Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 18. september2013 kl. 09:20, var haldinn 34. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Erna Geirsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 13. september 2013.

2. Fossaleynir 19-23, breyting á deiliskipulagi (02.468.1) Mál nr. SN130355
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Arkþings dags. 17. júlí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 19-23 við Fossaleyni. Í breytingunni felst stækkun lóðar, aukning á byggingarmagni, fjölgun á innkeyrslum o.fl., samkvæmt uppdrætti Arkþings dags. í september 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

3. Njálsgötureitur 3, deiliskipulag (01.190.3) Mál nr. SN130157

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breyttu deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits 3, dags. 9. júlí 2013. Skipulagssvæðið afmarkast af Njálsgötu, Barónsstíg, Bergþórugötu og Vitastíg. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. júlí 2013. Tillagan var auglýst frá 19. júlí til og með 30. ágúst 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íbúasamtök miðborgar dags. 27. ágúst 2013. Einnig lagt fram bréf Hverfisráðs Miðborgar dags. 26. ágúst 2013 ásamt bókun dags. 22. ágúst 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. september 2013.
Vísað til borgarráðs.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

4. Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120514
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma. Breytt tillaga var endurauglýst frá 15. júlí 2013 til og með 27. ágúst 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir við endurauglýsingu: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. ágúst 2013, Húsfélagið Ásholti 2-42, Friðjón Bjarnason dags. 22. ágúst 2013, Hvíta húsið dags. 23. ágúst 2013, Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 26. ágúst 2103, Jón Ágúst Ragnarsson dags. 26. ágúst 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 27 ágúst 2013, Iðnmennt ses dags. 27. ágúst 2013 og Snorri Waage dags. 28. ágúst 2013. Einnig lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða vegna bókunar Hverfisráðs Hlíða frá 19. ágúst, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013 með 8 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páli Hjaltasyni. Elsu Hrafnhildi Yeoman og Karli Sigurðssyni og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmari Sveinssyni og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson greiðir atkvæði á móti tillögunni og bókar:„Borgarbúar eiga að geta treyst því að deiliskipulagsáætlanir haldi gildi sínu og að frá þeim verði ekki vikið í veigamiklum þáttum. Sérstaklega á það við í eldri hlutum borgarinnar enda byggjast fasteignakaup oft á tíðum á þeim gögnum sem aðgengileg eru borgarbúum um framtíðaruppbyggingu í samræmi við staðfest deiliskipulag. Lóðirnar að Ásholti 2-42 og Brautarholti 7 liggja saman og mynda eina byggingarheild. Íbúar í Ásholti 2–42 hafa mótmælt uppbyggingu á Brautarholti 7 enda er hún að mjög verulegu leyti í ósamræmi við gildandi deiliskipulag frá árinu 1987.
Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir því að á lóðinni Brautarholti 7 muni rísa 54 íbúðir ásamt atvinnuhúsnæði. Gert er ráð fyrir 86 bílastæðum. Nýtt deiliskipulag sem auglýst hefur verið gerir ráð fyrir því að á lóðinni verði 96 íbúðir en bílastæði verði aðeins 20. Hvergi hefur hlutfall bílastæða á íbúð við sambærilegar aðstæður verið jafn lágt en gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverjar fimm íbúðir.
Gert er ráð fyrir því að á lóð númer 7 við Brautarholt rísi stúdentaíbúðir og þess vegna færri bílum en í venjulegu íbúðarhverfi en hér er gengið of langt. Auk þess verður að gera ráð fyrir svigrúmi komi til breytinga á nýtingu lóðarinnar í framtíðinni ekki síst vegna staðsetningar hennar og fyrirhugaðrar uppbyggingar á nærliggjandi reitum.
Rétt hefði verið að taka tillit til mjög skýrra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið.“

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bóka: „Borgarbúar eiga fyrst og fremst að geta treyst á skipulag sem stuðlar að lífvænlegri borg, þar sem ólíkum samgönguháttum er gert jafnhátt undir höfði. Það er sannkallað fagnaðarefni að eigendur lóðarinnar telji sig aðeins þurfa 20 bílastæði, þannig er hægt að nýta borgarlandið og fjármuni í annað og þarfara en einkabílinn sem líður engan skort í Reykjavík í dag.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bóka: „Það er fagnaðarefni að nú liggi fyrir skipulag að nýjum íbúðareiningum fyrir stúdenta í miðborginni. Brýn þörf er fyrir fleiri íbúðir og herbergi fyrir stúdenta í Reykjavík, en talið er að um 1100 íbúðareiningar fyrir stúdenta vanti í borgina til að uppfylla eftirspurn. Þau 98 herbergi sem hér eru samþykkt verða kærkomin viðbót við það takmarkaða framboð sem þegar er fyrir hendi.
Íbúar í nágrenninu hafa áhyggjur af bílastæðamálum, sem er skiljanlegt. Því er skorað á umhverfis- og skipulagssvið að hefja þegar í stað viðræður við íbúa nærliggjandi húsa til að bjóða upp á mótvægisaðgerðir svo engin hætta sé á að stúdentar fylli öll laus stæði í hverfinu. Til þess eru margar leiðir færar. Benda má á að engin vandræði hafa skapast við stúdentaíbúðirnar á Lindargötu, þótt þar séu færri stæði á hvern stúdent en verður í þessu nýja skipulagi. En áhyggjum íbúanna ber að taka alvarlega og tryggja að ekki sé gengið á rétt þeirra.“
Vísað til borgarráðs

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 747 frá 17. september 2013.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

6. Aðgerðaráætlun vegna hávaða, tillaga Mál nr. US130174
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf yfirverkfræðings umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. júní 2013 varðandi tillögu að aðgerðaráætlun dags. júní 2013 í samræmi við reglugerð nr. 1000/2005 um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. ágúst 2013.
Frestað.

Stefán Agnar Finnsson yfirverfræðingur situr fundinn undir þessum lið.

7. Hofsvallagata, Mál nr. US130234
Breytingar á tímabundnum breytingum við Hofsvallagötu og svör við athugasemdum og spurningum íbúa.
Kynnt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu: „Í kjölfar umdeildrar þrengingar á Hofsvallagötu virðist umferð í hverfinu hafa breyst og aukist á einstökum götum. Íbúar hverfisins hafa bent á að umferðarþungi hafi aukist á Furumel, Neshaga, Ægisíðu og Birkimel eftir framkvæmdir við Hofsvallagötu. Lagt er til að talningar verði gerðar á þessum götum auk Hofsvallagötu og niðurstöður bornar saman við fyrri talningar.#GL
Tillagan samþykkt.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

8. Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi samstillingu umferðarljósa Mál nr. US130239
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur: #GLSamstilling umferðarljósa á helstu umferðaræðum borgarinnar virðist ábótavant. Ósamstillt ljós valda umferðartöfum með tilheyrandi loft- og hávaðamengun auk þess sem ósamstillt umferðarljós auka slit á malbiki. Óskað er upplýsinga um hvernig samstillingu umferðarljósa er háttað eftir götum borgarinnar. Hvaða aðferðum er beitt? Við hvaða umferðarhraða er miðað? Hversu tíðar eru stillingar? Hvernig er eftirliti með samstillingum ljósa háttað?#GL

9. Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi starfsemi gróðrarstöðva Mál nr. US130240
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur: #GLStarfsemi gróðrarstöðva hefur verið hluti af fjölbreyttu atvinnulífi borgarinnar. Almennur áhugi á garðrækt styður mikilvægi þess að skapa gróðrarstöðvum aðstæður í borgarlandinu til þess að byggja upp sinn rekstur og þjóna borgarbúum. Bent skal á að eitt af þekktustu fyrirækjum á þessu sviði í Reykjavík er á lóð þar sem leigusamningur rennur út eftir fá ár. Það er því mikilvægt að tryggja því fyrirtæki viðunandi úrlausn til framtíðar. Einnig verður að skapa tækifæri fyrir önnur fyrirtæki sem vilja hasla sér völl á þessu sviði. Hvaða svæði innan borgarmarkanna koma til álita fyrir þennan atvinnurekstur? #GL

(E) Umhverfis- og samgöngumál

10. Gangbrautir, leiðbeiningar Mál nr. US130236
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september 2013 ásamt drögum verkfræðistofunnar Eflu dags. september 2013 að leiðbeiningum um útfærslu á gönguþverunum í Reykjavík.
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá Verkfræðistofunni Eflu kynnir.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl: 12:19 og Marta Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum kl: 12:23.

Stefán Agnar Finnsson yfirverfræðingur situr fundinn undir þessum lið.

(D) Ýmis mál

11. Umhverfis- og skipulagssvið, starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 Mál nr. US130207
Kynning á starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014.
Starfsáætlun umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páli Hjaltasyni. Elsu Hrafnhildi Yeoman og Karli Sigurðssyni og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmari Sveinssyni og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir sátu hjá. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókar: „Fulltrúi Vinstri grænna gerir ekki athugasemdir við þá forgangsröðun sem farið hefur fram á sviðinu og telur drög að starfs- og fjárhagsáætlun sviðsins líta skynsamlega út. Fulltrúinn áréttar þó gagnrýni sína á vinnubrögð við rammaúthlutun og telur að betur hefði farið á því ef lengri tími, meiri umræður og skýrari fókus hefði verið í þeirri vinnu. Þá hefði án efa verið veitt fjármagni í að taka á móti 17 ára ungmennum í Vinnuskólann, enda myndi það létta mjög á öðrum sviðum strax á næsta ári, auk þess sem slík fjárfesting leiðir af sér ótvíræðan sparnað til lengri tíma. Að sama skapi hefði þurft að yfirfara gjaldskrár með mun heildstæðari hætti og miklu fyrr í ferlinu. Fulltrúi Vinstri grænna boðar breytingatillögur sem lúta að þessum málum á milli umræðna um fjárhagsáætlun í borgarstjórn.“

Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi kl. 13:13 og Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum kl. 13:13.

Hreinn Ólafsson fjármálastjóri og Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

12. Kópavogur, aðalskipulag 2012-2024, auglýsing tillögu Mál nr. SN130393
Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. ágúst 2013 var lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogs dags. 8. ágúst 2013 vegna samþykktar bæjarstjórnar Kópavogs 25. júlí 2013 að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Kópavogs. Tillagan er í kynningu frá 9. ágúst til 20. september 2013. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. september 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. september 2013 samþykkt.
Vísað til borgarráðs

Marta Guðjónsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri aðalskipulags situr fundinn undir þessum lið.

13. Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi (01.745.4) Mál nr. SN130213
Teiknistofan Tröð ehf, Hávallagötu 21, 101 Reykjavík
BYGGIÐN - Félag byggingamanna, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. ágúst 2013 þar sem gerð er athugasemd við erindið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við bréf Skipulagsstofnunar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna deiliskipulag að reitnum í samráði við lóðarhafa.

Harri Ormarsson lögfræðingur og Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sitja fundinn undir þessum lið.

14. Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar (01.140.4) Mál nr. SN120528

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 4. september 2013 þar sem óskað er eftir lagfærðum gögnum.

15. Garðastræti 21, málskot (01.136.5) Mál nr. SN130418
Festir ehf., Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

Lagt fram málskot Heimis Sigurðssonar framkvæmdastjóra fasteignafélagsins Festis ehf. dags. 20. ágúst 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 28. júní 2013 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 21 við Garðastræti.
Frestað.

16. Útilistaverk, listaverkagjöf CCP Mál nr. US130227
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf menningar og ferðamálasviðs dags. 28. ágúst 2013 varðandi fyrirhugaðra listaverkagjöf CCP til Reykjavíkurborgar. Einnig lögð fram umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 16. júlí 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2013 samþykkt.

Gunnar Sigurðsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

17. Vogabyggð, hugmyndasamkeppni Mál nr. SN130427

Lögð fram drög að hugmyndasamkeppni um skipulag reitsins sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og aðrein að Sæbraut.
Ætlunin er að endurnýja skipulag svæðisins svo það geti þróast og öðlast nýtt hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Frestað.

18. Forvarnarstefna Reykjavíkurborgar 2013-2017, tillaga Mál nr. US130224
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 26. ágúst 2013 vegna afgreiðslu fundar velferðarráðs þann 22. ágúst s.l. um að vísa tillögu að forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013-2017 til umsagnar hjá fagráðum borgarinnar, jafnframt er óskað eftir því að fagsvið borgarinnar taki strax mið af þessum drögum af forvarnarstefnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlana 2014. Óskað er eftir að umsögn umhverfis- og skipulagsráðs berist fyrir 16. september 2013.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

19. Umhverfis- og skipulagssviðs, átakshópur um bætt aðgengi fatlaðra Mál nr. US130221

Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi bætt aðgengi fatlaðra í miðborginni: #GLNú þegar Laugavegur er að fara í endurhönnun er mikilvægt að nýta það tækifæri til þess að leggja áherslu á aðgengi fatlaðra. Lagt er til að skipaður verði sérstakur átakshópur í þeim tilgangi. Hann móti áherslur og stefnu Reykjavíkurborgar og verkferla vegna umsókna sem berast um bætt aðgengi. Átakshópur vinni með kaupmönnum og öðrum rekstraraðilum.#GL

20. Umhverfis- og skipulagssvið, sex mánaða uppgjör Mál nr. US130238

Lagt fram sex mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs.

21. Betri hverfi 2013, tillaga að staðsetningu salernisturns í Hljómskálagarði Mál nr. US130182

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 20. júní 2013 varðandi staðsetningu salernisturns í Hljómskálagarði. Einnig eru lagðar fram tillögur starfshóps dags. í júní 2007.
Frestað.

22. Betri Reykjavík, malbika göngustíg austan Egilshallar Mál nr. US130211
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngumál #GLMalbika göngustíg austan Egilshallar#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

23. Betri Reykjavík, snjóbræðslu í strætóskýli og gangstéttir næst þeim Mál nr. US130212
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngumál #GLSnjóbræðslu í strætóskýli og gangstéttir næst þeim#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum
Frestað.

24. Betri Reykjavík, laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi Mál nr. US130138
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 #GLLaga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

25. Betri Reykjavík, aukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar Mál nr. US130196
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur ú flokknum Samgöngur #GLAukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

26. Betri Reykjavík, sekta þá sem henda frá sér sígarettum á gangstéttir Mál nr. US130200
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi #GLSekta þá sem henda frá sér sígarettum á gangstéttir#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

27. Betri Reykjavík, snyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla Mál nr. US130194
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 úr flokknum Framkvæmdir #GLSnyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

28. Betri Reykjavík, breyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða Mál nr. US130210
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum skipulagsmál #GLBreyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

29. Betri Reykjavík, stækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg Mál nr. US130213
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum framkvæmdir #GLStækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

30. Betri Reykjavík, vönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog Mál nr. US130209
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum ýmislegt #GLVönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

31. Betri Reykjavík, einfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi Mál nr. US130223
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum íþróttir #GLeinfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

32. Betri Reykjavík, klifur- og hjólabrettagarður við Skeljanes í Skerjafirði Mál nr. US130222
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum frístundir og útivist #GLklifur- og hjólabrettagarður við Skeljanes í Skerjafirði#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

33. Ægisíða 74, kæra, umsögn (01.545.0) Mál nr. SN130383
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 16. júlí 2013 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. mars 2013 um veitingu leyfis til breytinga á þaki Ægisíðu 74. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 2. september 2013.
Frestað.

34. Hverfisgata 59, 61 og Frakkastígur 6B, breyting á deiliskipulagi (01.152.5) Mál nr. SN130235
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. september 2013 um samþykkt borgarráðs dags. 5. september 2013 vegna breytinga á deiliskipulagi reits 1.152.5, lóðirnar að Hverfisgötu 59, 61 og Frakkastíg 6b.

35. Hverfisgata 103, breyting á deiliskipulagi (01.154.4) Mál nr. SN130353
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. september 2013 um samþykkt borgarráðs dags. 5. september 2013 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.4, lóðina að Hverfisgötu 103.

36. Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi (01.172.1) Mál nr. SN130216

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. september 2013 um samþykkt borgarráðs dags. 5. september 2013 vegna breytinga á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits sem afmarkast af Frakkastíg, Laugavegi og Hverfisgötu.

37. Reitur 1.171.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitur, Breyting á skilmálum deiliskipulags (01.171.3) Mál nr. SN130400

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. september 2013 um samþykkt borgarráðs dags. 5. september 2013 vegna auglýsingar á breytingu á skilmálum deiliskipulags í reit 1.171.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitur.

38. Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9 (02.84) Mál nr. SN120562

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. september 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytingu á skilmálum deiliskipulags Húsahverfis Grafarvogi III svæði C.

Fleira er ekki á dagskrá. Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:45.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Elsa Hrafnhildur Yeoman

Karl Sigurðsson Sverrir Bollason

Sóley Tómasdóttir Marta Guðjónsdóttir

Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 17. september kl. 10:45 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 747. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Bergstaðastræti 44 (01.185.204) 102158 Mál nr. BN046423
Fasteignafélagið Snerra ehf, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að minnka íbúð 0301 en stækka íbúð 0302 sem því nemur. Jafnframt er sótt um að færa inngangsdyr íbúðar á fjórðu hæð niður í stigagang á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 44 við Bergstaðastræti.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000]
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Bíldshöfði 20 (04.065.101) 110673 Mál nr. BN046516
Smáragarður ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja glugga á 3 . hæð á austur og vesturhlið, breyta lagerrými í verslunarrými og jafnframt er sótt um samþykki fyrir ýmsum áður gerðum breytingum í húsinu á lóð nr. 20 við Bíldshöfða.
Bréf frá hönnuði dags. 4. sept. 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN046361
Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum og breytingum á eldvarnarmerkingum í bankahúsi á lóð nr. 18 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Borgartún 25 (01.218.101) 102773 Mál nr. BN046531
Fasteignafélagið Sjávarsíða ehf, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046485 þannig að komið verður fyrir E30 gleri í fastan glerhluta og að loka opnalegu fagi með E30 á 1. hæð vestur hlið í húsinu á lóð nr. 25 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

5. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN046530
HaPP ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta notkunarflokki úr flokki I í flokk II á veitingastaðnum HAPP í rýmum 0103 og 0104 á fyrstu hæð hússins Katrínartún 2 á lóðinni nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN046507
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara og á 2. hæð í C-álmu og í skrifstofum í D og G-álmu í hjúkrunarheimili á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

7. Einarsnes 60 (01.673.014) 188232 Mál nr. BN046526
Arngunnur H. Sigurþórsdóttir, Einarsnes 60, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr með vegg að lóðarmörkum úr steinsteypu en að öðru leyti úr timbri klæddu að utan með lóðréttri bárujárnsklæðningu á lóð nr. 60 við Einarsnes.
Stærð: 32 ferm. 102,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Faxaskjól 12 (01.532.310) 106196 Mál nr. BN046083
Leifur Björn Dagfinnsson, Faxaskjól 12, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri við norðurhlið, geymsluskúra í norðvesturhorni lóðar, breyta innra skipulagi og breyta í einbýlishús tvíbýlishúsi á lóð nr. 12 við Faxaskjól.
Erindi var grenndarkynnt frá 14. júní til og með 12. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Ólafur Ísberg dags. 25. júní 2013, Oddný Yngvadóttir dags. 2. júlí 2013 og Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson dags. 10. júlí 2013. Einnig er lagður fram tölvupóstur Ingu Rósar Ingólfsdóttur og Harðar Áskelssonar dags. 28. ágúst 2013 þar sem athugasemd er dregin til baka. Einnig lögð fram umsögn skiplagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013 og bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. september 2013.Stækkun húss: 32 ferm., xx rúmm.
Geymsluskúrar: 6,7 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Frakkastígur 9 (01.173.029) 101516 Mál nr. BN046527
Rakel Steinarsdóttir, Bergstaðastræti 28a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi og skrá sem einbýli hús sem skráð er skrifstofa og vörugeymsla á lóðinni nr. 9 við Frakkastíg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Framnesvegur 44 (01.133.416) 100294 Mál nr. BN046536
Bjarni Geir Alfreðsson, Framnesvegur 44, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038787 samþykkt var 25. nóv. 2008, þar sem sótt var um að breyta verslun og vörugeymslum á 1. hæð og í kjallara í íbúð sbr. fyrirspurn BN033690 dags. 4.4.2006 í húsi á lóð nr. 44 við Framnesveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

11. Gnoðarvogur 43 (01.440.301) 219761 Mál nr. BN046519
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi, sjá erindi BN045885 og
BN046074, til að rífa mhl. 01 og tengigang milli mhl. 02 og 03 á lóð nr. 43 við Gnoðarvog.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12. Grundargerði 7 (01.813.401) 107905 Mál nr. BN046542
Lilja Sigríður Steingrímsdóttir, Grundargerði 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja anddyri við norðurhlið einbýlishúss og glerskála að norðurhlið bílskúrsins á lóðinni nr. 7 við Grundargerði. Jafnframt er gerð grein fyrir ýmsum áður gerðum breytingum á báðum matshlutunum á lóðinni.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Hafnarstræti 5 (01.140.101) 100820 Mál nr. BN046391
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka 1. hæð með því að breyta innskoti sem er B-rými í A rými og aðlaga gangstétt að inngangi í húsið á lóð nr. 5 við Hafnarstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. september 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2013.
Fyrirspurn BN046245 fylgir.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2013.

14. Hagamelur 39-45 (01.526.004) 106072 Mál nr. BN046496
Guðmundur Júlíusson, Laugarásvegur 54, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta skráningu og skrá sem tvo matshluta í stað eins verslunar- og íbúðarhúsið á lóðinni nr. 39-45 við Hagamel. Jafnframt er flóttaleið úr verslun lítillega breytt.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

15. Haukdælabraut 98 (05.114.103) 214818 Mál nr. BN046517
Þórður Antonsson, Gvendargeisli 38, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 98 við Haukdælabraut.
Stærð: Íbúð 193,7 ferm., bílgeymsla 63,3 ferm.
Samtals 257 ferm., 1.226,8 rúmm.
B-rými 23,5 ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Helluland 1-19 2-24 (01.862.201) 108799 Mál nr. BN046518
Sigrún Lilliendahl, Helluland 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja útvegg að sólskála og til að breyta gluggum til samræmis við glugga sem fyrir eru í raðhúsi nr. 7 á lóð nr. 1-19 2-24 við Helluland.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Holtavegur 11 (01.411.101) 105015 Mál nr. BN046540
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum á 1. og 2. hæð hússins á lóð nr. 11 við Holtaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hraunbær 121 (04.340.101) 189570 Mál nr. BN046473
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Pizza-Pizza ehf., Lóuhólum 2-6, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0102 og innrétta þar veitingaverslun í flokki I í húsi á lóð nr. 121 við Hraunbæ.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN046532
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
LDX19 ehf., Mávanesi 8, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að stækka verslunarrými S-274 í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Krosshamrar 5 (02.294.703) 109074 Mál nr. BN046533
Atli Már Agnarsson, Ásakór 4, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri við húsið á lóðinni nr. 5 við Krosshamra.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Lambhagavegur 17 (02.683.201) 211462 Mál nr. BN046467
Smáhýsi ehf, Lambhagavegi 17, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri sem ætlað er til flutnings og jafnframt er sótt um tímabundið stöðuleyfi fyrir það á lóð nr. 17 við Lambhagaveg.
Stærð: 53,8 ferm., 122,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN046534
Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi, sjá erindi BN045591, fyrir framkvæmdum við móttöku á 1. hæð gistiskála á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

23. Laugavegur 170-174 (01.250.201) 103431 Mál nr. BN046528
Hekla hf., Pósthólf 5310, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti sbr. fyrirspurn BN046291 á lóð Heklu nr. 170-174 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Ljósvallagata 20 (01.162.316) 101289 Mál nr. BN046541
Hrafn Gunnarsson, Ljósvallagata 20, 101 Reykjavík
Vegna lokaúttektar er sótt um samþykki fyrir breytingu á svölum á annarri og þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 20 við Ljósvallagötu.
Sjá einnig erindi bn044561.
Samþykki meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu. Bréf hönnuðar dags. 10. september fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Mávahlíð 2 (01.702.201) 107045 Mál nr. BN046455
Tinna Grétarsdóttir, Mávahlíð 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hurð úr kjallaraíbúð út á þegar byggðan pall, og fá leyfi fyrir honum, við fjölbýlishús á lóð nr. 2 við Mávahlíð.
Með erindi fylgir samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vantar umsögn burðavirkishönnuðar.

26. Neshagi 12 (01.542.214) 106391 Mál nr. BN046521
Neshagi 12,húsfélag, Neshaga 12, 107 Reykjavík
Vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir reyndarteikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 12 við Neshaga.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Njarðargata 25 (01.186.506) 102291 Mál nr. BN045560
Haukur Dór Sturluson, Njarðargata 25, 101 Reykjavík
Þóra Hreinsdóttir, Njarðargata 25, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri og klæða að utan með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 25 við Njarðargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. mars 2013.
Stækkun: 34,8 ferm., 242,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 21.807
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

28. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN046554
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu og aðstöðusköpun viðbyggingar á lóðinni nr. 1 við Norðurgarð sbr. BN046395.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

29. Ofanleiti 2 (01.743.101) 107427 Mál nr. BN046479
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara og 1. hæð, koma fyrir sorpgeymslu og hringstiga, breyta innra skipulagi eldhúss, koma fyrir vörumóttökuhurð á vesturhlið, nýrri hurð á vesturhlið, nýjum inngangi á norðurhlið og til að gera minni háttar breytingar á innra skipulagi 5. hæðar verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 2 við Ofanleiti.
Bréf hönnuðar dags. 27. ágúst 2013 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 4. september 2013 fylgir erindi.
Stækkun : 43,2 ferm., 136,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

30. Pósthússtræti 11 (01.140.514) 100873 Mál nr. BN046537
Hótel Borg ehf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, með 43 hótelherbergjum að hluta ofan á einnar hæðar byggingu á baklóð Hótels Borgar á lóð nr. 11 við Pósthússtræti.
Stækkun: 1.846 ferm., 5.206,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Skólavörðustígur 3 (01.171.302) 101402 Mál nr. BN046471
Jón Logi Sigurbjörnsson, Háaleitisbraut 103, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallara og breyta eignarmerkingum í húsinu á lóð nr. 3 við Skólavörðustíg.
Samþykki meðeigenda dags. 2. sept. 2013 fylgir
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Sogavegur 119 (01.823.011) 108342 Mál nr. BN046478
Friðrik Karl Weisshappel, Sogavegur 119, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr timbri á steinsteyptum kjallara, síkka gólf í kjallara íbúðarhúss og koma fyrir fimm bílastæðum. Ennfremur er gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi einbýlishúss á lóð nr. 119 við Sogaveg.
Erindi fylgja fsp. BN045241 og BN045485, samþykki lóðarhafa Sogavegs 117 og 156 og Borgargerðis 9 áritað á uppdrátt ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. september 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2013.
Stækkun mhl. 01: xx ferm., xx rúmm..
Bílskúr, mhl. 02: Kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm.
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13, febrúar 2013.

33. Sóleyjargata 27 (01.197.416) 102751 Mál nr. BN044765
Pnina Moskovitz, Ísrael, Sótt er um leyfi til þess að útbúa tvö gistirými við niðurgrafna verönd í kjallara og fjölga þannig gistiherbergjum úr fimm í sjö í gistiheimilinu á lóðinni nr. 27 við Sóleyjargötu.
Bréf hönnuðar dags. 3. ágúst 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34. Suðurlandsbraut 24 (01.264.103) 103530 Mál nr. BN046524
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir björgunaropum á 2. til 5. hæð austur- og vesturhliða verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 24 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Suðurlandsbraut 4-4A (01.262.001) 103513 Mál nr. BN046482
F9 ehf, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Stensill ehf., Norðurbakka 11c, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og auka hámarksgestafjölda úr 66 í 100 í veitingahúsi í flokki II, í rými 0102 á 1. hæð vesturenda húss á lóð nr. 4A við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Tjarnargata 11 (01.141.401) 100918 Mál nr. BN046552
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að nota bílageymslu fyrir hjólaskautadiskó tímabundið 20. sept. kl. 17-20 fyrir 20-50 gesti í bílastæðakjallara Ráðhússins á lóð nr. 11 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 9.000
Ekki gerð athugasemd við erindið.

37. Varmahlíð 1 (01.762.501) 107476 Mál nr. BN046535
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýjum eldvarnamerkingum við stigahús Perlunnar á lóð nr. 1 við Varmahlíð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Vesturbrún 16 (01.380.208) 104746 Mál nr. BN046515
Hilma Hólm, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Daníel Fannar Guðbjartsson, Vesturbrún 16, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr norðan við fjölbýlishús á lóð nr. 16 við Vesturbrún.
Stærð: 41,6 ferm., 147,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Víðimelur 62 (01.524.003) 106000 Mál nr. BN045958
Ari Ingimundarson, Víðimelur 62, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja tvo kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 62 við Víðimel.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð, og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júní 2013, einnig umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2013, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags 19. júlí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2013.Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

40. Grandavegur 42-44 Mál nr. BN046556
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Grandavegur 42 og Grandavegur 44, eins og sýnt er meðfylgjandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 11. 09. 2013.
Lóðin Grandavegur 42 (staðgr. 1.520.401, landnr. 216910) er 3230 m², bætt er 5229 m² við lóðina frá Grandavegi 44, lóðin verður 8459 m² og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúans.
Lóðin Grandavegur 44 (staðgr. 1.520.402, landnr. 216911) er 5229 m², teknir eru 5229 m² af lóðinni og bætt við Grandaveg 42, lóðin verður 0 m² og verður afmáð úr skrám.
Sjá deiliskipulagsbreytingu samþykkta í umhverfis- og skipulagsráði 10. 07. 2013 og í borgarráði 11. 07. 2013, og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 04. 09. 2013.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

41. Dugguvogur 9-11 (01.454.115) 105632 Mál nr. BN046481
H.G. og hinir ehf, Klettagötu 6, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak um 40 cm. og bæta við kvistum á atvinnuhúsi á lóð nr. 9-11 við Dugguvog.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. september 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2013.

42. Granaskjól 18 (01.515.602) 105862 Mál nr. BN046511
Kristjana Elínborg Blöndal, Granaskjól 18, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr svipaðan bílskúr sem samþykktur var 22. nóvember 1981 en aldrei byggður á lóð þríbýlishússins nr. 18 við Granaskjól.
Eignaskiptayfirlýsing þinglýst 10. júní 1999 fylgir erindinu. Afrit af mæliblaði fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. september og umögn skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2013.

43. Hverfisgata 59-59A (01.152.516) 101088 Mál nr. BN046538
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílakjallara með aðkomu frá Frakkastíg á lóð nr. 59-59A við Hverfisgötu.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

44. Kambsvegur 18 (01.354.110) 104278 Mál nr. BN046546
Garðar Smári Vestfjörð, Borgarás 8, 210 Garðabær
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð ofan á matshluta 02 og innrétta þar íbúð í húsi á lóð nr. 18 við Kambsveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

45. Lindargata 14 (01.151.503) 101008 Mál nr. BN046539
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort innrétta megi íbúð á 1. hæð í iðnaðar- og íbúðarhúsi á lóð nr. 14 við Lindargötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Njálsgata 78 (01.191.105) 102491 Mál nr. BN046529
Lilja Magnúsdóttir, Kleppsvegur 50, 105 Reykjavík
Ragnar Jónsson, Miklabraut 70, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð ofan á húsið á lóðinni nr. 78 við Njálsgötu.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. maí 2013.

47. Suðurlandsbraut 18 (01.264.001) 103524 Mál nr. BN046407
Davíð Örn Sveinbjörnsson, Klapparhlíð 13, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyfi fengist til að halda verklega hluta hundanámskeiðs utan dagvinnutíma og um helgar á fyrstu hæð bílastæðahússins á lóð nr. 18 Suðurlandsbraut.
Umsögn Heilbrigðiseftirlits dags. 10. september 2013 fylgir erindinu.
Nei.
Með vísan til umsagnar Heilbrigðiseftirlits dags. 10. september 2013.

48. Tindstaðir Innri 125758 (00.074.000) 125758 Mál nr. BN046513
Haukur Óskarsson, Gvendargeisli 96, 113 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi minkahús á jörðinni Innri Tindastaðir á Kjalarnesi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

49. Viðarhöfði 4,4A,6 (04.077.502) 110687 Mál nr. BN046523
Andri Þórsson, Flétturimi 34, 112 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðri anddyrisviðbyggingu úr timbri við einingu 0104 í húsinu nr. 6 á lóðinni nr. 4, 4A, 6 við Viðarhöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. September 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. September 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2013.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20.
Bjarni Þór Jónsson
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Harri Ormarsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir