Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2003, mánudaginn 20. maí kl. 09:00 var haldinn 55. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.

Þessir sátu fundinn: Haukur Logi Karlsson, Hlín Sigurðardóttir, Kjartan Magnússon og Óskar Dýrmundur Ólafsson.

Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Ólafur Stefánsson, Stefán Finnsson og Þorgrímur Guðmundsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist: Mál nr. 2002070112 1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 30.04.2003, varðandi 30 km svæði. Mál nr. 2003050005 2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 15.05.2003, varðandi samþykkt á tillögu um stefnumótun í samgöngunefnd.

Mál nr. 2002120033 3. Lagt fram bréf gatnamálastjóra dags. 13.05.2003, varðandi bifreiðastæði við Langholtskirkju.

Mál nr. 2003010029 4. Lagt fram erindi (rafpóstur) Ólafar Sigurðardóttur dags. 09.05.2003, varðandi gatnamót Óðinsgötu og Freyjugötu. Vísað til verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002050116 5. Lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT dags. 15.05.2003, varðandi erindi Hafsteins Þ. Hilmarssonar f.h. húsfélagsins Hvassaleiti 153-157. Samþykkt.

Mál nr. 2003050368 6. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Verkfræðistofu RUT, dags. 16.05.2003, þar sem lagt er til að sett verði umferðarljós á gatnamót Snorrabrautar og Bergþórugötu og á gatnamót Langholtsvegar og Álfheima. Samþykkt. Mál nr. 7. Kjartan Magnússon fulltrúi Sjálfsstæðismanna í samgöngunefnd lagði fram eftirfarandi bókun: "Íbúar við Frostaskjól og Ægissíðu hafa vakið athygli undirritaðs á miklum hraðakstri um þessar götur. Mikil umferð gangandi vegfaranda er yfir umræddar götur, ekki síst barna og ungmenna sem sækja íþrótta- og tómstundastarf hjá KR og Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli eða útivistarsvæði við Ægissíðu. Athygli lögreglunnar er hér með vakin á þessu máli og þess óskað að hún auki hraðamælingar og annað umferðareftirlit við þessar götur í því skyni að stemma stigu við ógætilegum akstri.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 09.35.

Óskar D. Ólafsson
Haukur Logi Karlsson
Hlín Sigurðardóttir
Kjartan Magnússon