Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

3

SAMGÖNGUNEFND

Ár 2003, mánudaginn 7. apríl kl. 09:00 var haldinn 53. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Haukur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Einnig komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Stefán A. Finnsson, Stefán Haraldsson, og Þórhallur Halldórsson. Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2003020057 1. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12.03.2003, varðandi biðskyldu á Tangarbryggju.

Mál nr. 2002040094 2. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12.03.2003, varðandi einstefnu frá Dalbraut að DAS á íbúðargötu við Kleppsveg 52-58.

Mál nr. 2002080008 3. Lagt fram bréf Salvarar Jónsdóttur, sviðstjóra Skipulags og byggingarsviðs, dags. 02.04.2003, varðandi skipan fulltrúa í nefnd um European Mobility week.

Mál nr. 2002080008 4. Lagt fram bréf Ellýjar K. J. Guðmundsdóttur, forstöðumaður Umhverfis og heilbrigðisstofu, dags. 25.03.2003, varðandi skipan fulltrúa í nefnd um European Mobility week.

Mál nr. 2003020057 5. Lagt fram Ingimundar Einarssonar f.h. Lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 26.03.2003, varðandi biðskyldu á Tangarbryggju.

Mál nr. 2002040018 6. Lagt fram Víðis Þorgrímssonar f.h. Tösku og hanskabúðarinnar, bréf Egils Ásgrímssonar f.h. bólstrunar Ásgríms dags. 05.04.2002, bréf Vagnbjargar Magnúsdóttur f.h. Þórhildar L. Ólafsdóttur dags. 19.07.2002, bréf Þórhildar L. Ólafsdóttur dags. 23.09.2002, bréf Hjörleifs B. Kvaran, f.h. borgarráðs dags. 24.09.2002, bréf Víðis Þorgrímssonar f.h. Tösku og hanskabúðarinnar og bréf Egils Ásgrímssonar f.h. bólstrunar Ásgríms dags. 26.03.2003, öll varðandi umferð og bifreiðastöður við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg. Formaður samgöngunefndar lagði til að málinu yrði frestað þar til frekari reynsla kæmist á umferðarskipulag svæðisins. Samþykkt.

Mál nr. 7. Sæbraut færsla. Lögð fram fyrirspurn til Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Ólafur Bjarnason forstöðumaður verkfræðistofu RUT kynnti.

- Haukur Logi Karlsson kom á fundinn kl. 09.40.

Mál nr. 2002010120 8. Lagt fram bréf Kínverska sendiráðsins dags. 11.09.2002, bréf gatnamálastjóra dags. 17.09.2002, og 10.10.2002, bréf fyrrverandi borgarstjóra dags. 16.10.2002, fundargerð samgöngunefndar dags. 04.11.2002 og rafpóstur Petrínu Bachmann f.h. Utanríkisráðuneytisins dags. 28.03.2003. Vísað til umsagnar framkvæmdarstjóra bílastæðasjóðs og borgarverkfræðingsins í Reykjavík.

Mál nr. 2002050008 9. Lagt fram bréf Álfheiðar Ingadóttur f.h. umferðarnefndar Austurbæjarskóla dags. 24.03.2003, skýrsla Umferðarnefndar foreldrafélags Austurbæjarskóla, dagsett í febrúar 2003, varðandi umferðarkönnun við Austurbæjarskóla. Formaður samgöngunefndar upplýsti að máli væri í skoðun hjá Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 10. Gönguleiðir 2003. Ólafur Stefánsson verkfræðingur á Gatnamálastofu kynnti.

Mál nr. 2002040068 11. Arnarnesvegur. Ólafur Bjarnason, forstöðumaður Verkfræðistofu RUT kynnti nýja lausn á trompet og tígulgatnamótum við Arnarnesveg. Formaður samgöngunefndar lagði til að samþykkt yrði svokölluð tígullausn á gatnamótunum. Samþykkt samhljóða.

Mál nr. 2002010013 12. Lagt fram bréf Rafns Sigurðssonar, dags. 20.03.2003, varðandi bannmerki við Ofanleiti.

Mál nr. 2003030057 13. Lagt fram bréf Guðmundar Þórðarsonar f.h. húsfélagsins Skaftahlíð 4-10, varðandi beiðni um girðingu. Samgöngunefnd synjar uppsetningu girðingar en leggur til við gatnamálastjóra að umhirða við lóðina verði bætt. Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum.

Mál nr. 2002070112 14. Lagt fram bréf Guðrúnar Drafnar Emilsdóttur, dags. 01.04.2003, varðandi umferð um Baldursgötu frá Laufásvegi. Vísað til gatnamálastjóra.

Mál nr. 2002050116 15. Lagt fram erindi (rafpóstur) Hafsteins Þ. Hilmarssonar, dags. 19.03.2003, varðandi umferð um Hvassaleiti. Vísað til Verkfræðistofu Rut.

Mál nr. 2003030053 16. Lagt fram erindi Sigurðar Magnússonar, markaðsstjóra hjá Íslenska lögregluforlaginu ehf, varðandi ósk um stuðning við umferðarverkefnið Eldfluguna. Samgöngunefnd tekur jákvætt í málið.

Mál nr. 2003030031 17. Svartblettabanki umferðardeildar. Baldvin Baldvinsson, yfirverkfræðingur hjá Verkfræðistofu RUT kynnti. Formaður samgöngunefndar óskaði eftir að lagðar verði fram upplýsingar um vinnu Verkfræðistofu RUT í málinu og stöðuna á vástöðum umferðardeildar fyrir næsta fund samgöngunefndar.

Mál nr. 2001030040 18. 30 km. svæði. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT dags. 03.04.2003. Samþykkt með þeim fyrirvara að útboði verksins verði hagað á þann hátt að einhver svæði kunni að falla út til að málið rúmist innan fjárhagsramma ársins. Einnig settur fyrirvari um staðsetningu á hliðum í Skerjafirði.

Mál nr. 2002040058 19. Lagt fram bréf Guðrúnar Sigmundsdóttur og Gylfa Óskarssonar dags. 12.03.2003, varðandi umferð í Árbæ. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr.2003040040 20. Lagt fram bréf Hreiðars Sigtryggssonar skólastjóra Langholtsskóla dags. 05.10.2002, varðandi umferð um Langholtsskóla. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2003040041 21. Lagt fram bréf Sigmundar Einarssonar og Margrétar I. Kjartansdóttur ódagsett, varðandi slysagildrur tengdar aðkomu að nýjum leikskóla við Bleikjukvísl. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 22. Lagt fram minnisblað starfshóps um bílastæðamál dags. 28.03.2001 um samantekt á gildandi og eldri reglum um bílastæðamál. Einnig lagt fram bréf Ívars Pálssonar dags. 17.03.2003 um tillögu að gjaldskrá fyrir bílastæðagjöld í Reykjavík, reglur um bílastæði í Reykjavík o.fl. Ívar Pálsson forstöðumaður lögfræðisviðs Skipulags og byggingarsviðs kynnti. Gjaldskráin samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum. Fulltrúi sjálfsstæðismanna sat hjá við afgreiðslu málsins.

Mál nr. 23. Steinunn V. Óskarsdóttir, fulltrúi R-listans í samgöngunefnd lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: "Óska eftir upplýsingum um bílastæðamál á Njálsgötu og Grettisgötu varðandi íbúðakort og stöðumæla".

Fundi slitið kl. 11.10.

Árni Þór Sigurðsson
Haukur Logi Karlsson
Steinunn V. Óskarsdóttir
Kjartan Magnússon