Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð samgöngunefndar

Ár 2002, mánudaginn 16. desember kl. 09:00 var haldinn 47. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Borgartúni 3, 4. hæð.

Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Gísli Marteinn Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Leifur Eiríksson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Stefán A. Finnsson, Stefán Haraldsson, Stefán Hermannsson, .

Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Þetta gerðist: Mál nr. 2001060017 1. Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar dags. 04.12.02, varðandi samþykkt borgarráðs á biðskyldu við Barðastaði og Bakkastaði. Mál nr. 2002120014 2. Lagt fram bréf Jóns B. Guðlaugssonar, dags. 05.12.2002, varðandi beiðni um að bifreiðastöður verði bannaðar á Sunnuvegi Vestanverðum. Vísað til umsagnar Verkfræðistofu RUT.

Mál nr. 2002020091 3. Vegaáætlun - verkefni í Reykjavík. Ólafur Bjarnason, forstöðumaður Verkfræðistofu RUT, kynnti og gerði grein fyrir tillögum Reykjavíkurborgar.

4. Sundabraut - arðsemismat. Ólafur Bjarnason, forstöðumaður Verkfræðistofu RUT, gerði grein fyrir framkomnum hugmyndum.

5. Gjaldskylda í þingholtum. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 11.12.2002, varðandi niðurstöður nýrrar kynningar á tillögu dags. 28.01.2002 um gjaldskyldu í þingholtunum með hliðsjón af breyttum reglum um íbúakort. Einnig lögð fram samantekt, helstu dagsetningar ásamt yfirliti frá íbúum vegna kynningar um hugmyndir og gjaldskyldu í þingholtunum frá Leifi Eiríkssyni, starfsmanni bílastæðasjóðs, dags. 05.12.2002. Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs kynnti tillögurnar. Frestað.

Mál nr. 2002070079 6. Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs kynnti málið og lagði fram nýjar upplýsingar á minnisblaði dags. 16.12.2002, um nýtingu stæða á áhrifasvæði stjörnubíóreits. Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum tillaga framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 28.11.2002, varðandi tillögu um bílakjallara undir stjörnubíóreit. Fulltrúar Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd sátu hjá við afgreiðslu málsins. 7. Skólavörðustígur - kynning. Lagt fram bréf Sigurðar I. Skarphéðinssonar, gatnamálastjóra, ásamt yfirlitsuppdrætti dags. 13.12.2002, varðandi fyrirhugaða endurnýjun í miðborginni á næsta ári. Einnig lagt fram bréf Sigurðar I. Skarphéðinssonar, gatnamálastjóra, dags, 13.12.2002 varðandi breytingar er orðið hafa á Skólavörðustíg vegna nýlokinna framkvæmda, og fækkunar bílastæða á ákveðnum svæðum og ósk um 2 sérmerkt stæði fyrir starfsemi Hegningarhússins og Hvítabandsins. Ólafur Stefánsson, verkfræðingur á Gatnamálstofu. Einnig tillaga um að umferðarljós á mótum Ingólfsstrætis og Bankastrætis verði lögð niður.

8. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðismanna í samgöngunefnd frá 16.03.2002, varðandi starfshóp um átak í bílastæðamálefnum fyrir fatlaða. Tillaga formanns að Haraldur Logi Karlsson, Kjartan Magnússon og Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, skipi nefndina. Samþykkt samhljóða.

Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11:35.

Árni Þór Sigurðsson
Haukur Logi Karlsson
Steinunn V. Óskarsdóttir
Kjartan Magnússon
Gísli Marteinn Baldursson