Umhverfis- og skipulagsráð
Fundargerð samgöngunefndar
Ár 2002, mánudaginn 7. október kl. 9:00 var haldinn 42. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5 hæð.
Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli M. Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Einnig komu á fundinn: Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Bjarnason og Ólafur Stefánsson, Sigurður Ragnarsson, Stefán Haraldsson, Stefán A. Finnsson, Stefán Hermannsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist: Mál nr. 2002040018 1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24.09.2002, um staðfestingu borgarráðs varðandi umferð og bifreiðastöðu við Bergstaðastræti og Skólavörðustíg.
Mál nr. 2002020078 2. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 23.09.2002, um staðfestingu lögreglustjóra á 30 km svæðum í Folda- Árbæjar og Seláshverfi.
Mál nr. 2002010091 3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 23.09.2002, f.h. borgarráðs um staðfestingu lögreglustjóra á biðskyldu á Lindargötu við Frakkastíg.
Mál nr. 2002040033 4. Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 27.09.2002, um staðfestingu lögreglustjóra á banni við lagningu ökutækja á Skúlagötu austan Barónsstígs.
Mál nr. 2002050023 5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs dags. 30.09.2002, um auglýsingu á breytingu á hámarkshraða á nokkrum götum í Reykjavík og Mosfellsbæ, einnig lagt fram bréf varalögreglustjóra, dags. 25.09.2002, um sama efni.
Mál nr. 2002090025 6. Lagt fram bréf Bryndísar Halldórsdóttur, dags. 13.09.2002, um umferðaröryggi barna á leið yfir Stakkahlíð í Háteigsskóla. Vísað til verkfræðistofu RUT.
Mál nr. 2002040093 7. Lagt fram erindi íbúa við Rafstöðvarveg, dags. 25.04.2002, ásamt undirskriftarlista. Einnig lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT, dags. 5.09.2002, um málið. Frestað.
- Gísli Marteinn Baldursson, kom á fundinn kl. 09:10. - Kjartan Magnússon, kom á fundinn kl. 09:12.
Mál nr. 2002080022 8. Lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT, dags. 24.09.2002, um lagningu bíla við Ingólfsstræti norðan Hverfisgötu. Samþykkt.
Mál nr. 2002040068 9. Ólafur Bjarnson, forstöðumaður verkfræðistofu RUT kynnti stöðu mála varðandi Arnarnesveg og næstu skref og aðgerðir í málinu.
Mál nr. 2002050045 10. Sigurður Ragnarsson, verkefnisstjóri hjá Línuhönnun kynnti mislæg gatnamót Reykjanesbrautar við Stekkjarbakka og gönguleiðir um svæðið. Deiliskipulagsbreytingunni vísað til Skipulags- og byggingarsviðs. Samþykkt.
Mál nr. 2001120077 11. Lagt fram bréf verkfræðistofu RUT, dags. 01.10.2002, sem og minnisblað Línuhönnunar, dags. 09.03.2002 um gönguleið yfir rampa að Kringlunni vestan frá Miklubraut. Samþykkt.
Mál nr. 2001040174 2001020020 12. Lagt fram erindi Kristjáns Péturssonar, dags. 23.01.2002, varðandi gatnamót Rimaflatar og Strandvegar. Einnig lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT, dags. 02.10.2002, um málið. Samþykkt.
Mál nr. 2002080008 13. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 30.09.2002, um European mobility week. Einnig lagt fram bréf Haraldar Sigurðssonar, skipulagsfræðings á skipulags- og byggingarsviði, ódags. um þátttöku Reykjavíkurborgar í "European mobility week - in town without my car" árið 2003.
Mál nr. 2002100022 14. Lagður fram rafpóstur dags. 20.09.2002, um umferð um Leiðhamra og Lokinhamra, frá Guðrúnu Jónsdóttur. Vísað til verkfræðistofu RUT.
Mál nr. 2001110018 15. Lögð fram umsögn samgöngunefndar, dags. 04.10.2002, um Tjarnarkjallara og niðurstöður dómnefndar um tilboð í bílakjallara undir Tjörn. Frestað.
Mál nr. 2002070079 16. Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri bílastæðasjóðs kynnti bráðabirgðaframkvæmdir við Stjönubíósreitinn. Samþykkt.
Mál nr. 2002070065 Lagt fram að nýju erindi Lenu Helgadóttur, dags. 25.06.2002, um skammtímastæði fyrir rútur við Laugaveg 59, einnig lögð fram umsögn verkfræðistofu RUT um málið dags. 12.07.2002. Samþykkt.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 10.55.
Árni Þór Sigurðsson
Kjartan Magnússon
Gísli Marteinn Baldursson
Steinunn V. Óskarsdóttir
Haukur Logi Karlsson