Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2002, mánudaginn 15. apríl kl. 10:00 var haldinn 32. fundur samgöngunefndar í Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu: Helgi Pétursson, Helgi Hjörvar, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson og Einar Skúlason. Auk þeirra komu á fundinn: Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Ólafur Stefánsson, Ólafur Bjarnason, Stefán A. Finnsson, Baldvin Baldvinsson, Arnar Guðmundsson, Hjalti Guðmundsson, Leifur Eiríksson og Phil Cook, ráðgjafi. Fundarritari var Þórhildur L. Ólafsdóttir.

Þetta gerðist: 1. Umferðaráætlun fyrir Reykjavíkurborg, kynnt á ný. Phil Cook, sérlegur ráðgjafi nefndarinnar kynnti niðurstöður hennar.

Kjartan Magnússon, kynnti vinnu nefndarinnar (vinnuhópsins) og Arnar Guðmundsson, kynnti megininnihald umferðaráætlunarinnar.

Ákveðið að starfshópurinn geri tillögu að meginstefnu fyrir umferðaráætlunina.

Mál nr. 2001030107 2. Lagt fram að nýju bréf íbúa Árbæjarhverfis, dags. 23. september 2001 varðandi umferð um Hraunsás og Fylkisveg, einnig bréf Guðrúnar Sigmundsdóttur, dags. 28. nóvember 2001, umsögn Stefáns A. Finnssonar, verkfræðings á Verkfræðistofu RUT, dags. 18. mars 2002. Samþykkt.

Mál nr. 2001110034 3. Lagt fram bréf foreldrafélags Ölduselsskóla, dags. 2. nóvember 2001, varðandi brú yfir Skógarsel svo og umsögn Stefáns A. Finnssonar, verkfræðings á Verkfræðistofu RUT, dags. 18. mars 2002. Umsögn Stefáns A. Finnssonar, samþykkt.

Mál nr. 2001030040 4. Lagt fram minnisblað Stefáns A. Finnssonar, verkfræðings á Verkfræðistofu RUT, dags. 7. mars 2002 þar sem lagt er til að samþykkt verði 30 km hámarkshraði á klst. á ákveðnum götum í Reykjavík. Samþykkt.

5. Ólafur Bjarnason, forstöðumaður Verkfræðistofu RUT kynnti stöðu mála vegna færslu Hringbrautar.

Fundi slitið kl. 11:40.

Helgi Pétursson
Helgi Hjörvar
Kjartan Magnússon
Kristján Guðmundsson
Einar Skúlason