Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 558/2003

Árið 2004, þriðjudaginn 30. nóvember kl. 09:20 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 326. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Guðlaugur Gauti Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfsnes 125650, félagsheimili (00.010.000) Mál nr. BN030272
Skotfélag Reykjavíkur, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja félagsheimili Skotfélags Reykjavíkur (matshl. 01) á lóð félagsins á norðanverðu Álfsnesi.
Um er að ræða tvö flutningshús úr timbri sem áður stóðu við Sporhamra í Grafarvogi, útliti húsanna er breytt og húsin tengd saman með viðbyggingu úr gleri.
Stærð: Félagsheimili (matshl. 01) kjallari 41,2 ferm 1. hæð 189,3 ferm. Samtals 230,5 ferm. og 697,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 37.643
Frestað.
Lagfæra skráningu.

2. Ármúli 7, matshl. 01 - br. skyndibitast. (01.262.101) Mál nr. BN030407
Samhugur ehf, Langagerði 116, 108 Reykjavík
E.B. Fasteignir ehf, Langagerði 3, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á fyrstu hæð, breyta fyrirkomulagi og skráningu í kjallara og breyta skyndibitastað í veitingahús á fyrstu hæð hússins (matshluta 01) á lóðinni nr. 7 við Ármúla.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að koma fyrir gasgeymslu sunnan við húsið.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 5. nóvember 2004 fylgir erindinu. Samþykki nágranna Ármúla 9 dags. 18. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Starfsemin fellur ekki lengur undir skilgreiningu um skyndibitastað. Breyta skal umsókn og texta á uppdráttum í samræmi við fyrirhugaða starfsemi.
Sýna skal bílastæði fyrir fatlaða framan við hús.

3. Baldursgata 11, einingu 0002 br. í íbúð (01.184.512) Mál nr. BN030566
Guðni Stefánsson, Laugavegur 46a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta skrifstofueiningu (0002) í íbúð á jarðhæð fjöleignarhússins á lóð nr. 11 við Baldursgötu.
Bréf hönnuðar dags. 22. nóvember 2004 og samþykki sumra meðeigenda ódags.ásamt samþykki eins meðeigenda dags. 29. nóvember 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Baldursgata 12, íbúð í 0102 (01.186.108) Mál nr. BN030568
Ævar Kjartansson, Nönnugata 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta íbúð í stað núverandi vinnustofu í 0102 á 1. hæð ásamt í tilheyrandi rými í kjallara fjöleignarhússins á lóð nr. 12 við Baldursgötu.
Samþykki sumra meðeigenda dags. 15. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

5. Barðastaðir 67, einbýlishús (02.404.304) Mál nr. BN029969
Geir Sigurðsson, Engihjalli 9, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni 67 við Barðastaði.
Stærð: Íbúð 1. hæð 250,3 ferm. 2. hæð 198,5 ferm., bílgeymsla 41,9 ferm.
Samtals 492,5 ferm. og 1833,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400+ 5.400 + 99.025
Frestað.
Lagfæra skráningu.

6. Bárugata 9, svalir (01.136.304) Mál nr. BN030570
Ingveldur Ólafsdóttir, Bárugata 9, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir við aðra hæð á suðurhlið hússins nr. 9 við Bárugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. september 2004 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikn. og dags. 2. nóvember 2004) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.

7. Bergstaðastræti 12B, viðbygging 4 íbúðir (01.180.211) Mál nr. BN030583
Hraunbær 107 ehf, Tangarhöfða 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa framhlið hússins nr. 12B á lóðinni nr. 12 við Bergstaðatræti og byggja þess í stað viðbyggingu meðfram allri hliðinni. Jafnframt verði komið fyrir fjórum íbúðum í húsinu og átta bílastæðum á lóðinni.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Bergstaðastræti 27, breyting inni og úti (01.184.414) Mál nr. BN029433
Ingibjörg Tómasdóttir, Bergstaðastræti 27, 101 Reykjavík
Vilborg Ásgeirsdóttir, Bergstaðastræti 27b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að sameina matshluta 01-03, breyta innra fyrirkomulagi og breyta atvinnuhúsnæði í þrjár íbúðir (íb. 0101, 0201 og 0301) í húsinu á lóðinni nr. 27 við Bergstaðastræti.
Virðingargjörð dags. 26. nóvember 1946 fylgir erindinu.
Sameinaðir matshlutar fá matshlutanúmer 01.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Brautarholt 26-28, endurnýjun á byggingarleyfi (01.250.103) Mál nr. BN030602
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi 26890 frá 22. maí 2003 þar sem sótt var um #GLleyfi til að byggja við þriðju hæð hússins nr. 26 við Brautarholt (matshl. 01) á lóðinni nr. 26-28 við Brautarholt.
Jafnframt er sótt um leyfi til að lyfta þaki byggingarinnar að norðan- og sunnanverðu, breyta inngangi og að klæða norðurhlið (götuhlið) húsanna nr. 26 og 28 (matshl. 01 og 02) með álklæðningu í ljósum lit.
Umsögn Teiknistofunnar Óðinstorgi vegna utanhúsklæðningar dags. 24. mars 2003, samþykki lóðarhafa að Skipholti 25, 27 og 29A ásamt Brautarholti 24 fylgdu erindi 26890.
Vegna stækkunar skal greiða fyrir 1,7 bílastæði í flokki III.
Stækkun: 95 ferm. og 449,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 24.289
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

10. Dugguvogur 7, áður gerðar br.,gistih. (01.454.114) Mál nr. BN029903
K-2 ehf, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi hússins, úr verkstæði í gistiheimili með samtals 8 gistirýmum, á annarri og þriðju hæð ásamt útlitsbreytingu á vesturhlið atvinnuhússins á lóð nr. 7 við Dugguvog.
Jafnframt er erindi 25546 dregið til baka.
Ljósrit af eignaskiptayfirlýsingu dags. 1. júní 1979 og fundargerð húsfundar dags. 19. nóvember 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Efstaleiti 1, reyndarteikningar (01.745.401) Mál nr. BN030561
Ríkisútvarpið, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun eldhúss á 1. hæð, fyrir breytingu áður bílastæða á norðvesturhluta 1. hæðar í leikmyndageymslu, breytingu á innra skipulagi vinnuaðstöðu á 2. hæð ásamt samþykki fyrir uppfærðri afstöðumynd sem sýnir 29 viðbótar bílastæði svipað og samþykkt var 2001 norðan við Útvarpshúsið á lóð nr. 1 við Efstaleiti.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Eldshöfði 7, milliloft í 0102 (04.035.204) Mál nr. BN029472
Sólhöfði ehf, Smárarima 42, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og stækka milliloft eignarhluta 0102 í húsinu nr. 7 við Eldshöfða ásamt breyttu fyrirkomulagi á lóð. Eftir breytingu verður fyrirkomulag í eignarhluta það sama og í eign 0104 sem samþykkt var 4. nóv. 2003.
Erindinu fylgir samþykki meðeigenda dags. 26. júlí 2004 og 22. nóvember 2004.
Stækkun milliloft: 45,6 ferm.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Eyjarslóð 11A, síkkun á 4 gluggum o.fl (01.110.403) Mál nr. BN030588
Olíudreifing ehf, Gelgjutanga, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í notaeiningum 0101 og 0201 í húsinu nr. 11A við Eyjarslóð. Jafnframt er sótt um leyfi til að síkka glugga til norðausturs á annarri hæð.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

14. Flókagata 43, leiðrétt skráning (01.245.312) Mál nr. BN030481
Sigfús Ólafsson, Flókagata 43, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttri skráningu og leiðréttum uppdráttum af húsinu á lóðinni nr. 43 við Flókagötu.
Anddyri í kjallara er nú sýnt sem séreign kjallaraíbúðar.
Samþykki meðeigenda dags. 16. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Lagfæra skráningu.

15. Grensásvegur 12, snyrti- og nuddst. á 1. h (01.295.406) Mál nr. BN030500
Neglur og list ehf, Grensásvegi 12a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fækka inngöngum á framhlið og innrétta snyrti- og nuddstofu í einingu 0103 í norðausturhluta 1. hæðar atvinnuhúss nr. 12 (framhús) á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Erindinu fylgir samþykki meðeigenda ódags. móttekið 30. nóvember 2004.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Grensásvegur 12, br skráningu á 1 hæð (01.295.406) Mál nr. BN030574
HPS eignarhaldsfélag ehf, Kringlunni 87, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu á fyrstu hæð hússins nr. 12 við Grensásveg. Gerð er grein fyrir fækkun flóttaleiða á teikningum.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Guðríðarstígur 2-4, atvinnuhúsnæði (04.121.301) Mál nr. BN030148
Fróðengi ehf, Hamravík 62, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt skrifstofu- og verslunarhús allt einangrað að utan og klætt að mestu með glerklæðningu og grásvörtum veggflísum á lóð nr. 2-4 við Guðríðarstíg.
Bréf verkfræðistofunnar Ferill ódags., samþykki lóðarhafa Guðríðarstígs 6-8 vegna nálægðar skábrautar innfært 19. nóvember 2004 og bréf hönnuðar ódags. fylgja erindinu.
Stærð: 1. hæð 864,1 ferm., 2. hæð 858,2 ferm., 3. hæð 858,2 ferm., samtals 2580,5 ferm., 10556,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 570.067
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Guðrúnargata 3, stækka svalir á 1. og 2.h (01.247.407) Mál nr. BN030575
Eggert Bjarni Thorlacius, Guðrúnargata 3, 105 Reykjavík
Þorbjörg Eva Erlendsdóttir, Sjafnargata 12, 101 Reykjavík
Pálína Jóhannsdóttir, Guðrúnargata 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja stærri svalir úr stáli í stað núverandi steinsteyptra svala á 1. og 2. hæð, frá nýjum svölum 1. hæðar koma tröppur niður í garð við íbúðarhúsið á lóð nr. 3 við Guðrúnargötu.
Samþykki meðeigenda dags. 18. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Haðarstígur 8, reyndarteikningar (01.186.620) Mál nr. BN030573
Þór Sigurbjörnsson, Garðaflöt 7, 210 Garðabær
Þuríður Björnsdóttir, Garðaflöt 7, 210 Garðabær
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 8 við Haðarstíg.
Útlit þaks og kvista á norðvesturhlið er breytt, svalir á suðausturhlið eru dýpri en samþykkt var áður, útlit glugga á suðvesturgafli og suðausturhlið er breytt og kjallari hefur verið stækkaður í óuppfyllt rými.
Stærð: Stækkun kjallari 23,3 ferm. og 45,3 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.446
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hofteigur 19, endurn. byggingarl. 28025 frá 21.10.2003 (01.362.207)
Mál nr. BN030593
Örn Haraldsson, Hofteigur 19, 105 Reykjavík
Sigrún Sigurjónsdóttir, Hofteigur 19, 105 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi 28025 frá 21. október 2003 þar sem sótt var um #GLleyfi til þess að byggja kvist á norðurhlið og fjarlægja reykháf hússins á lóðinni nr. 19 við Hofteig.#GL
Samþykki meðeigenda dags. 16. september 2003 fylgdi upprunalega erindinu
Stærð: Stækkun kvistur 3,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 211
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

21. Hraunbær 121, viðbygging (04.340.101) Mál nr. BN030522
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja fordyri úr stáli og gleri framan við aðalinngang verslunar á lóð nr. 121 við Hraunbæ.
Stærð: Fordyri (B-rými) 53 ferm., 185 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 9.990
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Hverfisgata 50, geymsluskúr (01.172.005) Mál nr. BN030548
Ármann Örn Ármannsson, Hverfisgata 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa og endurbyggja að hluta geymsluskúr (matshl. 05) úr steinsteypu og timbri á lóðinni nr. 50 við Hverfisgötu.
Skilyrt samþykki nokkurra meðlóðarhafa dags. 6. maí 2004 fylgir erindinu.
Stærð skúrs sem rifinn verður (matshl. 05, fastanr. 200-4659, landnr. 101428) 43,8 ferm. og 110,0 rúmm.
Stærð geymsluskúrs sem byggður verður 27,6 ferm. og 78,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.244
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hæðargarður 14, klæða húsið byggja anddyri o.fl. (01.818.007) Mál nr. BN030584
Gréta Þórs Sigmundsdóttir, Hæðargarður 14, 108 Reykjavík
Kristján Karl Normann, Hæðargarður 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja anddyrisviðbyggingu að norðurhlið, byggja verönd að suðurhlið og klæða utan með trapisujárni húsið á lóðinni nr. 14 við Hæðargarð.
Á teikningum er gerð grein fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóð, áður uppsettum sjónvarpsdiski og áður gerðu bílastæði á lóð.
Umsögn burðarvirkishönnuðar vegna klæðningar dags. 26. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, anddyri 11,8 ferm. og 35,1 rúmm.
áður gerður geymsluskúr 4,7 ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

24. Hæðargarður 56, br innra frkl og skráningu (01.819.108) Mál nr. BN030585
Katrín Gunnarsdóttir, Hæðargarður 56, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að beyta innra fyrirkomulagi og eignarhaldi notaeininga í kjallara hússins nr. 56 við Hæðargarð.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hörpugata 13, reyndarteikningar (01.635.804) Mál nr. BN030569
Bergljót Anna Haraldsdóttir, Lokastígur 5, 101 Reykjavík
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Hörpugata 13, 101 Reykjavík
Kristín Þorvaldsdóttir, Hörpugata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir fjölbýlishúsið á lóð nr. 13 við Hörpugötu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Karfavogur 50, inngangsskýli og áður gerðar br. á innra frkl. (01.444.004)
Mál nr. BN029354
Ægir Karl Kristmannsson, Karfavogur 50, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu skýli við inngang á austurgafli ásamt áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi fjölbýlishússins nr. 50 við Karfavog.
Erindinu fylgir samþykki meðeigenda áritað á teikningar.
Stækkun vegna skýlis: 2,4 ferm. og 6,3 rúmm. (B-rými)
Gjald kr. 5.400 + 336
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

27. Kárastígur 9A, br. og áður gerðar svalir (01.182.303) Mál nr. BN029721
Kárastígur 9a,húsfélag, Kárastíg 9a, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum svölum á suðausturhlið 2., 3. og 4. hæðar, áður gerðum breytingum á innra skipulagi þannig að ein íbúð er nú á hverrri hæð hússins eða samtals fjórar íbúðir ásamt áður gerðum breytingum á geymsluskúr á baklóð sem nú er skráður sem matshluti 02 í stað 70 áður á lóð nr. 9A við Kárastíg.
Samþykki meðeigenda dags. 21. júní 2004 og samþykki eigenda Kárastígs 11 dags. 21. júní 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

28. Kirkjustétt 28, breytingar (04.135.205) Mál nr. BN030524
Guðmundur Gauti Reynisson, Kirkjustétt 28, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta verönd og byggja gufubað undir verönd hússins á lóðinni nr. 28 við Kirkjustétt.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi á lóð og byggja geymsluskýli og tröppur austan hússins.
Samþykki nágranna Kirkjustétt 26 dags. 16. nóvember 2004 fylgir erindinu. Jafnframt lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember 2004.
Stærð: Stækkun 18,8 ferm. og 49,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 2.689
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Með vísan til bókunar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember er ekki gerð athugasemd við á umsækjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðan þarf að grenndarkynna.

29. Klettagarðar 21, br. á hæðarkóta (01.324.401) Mál nr. BN030353
Sjónvarpsmiðstöðin ehf, Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka nýsamþykkt vörugeymsluhús, breyta þakglugga og lækka gólfkóta um 20 sm til samræmis við hæðarkóta á hæðarblaði fyrir atvinnuhúsið á lóð nr. 21 við Klettagarða.
Brunahönnun VSI dags. 18. október 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Rúmmálsaukning vegna hækkunar 1421,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 76.777
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Klettagarðar 8-10, nýtt þjónustu- og verkstæðishús (01.322.101) Mál nr. BN030539
Hekla hf, Laugavegi 170-174, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja þjónustu- og verkstæðishús norðanvert á lóðinni nr. 8-10 við Klettagarða. Burðavirki verði að mestu úr stáli, en milligólf úr steinsteyptum holplötum. Húsið verði klætt að utan með samlokueiningum.
Stærð: 1305 ferm. og 9094,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 491.103
Frestað.
Þá fyrst er hægt að afgreiða erindið þegar breytingu á deiliskipulagi er lokið.

31. Kringlumýrarbraut 100, niðurrif, atvinnuhúsnæði (01.78-.-89) Mál nr. BN030579
Olíufélagið ehf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Ker hf, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa verslunarhús (matshl. 01) og bensínstöð (matshluta 03) og fjarlægja þvottaplan (matshl. 02) og byggja nýja þjónustustöð Olíufélagsins ehf. úr stálgrind á lóðinni nr. 100 við Kringlumýrarbraut.
Verslunar- og veitingaaðstaða verður í húsinu.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að byggja eldsneytisgeyma, þvottaplan, sorpgámagerði og koma fyrir frístandandi skilti á lóð austan húss og skiltum á húsinu.
Bréf hönnuðar (m.a. varðandi niðurrif húsa og stöðuleyfi bráðabirgðamannvirkja) dags. 23. nóvember 2004, leigusamningur dags. 11. maí 2004, samþykki Vegagerðar dags. 26. nóvember 2004 fylgja erindinu. Brunahönnun dags. í nóvember 2004 fylgir erindinu.
Stærðir mannvirkja sem rifin verða: Matshl. 01, verslunarhús (fastanr. 203-2836, landnr. 107486) 60.0 ferm. og 156,0 rúmm. Matshluti 02, þvottaplan (fastanr. 203-2837, landnr. 107486) 366,0 ferm. Matshl. 03, bensínstöð (fastanr. 203-2837, landnr. 107486) 44,3 ferm. og 115,0 rúmm.
Stærðir nýbygginga: Matshl. 01, þjónustustöð 1. hæð 384,2 ferm. og 1627,4 rúmm. Matshl. 02, tæknirými (og þvottaplan) 9,6 ferm. og 16,8 rúmm. Matshluti 05, eldsneytisgeymir 25,7 ferm.og 55,9 rúmm. Matshluti 06, eldsneytisgeymir 25,7 ferm.og 55,9 rúmm. Matshluti 07, eldsneytisgeymir 6,7 ferm. og 11,9 rúmm. Matshluti 08 eldsneytisgeymir 3,8 ferm. og 4,4 rúmm.
Samtals 455,7 ferm. og 1772,3 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 95.704
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Langagerði 48, Viðbyggingar (01.832.105) Mál nr. BN030221
Magdalena Redlicka, Langagerði 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við suður- og austurhlið 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 48 við Langagerði.
Erindið var grenndarkynnt frá 12. október til 9. nóvember 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeiganda dags. 20. ágúst 2004 (á teikningu) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 1. hæðar samtals 35,8 ferm., 111,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 6.021
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

33. Langholtsvegur 208, klæða bílskúr með trapizustáli (01.445.308) Mál nr. BN030555
Örn Sævar Rósinkransson, Langholtsvegur 208, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að einangra og klæða bílskúr, sem samþykktur var 18. feb. 2004 á lóðinni nr. 208 við Langholtsveg, að utan með trapizuformuðu stáli.
Samþykki nágranna að Langholtsvegi 204 og 206 fylgir umsókn.
Gjald kr. 5.400
Synjað.
Hér er um nýsamþykkt mannvirki að ræða, byggt í lóðamörk. Umsókn um klæðningu nú þýðir að farið er út fyrir lóðarmörk á tvo vegu og þrengir stíg um 10-15 cm. Klæðning fer bílskúr mjög illa og leiðir til stærðaraukningar, en skúrinn var áður samþykktur í hámarksstærð.

34. Lækjargata 6B, útblástursst. og gaskútag. (01.140.509) Mál nr. BN030119
Andartak ehf, Lækjargötu 6b, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir gaskútageymslu fyrir veitingastað við norðvesturhlið og leyfi til þess að setja upp loftræsistokk frá eldhúsi í kjallara og upp fyrir þak hússins á lóð nr. 6B við Lækjargötu.
Umsögn gatnamálastjóra dags. 18. október 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Miðstræti 3, reyndarteikningar (01.183.204) Mál nr. BN030511
Birta Björnsdóttir, Miðstræti 3, 101 Reykjavík
Jón Páll Halldórsson, Miðstræti 3, 101 Reykjavík
Hulda Ingvarsdóttir, Laugarásvegur 1, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 3 við Miðstræti.
Gerð er grein fyrir áður gerðri séreign ( eign 0001, ósamþ. íbúð) í kjallara hússins. Á teikningu er sýnt bílastæði sunnan hússins.
Afsal dags. 8. júlí 1988 fylgir erindinu. Jafnframt lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember 2004.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykkt áður gerð ósamþykkjanleg íbúð er afmörkuð með vísan til 15. gr. reglugerðar nr. 910/2000.

36. Njarðargata 31, reyndarteikningar (01.186.612) Mál nr. BN029250
Hreinn Hreinsson, Njarðargata 31, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi og áður gerðri séreign (eign 0001, ósamþ. íb.) í húsinu nr. 31 við Njarðargötu.
Ljósrit af skráningu Fasteignamats 01.12.1977 fylgir erindinu. Afsal dags. 14. september 1979 (v. eignar 0001) fylgir erindinu.
Yfirlýsing meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 22. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Ósamþykkjanleg íbúð er afmörkuð með vísan til 15. gr. reglugerðar nr. 910/2000.

37. Nýlendugata 10, stækkun á íbúðum (01.132.010) Mál nr. BN030412
Búafl ehf, Lækjarási 6, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktu (22. júní 2004) fjölbýlishúsi á lóðinni nr. 5 við Ægisgötu. Meðal breytinga er stækkun á íbúðum og minnkun á svölum, breyting á loftræsingu og fyrirkomulagi hljóðeinangrunar og niðurfelling vatnsúðakerfis í bílgeymslum.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Lagfæra skráningu.

38. Óðinsgata 15, reyndart. + bílast. á lóð (01.184.519) Mál nr. BN030483
Gunnar Þór Geirsson, Óðinsgata 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir bílastæði á lóð og samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi matshluta 01 og 02 á lóðinni nr. 15 við Óðinsgötu.
Samþykki meðlóðarhafa (ódags., vantar einn) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Pósthússtræti 2, br húsi Eimskipa í hótel (01.140.104) Mál nr. BN029661
Burðarás hf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun hússins nr. 2 við Pósthússtræti (fyrrum hús Eimskipafélagsins) og nr. 28 við Tryggvagötu á lóðinni Tryggvagata 28, Pósthússtræti 2 úr skrifstofuhúsnæði í hótel. Í kjallara verði eldhús, þvottahús, geymslur, tæknirými o.fl., á fyrstu hæð móttaka, setustofa, veitingasalur o.fl., á annarri hæð salur með friðuðum innréttingum og á annarri til fimmtu hæð samtals 59 tveggja manna hótelherbergi með snyrtingum, þar af fimm sérhönnuð fyrir hreyfihamlaða. Jafnframt er sótt um leyfi til að gera innangengt milli húsanna á öllum hæðum nema fyrstu hæð, koma fyrir bakdyrainngangi, beyta fyrirkomulagi sorpgeymslu og setja nýja þakglugga á bæði húsin.
Umsagnir Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 11. júní 2004, dags. 7. september 2004 og 15. september 2004, tvö bréf Hilmars Foss dags. 20. júlí 2004 og bréf Landwell dags. 22. júlí 2004, afsal vegna kvaðar um aðkomu um lóðina nr. 26 við Tryggvagötu, bréf hönnuðar dags. hönnuðar dags. 7. sept. 2004. Jafnframt lagt fram bréf Landwell dags. 20. september 2004.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

40. Rafstöðvarvegur 31, viðb. og bílskúr (04.257.202) Mál nr. BN030307
Hjördís Hendriksdóttir, Rafstöðvarvegur 31, 110 Reykjavík
Margrét Arnljótsdóttir, Rafstöðvarvegur 31, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu við austurhlið tvíbýlishússins ásamt leyfi til þess að byggja tvöfaldan steinsteyptan bílskúr með geymslukjallara undir hluta á norðausturhluta lóðar nr. 31 við Rafstöðavarveg.
Stærð: Viðbygging 63 ferm., 183,6 rúmm. Bílskúr (matshl. 02) 44,9 ferm., geymslukjallari 24,4 ferm., samtals 69,3 ferm., 211,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 21.346
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Rauðagerði 63, áður gerðar viðbyggingar (01.822.307) Mál nr. BN030557
Gunnar Þórólfsson, Núpalind 2, 201 Kópavogur
Salóme H Gunnarsdóttir, Rauðagerði 63, 108 Reykjavík
Úlfar Ægir Þórðarson, Rauðagerði 63, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum viðbyggingum við húsið nr. 63 við Rauðagerði. Við aðalinngang hefur verið gert inngangsskýli úr steinsteypu (B-rými) og við suðvesturhlið hefur verið gerð viðbygging við stofur úr timbri.
Stærðir: Skýli 3,8 ferm. og 9,4 rúmm.. Viðbygging 3,2 ferm. og 7,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 928
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

42. Ránargata 12A, br. gluggar, útitröppur (00.000.000) Mál nr. BN030589
Arngrímur Fannar Haraldsson, Ránargata 12a, 101 Reykjavík
Marta Emilía Valgeirsdóttir, Ránargata 12a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum og útitröppum húss nr. 12A á lóð nr. 12 við Ránargötu.
Samþykki meðeigenda dags. 25. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vantar umsagnir Árbæjarsafns og Húsafriðunarnefndar ríkisins.

43. Seljabraut 54, reyndarteikning 1. hæð (04.970.002) Mál nr. BN030402
Símon Sigurður Sigurpálsson, Þingás 3, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í verslun á fyrstu hæð hússins nr. 54 við Seljabraut.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Síðumúli 14, br. inni á 2. h, bj -op og fellist. (01.293.102) Mál nr. BN030571
Reykjaprent ehf, Síðumúla 14, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breyttu innra skipulagi 2. hæðar og leyfi til þess að bæta við björgunaropi á suðvesturhlið 2. hæðar ásamt fellistiga niður á baklóð atvinnuhússins á lóð nr. 14 við Síðumúla.
Bréf umsækjanda dags. 17. nóvember 2004 og samþykki meðeigenda dags. 8. nóvember 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Skeifan 3, br á notkun útliti o.fl. (01.460.101) Mál nr. BN030354
Skeifan 3A ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Eignarhaldsfélagið Zeta ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík
ÁÞ Skeifan 3b ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun notaeininga 0101 og 0102 í húsinu á lóðinni nr. 3 við Skeifuna úr iðnaðar- í verslunarhúsnæði. Jafnframt verði útliti vestur- og austurhliða breytt.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

46. Skógarhlíð 14, ofanábygging (01.705.-97) Mál nr. BN030587
SHS Fasteignir ehf, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi kjallara syðsta hluta húss SHS, hækka stigahús upp á 3. hæð milli húshluta, breyta útliti glugga stigahúss, breyta innra skipulagi hluta 3. hæðar og byggja 2. hæðina ofan á syðsta hluta hússins á lóð nr. 14 við Skógarhlíð.
Stærð: Ofanábygging xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 5.400 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Skólavörðustígur 22A, br. staðsetning sorps (01.181.204) Mál nr. BN030586
Rafael Ibanez Contreras, Skólavörðustígur 35, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttum teikningum vegna sorpgeymslu á lóðinni nr. 22A við Skólavörðustíg.
Samþykki f.h. eiganda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Smárarimi 77, breytingar (02.534.701) Mál nr. BN030581
S.Grímsson ehf, Sigurhæð 6, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að færa garðdyr og breyta gluggum á suðurhlið, einnig er sótt um leyfi til þess að breyta þakskeggi á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 77 við Smárarima.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

49. Sogavegur 112, Fjölbýlish., 2.h, 4. íb. (01.830.002) Mál nr. BN030521
Faber ehf, Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft fjölbýlishús úr forsteyptum einingum með ljósum hraunsalla á ytrabirgði og samtals fjórum íbúðum á lóð nr. 112 við Sogaveg.
Stærð: Íbúðir 1. hæð 196,2 ferm., 2. hæð 196,2 ferm., samtals 392,4 ferm., 1304,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 70.454
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

50. Sóleyjarimi 83-95, Raðhús m. 7 íb. (02.536.701) Mál nr. BN030411
ÁF-hús ehf, Hæðasmára 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt raðhús með sjö íbúðum og jafnmörgum innbyggðum bílgeymslum að mestu einangrað að innan og útveggir með steindri áferð á lóð nr. 83-95 við Sóleyjarima.
Hús nr. 83 (matshl. 01) íbúð 1. hæð 79 ferm., 2. hæð 103,7 ferm., bílgeymsla 28,9 ferm., samtals 211,6 ferm., 629,6 rúmm. Hús nr. 85 (matshl. 02) íbúð 1. hæð 78,5 ferm., 2. hæð 102,8 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 209,2 ferm., 663,9 rúmm. Hús nr. 87 (matshl. 03) og hús nr. 89 (matshl 04) eru sömu stærðar og hús nr. 85 eða samtals 209,2 ferm., 663,9 rúmm. Hús nr. 91 (matshl. 05) íbúð 1. hæð 78,4 ferm., 2. hæð 102,7 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 209 ferm., 663,3 rúmm. Hús nr. 93 (matshl. 06) er sömu stærðar og hús nr. 91 eða samtals 209 ferm., 663,3 rúmm. Hús nr. 95 (matshl. 07) íbúð 1. hæð 79,8 ferm., 2. hæð 104,1 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 211,8 ferm., 672 rúmm.
Raðhús eru samtals 1469 ferm., 4619,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 249.475
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Sólheimar 29-35, bráðabirgða skólahúsnæði (01.433.503) Mál nr. BN030582
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta áður atvinnuhús og íbúðarhús sem bráðabirgða skólahúsnæði (2 ár) fyrir Vogaskóla, á 1. hæð yrði lokað af inndregið rými með gluggavegg til að opna milli matshluta, á 2. hæð yrði skólastjórnun og námsver og í hluta kjallara kæmi frístundarheimili ÍTR á lóð nr. 29-35 við Sólheima.
Bréf hönnuðar dags. 23. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Tengigangur 22,1 ferm., 74,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.023
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Skoðist á staðnum á milli funda. Hönnuður komi til fundar við byggingarfulltrúa.

52. Suðurlandsbraut 2, herbergisbr. 3.-8. h (01.261.101) Mál nr. BN030486
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta baðherbergjum á 3. hæð vesturálmu og innra skipulagi 4. - 8. hæðar vesturálmu Nordica Hótels þannig að hótelherbergi stækka og þeim fækkar um samtals 36 herbergi og verða samtals þá 248 herbergi í öllu hótelinu á lóð nr. 2 við Suðurlandsbraut.
Brunahönnun endurskoðuð 18. nóvember 2004 og bréf hönnuðar dags. 22. nóvember 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

53. Tjarnargata 35, breyting inni (01.142.302) Mál nr. BN030404
Meiður ehf, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta skrifstofuhúsnæði í húsinu á lóðinni nr. 35 við Tjarnargötu. Umsagnir Árbæjarsafns dags. 29. nóvember 2004 og Húsafriðunarnefndar dags. 25. nóvember 2004 fylgja erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Umsækjandi og Húsafriðunarnefnd ríkisins geri grein fyrir sameiginlegri niðurstöðu um endurnýjun á innréttingum hússins.

54. Þingvað 11, einbýlish. m. innb. bílg. (04.773.706) Mál nr. BN030417
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 11 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 203,2 ferm., bílgeymsla 35,1 ferm., samtals 238,3 ferm., 875,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 47.261
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

55. Þingvað 3, einbýlish. m. innb. bílg. (04.773.702) Mál nr. BN030414
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 3 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 203,2 ferm., bílgeymsla 35,1 ferm., samtals 238,3 ferm., 875,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 47.261
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

56. Þingvað 5, einbýlish. m. innb. bílg. (04.773.703) Mál nr. BN030415
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 5 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 203,2 ferm., bílgeymsla 35,1 ferm., samtals 238,3 ferm., 875,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 47.261
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

57. Þingvað 7, einbýlish. m. innb. bílg. (04.773.704) Mál nr. BN030416
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 7 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 203,2 ferm., bílgeymsla 35,1 ferm., samtals 238,3 ferm. 875,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 47.261
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

58. Þingvað 9, einbýlish. m. innb. bílg. (04.773.705) Mál nr. BN030413
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Ármúla 13a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 9 við Þingvað.
Stærð: Íbúð 203,2 ferm., bílgeymsla 35,1 ferm., samtals 238,3 ferm., 875,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 47.261
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

59. Þórsgata 14, áður byggð sorpskýli stækkun kvista o.fl. (01.186.301)Mál nr. BN030576
Arnar Steinn Friðbjarnarson, Grettisgata 6a, 101 Reykjavík
Helgi Þórisson, Eiðistorg 3, 170 Seltjarnarnes
Stefán Geir Karlsson, Grettisgata 6a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka kvist og koma fyrir svölum á suðurhlið rishæðar hússins á lóðinni nr. 14 við Þórsgötu.
Stærð: Stækkun kvistur 0,9 ferm. og 34,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.836
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

60. Ægisíða 123, reyndarteikningar (01.532.004) Mál nr. BN029904
Smári Vilhjálmsson, Grundarsmári 9, 201 Kópavogur
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun 1. hæðar, breytingum á 1. hæð í eitt verslunarrými, fyrir áður gerðri geymslu í kjallara og áður gerðri breytingu á skiptingu íbúðanna tveggja á 2. hæð fjöleignarhússins á lóð nr. 123 við Ægisíðu.
Samþykki meðeigenda dags. 23. september 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Áður gerð stækkun 1. hæðar 2,7 ferm., 8,2 rúmm., áður gerður kjallari 5 ferm., 14,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 1.237
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Ýmis mál

61. Framnesvegur 2, mæliblað (01.133.222) Mál nr. BN030331
Lögð fram tillaga mælingadeildar borgarverkfræðings samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. 15. október 2004.
Framnesvegur 2 (stgr. 1.133.222):
Lóðin er 266 ferm., sbr. séruppdrátt dags. 24. október 1990, sbr. og undirritaða merkjalýsingu dags. 17. október 1935.
Lóðinni skipt í tvær lóðir þannig:
Framnesvegur 2 (stgr. 1.133.222) verður 161 ferm.
Ný lóð (stgr. 1.133.250) verður 105 ferm., og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarnefndar.
Vesturgata 55 (stgr. 1.133.220)
Lóðin er 216 ferm.
sbr. séruppdrátt dags. 24. október 1990. Á undirritaðri merkjalýsingu dags. 17. október 1935 er lóðin sögð vera 218,4 ferm.
Ath. Á uppdrætti í safni lóðarskrárritara stimplaður 24. júlí 1951 er vesturhluti lóðarinnar Framnesvegur 2 ranglega sagður tilheyra lóðinni Vesturgata 55. Síðan er lóðin talin í fasteignaskrá 318,1 ferm. sem þarf að leiðrétta.
Sjá samþykkt skipulagsnefndar 3. apríl 1995 og samþykkt borgarráðs 4. apríl 1995.
Málið var kynnt fyrir lóðarhöfum að Vesturgötu 55 og Framnesvegi 2.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

62. Hverfisgata 125, mæliblað (01.222.118) Mál nr. BN030603
Lögð fram tillaga mælingadeildar borgarverkfræðings dags. 29. nóvember 2004 að breytingu lóðarmarka lóðarinnar nr. 125 við Hverfisgötu.
Erindinu fylgir bréf Ráðgjafaþjónustunnar ehf., dags .25. október 2004.
Hverfisgata 125:
Lóðin er talin 207,2 ferm (eignalóð)
Lóðin reynist vera 207 ferm., skv. mælingu og rannsókn mælingadeildar.
Bætt við lóðina úr landi Reykjavíkurborgar 107 ferm.
Lóðin verður 314 ferm.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofustjóra borgarverkfræðings og skipulagsfulltrúa.

63. Pósthússtræti 2, Mæliblað að nýju (01.140.104) Mál nr. BN030605
Lögð fram að nýju tillaga að sameiningu lóðanna nr. 28 við Tryggvagötu og nr. 2 við Pósthússtræti samkvæmt meðfylgjandi mæliblaði mælingadeildar borgarverkfræðings dags. 25. ágúst 2004.
Tryggvagata 28: Lóðin er talin 297 ferm., lóðin reynist 299 ferm.
Pósthússtræti 2: Lóðin er talin 607,7 ferm., lóðin reynist 610 ferm.
Sameinaðar verða lóðirnar ein lóð 909 ferm.
Sjá samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 7. júlí 2004 og 17. nóvember 2004.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

64. Bakkastaðir 53, (fsp) viðbygging (02.421.107) Mál nr. BN030546
Kristmundur Eggertsson, Bakkastaðir 53, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við miðhluta hússins nr. 53 við Bakkastaði til norðvesturs í líkingu við meðfylgjandi skissur.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember s.l., fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Með vísan til bókunar skipulagsfulltrúa skal umsækjandi láta vinna á eigin kostnað breytingu á deiliskipulagi sem skipulagsfulltrúi grenndarkynnir.

65. Borgartún 32, (fsp) auglýsingaskilti (01.232.001) Mál nr. BN030580
Borgartún ehf, Hegranesi 22, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að setja upp skilti á austur- og vestergafla hótels á lóðinni nr. 32 við Borgartún. Efri hluti skiltis yrði þjónustuskilti vegna starfsemi í húsinu (Hótel Cabin) en neðri hluti auglýsing frá óskyldum aðila.
Jákvætt með þjónustuskilti, auglýsingaskilti er ekki í samærmi við reglur um skilti í Reykjavík og skal fjarlægja innan 30 daga frá móttöku tilkynningar þar að lútandi.

66. Búagrund 12, (fsp) bílskúrar (32.474.409) Mál nr. BN030512
Marta Guðrún Guðmannsdóttir, Búagrund 12, 116 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tvo bílskúra á lóðinni nr. 12 við Búagrund sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Enda láti fyrirspyrjandi vinna á eigin kostnað breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynna verður af skipulagsfulltrúa.

67. Gnoðarvogur 44, (fsp) stækkun, svalir (01.444.101) Mál nr. BN030551
Sveinn Svanur Antonsson, Bjartahlíð 8, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyft yrði að stækka íbúð 0201 og gera nýjar svalir á suðvesturvegg húss nr. 44 á lóðinni nr. 44-46 við Gnoðarvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember s.l., fylgir erindinu.
Jákvætt.
Enda liggi fyrir samþykki meðlóðarhafa. Sækja skal um byggingarleyfi.

68. Grenimelur 31, (fsp) fjarl. burðarv. (01.540.303) Mál nr. BN030592
Sif Einarsdóttir, Hjarðarhagi 60, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að fjarlægja steinsteyptann vegg milli eldhúss og forstofu og stækka op að stofu í íbúð á 1. hæð íbúðarhússins á lóð nr. 31 við Grenimel.
Útreikningar Jóns Búa verkfræðings og tillaga að styrkingum dags. 10. nóvember 2004 ásamt samþykki meðeigenda með skilyrðum dags. 25. nóvember 2004 og ódags. (móttekið 29. nóvember 2004) fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

69. Grettisgata 13, (fsp) 13C - íbúð 1.hæð (01.172.231) Mál nr. BN030599
Erla Rún Sigurjónsdóttir, Framnesvegur 36, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir íbúð í atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð hússins nr. 13C við Grettisgötu. Íbúðin hefur þegar verið innréttuð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

70. Grettisgata 86, fsp- br. atvinnuhúsn. í íbúð (01.191.012) Mál nr. BN030567
Arnar Freyr Halldórsson, Bólstaðarhlíð 7, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð á fyrstu hæð hússins nr. 86 við Grettisgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

71. Heiðarás 24, (fsp) áðurgerð íbúð í kjallara (04.373.313) Mál nr. BN030510
Eiríkur Gíslason, Staður, 500 Brú
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðri íbúð á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 24 við Heiðarás. Verði íbúðin samþykkt þá verða alls þrjár íbúðir í húsinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki skipulagi.

72. Ingólfsstræti 5, (fsp) íbúð 2. hæð (01.171.218) Mál nr. BN030558
Erla Þórarinsdóttir, Skólavörðustígur 43, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð með vinnustofu fyrir myndlistamann á 2. hæð núverandi atvinnuhúsnæðis á lóð nr. 5 við Ingólfsstræti.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda finnist viðunandi lausn á hljóðvist, sorpmálum og svölum.

73. Kambsvegur 27, (fsp) lyfta þaki (01.354.201) Mál nr. BN030562
Kristmundur Halldórsson, Kambsvegur 27, 104 Reykjavík
Pálína Freyja Harðardóttir, Kambsvegur 27, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak með mænisþaki og setja á það 1-3 kvisti í líkingu við fyrirliggjandi skissu einbýlishússins á lóð nr. 27 við Kambsveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

74. Kambsvegur 6, (fsp) fönduraðstaða (01.352.604) Mál nr. BN030559
Albert Ríkarðsson, Kambsvegur 6, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja aftan við bílskúr um 20 ferm. viðbyggingu fyrir fönduraðstöðu eða sjálfstætt lítið hús í líkingu við íbúðarhúsið á suðausturhorni lóðar nr. 6 við Kambsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

75. Laufásvegur 47, (fsp) bílskúr og viðbygging (01.185.309) Mál nr. BN030452
Þorsteinn Þorsteinsson, Laufásvegur 47, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu að austurhlið húss og byggja bílskúr í norðurhorni lóðarinnar nr 47 við Laufásveg.
Bréf hönnuðar dags. 2. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember s.l., fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum þ.m.t. samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða. Berist byggingarleyfisumsókn verður hún grenndarkynnt.

76. Maríubaugur 115-123, (fsp) nr.119, 1-4 bílsk. (04.122.703) Mál nr. BN030440
Valdimar Birgisson, Maríubaugur 119, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 1-4 bílskúra til viðbótar við þá fimm sem fyrir eru á lóð nr. 115-123 við Maríubaug.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember s.l., fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda láti fyrirspyrjandi vinna á eigin kostnað breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynna verður.

77. Sigluvogur 5, (fsp) viðbygging á bílskúr (01.414.209) Mál nr. BN030519
Páll Pálsson, Sigluvogur 5, 104 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðri viðbyggingu við bílskúr á lóðinni nr. 5 við Sigluvog.
Samþykki eins eigenda húss nr. 7 dags. 17. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. nóvember s.l., fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum þ.m.t. samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða. Berist byggingarleyfisumsókn verður hún grenndarkynnt.

78. Stjörnugróf 31, (fsp) rífa bílskúr og byggja nýjan (01.889.203) Mál nr. BN030311
Hákon Árnason, Stjörnugróf 31, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa núverandi timburskúr á lóðinni nr. 31 við Stjörnugróf og byggja annan úr steinsteypu og 8 ferm. stærri í stað hans.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. október 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til útskriftar úr gerðbók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa.

79. Þórsgata 6, (fsp) niðurrif - nýbygging (01.184.203) Mál nr. BN030563
Hraunbær 107 ehf, Tangarhöfða 6, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að rífa núverandi einbýlishús og byggja tveggja hæða steinsteypt fjölbýlishús ásamt þakhæð og geymslukjallara með samtals sex íbúðum á lóð nr. 6 við Þórsgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fundi slitið kl. 12:50.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Búason
Guðlaugur Gauti Jónsson Helga Guðmundsdóttir
Sigurður Pálmi Ásbergsson Sigríður Kristín Þórisdóttir