Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2011, mánudaginn 12. september kl. 09:00 var haldinn 87. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Tindstöðum, Borgartúni 12-14.Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson og Claudia Overesch. Enn fremur sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir, Örn Sigurðsson, Ellý K. Guðmundsdóttir, Stefán Finnsson, Ólafur Bjarnson og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Samgönguvika 16.-22. september.
Björg Helgadóttir kynnti dagskrá Samgönguviku.
Kl. 9.29 Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum.
2. Kosning fulltrúa í umhverfis- og samgönguráð.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 6. september 2011
3. Fundargerðir.
Lagðar fram eftirtaldar fundargerðir:
a. 157. og 158 fundargerð Strætó bs.
b. 286, 287 og 288 fundargerð Sorpu bs.
4. 6 mánaða uppgjör Umhverfis- og samgöngusviðs.
Kynnt niðurstaða rekstrar fyrstu 6 mánuði ársins.
Kl. 9.55 Margrét Vilhjálmsdóttir fór af fundi.
5. Áherslur og forgangsröðun
Áherslur Umhverfis- og samgöngusviðs 2011. Tillaga að forgangsröðun.
6. Breyting á deiliskipulagi – Friðland í Vatnsmýri.
Björn Axelsson kynnti breytingar á deiliskipulagi á Friðlandi í Vatnsmýri dags. 20.06.2011.
7. Friðland í Vatnsmýri.
Kynning á áætluðum framkvæmdum.
8. Endur á Tjörninni.
Lögð fram á ný skýrsla Ólafs K. Nielsen og Jóhanns Óla Hilmarssonar, „Fuglalíf Tjarnarinnar árið 2010“, desember 2010.
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði telja ámælisvert hversu miklar tafir urðu á kynningu skýrslu um alvarlegt ástand fuglalífs á Tjörninni. Skýrslan var tilbúin fyrir 9 mánuðum, en var ekki lögð fram í ráðinu fyrr en nú um mánaðarmótin ágúst/september. Hefði ráðið viljað bregðast við þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni fyrir sumarið 2011, var ráðinu gert það ómögulegt vegna þessa. Það er mikilvægt að ráðið taki tillit til þeirra ágætu ábendinga sem fram koma í skýrslunni svo fuglalíf á Tjörninni geti blómstrað á ný. Í þeirri vinnu verður að hugsa tillögur að lausnum heildstætt með til dæmis tilliti til friðlands í Vatnsmýri til að allar aðgerðir til að bjarga fuglalífinu séu nægilega vel samræmdar til árangurs.
Ólafur K. Nielsen kom á fundinn.
Kl. 11.40 Gísli Marteinn fór af fundi.
9. Götutré í Miðborginni.
Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum.
10. Sérmerkt bílastæði við Ránargötu.
Lögð fram tillaga um nýtt stæði fyrir fatlaða.
Ráðið samþykkti tillöguna einróma.
11. Kalkofnsvegur- hraðatakmarkanir.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 22. ágúst 2011 með tillögu um hámarkshraði verði 30 km á Kalkofnsvegi við Hörpu með fyrirvara um staðfestingu Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins.
Ráðið samþykkti tillöguna einróma fyrir sitt leyti.
12. Umhverfisþing 14. október á Selfossi.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12.13
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Hjálmar Sveinsson
Hildur Sverrisdóttir Claudia Overesch