Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2013, miðvikudaginn 14. Ágúst kl. 09:13, var haldinn 28. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman,Karl Sigurðsson, Diljá Ámundadóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 12. 19. og 26. júlí 1. og 9. ágúst 2013.

2. Hverfisgata 59, 61 og Frakkastígur 6B, breyting á deiliskipulagi (01.152.5) Mál nr. SN130235
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík

Lögð fram að nýju umsókn Hverfils ehf. dags. 10. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 59 og 61 við Hverfisgötu og 6b við Frakkastíg. Í breytingunni felst sameining lóða, bygging bílkjallara og loka undirgöngum samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 2. maí 2013. Erindi var í auglýsingu frá 14. júní til 25. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Helgi S. Gunnarsson og Ragnheiður Lárusdóttir dags. 19. júlí 2013, Landslagnir ehf., dags. 23. júlí 2013, Þóra Andrésdóttir , dags. 25. júlí 2013. Helgi S. Gunnarsson og Ragnheiður Lárusdóttir afturkalla sína athugasemd með bréfi, dags. 29. júlí 2013. Einnig lagt fram bréf hverfisráðs miðborgar, dags. 23. júlí 2013.
Athugasemdir kynntar

Valný Aðalsteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Sverrir Bollason tók sæti á fundinum kl. 9:22

3. Krosshamrar 5, breyting á deiliskipulagi (02.294.7) Mál nr. SN130267
Rúnar Ingi Guðjónsson, Álfholt 26, 220 Hafnarfjörður
Atli Már Agnarsson, Ásakór 4, 203 Kópavogur

Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Atla M. Agnarssonar dags. 29. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Krosshamra. Í breytingunni felst stækkun hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Rúm dags. 28 maí 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. júní til og með 10. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Kristjánsson dags. 27. júní 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2013.

Guðlaug Erna Jónsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
4. Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi (01.271.2) Mál nr. SN130337

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóli. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur ásamt tengigangi, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. ágúst 2013. Einnig er lagt fram bréf skólastjóra Háteigsskóla dags. 9. ágúst 2013.
Frestað
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir minnisblaði frá skóla- og frístundasviði um nauðsyn þess að færa til kennslustofur. Ráðið ítrekar þá stefnu borgarinnar að frístundastarf skuli fara fram innan veggja skólanna þar sem því verður við komið og telur þörf á rökstuðningi fyrir því að börn sem rúmast ágætlega fyrir hádegi innan veggja skólans geta ekki verið þar eftir hádegi.
Jafnframt óskar ráðið eftir almennum upplýsingum um húsnæðismál frístundaheimilanna:
a. Hversu mörg frístundaheimili eru inni í húsnæði skólanna?
b. Hversu mörg frístundaheimili eru í lausum kennslustofum?
c. Hversu mörg frístundaheimili eru í öðru húsnæði, s.s. utan skólans?
d. Hversu mörg frístundaheimili eru aðþrengd eða í húsnæði sem þyrfti að betrumbæta?

Helga Lund sat fundinn undir þessum lið.

5. Einholt-Þverholt, deiliskipulag (01.244.3) Mál nr. SN130238

Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 26. júní 2013, breytt 11. ágúst 2013. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur dags. 26. júní 2013 breytt 11. ágúst 2013. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 5. til 18. júlí 2013. Athugasemdir og ábendingar sendu: Sigurður A. Sigurðsson og Árný L. Sigurðardóttir, dags. 8. júlí 2013, Þórarinn Hauksson dags. 9., 10. og 12. júlí 2013, Eygló Guðjónsdóttir og Magnús Steinarsson dags. 18. júlí 2013.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6. Úlfarsárdalur, hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla (02.6) Mál nr. SN120553
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram til kynningar forsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. í ágúst 2013 vegna hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal ásamt tillögu að dómnefnd .
Frestað.
Kynna skal forsögn og tillögu að dómnefnd fyrir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:08.

Nikulás Úlfar Másson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 739 frá 16. júlí 2013. Fundargerð nr. 740 frá 23. júlí 2013 , fundargerð nr. 741 frá 30. júlí 2013 og fundargerð nr. 742 frá 13. ágúst 2013.

8 Tryggvagata 16, Biðskýli (01.132.104) Mál nr. BN046233
AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2013 þar sem sótt er um tímabundið leyfi fyrir fjögur biðskýli við Sæbraut/Kalkofnsveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað þar til nánari útfærsla á akstri Strætó bs. um Hverfisgötu liggur fyrir.

Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

(C) Fyrirspurnir

9. Kambavað 1-3, (fsp) stækkun á lóð (04.733.6) Mál nr. SN130231
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Ármúla 1, 108 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2013 var lögð fram fyrirspurn Kristins Ragnarssonar dags. 7. maí 2013 varðandi stækkun lóðarinnar nr. 1-3 við Kambavað. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar Minjastofnunnar og borgarminjavarðar og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. júlí 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 10. júlí 2013.
Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað, sem síðan verður auglýst.

Valný Aðalsteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

10. Laugavegur 34A og 36, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN130347
Kolefni ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2013 var lögð fram fyrirspurn Kolefna ehf. dags. 11. júlí 2013 varðandi byggingu á baklóðum húsanna á lóðunum nr. 34A og 36 við Laugaveg, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. ódags.
Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað, sem síðan verður auglýst.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

(D) Umhverfis- og samgöngumál

11. Gámaþjónustan hf., starfsleyfi Mál nr. US130201
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram erindi heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags 2. júlí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs hvort það samrýmist stefnu borgarinnar um meðferð úrgangs í Reykjavík að veita Gámaþjónustinni hf. starfsleyfi.
Frestað.

12. Skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar, Mál nr. US130156
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 28. maí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á tillögu stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur um að Skógræktarfélag Reykjavíkur taki til umsjónar skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar.
Frestað.

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið

13. Hofsvallagata, umræður Mál nr. US130203

Umræður um framkvæmdir á Hofsvallagötu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:
#GLLagt er til að umhverfis og skipulagssvið boði til almenns íbúafundar strax á næstu dögum um breytingar á skipulagi Hofsvallagötu og framkvæmdir á götunni í tengslum við það. Fyrst og fremst verði tilefni fundarins að kalla eftir samráði, hugmyndum og athugasemdum frá íbúum hverfisins. Á fundinum verður hlustað eftir skoðunum íbúa, þær ræddar í Umhverfis- og skipulagsráði og brugðist við þeim eftir því sem þurfa þykir. Þær verði einnig fóður í umræður um framtíðarfyrirkomulag götunnar. Óskað er eftir því að formaður og/eða varaformaður Umhverfis- og skipulagsráðs sitji fundinn.

Framkvæmdum við götuna verði ekki frestað þar til fundur hefur verið haldinn, enda þær farnar af stað og því fylgir aukinn kostnaður að stöðva þær og setja af stað aftur síðar. Athygli er vakin á því að umræddar framkvæmdir eru til bráðabrigða.#GL
Samþykkt

14. Strætó bs., leiðarkerfisbreytingar 2014 Mál nr. US130059
Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík

Lagt fram bréf Strætó bs. dags. 4. febrúar 2013 varðandi leiðarkerfisbreytingar hjá Strætó árið 2014. Einnig eru lagðar fram umsagnir hverfisráðs Háaleitis og Bústaða dags. 17. maí 2013, hverfisráðs Laugardals dags. 27. maí 2013.
Frestað.

15. Vesturlandsvegur- Grundarhverfi, breyting á hringvegi Mál nr. US130202

Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. ágúst 2013 ásamt tillögu Vegagerðarinnar varðandi breytingu á hringveginum við Grundarhverfi. Í breytingunni felst að eingöngu verði hægt að beygja út úr Klébergsskólavegi inn á Hringveg til hægri. Klébergsskólavegur verði jafnframt mótaður þannig að aðeins verði hægt að beygja af honum
til hægri inn á Hringveg, en ekki verði hægt að beygja af Hringvegi inn á Klébergsskólaveg. Ennfremur felur tillagan í sér að malbika axlir við Klébergsskólaveg og setja vegrið í miðjan Hringveg til að loka fyrir beygjur til vinstri. Tillagan felur einnig í sér að lengja vinstribeygjuvasa á Hringvegi við Brautarholtsveg.
Vísað til umsagnar hjá hverfisráði Kjalarnes.

16. Fjarðarsel 2-18, áskorun vegna bílastæða Mál nr. US130154
Páll Þór Kristjánsson, Fjarðarsel 18, 109 Reykjavík
Sindri Sveinsson, Fjarðarsel 16, 109 Reykjavík

Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs um bann við að leggja bílum í Flúðaseli beggja vegna götunnar frá Seljabraut vestur fyrir Fjarðarsel og að beygju á Flúðaseli.

17
Orrahólar, stöðubann Mál nr. US130158
Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs um stöðubann verði við vesturkant Orrahóla frá Krummahólum að bílastæði í suðurenda götunnar og við austurkant frá innkeyrslu að Orrahólum 7 að Norðurhólum

18. Bergstaðastræti, einstefna Mál nr. US130165

Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs að einstefna verði á Bergstaðastræti til norðurs frá Skólavörðustíg að Laugavegi.

19. Njarðargata, stöðubann Mál nr. US130164

Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs að bannað verði að leggja bílum við suðurkant Njarðargötu frá Þórsgötu að Eiríksgötu.

20. Skothúsvegur, stöðubann Mál nr. US130159

Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs að stöðubann verði við norður- og suðurkant Skothúsvegar frá Suðurgötu að Fríkirkjuvegi.

(E) Ýmis mál

21. Umhverfis- og skipulagssviðs, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna umhirðu borgarlands Mál nr. US130186

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur svohljóðandi
Tillögunni fylgir greinargerð.
Þriðja árið í röð er grassláttur og almenn umhirða á opnum grænum svæðum og við umferðagötur í borginni langt frá því að vera viðunandi. Augljóslega er betur að þessu staðið í nærliggjandi sveitarfélögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir. Því er lagt til að þegar verði gert átak í því að koma þessum málum í betra horf.
Einnig er lögð fram greinargerð skrifstofustjóra reksturs og umhirða borgarlands dags í júlí 2013.
Tillagan felld með 6 atkvæðum Fulltrúa Besta flokksins Elsu Hrafnhildar Yeoman, Diljár Ámundadóttur og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífilis Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur.

Fulltrúar Besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman, Diljá Ámundadóttir og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu:
„Samkvæmt mati skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlandsins er ástandið vel viðunandi hvað grasslátt og umhirðu borgarlandsins varðar. Í sumar hefur verið ráðist í atvinnuátaksverkefni til að bæta umhirðu borgarlandsins til viðbótar við það sem fyrir lá í fjárhagsáætlun. Að forgangsraða frekari fjármunum til þessara verka er ekki ráðlegt, enda yrði það á kostnað annarra og brýnni verkefna. Þá liggja ekki fyrir nein gögn sem sýna fram á að betur sé að þessum málum staðið í nærliggjandi sveitarfélögum. Óski tillöguflytjendur eftir breytingum á þessum málum er þeim í lófa lagið að leggja fram tillögu þess efnis við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu:
„Öllum borgarbúum er ljóst að sleifarlag hefur verið við grasslátt og almenna umhirðu borgarlandsins í sumar. Það kom raunar einnig fram í munnlegum svörum á þessum fundi að nokkur misbrestur hefði orðið á grasslætti snemmsumars. Fullyrðingar um að grassláttur hafi gengið eins og í sögu eru því ekki réttar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillögu sína um áttak í grasslætti fram þann 3. júlí og það er eftir öðru í þessu máli að það hafi tekið meirihlutann 6 vikur að svara því hvort hann hyggðist slá grasið í borginni almennilega. Efnislega virðist svarið vera nei“

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 13:27 þá var einnig búið að afgreiða liði 14 til 59.

Fulltrúar Besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman, Diljá Ámundadóttir og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskuðu bókað:
#GLSkiptar skoðanir eru um hvernig standa skuli að grasslætti og almennri umhirðu borgarlandsins. Einhverjum þykir of lítið slegið, öðrum of mikið slegið og enn aðrir eru sáttir við stöðu mála. Þetta mál snýst um forgangsröðun fjármuna og er það mat fulltrúa SamBesta og VG að hún sé rétt í þessu tilviki.#GL

22. Ölfus/Grafningur, deiliskipulag við Bolaöldur Mál nr. SN130325
Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn

Lagður fram að nýju tölvupóstur skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Ölfusar dags. 28. júní 2013 þar sem kynnt er tillaga að deiliskipulagi fyrir aksturskennslusvæði og vélhjólaakstursbrautir við Bolaöldur á Ölfusi. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 3. júní 2013 og uppdr. 1 og 2 Landmótunar dags. 3. júní 2013. Erindi var vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. júlí 2013.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. júlí 2013.

Árný Sigurðardóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið.

23. Kjalarnes, framkvæmdaleyfi Mál nr. SN130340
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2013 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 5. júlí 2013 um að grafa meðfram gamla Vesturlandsveginum við Kjalarnes. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og c liðar 12. gr. samþykktar fyrir umhverfis- og skipulagsráð.
Gunnar Sigurðsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

24. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í júlí 2013.

25. Betri Reykjavík, fleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk Mál nr. US130142
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Umhverfismál #GLFleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk#GLásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013 samþykkt

26. Betri Reykjavík, Minnkum svifryks- og hljóðmengun með barrtrjám Mál nr. US130180
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efst í málaflokknum Umhverfi #GLMinnkum svifryks- og hljóðmengun með barrtrjám #GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31.maí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. júlí 2013.
Tekið er jákvætt í tillöguna með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. júlí 2013.

27. Betri Reykjavík, Hrein borg - fögur borg Mál nr. US130179
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd maímánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfismál #GLHrein borg - fögur borg#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31.maí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013.
Tekið er jákvætt í tillöguna með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013.

28. Betri Reykjavík, bekki í Hólahverfið Mál nr. US130144
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd í flokknum Ýmislegt af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. apríl 2013 #GL Bekki í Hólahverfið#GL ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013.
Tillögunni vísað til fjárhagsáætlunar framkvæmda og viðhalds mannvirkja með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013.
29. Betri Reykjavík, Almenningshjólaleiga Mál nr. US130195
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur ú flokknum Samgöngur #GLAlmenningshjólaleiga#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. ágúst 2013.
Ekki er fallist á tillöguna með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. ágúst 2013.

30. Betri Reykjavík, Nýtt hverfisskipulag- Stuðlar að sjálfbæru, vistvænu hverfi Mál nr. US130197
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 úr flokknum Skipulag #GLNýtt hverfisskipulag- Stuðlar að sjálfbæru, vistvænu hverfi#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. ágúst 2013.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. ágúst 2013 samþykkt.

31. Betri Reykjavík, Bekkur við fiskbúðina Freyjugötu Mál nr. US130198
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi #GLBekkur við fiskbúðina Freyjugötu#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Tillögunni vísað til fjárhagsáætlunar framkvæmda og viðhalds mannvirkja.

32. Betri Reykjavík, Snyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla Mál nr. US130194
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 úr flokknum Framkvæmdir #GLSnyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs

33. Betri Reykjavík, Aukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar Mál nr. US130196
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur ú flokknum Samgöngur #GLAukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs

34. Betri Reykjavík, Hafa meira af fallegum útisvæðum/ görðum í úthverfum Mál nr. US130199
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi #GLHafa meira af fallegum útisvæðum/ görðum í úthverfum#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til yfirstandandi hverfaskipulagsvinnu umhverfis- og skipulagssviðs

35. Betri Reykjavík, Sekta þá sem henda frá sér sígarrettum á gangstéttir Mál nr. US130200
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fimmta efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi #GLSekta þá sem henda frá sér sígarrettum á gangstéttir#GL sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs

36. 1.172.0 Brynjureitur, kæra (01.172.0) Mál nr. SN130345
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. júlí 2013 ásamt kæru vegna samþykktar deiliskipulags Brynjureits í umhverfis- og skipulagsráði 22. maí 2013.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

37. Njarðargata 25, kæra 73/2013 (01.186.5) Mál nr. SN130367
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 19. júlí 2013 vegna samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013 á breyttu deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðar nr. 25 við Njarðargötu.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

38. Njarðargata 25, kæra 75/2013 (01.186.5) Mál nr. SN130381
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 14. júlí 2013 vegna samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013 á breyttu deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðar nr. 25 við Njarðargötu.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

39. Ægisíða 74, kæra (01.545.0) Mál nr. SN130383
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 16. júlí 2013 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. mars 2013 um veitingu leyfis til breytinga á þaki Ægisíðu 74.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

40. Þingholtsstræti 18, kæra 40/2013, umsögn (01.180.0) Mál nr. SN130351
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. apríl 2013 ásamt kæru, dags. 21. apríl á samþykkt byggingarfulltrúa frá 19. mars 2013 þar sem samþykkt var umsókn þar sem sótt var um samþykki fyrir áður gerðri klæðningu á austur - og vesturhlið Þingholtsstrætis 18, á lóðinni Lækjargata MR. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 11. júlí 2013.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. júlí 2013 samþykkt.

41. Búðavað, gestabílastæði, kæra 16/2013 umsögn (04.79) Mál nr. SN130103
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. febrúar 2013 ásamt kæru dags. 14. febrúar 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. janúar s.l. varðandi gestabílastæði við Búðavað. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, lögfræðideild dags. 12. apríl 2013.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. júlí 2013 samþykkt.

42. Guðrúnargata 8, kæra, umsögn, úrskurður Mál nr. SN120459
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2012 ásamt kæru dags. 9. október 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu. Einnig lögð fram umsögn lögfræðings Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. mars 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. júlí 2013.
Úrskurðarorð:
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 um að veita byggingarleyfi til að setja hurð í stað glugga á suðurgafl bílskúrs á lóð að Guðrúnargötu 8 og loka dyrum á vesturgafli hans.

43. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 Mál nr. SN110200
Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013, vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. að uppfæra aðalskipulagstillöguna og önnur skipulagsgögn, með vísan til framlagðra gagna, fyrir auglýsingu hennar. Jafnframt er samþykkt að minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs verði til kynningar með tillögunni á auglýsingatíma hennar, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. l. nr. 123/2010, en borgarstjórn samþykkti tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 í auglýsingu þann 4. júní sl., að undangenginni afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs þann 3. júní.

44. Fegrunarnefnd, tilnefningar 2013 Mál nr. SN130334

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. á tilnefningum fegrunarnefndar Reykjavíkur um viðurkenningar vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum.

45. Fiskislóð 11-13 og 47, breyting á deiliskipulagi (01.089.1) Mál nr. SN130290
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 21. og 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um auglýsingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 11-13 og 47 við Fiskislóð.

46. Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi (01.0) Mál nr. SN120436

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 á auglýsingu Vesturbugtar sem afmarkast af Ánanaustum í vestri og Slippnum í austri.

47. Grandavegur 44, breyting á deiliskipulag (01.520.4) Mál nr. SN130055

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðarinnar nr. 44 við Grandaveg.

48. Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi (01.118.5) Mál nr. SN130075

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits.

49. Holtavegur 11, breyting á deiliskipulagi (01.411.1) Mál nr. SN130143
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. á breytingu á deiliskipulagi Þróttarsvæðis vegna lóðarinnar Holtavegur 11.

50. Jafnasel 1-3, breyting á deiliskipulagi (04.993) Mál nr. SN130336

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um breytingu á deiliskipulagi Jafnasels vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Jafnasel.

51. Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar (01.140.4) Mál nr. SN120528

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Landsímareits.

52. Mýrargata, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 (01.13) Mál nr. SN130115

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um að falla frá stokkalausn á Mýrargötu í aðalskipulagi 2001-2024. Einnig lagðar fram umsagnir eftirfarandi: Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. júlí 2013, Vegagerðarinnar, dags. 22. júlí 2013 og Umhverfisstofnunar, dags. 30. júlí 2013.

53. Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi (01.13) Mál nr. SN130122

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Nýlendureits.

54. Njálsgötureitur 3, deiliskipulag (01.190.3) Mál nr. SN130157

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Njálsgötureits 3.

55. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats Mál nr. SN130293
Samtök sveitarfél höfuðborgarsv, Hamraborg 9, 200 Kópavogur

Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 á umsögn verkefnisstjóra svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

56. Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, breyting á deiliskipulagi (01.6) Mál nr. SN130102
Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
THG Arkitektar ehf., Faxafeni 9, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna flugstjórnarmiðstöðvar.

57. Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.132.0) Mál nr. SN130211

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. um auglýsingu á tillögu varðandi endurskoðun deiliskipulags Norðurstígsreits.

58. Suðurhlíðar 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi (01.780) Mál nr. SN130328

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 9 við Suðurhlíð, Klettaskóla.

59. Öskjuhlíð, Ásatrúarfélagið, breyting á deiliskipulagi (01.76) Mál nr. SN130182
Ásatrúarfélagið, Pósthólf 8668, 128 Reykjavík
Hilmar Örn Hilmarsson, Blikastígur 3, 225 Álftanes

Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Ásatrúarfélagsins.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:45.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson

Diljá Ámundadóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman

Karl Sigurðsson Sóley Tómasdóttir

Sverrir Bollason Gísli Marteinn Baldursson

Hildur Sverrisdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 30. júlí kl. 09.37 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 741. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Gunnar Ólafur Gunnarsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson
Fundarritari var : Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Austurstræti 12A (01.140.408) 100851 Mál nr. BN046243
Almitra ehf., Austurstræti 12a, 101 Reykjavík
Reitir IV ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir borðum fyrir útiveitingar til 48 gesta Vallarstrætismegin við veitingahús á lóð nr. 12A við Austurstræti.
Erindi fylgir bréf frá Reitum IV dags. 1. júlí 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Ármúli 1 (01.261.401) 103510 Mál nr. BN046276
Á1 ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 80 cm. háan stoðvegg að lóðarmörkum við Háaleitisbraut, fyrirkomulagi bílastæða breytt, byggt sorpgerði og útbúin hjólastæði á lóð nr. 1 við Ármúla.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Baldursgata 30 (01.186.212) 102241 Mál nr. BN046367
SS Verk ehf., Haukdælabraut 2, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi BN045844 er varðar staðsetningu þvottavélar á baðherbergi í íbúð 0201 í húsi á lóð nr. 30 við Baldursgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

4. Bauganes 31A (01.673.020) 205181 Mál nr. BN046356
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Tómasarhagi 19, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 31A við Bauganes.
Stærð: 1. hæð bílgeymsla 24,9 ferm., íbúð 105,1 ferm., 2. hæð íbúð 130 ferm.
Samtals 234,3 ferm., 820,5 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Bergstaðastræti 28A (01.184.316) 102055 Mál nr. BN045111
Sigríður Halldórsdóttir, Bergstaðastræti 28a, 101 Reykjavík
Sótt er leyfi fyrir áður gerðri íbúð þar sem fyrir 1999 var hárgreiðslu- og snyrtistofa á fyrstu hæð í húsi á lóð nr. 28A við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 8.500 + 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

6. Bergþórugata 15 (01.190.221) 102424 Mál nr. BN046339
Björn Valdimarsson, Mánatún 3, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN044775 sem felast í að færa geymslu úr rými 0301 í rými 0201 sem bæði eru hluti af íbúð 0201 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 15 við Bergþórugötu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

7. Bíldshöfði 20 (04.065.101) 110673 Mál nr. BN046340
Síminn hf., Ármúla 25, 108 Reykjavík
Smáragarður ehf., Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp þrjú farsímaloftnet á útveggi austur- vestur og norður hússins á lóð nr. 20 við Bíldshöfða.
Samþykki eigenda húss dags. 21. Júní 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Bíldshöfði 5A (04.055.603) 110561 Mál nr. BN046280
BR fasteignafélag ehf, Bíldshöfða 5a, 110 Reykjavík
Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Vegna lokaúttektar er sótt um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi og útliti hússins á lóðinni nr. 5A við Bíldshöfða.
Bréf hönnuðar dags. 2. júlí 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Bíldshöfði 8 (04.064.001) 110667 Mál nr. BN046281
Brimborg ehf., Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík
Vegna athugasemda við úttekt er sótt um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 8 við Bíldshöfða.
Stigum á aðra hæð og björgunaropi hefur verið breytt, brunaslöngur færðar inn á uppdrátt og gólfniðurföll fjarlægð.
Bréf hönnuðar dags. 2. júlí 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningu.

10. Blönduhlíð 9 (01.704.216) 107096 Mál nr. BN046204
Ásmundur Ísak Jónsson, Blönduhlíð 9, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á þaki fjölbýlishúss á lóð nr. 9 við Blönduhlíð.
Stærðir, stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Stærðir eftir stækkun: 418,4 ferm., 1.226,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Gera þarf betur grein fyrir erindinu.

11. Blönduhlíð 9 (01.704.216) 107096 Mál nr. BN046355
Ásmundur Ísak Jónsson, Blönduhlíð 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja lagnakjallara undir bílgeymslu, sbr. erindi BN044180, ásamt tröppum með austurhlið við fjölbýlishúsið á lóð nr. 9 við Blönduhlíð.
Stærðir stækkun: 35,8 ferm. og 84,8 rúmm. brúttó.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

12. Dyngjuvegur 2 (01.383.201) 104846 Mál nr. BN046321
Þórdís Edwald, Dyngjuvegur 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyf til koma fyrir staðsteyptri setlaug með læsanlegu loki og byggja timburpall við útgang úr stofu hússins á lóðinni nr. 2 við Dyngjuveg.
Sbr. erindi BN0364859.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Geirsgata 11 (01.117.204) 100080 Mál nr. BN046329
Agnes Guðmundsdóttir, Nesvegur 119, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að koma auglýsingaskiltum fyrir á húsi á lóð nr. 11 við Geirsgötu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Grettisgata 16 (01.182.110) 101826 Mál nr. BN046349
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, Grettisgata 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN044536 þannig að brunaskilgreining á svalagólfi breytist á húsinu á lóð nr. 16 við Grettisgötu.
Bréf frá hönnuði dags. 11. júlí 2013 og bréf frá brunahönnuði dags. 10. Júní 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Hagamelur 38 (01.540.315) 106308 Mál nr. BN046270
Baldvin Einarsson, Hagamelur 38, 107 Reykjavík
Sigrún Steingrímsdóttir, Ægisíða 44, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að brjóta hluta úr burðarvegg og breyta innra fyrirkomulagi íbúðar 0201 í húsinu á lóðinni nr. 38 við Hagamel.
Samþykki meðeigenda (ódags.) fylgir erindinu. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. júlí fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Haukdælabraut 11-15 (05.113.305) 214786 Mál nr. BN045949
Monika Sigurlaug Baldursdóttir, Hverafold 46, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt raðhús, þrjá matshluta, á einni hæð með kjallara undir vesturhluta (mhl. 03) á lóð nr. 11-15 við Haukdælabraut.
Farið er fram á að erindið BN045137 verði fellt úr gildi.
Bréf frá hönnuði dags. 12. maí 2013 og frá eiganda dags. 4. júlí 2013 fylgja erindinu. Útreikningur á varmatapi fylgir erindinu. Bréf frá umsækjanda dags. 19. júlí 2013
Stærð: Mhl. 01: Íbúð 172,7 ferm., bílgeymsla 26,7 ferm. Samtals 199,4 ferm., 739,2 rúmm.
Mhl. 02: Íbúð 171,3ferm., bílgeymsla 26,7 ferm. Samtals 198,0 ferm., 738,9 rúmm.
Mhl. 03: Kjallari 80,3 ferm., 1. hæð íbúð 132,3 ferm., bílgeymsla 26,7 ferm. Samtals 239,3
239,3 ferm., 1006,1 rúmm.
Mhl. 01, 02, 03: 636,7 ferm., 2484,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Hjallavegur 68 (01.384.017) 104879 Mál nr. BN046271
Gestur Páll Reynisson, Hjallavegur 68, 104 Reykjavík
Inga María Vilhjálmsdóttir, Hjallavegur 68, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í tvíbýlishús og fá samþykkta áður gerða íbúð í kjallara og til að gera dyr út í garð frá 1. hæð í húsi á lóð nr. 68 við Hjallaveg.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 26. apríl 1945 og fsp. dags. 26. febrúar 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Holtsgata 24 (01.134.320) 100369 Mál nr. BN046131
Katrín Bára Elvarsdóttir, Holtsgata 24, 101 Reykjavík
Kristinn Rúnar Þórisson, Holtsgata 24, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN043534 sem fjallar um að byggja tvo kvisti á bakhlið og innrétta þar vinnuherbergi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Holtsgötu.
Samþykki meðeigenda fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 21. júní til 19. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 26. júlí 2013 fylgir með erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

19. Hólmaslóð olíustöð 1 (01.085.001) 100001 Mál nr. BN046341
Skeljungur hf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa geymi 11, steypa þró fyrir nýjan geymi úr stáli fyrir etanól á lóð Olíustöðvarinnar nr. 1 við Hólmaslóð.
Jafnframt er erindi BN046258 dregið til baka.
Erindi fylgir brunahönnun frá Mannvit dags. 11. júlí 2013.
Niðurrif, geymir 11: 1.379,7 rúmm.
Nýr geymir: 115,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN046316
Greifinn ehf., Hringbraut 119, 101 Reykjavík
Vestur Hár og snyrtistofa ehf., Hringbraut 119, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tveggja hæða atvinnurými 0102 í hárgreiðslu og snyrtistofu í húsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Hverfisgata 19 (01.151.410) 101004 Mál nr. BN045879
Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Framkvæmdasýsla ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja leikmunageymslu og vörumóttöku að hluta til á tveimur hæðum við austurhlið Þjóðleikhússins á lóð nr. 19 við Hverfisgötu.
Jafnframt er gerð grein fyrir breyttri matshlutaskiptingu, þar sem smíðaverkstæðið verður matshluti 03.
Erindi fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 31. maí 2013 og Minjastofnunar dags. 12. júní 2013.
Stækkun: 241 ferm., 1.093,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Hverfisgata 20 (01.171.008) 101354 Mál nr. BN046351
Amen ehf., Laugavegi 3, 101 Reykjavík
Jón Carl Friðrik ehf, Hverfisgötu 20, 101 Reykjavík
Dóra Takefusa, Hverfisgata 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingahús í flokki III og byggja timburverönd að vesturhlið hússins á lóðinni nr. 20 við Hverfisgötu.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2013 fylgir erindinu. Skv. umsögn skipulagsfulltrúa er opnunartími heimilaður til kl. 01:00 alla daga vikunnar. Hámarksgestafjöldi er 110 manns í sal og 20 manns á útipalli, alls 130 manns. Samþykki eiganda dags. 19. júní 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN046189
Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og breyta skv. samþykktu deiliskipulagi, lyfta og bæta við kjallara sem verður staðsteyptur ásamt 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 28 við Hverfisgötu.
Stærðir samtals fyrir breytingu: 362,4 ferm., 1.034 rúmm.
Stækkun: 129 ferm., 406,4 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 491,4 ferm., 406,4 rúmm.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 12. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 07. júlí 2013, einnig ódags. greinargerð vegna endurbóta á burðarvirki og klæðningum ásamt bréfi arkitekts dags. 16.7. 2013 fylgja með erindinu.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hverfisgata 56 (01.172.103) 101441 Mál nr. BN046376
Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa gólfplötu í vestasta hluta fyrstu hæðar þar sem áður var bíósalur í verslunar- og skrifstofurhúsi á lóð nr. 56 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

25. Hverfisgata 59-59A (01.152.516) 101088 Mál nr. BN046326
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja lyftuhús á bakhlið og gera nýjan inngang og tröppur, jafnframt er gerð grein fyrir lokun á undirgangi í kjallara og á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 59-59A við Hverfisgötu.
Stækkun: xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Hverfisgata 98 (01.174.101) 101579 Mál nr. BN046201
Fish Spa Iceland ehf., Hverfisgötu 98, 101 Reykjavík
Sólland ehf, Hrauntungu 9, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN046047 þannig að brunakröfur breytast í húsinu á lóð nr. 98 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046313
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innanhúss í kjallara mhl. 04 rými 0006 þar sem búningsklefinn verður stækkaður, komið verður fyrir hjólageymslu, skjalageymslu og húsgagnageymslu í húsinu á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Bréf frá hönnuði dags. 16. Júlí 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046249
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi lóðar, fjölga bílastæðum úr 603 í 652, hjólastæðum og skýlum fjölgað, komið fyrir sorpgerðum fyrir flokkað sorp, #GLgörðum#GL fjölgað og göngu- og hjólaleiðir bættar á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Ingólfsstræti 20 (01.180.111) 101687 Mál nr. BN046337
Sigríður Erla Gunnarsdóttir, Ingólfsstræti 20, 101 Reykjavík
Vigfús Halldórsson, Biskupsgata 3, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem fela í sér að ekki eru byggðir kvistir á norðurenda þaks sbr. erindi BN043627 einbýlishússins á lóð nr. 20 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Kirkjusandur 2 (01.345.101) 104043 Mál nr. BN046346
D-1 ehf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
EFF 1 ehf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í hluta 5. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 2 við Kirkjusand.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

31. Laugarásvegur 36 (01.383.303) 104861 Mál nr. BN046347
Hagmiðlun ehf., Grandagarði 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja verönd, koma fyrir setlaug, fjölga bílastæðum og breyta fyrirkomulagi á einbýlishúsalóðinni nr. 36 við Laugarásveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Laugavegur 105 (01.240.005) 102974 Mál nr. BN046323
Hostel LV 105 hf., Hafraþingi 5, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta flokkun gististaðar, sjá erindi BN045029, úr flokki II, gistiskáli án veitinga, í flokk IV, gististaður með minibar á 3. 4. og 5. hæð húss á lóð nr. 105 við Laugaveg.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrætti.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Laugavegur 18B (01.171.502) 101418 Mál nr. BN046362
Around Iceland ehf, Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnes
Laugaverk ehf, Tjarnastíg 20, 170 Seltjarnarnes
Vegna athugasemda við lokaúttekt er sótt um breytingu á eldvörnum (sbr. erindi BN046120) í húsinu á lóðinni nr. 18B við Laugaveg.
Einungis er um breytingu á texta erindislýsingar að ræða.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Laugavegur 21 - Klapp (01.171.108) 101374 Mál nr. BN046348
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í kjallara, á 1. og 2. hæð veitingahússins á lóð nr. 21 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Laugavegur 70 (01.174.204) 101607 Mál nr. BN044784
Sigurgeir Sigurjónsson ehf., Hverfisgötu 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta snyrtistofu í rými 0101 þar sem tekið er í notkun áður uppfyllt rými í húsinu á lóð nr. 70 við Laugaveg.
Bréf frá hönnuði dags. 1. júlí 2013, samþykki meðeiganda dags. 1. júlí og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. júlí 2013 fylgja erindi.
Stækkun: 6,9 ferm., 15,0 rúmm.
Gjald kr. 8.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

36. Logafold 50 (02.876.206) 110442 Mál nr. BN045679
Viktor Pétursson, Logafold 50, 112 Reykjavík
Guðmundur Helgi Gíslason, Logafold 50, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í tvíbýlishús, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 50 við Logafold.
Erindinu fylgir þinglýstur kaupsamningur dags. 21. febrúar 2003 og skýringar eigenda dags. 22. júlí 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Lyngháls 5 (04.324.001) 111040 Mál nr. BN046187
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN044779 þannig að komið er fyrir skrifstofu og lager í rými 0202, gluggar og vöruhurð á suðurhlið breytast og milliloft yfir einingunni er fjarlægt og minnkar því flatamál hússins á lóð nr. 5 við Lyngháls.
Minnkun um 40,0 ferm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Meistaravellir 9-13 (01.523.003) 105991 Mál nr. BN046279
Meistaravellir 9-13,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalalokanir og klæða með sléttri álklæðningu suðurhlið hússins á lóðinni nr. 9-13 við Meistaravelli.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 6. júlí 2013, viðgerðartillögur frá Verksýn dags. í mars 2013, minnisblað frá verkfræðistofunni EFLU dags. 14. mars 2013, fundargerð húsfélagsi dags. 6. nóvember 2012 og samþykki eigenda dags. 19. október 2012.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 29. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013 fylgja með erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

39. Melavellir (00.013.002) 125655 Mál nr. BN046289
Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja kjúklingaeldishús, mhl. 08 sunnan við núverandi byggingar á jörðinni Melavöllum, landnr. 125655 á Kjalarnesi.
Erindi fylgir matsskýrsla verkfræðistofunnar Eflu dags. í apríl 2009.
Stærð: 1.767,3 ferm., 23.322,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

40. Nethylur 2 (04.232.802) 110856 Mál nr. BN046288
Margrét Arna Arnardóttir, Elliðavað 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi yogaæfingastöðvar á fyrstu hæð matshluta 01 á lóðinni nr. 2 við Nethyl.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Nethylur 2 (04.232.802) 110856 Mál nr. BN046357
Vellir ehf, Lundi 3, 200 Kópavogur
Vegna eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir reyndarteikningu af matshluta 01 í verslunarhúsi á lóð nr. 2 við Nethyl.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Ránargata 7A (01.136.206) 100542 Mál nr. BN046227
Ránargata 7a,húsfélag, Ránargötu 7a, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri séreign (ósamþ. íbúð) í kjallara og núverandi innra fyrirkomulagi á fyrstu, annarri og þriðju hæð fjölbýlishússins á lóðinni nr. 7A við Ránargötu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 5. apríl 2013 og afsalsbréf dags. 26. nóvember 1982 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda í húsi og samþykki eigenda Ránargötu 9A (vegna sorpgeymslu í undirgangi húsanna) fylgja erindinu á teikningum.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Skólavörðustígur 5 (01.171.308) 101408 Mál nr. BN046172
Ófeigur Björnsson, Skólavörðustígur 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til stækkunar svala á suð-vesturhlið hússins á lóðinni nr. 5 við Skólavörðustíg.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 9. júní 2013, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. júní 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 20. júní 2013.
Einnig fylgja samþykki lóðarhafa Skólavörðustígs 3A og bréf umsækjanda með rökstuðningi hvorutveggja ódagsett, útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 5. júlí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5.júlí 2013. Svo fylgja einnig með bréf skipulagsfulltrúa frá 26. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júlí 2013.Gjald kr. 9.000
Frestað.
Með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2013.

44. Suðurlandsbraut 12 (01.263.004) 103521 Mál nr. BN046162
Reykjavík Lights Hotel ehf., Mánalind 5, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta bílastæðum þannig að þeim verður fækkað um 12 og komið er fyrir aðstöðu fyrir rútur, leigubíla og tveimur bílastæðum fyrir fatlaða á lóð nr. 12 við Suðurlandsbraut.
Bréf frá hönnuði dags. 5. júlí 2013 fylgir erindi. Einnig fylgir með erindi útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 25. júlí 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24.07.2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa frá 24. júlí 2013.

45. Suðurlandsbraut 58-64 (01.471.401) 198021 Mál nr. BN046354
Grund - Mörkin ehf., Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stofna nýtt fastanúmer vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar á lóðinni nr. 58-64 við Suðurlandsbraut.
Afrit deiliskipulagsuppdráttar dags. 22 febrúar 2007 fylgir erindinu. Um er að ræða hús nr. 64 (hluti af matshl.02) á lóðinni. Samkvæmt samþykktum deiliskipulagsuppdrætti er stærð hússins 6600 fermetrar.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

46. Suðurlandsbraut 8 (01.262.103) 103517 Mál nr. BN046336
Vietnam Restaurant ehf, Kleppsvegi 28, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til endurnýja erindið BN042449 þar sem sótt var um að innrétta veitingahús í flokki II á 1. hæð, mhl. 02, í millihúsi á lóð nr. 8 við Suðurlandsbraut.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 18.júlí. 2013, húsaleigusamningur óundirritaður dags. 2. júlí 2013
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Tunguháls 10 (04.329.201) 179475 Mál nr. BN046350
Hólmsteinn Helgason ehf, Hafnarbraut 6, 675 Raufarhöfn
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sbr. BN045386 vegna lokaúttektar þar sem hurð á vegg á módúllínu 9 er ekki til staðar og brunakerfið breytist á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 10 við Tunguháls.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

48. Tunguháls 17 (04.327.003) 111053 Mál nr. BN046344
Múr- og málningarþjón Höfn ehf, Tunguhálsi 17, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum millipalli til að nota sem geymsluloft í suðurenda og komið verður fyrir gluggum á neðri hæð hússins á lóð nr. 17 við Tunguháls. Sbr. BN039743
Stækkun millipalls 34,3 ferm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Tunguháls 8 (04.342.101) 179593 Mál nr. BN045923
Drómi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningu, viðbygging við norðurenda er felld niður og milligólf í mhl. 01 er fellt burt í atvinnuhúsi á lóð nr. 8 við Tunguháls.
Jafnframt er erindi BNO39209 og BN041330 dregið til baka.
Bréf frá hönnuði dags. 14. júní 2013, samþykki meðeigenda og yfirlýsing vegna lóðarnotkunar dags. 11. des 2006 fylgir.
Nýjar stærðir eftir breytingu:
Mhl. 01: 1.080 ferm., 6.061,2 rúmm.
Mhl. 02: 3.120,2 ferm., 13.901,4 rúmm.
Samtals: 4.200,2 ferm., 19.962,6 rúmm.
Stækkun: 2.390,9 ferm., 9.342,8 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

50. Úlfarsbraut 98 (02.698.505) 205749 Mál nr. BN046353
Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hurð út úr bílageymslu og minnka sorpgeymslur á austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 98 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

51. Víðimelur 47 (01.540.104) 106249 Mál nr. BN045755
Esjulaug ehf., Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um breytingu á innra skipulagi í kjallara og gerð íbúðar í 0001 í húsinu á lóð nr. 47 við Víðimel.
Virðingargjörð dags. 1. nóvember 1941 og þinglýsing af húsaleigusamningi dags. 12. september 2013 fylgja erindi.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Þingvað 19 (04.773.802) 198726 Mál nr. BN046068
Auður Ögn Árnadóttir, Móvað 47, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, neðri hæð er byggð úr forsteyptum einingum og efri hæð úr timbri á lóð nr. 19 við Þingvað.
Jafnframt er óskað eftir að áður samþykkt erindi BN040298 verði fellt úr gildi.
Stærð: 1. hæð bílgeymsla 36,5 ferm., íbúð 180,3 ferm., skyggni, 30,4 ferm(B-rými), 2. hæð íbúð 54,2 ferm.
Samtals: 271 ferm., 936,2 rúmm.
B-rými 30,4 ferm, xx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

53. Þverholt 15-21 (01.244.301) 215990 Mál nr. BN046366
Búseti húsnæðissamvinnufélag, Síðumúla 10, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 01, 02 og 06 á lóð nr. 15-21 við Þverholt.
Erindi fylgir greinargerð frá hönnuðum dags. 24. júlí 2013 og minnisblað frá Verkfræðiþjónustunni dags. 9. júlí 2013 og frá VSI dags. 13. júlí 2013.
Niðurrif: Fastanr. 201-1352 mhl. 01 merkt 0101 iðnaðarh - skrifst. 897 ferm., mhl. 02 merkt 0101 iðnaðarh - vörugeym 1158 ferm., mhl. 06 merkt 0101 iðnaður 1823 ferm.
Samtals 3.878 ferm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

54. Tangabr.11/Tangabr.14-24, Sævarhöfða 33 Mál nr. BN046369
Kristján Sigurður Sverrisson, Asparfell 12, 111 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta lóðamörkum lóðanna Tangabryggju 11, Tangabryggju 14-24, Sævarhöfða 33 og mynda sex nýjar lóðir, eins og sýnt er á meðsendum uppdrætti Landupplýsingadeildar dags. 22. júlí 2013. Byggingarfulltrúi leggur til að lóð með landnúmeri 179538 verði tölusett sem Tangabryggja 14-16. Ný lóð með staðgreini 4.023.103 verði tölusett sem Tangabryggja 13A, lóð með staðgreini 4.023.102 verði Tangabryggja 13B, lóð með staðgreini 4.023.105 verði Tangabryggja 13C, lóð með staðgreini 4.023.106 verði Tangabryggja 13, lóð með staðgreini 4.023.104 verði Tangabryggja 18 og lóð með staðgreini 4.023.107 verði Tangabryggja 18A. Bréf frá LUKR dags. 22. 07.2013 fylgir málinu
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

55. Barðastaðir 17-19 (02.422.101) 178571 Mál nr. BN046374
Svanlaug Elín Harðardóttir, Barðastaðir 17, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir dyraopi milli baðherbergis og geymslu í íbúð 0101 í húsi nr. 17 á lóðinni nr. 17-19 við Barðastaði.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 18. júlí 2013 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar.

56. Dugguvogur 9-11 (01.454.115) 105632 Mál nr. BN046315
H.G. og hinir ehf, Klettagötu 6, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja fjórðu hæð ofan á húsnæðið á lóð nr. 9-11 við Dugguvog.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 26. júlí 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

57. Hjallasel 47 (04.960.301) 113076 Mál nr. BN046373
Björn Jóhannsson, Víðimelur 57, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja sólpall með u.þ.b. tveggja metra hárri girðingu úr timbri að vesturhlið húss nr. 47 í parhúsi nr. 47-49 við Hjallasel.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði.

58. Jónsgeisli 37 (04.113.701) 189818 Mál nr. BN046301
Ólafur Kárason, Jónsgeisli 37, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir, útiskýli og steyptan pall við einbýlishús á lóð nr. 37 við Jónsgeisla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

59. Pósthússtræti 13 (01.140.512) 100872 Mál nr. BN046375
Sonja Margrét Magnúsdóttir, Hverfisgata 106a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja gallerí og kaffihús í flokki II á jarðhæð hússins á lóðinni nr. 13-15 við Pósthússtræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

60. Pósthússtræti 13-15 (01.140.512) 100872 Mál nr. BN046239
Benjamín G Magnússon, Grundarsmári 17, 201 Kópavogur
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að breyta skrifstofurými á 2. hæð, rými 0201, í tvær íbúðir, 0201 og 0204 og koma fyrir nýjum léttbyggðum svölum á austurhlið íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 13-15 við Pósthússtræti.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 26. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags.24. júlí 2013 fylgja með erindinu.Gjald kr. 9.000
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

61. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN046360
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í flokki II í matshluta 01 (rými 0101) á lóðinni nr. 10 við Suðurlandsbraut.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

62. Suðurlandsbraut 10 (01.263.003) 103520 Mál nr. BN046358
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja veitingastað í flokki II í matshluta 03 (rými 0102) á lóðinni nr. 10 við Suðurlandsbraut.
Nei.
Með vísan til umsagnar eldvarnaeftirlits á fyrirspurnarblaði.

63. Tindar 3 (33.615.101) 209670 Mál nr. BN046343
BK eignir ehf., Baldursgötu 18, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta alifuglahúsi í íbúðarhús á lóðinni Tindar 3 á Kjalarnesi.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

64. Vesturás 31-39 (04.385.603) 111520 Mál nr. BN046334
Hrönn Ásgeirsdóttir, Vesturás 31, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við kjallara til suðurs, innrétta þar í herbergi og bað og gera verönd á þaki viðbyggingar við raðhús nr. 31 á lóðinni nr. 31-39 við Vesturás.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

65. Ægisíða 52 (01.554.008) 106575 Mál nr. BN046342
Reynir Sigurbjörnsson, Ægisíða 52, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta og stækka svalir á 2. og 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 52 við Ægisíðu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11.40.

Þessi sátu fundinn:
Sigrún Reynisdóttir, Björn Stefán Hallsson, Jón Hafberg Björnsson, Sigrún G Baldvinsdóttir, Gunnar Ólafur Gunnarsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Bjarni Þór Jónsson og Björn Kristleifsson

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2013, þriðjudaginn 13. ágúst kl. 10:05 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 742. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Harri Ormarsson, Eva Geirsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Óskar Torfi Þorvaldsson, Bjarni Þór Jónsson og Karólína Gunnarsdóttir

Fundarritari var Harri Ormarsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN046380
Sportbarinn ehf, Eikarási 9, 210 Garðabær
Vegna lokaúttektar er sótt um leyfi til þess að breyta eldvörnum veitingastaðar í kjallara matshluta 01 á Lóðinni nr. 74 við Álfheima.
Sjá einnig erindi BN045633.
Um er að ræða Sportbarinn Ölver, veitingastað í flokki III.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

2. Baldursgata 30 (01.186.212) 102241 Mál nr. BN046367
SS Verk ehf., Haukdælabraut 2, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á nýsamþykktu erindi BN045844 er varðar staðsetningu þvottavélar á baðherbergi í íbúð 0201 í húsi á lóð nr. 30 við Baldursgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Bauganes 31A (01.673.020) 205181 Mál nr. BN046356
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Tómasarhagi 19, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 31A við Bauganes.
Stærð: 1. hæð bílgeymsla 24,7 ferm., íbúð 105,3 ferm., 2. hæð íbúð 104 ferm.
Samtals 234 ferm., 806,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Blönduhlíð 9 (01.704.216) 107096 Mál nr. BN046355
Ásmundur Ísak Jónsson, Blönduhlíð 9, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja lagnakjallara undir bílgeymslu, sbr. erindi BN044180, ásamt tröppum með austurhlið við fjölbýlishúsið á lóð nr. 9 við Blönduhlíð.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013.
Stærðir stækkun: 35,8 ferm. og 84,8 rúmm. brúttó.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. A1 dags. 6. ágúst 2013.

5. Borgartún 18 (01.221.001) 102796 Mál nr. BN046361
Arion banki hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem fjalla um breytingar á eldvarnarmerkingum í bankahúsi á lóð nr. 18 við Borgartún.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Brautarholt 4-4A (01.241.203) 103021 Mál nr. BN046406
Dalfoss ehf, Sóleyjargötu 31, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi gistiheimilis á þriðju hæð hússins nr. 4 (matshl. 02) á lóðinni nr. 4-4A við Brautarholt.
Móttöku, herbergjaskipan og sameiginlegri aðstöðu hefur verið breytt.
Um er að ræða gistiheimili í flokki II.
Bréf hönnuðar dags. 9. ágúst 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

7. Dalaland 1-11 2-16 (01.850.201) 108757 Mál nr. BN046370
Dalaland 10-12,húsfélag, Dalalandi 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að klæða með hvítu trapisu-stáli vestur- og austurgafl hússins nr. 10 til 12 á lóð nr. 1-11-2-16 við Dalaland.
Gjald kr. 9.000.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Einarsnes 58A (01.672.117) 188561 Mál nr. BN046314
Kristján Valsson, Einarsnes 58a, 101 Reykjavík
Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Einarsnes 58a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar timburviðbyggingu með þaksvölum að suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 58A við Einarsnes.
Fyrirspurnarerindi sem fékk jákvæða afgreiðslu 2. júlí 2013 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 13,4 ferm. og 40,9 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Faxafen 2 (01.460.303) 105662 Mál nr. BN046390
KFC ehf, Garðahrauni 2, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að klæða með hvítri sléttri álklæðningu húsið á lóðinni nr. 2 við Faxafen.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Fiskislóð 39 (01.086.601) 209697 Mál nr. BN046378
Hverfi-prent ehf., Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN045615 þannig að innra fyrirkomulag breytist í línu 12,A til 15,A á 1. og 2. hæð í húsinu á lóð nr. 39 við Fiskislóð.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

11. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN046300
Wissane Inson ehf., Hraunbæ 34, 110 Reykjavík
Vatn og land I ehf, Pósthólf 8033, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja loftræsitúðu á þak útbyggingar á verslunarhúsnæðinu Hverfisgata 62 á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Sjá erindi BN042806.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12. Grensásvegur 11 (01.461.102) 105666 Mál nr. BN046387
Sætrar ehf, Gerðhömrum 27, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta húsnúmeri Grensásvegur 11 í Grensásveg 11/ Skeifan 10 og jafnframt er sótt um samþykki fyrir reyndarteikningum þar sem koma fram ýmsar breytingar í húsinu á lóð nr. 11 við Grensásveg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Grænahlíð 5 (01.711.205) 107194 Mál nr. BN046371
Grænahlíð 5,húsfélag, Grænuhlíð 5, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu af kjallara vegna eignaskiptasamnings í húsinu á lóð nr. 5 við Grænuhlíð.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Guðrúnartún 1 (01.216.101) 186531 Mál nr. BN046048
Efling stéttarfélag, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Húsfélagið Sætúni 1, Sætúni 1, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka húsið til vesturs, byggja ofan á norðurhúsið og breikka tengibyggingu milli norður- og suðurhúss . Jafnframt er sótt um niðurfellingu á kvöð um gröft og legur holræsis á lóð nr. 1 við Guðrúnartún.
Umsögn burðarvirkshönnuðar dags. 30. maí 2013 og bréf frá hönnuði dags. 18. júní 2013, Tölvupóstur frá Tæknistjóra fráveitu dags. 26.júní 2013
Nýtt mælibréf sem sýnir nýja kvöð. fylgir.
Stækkun: 1672,1 ferm., 9762,4 rúmm.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Haðaland 2-8 (01.864.301) 108812 Mál nr. BN046309
Rannsóknarstofan Glæsibæ ehf, Álfheimum 74, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka húsið og bílskúr hússins nr. 8 á lóð nr. 2 til 8 við Haðarland.
Samþykki meðlóðahafa dags. 25. júlí 2013 fylgir.
Stækkun einbýlishús: 24,8 ferm., 60,7 rúmm. Stækkun bílskúrs 11,2 ferm., 32,3 rúmm. Samtals 36,0 ferm. 93,0 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Hafnarstræti 5 (01.140.101) 100820 Mál nr. BN046391
Eik fasteignafélag hf., Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka 1. hæð með því að breyta innskoti sem er B-rými í A rými og aðlaga gangstétt að inngangi í húsið á lóð nr. 5 við Hafnarstræti.
Fyrirspurn BN046245 fylgir.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

17. Heiðargerði 37 (01.801.110) 107618 Mál nr. BN046317
Katrín Þórunn Hreinsdóttir, Heiðargerði 37, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta viðbyggingu við austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 37 við Heiðargerði.
Stækkun: 7,0 ferm., 28,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Helluland 1-19 2-24 (01.862.201) 108799 Mál nr. BN046318
Hreiðar Páll Haraldsson, Helluland 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta frágangi á þakkanti og rennum, fjarlægja útskagandi steypta veggi, gera glugga á austurgafl og færa fram útvegg í þvottahúsi í mhl. 02 í raðhúsi nr. 1-5 á lóð nr. 1-19 2-24.við Helluland.
Erindi fylgir samþykki eigenda Hellulands 1-5 dags. 7. júlí 2013.
Stækkun: 2,4 ferm., 6,5 rúmm.
Gjald kr. 9000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Hofsvallagata 54 (01.526.101) 106073 Mál nr. BN046397
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytta staðsetningu útigeymslu og breyttu útliti girðingar við Vesturbæjarsundlaugina á lóð nr. 54 við Hofsvallagötu.
Sjá einnig erindi BN046084 samþ. 4. júní 2013
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Holtsgata 24 (01.134.320) 100369 Mál nr. BN046131
Katrín Bára Elvarsdóttir, Holtsgata 24, 101 Reykjavík
Kristinn Rúnar Þórisson, Holtsgata 24, 101 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á erindi BN043534 sem fjallar um að byggja tvo kvisti á bakhlið og innrétta þar vinnuherbergi í fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Holtsgötu.
Erindið var samþykkt 22.11. 2011 og var grenndarkynnt þá, engar athugasemdir bárust, samþykki meðeigenda fylgdi með. Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 26. júlí 2013 fylgir með erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

21. Hólmsheiðarvegur 141 (05.185.102) 220239 Mál nr. BN046372
Eignasjóður Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík
Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík
Sótt er um tímabundið stöðuleyfi fyrir færanlega kennslustofu samsíða nýbyggðu skýli Fisfélags Reykjavíkur á lóð nr. 141 við Hólmsheiðarveg.
Meðfylgjandi er ódagsett bréf frá Fisfélagi Reykjavíkur.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Hringbraut 119 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN046316
Greifinn ehf., Hringbraut 119, 101 Reykjavík
Vestur Hár og snyrtistofa ehf., Hringbraut 119, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta tveggja hæða atvinnurými 0102 í hárgreiðslu og snyrtistofu í húsinu á lóð nr. 119 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Hulduland 1-11 2-48 (01.860.201) 108791 Mál nr. BN046368
Sif Einarsdóttir, Hulduland 26, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir hringstiga af svölum niður í garð raðhússins nr. 26 á lóð nr. 1-11 2-48 við Hulduland.
Samþykki meðlóðarhafa ódags. Fyrirspurn BN042559 dags. 2. nóv. 2011 fylgir.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

24. Hverfisgata 20 (01.171.008) 101354 Mál nr. BN046351
Amen ehf., Laugavegi 3, 101 Reykjavík
Jón Carl Friðrik ehf, Hverfisgötu 20, 101 Reykjavík
Dóra Takefusa, Hverfisgata 50, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingahús í flokki III og byggja timburverönd að vesturhlið hússins á lóðinni nr. 20 við Hverfisgötu.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. apríl 2013 fylgir erindinu. Skv. umsögn skipulagsfulltrúa er opnunartími heimilaður til kl. 01:00 alla daga vikunnar. Hámarksgestafjöldi er 110 manns í sal og 20 manns á útipalli, alls 130 manns. Samþykki eigenda dags. 19. júlí og 1. ágústí 2013 fylgja erindinu. Greinargerð um hljóðvist dags. 15. júlí 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

25. Hverfisgata 28 (01.171.116) 186663 Mál nr. BN046189
Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og breyta skv. samþykktu deiliskipulagi, lyfta og bæta við kjallara sem verður staðsteyptur ásamt 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 28 við Hverfisgötu.
Stærðir samtals fyrir breytingu: 362,4 ferm., 1.034 rúmm.
Stækkun: 129 ferm., 406,4 rúmm.
Samtals eftir stækkun: 491,4 ferm., 406,4 rúmm.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 12. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 07. júlí 2013, einnig ódags. greinargerð vegna endurbóta á burðarvirki og klæðningum ásamt bréfi arkitekts dags. 16.7. 2013 og minnisblað vegna brunavarna dags. 13.7. 2013, minnisblað vegna raflagna dags. 11.7. 2013 og minnisblað vegna hljóðvistar fylgja með erindinu.
Gjald kr. 9.000 + 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Hverfisgata 59-59A (01.152.516) 101088 Mál nr. BN046326
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja lyftuhús á bakhlið og gera nýjan inngang og tröppur, jafnframt er gerð grein fyrir lokun á undirgangi í kjallara og á 1. hæð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 59-59A við Hverfisgötu.
Stækkun: xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN046249
Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi lóðar, fjölga bílastæðum úr 603 í 652, hjólastæðum og skýlum fjölgað, koma fyrir sorpgerðum fyrir flokkað sorp, #GLgörðum#GL fjölgað og göngu- og hjólaleiðir bættar á lóð nr. 9 við Höfðabakka.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Ingólfsstræti 20 (01.180.111) 101687 Mál nr. BN046337
Sigríður Erla Gunnarsdóttir, Ingólfsstræti 20, 101 Reykjavík
Vigfús Halldórsson, Biskupsgata 3, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum sem fela í sér að ekki eru byggðir kvistir á norðurenda þaks sbr. erindi BN043627 einbýlishússins á lóð nr. 20 við Ingólfsstræti.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Kirkjusandur 2 (01.345.101) 104043 Mál nr. BN046346
D-1 ehf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
EFF 1 ehf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í hluta 5. hæðar skrifstofuhúss á lóð nr. 2 við Kirkjusand.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN046385
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja dúk og setja í staðinn báraða stáklæðningu yfir einingu S-144 á 1. hæð í Kringlunni á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Meðfylgjandi er bréf frá Verkís um brunatæknileg atriði dags. 29.7. 2013.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Laugarásvegur 36 (01.383.303) 104861 Mál nr. BN046347
Hagmiðlun ehf., Grandagarði 14, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja verönd, koma fyrir setlaug, fjölga bílastæðum, byggja stoðveggi á lóðarmörkum og breyta fyrirkomulagi á einbýlishúsalóðinni nr. 36 við Laugarásveg.
Samþykki nágranna í húsum nr. 34 og 38 við Laugarásveg (ódags.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

32. Lokastígur 2 (01.181.101) 101738 Mál nr. BN046381
Hótel Óðinsvé hf, Þórsgötu 1, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningum af hóteli á lóð nr. 2 við Lokastíg.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Melavellir (00.013.002) 125655 Mál nr. BN046289
Matfugl ehf., Völuteigi 2, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja kjúklingaeldishús, mhl. 08 sunnan við núverandi byggingar á jörðinni Melavöllum, landnr. 125655 á Kjalarnesi.
Erindi fylgir matsskýrsla verkfræðistofunnar Eflu dags. í apríl 2009.
Stærð: 1.767,3 ferm., 23.322,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

34. Nesvegur 44 (01.517.118) 105917 Mál nr. BN046359
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Marargata 2, 101 Reykjavík
Haukur Ingi Guðnason, Marargata 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka mæni um 50 cm, bæta við kvisti, stækka kvist sem fyrir er og stækka útbyggingu á einbýlishúsi á lóð nr. 44 við Nesveg.
Stækkun 53,3 ferm., 111,5 rúmm.
Gjald kr 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35. Nethylur 2 (04.232.802) 110856 Mál nr. BN046288
Margrét Arna Arnardóttir, Elliðavað 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi yogaæfingastöðvar á fyrstu hæð matshluta 01 á lóðinni nr. 2 við Nethyl.
Samþykki f.h. eiganda (í tölvubréfi) dags. 9. ágúst 2013 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Norðurgarður 1 (01.112.201) 100030 Mál nr. BN046395
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við mhl. 01 til norðurs og byggja opið skýli við húsið á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stækkun viðbyggingar: 205,5 ferm., 1074,0 rúmm. B-rými opið skýli 9,5 ferm. 23,6 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Óðinsgata 4 (01.180.304) 101715 Mál nr. BN039465
Óðinsgata 4,húsfélag, Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
Vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar er sótt um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi matshluta 01 og 02 og jafnframt gerð grein fyrir þremur áður gerðum séreignum, tveimur í kjallara matshluta 01 (eign 0001-íbúð og eign 0002-ósamþykkt íbúð) og einni í matshluta 02 (eign 0107-séreign) á lóðinni nr. 4 við Óðinsgötu.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa (vegna eignar 01-0002 dags, 28. maí 2010 og eignar 02-0107 dags. 28. maí 2010 fylgja erindinu.
Afsalsbréf dags. 14. apríl 2000 (vegna eignar 02-0107), 22. september 2004 (vegna eignar 01-0002) og fylgja erindinu.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN046284
Stjörnugrís hf, Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr forsteyptum samlokueiningum með burðarvirki úr stáli fyrir matvælavinnslu við suðvesturhlið svínasláturhúss á lóðinni 125744 í Saltvík.
Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 8. júlí 2013.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 19. júlí 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 08. júlí 2013 fylgja erindinu.
Stærð: 1087,5 ferm., 4676,3 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Skildingatangi 1 (01.675.101) 106899 Mál nr. BN046379
Gunnar I Hafsteinsson, Skildinganes 58, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN042079 þannig að kjallari verður stækkaður í húsinu á lóð nr. 1 við Skildingatanga.
Stækkun kjallara: 92,9 ferm., 230,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Sléttuvegur 3 (01.790.501) 107576 Mál nr. BN046075
Húsnæðisfélag S.E.M., Sléttuvegi 3, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjarlægja múrklæðningu og klæða með álklæðningu, koma fyrir svalalokunum og gönguhurð til austurs úr bílageymslu hússins á lóð nr. 1-3 við Sléttuveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. júní 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. júní 2013.
Bréf hönnuðar dags. 9. júlí 2013 og aftur 7. ágúst 2013 fylgir erindinu.
Rúmmetra stækkun vegna svalalokana: 518,0 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN046396
Alvogen Iceland ehf, Smáratorgi 3, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu á þremur hæðum með inndreginni fjórðu hæð og kjallara fyrir lager og bílageymslu líftæknihús Alvogen fyrir lyfjaframleiðslu og skrifstofur á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.
Meðfylgjandi er bréf verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa dags. 10.6. 2013, lýsing á starfsemi hússins (System description) dags. 30.4. 2013, bréf Skipulagsstofnunar dags. 3.4. 2012.
Stærðir: Kjallari, bílgeymsla, 2.228,5 ferm., kjallari, tæknirými og geymslur 1.495,7 ferm., 1. hæð, 3.655,1 ferm., 2. hæð, 1.627 ferm., 3. hæð, 3.121,8 ferm., 4. hæð, 1.263 ferm.,
Samtals, 13.391,1 ferm. og 62.615,2 rúmm.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

42. Tangabryggja 14-24 (00.000.000) 179538 Mál nr. BN046320
Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045775 sem samþykkt var þann 9. apríl 2013 þannig að settur verður lagnastokkur í miðju húss, sameina bað og þvottaherbergi, hringstigar í íbúð 0304 og 0301 breytast í stiga og aðrir hringstigar minnka í húsinu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju.
Bréf frá lagnahönnuði dags. 30. júlí 2013.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

43. Úlfarsbraut 98 (02.698.505) 205749 Mál nr. BN046353
Frjálsi hf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja hurð út úr bílageymslu og minnka sorpgeymslur á austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 98 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Veltusund 3B (01.140.420) 100860 Mál nr. BN046377
Balance ehf, Viðarási 26, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta útliti í átt til upprunalegs útlits, sbr. erindi BN031458 samþ. 31.5. 2005, jafnframt er sótt um leyfi fyrir núverandi innra skipulagi allra hæða hússins á lóð nr. 3B við Veltusund.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

45. Vesturbrún 22 (01.382.104) 104817 Mál nr. BN046164
Þóra Hallgrímsson, Vesturbrún 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja úr timbri og gleri með koparklæddu timburþaki óeinangraðan og óupphitaðan blómaskála á þaki bílskúrs við einbýlishús á lóð nr. 22 við Vesturbrún.
Stærðir stækkun: 14,4 ferm., 37,3 rúmm. Grenndarkynning stóð yfir frá 27. júní til 25. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 1. ágúst 2013 fylgir með erindinu.
Gjald kr. 9.000
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

46. Vesturgata 64 (01.130.105) 215389 Mál nr. BN046394
Héðinsreitur ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Seljavegur ehf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Sótt er um að hluti lóðar fái sér fastanúmer vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir lóðina nr. 64 við Vesturgötu.
Gjald kr. 9.000
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

47. Þingvað 19 (04.773.802) 198726 Mál nr. BN046068
Auður Ögn Árnadóttir, Móvað 47, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, neðri hæð er byggð úr forsteyptum einingum og efri hæð úr timbri á lóð nr. 19 við Þingvað.
Jafnframt er óskað eftir að áður samþykkt erindi BN040298 verði fellt úr gildi.
Stærð: 1. hæð bílgeymsla 36,5 ferm., íbúð 180,3 ferm., skyggni, 30,4 ferm(B-rými), 2. hæð íbúð 54,2 ferm.
Samtals: 271 ferm., 936,2 rúmm.
B-rými 30,4 ferm, xx rúmm.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 1. ágúst 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013 fylgja með erindinu.Gjald kr. 9.000
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013.

Ýmis mál

48. Mógilsárvegur Mál nr. BN046399
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðir og lendur í Kollafirði á Kjalarnesi fái staðföng sem hér segir :

Lóð með landnúmeri 206450, nú skráð #GLÞjónustum./ Esjurætur#GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 1

Lóð með landnúmeri 211576, nú skráð #GLGrundarhóll#GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 5, undirheiti Grundarhóll.

Jörðin Mógilsá landnúmer 125733, nú skráð #GLMógilsá 125733#GL fái staðfangið Mógilsárvegur 9, undirheiti Skógrækt ríkisins. Byggingar á jörðinni fái þessi staðföng : Mógilsárvegur 9, mhl. 07 og 08, Mógilsárvegur 9A, mhl. 04, Mógilsárvegur 9B, mhl. 11, Mógilsárvegur 9C, mhl. 05 og 09

Lóð með landnúmeri 125734, nú skráð #GLHólar í landi Mógilsá#GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 15, undirheiti Hólar

.Lóð með landnúmeri 125736, nú skráð #GLLandspilda 125736#GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 25, undirheiti Mókollar.

Lóð með landnúmer 125735, nú skráð #GLSumarbústaðarland 125735#GLfái staðfang sem Mógilsárvegur 27, undirheiti Aronshús.

Landspilda með landnúmeri 125708, nú skráð #GLLundur, koll. v.hl. #GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 29, undirheiti Lundur.

Landspilda með landnúmeri 208459, nú skráð #GLLundur, koll. a.hl. #GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 31, undirheiti Birkilundur.

Lóð með landnúmeri 125709, nú skráð #GLAusturkot Kollafirði#GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 33, undirheiti Austurkot.

Lóð með landnúmeri 188012, nú skráð #GLÍ landi Kollafjarðar#GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 35.

Jörðin Kollafjörður landnúmer 125707, nú skráð #GLKollafjörður 125707#GL fái staðfangið Mógilsárvegur 37, undirheiti Kollafjörður. Byggingar á jörðinni fái þessi staðföng : Mógilsárvegur 37, mhl. 03, Mógilsárvegur 37A, mhl. 07 og 10, Mógilsárvegur 37B, mhl. 12, 16 og 17, Mógilsárvegur 37C, mhl. 09, Mógilsárvegur 37D, mhl.13, Mógilsárvegur 37E, mhl. 11

Lóð með landnúmeri 216688, nú skráð #GLPétursborg#GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 45, undirheiti Pétursborg.

Lóð með landnúmeri 125711, nú skráð #GLKollafjörður 125711#GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 65.

Lóð með landnúmeri 216682, nú skráð #GLArnarhóll 1#GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 67, undirheiti Arnarhóll.

Lóð með landnúmeri 125849, nú skráð #GLKolbeinsstaðir#GL fái staðfang sem Mógilsárvegur 75, undirheiti Kolbeinsstaðir.

Málinu fylgir kort með innfærðum staðföngum.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

49. Vesturlandsvegur Mál nr. BN046382
Byggingarfulltrúi leggur til að tvær landspildur við Vesturlandsveg fái staðföng sem hér segir :
Landspilda nú talin 19,9 ha. án landnúmers, í eigu skipulagssjóðs Reykjavíkur, fái staðfang sem Vesturlandsvegur 100. Endanleg stærð spildunnar verður skráð þegar landupplýsingadeild hefur reiknað stærð hennar. ( Málið tengist þrem landspildum á landnúmeri 125841 ).

Landspilda með landnúmer 125667, nú skráð sem #GLSpilda 6 / Esjuberg#GL, fái staðfang sem Vesturlandsvegur 200.

Málinu fylgir kort með innfærðum staðföngum A2, Leiruvegur - Víðinesvegur.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

50. Víðinesvegur í Álfsnesi Mál nr. BN046383
Byggingarfulltrúi leggur til að lönd og lóðir á norðanverðu Álfsnesi og í Víðines fái staðföng eins og hér segir :

Landspilda u.þ.b. 12,8 ha. án landnúmers, í eigu skipulagssjóðs Reykjavíkur, fái staðfang sem Víðinesvegur 1. ( Málið tengt þrem landspildum á landnúmeri 125841 )
Lóð með landnúmer 125840, nú skráð, #GLVonarholt 125840#GL, fái staðfang sem Víðinesvegur 3, undirheiti Vonarholt.
Landspilda talin vera 50,8 ha. í eigu skipulagssjóðs Reykjavíkur, með landnúmer 125774, nú skráð #GLVogar 125774#GL, fái staðfang sem Víðinesvegur 5, undirheiti Vogar.
Óskráð aðstaða fyrir Sorpu á landnúmeri 125650 fái staðfang sem Víðinesvegur 13.
Óskráð ? lóð Símans á landnúmeri 125650 fái staðfang sem Víðnesvegur 25. Jörðin Víðines landnúmer 125772, nú skráð #GLVíðnes 125772#GL, fái staðfang sem Víðnesvegur 33, undirheiti Víðines
Jörðin Naustanes, landnúmer 125737, nú skráð #GLNaustanes 125737#GL, fái staðfang sem Víðinesvegur 2, undirheiti Naustanes.
Óskráð aðstaða Skotfélags Reykjavíkur á landnúmeri 125650, fái staðfang sem Víðinesvegur 14.
Félagsheimili Skotfélags Reykjavíkur, mhl. 12, á landnúmeri 125650, fái staðfang sem Víðinesvegur 16.
Jörðin Álfsnes, landnúmer 125650, nú skráð #GLÁlfsnes 125650#GL, fái staðfang sem Víðinesvegur 20, undirheiti Álfsnes.
Lóð fjarskiptastöðvar landnúmer 216501, nú skráð #GLÁlfsnes fjarskiptast#GL, fái staðfang sem Víðinesvegur 26.
Lóð fyrr hjúkrunarheimilis með landnúmer 125773, nú skráð #GLVíðines hjúkrunarh. 125773#GL, fái staðfang sem Víðinesvegur 30.

Málinu fylgir kort A2 með innfærum staðföngum, Leiruvegur - Víðinesvegur, mars 2013
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

51. Ánanaust 15 (01.133.402) 100280 Mál nr. BN046389
Jöfur ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja dýralæknastofu í verslunarrými (rými 0101) á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 15 við Ánanaust.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Komi til breytinga á sameign eða útlitsbreytinga skal samþykki meðeigenda fylgja með.

52. Bárugata 8 (01.136.218) 100554 Mál nr. BN046388
Kristín Sigurðsson, Belgía, Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir salerni og geymslu í bílskúr á lóð nr. 8 við Bárugötu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

53. Grenimelur 30 (01.540.216) 106285 Mál nr. BN046392
Marías Hafsteinn Guðmundsson, Grenimelur 30, 107 Reykjavík
Spurt er hvort breyta mætti kvistum á þaki fjölbýlishússins á lóðinni nr. 30 við Grenimel.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Samanber einnig leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.

54. Grensásvegur 16A (01.295.407) 103854 Mál nr. BN046364
Arnljótur Davíðsson, Maríubakki 12, 109 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi húsnæði úr skrifstofum í gistiheimili/hótel þar sem á 2. og 3. hæð yrðu innréttuð gistiherbergi, á 1. hæð móttaka og veitingasalur og baðaðstaða með sundlaug og gufubaði í kjallara hússins á lóðinni nr. 16A við Grensásveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

55. Hesthamrar 8 (02.297.004) 109123 Mál nr. BN046393
Höskuldur Steinarsson, Heiðargerði 40, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að stækka hurðargat út í sólstofu á húsinu á lóð nr. 8 við Hesthamra.
Ljósmyndir fylgja.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

56. Hörgshlíð 4 (01.730.102) 107332 Mál nr. BN046384
Kristín Ása Einarsdóttir, Hörgshlíð 4, 105 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi baðherbergi jarðhæðar út í geymslurými í stigagangi sem tilheyrir íbúð á jarðhæð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Samanber einnig athugasemdir á fyrirspurnarblaði.

57. Jónsgeisli 37 (04.113.701) 189818 Mál nr. BN046301
Ólafur Kárason, Jónsgeisli 37, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir, útiskýli og steyptan pall við einbýlishús á lóð nr. 37 við Jónsgeisla.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2013.

58. Lækjarás 6 (04.376.303) 111458 Mál nr. BN046365
Soffía Guðbjörg Jóhannesdóttir, Lækjarás 6, 110 Reykjavík
Ólafur Kristinn Ólafs, Lækjarás 6, 110 Reykjavík
Spurt er hvort lækka megi jarðveg við norður- og austurhlið sbr. fyrirspurn BN019225, sem fékk jákvæða umsögn þann 6. júlí 1999, grafa frá að sunnanverðu, setja dyr og glugga á norðurhlið og glugga á austurhlið og hækka handrið á svölum um 52 cm og um 140 cm í austur og norður og um 100 cm á austastahluta hússins á lóðinni nr. 6 við Lækjarás.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

59. Pósthússtræti 13 (01.140.512) 100872 Mál nr. BN046375
Sonja Margrét Magnúsdóttir, Hverfisgata 106a, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að starfrækja gallerí og kaffihús í flokki II á jarðhæð hússins á lóðinni nr. 13-15 við Pósthússtræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2013.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

60. Skipasund 31 (01.358.104) 104472 Mál nr. BN046400
Reynir Helgi Kristjánsson, Noregur, Spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 30 fermetra bílskúr á sama stað og bílskúr sem áður stóð á lóðinni nr. 31 við Skipasund.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

61. Tindar 3 (33.615.101) 209670 Mál nr. BN046343
BK eignir ehf., Baldursgötu 18, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta alifuglahúsi í íbúðarhús á lóðinni Tindar 3 á Kjalarnesi.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2013.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. ágúst 2013.

62. Urðarstígur 5 (01.186.105) 102226 Mál nr. BN046363
Grétar Björn Halldórsson, Urðarstígur 5, 101 Reykjavík
Spurt er hvort stækka megi götumegin með nýju anddyri og hvort byggja megi hæð með mænisþaki ofan á einbýlishúsið á lóðinni nr. 5 við Urðarstíg.
Frestað.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

63. Vesturás 31-39 (04.385.603) 111520 Mál nr. BN046334
Hrönn Ásgeirsdóttir, Vesturás 31, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við kjallara til suðurs, innrétta þar í herbergi og bað og gera verönd á þaki viðbyggingar við raðhús nr. 31 á lóðinni nr. 31-39 við Vesturás.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. ágúst 2013.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. ágúst 2013.

64. Þingholtsstræti 23 (01.180.101) 101677 Mál nr. BN046401
Þórir Marinó Wardum, Sóltún 11, 230 Keflavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta tannlæknastofu á annarri hæð í íbúð í húsinu á lóðinni nr. 23 við Þingholtsstræti.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

65. Ægisíða 52 (01.554.008) 106575 Mál nr. BN046342
Reynir Sigurbjörnsson, Ægisíða 52, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta og stækka svalir á annarri og þriðju hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 52 við Ægisíðu.
Sjá einnig erindi BN032083 sem samþykkt var 14 febrúar 2006.
Útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 1. ágúst 2013 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013 fylgja með erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. júlí 2013 og með vísan til byggingarleyfis dags. 16. febrúar 2007.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:20.
Bjarni Þór Jónsson
Harri Ormarsson
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir
Karólína Gunnarsdóttir
Björgvin Rafn Sigurðarson