Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2003, þriðjudaginn 14. október, var haldinn 12. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 09.50. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður og Helgi Hjörvar. Jafnframt sátu fundinn Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur, Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Þorkell Jónsson, Hreinn Ólafsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð. Þetta gerðist: 1. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir viðskipti Fasteignastofu Reykjavíkurborgar við Innkaupastofnun Reykjavíkur í september 2003. 2. Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlun Fasteignastofu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004. - Kl. 9.55 kom Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á fundinn. 3. Kynntar breytingar á húsnæðismálum Fasteignastofu. Guðmundur Pálmi sagði frá því að trésmíðaverkstæði þjónustudeildar að Gylfaflöt yrði flutt í Borgartún 1, um næstu áramót. Stjórnin óskaði eftir minnisblaði um hagræðingu vegna breytinganna. 4. Skýrslur vegna hjúkrunarheimila í Lönguhlíð og Dalbraut. Lagðar fram til kynningar og umræðu skýrslur frá VSÓ ráðgjöf um breytingar á Lönguhlíð 3 og Dalbraut 21-27 í hjúkrunarheimili. - Kl. 10.30 komu Bergur Felixson og Ragnheiður Erla Bjarnadóttir frá Leikskólum Reykjavíkur á fundinn. 5. Nýr leikskóli Grafarholti. Bréf forstöðumanns Fasteignastofu til borgarráðs vegna byggingar fjögurra deilda leikskóla í austurhluta Grafarholts sem frestað var á síðasta fundi. Forstöðumanni var falið að gera áætlun um nýjan leikskóla í austurhluta Grafarholts og kanna hagkvæmasta valkost í samræmi við byggðaþróun. Fundi slitið kl. 10.47                       Björk Vilhelmsdóttir Helgi Hjörvar                       Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson