Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 23. júlí kl. 10.00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 740. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Gunnar Ólafur Gunnarsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN046322 Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík Útgerðarfélag Reykjavíkur ehf, Síðumúla 12, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi að breyta veitingastað í rými 0009 í geymslur í húsi á lóð nr. 74 við Álfheima. Kaupsamningur dags. 13. maí 2013 fylgir erindi. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Álftamýri 7-9 (01.280.102) 103661 Mál nr. BN046188 Bjarkar ehf, Stigahlíð 59, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofum á 1. og 2. hæð í gististað í flokki III, tegund A fyrir 26 gesti, og innrétta kjallara sem matsal fyrir 15 gesti, eldhús og starfsmannaaðstöðu sbr. fyrirspurn BN046004, í húsi á lóð nr. 7-9 við Álftamýri. Meðfylgjandi er umsögn burðarþolshönnuðar dags. 18.6. 2013 og samþykki meðeigenda dags. 13.6. 2013 og 15.7. 2013. Jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2013 (vegna fyrirspurnarerindis BN046004) fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Ármúli 13 (01.263.103) 186269 Mál nr. BN046262 LF2 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík Landfestar ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, bæta við flóttastiga af svölum 2. hæðar og almenna uppfærslu á brunavörnum í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 13 við Ármúla. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Árvað 1 (04.734.401) 206710 Mál nr. BN046335 JÁVERK ehf, Gagnheiði 28, 800 Selfoss Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu og aðstöðusköpunar á lóðinni nr. 1 við Árvað sbr. erindi BN045880 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

5. Bauganes 37A (01.673.108) 106835 Mál nr. BN046338 Ásdís Káradóttir, Bauganes 37a, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja áhalda- og hjólageymslu við einbýlishús á lóð nr. 37A við Bauganes. Áhaldageymsla: 22 ferm., 45 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vantar skráningatöflu.

6. Dyngjuvegur 2 (01.383.201) 104846 Mál nr. BN046321 Þórdís Edwald, Dyngjuvegur 2, 104 Reykjavík Sótt er um leyf til koma fyrir staðsteyptum heitum potti með læstu loki og timbur palli við útgang úr stofu sbr. BN036485 í garðinum á lóð nr. 2 við Dyngjuveg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Einarsnes 58A (01.672.117) 188561 Mál nr. BN046314 Kristján Valsson, Einarsnes 58a, 101 Reykjavík Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Einarsnes 58a, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar timburviðbyggingu með þaksvölum að suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 58A við Einarsnes. Fyrirspurnarerindi sem fékk jákvæða afgreiðslu 2. júlí 2013 fylgir erindinu. Stærð: Viðbygging xx ferm. og xx rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Fífusel 25-41 (04.970.403) 113154 Mál nr. BN046319 Fífusel 35,húsfélag, Fífuseli 35, 109 Reykjavík Sótt er um leyfi til að loka svölum með glerlokun á brautum í fjölbýlishúsi nr. 35 á lóð nr. 25-41 við Fífusel Bréf frá hönnuði um brunatæknilega úttekt á sameign ódagsett fylgir erindi. Jafnframt er erindi BN043684 dregið til baka. Stærð: 180 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN046300 Wissane Inson ehf., Hraunbæ 34, 110 Reykjavík Vatn og land I ehf, Pósthólf 8033, 128 Reykjavík Sótt er um leyfi til að setja loftræsitúðu á þak útbyggingar á verslunarhúsnæðinu á lóð nr. 8 við Frakkastíg. Sjá erindi BN042806. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Geirsgata 3 (01.117.305) 100085 Mál nr. BN046310 Sindrafiskur ehf, Mánatúni 5, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu úr verðbúð í veitingahús í flokki II, þar sem núverandi gluggum og hurðum verði breytt og op í steinsteypta plötu verði stækkað og strompurinn sem var reykhússstrompur, verður lagfærður og gerður nýtanlegur fyrir arinstæði og útigrill, koma fyrir aðstöðu fyrir 58 útigesti og inni fyrir 92 gesti, alls 150 gesti, koma fyrir sorpi og gasgeymslu á útisvæði einnig er sótt um tímabundna opnun frá 2. hæð Geirsgötu nr. 3 inn í hús á lóð nr. 3A-B í húsinu á lóðinni nr. 3 við Geirsgötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

11. Haðaland 2-8 (01.864.301) 108812 Mál nr. BN046309 Rannsóknarstofan Glæsibæ ehf, Álfheimum 74, 104 Reykjavík Sótt er um leyfi til að stækka húsið með því að loka skoti til að koma fyrir herbergi á austurhlið og skoti á suðurhlið þannig að sjónvarpstofan stækkar, koma fyrir skyggni á suðurhlið og stækka bílskúr á húsinu nr. 8 á lóð nr. 2 til 8 við Haðarland. Stækkun einbýlishús: XX ferm., XX rúmm. Stækkun bílskúrs XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Hamrahlíð 10 (01.731.001) 107355 Mál nr. BN046251 Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík Sótt er um leyfi til að reisa hjólaskýli úr stáli og timbri með torfþaki vestan við aðalinngang Menntaskólans við Hamrahlíð á lóð nr. 10 við Hamrahlíð. Stærð: 67,9 ferm., 186,7 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Lagfæra skráningu.

13. Hátún 2 (01.223.201) 102906 Mál nr. BN046071 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Rv, Hátúni 2, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að gera skábraut úr jarðfyllingu fyrir aðkomu og stæði líkvagns og bílastæða fyrir fatlaða kirkjugesti ásamt skábraut að aðalinngangi og heimild fyrir hringstiga, þvermál 180 cm úr stáli, sem þjónar sem flóttaleið fyrir kirkjugesti Hvítasunnukirkjunnar á lóð nr. 2 við Hátún. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Heiðargerði 37 (01.801.110) 107618 Mál nr. BN046317 Katrín Þórunn Hreinsdóttir, Heiðargerði 37, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 37 við Heiðargerði. Stækkun: 8,9 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Helluland 1-19 2-24 (01.862.201) 108799 Mál nr. BN046318 Hreiðar Páll Haraldsson, Helluland 5, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta frágangi á þakkanti og rennum, fjarlægja útskagandi steypta veggi, gera glugga á austurgafl og færa fram útvegg í þvottahúsi í mhl. 02 þannig að plani við útvegg raðhúss nr. 1-5 á lóð nr. 1-19 2-24. Erindi fylgir samþykki eigenda Hellulands 1-5 dags. 7. júlí 2013. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Hlíðarendi 2-6 (01.628.801) 106642 Mál nr. BN045376 Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu sem tengir Fjósið gömlu íbúðarhúsi og gamla íþróttahúsinu, innrétta 11 gistieiningar í tengibyggingunni, innrétta minjasafn í Fjósinu og sameiginlega setustofu í gamla íbúðarhúsinu á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda. Erindi fylgir brunahönnun frá verkfræðistofunni Eflu dags. 8. mars 2013, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 21. febrúar 2011. útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 1. febrúar 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. janúar 2013. Viðbygging: 1. hæð 538,9 ferm., 2. hæð 248,5 ferm., 3. hæð 121,2 ferm. 2. áfangi samtals: 908,6 ferm., 2.998,1 rúmm. Gjald kr. 8.500 + 9.000 + 269.829 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN046316 Greifinn ehf., Hringbraut 119, 101 Reykjavík Vestur Hár og snyrtistofa ehf., Hringbraut 119, 107 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta tveggja hæða atvinnurými 0102 í hárgreiðslu og snyrtistofu í húsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Hverfisgata 19 (01.151.410) 101004 Mál nr. BN045879 Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja leikmunageymslu og vörumóttöku við austurhlið Þjóðleikhússins á lóð nr. 19 við Hverfisgötu. Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 31. maí 2013 og Minjastofnunar dags. 12. júní 2013. Stækkun: 141,6 ferm., 1.115 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Skila þarf skráningartöflu.

19. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN046189 Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að endurbyggja og breyta skv. samþykktu deiliskipulagi, lyfta og bæta við kjallara sem verður staðsteyptur ásamt 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 28 við Hverfisgötu. Stærðir samtals fyrir breytingu: xx ferm., xx rúmm. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Samtals eftir stækkun: xx ferm., xx rúmm. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 12. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 07. júlí 2013 fylgja með erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN045532 Eignarhaldsfélagið Landey ehf., Hátúni 2B, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að loka sal á jarðhæð og breyta flóttaleiðum á 1. og 2 hæð frá Hverfisgötu nr. 56 inn í húsið á lóð nr. 54 við Hverfisgötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

21. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN045875 Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og stækka veitingahús inn í fyrrum kvikmyndahús á jarðhæð hús á lóð nr. 56 við Hverfisgötu. Gjald kr. 9.000 Frestað.

22. Hverfisgata 59-59A (01.152.516) 101088 Mál nr. BN046326 Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja lyftuhús á bakhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 59-59A við Hverfisgötu. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046313 Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innanhúss í kjallara mhl. 04 rými 0006 þar sem búningsklefinn verður stækkaður, komið verur fyrir hjólageymsla, skjalageymsla og húsgagnageymsla í húsin á lóð nr. 9 við Höfðabakka. Bréf frá hönnuði dags. 16. Júlí 2013 fylgir. Gjald kr. 9.000 Frestað. Lagfæra skráningu.

24. Jöklafold 20 (02.852.602) 110013 Mál nr. BN046069 Guðný Edda Kristinsdóttir, Jöklafold 20, 112 Reykjavík Vilhelmína Sigríður Ólafsdóttir, Aflakór 14, 203 Kópavogur Sótt er um leyfi fyrir áður gerðu rými undir bílskúr sem notað verður sem geymslurými fyrir íbúð 0001 og skrá tvo sérafnotafleti fyrir 0001 og 0101 á lóð nr. 20 við Jöklafold. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. júní 2013 fylgir erindinu. Stækkun rýmis undir bílskúr: 25,4 ferm., 68,6 rúmm. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 19. júlí 2013 fylgir með erindinu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Laugateigur 46 (01.365.202) 104684 Mál nr. BN046150 Heiðlóa Ásvaldsdóttir, Laugateigur 46, 105 Reykjavík Sigþór Hjartarson, Laugateigur 46, 105 Reykjavík Sótt er um leyfi til að gera við þak, breyta og stækka kvist á suðurhlið og byggja svalir við hann, sbr. fyrirspurn BN045904 dags. 30. apríl 2013, á tvíbýlishúsi á lóð nr 46 við Laugateig. Samþykki meðeigenda í húsum nr. 46 og 48 við Laugateig (vantar einn) fylgir erindinu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN046323 Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur Sótt er um leyfi til að breyta flokkun gististaðar, sjá erindi BN045029, úr flokki II, gistiskáli án veitinga, í flokk IV, gististaður með minibar á 3. 4. og 5. hæð húss á lóð nr. 105 við Laugaveg. Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrætti. Gjald kr. 9.000 Frestað. Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

27. Láland 18-24 (01.874.301) 108836 Mál nr. BN046218 Stefanía Sigfúsdóttir, Brautarland 8, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja við einbýlishúsið að austanverðu og koma fyrir sorp/reiðhjólagerði á vestanverðu húsinu nr. 22 á lóð nr. 18 til 24 við Láland. Samþykki meðlóðarhafa dags. 03 júlí 2013. Stækkun: 25,4 ferm., 79,5 rúmm. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

28. Lyngháls 5 (04.324.001) 111040 Mál nr. BN046187 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044779 þannig að komið er fyrir skrifstofu og lager í rými 0202, gluggar og vöruhurð á suðurhlið breytast og milliloft yfir einingunni er fjarlægt og minnkar því flatamál hússins á lóð nr. 5 við Lyngháls. Minnkun um 40,0 ferm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

29. Nesvegur 44 (01.517.118) 105917 Mál nr. BN046165 Haukur Ingi Guðnason, Marargata 2, 101 Reykjavík Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Marargata 2, 101 Reykjavík Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi, komið hefur verið fyrir eldhúsi og salerni í kjallara og eldhús á fyrstu hæð hefur verið fært til. Jafnframt er sótt um leyfi til þess að síkka glugga og byggja svalir á austurhlið hússins á lóðinni nr. 44 við Nesveg. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Orrahólar 1-5 (04.648.001) 111996 Mál nr. BN046324 Orrahólar 1-5,húsfélag, Orrahólum 3, 111 Reykjavík Sótt er um leyfi til að endurnýja og hækka svalahandrið úr ál-prófílum klæddum gleri og til að koma fyrir svalalokunum á veggsvalir íbúða í mhl. 01, 02 og 03 á lóð 1-5 við Orrahóla. Stækkun xx rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN046284 Stjörnugrís hf, Vallá, 116 Reykjavík Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr forsteyptum samlokueiningum með burðarvirki úr stáli fyrir matvælavinnslu við suðvesturhlið svínasláturhúss á lóðinni 125744 í Saltvík. Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 8. júlí 2013. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 19. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 08. júlí 2013 fylgja erindinu. Stærð: 1087,5 ferm., 4676,3 rúmm. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Skógarhlíð 10 (01.703.401) 107073 Mál nr. BN046283 Björn Guðbrandsson, Grænahlíð 9, 105 Reykjavík Landleiðir ehf, Akralind 4, 201 Kópavogur Sótt er um leyfi til að fækka eignum í þrjár í atvinnuhúsi á lóð nr. 10 við Skógarhlíð. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Skólavörðustígur 5 (01.171.308) 101408 Mál nr. BN046172 Ófeigur Björnsson, Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til stækkunar svala á suð-vesturhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Skólavörðustíg. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9. júní 2013, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. júní 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 20. júní 2013. Einnig fylgja samþykki lóðarhafa Skólavörðustígs 3A og bréf umsækjanda með rökstuðningi hvorutveggja ódagsett, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 5. júlí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.júlí 2013.Gjald kr. 9.000 Frestað. Viðbótargögnum vísað til skipulagsfulltrúa.

34. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN046328 Mánatún slhf., Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir stigahúsi við Mánatún 13 og jarðvinnu, aðstöðusköpunar, sökklum, grunnlögnum, uppsteypu í kjallara K-1 og K-0 ásamt plötu yfir K-O.sbr. erindi BN046155 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endalegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

35. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN046161 Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík Sótt er um leyfi til að gera grasmanir, færa skilti, setja upp vegvísa og breyta bílastæðum á lóð nr. 2 við Suðurlandsbraut. Bréf frá hönnuði dags. 11. júní 2013 fylgir. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 19 júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2013 fylgja með erindinu.Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði ásamt umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17 júlí 2013.

36. Sundagarðar 2B (01.335.303) 213922 Mál nr. BN045435 KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær Sótt er um leyfi til að reisa skilti fyrir KFC matsölustað á lóð nr. 2B við Sundagarð. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda á lóð ódags. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Athuga þarf nánar áhrif birtumagns skiltis.

37. Sæmundargata 4-10 (00.000.000) 106638 Mál nr. BN046257 Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til færslu á nýsamþykktum útskotsglugga á Háskólatorgi á lóð nr. 4 við Sæmundargötu. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Tangabryggja 14-16 (00.000.000) 179538 Mál nr. BN046320 Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045775 sem samþykkt var þann 9. apríl 2013 þannig að settur verður lagnastokkur í miðju húss, sameina bað og þvottaherbergi, hringstigar í íbúð 0304 og 0301 breytast í stiga og aðrir hringstigar minnka í húsinu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Thorsvegur 1 (02.3--.-99) 109211 Mál nr. BN046130 Litli bóndabærinn ehf, Laugavegi 50, 101 Reykjavík Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús í flokki I á 1. hæð herbergisrýmis 12.28 í húsi Korpúlfsstaða á lóð nr. 1 við Thorsveg. Samþykki Reykjavíkurborgar ódagsett fylgir. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

40. Tjarnargata 4 (01.141.006) 100879 Mál nr. BN046311 Húseignin Steindórsprent ehf., Tjarnargötu 4, 101 Reykjavík Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi skrifstofurýmis á 3. hæð í húsinu á lóð nr. 4 við Tjarnargötu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Vagnhöfði 7 (04.062.304) 110633 Mál nr. BN046163 Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík Sótt er um leyfi til að skipta eign 02-0101 í 6 eignir, gera 14 bílastæði og aðstöðu fyrir sorp á norðanverðum hluta lóðar nr. 7 við Vagnhöfða. Samþykki meðeigenda á lóð er á teikningum. Neikvæð fyrirspurn BN039303 dags. 13. janúar 2009 fylgir erindi. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 19. júlí 2013 fylgir með erindinu. Gjald kr. 9.000 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Víðimelur 62 (01.524.003) 106000 Mál nr. BN045958 Ari Ingimundarson, Víðimelur 62, 107 Reykjavík Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja tvo kvisti og svalir á fjölbýlishús á lóð nr. 62 við Víðimel. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð, og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2013. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags 19. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2013 fylgja einnig með erindinu.Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.000 + 9.000 Frestað. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. júlí 2013.

43. Þingholtsstræti 21 (01.180.102) 101678 Mál nr. BN045586 VB Bakki ehf., Sigtúni 3, 800 Selfoss Sótt er um leyfi til að byggja pall við norðausturhlið, gera nýjar dyr úr hjólageymslu á götuhæð, skipta í tvær íbúðir og færa til upprunalegs horfs útlit einbýlishúss á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti. Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur og Minjastofnunar Íslands dags. 15. febrúar 2013 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. apríl 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags, 1. mars 2013. Erindið var grenndarkynnt frá 7. mars til og með 8. apríl 2013. Engar athugasemdir bárust. Gjald kr. 9.000 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

Ýmis mál

44. Hamarsgerði 6 (01.830.014) 108466 Mál nr. BN046352 Davíð Þór Einarsson óskar eftir að umsókn sín um byggingu bílgeymslu við húsið á lóðinni nr. 6 við Hamarsgerði verði dregin til baka og jafnframt að byggingarleyfi BN045930 verði fellt úr gildi. Bréf dags. 22. júlí 2013 fylgir erindinu. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

45. Meistari - Stálvirkjameistari Mál nr. BN046345 Gunnlaugur Steingrímsson, Kirkjugata 5, 565 Hofsós Ofanritaður sækir um staðbundin réttindi sem stálvirkjameistari í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til yfirlýsingar Skipulags- og byggingarfulltrúans í Skagafirði.

46. Skeljanes Mál nr. BN046333 Byggingarfulltrúi leggur til að lóð OR við Skeljanes, landnúmer 172293, fái staðfang sem Skeljanes 27 á lóðinni er matshluti 01 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

47. Skeljanes - Shell Mál nr. BN046332 Byggingarfulltrúi leggur til að fasteignir á áður lóð Shell við Skeljanes, landnúmer 106747, fái þessi staðföng : Lóðin verði Skeljanes 15 Matshlutar 12 og 38 verði Skeljanes 15 Óskráður mhl. verði Skeljanes 17 Matshluti 11, dreifistöð OR verði Skeljanes 17A Matshluti 02 verði Skeljanes 19 Matshluti 03 verði Skeljanes 21 Matshluti 04 verði Skeljanes 21A Matshlutar 01 og 44 verði Skeljanes 23 Matshluti 09 verði Skeljanes 25

Málinu fylgir kort A3 úr borgarvefsjá með innfærðum upplýsingum Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

48. Skeljanes 2 Mál nr. BN046331 Byggingarfulltrúi leggur til nýtt staðfang á framhús, matshluti 03 á lóðinni Skeljanesi 2, landnúmer 106832, húsið verði framvegis skráð sem Skeljanes 2A. Matshlutar 01 og 02 verði áfram Skeljanes 2 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

49. Bankastræti 12 (01.171.201) 101382 Mál nr. BN046220 Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki yfir suðausturhluta hússins á lóðinni nr. 12 við Bankastræti. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 19. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2013 fylgja með fyrirspurninni. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2013.

50. Dugguvogur 9-11 (01.454.115) 105632 Mál nr. BN046315 H.G. og hinir ehf, Klettagötu 6, 220 Hafnarfjörður Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja fjórðu hæð ofan á húsnæðið á lóð nr. 9-11 við Dugguvog. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

51. Frakkastígur 24 (01.182.311) 101908 Mál nr. BN046308 Hallgrímur Guðsteinsson, Frakkastígur 24, 101 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir eða sólstofur að vesturhlið fyrstu og annarrar hæðar hússins nr. 24 (matshl. 01) á lóðinni nr. 24-24A við Frakkastíg. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum sem fram koma á umsóknarblaði..

52. Grundarstígur 5 (01.184.004) 101999 Mál nr. BN046303 Gunnvör Rósa Eyvindardóttir, Grundarstígur 5b, 101 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja grindverk á lóðamörkum að nr. 5A á lóð nr. 5 við Grundarstíg. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum, enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar.

53. Hulduland 1-11 2-48 (01.860.201) 108791 Mál nr. BN046307 Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, Hulduland 7, 108 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að breyta glugga og dyrum út á svalir eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu af fjölbýlishúsi nr. 7 á lóðinni nr. 1-11 2-48 við Hulduland. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi sem með fylgi samþykki húsfélags.

54. Jónsgeisli 37 (04.113.701) 189818 Mál nr. BN046301 Ólafur Kárason, Jónsgeisli 37, 113 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir, útiskýli og steyptan pall við einbýlishús á lóð nr. 37 við Jónsgeisla. Frestað. Á milli funda.

55. Mýrarás 6 (04.376.203) 111451 Mál nr. BN046302 Helgi Harðarson, Mýrarás 6, 110 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að steypa stétt milli lóðamarka í norður og húshliðar, og hvort girða megi, og þá hvernig, meðfram lóðamörkum að Selásbraut við einbýlishús á lóð nr. 6 við Mýrarás. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði. Sækja þarf um byggingarleyfi.

56. Steinagerði 9 (01.816.205) 108105 Mál nr. BN046327 Hólmfríður Pétursdóttir, Steinagerði 9, 108 Reykjavík Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólstofu á norðvestur horni hússins á lóð nr. 9 við Steinagerði. Jákvætt. Að uppfylltum skilyrðum samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði. Sækja þarf um byggingarleyfi.

57. Súðarvogur 40 (01.454.403) 105641 Mál nr. BN046269 Sigurður Árni Sigurðsson, Gnoðarvogur 84, 104 Reykjavík Spurt er hvort leyft yrði að hækka húsið á lóðinni nr. 40 við Súðarvog. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags 19. júlí 2013 fylgir með erindinu. Afgreitt. Með vísan til útskriftar skipulagsfulltrúa dags. 19 júlí 2013.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12.20.

Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Gunnar Ólafur Gunnarsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson. Bjarni Þór Jónsson ritaði fundargerð.