Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar

Ár 2003, mánudaginn 10. nóvember, var haldinn 13. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 08.20. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður og Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur, Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Þorkell Jónsson, Hreinn Ólafsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun Fasteignastofu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004. Samþykkt.

- Kl. 8.45 kom Helgi Hjörvar á fundinn.

- Kl. 8.55 viku Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson og Björn Ingi Sveinsson af fundi.

2. Lögð fram til kynningar samantekt yfir framkvæmdir vegna aðgengis fatlaðra á árinu 2003. Stjórn Fasteignastofu óskaði eftir að fá heildarúttekt á þessum málum á byggingum Reykjavíkurborgar.

3. Lagðar fram til kynningar hugmyndir að framtíðaruppbyggingu við Vogaskóla.

4. Lögð fram til kynningar skýrsla VSÓ ráðgjafar vegna hjúkrunarheimilis í Norðurbrún 1.

5. Kynningarblað vegna Víkurskóla lagt fram til kynningar.

6. Kynnt niðurstaða dómnefndar í samkeppni um byggingu nýs grunnskóla í Staðahverfi.

Fundi slitið kl. 9.30

Björk Vilhelmsdóttir Helgi Hjörvar