Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2001, mánudaginn 14. janúar kl. 10:00 var haldinn 26. fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2, 5. hæð.
Fundinn sátu: Helgi Pétursson, Kristín Blöndal, Kristján Guðmundsson, Kjartan Magnússon og Helgi Hjörvar. Auk þeirra komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Stefán Finnsson, Ólafur Stefánsson, Ásgeir Eiríksson, Stefán Haraldsson, Þóra Ásgeirsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Leifur Eiríksson, Ólafur Bjarnason, Stefán Örn Stefánsson, Margrét Þormar, Reynir Bjarnason.
Fundarritari var Þórhildur L. Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Kynnt könnun Gallup á vilja íbúa og eigenda fasteigna á gjaldskyldu á bílastæðum í Þingholtunum. Þóra Ásgeirsdóttir frá Gallup kynnti niðurstöður síma könnunar.

- Kristján Guðmundsson kom á fundinn kl. 10:10.

2. Ólafur Bjarnason, verkfræðingur á verkfræðistofu, kynnti endurskoðun á skipulagi Grjótaþorpsins með tilliti til breyttrar hugmyndar um Aðalstræti 16 ásamt skipulagshöfundum. Fulltrúar samgöngunefndar bentu á eftirfarandi atriði vegna tillögunar: Bent á bíla- og rútustæði við Suðurgötu 2.
Aðkoma rútu og stórra bíla er ekki í samræmi við stefnumótun miðborgarinnar í Þróunaráætlun.

3. Vitatorg - bílahús - göngutenging við Laugaveg.
Kynnt tillaga Stefáns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóð, dags. 09.01.02.
Samþykkt einróma.

4. Lagt fram erindi eigenda við Raufarsel, Réttarsel og Síðusel, dags. 17. nóvember 2001 um úrbætur vegna umferðarhraða. Einnig lagt fram erindi sömu aðila dags. í desember 1999. Vísað til umsagnar Stefáns Finnssonar á verkfræðistofu.

5. Lagt fram bréf Birnu Bjarnason, formanns foreldrafélags Sæborgar, dags. 11. desember 2001 með ósk um gangbraut og hraðahindrun við leikskólann Sæborg við Starhaga.
Vísað til umsagnar Stefáns Finnssonar á verkfræðistofu.

6. Lagt fram erindi íbúa við Ofanleiti 25, dags. 27.12.01 með ósk um að bannmerki verði sett á ljósastaura fyrir framan bílskúra eigenda.
Samþykkt einróma að setja upp bannmerki á ljósastaura í Ofanleiti.

7. Lagt fram svar formanns samgöngunefndar, dags. 14.01.02 við fyrirspurnum fulltrúa D-listans frá 14.12.01 vegna endurskoðunar ferðamála.

8. Lagt fram svar Bjargar Helgadóttur, verkfræðings á verkfræðistofu, dags. 11.12.01 við fyrirspurn frá 10.12.01.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30.

Helgi Pétursson
Kristín Blöndal,
Helgi Hjörvar,
Kjartan Magnússon,
Kristján Guðmundsson