Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 11. september 2013 kl. 09:10, var haldinn 33. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Sverrir Bollason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Reynir Sigurbjörnsson, Torfi Hjartarson og Júlíus Vífill Ingvarsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Björn Stefán Hallsson, Ólafur Bjarnason, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Erna Geirsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson

Dagskrá:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002

Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 323 frá 9. september 2013.

2. Strætó bs., leiðarkerfisbreytingar 2014 Mál nr. US130059
Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík
Lagt fram bréf Strætó bs. dags. 4. febrúar 2013 varðandi leiðarkerfisbreytingar hjá Strætó árið 2014. Einnig eru lagðar fram umsagnir hverfisráðs Háaleitis og Bústaða dags. 17. maí 2013 og hverfisráðs Laugardals dags. 27. maí 2013.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við leiðarkerfisbreytingar Strætó bs.

Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 09:17.

3. Pósthússtræti, endurgerð Mál nr. US130233
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. september 2013 þar sem lagt er til að undirbúningur framkvæmda á tillögum að endurgerð Pósthússtrætis, annars vegar sunnan austurstrætis og hins vegar norðan Austurstrætis sem samþykkt voru á fundi umhverfis- og samgönguráðs 13. mars 2012 og 10. apríl 2012 verði haldið áfram.

Diljá Ámundadóttir tekur sæti á fundinum kl. 09:22.

Frestað.

(A) Skipulagsmál

4. Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9 (02.84) Mál nr. SN120562
Lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. desember 2012 br. 23.maí 2013 að breytingu á skilmálum deiliskipulags #GLHúsahverfi Grafarvogur III svæði C#GL ,vegna húsagerðarinnar E8, E9 og útbyggingum. Breytingin felst í því að heimilt hámarks byggingarmagn er hækkað og heimildum til útbyggingar breytt. Tillagan var kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á fundi 21. maí 2013. Erindi var auglýst frá 12. júní til 24. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingólfur Gissurarson og Margrét Svavarsdóttir dags. 5. júní 2013 og Lex lögmannsstofa f.h. eigenda að Suðurhúsum 2 dags. 18. júlí 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. september 2013.

Marta Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 10:20.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. september 2013.
Vísað til borgarráðs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

5. Rauðarárholt v/ Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN120514
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík

Að lokinni auglýsingu er lögð fram breyting á deiliskipulagi Rauðarárholts v/ lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt dags. 16. nóvember 2012. Í breytingunni felst að horfið er frá atvinnustarfsemi/ stofnun á lóðinni nr. 7 við Brautarholt, en þess í stað rísi á lóðinni byggingar sem hýsi litlar íbúðir / einingar fyrir stúdenta samkvæmt uppdrætti Arkþing dags. 16. nóvember 2012. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 16. nóvember 2012. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt og stóð kynningin til 23. janúar 2013, athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 13. maí 2013. Tillagan var einnig kynnt hagsmunaðilum á auglýsingatíma. Breytt tillaga var endurauglýst frá 15. júlí 2013 til og með 27. ágúst 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir við endurauglýsingu: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. ágúst 2013, Húsfélagið Ásholti 2-42, Friðjón Bjarnason dags. 22. ágúst 2013, Hvíta húsið dags. 23. ágúst 2013, Hrafnhildur Valdimarsdóttir dags. 26. ágúst 2103, Jón Ágúst Ragnarsson dags. 26. ágúst 2013, Húsfélagið Brautarholti 8 dags. 27 ágúst 2013, Iðnmennt ses dags. 27. ágúst 2013 og Snorri Waage dags. 28. ágúst 2013. Einnig lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða vegna bókunar Hverfisráðs Hlíða frá 19. ágúst, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.

Sverrir Bollason víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

6. Ánanaust 8, breyting á deiliskipulagi (01.089.8) Mál nr. SN130398
SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Á fundi skipulagsfulltrúa 23. ágúst 2013 var lögð fram umsókn Sorpu bs. dags. 15. ágúst 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.089.8 vegna lóðarinnar nr. 8 við Ánanaust. Í breytingunni felst stækkun lóðar og aukning á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 15. ágúst 2013.
Frestað.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

Hildur Sverrisdóttir víkur af fundi kl. 12:04.

7. Laugavegur 66-68, breyting á deiliskipulagi (01.174.2) Mál nr. SN130372
L66-68 fasteignafélag ehf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn L66-68 fasteignafélags, dags. 30. júlí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóðar nr. 66-68 við Laugaveg samkvæmt uppdrætti Adamsson ehf., dags. 26. júlí 2013. Breytingin tekur til texta um notkun og starfsemi í skilmálum.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

8. Freyjubrunnur 16-20, stækkun á byggingarreit (02.695.5) Mál nr. SN130304
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Ármúla 1, 108 Reykjavík
Grafarholt ehf., Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju umsókn Grafarholts ehf. dags. 18. júní 2013 varðandi stækkun á byggingarreit á lóðinni nr. 16-20 við Freyjubrunn., samkvæmt uppdr. KRark ehf. dags. 14. júní 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. ágúst 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. ágúst 2013.

Gunnar Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 746 frá 10. september 2013.

10. Faxaskjól 12, Viðbygging (01.532.310) Mál nr. BN046083
Leifur Björn Dagfinnsson, Faxaskjól 12, 107 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 21013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri við norðurhlið, geymsluskúra í norðvesturhorni lóðar, breyta innra skipulagi og breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús á lóð nr. 12 við Faxaskjól. Erindi var grenndarkynnt frá 14. júní til og með 12. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Ólafur Ísberg dags. 25. júní 2013, Oddný Yngvadóttir dags. 2. júlí 2013 og Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson dags. 10. júlí 2013. Einnig er lagður fram tölvupóstur Ingu Rósar Ingólfsdóttur og Harðar Áskelssonar dags. 28. ágúst 2013 þar sem athugasemd er dregin til baka. Einnig lögð fram umsögn skiplagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013.
Stækkun húss: 32 ferm., xx rúmm. Geymsluskúrar: 6,7 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.000
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
11. Garðastræti 17, lóðamörk Garðastr. 17 og 19 (01.136.525) Mál nr. BN044911
Gestur Ólafsson, Garðastræti 15, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi þar sem spurt er með hliðsjón af meðfylgjandi mæliblaði Reykjavíkur 1.136.5, unnu af framkvæmda- og eignasviði borgarinnar, landupplýsingadeild, dags. 24. janúar 2012 hafa allir eigendur Garðastrætis 17 og Garðastrætis 19 nú samþykkt það fyrirkomulag sem þar kemur fram sbr. meðfylgjandi gögn. Þar sem um er að ræða er að 58.00 ferm verður bætt við lóð Garðastrætis 17 og lóð Garðastrætis 19 skert sem því nemur, eins og fram kemur á ofangreindu breytingarblaði. Hér með er óskað eftir samþykki byggingarfulltrúans í Reykjavík til þessara breytinga eins og þær eru sýndar á meðfylgjandi breytingarblaði Reykjavíkur, 1.136.5.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 31. ágúst 2012 fylgir erindinu ásamt greinagerð byggingarfulltrúa dags. 14. desember 2012 og fylgiskjölum nr. 1-18.
Í samræmi við niðurstöðu greinargerðar byggingarfulltrúa frá 14. desember 2012 um lóðarmörk að Garðastræti 17, ásamt umsögn borgarlögmanns um hana frá 19. mars 2013, samþykkir umhverfis- og skipulagsráð að lóðarmörk lóðarinnar að Garðastræti 17 verði færð í það horf sem lóðin var við samþykkt byggingarleyfa fyrir bygginguna sem á lóðinni stendur, það fyrsta þann 27. júní 1931. Samkvæmt því eru austurmörk við landfræðileg hæðarskil að lóð Mjóstrætis 6, en samkvæmt þeirri afmörkun hefur lóðin verið nýtt og skráð alla tíð síðan og gjöld verið af henni greidd sem slíkri.

Til samræmis við þetta samþykkir umhverfis- og skipulagsráð að deiliskipulagi staðgreinireits 1.136 frá 30. júlí 2002 verði breytt hvað varðar lóðina Garðastræti 17 ásamt því að lóð sem þar er sýnd nr. 17A falli niður. Jafnframt þessu samþykkir umhverfis- og skipulagsráð að lagfæra lóðarmörk á milli lóðanna Garðastræti 17 og nr. 19 til samræmis við lóðamörk sem tilgreind eru í ofangreindu deiliskipulagi.

(D) Ýmis mál

12. Esjuhlíðar, kláfur í Esju Mál nr. SN130330
Verkfræðistofa Jóhanns Indr ehf, Síðumúla 1, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs vegna afgreiðslu borgarráðs 27. júní 2013 á erindi verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar dags. 24. júní 2013 þar sem óskað er eftir þremur tilteknum lóðum undir mannvirki í hlíðum Esju vegna fyrirhugaðrar Kláfs. Borgarráð vísaði erindinu til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og menningar- og ferðamálasviði. Einnig lagt fram bréf verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar ehf. dags. 19. júní 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2013.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2013 samþykkt.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

13. Útilistaverk, listaverkagjöf CCP Mál nr. US130227
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf menningar og ferðamálasviðs dags. 28. ágúst 2013 varðandi fyrirhugaðra listaverkagjöf CCP til Reykjavíkurborgar. Einnig lögð fram umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 16. júlí 2013.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

14. Forvarnarstefna Reykjavíkurborgar 2013-2017, tillaga Mál nr. US130224
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 26. ágúst 2013 vegna afgreiðslu fundar velferðarráðs þann 22. ágúst s.l. um að vísa tillögu að forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013-2017 til umsagnar hjá fagráðum borgarinnar, jafnframt er óskað eftir því að fagsvið borgarinnar taki strax mið af þessum drögum af forvarnarstefnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlana 2014. Óskað er eftir að umsögn umhverfis- og skipulagsráðs berist fyrir 16. september 2013.
Stefanía Sörheller verkefnistjóri skrifstofu Velferðarsviðs kynnir.
Frestað.

15. Hverfisskipulag, kynning Mál nr. SN120421

Kynning á stöðu hverfisskipulags vegna íbúafunda sem hefjast 16. september 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

16. Hjólastæði, kynning Mál nr. US130225

Kynning á fjárfestingum í hjólastæðum í miðborg Reykjavíkur 2013. Einnig er kynnt tillaga að frekari staðsetningum.

Pálmi Freyr Randverssonar verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

17. Hjólaleigur, kynning Mál nr. US130226

Kynning á hjólaleigum í erlendum borgum og möguleika á hjólaleigu í Reykjavík.

Pálmi Freyr Randverssonar verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

18. Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn um aðgengi fatlaðra í miðborginni Mál nr. US130220
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn umhverfis- og skipulagsráðs varðandi aðgengi fatlaðra um miðborgina: #GLNýlega var í sjónvarpsfréttum fjallað um aðgengi fatlaðra. Sértaklega var sjónum beint að verslunum og veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur þar sem aðgengi fyrir fatlaða er víða óviðunandi. Viðmælandi fréttamanns, Edda Heiðrún Backmann, sagði að veitingastöðum hefði verið meinað að setja upp rampa nema þá að kaupa borgarland sem hafi reynst rekstraraðilum ofviða. Mikilvægt er að fara vel yfir þetta mál enda snerta þau mannréttindi margra. Óskað er eftir að farið verði yfir þessi mál á næsta fundi umhverfis og skipulagsráðs. Teknar verði saman upplýsingar um þær umsóknir og fyrirspurnir sem borist hafa Reykjavíkurborg. Einnig verði tekið saman hvaða afgreiðslur umsóknir hafa fengið. Nú þegar Laugavegur er að fara í endurhönnun er mikilvægt að nýta það tækifæri til þess að leggja áherslu á aðgengi fatlaðra.
Björn Stefán Hallson byggingarfulltrúi svarar munnlega.

19. Umhverfis- og skipulagssviðs, átakshópur um bætt aðgengi fatlaðra Mál nr. US130221
Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi bætt aðgengi fatlaðra í miðborginni: #GLNú þegar Laugavegur er að fara í endurhönnun er mikilvægt að nýta það tækifæri til þess að leggja áherslu á aðgengi fatlaðra. Lagt er til að skipaður verði sérstakur átakshópur í þeim tilgangi. Hann móti áherslur og stefnu Reykjavíkurborgar og verkferla vegna umsókna sem berast um bætt aðgengi. Átakshópur vinni með kaupmönnum og öðrum rekstraraðilum.#GL
Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs samþykkt.
Frestað að ákveða skipun hópsins.

20. Reynisvatnsás, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi leiksvæði í Reynisvatnsás.
Mál nr. US130208
Á fundi umhverfis- og skipulagsráða 21. ágúst 2013 var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur
#GLLagt er til að fundinn verði heppilegur staður fyrir leiksvæði barna í Reynisvatnsási. Haft verði samráð við hverfisráð og nærliggjandi íbúa varðandi staðsetningu, frágang og leiktæki. #GL
Frestað.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

21. Betri hverfi 2013, tillaga að staðsetningu salernisturns í Hljómskálagarði Mál nr. US130182
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 20. júní 2013 varðandi staðsetningu salernisturns í Hljómskálagarði. Einnig eru lagðar fram tillögur starfshóps dags. í júní 2007.
Frestað.

22. Betri Reykjavík, malbika göngustíg austan Egilshallar Mál nr. US130211
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fimmta efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngumál #GLMalbika göngustíg austan Egilshallar#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

23. Betri Reykjavík, snjóbræðslu í strætóskýli og gangstéttir næst þeim Mál nr. US130212
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngumál #GLSnjóbræðslu í strætóskýli og gangstéttir næst þeim#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

24. Betri Reykjavík, laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi Mál nr. US130138
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 #GLLaga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

25. Betri Reykjavík, aukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar Mál nr. US130196
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur ú flokknum Samgöngur #GLAukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

26. Betri Reykjavík, snyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla Mál nr. US130194
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 úr flokknum Framkvæmdir #GLSnyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

27. Betri Reykjavík, sekta þá sem henda frá sér sígarettum á gangstéttir Mál nr. US130200
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fimmta efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi #GLSekta þá sem henda frá sér sígarettum á gangstéttir#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

28. Betri Reykjavík, breyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða Mál nr. US130210
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum skipulagsmál #GLBreyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

29. Betri Reykjavík, stækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg Mál nr. US130213
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum framkvæmdir #GLStækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

30. Betri Reykjavík, vönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog Mál nr. US130209
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum ýmislegt #GLVönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

31. Betri Reykjavík, einfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi Mál nr. US130223
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum íþróttir #GLeinfaldar úti-æfingastöðvar í hvert hverfi#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

32. Betri Reykjavík, klifur- og hjólabrettagarður við Skeljanes í Skerjafirði Mál nr. US130222
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum frístundir og útivist #GLklifur- og hjólabrettagarður við Skeljanes í Skerjafirði#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

33. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í ágúst 2013.

34. Njálsgata 33B, kæra 84/2013 (01.190.0) Mál nr. SN130422
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. ágúst 2013 ásamt kæru Guðmundar Jóns Albertssonar dags. 22. ágúst 2013 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 33B við Njálsgötu.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

35. Njálsgata 33B, kæra 85/2013 Mál nr. US130230
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. ágúst 2013 ásamt kæru Elíasar Alfreðssonar dags. 22. ágúst 2013 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 33B við Njálsgötu.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

36. Lambhagavegur 29, kæra, umsögn (02.680.7) Mál nr. SN130404
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. ágúst 2013 ásamt kæru dags. 18. ágúst 2013 vegna ákvörðunar um veitingu byggingaleyfis vegna Lambhagavegar 29. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 27. ágúst 2013.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. ágúst 2013 samþykkt.

37. Ægisíða 74, kæra, umsögn (01.545.0) Mál nr. SN130383
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 16. júlí 2013 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. mars 2013 um veitingu leyfis til breytinga á þaki Ægisíðu 74.
Frestað.

38. Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi (01.271.2) Mál nr. SN130337
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 30. ágúst 2013 vegna samþykktar borgarráðs dags. 29. ágúst 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóla.

39. Laugardalur, breyting á deiliskipulagi vegna safnfrístundar Holtaveg 32 (01.39) Mál nr. SN130389

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. ágúst 2013 vegna samþykktar borgarráðs 29. ágúst 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi austurhluta Laugardals, lóðina að Holtavegi 32.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:55.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason
Sverrir Bollason Elsa Hrafnhildur Yeoman
Diljá Ámundadóttir Reynir Sigurbjörnsson
Torfi Hjartarson Júlíus Vífill Ingvarsson
Marta Guðjónsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 10. september kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 746. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Björn Stefán Hallsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Gunnar Ólafur Gunnarsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Björn Kristleifsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN046380
Sportbarinn ehf, Eikarási 9, 210 Garðabær
Vegna lokaúttektar er sótt um leyfi til þess að breyta eldvörnum veitingastaðar í kjallara matshluta 01 á Lóðinni nr. 74 við Álfheima.
Sjá einnig erindi BN045633.
Um er að ræða Sportbarinn Ölver, veitingastað í flokki III.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Ármúli 1 (01.261.401) 103510 Mál nr. BN045986
Á1 ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa út um 1 metra inndregna neðri hæð austan við stigahús, breyta innra skipulagi hæða, koma fyrir þaksvölum á 3. hæð og á 5 hæð og koma fyrir mötuneyti í kjallara sem mun þjónusta skrifstofuhæðir hússins á lóð nr. 1 við Ármúla.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. apríl 2013 og bréf frá hönnuði dags. 28. maí 2013 fylgja erindi ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júní 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júní 2013.
Stækkun: 59,3 ferm., 180,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um samruna eigna eigi síðar en við fokheldi.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Bergstaðastræti 28A (01.184.316) 102055 Mál nr. BN045111
Sigríður Halldórsdóttir, Bergstaðastræti 28a, 101 Reykjavík
Sótt er leyfi fyrir áður gerðri íbúð þar sem fyrir 1999 var hárgreiðslu- og snyrtistofa á fyrstu hæð í húsi á lóð nr. 28A við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Bergstaðastræti 44 (01.185.204) 102158 Mál nr. BN046423
Fasteignafélagið Snerra ehf, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að minnka íbúð 0301 en stækka íbúð 0302 sem því nemur. Jafnframt er sótt um að færa inngangsdyr íbúðar á fjórðu hæð niður í stigagang á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 44 við Bergstaðastræti.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000]
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN046507
Fulltrúaráð Sjómannadagsins, Laugarási Hrafnistu, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara og á 2. hæð í C-álmu og í skrifstofum í D og G-álmu í hjúkrunarheimili á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

6. Faxafen 10 (01.466.101) 195609 Mál nr. BN046506
Faxafen ehf, Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta upp 2. hæð í tvö skólasvæði fyrir skóla á framhaldsskólastigi á húsinu á lóð nr. 10 við Faxafen.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits umsóknarblaði.

7. Flókagata 47 (01.245.314) 103269 Mál nr. BN046493
Júlíus Jónasson, Grænlandsleið 11, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu þar sem m. a. er gerð grein fyrir áður gerðum svölum á vesturhlið og skiptingu bílgeymslu við tvíbýlishús á lóð nr. 47 við Flókagötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Flugvöllur 106745 (01.64-.-99) 106745 Mál nr. BN046510
Höldur ehf, Pósthólf 10, 602 Akureyri
Sótt er um leyfi til að koma fyrir vegtengingu til bráðabirgða frá bílastæðum við Njarðargötu, koma fyrir nýrri girðingu 60 m langri á austurhlið og aksturshliði á norðurhlið lóðar með landnr. 106745 Flugvöllur.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

9. Geirsgata 3 (01.117.305) 100085 Mál nr. BN046310
Sindrafiskur ehf, Mánatúni 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu verbúðar í veitingahús í flokki II fyrir 150 gesti, 92 inni, 58 úti, breyta gluggum og hurðum, op í steinsteypta plötu stækkað, reykháfur lagfærður og gerður nýtanlegur fyrir arinstæði og útigrill. Einnig er sótt um tímabundna opnun frá 2. hæð Geirsgötu nr. 3 inn í hús á lóð nr. 3A-B í húsinu á lóðinni nr. 3 við Geirsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. sama dag.
Umsögn frá burðarvirksihönnuði dags. 13. ágúst 2013 og samþykki Faxaflóahafna fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

10. Geirsgata 3A-3B (01.117.304) 219201 Mál nr. BN046462
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja flóttaleið á 2. hæð á milli húsa nr. 3 og 3A á lóð nr. 3A við Geirsgötu.
Samþykki faxaflóahafna fylgir ódags.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

11. Grenimelur 35 (01.540.301) 106294 Mál nr. BN046497
Birgir Sævarsson, Grenimelur 35, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli á 2. hæð, til samræmis við svalir sem fyrir eru á 1. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 35 við Grenimel.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Grensásvegur 26 (01.801.213) 107634 Mál nr. BN046458
Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 26 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Guðrúnartún 1 (01.216.101) 186531 Mál nr. BN046522
Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Efling stéttarfélag, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir greftri á lóðinni nr. 1 við Guðrúnartún (Sætún) sbr. erindi BN046048.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

14. Hamarsgerði 6 (01.830.014) 108466 Mál nr. BN046520
Davíð Þór Einarsson, Hamarsgerði 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa reykháf á vesturhlið og byggja steinsteyptan bílskúr að sömu hlið hússins á lóðinni nr. 6 við Hamarsgerði.
Ath. samhljóða erindi var samþykkt 21. maí og dregið til baka 23. júlí. Sjá erindi BN045930 og BN046352.
Stærð: Bílskúr, matshl. 02, 34,6 ferm. og 112,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Hamrahlíð 10 (01.731.001) 107355 Mál nr. BN046251
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa hjólaskýli úr stáli og timbri með torfþaki vestan við aðalinngang Menntaskólans við Hamrahlíð á lóð nr. 10 við Hamrahlíð.
Stærð: 67,9 ferm., 186,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Háteigsvegur 2 (01.244.420) 103213 Mál nr. BN046492
Thailenska eldhúsið ehf., Tryggvagötu 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa til og stækka salerni í kjallara hússins á lóðinni nr. 2 við Háteigsveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Hjallavegur 68 (01.384.017) 104879 Mál nr. BN046271
Gestur Páll Reynisson, Hjallavegur 68, 104 Reykjavík
Inga María Vilhjálmsdóttir, Hjallavegur 68, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á áður gerðri íbúð í kjallara og til að gera dyr út í garð frá 1. hæð í húsi á lóð nr. 68 við Hjallaveg.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 26. apríl 1945 og fsp. dags. 26. febrúar 2013 ásamt skoðunarskýrslu byggingarfulltrúa dags. 5. september 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Hólmaslóð olíustöð 1 (01.085.001) 100001 Mál nr. BN046341
Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa geymi 11, steypa þró fyrir nýjan geymi úr stáli fyrir etanól á lóð Olíustöðvarinnar nr. 1 við Hólmaslóð.
Jafnframt er erindi BN046258 dregið til baka.
Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 11. júlí 2013.
Niðurrif, geymir 11: 1.379,7 rúmm.
Nýr geymir: 115,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN046448
Linda Mjöll ehf, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta flóttaleið úr kjallara hússins á lóðinni nr. 18 við Hverfisgötu.
Greinargerð vegna brunavarna dags. 9.8.2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN045532
Eignarhaldsfélagið Landey ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka sal á jarðhæð og breyta flóttaleiðum á 1. og 2 hæð frá Hverfisgötu nr. 56 inn í húsið á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

21. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN045875
Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og stækka veitingahús inn í fyrrum kvikmyndahús á jarðhæð hús á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

22. Hverfisgata 59-59A (01.152.516) 101088 Mál nr. BN046326
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja yfir eldri svalir á bakhlið, byggja lyftuhús og gera nýjan inngang og tröppur, jafnframt er gerð grein fyrir lokun á undirgangi í kjallara og á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 59-59A við Hverfisgötu.
Stækkun: 80,2 ferm., 238,7 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi siðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Katrínartún 9 (01.223.010) 102885 Mál nr. BN046508
Sturla Míó Þórisson, Katrínartún 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka þak og byggja kvisti og svalir á þakhæð (2.h.) hússins á lóðinni nr. 9 við Katrínartún.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2013 vegna fyrirspurnarerindis BN045951 (neikv. ums.) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 73,4 ferm. og 139,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN046472
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja snyrtingu til innan einingar 227-1 í verslunarhúsinu Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Lambhagavegur 6 (02.641.102) 211671 Mál nr. BN046512
Rüko Iceland ehf., Kórsölum 5, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja úr stálburðargrind með undirstöðu og botnplötu úr járnbentri steinsteypu þjónustu og verkstæðishús á lóð nr. 6 við Lambhagaveg.
Stærð: XX ferm og XX rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugarásvegur 36 (01.383.303) 104861 Mál nr. BN046347
Hagmiðlun ehf., Grandagarði 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi, byggja verönd, koma fyrir setlaug og fjölga bílastæðum úr einu í tvö á einbýlishúsalóðinni nr. 36 við Laugarásveg.
Samþykki nágranna að Laugarásvegi 34 og 38 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Laugavegur 21 - Klapp (01.171.108) 101374 Mál nr. BN046348
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í kjallara, á 1. og 2. hæð og innrétta fyrir veitingahús í flokki III á lóð nr. 21 við Laugaveg.
Erindi fylgir hljóðvistarskýrsla frá Eflu dags. 3. september 2013.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Erindi er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.

28. Laugavegur 40-40A (01.172.221) 101476 Mál nr. BN046499
Leiguíbúðir ehf, Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum v/lokaúttektar, þar sem gerð er grein fyrir breyttu innra skipulagi og breytingum á brunahólfun í íbúðar- og atvinnuhúsi nr. 40 á lóð nr. 40-40A við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Lindargata 36 (01.152.414) 101060 Mál nr. BN046498
Rent-leigumiðlun ehf., Laugavegi 163, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðahótel í flokki ?? úr forsteyptum samlokueiningum, þrjár hæðir og ris með tíu útleigueiningum á lóð nr. 36 við Lindargötu.
Stærð: xx ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

30. Njálsgata 51B (01.190.126) 102401 Mál nr. BN046475
Sara Hlín Marti Guðmundsdóttir, Bretland, Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045374 þannig að geymsla breytist í baðherbergi, veggur fjarlægður og komið er fyrir léttum gipsvegg með 2 innfeldum burðarsúlum í húsinu á lóð nr. 51 við Njálsgötu.
Tölvupóstur með umsögn burðarvirksihönnuðar dags. 4 sept. 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

31. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN046395
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við mhl. 01 til norðurs og byggja opið skýli við húsið á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stækkun viðbyggingar: 211,3 ferm., 1138,6 rúmm. B-rými opið skýli 9,5 ferm. 23,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdu á byggingarstað.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Rauðarárst 31-Þverh18 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN046453
Helga Sigurðardóttir, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta snyrtistofu á fyrstu hæð hússins nr. 18 við Þverholt á lóðinni Rauðarárst 31-Þverh18.
Samþykki f.h. eiganda dags. 19. ágúst 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Skaftahlíð 24 (01.274.201) 103645 Mál nr. BN046505
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja skyggni yfir anddyri á norðurbyggingu og byggja nýjan inngang með skyggni yfir á suðurbyggingu og breyta innra skipulagi í móttöku sölum beggja bygginga á lóð nr. 24 við Skaftahlíð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN046509
Landleiðir hf, Skógarhlíð 10, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN045524 þar sem gerð er grein fyrir breytingu á innra skipulagi á 2. hæð, breyttum eldvarnarmerkingum og breyttu útliti á norðvesturhlið hússins á lóð nr. 10 við Skógarhlíð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Skógarhlíð 8 (01.703.201) 107072 Mál nr. BN046500
Krabbameinsfélag Íslands, Pósthólf 5420, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja bárujárn á þak, breyta veggklæðningu úr trapisuklæðningu úr stáli í slétta álklæðningu og breyta gluggauppdeilingu í rishæð og hækka svalahandrið á húsi Krabbameinsfélagsins Ísland á lóð nr. 8 við Skógarhlíð.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Spóahólar 10 (04.648.202) 111999 Mál nr. BN046503
Spóahólar 10,húsfélag, Spóahólum 10, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að áfangaskipta byggingarleyfi BN044314, þar sem til 1. áfanga telst að klæða útveggi vestur-, suður- og austurhliðar og uppsetning á öllum svalalokunum utan 0303 en til 2. áfanga telst klæðning norðurhliða og uppsetning á svalaskýli íbúðar 0303 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Spóahóla.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Steinagerði 9 (01.816.205) 108105 Mál nr. BN046457
Hólmfríður Pétursdóttir, Steinagerði 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við suðausturhorn einbýlishúss á lóð nr. 9 við Steinagerði.
Erindi fylgir jákvæð fsp. dags. 23. júlí 2013.
Stærð: 9,8 ferm., 24,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Suðurgata 41-43 (01.600.101) 218919 Mál nr. BN046504
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta þakgluggum ofan við stigagang á milli 2. og 3. hæðar í forsal og að koma fyrir þakkúplum fyrir ofan aðalinngang Þjóðminjasafns Íslands á lóð nr. 41-43 við Suðurgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN046336
Vietnam Restaurant ehf, Kleppsvegi 28, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til endurnýja erindið BN042449 þar sem sótt var um að innrétta veitingahús í flokki II á 1. hæð, mhl. 02, í millihúsi á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 18.júlí. 2013 og 03. sept. 2013, húsaleigusamningur óundirritaður dags. 2. júlí 2013 og undirritaður dags. 26. júlí 2013
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

40. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN046396
Alvogen Iceland ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu á þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð og kjallara fyrir lager og bílageymslu líftæknihús Alvogen fyrir lyfjaframleiðslu og skrifstofur á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.
Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa dags. 10.6. 2013, lýsing á starfsemi hússins (System description) dags. 30.4. 2013, bréf Skipulagsstofnunar dags. 3.4. 2012, Brunahönnunarskýrsla Eflu dags. ágúst 2013, bréf arkitekts um aðgengi fatlaðra dags. 29.8. 2013, bréf Alvogen/Eflu um vatnsbúskap á lóð A og tæknirými í kjallara dags. 27.8. 2013, bréf arkitekts varðandi orkusparnað og hitaeinagrun dags. 29.8. 2013, bréf arkitekts um bílastæðamál dags. 29.8. 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. ágúst 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. ágúst 2013, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 2.9. 2013.
Stærðir: Kjallari, bílgeymsla, 2.119,1 ferm., kjallari, tæknirými og geymslur 1.605,1 ferm., 1. hæð, 3.659,7 ferm., 2. hæð, 1.468,2 ferm., 3. hæð, 3.058,9 ferm., 4. hæð, 1.284,7 ferm., þakrými 73,3 ferm.
Samtals, 13.269 ferm. og 62.599,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Vitastígur 12 (01.173.119) 101536 Mál nr. BN046442
Hugver ehf, Pósthólf 671, 121 Reykjavík
Valdimar Jónsson, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í kjallara og verslun á 1. hæð í framhúsi og breyta atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í bakhúsi í íbúð á lóð nr. 12 við Vitastíg.
Sjá einnig erindi BN040599 sem samþykkt var 8. desember 2009 en féll úr gildi. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa (sbr. fyrirspurnarerindi BN040402) dags. 18. september 2009 fylgir erindinu
Meðfylgjandi eru samþykki meðeigenda dags. 23. júlí og 3. ágúst 2013 og samþykki nágranna á Vitastíg 10A dags. 26. júlí 2013.
Umsagnir burðarvirkishönnuðar dags. 3. og 5. september 2013 fylgja erindinu.
Afrit starfsábyrgðartryggingar burðarvirkishönnuðar dags. 6. september 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

42. Þorláksgeisli 19-35 (05.136.501) 190213 Mál nr. BN046501
Ágústa Hrönn Gísladóttir, Þorláksgeisli 35, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa til eldhús og bæta við einu svefnherbergi í íbúð 0101 á fyrstu hæð hússins nr. 35 á lóðinni 19-35 við Þorláksgeisla.
Samþykki meðeigenda í húsi nr. 35 (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

43. Laugavegur 28C (01.172.210) 101465 Mál nr. BN046525
Þann 14. maí 2013 var samþykkt að innrétta gistiskála í flokki II fyrir 10 gesti (sem rekinn yrði í tengslum við farfuglaheimili á Laugavegi 28) í einbýlishúsi á lóð nr. 28C við Laugaveg.
Leiðrétt bókun hljóðar svo: Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið og innrétta gistiskála í flokki II fyrir 10 gesti (sem rekinn yrði í tengslum við farfuglaheimili á Laugavegi 28) í einbýlishúsi á lóð nr. 28C við Laugaveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Fyrirspurnir

44. Bergstaðastræti 4 (01.171.307) 101407 Mál nr. BN046502
Gamma ehf, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta þakformi og byggja við matshluta 02 á lóðinni nr. 4 við Bergstaðastræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

45. Frakkastígur 26A (01.182.317) 215204 Mál nr. BN046491
Kristján Júlíus Kristjánsson, Borgarflöt 5, 340 Stykkishólmi
Spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi, byggja svalir og starfrækja veitingahús í flokki 2 í einbýlishúsi á lóðinni nr. 26A við Frakkastíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Granaskjól 18 (01.515.602) 105862 Mál nr. BN046511
Kristjana Elínborg Blöndal, Granaskjól 18, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr svipaðan bílskúr sem samþykktur var 22 nóvember 1981 en aldrei byggður á lóð þríbýlishússins nr. 18 við Granaskjól.
Eignaskiptayfirlýsing þinglýst 10 júní 1999 fylgir erindinu. Afrit af mæliblaði fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

47. Hvammsgerði 4 (01.802.309) 107693 Mál nr. BN046487
Kristín Erna Arnardóttir, Hvammsgerði 4, 108 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fáist fyrir áður gerðri íbúð í mhl. 02 á lóð einbýlishúss nr. 4 við Hvammsgerði.
Frestað.
Fyrirspyrjandi panti íbúðarskoðun.

48. Nýlendugata 7 (01.132.019) 100209 Mál nr. BN046490
Jóna Guðbjörg Torfadóttir, Nýlendugata 7, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir með stiga að garði á suðurhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 7 við Nýlendugötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

49. Vest.6-10A/Tryggv.18 (01.132.113) 216605 Mál nr. BN046514
Carla Maria Nogueira Matias, Rauðalækur 13, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta íbúðum og starfrækja hótel á efri hæðum verslunar og íbúðarhússins Vesturgata 18 á lóðinni Vest.6-10A/Tryggv.18.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

50. Viðarhöfði 4,4A,6 (04.077.502) 110687 Mál nr. BN046523
Andri Þórsson, Flétturimi 34, 112 Reykjavík
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðri anddyrisviðbyggingu úr timbri við einingu 0104 í húsinu nr. 6 á lóðinni nr. 4, 4A, 6 við Viðarhöfða.
Frestað.
Milli funda.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:45.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Harri Ormarsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Gunnar Ó. Gunnarsson
Eva Geirsdóttir