Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar

Ár 2003, þriðjudaginn 15. apríl, var haldinn 5. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 09.30. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður, Helgi Hjörvar og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur, Hreinn Ólafsson, Þorkell Jónsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Framvinduskýrsla helstu verkefna. Guðmundur Pálmi fór yfir framvinduskýrslur vegna Árbæjarskóla, Hlíðaskóla, Laugalækjarskóla, Víkurskóla og Klébergsskóla. Óskað var eftir að lagt yrði fram yfirlit yfir kostnaðaráætlun og frávik vegna Laugalækjarskóla á næsta fundi.

2. Innkaupalisti ISR. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir viðskipti Fasteignastofu Reykjavíkurborgar við Innkaupastofnun Reykjavíkur fyrir marsmánuð 2003.

3. Bréf frá fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna. Forstöðumanni Fasteignastofu falið að gefa umsögn um kostnað vegna tillögunnar og stöðu mála.

4. Samskiptareglur Reykjavíkurborgar við Arkitektafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands. Stjórnin óskaði eftir að reglurnar yrðu yfirfarnar.



Fundi slitið kl. 10.47

Björk Vilhelmsdóttir
Helgi Hjörvar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson