No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2003, þriðjudaginn 12. ágúst kl. 09:00 var haldinn 58. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.
Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Anna Kristinsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Haukur Logi Karlsson og Kjartan Magnússon
Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Björn Ingi Sveinsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Sigurður I. Skarphéðinsson, Stefán A. Finnsson og Stefán Hermannson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist: Mál nr. 2003050005 1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 26.06.2003, bréf Þórhildar L. Ólafsdóttur, dags. 09.05.2003 og greinargerð dags 02.05.2003 varðandi stefnumótun í samgöngumálum - skipun í stýrihóp. Að tillögu formanns var samþykkt að skipa í stýrihópinn frá Reykjavíkurlistanum, Árna Þ. Sigurðsson og Steinunni V. Óskarsdóttur, frá lista Sjálfstæðismanna Kjartan Magnússon Mál nr. 2002040068 2. Lagður fram til kynningar úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Arnarnesvegar.
Mál nr. 3. Lagt fram bréf forstöðumanns verkfræðistofu Rut, dags. 28.07.2003 varðandi gatnamót á Hringvegi, (Vesturlandsvegi og Suðurlandsveg.). Einnig lagðar fram skýrslur og frumdrög við 1. áfanga. Samþykkt.
4. Mál. Nr. 2003060048 Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs dags. 23.06.2003, varðandi bílakjallara undir Stjörnubíóreit. Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðismanna sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Mál nr. 2003020109 5. Lagt fram bréf Ellýar Guðmundsdóttur forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 27.06.2003, varðandi akstur Strætó bs. í Öskjuhlíð
6. Mál nr. 2003020067. Lögð fram skýrsla Innkaupastofnunar Reykjavíkur 11.08.2003 samkvæmt 2. mgr. 27 gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar um yfirlit yfir viðskipti Gatnamálastofu Reykjavíkur við Innkaupastofnun Reykjavíkur í júní 2003.
7. Mál nr. Lagt fram bréf gatnamálastjóra dags, 11. 08. 2003 varðandi yfirlit gatnamálastjóra um innkaup á þjónustu og verklegum framkvæmdum frá 01.02.2003 til júníloka.
Mál nr. 8. Lagt fram bréf gatnamálastjóra dags. 07.08. 2003 varðandi breytingu á framkvæmdaáætlun eignarsjóðs gatna fyrir árið 2003. Erindið samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum að undanskildum líð 2 í erindinu sem var frestað Fulltrúar Sjálfstæðismanna sátu hjá við afgreiðslu málsins..
Mál nr. 9. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22.06.2003 um úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2004, einnig lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 30. 06. 2003 um sama efni.
Mál nr. 10. Lögð fram samþykkt um hverfaskiptingu og hverfaráð dags. 03.07.2003.
Mál nr. 11. Lögð fram til kynningar skýrsla Borgarendurskoðunar, umfrávik frá innkaupareglum fyrir árin 2000 og 2001 dags. í júní 2003
Mál nr. 12. Lagður fram listi ritara samgöngunefndar um embættisafgreiðslur dags. 08. 08. 2003, þar sem lagt er til að samgöngunefnd samþykki afgreiðslu eftirtalinna mála. Samþykkt.
Mál nr. 13. Lagður fram til kynningar úrskurður Skipulagsstofnunar, dags. 03.06.2003 um tengibraut - Grafarholt, Úlfarsfell í Reykjavík. - Ákvörðun um matsskyldu.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 09.55
Árni Þór Sigurðsson
Kjartan Magnússon
Haukur Logi Karlsson
Gísli Marteinn Baldursson
Anna Kristinsdóttir