Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Samgöngunefnd

Ár 2002, mánudaginn 8. apríl kl. 10:00 var haldinn 31. fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu: Helgi Pétursson, Helgi Hjörvar, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson. Auk þeirra komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Ólafur Stefánsson, Rögnvaldur Jónsson, Stefán Haraldsson, Stefán A. Finnsson, og Stefán Hermannsson og Þorgrímur Þorgrímsson. Fundarritari var Þórhildur L. Ólafsdóttir.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2002020081 1. Rögnvaldur Jónsson frá Vegagerðinni kom á fundinn og kynnti tillögur Vegagerðarinnar um hámarkshraða á höfuðborgarsvæðinu.

- Kjartan Magnússon kom á fundinn kl. 10:20

- Kristján Guðmundsson kom á fundinn kl. 10:30

Ákveðið að formaður samgöngunefndar taki saman bréf með athugasemdum nefndarinnar. Samþykkt.

Mál nr. 2002030067 2. Lagt fram til kynningar erindi fundar borgarfulltrúa og ungmennaráðs Reykjavíkur, til Ásgeirs Eiríkssonar, framkv.stj. Strætó bs., dags. 14. mars 2002 um að unglingagjald í strætisvagna verði lækkað.

Mál nr. 2002040025 3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, f.h. borgarráðs, dags. 26. mars 2002 varðandi ný lög um leigubifreiðar og nýja reglugerð í kjölfar þeirra. Frestað. Ákveðið að óska eftir frekari upplýsingum um málið.

Mál nr. 2002020020 4. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. mars 2002, um tillögu tillögu fundar borgarfulltrúa og fulltrúa ungmennaráðs Reykjavíkur um að aðkoma gangandi vegfarenda að Gufunesbæ verði gerð öruggari. Frestað. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002010013 5. Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 21. mars 2002, varðandi auglýsingu á banni við lagningu ökutækja við hús nr. 19-21 við Ofanleiti.

Mál nr. 2001110080 6. Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 13. mars 2002 um auglýsingu um opnun Hafnarstrætis fyrir umferð til austurs.

Mál nr. 2002040023 7. Lagt fram bréf Stefáns Finnssonar, verkfr. á Verkfræðistofu RUT, dags. 20. mars 2002, varðandi bann við að taka u-beygju við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Samþykkt.

Mál nr. 2001030074 8. Lagt fram bréf Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 10. mars 2002, varðandi lokun Álands í Fossvogi. Samþykkt að vísa erindinu til borgarverkfræðings til endanlegrar útfærslu.

Mál nr. 2002020110 9. Lagt fram bréf Árna I. Magnússonar og Margrétar Jónsdóttur, dags. 12. mars 2002, varðandi beiðni um aðgerðir til að hægja á umferð um Suðurgötu og bréf Prýðisfélagsins Skjaldar, ódags um sama mál. Frestað. Vísað til umsagnar Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002020108 10. Lagt fram bréf umferðarráðs, dags. 11. mars 2002, til nefndarsviðs Alþingis, svo og bréf Stefáns Finnssonar, verkfr. á Verkfræðistofu RUT, dags. 4. febrúar 2002, varðandi frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 50/1987 140 mál, hægri beygja á rauðu ljósi. Einnig lagður fram fjöldi erlendra fréttagreina um málið. Samgöngunefnd fellst á þá afstöðu er kemur fram í fyrirliggjandi gögnum.

Mál nr. 2002020079 11. Lagt fram bréf íbúa við Raufarsel, dags. 17. nóvember 2001, varðandi umferðarhraða í íbúðagötu og götu sem skólabörn þurfa að fara yfir. Einnig lagt fram minnisblað Stefáns Finnssonar, verkfr. á Verkfræðistofu RUT, dags. 19. mars 2002. Samþykkt. Mál nr. 2002030062 12. Klifurrein frá Hvalfjarðargöngum, Stefán Finnsson, verkfr. á Verkfræðistofu RUT, kynnti málið. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti klifurreinina en tekur ekki afstöðu til heimreiða vegna Skógarás.

Mál nr. 2002040027 13. Lagt fram erindi íbúa við Viðarás 1-7, þar sem óskað er eftir hraðahindrun við gatnamót Viðarás og Selásbrautar, einnig er óskað eftir betri lýsingu. Einnig lögð fram umsögn Stefáns Finnssonar, verkfr. á Verkfræðistofu RUT, dags. 21. mars 2002. Samþykkt.

Mál nr. 200110104 14. Lagt fram erindi foreldra- og kennarafélags Hlíðaskóla, dags. 13. nóvember 2001, svo og erindi Stefáns Finnssonar, verkfr. á Verkfræðistofu RUT, dags. 02. apríl 2002. Tillaga undir lið B í bréfi Stefáns Finnssonar, ítrekuð. Tillaga C samþykkt sem og tillaga D og E. Ákveðið að fresta tillögu v/Lönguhlíðar sunnan Miklubrautar.

15. Kjartan Magnússon lagði fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúum D-listans í samgöngunefnd: Óskað er eftir upplýsingum um staðsetningu allra lagna Línu.nets, sem grafnar hafa verið í jörðu frá upphafi á vegum fyrirtækisins eða verða grafnar í jörðu í Reykjavík á þessu ári. Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvernig hefur verið gengið frá jarðraski vegna þessara framkvæmda við götur og gangstéttar borgarinnar. Óskað er eftir því að svar liggi fyrir á næsta fundi samgöngunefndar.

16. Kjartan Magnússon lagði fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúum D-listans í samgöngunefnd: Við stofnun Strætó bs. var öllum starfsmönnum Strætisvagna Reykjavíkur lofuð vinna hjá hinu nýja fyrirtæki sem á annað borð vildu vinna þar. Hefur verið staðið við þetta loforð gagnvart öllum starfsmönnum?

17. Kjartan Magnússon lagði fram eftirfarandi bókun: Sjálfstæðismenn beina þeim tilmælum til gatnamálastjóra að í sumar verði ráðist í eftirfarandi endurbætur á gatnakerfi í Vesturbæ. 1. Rennisteinar í Nýlendugötu og Mýrargötu verði lagfærðir. Nú háttar svo til í þessum götum að vegna gallaðra eða ónýtra rennisteina á rigningarvatn ógreiða leið niður í holræsin og safnast því fyrir í stórum pollum, íbúum til mikils ama. Þegar ekið er eftir Nýlendugötu eftir úrkomu, slettist gjarnan úr þessum pollum langt upp á gangstéttina norðan megin, gangandi vegfarendum til skaða.

2. Bætt verði úr slakri götulýsingu við Nýlendugötu.

3. Birkimelur verði lagfærður en þar háttar svo til að rigningarvatn á ógreiða leið niður í holræsin og safnast því fyrir í stórum pollum sem eru til staðar löngu eftir að úrkomu lýkur. Hefur það þá hættu í för með sér fyrir gangandi vegfarendur göngustígs á að fá á sig stórar slettur frá götunni en gangstéttin austan megin götunnar er fjölfarin.

4. Nauðsynlegt er að gera úrbætur á bakgötu þeirri sem er á milli Ásvallagötu og Hringbrautar. Æskilegt væri að lokið væri við að malbika götuna, enda er hún mikið notuð af íbúum. Í rigningum verður gatan að svaði og takmarkar það mjög notkunarmöguleika íbúa og gangandi vegfarenda á þessum slóðum.

18. Baldvin Baldvinsson, verkfræðingur á Verkfræðistofu RUT, kynnti umferðaráætlun fyrir Reykjavík.

-Helgi Pétursson vék af fundi kl. 11:20.

Ákveðið að halda aukafund í nefndinni n.k. mánudag þ.e. 15. apríl kl. 10:00.

Fundi slitið kl. 11:35.

Helgi Hjörvar
Kjartan Magnússon
Kristján Guðmundsson