Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2001, mánudaginn 24 .september kl.10.00 var haldinn 19. fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2. Þessir sátu fundinn: Helgi Pétursson, Kristján Guðmundsson, Helgi Hjörvar, Kristín Blöndal og Kjartan Magnússon sem kom til fundarins kl. 10:05.
Ennfremur komu á fundinn Þorgrímur Guðmundsson, Þórhallur Halldórsson, Haraldur Sigurðsson, Stefán Haraldsson, Stefán Finnsson, og Baldvin Baldvinsson.
Fundarritari var Þórhildur Ólafsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram leiðrétting á fundargerð samgöngunefndar dags. 27.08.2001.
2. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 04.09.2001, um samþykkt borgarráðs varðandi bókun um biðskyldur.
3. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 04.09.2001, um samþykkt borgarráðs varðandi bókun um aðgerðir á Rofabæ til að draga úr umferðarhraða.
4. Lagt fram erindi Viðars Austmann vegna umferðarhraða á Barðastöðum. Lagt fram minnisblað Stefáns Finnssonar, umferðardeild. Framkvæmdir við frágang eru ekki á áætlun í ár. Rætt um hvort eitthvað sé hægt að gera til bráðabirgða. Aðallega er um að ræða akstur íbúa við Barðastaði, ekki er um utanaðkomandi umferð að ræða. Rétt að senda íbúum bréf og minna á ástandið. Vísað til umferðardeildar.
5. Lagt fram bréf frá skipulags- og bygginganefnd, dags. 31.08.2001, varðandi Hamrahlíð 2 – Hlíðaskóla til upplýsingar.
6. Lögð fram beiðni íbúa Miklubrautar 32 - 38, dags. 27.08.2001, um að lokað verði fyrir umferð í vesturenda frá lóðarmörkum Miklubrautar 32 – 38. Sent til umsagnar samgöngunefndar frá borgarskipulagi. Synjað.
7. Lögð fram beiðni íbúa á Háaleitisbraut dags. 06.09.2001, um úrbætur vegna slysahættu. Setja á upp hraðamælingatæki. Í pöntun eru 2 tæki, annað á að setja niður við Háaleitisbraut. Samþykkt að hitt fari í Hamrahlíð þar til varanlega tækið kemur til landsins.
8. Lögð fram beiðni Ólafs F. Magnússonar, dags. 01.09.1998, um að gerð verði hraðahindrun í Vogalandi. Var frestað í skipulags- og umferðanefnd þann 19.04.1999. Samþykkt að gera hverfishlutann að 30 km svæði.
9. Lögð fram beiðni Sigríðar L. Árnadóttur ásamt undirskriftarlista íbúa við Jörfagrund um að setja hraðahindrun á Hofsgrund. Stefán Finnsson kynnti tillögur sínar um að breyta gönguleiðum og lýsa upp svæðið. Samþykkt.
10. Lögð fram tillaga að ferli mála skv. 81. grein umferðalaga. Samstarfið við lögregluna gekk vel þar til um síðustu áramót. Lögregluyfirvöld vilja nú komast fyrr inn í umræðuna áður en málið kemur til samgöngunefndar. Ljóst er að lögreglan getur þá stoppað mál áður en það kemur til meðferðar samgöngunefndar. Menn sammála um að tillagan sé leið til bóta, en rétt er að mál sem lögreglan hafnar komi þó til nefndarmanna. Eðlilegast að tillagan komi fram, lögreglan komi þá inn í málið þannig að til nefndarinnar komi tillagan og umsögn lögreglunnar. Frestað fram að næsta fundi.
11. Þjóðminjasafn – aðkoma frá Suðurgötu. Samþykkt tillaga Stefáns Finnssonar.
12. Frestað – lagt fram á næsta fundi.
13. Lögð fram skýrsla um notkun negldra hjólbarða.
14. Skýrsla gatnamálastjóra tekin út að sinni, en lagt fram minnisblað gatnamálastjóra.
15. Lögð fram heildarsamantekt vegna lokunar Ofanleitis. Vísað til umferðardeildar.
16. Lögð fram til kynningar tillaga að gönguþverun við Háaleitisbraut 66 –68. Vísað til skipulags- og bygginganefndar með ósk um að deiliskipulagsvinnu ljúki sem fyrst. Samþykkt.
17. Tillaga frá Kjartani Magnússyni og Kristjáni Guðmundssyni fulltrúum Sjálfstæðisflokks: "Leggjum til að gangbrautarljós verði sett upp á Hofsvallagötu við gatnamót Sólvallagötu." "Greinargerð: Hofsvallagata klýfur gamla vesturbæinn í tvennt og er nú eina gatan innan hverfisins þar sem 30 km hraðatakmörk gilda ekki. Ökuhraði á Hofsvallagötu er því mun meiri en annars staðar í hverfinu og hefur það í för með sér töluverða slysahættu fyrir gangandi vegfarendur, ekki síst skólabörn og eldri borgara sem þurfa að komast leiðar sinnar innan hverfisins. Einkum er hættan mikil fyrir þau skóabörn í Vesturbæjarskóla, sem búa fyrir austan Hofsvallagötu. Þau umferðarljós, sem hér er gerð tillaga um, liggja vel við helstu gönguleið barna í þessum hluta hverfisins í og úr skóla og myndu því auka öryggi gangandi vegfarenda á þessum slóðum." Vísað til umferðardeildar.
Kjartan Magnússon og Kristján Guðmundsson óskuðu bókað: "Óskum eftir því að leitað verði lausna á bílastæðavanda íbúa við austanverða Vesturgötu. Vísað er til bréfs Þrastar Helgasonar, Vesturgötu 19, dags. 7. ágúst 2001. Sérstaklega verði kannað hvort unnt sé að útbúa bílastæði fyrir íbúa við þennan hluta Vesturgötu." Vísað til bílastæðasjóðs.
Fundi slitið kl. 11:30
Helgi Pétursson
Kristín Blöndal
Kjartan Magnússon
Kristján Guðmundsson
Helgi Hjörvar.