Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2002, mánudaginn 2. september kl. 09:00 var haldinn 40. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5 hæð.
Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli M. Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon. Einnig komu á fundinn: Ásgeir Friðriksson, Baldvin E. Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Sigurður Skarphéðinsson, Stefán A. Finnsson og Stefán Haraldsson og Stefán Hermannsson, Þorgrímur Guðmundsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist: Mál nr. 2002060044 1. Umferðaráætlun - kynning. Baldvin E. Baldvinsson yfirverkfræðingur á verkfræðistofu RUT og Kjartan Magnússon kynntu helstu atriði umferðaröryggisáætlunar fyrir árin 2002-2007.
Mál nr. 2002030035 2. Lagt fram bréf Stefáns Haraldssonar framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs dags. 2.9.2002, varðandi breytingu á gjaldsvæðum og gildissviði bílastæðakorts íbúa við Skólavörðustíg og Bergstaðastræti. Samþykkt.
3. Mál nr. 2001100141 Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri kynnti stöðu mála á framkvæmdum við Skólavörðustíg ofanverðan og næstu aðgerðir. Mál nr. 2001030146 4. Ólafur Bjarnason forstöðumaður Verkfræðistofu RUT kynnti skýrslu dags. 26.7. 2002, um járnbraut milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Fulltrúar D-listans í samgöngunefnd vísa í bókun sína í borgarráði dags. 27.8.2002, um málið.
5. Mál nr. 2001100070 Lagt fram bréf Ragnars Magnússonar frá Umferðarráði ódags. varðandi umferð um Réttarholtsveg. Formaður samgöngunefndar óskar í framhaldi eftir kynningu á því hvar gert er ráð fyrir göngubrúm og undirgöngum í aðalskipulagi og mun þetta mál verða innleitt í þá vinnu. Frestað.
Mál nr. 2002060007 6. Lögð fram umsögn gatnamálastjóra dags. 27.8.2002, um hækkun hraðahindrunar í Glæsibæ. Samþykkt.
Mál nr. 2001030040 7. 30. km. svæði - sektir og önnur viðurlög við umferðarbrotum. Lagður fram tölvupóstur dags. 28.8.2002, frá Kristbjörgu Stephenssen, minnispunktar frá fundi með lögreglu 30.4.2002, um umferðarmál sem og reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brots á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. Frestað.
Mál nr. 2002020030 8. Lagt fram bréf Ágústs Jónssonar skrifstofustjóra borgarverkfræðings dags. 19.8.2002, til Ingimundar Einarssonar varalögreglustjóra varðandi meðferð mála skv. 81. gr. umferðarlaga sem og bréf varalögreglustjóra dags. 26.8.2002. 9. Mál nr. 2002040031 Lagt fram bréf Einars Ásgeirssonar ódags. varðandi umferðarljós á mótum Bústaðavegar og Óslands. Einnig lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs dags. 8.4.2002 og 15.6.2002, um sama efni. Jafnframt lögð fram umsögn Stefáns A. Finnssonar yfirverkfræðings á Verkfræðistofu RUT um málið. Samþykkt. Mál nr. 10. Formaður samgöngunefndar kynnti European mobility week 16-22 september 2002. Skammur tími er til stefnu og því voru kynntar hugmyndir starfshóps um möguleika til aðgerða á tímabilinu. Ákveðið að formaður samgöngunefndar ræði við starfshópinn um mögulegar aðgerðir. Samþykkt.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10:40
Árni Þór Sigurðsson
Björk Vilhelmsdóttir
Kjartan Magnússon
Gísli M. Baldursson
Haukur Logi