Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2002, mánudaginn 13. maí kl. 10:00 var haldinn 35. fundur samgöngunefndar að Skúlatúni 2, 5. hæð. Þessir sátu fundinn: Einar Skúlason, Helgi Pétursson, Helgi Hjörvar, Ingvar Garðarsson og Kjartan Magnússon. Einnig komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Guðbjartur Sigfússon Ólafur Bjarnason, Stefán A. Finnsson og Stefán Haraldsson. Fundarritari: Þórhildur L. Ólafsdóttir.

Ingvar Garðarsson kom á fundinn kl. 10:30.

Þetta gerðist: Mál nr. 2002050018 1. Lagt fram erindi Olgu H. Kristinsdóttur, Birtingakvísl 26, þar sem farið er fram á lokun götu þar sem Álakvísl og Birtingakvísl mætast Vísað til umsagnar Verkfræðistofu RUT.

-Einar Skúlason kom á fundinn kl. 10:40.

Mál nr. 2002020072 2. Lagt fram svar Friðriks Bragasonar, framkvæmdastjóra Línu. Nets, dags. 02.05.02 vegna fyrirspurnar borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna um ljósleiðarakerfi Línu.Nets. Einnig lagt fram svar gatnamálastjóra, dags. 30.04.02 vegna fyrirspurnar borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna um sama erindi. Mál nr. 2002020081 3. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23.04.02 varðandi samþykkt borgarráðs á 30 km. svæðum.

Mál nr. 2002040094 4. Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 24.04.02 vegna Kleppsveg 52-58, tillögu um að samgöngunefnd ákveði formlega að þar verði einstefna frá Dalbraut að DAS. Samþykkt samhljóða.

Mál nr. 2002040025 5. Lagt fram svar samgönguráðuneytisins, dags. 19.04.02 vegna nánari upplýsinga um hugsanlega fækkun atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19.04.02 sem og erindi framkvæmdastjóra Hreyfils, dags. 11.03.03. Einnig lagt fram erindi Guðmundar B. Thorarensen, framkvæmdastjóra BSR, dags. 06.02.02, einnig lagt fram erindi Ásgeirs Þorsteinssonar, formanns bifreiðastjórafélagsins Frama.

Nefndin leggst gegn hugmyndum um fækkun atvinnuleyfa í greininni.

-Helgi Hjörvar kom á fundinn kl. 10:45.

Mál nr. 2002040089 6. Lagt fram erindi Péturs Sigurgunnarssonar frá 11.03.02, varðandi leyfi til uppsetningar á vegvísaskiltum á ljósastaura, sent frá borgarráði til samgöngunefndar til umsagnar. Lagt fram svar gatnamálastjóra, dags. 10.05.02 þar sem lagst er gegn því að heimilað verði að festa auglýsingarskilti á ljósastaura. Svar gatnamálastjóra samþykkt samhljóða.

Mál nr. 2002020072 7. Lagt fram svar gatnamálastjóra, dags. 26.04.02 vegna tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd frá fundi samgöngunefndar fram 22.04.2002.

Mál nr. 2002020072 8. Lagt fram svar gatnamálastjóra, dags. 30.01.02 við fyrirspurn Kjartans Magnússonar, fulltrúa Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd frá 08.04.02 um viðhald og endurbótum gatna og gangstétta. Kjartan Magnússon, fulltrúi D-listans í samgöngunefnd óskar eftir lista um fyrirhugaðar framkvæmdir og endurbætur á gatna- og gangstéttarkerfi Reykjavíkur.

Mál nr. 2002040093 9. Lagt fram erindi Svavars H. Svavarssonar, ásamt undirskriftarlista frá íbúum við Rafstöðvarveg, dags. 25.04.02 vegna beiðni um að sett verði hraðahindrun á veginn. Vísað til umsagnar Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002040102 10. Lagt fram erindi Gunnars Bergsteinssonar, formanns húsfélagsins að Skúlagötu 20 vegna aksturs af lóð hússins Skúlagötu 20 að og frá Lindargötu og bílastæði utan lóðar hússins við Frakkastíg og Skúlagötu. Vísað til verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002040023 11. Lagt fram svar Ingimundar Einarssonar, varalögreglustjóra, dags. 29.04.02, varðandi banni við U-beygju við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar.

Mál nr. 2001100088 12. Lagt fram erindi Stellu Aðalsteinsdóttur, formanns foreldrafélags Vogaskóla, dags. 29.04.02, varðandi beiðni um hraðahindrun eða að gangbrautarljós verði sett við Gnoðarvog. Vísað til Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2001110071 13. Lagt fram erindi Örlygs Hálfdánarsonar, dags. 14.04.02 sem og svar Þórhildar L. Ólafsdóttur, skrifstofustj. borgarverkfr. dags. 02.05.02 til Örlygs Hálfdánarsonar.

Mál nr. 2002050023 14. Lögð fram tillaga Stefáns A. Finnssonar, verkfræðings á Verkfræðistofu RUT, dags. 03.05.02, um að sett verði upp umferðarljós á gatnamótum Víkurvegar og Borgarvegar/Fossaleynis. Samþykkt.

Mál nr. 2002050023 15. Lögð fram tillaga Stefáns A. Finnssonar, verkfræðings á Verkfræðistofu RUT, dags. 03.05.02, um að sett verði upp gangbrautarljós á Álfheima skammt sunnan Sólheima og gegnt gönguleið að Langholtsskóla. Samþykkt.

Mál nr. 2002050022 16. Lögð fram tillaga Stefáns A. Finnssonar, verkfræðings á Verkfræðistofu RUT, dags. 29.04.02, varðandi staðbundnar aðgerðir. Samþykkt.

Mál nr. 2002040074 17. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30.04.02, varðandi samþykkt borgarráðs um skipulag og starfsemi Höfuðborgarstofu.

Mál nr. 2002020072 18. Lagt fram svar Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó b.s. dags. 03.05.02 við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd.

Mál nr. 2002050019 19. Lagt fram erindi Helga Jóhannessonar, og Önnu Maríu Sigurðardóttur, þar sem beðið er um að Laufásvegur austan Njarðargötu verði gerður að einstefnugötu. Vísað til umsagnar Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002050028 20. Lögð fram fyrirspurn Sigþórs Magnússonar, dags. 07.05.02 um vegi og vegstæði á Kjalarnesi. Vísað til umsagnar Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002050027 21. Lagt fram erindi byggingarfélags Gissurs og Pálma ehf., dags. 15.04.02, varðandi beiðni um lokin á hluta Sólvallagötu, einnig lagt fram erindi gatnamálastjóra, dags. 08.05.02 þar sem lagt er til að orðið verði við erindinu. Nefndin leggst gegn lokun í þeirri mynd sem félagið óskar.

Mál nr. 2002050031 22. Lagður fram tölvupóstur frá Þresti Helgasyni, dags. 18.01.02 til Stefáns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, vegna bílastæða. Vísað til umsagnar Verkfræðistofu RUT á ný.

23. Lögð fram umferðaröryggisáætlun 2002 - 2007, dags. í maí 2002. Samgöngunefnd samþykkir umferðaröryggisáætlunin og felur formanni samgöngunefndar, Helga Péturssyni, ásamt Kjartani Magnússyni, fulltrúa Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd, Arnari Guðmundssyni og Baldvin Baldvinssyni, yfirverkfræðingi, endanlega útfærslu. Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:25

Helgi Pétursson
Einar Skúlason Helgi Hjörvar
Kjartan Magnússon Ingvar Garðarsson