Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Stjórn Fasteignastofu Reykjavíkurborgar

Ár 2004, þriðjudaginn 23. mars, var haldinn 21. fundur stjórnar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2, 2. hæð og hófst kl. 9.35. Viðstaddir voru Björk Vilhelmsdóttir formaður, Helgi Hjörvar og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur, Guðmundur Pálmi Kristinsson forstöðumaður Fasteignastofu, Þorkell Jónsson, Hreinn Ólafsson og Drífa Valdimarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit yfir innkaup á vegum Fasteignastofu í febrúar 2004.

2. Lagt fram yfirlit yfir viðskipti Fasteignastofu Reykjavíkurborgar við Innkaupa-stofnun Reykjavíkur í febrúar 2004.

3. Stefnumótun stjórnar um gæði, stærð og búnað bygginga. Frestað.

4. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu til innkauparáðs, dagsett 16. mars, þar sem leitað er heimildar til að fara í forval og alútboð vegna nýbyggingar við Vogaskóla. Samþykkt.

5. Kaup og sala eigna.

a) Lögð fram drög að verklagsreglum vegna kaupa og sölu á eignum. Unnið verður áfram að reglunum og þær lagðar fram til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi.
b) Bústaðablettur 9. Lagt fram minnisblað dagsett 18. mars þar sem fram kemur að ekki er æskilegt að selja Bústaðablett 9 að svo stöddu vegna skipulagsmála.
c) Runnakot. Lagður fram undirritaður kaupsamningur vegna kaupa á leikskólanum Runnakot að Kristnibraut 26.
d) Tjarnargata 35. Fer í söluferli þegar gengið hefur verið frá lóðamálum og athugað með rammasamning við fasteignasölu.
e) Hagamelur 19. Fer í söluferli þegar athugað hefur verið með kvaðir á húsnæðinu og rammasamning við fasteignasölu.

Fundi slitið kl. 10.17

Björk Vilhelmsdóttir

Helgi Hjörvar Hanna Birna Kristjánsdóttir