Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2002, mánudaginn 19. ágúst kl. 09:00 var haldinn 39. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5 hæð.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli M. Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Einnig komu á fundinn: Baldvin E. Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Höskuldur Tryggvason, Ólafur Bjarnason, Sigurður Skarphéðinsson, Stefán A. Finnsson og Stefán Haraldsson og Stefán Hermannsson.

Fundarritari var Ágúst Jónsson.

Þetta gerðist: Mál nr. 2002070025 1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30.7.2002, um staðfestingu borgarráðs á samþykkt samgöngunefndar varðandi ósk SAMFOKS um áheyrnarfulltrúa í Samgöngunefnd.

Mál nr. 2002070068 2. Lagt fram bréf Dagbjartar Kjartansdóttur f.h. Máls og menningar dags. 11.7.2002 og bréf Magneu Óskarsdóttur, Þórdísar Ólafsdóttur og Margrétar Sverrisdóttur, bréf Jósefs Gunnlaugssonar og Helga Harðarsonar, bréf Súsönnu Wuthita, bréf Jóns Gunnsteinssonar, öll vegna Kaffisetursins og bréf Þuríðar Halldórsdóttur og Erlu Ölversdóttur bæði vegna Ónix, og bréf Eyvindar Þorgrímssonar og Erlu Ölversdóttur, öll dagsett 8.7.2002, og öll varðandi bílastæði við Tryggingastofnunina við Laugaveg. Frestað.

3. Mál nr. 2001100141 Lagt fram bréf Þorsteins Steingrímssonar, dags. 6.8.2002, ásamt undirskriftarlistum fasteignaeigenda, rekstraraðila og íbúa við ofanverðan Skólavörðustíg.

Mál nr. 2001070075 4. Lagt fram bréf Ingibjargar S. Pálmadóttur f.h. 101 Hótels ehf., dags. 6.8.2002, varðandi bílastæði við hótelið. Vísað til umsagnar Verkfræðistofu Umhverfis- og tæknisviðs.

Mál nr. 2002080022 5. Lagt fram bréf Ingibjargar S. Pálmadóttur f.h. 101 Hótels ehf., og Bjarna Daníelssonar f.h. Íslensku Óperunnar varðandi ósk um einstefnu á Ingólfsstræti á milli Hverfisgötu og Laugavegs. Vísað til umsagnar Verkfræðistofu Umhverfis- og tæknisviðs.

Mál nr. 2002020030 6. Lagt fram bréf Lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 9.8.2002, varðandi bifreiðastöðubann við Vesturhlíð.

Mál nr. 2001030040 7. Lagt fram bréf Lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 26.7.2002, varðandi tillögur um 30 km hámarkshraða á nánar tilgreindum götum.

Mál nr. 2002040102 8. Lagt fram bréf yfirverkfræðings á Verkfræðistofu Umhverfis- og tæknisviðs, dags. 15.8.2002, í tilefni af erindi húsfélagsins að Skúlagötu 20, dags. 26.4.2002. Umsögn yfirverkfræðingsins samþykkt.

Mál nr. 2002050031 9. Lagt fram bréf yfirverkfræðings Umferðardeildar Verkfræðistofu, dags, 16.8.2002, varðandi erindi Þrastar Helgasonar frá 8.5.2002, um bílastæði við Vesturgötu. Nefndin fellst á umsögn yfirverkfræðingsins og er því ekki fallist á erindið.

Mál nr. 2002080040 10. Lagt fram erindi (tölvupóstur) Ómars H. Kristmundssonar, Bauganesi 42, varðandi lækkun hámarkshraða og fjölgun hraðahindrana í Skerjafirði. Frestað til stefnumótunar um 30-km svæði á komandi hausti.

Mál nr.2001030068 11. Forstöðumaður Verkfræðistofu Umhverfis- og tæknisviðs kynnti áætlanir um færslu Hringbrautar og yfirverkfræðingur kynnti umferðarspár.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10:55

Árni Þór Sigurðsson
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Kjartan Magnússon
Gísli Marteinn Baldursson
Haukur Logi