Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð samgöngunefndar

Ár 2003, þriðjudaginn 24. júní kl. 09:00 var haldinn 57. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli Marteinn Baldursson, Haukur Logi Karlsson, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Einnig komu á fundinn: Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Pétur Fenger, Stefán A. Finnsson, Stefán Haraldsson, Sigurður Ragnarsson, Sigurður Skarphéðinsson og Þorgrímur Guðmundsson.

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist: Mál nr. 2002050144/2002080072 1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 04.06.2003, varðandi umferðarljós á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu og á gatnamótum Langholtsvegar og Álfheima. Mál nr. 2003020067 2. Lögð fram skýrsla Innkaupastofnunar Reykjavíkur um yfirlit yfir viðskipti gatnamálastofu við Innkaupastofnun í maí 2003.

Mál nr. 2003060039 3. Lagt fram bréf Þorbergs Ólafssonar, dags. 30.04.2003, varðandi gatnamót Laugavegar og Bolholts. Vísað til verkfræðistofu Rut.

Mál nr. 2003010051 4. Lögð fram skýrsla Eyþórs Guðjónssonar f.h. Bláu Skjaldbökunnar dags. 02.06.2003. Frestað.

Mál nr. 2001100007 5. Lagt fram bréf Jóns T. Jóhannssonar, f.h. umferðarnefndar Hvassaleitisskóla dags. 02.06.2003, varðandi hraðamælingaskilti við Háaleitisbraut. Vísað til verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2003060048 6. Lagt fram bréf Guðjóns K. Reynissonar, dags. 30.05. 2003, varðandi beiðni um stöðumæla við Seljaveg sem og bréf framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs dags. 21.06.2003. Framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs falið að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Seljavegi 2. Frestað.

Mál nr. 7. Lagt fram bréf yfirverkfræðings verkfræðistofu Rut varðandi endurbætur á gatnamótum Höfðabakka og Bíldshöfða. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf Jóns V. Sveinssonar f.h. Vegagerðarinnar dags. 05.06.2003, varðandi hreyfingu á legu Arnarnesvegar ofan Seljahverfis, einnig lagt fram bréf forstöðumanns verkfræðistofu Rut dags 20.06.2003, um sama efni. Samþykkt.

9. Tengibraut Grafarholts - Úlfarsfells. Forstöðumaður verkfræðistofu Rut kynnti.

Mál nr. 2001090088 10. Forstöðumaður gatnamálastofu kynnti hugmyndir á fyrirkomulagi og hönnun á göngu og hjólastígum í Reykjavík. Lagt fram kynningarrit um göngustíga í Reykjavík, vegvísa og merkingar, ódagsett.

Mál nr. 2002070075 11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs dags. 23.06.2003, varðandi bílakjallara undir Stjörnubíósreit og samkomulag við skipulagssjóð um ráðstöfun byggingaréttar og alútboð kjallarans. Frestað.

Mál nr. 2002010102 12. Kynning á mati á umhverfisáhrifum Sundarbrautar 2003 og jarðgöngum á leið 1. Sigurð Ragnarsson verkfræðingur hjá Línuhönnun kynnti.

- Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:25.

13. Mál nr. Heildarendurskoðun á leiðarkerfi Strætó bs. Aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs., kynnti.

14. Lögð fram skýrsla Vegagerðarinnar og Umhverfis- og tæknisviðs dagsett í júní 2003, um Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Frestað.

15. Mál nr. 2001030068 Lagður fram úrskurður Skipulagsstofunnar um mat á umhverfisáhrifum á færslu á Hringbrautar í Reykjavík.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11.30.

Árni Þór Sigurðsson
Haukur Logi Karlsson
Gísli Marteinn Baldursson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir