Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð samgöngunefndar

Ár 2003, þriðjudaginn 3. júní kl. 09:00 var haldinn 56. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.

Þessir sátu fundinn: Haukur Logi Karlsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hlín Sigurðardóttir, Kjartan Magnússon og Óskar Dýrmundur Ólafsson.

Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Björg Helgadóttir, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Stefán Finnsson og Þorgrímur Guðmundsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist: Mál nr. 2003050005 1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 15.05.2003, varðandi tillögu um stefnumótun í samgöngumálum. Mál nr. 2003020067 2. Lögð fram skýrsla Innkaupastofnunar Reykjavíkur varðandi yfirlit yfir viðskipti gatnamálastofu við Innkaupastofnun í apríl 2003.

Mál nr. 2003050373 3. Lagt fram bréf Halldóru Gunnarsdóttur f.h. þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar, dags. 19.05.2003, og bréf íbúa við Brautarholtsveg dags. 27.05.2003, varðandi beiðni um hraðahindranir og að Brautarholtsvegur á Kjalarnesi verði færður. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002080008 4. European Mobility Week. Björg Helgadóttir, frá verkfræðistofu RUT kynnti framkomnar hugmyndir.

Mál nr. 2003040081 5. Lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT dags. 27.05.2003, varðandi aðrein frá Streng yfir á Höfðabakka. Samþykkt.

Mál nr. 2002050144 6. Lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT dags. 28.05.2003, varðandi gangbrautarljós og hraðahindrun norðan gatnamóta Álfheima og Langholtsvegar. Samþykkt. Mál nr. 2003050395 7. Lagður fram listi yfirverkfræðings verkfræðistofu RUT dags. 30.05.2003, varðandi úrbætur á gönguleiðum skólabarna og aldraðra á árinu 2003 ásamt kostnaðarmati. Samþykkt.

Mál nr. 2003060001 8. Lagt fram bréf deildarstjóra gatnamálastofu dags. 02.06.2003, varðandi staðbundnar aðgerðir fyrir árið 2003. Samþykkt.

Mál nr. 2003060001 9. Lagt fram bréf yfirverkfræðings verkfræðistofu RUT dags. 01.06.2003, um tillögur vegna einstaka mála er hafa verið til skoðunar hjá verkfræðistofu RUT. Samþykkt með þeim breytingum að í liðnum Suðurgata - Einarsnes - Gnitanes verði Einarsnesið tekið út og í liðnum Norðurfell verði 40 km. metra alda tekin út.

Mál nr. 10. Breyting á leiðarkerfi Strætó bs. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Strætó bs. dags. 02.06.2003, varðandi breytingar á akstri á leið 7 og 13 og fjölgun ferða Strætó bs. milli Kjalarness og Ártúns. Samþykkt fjölgun ferða milli Kjalarness og Ártúns og sameining á leið 7 og 13. Ósk Strætó bs. um heimild til að aka um Öskjuhlíð frá Nauthólsvík að Vesturhlíðaskóla vísað til umsagnar Umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10.55.

Haukur Logi Karlsson
Óskar D. Ólafsson Hlín Sigurðardóttir
Gísli Marteinn Baldursson Kjartan Magnússon