Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2001, mánudaginn 27. ágúst kl. 10.00 var haldinn 18. fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2. Þessir sátu fundinn: Helgi Pétursson, Kristján Guðmundsson og Einar Skúlason.
Ennfremur komu á fundinn Ólafur Stefánsson, Stefán Finnsson, Hörður Gíslason, Haraldur Sigurðsson, Stefán Haraldsson, Þórhildur L. Ólafsdóttir, Baldvin Baldvinsson, Jón Ólafsson, Ólafur Bjarnason og Sigurður Skarphéðinsson.
Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Strætó bs., varðandi samþykkt stjórnar Strætó bs., 13.07."01 um opnunartíma skiptistöðvar í Ártúni.
2. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 03.07."01 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á bókun samgöngunefndar 25.06."01 um breytingu á deiliskipulagi við Ofanleiti.
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 02.07."01, ásamt bréfi Arngríms Pálmasonar, dags. 26.06."01, og bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13.08."01, ásamt bréfi Arngríms Fr. Pálmasonar o.fl., dags. 06.08."01, allt varðandi umferð um Háaleitisbraut. Erindunum fylgja ljósmyndir. Ennfremur lögð fram umsögn umferðardeildar, dags. 24.08."01. Samgöngunefnd fellst á þær hugmyndir, sem í umsögninni greinir.
4. Lagt fram bréf Rannveigar Sigurðardóttur og Þórhalls Sveinssonar, dags. 27.06."01, ásamt undirskriftarlista, allt varðandi umferð um Skeiðarvog. Vísað til umferðardeildar til umsagnar.
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 26.06."01, ásamt bréfi lögreglustjóra, dags. 13.06."01, varðandi beiðni um staðfestingu lögreglustjóra á takmörkun umferðarhraða á ákveðnum götum. Nefndin felur formanni og ritara að ræða viðl lögreglustjóra um efni bréfsins.
6. Lagðar fram tillögur yfirverkfræðings umferðardeildar, dags. 08.08."01, um að biðskylda verði á eftirtöldum stöðum:
Suðurhluta Fákafens á mótum Fákafens og Folafens. Dragaveg á mótum Kambsvegar og Dragavegar. Traðarholt á mótum Brautarholts og Traðarholts. Stúfholt á mótum Brautarholts og Stúfholts. Ásholt á mótum Brautarholts og Ásholts. Mjölnisholt á mótum Brautarholts og Mjölnisholts. Traðarholt á mótum Skipholts og Traðarholts. Stangarholt á mótum Skipholts og Stangarholts. Brautarholt á mótum Stórholts og Brautarholts. Þverholt á mótum Stórholts og Þverholts. Sölvhólsgötu á mótum Ingólfsstrætis og Sölvhólsgötu. Skothúsveg á mótum Laufásvegar og Skothúsvegar. Seljaveg á mótum Holtsgötu og Seljavegar. Vínlandsleið verði aðalbraut milli hringtorgs á Grafarholtsvegi og Þúsaldar. Þúsöld verði aðalbraut milli Reynisvatnsvegar og Sóltorgs. Kristnibraut (safngata) verði aðalbraut milli Sóltorgs og Krosstorgs. Jónsgeisli (safngata) verði aðalbraut milli Reynisvatnsvegar og Krosstorgs. Þorláksgeisli (safngata) verði aðalbraut frá Krosstorgi. Gvendargeisli (safngata) verði aðalbraut frá Krosstorgi. Tillögur umferðardeildar samþykktar samhljóða.
7. Lagt fram bréf Rafns Jóhannssonar, dags. 31.07."01, varðandi bílastæði við Gnoðarvog. Vísað til umsagnar umferðardeildar.
8. Lagt fram á ný bréf borgarstjóra, dags. 12.06."01 ásamt bréfi Íbúasamtaka Grjótaþorps, dags. 07.06."01, varðandi umferð í Grjótaþorpi. Ennfremur umsögn umferðardeildar, dags. 24.08."01. Tillaga umferðardeildar um samvinnu við íbúa Grjótaþorps samþykkt.
9. Lagt fram erindi (tölvupóstur) Úlfars Steindórssonar, dags. 24.07."01, varðandi umferð um Þverársel. Ennfremur lögð fram umsögn umferðardeildar, dags. 20.08."01. Samþykkt að umferðardeild og gatnadeild athugi með bráðabirgðahraða-hindrun í götuna.
10. Lagt fram bréf Bergs Bergssonar, dags. 31.07."01, varðandi umferð um Hvassaleiti. Vísað til umferðardeildar til umsagnar.
11. Ólafur Bjarnason, verkfræðingur, kom á fundinn og kynnti arðsemisúttekt á lestarsamgöngum á milli Reykjavíkur (Mjóddar) og Keflavíkur. Úttektin var unnin á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Borgarverkfræðings.
12. Lagt fram afrit af minnisblaði borgarverkfræðings til borgarráðs, dags. 14.08."01, um Hallsveg og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum.
13. Ólafur Bjarnason, verkfræðingur, kynnti nokkrar hugmyndir um umferðarskipulag í Norðlingaholti.
14. Lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 22.08."01, ásamt greinargerð og tillögum varðandi umferð í Rofabæ. Samgöngunefnd samþykkti samhljóða svofelldar tillögur umferðardeildar:
1. Öldu austan Fylkisvegar, merkt D, verði breytt í hellulagða 30km öldu. 2. Milli Fylkisvegar og Skólabæjar, móts við Melbæ 9, verði sett samalda 30km / 40km. 3. Milli Fylkisvegar og Skólabæjar, móts við Brekkubæ 3 til 5, verði sett alda með sömu útfærslu og merkt er B á yfirlitsmynd. Biðstöð við Fylkisveg verði jafnframt flutt þangað. 4. Á hluta Rofabæjar milli Skólabæjar og Bæjabrautar, gengt Árbæjarskóla verði 30km hámarkshraði. 5. Milli Hábæjar og Glæsibæjar verði settar tvær samöldur 30km / 40km. 6. Biðstöð á móts við Melbæ verði flutt í nýja þrengingu á móts við aðalinngang í Árbæjarskóla. Fjögur bílastæði á lóð skólans falla niður. Sem valkost, í stað þrengingar, mætti einnig skoða þann möguleika að setja miðeyju milli Bæjabrautar og Skólabæjar, með opnun fyrir innkeyrslur á lóðir.
Fundi slitið kl. 11:35
Helgi Pétursson
Kristján Guðmundsson
Einar Skúlason.