Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2003, mánudaginn 20. janúar kl. 09:00 var haldinn 48. fundur samgöngunefndar Reykjavíkur í Skúlatúni 2, 5. hæð.
Þessir sátu fundinn: Gísli Marteinn Baldursson, Haukur Logi Karlsson, Hlín Sigurðardóttir, Kjartan Magnússon og Óskar Dýrmundur Ólafsson.
Einnig komu á fundinn: Ásgeir Eiríksson, Baldvin Baldvinsson, Haraldur Sigurðsson, Leifur Eiríksson, Ólafur Bjarnason, Ólafur Stefánsson, Stefán Finnsson, Stefán Haraldsson og Þorgrímur Guðmundsson.
Fundarritari var Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.
Þetta gerðist: Mál nr. 2001060017 1. Lagt fram bréf Jónínu Björgvinsdóttur, f.h. skrifstofu borgarstjórnar dags. 16.12.02, varðandi biðskyldu við Barðastaði og Bakkastaði. Mál nr. 2002110040 2. Lagt fram bréf Geirs Jóns Þórissonar f.h. Lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 27.11.2002 og bréf Guðbjarts Sigfússonar, dags. 15.11.2002, varðandi stöðubann við Þingholtsstræti. Samþykkt.
Mál nr. 2002090044 3. Lagt fram bréf Karls S. Valssonar f.h. Lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 13.12.2002, varðandi stöðubann á Vitstíg. Samþykkt.
Mál nr. 2003010035 4. Lagt fram bréf Stefáns Haraldssonar framkvæmdarstjóra Bílastæðasjóðs, dags. 13.01.2003, varðandi bílastæði við götukanta Skólavörðustígs milli Baldursgötu og Týsgötu. Frestað.
- Gísli M. Baldursson kom á fundinn kl. 09.10 - Kjartan Magnússon kom á fundinn kl. 09.12
Mál nr. 2002110028 5. Lagt fram bréf Þórarins Ragnarssonar f.h. Stekks ehf., dags. 11.01.2003 og 15.01.2003, varðandi umferð um Staldrið og vegatengingu. Frestað.
Mál nr. 2003010042 6. Lagt fram bréf Jóns Thordarssonar, formanns húsfélagsins Völundar, dags. 14.01.2003, varðandi umferð um Skúlagötu. Vísað til Verkfræðistofu RUT. Mál nr. 7. Gjaldskylda í Þingholtunum. Frestað.
Mál nr. 2002100134 8. Lagt fram erindi Emils Hilmarssonar, dags. 21.10.2002, og umsögn Verkfræðistofu dags. 14.01.2003, varðandi bætta gönguleið yfir Fjallkonuveg við Gagnveg. Samþykkt. Mál nr. 2002110070 9. Lagt fram erindi Friðberts Traustasonar, dags. 25.11.2002 og umsögn Verkfræðistofu dags. 13.01.2003, varðandi Hverafold og að auka öryggi gangandi vegfaranda. Vísað til umsagnar hverfisráðs Grafarvogs.
Óskar Dýrmundur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun: "Vegna öryggis gangandi vegfaranda við Hverafold. Lagt er til að erindinu verði vísað til hverfisráðs Grafarvogs. Um er að ræða botnlangagötur og umferð íbúa að mestu. Því er óskað eftir því að íbúar verði upplýstir og gerðir meðvitaðir um umferð gangandi vegfarenda og öryggi í umferðinni."
Mál nr. 2001050123 10. Lagt fram erindi (rafpóstur) Ágústu Rósu Finnlaugsdóttur, dags. 25.11.2002 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 13.01.2003, varðandi hraðahindrun við íþróttahúsið Fram. Samþykkt.
Mál nr. 2002090037 11. Umferðarkönnun 2002. Baldvin E. Baldvinsson yfirverkfræðingur á Verkfræðistofu RUT kynnti niðurstöðurnar.
Mál nr. 2002060044 12. Athugasemdir vegna umferðaröryggisáætlunarinnar. Baldvin E. Baldvinsson yfirverkfræðingur á Verkfræðistofu RUT kynnti innsendar athugasemdir.
Mál nr. 2001090088 13. Lagt fram bréf gatnamálstjóra dags. 17.01.2003, varðandi merkingar í borginni, svar við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi samgöngunefndar dags. 21.10.2002 og fyrirspurn Óskars Dýrmundar Ólafssonar.
Mál nr. 2002060035 14. Lagt fram bréf Sigurðar Friðrikssonar, framkvæmdarstjóra Félagsbústaða, dags. 07.06.2002. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra dags. 04.12.2002. Samþykkt.
Mál nr. 2002040025 15. Lagt fram erindi (rafpóstur) íbúa við Hrísateig 16, dags. 09.04.2002, varðandi leigubílastæði við Sundlaugarveg. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra dags. 17.01.2003 um málið. Samþykkt.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið kl. 11:00.
Óskar Dýrmundur Ólafsson
Haukur Logi Karlsson
Hlín Sigurðardóttir
Kjartan Magnússon
Gísli Marteinn Baldursson