu. Stærð: Kvistur xx.
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 01 og 02 dags. 15. september 2004.

36. Skógarás 20, einbýlishús nýbygging (04.386.505) Mál nr. BN030180
Útgerðarfélag Ólafsvíkur ehf, Ennisbraut 55, 355 Ólafsvík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús úr steinsteypu með áfastri bílgeymslu á efri hæð á lóðinni nr. 20 við Skógarás. Austan við hús verði gerð steinsteypt setlaug.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skipulagsferli ólokið.

37. Skólavörðustígur 24, hækka og br. (01.181.206) Mál nr. BN029145
Lára Ingibjörg Ólafsdóttir, Skólavörðustígur 24, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja eina hæð úr timbri klæddu bárujárni ofan á húsið á lóðinni nr. 24 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2003 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Stækkun: 55,0 ferm.og 165,3 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 8.926
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1 og 2 dags. 20. september 2004.

38. Sóleyjarimi 115-123, Raðhús 5 íb., 2.h, bílg. (02.536.801) Mál nr. BN027675
Byggingarfélagið saga ehf, Bræðraborgarstíg 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt tvílyft raðhús, einangrað að utan og klætt með forsteyptri veðrunarkápu með ljósri steindri áferð, með samtals fimm íbúðum og innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 115-123 við Sóleyjarrima.
Fram til þessa hefur umsækjandi verið Úthlíð ehf, en er nú breytt í Byggingarfélagið Saga ehf.
Afsal fyrir lóð dags. 27. september 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Hús nr. 115 (matshl. 01) íbúð 1. hæð 79 ferm., 2. hæð 104,5 ferm., bílgeymsla 29 ferm., samtals 212,5 ferm., 660,6 rúmm. Hús nr. 117 (matshl. 02) íbúð 1. hæð 76,5 ferm., 2. hæð 102,9 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 209,3 ferm., 670,4 rúmm. Hús nr. 119 (matshl. 03) er sömu stærðar og nr. 117 eða samtals 209,3 ferm., 670,4 rúmm. Hús nr. 121 (matshl. 04) íbúð 1. hæð 78,4 ferm., 2. hæð 102,8 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 209,1 ferm., 669,8 rúmm. Hús nr. 123 (matshl. 05) íbúð 1. hæð 80 ferm., 2. hæð 104,4 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 212,3 ferm., 679,9 rúmm.
Raðhús er samtals 1052.5 ferm., 3371,1 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 182.039
Frestað.
Gatnamálastjóri gerir athugasemdir við hæðar- og mæliblað.

39. Sóleyjarimi 99-113, raðh. m. 8 íb. + innb. bílg. (02.536.702) Mál nr. BN028160
Úthlíð ehf, Dimmuhvarfi 27, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt raðhús með innbyggðum bílgeymslum, með samtals átta íbúðum, allt einangrað að utan og klætt með forsteyptri steinaðri veðurkápu á lóð nr. 99-113 við Sóleyjarrima.
Stærð: Hús nr. 99 (mhl. 01) íbúð 1. hæð 77,8 ferm., 2. hæð 101,6 ferm., bílgeymsla 27,4 ferm., samtals 206,8 ferm., 671,6 rúmm. Hús nr. 101 (mhl. 02) íbúð 1. hæð 76,4 ferm., 2. hæð 100,3 ferm., bílgeymsla 27,5 ferm., samtals 204,2   ferm., 663,4 rúmm. Hús nr. 103 (mhl. 03) íbúð 1. hæð 76,5  ferm., 2. hæð 100,4 ferm., bílgeymsla 27,5 ferm., samtals 204,4 ferm., 664 rúmm. Hús nr. 105 (mhl. 04) er sömu stærðar og hús nr. 103 eða samtals 204,4 ferm., 664 rúmm. Hús nr. 107 (mhl. 05) íbúð 1. hæð 76,5 ferm., 2. hæð 100,5  ferm., bílgeymsla 27,5 ferm., samtals 204,6 ferm., 664,7  rúmm. Hús nr. 109 (mhl. 06) íbúð 1. hæð 76,6 ferm., 2. hæð 100,6 ferm., bílgeymsla 27,6 ferm., samtals 204,8 ferm., 665 rúmm. Hús nr. 111 (mhl. 07) er sömu stærðar og hús nr. 109 eða samtals 204,8 ferm., 665 rúmm. Hús nr. 113 (mhl 08) íbúð 1. hæð 77,3 ferm., 2. hæð 101,8 ferm., bílgeymsla 28,1 ferm., samtals 207,2 ferm., 625,4 rúmm.
Raðhús samtals 1641,2 ferm., 5283,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 261.446  
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Gera skal grei