Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 28. ágúst 2013 kl. 09:12, var haldinn 30. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Diljá Ámundadóttir og Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason Björgvin Rafn Sigurðarson, Helena Stefánsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 23. ágúst 2013.

2. Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi (01.172.1) Mál nr. SN130216

Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn dags. 10. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits, reitur 1.172.1. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarlínum, hækkun húsa og göngukvöð felld niður, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 23. maí 2013. Einnig er lögð fram greinargerð ódags. og umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2013. Tillagan var auglýst frá 12. júní til og með 24. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Leigumáli ehf., dags. 23. júlí 2013, Anna Þórisdóttir, dags. 24. júlí 2013. Einnig er lagður fram tölvupóstur Hverfisráðs Miðborgar dags. 23. júlí 2013 varðandi framlengingu á athugasemdafresti og bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 26. ágúst 2013 vegna bókunar Hverfisráðs Miðborgar frá 22. ágúst 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2013.

Gísli Marteinn Baldursson Kristín Soffía Jónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir tóku sæti á fundinum kl. 9:14 og Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 9:17.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2013. Jafnframt óskar umhverfis- og skipulagsráð eftir að byggingarnefndarteikningar verði kynntar í ráðinu.
Vísað til borgarráðs

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3. Hverfisgata 59, 61 og Frakkastígur 6B, breyting á deiliskipulagi (01.152.5) Mál nr. SN130235
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hverfils ehf. dags. 10. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 59 og 61 við Hverfisgötu og 6b við Frakkastíg. Í breytingunni felst sameining lóða, bygging bílkjallara og loka undirgöngum samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 2. maí 2013. Einnig er lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 11. desember 2012 og bréf Minjastofnunar dags. 5. mars 2013. Tillagan var í auglýsingu frá 14. júní til 25. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Helgi S. Gunnarsson og Ragnheiður Lárusdóttir dags. 19. júlí 2013, Landslagnir ehf., dags. 23. júlí 2013, Þóra Andrésdóttir, dags. 25. júlí 2013. Helgi S. Gunnarsson og Ragnheiður Lárusdóttir afturkalla sína athugasemd með bréfi, dags. 29. júlí 2013. Einnig lagt fram bréf hverfisráðs miðborgar dags. 23. júlí 2013 bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 26. ágúst 2013 vegna bókunar Hverfisráðs Miðborgar frá 22. ágúst 2013. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. ágúst 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. ágúst 2013 með sjö atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Elsu Hrafnhildi Yeoman og Diljár Ámundadóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir og fulltrúi Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir sátu hjá. Jafnframt óskar umhverfis- og skipulagsráð eftir að byggingarnefndarteikningar verði kynntar í ráðinu.
Vísað til borgarráðs.

Páll Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4. Hverfisgata 103, breyting á deiliskipulagi (01.154.4) Mál nr. SN130353
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2013 var lögð fram umsókn Plúsarkitekta dags. 12. júlí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.4 vegna lóðarinnar nr. 103 við Hverfisgötu. Breytingin felur í sér byggingu hótels, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 17. júlí 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Elsu Hrafnhildar Yeoman og Diljár Ámundadóttir og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur. Fulltrúi Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir sat hjá ásamt fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur sem bókaði: “Fulltrúi Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði situr hjá við afgreiðslu málsins, enda hefði þurft að útfæra betur aðkomu einka- og hópferðabifreiða að byggingunni.“
Vísað til borgarráðs.

Páll Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Gunnar Sigurðsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5. Laugavegur 66-68, breyting á deiliskipulagi (01.174.2) Mál nr. SN130372
L66-68 fasteignafélag ehf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn L66-68 fasteignafélags, dags. 30. júlí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóðar nr. 66-68 við Laugaveg samkvæmt uppdrætti Adamsson ehf., dags. 26. júlí 2013. Breytingin tekur til texta um notkun og starfsemi í skilmálum.
Frestað.

Helga Lund verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6. Reitur 1.171.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitur, Breyting á skilmálum deiliskipulags (01.171.3) Mál nr. SN130400
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.171.3, Laugavegs - og Skólavörðustígsreits. Í breytingunni felst að gera megi minniháttar breytingar á húsum samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. ágúst 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Helga Lund verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 744 frá 27 ágúst 2013.

8. Sæmundargata 15-19, Líftæknihús (01.631.303) Mál nr. BN046396
Alvogen Iceland ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. ágúst 2013 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. ágúst 2013 þar sem sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu á þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð og kjallara fyrir lager og bílageymslu líftæknihús Alvogen fyrir lyfjaframleiðslu og skrifstofur á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2013. Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa dags. 10.6. 2013, lýsing á starfsemi hússins (System description) dags. 30.4. 2013, bréf Skipulagsstofnunar dags. 3.4. 2012. Stærðir: Kjallari, bílgeymsla, 2.228,5 ferm., kjallari, tæknirými og geymslur 1.495,7 ferm., 1. hæð, 3.655,1 ferm., 2. hæð, 1.627 ferm., 3. hæð, 3.121,8 ferm., 4. hæð, 1.263 ferm., Samtals, 13.391,1 ferm. og 62.615,2 rúmm. Gjald kr. 9.000
Pálmar Kristmundsson arkitekt kynnti.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

9. Strætó bs., leiðarkerfisbreytingar 2014 Mál nr. US130059
Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík

Lagt fram bréf Strætó bs. dags. 4. febrúar 2013 varðandi leiðarkerfisbreytingar hjá Strætó árið 2014. Einnig eru lagðar fram umsagnir hverfisráðs Háaleitis og Bústaða dags. 17. maí 2013, hverfisráðs Laugardals dags. 27. maí 2013.

Elsa Hrafnhildur Yeoman vék af fundi kl. 12:05.

Frestað.
10. Samgönguvika í Reykjavík 2013, Mál nr. US130219
Lögð fram drög að dagskrá samgönguviku í Reykjavík 2013.
Kynnt.

Hólmfríður Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 12:08.

Björg Helgadóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

11. Laugavegur, hönnunarforsögn Mál nr. US130215
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram drög að forsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. júlí 2013 að hönnun á Laugavegi frá Snorrabraut að Skólavörðustíg.
Kynnt.
Umhverfis og skipulagsráð tekur undir áherslur sem fram koma í framlögðum drögum að forsögn að endurgerð Laugavegar. Beint er til umhverfis- og skipulagssviðs að kynna drögin fyrir íbúum, fasteignaeigendum og fyrirtækjum við Laugaveg og öðrum hagsmunaaðilum í miðborginni.

12. Snorrabraut, bann við U-beygju Mál nr. US130216
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. ágúst 2013 varðandi bann við U-beygju á Snorrabrautar við Bergþórugötu þegar ekið er til suðurs.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins með átta atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Hólmfríðar Jónsdóttur og Diljár Ámundadóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur. Fulltrúi Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá og bókaði:
“ Breytingar sem gerðar voru á Snorrabraut í sumar eru flóknar og hafa dregið úr eðlilegu flæði umferðar. Líkur eru á að þrengingar muni skapa óöryggi í stað þess að auka það. Mikilvægt er að fylgjast vel með umferð og umferðaróhöppum eftir breytingarnar og bregðast við ef með þarf. Nýlega kom fram í fréttum að Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þrengingu götunnar vegna neyðarbíla en Snorrabraut er ein helsta leið þeirra til norðurhluta borgarinnar frá Gömlu höfninni að Sundabraut. Við sumum athugasemdum þeirra var brugðist en ekki öllum. Hægt er að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi með ýmsum öðrum aðferðum en þeim sem hér er beitt. Ein af þeim er að gangbrautir séu skýrar og í samræmi við lög. Á það skortir verulega í borginni.“

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Hólmfríður Jónsdóttir og Diljá Ámundadóttir og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu: “Snorrabrautin hefur á undanförnum árum verið ein hættulegasta gata borgarinnar fyrir gangandi vegfarendur. Tvö banaslys og fjöldi annarra alvarlegra slysa hefur orðið þar á síðasta áratug. Íbúar við Snorrabraut hafa árum saman kvartað undan hraðakstri og óöryggi á götunni. Fjölmörg börn sækja skóla yfir þessa götu og enn fleiri þurfa að þvera hana vegna tómstunda. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði athugasemdir við frumhönnun breytinganna. Vegna bréfsins voru fulltrúar slökkviliðsins boðaðir á fund og mikið tillit var tekið til athugasemda þeirra í lokahönnun. Við framkvæmdirnar sjálfar var samgönguskrifstofa borgarinnar í samráði við slökkviliðið. Sérfræðingar borgarinnar í samgöngum og umferðaröryggi eru þess fullvissir að breytingar auki öryggi götunnar.“

13. Njarðargata, stæði fyrir hópferðabíla Mál nr. US130217
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. ágúst 2013 þar sem lagt er til að merkt verði fyrir einu stæði hópferðabíla við suðurkant Njarðargötu, strax neðan við Þórsgötu. Tímatakmörkun fyrir lagningu hópferðabíla verði 15 mínútur.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

14. Þórsgata, bann við akstri hópbifreiða Mál nr. US130218
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. ágúst 2013 varðandi bann við akstri hópbifreiða á Þórsgötu.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

15. Leiksvæði aðgengileg fötluðum, Mál nr. US130192
Á fundi umhverfis- og samgönguráðs dags. 28. ágúst 2012 var samþykkt einróma eftirfarandi tillaga ráðsins að aðgengi fatlaðra á völdum leiksvæðum.
#GLUmhverfis- og samgönguráð beinir því til Umhverfis- og samgöngusviðs að hefja samtal við viðeigandi hagsmunaaðila með það að markmiði að bæta aðgengi fatlaðra að völdum leiksvæðum í borginni. Huga skal bæði að aðkomu og uppsetningu hentugra leiktækja þannig að allir geti á góðum dögum notið leik- og útivistasvæða borgarinnar#GL
Staða málsins kynnt.

16. Gámaþjónustan hf., starfsleyfi Mál nr. US130201
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags 2. júlí 2013 ásamt fylgigögnum þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs hvort það samrýmist stefnu borgarinnar um meðferð úrgangs í Reykjavík að veita Gámaþjónustunni hf. starfsleyfi. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. ágúst 2012.
Umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. ágúst 2013 samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Hólmfríðar Jónsdóttur og Diljár Ámundadóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir greiddu atkvæði á móti og bókuðu: „Furðu sætir að meirihlutinn skuli hafna ósk Gámaþjónustunnar um að fá að safna lífrænum úrgangi við reykvísk heimili. Fjölmargar óskir hafa komið frá almenningi sem vill flokka meira en boðið er upp á í kerfi borgarinnar. Einkafyrirtæki á markaði bjóða þegar upp á fleiri flokka til endurvinnslu en Reykjavíkurborg. Það ætti því að vera fagnaðarefni að slík metnaðarfull fyrirtæki hafi hug á að fjölga flokkunum enn frekar, og stuðla með því að umhverfisvænni borg. Í staðinn birtist í umsögn umhverfis- og skipulagsráðs mikil tortryggni í garð einkafyrirtækja sem þó hafa sýnt um langt árabil að er vel treystandi til þessara mikilvægu verkefna. Meirihlutinn er gjarnan með fagurgala um endurvinnslu í ræðu og riti,en þegar til kastanna kemur er aukinni endurvinnslu hafnað.“
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Hólmfríður Jónsdóttir og Diljá Ámundadóttir og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu: „Fulltrúar Besta Flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna eru ánægðir með þann metnað sem einkafyrirtæki sýna í endurvinnslumálum. Einkafyrirtæki hafa hingað til haft starfsleyfi til að sækja þurr endurvinnsluefni til heimila. Fyrirkomulag varðandi lífrænan úrgang og blandaðan heimilisúrgang er annars eðlis. Þar er um grunnþjónustu að ræða. Við teljum að henni sé best fyrir komið hjá sveitarfélögunum enda hafa þau lögbundnar skyldur á þessu sviði.“

17. Reykjavík- iðandi af lífi, fræðsluátaksverkefni um líffræðilegan fjölbreytileika í Reykjavík Mál nr. US130214

Lögð fram til skýrsla umhverfis og skipulagssviðs, skrifstofu Náttúrugæða, varðandi fræðsluátaksverkefni um líffræðilegan fjölbreytileika í Reykjavík dags. í ágúst 2013.
Kynnt.

(C) Fyrirspurnir

18. Síðumúli 30, (fsp) lóðarstækkun (01.295.2) Mál nr. SN130395
ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Lögð fram fyrirspurn Alark arkitekta ehf. dags. 14. ágúst 2013 um stækkun lóðarinnar nr. 30 við Síðumúla skv. uppdrætti dags. 14. ágúst 2013.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við stækkun lóðar á forsendum bættrar aðstöðu fyrir hjólreiðafólk.

(D) Ýmis mál

19. Betri hverfi 2013, tillaga að staðsetningu salernisturns í Hljómskálagarði Mál nr. US130182

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 20. júní 2013 varðandi staðsetningu salernisturns í Hljómskálagarði. Einnig eru lagðar fram tillögur starfshóps dags. í júní 2007.
Frestað.

20. Betri Reykjavík, laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi Mál nr. US130138
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 #GLLaga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

21. Betri Reykjavík, sekta þá sem henda frá sér sígarettum á gangstéttir Mál nr. US130200
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi #GLSekta þá sem henda frá sér sígarettum á gangstéttir#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

22. Betri Reykjavík, snyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla Mál nr. US130194
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 úr flokknum Framkvæmdir #GLSnyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

23. Betri Reykjavík, snjóbræðslu í strætóskýli og gangstéttir næst þeim Mál nr. US130212
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram þriðja efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngumál #GLSnjóbræðslu í strætóskýli og gangstéttir næst þeim#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

24. Betri Reykjavík, stækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg Mál nr. US130213
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum framkvæmdir #GLStækkun á bílastæðinu við Fálkaborg - Borg#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

25. Betri Reykjavík, malbika göngustíg austan Egilshallar Mál nr. US130211
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram fimmta efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum samgöngumál #GLMalbika göngustíg austan Egilshallar#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

26. Betri Reykjavík, aukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar Mál nr. US130196
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur ú flokknum Samgöngur #GLAukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

27. Betri Reykjavík, breyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða Mál nr. US130210
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum skipulagsmál #GLBreyta nafninu á höfða (t.d. Bíldshöfða) í Svarthöfða#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

28. Betri Reykjavík, vönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog Mál nr. US130209
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum ýmislegt #GLVönduð, sýnileg upplýsingaskilti við innkomu í Grafarvog#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

29. Lambhagavegur 29, kæra (02.680.7) Mál nr. SN130404
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. ágúst 2013 ásamt kæru dags. 18. ágúst 2013 vegna ákvörðunar um veitingu byggingaleyfis vegna Lambhagavegar 29. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

30. Einholt-Þverholt, deiliskipulag (01.244.3) Mál nr. SN130238

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. ágúst 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi á reitnum Einholt-Þverholt.

31. Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn um aðgengi fatlaðra í miðborginni Mál nr. US130220

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn umhverfis- og skipulagsráðs varðandi aðgengi fatlaðra um miðborgina: #GLNýlega var í sjónvarpsfréttum fjallað um aðgengi fatlaðra. Sértaklega var sjónum beint að verslunum og veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur þar sem aðgengi fyrir fatlaða er víða óviðunandi. Viðmælandi fréttamanns, Edda Heiðrún Backmann, sagði að veitingastöðum hefði verið meinað að setja upp rampa nema þá að kaupa borgarland sem hafi reynst rekstraraðilum ofviða. Mikilvægt er að fara vel yfir þetta mál enda snerta þau mannréttindi margra. Óskað er eftir að farið verði yfir þessi mál á næsta fundi umhverfis og skipulagsráðs. Teknar verði saman upplýsingar um þær umsóknir og fyrirspurnir sem borist hafa Reykjavíkurborg. Einnig verði tekið saman hvaða afgreiðslur umsóknir hafa fengið.“
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.

32. Umhverfis- og skipulagssviðs, átakshópur um bætt aðgengi fatlaðra Mál nr. US130221

Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi bætt aðgengi fatlaðra í miðborginni: #GLNú þegar Laugavegur er að fara í endurhönnun er mikilvægt að nýta það tækifæri til þess að leggja áherslu á aðgengi fatlaðra. Lagt er til að skipaður verði sérstakur átakshópur í þeim tilgangi. Hann móti áherslur og stefnu Reykjavíkurborgar og verkferla vegna umsókna sem berast um bætt aðgengi. Átakshópur vinni með kaupmönnum og öðrum rekstraraðilum.#GL
Frestað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14:50.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Páll Hjalti Hjaltason

Hjálmar Sveinsson Hólmfríður Jónsdóttir

Diljá Ámundadóttir Kristín Soffía Jónsdóttir

Sóley Tómasdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson

Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 27. ágúst kl. 10:25 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 744. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Gunnar Ólafur Gunnarsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson og Björn Kristleifsson

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN046461
Tröll ehf, Austurstræti 8-10, 101 Reykjavík
Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að færa flóttadyr á fyrstu hæð Austurstrætismegin í húsinu á lóðinni nr. 8-10 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

2. Bauganes 37A (01.673.108) 106835 Mál nr. BN046338
Ásdís Káradóttir, Bauganes 37a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja áhalda- og hjólageymslu við einbýlishús á lóð nr. 37A við Bauganes.
Áhaldageymsla: 22 ferm., 45 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal yfirlýsingu, fyrir útgáfu byggingarleyfis, að lóðarhafi gangi frá eldvörnum veggjar sem snýr að lóðamörkum Bauganes 39 komi til byggingar bílskúrs á þeirri lóð. Skal þá frágangi vegna eldvarna lokið innan 30 daga frá samþykki byggingaáforma bílskúrs á lóð nr. 39 við Bauganes.

3. Bergstaðastræti 28 (01.184.315) 102054 Mál nr. BN045896
Katrín Rós Gýmisdóttir, Selbrekka 30, 200 Kópavogur
Helgi Guðmundsson, Funalind 11, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir nýjum svölum með tröppum út í garð, og leyfi fyrir reyndarteikningum fyrir innri breytingum á kjallara, 1. hæð, 2 hæð og risi , svo og að gera húsið að einbýlishúsi á lóð nr. 28 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 19. júní til og með 17. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Ólafsson, Guðrún Finnbjarnardóttir, Ása Gunnarsdóttir, Guðjón M. Guðlaugsson og Áslaug Kamilla Haugland dags. 16. júlí 2013, Líney Skúladóttir dags. 17. júlí 2013.
Bréf frá hönnuði dags. 24. maí 2013, samþykki eigenda aðliggjandi lóða og umsögn frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 31 maí 2013, Minjastofnun Íslands dags. 31. maí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs dags. 21. ágúst 2013.

4. Bergstaðastræti 28A (01.184.316) 102055 Mál nr. BN045111
Sigríður Halldórsdóttir, Bergstaðastræti 28a, 101 Reykjavík
Sótt er leyfi fyrir áður gerðri íbúð þar sem fyrir 1999 var hárgreiðslu- og snyrtistofa á fyrstu hæð í húsi á lóð nr. 28A við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

5. Bíldshöfði 5A (04.055.603) 110561 Mál nr. BN046280
BR fasteignafélag ehf, Bíldshöfða 5a, 110 Reykjavík
Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Vegna lokaúttektar er sótt um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi og útliti hússins á lóðinni nr. 5A við Bíldshöfða.
Bréf hönnuðar dags. 2. júlí 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

6. Borgartún 8-16A (01.220.107) 199350 Mál nr. BN046416
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og fyrirkomulagi í þjónustuveri 0102 á fyrstu hæð skrifstofubyggingar nr. 12-14 á lóð nr. 8-16A við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Hafa samband við eldvarnaeftirlit.

7. Brúarvogur 1-3 (01.427.201) 212207 Mál nr. BN046412
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að setja nýja brunahurð á milli hólfa 0101 og 0104 í húsinu á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Dalaland 1-11 2-16 (01.850.201) 108757 Mál nr. BN046370
Dalaland 10-12,húsfélag, Dalalandi 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með hvítu trapisu-stáli vestur- og austurgafl hússins nr. 10 til 12 á lóð nr. 1-11-2-16 við Dalaland.
Tölvupóstur frá burðarþolshönnuði dags. 1. ágúst 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Einarsnes 58A (01.672.117) 188561 Mál nr. BN046314
Kristján Valsson, Einarsnes 58a, 101 Reykjavík
Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Einarsnes 58a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar timburviðbyggingu með þaksvölum að suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 58A við Einarsnes.
Fyrirspurnarerindi sem fékk jákvæða afgreiðslu 2. júlí 2013 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 13,4 ferm. og 40,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

10. Faxafen 2 (01.460.303) 105662 Mál nr. BN046390
KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að klæða með hvítri sléttri álklæðningu húsið á lóðinni nr. 2 við Faxafen.
Samþykki eiganda dags. 26. ágúst 2013. og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 26. ágúst 2013
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Flugvöllur 106748 (01.66-.-99) 106748 Mál nr. BN046454
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN033410 þar sem koma fram ýmsar innri breytingar í mhl. 08, flugturninum á Reykjavíkurflugvelli á lóðinni Flugvöllur 106748
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Freyjubrunnur 16-20 (02.695.501) 205743 Mál nr. BN046459
Grafarholt ehf., Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, tvær hæðir og kjallara, tvo matshluta, með þrettán íbúðum og bílgeymslu fyrir 12 bíla á lóð nr. 16-20 við Freyjubrunn.
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi.
Stærð mhl. 01: Kjallari 122 ferm., 1. hæð 117 ferm., 2. hæð 113 ferm.
Samtals: 352 ferm., 1178,7 rúmm.
Stærð mhl. 02: Kjallari 609,6 ferm., 1. hæð 515,7 ferm., 2. hæð 515,7 ferm.
Samtals: 1641 ferm., 5.227,6 rúmm.
Heildarstærð: 1993 ferm., 1486,3 rúmm.
B-rými 109,8 ferm., 307,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Fylkisvegur 6-8 (04.364.101) 111277 Mál nr. BN046460
Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breyttu burðarvirki undir þaki áhorfendastúku við Fylkisvöll á lóð nr. við Fylkisveg.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Geirsgata 3 (01.117.305) 100085 Mál nr. BN046310
Sindrafiskur ehf, Mánatúni 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu úr verbúð í veitingahús í flokki II, þar sem núverandi gluggum og hurðum verði breytt og op í steinsteypta plötu verði stækkað og strompurinn sem var reykhússtrompur, verður lagfærður og gerður nýtanlegur fyrir arinstæði og útigrill, koma fyrir aðstöðu fyrir 58 útigesti og inni fyrir 92 gesti, alls 150 gesti, koma fyrir sorpi og gasgeymslu á útisvæði einnig er sótt um tímabundna opnun frá 2. hæð Geirsgötu nr. 3 inn í hús á lóð nr. 3A-B í húsinu á lóðinni nr. 3 við Geirsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2013.Umsögn frá burðarvirkishönnuði dags. 13. ágúst 2013 og samþykki Faxaflóahafnir fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

15. Geirsgata 3A-3B (01.117.304) 219201 Mál nr. BN046462
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja flóttaleið á 2. hæð á milli húsa nr. 3 og 3A á lóð nr. 3A við Geirsgötu.
Samþykki faxaflóahafna fylgir ódags.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

16. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN046387
Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta húsnúmeri Grensásvegur 11 í Grensásveg 11/ Skeifan 10 og jafnframt er sótt um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem koma fram ýmsar breytingar í húsinu á lóð nr. 11 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Grensásvegur 26 (01.801.213) 107634 Mál nr. BN046458
Samasem ehf, Grensásvegi 22-24, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101 í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 26 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Grjótháls 10 (04.300.101) 217427 Mál nr. BN046419
Bón og þvottastöðin ehf., Grjóthálsi 10, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum vegna lokaúttektar sbr. BN042569 þar sem kemur fram milliloft og leyfi fyrir skiltum á húsið á lóð nr. 10 við Grjótháls.
Bréf frá brunaverkfræðingi dags. 13. ágúst 2013 og Tölvupóstur frá hönnuði dags. 15 ágúst. 2013 fylgir.
Stærð millilofts: 63,6 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Hafnarstræti 20/Læk5 (01.140.302) 100836 Mál nr. BN046464
Landsbankinn fasteignafél. ehf., Austurstræti 16, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 2. hæð, loka stiga milli 0101 og 0202 og verður 0202 sjálfstæð eign í verslunar og skrifstofuhúsi á lóðinni Hafnarstræti 20/Læk5.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN046450
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að afmarka barnagæsluaðstöðu í líkamsræktarstöð og að breyta fyrirkomulagi í verslunareiningum 202, 203a og 203b á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 8- 10 við Holtaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Holtsgata 24 (01.134.320) 100369 Mál nr. BN046131
Katrín Bára Elvarsdóttir, Holtsgata 24, 101 Reykjavík
Kristinn Rúnar Þórisson, Holtsgata 24, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN043534 þar sem samþykkt var að byggja tvo kvisti á bakhlið og innrétta þar vinnuherbergi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Holtsgötu.
Erindi fylgir fundargerð húsfélags dags. 2. maí 2013. Erindið var áður samþykkt 22. nóvember 2011 og var grenndarkynnt þá, engar athugasemdir bárust, samþykki meðeigenda fylgdi með.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 26. júlí 2013 fylgir með erindinu.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN046316
Greifinn ehf., Hringbraut 119, 101 Reykjavík
Vestur Hár og snyrtistofa ehf., Hringbraut 119, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tveggja hæða atvinnurými (rými 0102) í hárgreiðslu- og snyrtistofu í húsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

23. Hringbraut 121 (01.520.202) 105922 Mál nr. BN046445
Myndlistaskólinn í Reykjav ses, Hringbraut 121, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 2. og 3. hæðar sbr. erindi BN043297 i húsinu á lóð nr. 121 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hverfisgata 18 (01.171.005) 101351 Mál nr. BN046448
Linda Mjöll ehf, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík
Hverfiseignir ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta flóttaleið úr kjallara hússins á lóðinni nr. 18 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN046189
Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og breyta skv. samþykktu deiliskipulagi, lyfta og bæta við kjallara sem verður staðsteyptur ásamt 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 28 við Hverfisgötu.
Stærðir samtals fyrir breytingu: 362,4 ferm., 1.034 rúmm.
Stækkun: 129 ferm., 406,4 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 491,4 ferm., 406,4 rúmm.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 12. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 07. júlí 2013, einnig ódags. greinargerð vegna endurbóta á burðarvirki og klæðningum ásamt bréfi arkitekts dags. 16.7. 2013 og minnisblað vegna brunavarna dags. 13.7. 2013, minnisblað vegna raflagna dags. 11.7. 2013, minnisblað vegna hljóðvistar, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 21.8. 2013 og Minjastofnunar Íslands dags. 8.8. 2013 fylgja með erindinu.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046249
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi lóðar, fjölga bílastæðum úr 603 í 652, hjólastæðum og skýlum fjölgað, komið fyrir sorpgerðum fyrir flokkað sorp, #GLgörðum#GL fjölgað og göngu- og hjólaleiðir bættar á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046299
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta hársnyrtistofu á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 9 við Höfðabakka.
Fyrirspurnarerindi sem afgreitt var jákvætt 2. júlí 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Iðufell 14 (04.684.802) 112324 Mál nr. BN046452
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi vegna starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands og að breyta fyrirkomulagi á verslunarbili þar sem rekin er fataverslun með notuð föt í húsinu á lóð nr. 14 við Iðufell.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

29. Karfavogur 46 (01.444.002) 105516 Mál nr. BN046456
Þórunn Rannveig Þórarinsdóttir, Karfavogur 46, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja timburverönd, saga niður úr glugga til að koma fyrir hurð út á verönd og opnanlegt fag sett í herbergi í kjallara á einbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Karfavog.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Kringlan 5 (01.723.302) 107299 Mál nr. BN046267
Reitir V ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi á útliti austurhliðar og áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi í kjallara og á sjöttu hæð hússins nr. 5 við Kringluna.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Lambhagavegur 29 (02.680.701) 208854 Mál nr. BN046402
111 ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045705 þannig að ræktunarhús verður fært um 50 cm til austurs innan byggingareits og að hækka um 50 cm, jafnframt er sótt um leyfi til þess að breyta útliti og stækka matshluta 02-ræktunarhús á lóð nr. 29 við Lambhagaveg.
Tölvupóstur frá höfundi skráningartöflu dags. 23. ágúst 2013.
Minnkun: 3,5 ferm., 156,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32. Laugateigur 46 (01.365.202) 104684 Mál nr. BN046150
Heiðlóa Ásvaldsdóttir, Laugateigur 46, 105 Reykjavík
Sigþór Hjartarson, Laugateigur 46, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera við þak, breyta og stækka kvist á suðurhlið og byggja svalir við hann, sbr. fyrirspurn BN045904 dags. 30. apríl 2013, á tvíbýlishúsi á lóð nr 46 við Laugateig.
Samþykki meðeigenda í húsum nr. 46 og 48 við Laugateig fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Laugateigur 48 (01.365.203) 104685 Mál nr. BN046151
Elísabet Magnúsdóttir, Laugateigur 48, 105 Reykjavík
Jón Ágúst Eiríksson, Laugateigur 48, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera við þak, breyta og stækka kvist á suðurhlið og byggja svalir við hann, sbr. fyrirspurn BN045904 dags. 30.4. 2013, á tvíbýlishúsi á lóð nr 48 við Laugateig.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

34. Laugavegur 21 - Klapp (01.171.108) 101374 Mál nr. BN046348
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í kjallara, á 1. og 2. hæð og innrétta fyrir veitingahús í flokki III á lóð nr. 21 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35. Lágmúli 7 (01.261.302) 103508 Mál nr. BN045696
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Rekstrarfélag Tíu-ellefu ehf., Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. erindi BN044226 á 1. hæð vegna ýmissa innri breytinga vegna lokaúttektar í verslunarrými í húsi á lóð nr. 7 við Lágmúla.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Mýrarás 15 (04.376.108) 111448 Mál nr. BN046432
Guðbjörg Astrid Skúladóttir, Mýrarás 15, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum garðskála sbr. erindi BN038846 frá ágúst 2008 og leyfi til að breyta því með breyttu þakefni. Jafnframt verður erindi BN044637 dregið til baka fyrir hús á lóð nr. 15 við Mýrarás.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Orrahólar 1-5 (04.648.001) 111996 Mál nr. BN046324
Orrahólar 1-5,húsfélag, Orrahólum 3, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og hækka svalahandrið úr ál-prófílum klæddum gleri og til að koma fyrir svalalokunum á veggsvalir íbúða í mhl. 01, 02 og 03 á lóð 1-5 við Orrahóla.
Erindi fylgir samþykki húsfundar dags. 29. apríl 2013. Íbúð sem loka á núna með gustlokun er 0201 í matshl. 03.
Stækkun: 20,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Rauðarárst 31-Þverh18 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN046453
Helga Sigurðardóttir, Gunnarsbraut 40, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta snyrtistofu á fyrstu hæð hússins nr. 18 við Þverholt á lóðinni Rauðarárst 31-Þverh18.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN046284
Stjörnugrís hf, Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr forsteyptum samlokueiningum með burðarvirki úr stáli fyrir matvælavinnslu við suðvesturhlið svínasláturhúss á lóðinni 125744 í Saltvík.
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 8. júlí 2013.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 19. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 08. júlí 2013 fylgja erindinu.
Stærð: 1087,5 ferm., 4676,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

40. Skólavörðustígur 40 (01.181.404) 101794 Mál nr. BN046443
S40 ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í vesturhluta 1. hæðar og í kjallara og breyta póstasetningu glugga, sjá BN045449, í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

41. Smáragata 12 (01.197.407) 102742 Mál nr. BN046413
Þórhallur Bergmann, Smáragata 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara sbr. erindi BN045784 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 12 við Smáragötu.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda dags. 20. ágúst 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

42. Steinagerði 9 (01.816.205) 108105 Mál nr. BN046457
Hólmfríður Pétursdóttir, Steinagerði 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við suðausturhorn einbýlishúss á lóð nr. 9 við Steinagerði.
Erindi fylgir jákvæð fsp. dags. 23. júlí 2013.
Stærð: 9,8 ferm., 24,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN046336
Vietnam Restaurant ehf, Kleppsvegi 28, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN042449 þar sem sótt var um að innrétta veitingahús í flokki II á 1. hæð, mhl. 02, í millihúsi á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 18.júlí. 2013, húsaleigusamningur óundirritaður dags. 2. júlí 2013 og undirritaður dags. 26. júlí 2013
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

44. Sundagarðar 2B (01.335.303) 213922 Mál nr. BN045435
KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að reisa skilti fyrir KFC matsölustað á lóð nr. 2B við Sundagarð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda á lóð ódags.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með skilyrði um stýringu á ljósmagni.

45. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN046396
Alvogen Iceland ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu á þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð og kjallara fyrir lager og bílageymslu líftæknihús Alvogen fyrir lyfjaframleiðslu og skrifstofur á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.
Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa dags. 10.6. 2013, lýsing á starfsemi hússins (System description) dags. 30.4. 2013, bréf Skipulagsstofnunar dags. 3.4. 2012, Brunahönnunarskýrsla Eflu dags. ágúst 2013.
Stærðir: Kjallari, bílgeymsla, 2.228,5 ferm., kjallari, tæknirými og geymslur 1.495,7 ferm., 1. hæð, 3.655,1 ferm., 2. hæð, 1.627 ferm., 3. hæð, 3.121,8 ferm., 4. hæð, 1.263 ferm.,
Samtals, 13.391,1 ferm. og 62.615,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Tangabryggja 14-24 (00.000.000) 179538 Mál nr. BN046320
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045775 sem samþykkt var þann 9. apríl 2013 þannig að settur verður lagnastokkur í miðju húss, sameina bað og þvottaherbergi, hringstigar í íbúð 0304 og 0301 breytast í stiga, aðrir hringstigar minnka og koma fyrir sturtuaðstöðu 0101 til 0105 í húsinu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju.
Bréf frá lagnahönnuði dags. 30. júlí 2013.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

47. Tunguháls 10 (04.329.201) 179475 Mál nr. BN046350
Hólmsteinn Helgason ehf, Hafnarbraut 6, 675 Raufarhöfn
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN045386 vegna lokaúttektar þar sem hurð á vegg á módúllínu 9 er ekki til staðar og brunakerfi breytist á annarri hæð í húsinu á lóð nr. 10 við Tunguháls.
Eldvarnarskýrsla dags. 8. ágúst 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Vitastígur 12 (01.173.119) 101536 Mál nr. BN046442
Hugver ehf, Pósthólf 671, 121 Reykjavík
Valdimar Jónsson, Bandaríkin, Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í kjallara og verslun á 1. hæð í framhúsi og breyta atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í bakhúsi í íbúð á lóð nr. 12 við Vitastíg.
Sjá einnig erindi BN040599 sem samþykkt var 8. desember 2009 en féll úr gildi. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa (sbr. fyrirspurnarerindi BN040402) dags. 18. september 2009 fylgir erindinu
Meðfylgjandi eru samþykki meðeigenda dags. 23. júlí og 3. ágúst 2013 og samþykki nágranna að Vitastíg 12 dags. 26. júlí 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

49. Laufásvegur 10 (01.183.401) 101961 Mál nr. BN046463
Ólafur Gunnar Jónsson, Laufásvegur 10, 101 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 20. ágúst 2013 var lögð fram fyrirspurn þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist og svalir á vesturhlið (bakhlið) hússins á lóðinni nr. 10 við Laufásveg.
Bókað var að erindinu væri #GLFrestað að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.
En bókunin á að vera #GLJákvætt að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún#GL.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

50. Bárugata 4 (01.136.216) 100552 Mál nr. BN046410
Fafnir Holding ehf., Bárugötu 4, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að endurbyggja bílskúr sem rifinn var árið 2011 á lóðinni nr. 4 við Bárugötu. Jafnframt er spurt hvort leyft yrði að byggja stærri skúr en þann sem rifinn var.
Sjá einnig erindi BN042969.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 9. ágúst fylgir erindinu ásamt úrskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. ágúst 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2013 enda verði sótt um byggingarleyfi.

51. Hálsasel 35 (04.974.102) 113194 Mál nr. BN046398
Konráð Ingi Jónsson, Hálsasel 35, 109 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir kvistum á vesturhlið og loka svölum á suðvesturhlið hússins á lóð nr. 35 við Hálsasel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. ágúst 2013 fylgir erindinu.
Jákvætt að byggja kvisti en neikvætt að loka svölum með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. ágúst 2013.

52. Hæðargarður 29 (01.817.701) 108156 Mál nr. BN046449
Bjarni Eiríkur Sigurðsson, Eystri-Torfastaðir 2, 861 Hvolsvöllur
Spurt er hvort leyft yrði að loka svölum/verönd á jarðhæð fjölbýlishúss á lóð nr. 29 við Hæðargarð.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

53. Laugavegur 51 (01.173.024) 101511 Mál nr. BN046446
Örn Þór Halldórsson, Grenimelur 9, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiskála á 2. og 3. hæð verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 51 við Laugaveg.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

54. Þjóðhildarstígur 2-6 (04.112.201) 188027 Mál nr. BN046409
Gullhamrar veitingahús ehf, Þjóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja um það bil 120 fermetra viðbyggingu að suðurhlið annarrar hæðar atvinnuhússins á lóðinni nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg.
Bréf hönnuðar dags. 8. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. ágúst 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. ágúst 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. Ágúst 2013.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:45.
Björn Stefán Hallsson
Björn Kristleifsson
Harri Ormarsson
Jón Hafberg Björnsson
Sigrún Reynisdóttir
Gunnar Ó. Gunnarsson
Eva Geirsdóttir