Umhverfis- og skipulagsráð
Hverfisráð Vesturbæjar
Ár 2006, fimmtudaginn 12. maí, 42. fundur hverfisráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Vesturgarði og hófst kl. 11:20. Mættir Birna Kristín Jónsdóttir (formaður) og Kjartan Magnússon. Fundarritari Óskar Dýrmundur Ólafsson.
Þetta gerðist:
1. Ný samþykkt hverfisráðs kynnt.
2. Lögð fram tillaga um að byggð verði fullnægjandi aðstað fyrir útikörfubolta í Vesturbænum og þeim svæðum sem fyrir eru verði viðhaldið með fullnægjandi hætt. Með tillögunni er lögð fram greinargerð í myndum og máli, unnin af áhugamönnum um körfuknattleik í Vesturbæ. Hverfisráð samþykkir tillöguna og vísar henni til ÍTR.
3. Lagt er til að gengið verði frá samningi við Vesturbæjarblaðið um greiðslu fyrir fyrri hluta árs 2006.
4. Styrkumsóknir
a. Hverfisfélag Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur, óskaði eftir styrk fyrir sumarhátíð til hverfisráðs. Ákveðið að var að styrkja félagið um 30000.- . Óskað er jafnframt eftir nánari skýringum á því hvernig styrknum er varið.
b. Íbúasamtök Vesturbæjar syðri sóttu um styrk vegna hverfisfundar. Óskað er eftir nánari upplýsingum. Er formanni falið að afgreiða málið.
5. Fjallað var um afgreiðslu á erindi íbúa við Vesturgötu vegna úrbóta. Hverfisráð harmar afgreiðslu framkvæmdaráðs þar sem ekki var nægjanlega tekið tillit til tillagna íbúa um akstursstefnu í Vesturátt.
6. Kynningarbæklingur um Þjónustumiðstöð Vesturbæjar lagður fram til kynningar
7. Síðasti fundur núverandi hverfisráðs verður 9. júní.
Fundi slitið 12:15
Birna Kristín Jónsdóttir Kjartan Magnússon