Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2002, mánudaginn 28. janúar kl. 10:00 var haldinn 27. fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu: Helgi Pétursson, Kristín Blöndal, Kristján Guðmundsson, Kjartan Magnússon og Helgi Hjörvar. Auk þeirra komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Stefán Finnsson, Ólafur Stefánsson, Ásgeir Eiríksson, Stefán Haraldsson, og Leifur Eiríksson. Fundarritari var Elísabet J. Þórisdóttir.
Þetta gerðist:
1. Tillögur um breytingar á hámarkshraða á höfuðborgarsvæðinu. Lagt fram bréf forstöðumanns verkfræðistofu Ólafs Bjarnasonar, dags. 5. desember ásamt bréfi skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 15.s.m., varðandi beiðni um umsögn lögreglustjóra á breytingum á hámarkshraða ásamt svarbréfi Ingimundar Einarssonar, varalögreglustjóra, dags. 9. janúar 2002. Frestað.
2. Lagt fram erindi (tölvupóstur) Kristjáns Péturssonar, dags. 23.janúar 2002 varðandi gatnamót Rimaflatar og Strandvegar. Frestað. Vísað til verkfræðistofu til skoðunar.
3. Lögð fram tillaga dags. 25. janúar 2002 um 30 km svæði í Folda- Árbæjar- og Seláshverfi. Stefán Finnsson, verkfræðingur á verkfræðistofu kynnti tillöguna Jafnframt lagðar fram niðurstöður árangurs 30 km hverfa. Samþykkt.
4. Lögð fram umsögn Þórólfs Jónssonar f.h. umhverfis- og heilbrigðisstofu varðandi hljóðmön við Rimaflöt, dags. 21. janúar 2001.
5. Lögð fram umsögn Stefáns Finnssonar, verkfræðings, á verkfræðistofu, ódags. varðandi erindi Guðjóns R. Jóhannessonar, dags. 28. sept. 2001 varðandi útkeyrslu frá lóð MS við Grjótháls. Samþykkt.
6. Erindi húsfélagsins Skúlagötu 40, 40A og 40B, dags. 21. apríl 2001, varðandi um óskir um að gerðar verði ráðstafanir t.a. draga úr slysahættu vegna útskota á húsum við Skúlagötu og 26. október 2001, varðandi bann við bifreiðastöðum á akbrautum Skúlagötu og gangstéttum. Bréf dags. 21. apríl 2001 vísað til umsagnar byggingarfulltrúa og bréf dags. 26. október 2001 vísað til umsagnar verkfræðistofu.
7. Lögð fram tillaga Stefáns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 27. janúar 2002 varðandi endurskoðun á reglum um bílastæðakort íbúa. Stefán Haraldsson kynnti tillöguna. Samgöngunefnd gerir tillögu um að bæta í reglur að keypt séu tvö kort pr. íbúð.
8. Lögð fram tillaga Stefáns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 29. janúar 2002 varðandi tillögu um gjaldskyldu í Þingholtunum á svæði frá Hallveigarstíg að Skothúsvegi. Frestað.
9 Samgönguáætlun 2003 - 2014 tillaga stýrihóps kynnt.
10. Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins:
Víðs vegar um borgina eru merkt bifreiðastæði sem samkvæmt lögum eru ætluð fötluðum og hreyfihömluðum, t.d. fyrir framan stórverslanir, sjúkrahús, læknastofur, banka og aðrar mikilvægar þjónustustofnanir. Samkvæmt athugun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru mikil brögð að því að þessar merkingar séu virtar að vettugi. Samgöngunefnd Reykjavíkur beinir því til Bílastæðasjóðs og lögreglunnar að eftirlit með umræddum bifreiðastæðum verði aukið verulega og m.a. beitt stöðvunarbrotagjöldum í því skyni að tryggja réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra að þessu leyti. Í þeim tilvikum þar sem slík stæði eru inni á einkalóðum skal leita eftir samstarfi við eigendur um álagningu stöðvunarbrotagjalda. Jafnframt samþykkir nefndin að efna til sérstaks átaks í því skyni að upplýsa almenning betur um gildandi reglur vegna bifreiðastæða fatlaðra. Formaður lagði til að tillagan yrði samþykkt. Samþykkt samhljóða.
Fulltrúar R-listans lögðu til að sektir vegna stöðvunarbrota í stæði fatlaðra verði hækkaðar upp í 10.000 kr. Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30.
Helgi Pétursson
Kristín Blöndal
Helgi Hjörvar
Kjartan Magnússon
Kristján Guðmundsson