Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2007, miðvikudaginn 19. desember kl. 09:05, var haldinn 119. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Svandís Svavarsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Benediktsson, Ásta Þorleifsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Hlynur Sigurðsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Helga Björk Laxdal og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.


Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Baldursgötureitur 1, deiliskipulag, reitur 1.186.3 (01.186.3) Mál nr. SN070031
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Traðar dags. 29. nóvember 2007, að deiliskipulagi Baldursgötureits. Reiturinn afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2007 á athugasemdum sem bárust við forkynningu og skuggavarp.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu.

2. Fiskislóð 34-38, breyting á deiliskipulagi (01.087.3) Mál nr. SN070574
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Faxaflóahafna, dags. 12. sept. 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 34, 36 og 38 við Fiskislóð ásamt tillögu Plúsarkitekta, mótt. 14. desember 2007. Í breytingunni felst sameining lóðanna. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, dags. 25. sept. 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

3. Stakkholt 2-4, breytt deiliskipulag Hampiðjureits (01.241.1) Mál nr. SN070439
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Þ.G. verktakar ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga KRark ehf að breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 2-4 og 3 við Stakkholt, dags. 10. ágúst 2007. Auglýsingin stóð yfir frá 12. september til 24. október 2007. Lögð fram athugasemd Hanza hópsins Þverholti 11, dags. 24. október 2007. Einnig er lögð fram breytt tillaga KRark ehf. dags. 29. nóv. 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. desember 2007.
Leiðrétt bókun frá síðasta fundi skipulagsráðs dags. 12. desember sl. Fyrir mistök var bókað að auglýst tillaga hefði verið samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í breyttri tillögu dags. 29. nóvember 2007. Rétt bókun er;
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

4. Austurbrún 26, breyting á deiliskipulagi (01.381.6) Mál nr. SN070655
Plan 21 ehf, Álakvísl 134, 110 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Guðnýjar Valdimarsdóttur ark. f.h. lóðarhafa, dags. 18. okt. 2007, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Austurbrún 26, skv. uppdrætti, dags. 15. október 2007. Breytingin gengur út á stækkun lóðarinnar úr 385 fm í 404 fm. Grenndarkynning stóð yfir frá 25. okt. til 22. nóv. 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ingibjörg Bernhöft og Bjarnþór Aðalsteinsson Austurbrún 14, dags. 11. nóvember 2007, undirskriftarlisti frá íbúum Austurbrúnar 8, 10, 20, 22, 24, 28 og 34 ódags. móttekin 21. nóvember 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. des. 2007. Einnig lagt fram bréf lóðarhafa Austurbrún 26, dags. 5. des. 2007.
Samþykkt með vísan til a liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Skipulagsráð tekur að mestu undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra en telur ástæðu með vísan til þess að aðliggjandi lóðarhafar hafa áður fengið sambærilegar lóðarstækkanir á kostnað göngustíga. Með vísan til þess og almennra sanngirnissjónarmiða telur skipulagsráð að málefnaleg sjónarmið hnígi til þess að samþykkja hina kynntu tillögu óbreytta.

5. Álfabakki 8, breytt deiliskipulag (04.606.1) Mál nr. SN070584
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Arkþing dags. 18. september 2007 að breytingu á deiliskipulagi Mjóddarinnar vegna lóðarinnar nr. 8 við Álfabakka. Í breytingunni felst tillaga um að stækka byggingarreit við kvikmyndahús. Tillagan var í auglýsingu frá 24. október 2007 til og með 7. desember 2007. Athugasemd barst frá Svæðisfélaginu í Mjódd, dags. 26. október 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 17. desember 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð beinir því til skipulagsstjóra að halda áfram vinnu við heildardeiliskipulag Mjóddar í samvinnu við Svæðisfélagið í Mjódd. Í deiliskipulaginu skal marka framtíðarsýn svæðisins sérstaklega hvað varðar aðkomu akandi, hjólandi og gangandi, þá skal sérstaklega hugað að fyrirkomulagi bílastæða. Gera skal ráð fyrir blandaðri uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúða eftir sem hingað til. Einnig skal hugað að grænu yfirbragði og gróðursetningu í deiliskipulagsvinnunni.

6. Eikjuvogur 27, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN070653
Skúli Jóhann Björnsson, Eikjuvogur 29, 104 Reykjavík
Arko sf, Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Skúla Björnssonar dags. 18. október 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 27 við Eikjuvog. Í breytingunni felst að færa byggingarreit innar í lóðina. Grenndarkynning stóð yfir frá 25. október til og með 22.nóvember 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Harald Kulp og María St. Finnsdóttir Eikjuvogi 26 dags. 22. nóvember 2007. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lögð fram breytt tillaga dags. í október 2007 og breytt í desember 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 14. des. 2007.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

7. Holtavegur 10, auglýsingaskilti, breyting á deiliskipulagi (01.408.1) Mál nr. SN070472
Landic Property hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn teiknistofu Halldórs Guðmundssonar f.h. fasteignafélagsins Stoða, dags. 3. ágúst 2007, um breytingu á deiliskipulagi Holtavegar. Í tillögunni felst að komið verði fyrir auglýsingaskiltum á húsi og lóð nr. 10 við Holtaveg skv. uppdrætti, dags. 31. júlí 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 31. ágúst 2007. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2007. Athugasemd barst frá Fanney Evu Vilbergsdóttur Kleppsvegi 140, dags. 23. nóvember 2007 ásamt undirskriftalista 78 íbúa í nágrenninu. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir, dags. 10. desember 2007.

Stefán Benediktsson vék af fundi kl. 10:05

Frestað.

8. Heiðmörk, Vatnsendakrikar, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 -2024 Mál nr. SN070294
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarssviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst m.a. stækkun á brunnsvæði í Vatnsendakrikum. Tillagan var auglýst frá 13. ágúst til 24. september 2007. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN037465
Fylgiskjal með fundargerði þessari er fundargerð nr. 473 frá 18. desember 2007.
10. Árvað 3, leik- og grunnskóli (04.731.101) Mál nr. BN037329
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja leik og grunnskóli staðsteyptan á tveimur hæðum auk lagna og tæknirýma í kjallara.
Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 20. nóvember 2007.
Einnig fylgir minnisblað um hljóðvist dags. 1. október 2007 og gátlisti vegna ferlihönnunar í almenningsbyggingum, undirritaður og dags. 7. desember 2007
Stærðir: 7.233,7 ferm., 36.857,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.506.317
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

11. Fiskislóð 39, atvinnuhúsnæði (10.866.01) Mál nr. BN037444
Formprent ehf, Hverfisgötu 78, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, að hluta á tveimur hæðum, á lóð nr. 39 við Fiskislóð.
Stærð: 1. hæð 2647 ferm., 2. hæð 461,8 ferm.
Samtals 3108,8 ferm. og 25638,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 +1.743.411
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

12. Freyjubrunnur 15-21, raðhús (02.695.411) Mál nr. BN037441
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja fjögur tvílyft, steinsteypt raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 15-21 við Freyjubrunn.
Hús nr. 15: 1. hæð íbúð 100,5 ferm., bílgeymsla 32,3 ferm., 2. hæð íbúð 110,4 ferm.
Hús nr. 17 og 19: íbúð 81,5 ferm., bílgeumsla 29,5 ferm., 2. hæð íbúð 104,4 ferm.
Hús nr. 21: íbúð 81,5 ferm., bílgeymsla 29,5 ferm., 2. hæð íbúð 108,4 ferm.
Samtals 893,4 ferm. og 3036 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 206.448
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13. Hlíðarfótur 107483, háskólabygging (01.77-.-99) Mál nr. BN036377
Háskólinn í Reykjavík ehf, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypta háskólabyggingu ásamt kjallara undir hluta, alla einangraða að utan og klædda með gleri og álklæðningu fyrir Háskóla Reykjavíkur á lóð við Hlíðarfót.
Brunahönnun VGK dags. júlí 2007, bréf hönnuðar dags. 2. júlí 2007 og 30. okt. 2007 yfirlýsing burðarþolsshönnuðar dags. 29. júní 2007 fylgja erindinu.
Einnig fylgir skýrsla um hljóðhönnun frá VGK hönnun dags. í júní 2007 og minnisblað um hljóðhönnun frá VGK hönnun dags. 29 sept. 2007.
Stærð: Háskólabygging kjallari 4963,7 ferm., 1. hæð 13334,9 ferm.(með millilofti sem er 117,5 ferm.) 2. hæð 10682,8 ferm., 3. hæð 6801,4 ferm., samtals 35782,8 ferm., 183800,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 12.498.447
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Iðunnarbrunnur 2-4, parhús (02.693.701) Mál nr. BN037427
Stefán Þór Gunnarsson, Grundarhús 3, 112 Reykjavík
Ragnar Þór Ingólfsson, Skipasund 29, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt parhús á tveim hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 2-4 við Iðunnarbrunn.
Stærð húss nr. 2: Kjallari íbúð 66.2 ferm., 1. hæð íbúð 73,4 ferm., bílgeymsla 39,8 ferm., 2. hæð íbúð 124,7 ferm. Samtals 304,1 ferm., 950,1 rúmm.
Hús nr. 4: Sömu stærðir.
Samtals 608,2 ferm., 1900,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 129.234
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

15. Lambhagavegur 2-4, atvinnuhúsnæði (02.643.101) Mál nr. BN037315
Lambhagavegur fasteignaféla ehf, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja verslunarhús fyrir byggingavörur, stálgrindarhús klætt PIR samlokueiningum í hvítum og rauðum lit á lóðinni nr. 2-4 við Lambhagaveg.
Jafnframt er erindi BN036912 dregið til baka.
Málinu fylgir brunahönnun frá VSI dags. 20. nóvember 2008.
Stærðir: 22011,8 ferm., 246.289 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.147.652
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Samþykkt er takmarkað byggingarleyfi fyrir greftri, fyllingu og aðstöðugerð.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

16. Lofnarbrunnur 30, einbýlishús (05.055.601) Mál nr. BN037447
Hreiðar Bjarnason, Meistaravellir 11, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á tveim hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 30 við Lofnarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 178,1 ferm., 2. hæð íbúð 110,2 ferm., bílgeymsla 46,8 ferm.
Samtals 335,1 ferm., 1140,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 77.527
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


(C) Fyrirspurnir

17. Naustavogur 15 - Snarfari, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.456.2) Mál nr. SN070475
Snarfari,félag sportbátaeigenda, Naustavogi 15, 104 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 10. ágúst 2007 var lögð fram fyrirspurn formanns Snarfara, dags. 17. júlí 2007, um heimild til stækkunar hafnaraðstöðu félagsins við Naustavog til norðurs og hækkun á hæðarkótum. Erindinu vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs vegna legu Sundabrautar og umferðartenginga, Faxaflóahafna og Umhverfissviðs vegna lífríkis Elliðaáa. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 20. ágúst 2007 og umsögn umhverfissviðs dags. 17. september 2007. Einnig lögð fram bókun hafnarstjórnar frá 30. október ásamt umsögn Faxaflóahafna, dags. 4. október 2007.
Neikvætt með vísan til framlagðra umsagna.

18. Sóleyjarimi 51-63, (fsp) kvistur á hús nr. 51, málskot (02.536.3) Mál nr. SN070705
Logos sf, Efstaleiti 5, 103 Reykjavík
Kristján Þór Sveinsson, Sóleyjarimi 51, 112 Reykjavík
Lögð er fram fyrirspurn Logos f.h. eigenda Sóleyjarima 51, dags. 12. og 7. nóvember 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 51-63 við Sóleyjarima vegna kvists á hús nr. 51.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi vð fyrirspurnina, á eigin kostnað. Tillagan verður grennndarkynnt berist hún. Athygli fyrirspyrjenda er vakin á því að samþykki meðlóðarhafa skal fylgja með tillögunni.
19. Lækjartorg 1, (fsp) skilti (01.140.309) Mál nr. BN037460
Sigurður Victor Chelbat, Snorrabraut 34, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Chelbot, dags. 19. des. 2007, um uppsetningu skiltis á Lækjartorgi.
Nei.
(D) Ýmis mál

20. Listaháskóli Íslands, samkeppni (01.340.1) Mál nr. SN070792
Fulltrúar Listaháskóla Íslands og Samson Properties kynntu stöðu málsins.
21. Gvendargeisli 106, bílastæði, málskot (05.135) Mál nr. SN070612
Sverrir E Ragnarsson, Gvendargeisli 106, 113 Reykjavík
Lagt fram bréf Sverris Ragnarssonar, dags. 1. október 2007, varðandi bílastæði á lóð nr. 106 við Gvendargeisla. Farið er fram á þrjú bílastæði á lóðinni í stað tveggja. Sambærilegu erindi fyrir lóðir nr. 88 - 116 við Gvendargeisla var synjað á afgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 17. ágúst 2007.

Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:10.

Neikvætt til fyrri afgreiðslu og eldri umfjallana.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

22. Reynisvatnsás, framkvæmdaleyfi Mál nr. SN070778
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmdasviðs, dags. 10. desember 2007, um framkvæmdaleyfi vegna færslu á loftlínu Landnets út fyrir væntanlega íbúðabyggð í Reynisvatnsási.
Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Ráðið beinir því til skipulagsstjóra að það komi fram við útgáfu framkvæmdaleyfisins að mikil áhersla er lögð á að loftlína Landsnets verði lögð í jörð hið fyrsta. Umsækjandi skal leggja fram greinargerð vegna þessa áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

23. Sléttuvegur, málskot (01.79) Mál nr. SN070790
Samtök aldraðra, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík
Arkhúsið ehf, Barónsstíg 5, 101 Reykjavík
Lagt fram málskot Arkhússins f.h. samtaka aldraðra, dags. 14. desember 2007, vegna fyrirspurnar sem var afgreidd neikvætt á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra þ. 19. október 2007.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deilsikipulagi, í samræmi við fyrirspurn, sem síðar verður grenndarkynnt.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 11:30.


Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Ásta Þorleifsdóttir
Óskar Bergsson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Júlíus Vífill Ingvarsson


Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005


Árið 2007, þriðjudaginn 18. desember kl. 10:00 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 473. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Jón Magnús Halldórsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Akurgerði 16 (01.812.008) 107833 Mál nr. BN037219
Guðmundur Ámundason, Espigerði 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum bílskúr á lóðinni við parhúsið nr. 16 við Akurgerði.
Málinu fylgir bréf hönnuðar dag.s 4. nóvember 2007.
Stærð: 31,1 ferm., 95,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.521
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN037260
Eignarhaldsfélagið Portus hf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja spennistöð og varaflsstöð neðanjarðar á lóðinni nr. 2 við Austurbakka, sbr. erindi BN034842.
Meðfylgjandi er A) Bréf frá arkitekt dags. 11.12.2007, B) Minnisblað SS5. Útblástur frá varaaflstöð dags. 5.12.2007 C) Bréf frá Heilbrigðisfulltrúa vegna spennistöð dags. 7.12.2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

3. Álfab. 12-16/Þönglab. (04.603.503) 111722 Mál nr. BN037440
Kaupþing banki hf, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa inngang á suðurhlið og breyta innra skipulagi Kaupþings banka í verslunarmiðstöðinni Mjódd á lóð nr. 1 við Þönglabakka.
Meðfylgandi er samþykki húsfélagsins á tveimur uppdráttum dags. 6. ágúst 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Ánanaust 1 (01.130.103) 100115 Mál nr. BN037461
Héðinsreitur ehf, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að rífa húseignina á lóð nr. 1 við Ánanaust.
Niðurrif: Fastanr. 200-0259, matshl.02, merkt 0101 verslun 786,6 ferm.
Frestað.
Ef rífa á dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur skal samþykki OR fylgja málinu.

5. Ármúli 5 (01.262.002) 103514 Mál nr. BN037419
Auðnufell ehf, Ármúla 5, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breyta nýtingu austari hluta fjórðu hæðar í starfsmannabústaði sem áður var gistiheimili að hluta í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 5 við Ármúla.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Höfundur hafi samband við embættið.

6. Baldursgata 33 (01.184.207) 102029 Mál nr. BN037410
Joco ehf, Skipholti 50D, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að færa til sorptunnuskýli að norðurhlið hússins á lóðinni nr 33 við Baldursgötu.
Tölvupóstur aðalhönnuðar fylgir erindinu dags. 13. desember 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bankastræti 14-14B (01.171.202) 101383 Mál nr. BN037346
EP eignir ehf, Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta sælkeraverslun og veitingastað á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 14 við Bankastræti.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Bankastræti 5 (01.170.008) 101326 Mál nr. BN036008
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að lækka gólf um 45 sm í hluta kjallara, innrétta þar setustofu fyrir veitingastað á 1. hæð, fjölga snyrtingum og færa starfsmannaaðstöðu veitingastaðar í kjallara atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Bankastræti.
Yfirlýsing vegna brunamála við gasarinn dags. 18. maí 2007 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. maí 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Rúmmálsaukning 11,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800. + 762
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Bauganes 29A (01.673.021) 209676 Mál nr. BN037233
Sigurður Jens Sæmundsson, Granaskjól 80, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr forsteyptum einingum með lagnakjallara á lóðinni nr. 29A við Bauganes.
Stærðir: 1. hæð 109,1 ferm., 2. hæð 110,0 ferm. samtals 251,8 ferm., 787,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 53.556
Frestað.
Lagfæra skráningu.

10. Bíldshöfði 20 (04.065.101) 110673 Mál nr. BN037373
Bíldshöfði ehf, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um minniháttar breytingu á eldhúsi verslunarinnar Krónunnar á 1. hæð verslunarhússins á lóð nr. 20 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037406
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýjum flóttaleiðum frá bílakjallara upp á torg einnig tröppum frá bílkjallara á hæðinni -2 og upp á hæð -1 einnig skráningabreytingu þar sem hluti bílkjallara á hæð -1 og -2 tilheyri nú H1 í atvinnuhúsnæðinu Höfðatorgi á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún.
Meðfylgandi er endurskoðuð skýrsla brunahönnuðar dags. 4. desember 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Uppgjör vegna bílastæða bíður fullnaðar uppdrátta af lóðinni.

12. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037408
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að uppfæra vegna burðarvirkis og stækka hæðirnar +1 til +7 á austurhlið turnsins H1, einnig að breyta skráningu kjallara þannig að hluti hans tilheyri H1 í stað bílakjallara BK2 á hæðunum -1 og -2 í atvinnuhúsnæðinu Höfðatorg á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún.
Stærðir stækkunar: -3 hæð -7 ferm., -2 hæð (breytt notkun úr bílgeymslu í geymslu í kjallara) 526 ferm. -1 hæð (breytt notkun úr bílgeymslu í geymslu í kjallara) 508 ferm., 1. hæð -25 ferm., 2 hæð 66 ferm., 3. hæð 33 ferm., 4. hæð 33 ferm., 5. hæð 33 ferm., 6. hæð 33 ferm., 7. hæð 33 ferm., 8. hæð -21ferm., 9. hæð 8 ferm., 10. hæð 8 ferm., 11 hæð 8 ferm., 12. hæð 8 ferm., 13. hæð 8 ferm., 14 hæð 8 ferm., 15. hæð 8 ferm., 16. hæð 8 ferm., 17. hæð 8 ferm., 18. hæð 8 ferm., 19. hæð 8 ferm., Samtals stækkun 1.310,0 ferm., 4.318,0 rúmm.
Meðfylgandi er endurskoðuð skýrsla brunahönnuðar dags. 4. desember 2007.
Gjald kr. 6.800 + 293.624
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Uppgjör vegna bílastæða bíður fullnaðar uppdrátta af lóðinni í heild.

13. Brautarholt 8 (01.241.205) 103023 Mál nr. BN037017
S.Waage sf, Hlíðarbyggð 19, 210 Garðabær
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. október 2007 þar sem sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á byggingaleyfi erindi nr. BN034400 frá 4. október 2006, þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýja hæð úr stálgrind klæddri múr ofan á húsið á lóðinni nr. 8 við Brautarholt. Grenndarkynning stóð yfir frá 25. október til og með 22. nóvember 2007. Eftirtalir aðilar sendu inn athugasemdir: Ólafur Gunnarsson og Erla Erlendsdóttir Skipholti 7, dags. 13. nóvember 2007, Sigurbjörg Valsdóttir Skipholti 7, dags. 21. nóvember 2007, Eðvarð Ingólfsson Stúfholti 1 dags. 22. nóvember 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra 30. nóvember 2007 og eldri umsögn skipulagsstjóra 29. september 2006.
Greiða skal fyrir 4 bílastæði í flokki III kr. 5.820.946.
Stækkun: 540,6 ferm., og 1656,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 112.669
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Bústaðavegur 101 (01.819.317) 108282 Mál nr. BN037371
Gunnar Guðlaugsson, Bústaðavegur 99, 108 Reykjavík
Víglundur Piertew Mettinisson, Bústaðavegur 101, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta sameiginlegu þvottarými í tvennt í tvíbýlishúsinu nr. 101 við Bústaðaveg.
Samþykki meðeigenda fylgir.
Gjald kr. 6.800
Frestað
Lagfæra skráningartöflu

15. Bústaðavegur 99 (01.819.316) 108281 Mál nr. BN037370
Gunnar Guðlaugsson, Bústaðavegur 99, 108 Reykjavík
Víglundur Piertew Mettinisson, Bústaðavegur 101, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta sameiginlegu þvottarými í tvennt í tvíbýlishúsinu nr. 99 við Bústaðaveg.
Samþykki meðeigenda fylgir.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

16. Bæjarháls 1 (04.309.601) 190769 Mál nr. BN037131
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö opin þvottaplön og tæknirými á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Stærðir: 24,9 ferm, 122,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 8.344
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

17. Bæjarháls, Réttarháls (04.309.601) 190769 Mál nr. BN037434
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er leyfi fyrir reyndarteikningum af þeim breytingum, sem gerðar hafa verið af Norðurhúsi Orkuveitu Reykjavíkur (verkstæði og skrifstofur). á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

18. Drápuhlíð 14 (01.704.207) 107087 Mál nr. BN037448
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Ríkissjóður Íslands, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir lítisháttar breytingum miðað við áður samþykkt erindi BN31024 einkum með tilfærslu á vegg milli biðstofu og afgreiðslu í heilsugæslu húsinu á lóð nr. 14 við Drápuhlíð.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Dugguvogur 3 (01.454.113) 105630 Mál nr. BN037063
Sigrún Sigvaldadóttir, Langholtsvegur 46, 104 Reykjavík
Birgir Snæbjörn Birgisson, Langholtsvegur 46, 104 Reykjavík
Hunang Sigs ehf, Dugguvogi 3, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja svalir og þakglugga og breyta atvinnuhúsnæði í íbúð og vinnustofu á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 3 við Dugguvog.
Samþykki meðeigenda fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

20. Fálkagata 18 (01.553.009) 106523 Mál nr. BN037409
Oddur Þorkell Jóakimsson, Vesturberg 137, 111 Reykjavík
MÁK ehf, Einarsnesi 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum svölum og geymsluskúr svo og breytingum á innra skipulagi v/eignaskipta í atvinnu- og íbúðarhúsinu á lóðinni nr. 18 við Fálkagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. desember 2007 fylgir erindinu.
Stækkun: 4,1 ferm., 10,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Deiliskipulagsferli ólokið.

21. Ferjuvað 13-17 (04.732.401) 206483 Mál nr. BN037469
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir kjallara og 1. hæð hússins á lóðuinni nr. 13-17 við Ferjuvað.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

22. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN037468
Eignarhaldsfélagið Barðinn ehf, Pósthólf 4320, 124 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum og grunnplötu á lóðinni nr. 23-25 við Fiskislóð.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

23. Fiskislóð 2-8 (01.115.220) 180624 Mál nr. BN037451
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta matvöruverslun með tilheyrandi breytingum sem felast í því að byggja vindfang með kerrugeymslu úr gluggaprófílum og gleri ásamt því að fjarlægja milliloft og skjólvegg utan um sorpgeymslu miðað við erindi BN18931 á lóðinni nr. 2-8 við Fiskislóð.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 11. desember 2007.
Stærðir: Niðurrif millilofts 254,2 ferm. vindfang B-rými 42,7 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Fiskislóð 35 (01.086.402) 209694 Mál nr. BN037332
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Ystabjarg ehf, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús til hafnsækinnar atvinnustarfsemi á lóðinni nr. 35 við Fiskislóð.
Meðfylgjandi er A) staðfesting á úthlutun lóða dags. 21.11.07, B) samþykkt hafnarstjórnar dags.12.9.06, C) breyting á lögaðila að lóðaleigusamningi dags. 3.5.07, D) vottorð úr fyrirtækjaskrá dags. 30.4.07, E) samþykki hafnarstjórnar dags. 15.5.07. F) Brunnahönnunarskýrsla dags. 12.11.2007
Stærðir: Hús 1. hæð 1860,5 ferm., 2.hæð 607,3 ferm., samtals 2467,8 ferm., 15.929,8 rúmm. Nýtingarhlutf. 0,61
Gjald kr. 6.800 + 108.909
Frestað.
Vísað til athugasemda FSHS á umsóknarblaði.

25. Fossaleynir 16 (02.467.401) 186199 Mál nr. BN037473
Flotun ehf, Ólafsgeisla 117, 113 Reykjavík
Sótt e um takmarkað byggingarleyfi fyrir brunaþéttingu og milligólfi á lóðinni nr. 16 við Fossaleyni.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

26. Fróðengi 1 -11 Mál nr. BN037421
Eir,hjúkrunarheimili, Pósthólf 12096, 132 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvinnu girðingu og uppsetningu aðstöðu á lóðinni nr. 1 -11 við Fróðengi
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

27. Geirsgata 9 (01.117.309) 100088 Mál nr. BN037454
Kaldidalur ehf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi þannig að á fyrstu hæð verði innréttaður borðasalur í stað snyrtinga og op í burðarvegg verði stækkað, í kjallara verði innréttaður borðsalur og snyrting í veitingahúsinu Tveir fiskar á lóðinni nr. 9 við Geirsgötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á dags. teikningu 5. desember 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Granaskjól 62 (01.515.306) 105845 Mál nr. BN037437
Jón Ásbergsson, Granaskjól 62, 107 Reykjavík
María Dagsdóttir, Granaskjól 62, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir hurð á norðurhlið, gerð grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, til að byggja geymsluskýli og útisturtu, leiðrétta staðsetningu áður eldri geymsluskúrs og koma fyrir setlaug við einbýlishúsið á lóðinni nr. 62 við Granaskjól.
Stærð: Áður gerður geymsluskúr 4,2 ferm., 8,6 rúmm.
Nýr geymsluskúr: 5,7 ferm., 11,9 rúmm.
Samtals 9,9 ferm., 20,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.394
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

29. Grenimelur 5 (01.541.403) 106344 Mál nr. BN037435
Börkur Grímsson, Grenimelur 5, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera kvist og svalir á suðurhlið hússins á lóð nr. 5 við Grenimel.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda dags. 3. desember 2007.
Stærðir stækkunar (yfir 1,8 m.) 2,0 ferm., 0,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 41
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta nr. 1.0 og 2.0 dags. 30.11.2007

30. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN037405
G-7 ehf, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði mhl. 03 sem er skipt í fjóra hluta þar sem tengibygging úr stágrind á tveimur hæðum að mhl. 02, norðurhluti er staðsteyptur með tveimur stigakjörnum á 1. hæð er vöruafgreiðsla á annarri til fjórðu hæð eru skrifstofur, suðurhlutin er steinsteypt og að hluta niðurgrafin þar sem eru m.a. frystir og kæligeymslur, en þar ofan á er bílgeymsluhús á tveimur hæðum, lagerbygging er á milli suður og norðurhluta með rúma 12,0 metra lofthæð á lóð Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar nr. 7-11 við Grjótháls.
Meðfylgandi er bréf hönnuðar dags. 4. desember 2007 og 13. desember 2007 og bílstæðisbókhald á teikn. dags. 1. desember 2007.
Stærðir: kjallari 667,9 ferm., 1. hæð 8.396,9 ferm., 2. hæð 1.485,4 ferm., 3. hæð 915,3 ferm., 4. hæð 929,5 ferm. 5. hæð 116,0 ferm. Samtals 12.511,0 ferm., 110.498,4 rúmm.
B-rými 1. hæð 129,0 ferm., 2. hæð 1.583,2 ferm. samtals 1.712,2 ferm., 5.846,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 7.911.453
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

31. Gullteigur 4 (01.360.209) 104524 Mál nr. BN037449
Gullteigur ehf, Grettisgötu 56B, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veggjum úr steypu yfir í steinullareinangraða, gifsklædda stálgrindarveggi á efstu hæð í húsi nr. 4 við Gullteig samanber byggingarleyfi nr. BN033225.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Hallveigarstígur 10 (01.180.207) 101695 Mál nr. BN029048
Agnar Jónsson, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Ragnhildur A Kristjánsdóttir, Hringbraut 50, 107 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breyttu innra skipulagi kjallara og fyrir áður gerðri stækkun 1. hæðar undir viðbyggingu að baklóð ásamt leyfi til þess að breyta áður verslun á 1. hæð í íbúð í fjölbýlishúsinu nr. 10A á lóð nr. 10 við Hallveigarstíg.
Bréf f.h. eigenda dags. 30. janúar 2004, samþykki meðlóðarhafa dags. í apríl 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Áður gerð viðbygging 15,5 ferm., 60,3 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 6.100 + 4.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Afmörkun ósamþykktrar íbúðar er gerð með vísan til 15. gr. reglugerðar 910/2000.

33. Háteigsvegur 52 (01.270.008) 103551 Mál nr. BN034674
Anna Dóra Þorgeirsdóttir, Háteigsvegur 52, 105 Reykjavík
Jóhann Friðrik Valdimarsson, Háteigsvegur 52, 105 Reykjavík
Jónína Guðrún Kristinsdóttir, Háteigsvegur 52, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir stækkun svala á suðurhlið á fyrstu og annarri hæð hússins nr. 52 við Háteigsveg.
Kynning stóð yfir frá frá 4. október til og með 1. nóvember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu.
Stækkun: 3,5 ferm.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.


34. Hátún 14 (01.234.002) 212123 Mál nr. BN037331
Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík, Pósthólf 5214, 125 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við íþróttahús íþróttafélags fatlaðra á lóð nr. 14 við Hátún. Í viðbyggingunni verður rými fyrir íþrótta- og félagsstörf ásamt nýjum stiga og lyftu.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuðum dags. 4.12.2007
Stækkun: 786,4 ferm., 3.814,3 rúmm. frá upphaflegum teikningum. Breyting frá teikningum samþ. 12. júní 2007: Minnkun 186,1 ferm., stækkun 67,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 259.372
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Holtavegur 8-10 (01.408.101) 104960 Mál nr. BN037453
Landsafl ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslunina Útilíf á annari hæð í verslunareiningu nr. 206 í verslunamiðstöðinni á lóðinni nr. 10 við Holtagarða.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda FSHS á umsóknarblaði.

36. Hraunbær 36-60 (04.334.301) 111075 Mál nr. BN037124
Hraunbær 56,húsfélag, Hraunbæ 56, 110 Reykjavík
Hraunbær 58,húsfélag, Hraunbæ 58, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta upp sameign fjölbýlishússins 56 - 58, loka skal gangi á milli húsanna þannig að sameignir húsanna verði aðskildar, á lóð nr. 36 - 60 við Hraunbæ.
Meðfylgjandi er samþykkt húsfundar fyrir þessum gerningi. Meðfylgjandi er einnig litaðar teikningar, sem sýna skiptingu rýma.
Gjald kr. 6.800 + 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

37. Hraunbær 115 (04.333.401) 212993 Mál nr. BN037456
Faghús ehf,Reykjavík, Akralind 6, 201 Kópavogur
Ofanritað sækir um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum á lóð nr. 115 við Hraunbæ.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

38. Hringbraut 119 Lág 4-14 (01.520.301) 105924 Mál nr. BN037196
Jón Hallur Jóhannsson, Lágholtsvegur 4, 107 Reykjavík
Sævar Örn Kristjánsson, Lágholtsvegur 6, 107 Reykjavík
Gísli Sigurkarlsson, Lágholtsvegur 10, 107 Reykjavík
Fríða B Andersen, Lágholtsvegur 8, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir glerskýli byggðu ofaná þak bílgeymslu. Glerskýlin eru byggðir upp af pvc gluggaprófilum styrkta stáli sem eru glerjaðir að hluta og með samloku plötum byrða pvc klæðningu beggja vegna að hluta, glerskýlin eru við bakinnganga raðhússins á lóð nr. 4, 6, 8 og 10.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2007 fylgir erindinu.
Meðfylgjandi er samþykki allra meðlóðahafa ódagsett.
Stærðir: hús nr. 4: 4,7 ferm., 11,8 rúmm., hús nr. 6: 4,7 ferm., 11,8 rúmm., hús nr. 8: 4,7 ferm., 11,8 rúmm., hús nr. 10: 4,7 ferm., 11,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 +3.210
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.

39. Hyrjarhöfði 8 (04.060.304) 110599 Mál nr. BN037438
Húsabær ehf, Berjarima 43, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum þar sem fram koma áður gerð milliloft í öllum einingum og rými í kjallara af iðnaðarhúsnæðinu á lóðinni nr. 8 við Hyrjarhöfða.
Stærðir: Kjallari 54,7 ferm., 180,5 rúmm. milliloft í rými: 0101. 81,9 ferm., rými 0102. 18,7 ferm. og í rými 0103. 76,4 ferm. samtals milliloft 177,0 ferm.
Gjald kr. 6.800 + 12.274
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Kistumelur 11 (34.533.401) 206638 Mál nr. BN037463
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir undirstöðum og grunnplötu á lóðinni nr. 11 við Kistumel.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa sambandi við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

41. Klettagarðar 21 (01.324.401) 199100 Mál nr. BN037442
Sjónvarpsmiðstöðin ehf, Pósthólf 8756, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum hvað varðar hleðslurými lyftara og milliloft vestur og austur í húsi nr. 21 við Klettagarða.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað er til athugasemda FSHS á umsóknarblaði.

42. Kvistaland 10-16 (01.863.102) 108804 Mál nr. BN037226
Björn K Sveinbjörnsson, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til aða rífa hús á lóð nr. 12 við Kvistaland 10-16 og byggja nýtt einnar hæðar einbýlishús staðsteypt með með steyptri loftaplötu að utan er húsið með sjónsteypuáferð og skjólveggir í garði eru steyptir, bílgeymsla er innbyggð.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 1. október 2007
Stærð niðurrif: Íbúð 161,0 ferm., 485,0 rúmm., bílgeymslu 48,5 ferm., 129,0 rúmm. Samtals: 209,5 ferm., 614,0 rúmm.
Stærð nýbyggingar 322,5 ferm., 1.089,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 74.100
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Köllunarklettsvegur 10 (01.329.101) 199098 Mál nr. BN037368
Eignarhaldsfélagið Sigtún ehf, Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga sem orðið hafa á byggingatíma, bæði innra skipulagi og útliti lager- og skrifstofuhússins á lóðinni nr. 10 við Köllunarklettsveg
Málinu fylgir brunahönnun frá VSI dags. 4. nóvember 2005, endurskoðuð 10. desember 2007.
Einnig fylgir bréf hönnuðar dags. sama dag.
Stærðir voru: 4004,5 ferm., 35877,6 rúmm.
Stærðir verða 4054,4 ferm., 38553 rúmm.
Stækkar um 49,9 ferm og 2675,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 181.927
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Langholtsvegur 5 (01.355.004) 104317 Mál nr. BN037428
Víking ehf, Vagnhöfða 17, 110 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN033958, dags. 5. september 2006, breytt með BN034829, þar sem veitt var leyfi til að rífa núverandi hús og byggja nýtt steinsteypt íbúðarhús með þremur íbúðum á lóðinni nr. 5 við Langholtsveg.
Málinu fylgir samþykki eigenda Langholtsvegar 3 og Langholtsvegar 7 ritað á uppdrátt.
Stærð niðurrifs: Fastanúmer 201-7974 merkt 01 0101 einbýli 58,2 ferm og merkt 70 0101 bílskúr 18,8 ferm., samtals 77 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 36,8 ferm., 1. hæð 159,8 ferm., 2. hæð 79,5 ferm. Samtals 277,9 ferm., 809,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 55.073
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

45. Langholtsvegur 9 (01.355.002) 104315 Mál nr. BN037429
Víking ehf, Vagnhöfða 17, 110 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á BN032666 dags. 15. mars 2006, breytt með BN034827, þar sem veitt var leyfi til að byggja tvílyft fjölbýlishús með þremur íbúðum á lóðinni nr. 9 við Langholtsveg. Húsið verði steypt í einangrunarmót og múrhúðað að utan og innan. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa hús sem fyrir er á lóðinni.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. október 2005 fylgir erindinu.
Niðurrif samkv. FMR: 49,2 ferm. og 167 rúmm.
Nýbygging: Kjallari 38,6 ferm., 1. hæð 159,8 ferm., 2. hæð 79,5 ferm., samtasl 277,9 ferm., 841,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 57.236
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

46. Laufásvegur 63 (01.197.011) 102699 Mál nr. BN035554
Linda Jóhannsdóttir, Laufásvegur 63, 101 Reykjavík
Ellert Finnbogason, Laufásvegur 63, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa svalir og byggja nýjar með tröppum niður í garð á framhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 63 við Laufásveg. Einnig er sótt um leyfi til að gera nýjan hlaðinn pall, skjólgirðingu og til að koma fyrir einu bílastæði innan lóðar.
Grenndarkynning stóð frá 30. mars til og með 30. apríl 2007. Athugasemdir bárust Sigurði Ólafssyni dags. 26. apríl 2007, Davíð Á. Gunnarssyni dags. 30. apríl 2007. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 29. maí 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

47. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN037238
Laugavegur 74 ehf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktu atvinnu- og íbúðarhúsi á lóðinni nr. 74 við Laugaveg sbr. BN036546.
Stærðir: Minnkun samtals 27,9 ferm., 40,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

48. Lokastígur 15 (01.181.415) 101805 Mál nr. BN037422
Líney Símonardóttir, Lokastígur 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera fjóra kvisti tvo að framan og tvo stærri að aftan á einbýlishúsið á lóð nr. 15 við Lokastíg.
Stærðir stækkunar: fermetrar yfir 1,8 m. xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu, vísað til uppdrátta 1 og 2 dags. 27.11. 2007.

49. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN037361
Pizza Verksmiðjan ehf, Lækjargötu 8, 101 Reykjavík
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum þannig að í stað brauðsamlokusölu samþykkt 14. júní 2005 verði flatbökustaður í norðurhluta atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

50. Lækjarvað 16-24 (04.771.402) 201473 Mál nr. BN037436
Byggingarfélagið Kjölur ehf, Móvaði 37, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í nýsamþykktu fjölbýlishúsi, BN034259 dags. 6. september 2006, á lóðinni nr. 16-24 við Lækjarvað.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

51. Móvað 39 (04.773.502) 195938 Mál nr. BN037292
Erla Birgisdóttir, Móvað 39, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti og byggja ofan á að hluta og útbúa svalir í þaki einbýlishússins á lóðinni nr. 39 við Móvað.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. nóvember fylgir erindinu.
Stækkun: 56,2 ferm., 170 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 11.560
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

52. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN037333
Nýja Jórvík ehf, Grandagarði 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp tvö upplýsingaskilti vegna byggingarinnar á lóð nr. 26 við Mýrargötu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

53. Rauðarárstígur 31 (01.244.001) 103175 Mál nr. BN037412
Hýði ehf, Kríunesi 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til minni háttar breytinga á innra skipulagi og útliti nýsamþykkts erindis, BN036250 dags. 25. september 2007, íbúðar- og atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 31 við Rauðarárstíg.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

54. Sigtún 38 (01.366.001) 104706 Mál nr. BN037136
Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf, Pósthólf 5370, 125 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að lengja stóra ráðstefnusal Grand Hótels til suðurs sbr. erindi BN030633 og breyta innra skipulagi hluta kjallara viðbyggingar hótelsins sbr. erindi BN030959 á lóð nr. 38 við Sigtún.
Umsögn brunahönnuðar dags. 23. október 2007 og 11. desember 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun 272,0 ferm., 1544,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 10.519
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

55. Skógarás 23 (04.386.503) 111538 Mál nr. BN037433
Skógarásverk ehf, Hraunbæ 111, 110 Reykjavík
Ágúst Alfreð Snæbjörnsson, Hraunbær 111, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka svalir að suðausturhorni hússins miðað við nýlega samþykktar teikningar erindi BN37273 á lóðinni nr. 23 við Skógarás.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

56. Skólavörðustígur 29A (01.182.239) 101891 Mál nr. BN037432
Guðbjörg Lilja Pétursdóttir, Skólavörðustígur 29a, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja kvisti og svalir á einbýlishúsi úr timbri á lóð nr. 29 A við Skólavörðustíg.
Stærðir: Eftir breytingu íbúðarhús kjallari 48,6 ferm., 1. hæð 44,6 ferm., 2. hæð 43,8 ferm. samtals 137 ferm. 348,7 rúmm. Stækkun 25 ferm. 54 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3672
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu vísað til uppdráttar nr. 1 dags. 11.12. 2007

57. Skúlagata 4 (01.150.301) 100968 Mál nr. BN037446
Sjávarútvegshúsið (Skúlagata 4), Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum á 5. og 6. hæð og setja nýjan hringstiga á milli þessara hæða í Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti í húsi nr. 4 við Skúlagötu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Skútuvogur 1 (01.421.001) 105171 Mál nr. BN037455
Egilsson hf, Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta 1. og 2. hæð fyrir skrifstofur og lager og breyta þrem gluggum í atvinnuhúsinu nr. 1 við Skútuvog.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

59. Snorrabraut 29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN037348
Snorrabraut 29 ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Sótt er um að breyta innréttingum og starfsemi úr hárgreiðslustofu í kaffihús á 1. hæð (0102) og 2. hæð (0202) hússins nr. 29 við Snorrabraut.
Samþykki meðeigenda fylgir með.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

60. Starengi 6 (02.384.002) 173536 Mál nr. BN037439
Starengi ehf, Pósthólf 12212, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga eignum í mhl. 02 úr einni íbúð eins og samþykkt var 10. maí 2005 í þrjár eins og húsið var upphaflega samþykkt 7. desember 2004.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um að eignarhald sé allt á einni hendi.

61. Teigagerði 11 (01.816.103) 108086 Mál nr. BN037426
Eysteinn H Nikulásson, Teigagerði 11, 108 Reykjavík
Laufey Jónsdóttir, Teigagerði 11, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að grafa út kjallararými undir einbýlishúsinu á lóðinni nr. 11 við Teigagerði.
Stækkun: 22,06 ferm., 45,22 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.075
Frestað..
Vantar skráningartöflu.
Gera grein fyrir burðarhæfni gólfplötu.

62. Tjarnarsel 4 (04.930.308) 112830 Mál nr. BN037310
Örn Þorsteinsson, Tjarnarsel 4, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir þremur þakgluggum á mhl. 01 íbúðarhús og byggingu staðsteyptrar vinnustofu/bílgeymslu mhl. 02 á lóð nr. 4 við Tjarnarsel.
Stærðir: 99,0 ferm., 345,0 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 23.460
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

63. Tunguháls 19 (04.327.002) 111052 Mál nr. BN037401
Ásafélagið ehf, Dalvegi 16d, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta stærðartölum og skráningartöflu.
Bréf frá arkitekt, sem skýrir breytingarnar, dags.12.12.2007 fylgir með.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.

64. Urðarbrunnur 32 (05.054.602) 205786 Mál nr. BN037038
Jón Friðrik Hjaltested, Breiðavík 3, 112 Reykjavík
Hildur Björk Gunnarsdóttir, Breiðavík 3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 32 við Urðarbrunn. Jafnframt er sótt um leyfi til að fara lítillega út fyrir byggingareit í norðausturhorni hússins.
Málinu fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða vegna frágangs á lóðamörkum dags. 22. og 23. nóvember 2007.
Stærð: 1. hæð íbúð 122,8 ferm., 2. hæð íbúð 85,5 ferm., bílgeymsla 30,4 ferm.
Samtals 238,7 ferm., 827,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 56.290
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

65. Urðarbrunnur 72-74 (05.054.506) 211731 Mál nr. BN037110
Baldur Guðmundsson, Katrínarlind 7, 113 Reykjavík
Davíð Júlíusson, Klapparhlíð 32, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús úr steyptum einingum, steinað og harðviðarklætt að utan, með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 72-74 við Urðarbrunn.
Hús nr. 72: 1. hæð íbúð 74,7 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., 2. hæð 100,6 ferm.
Hús nr. 74 sömu stærðir.
Samtals 413,6 ferm., 1558,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 105.998
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi hvað hæð varðar.

66. Urðarstígur 14 (01.186.403) 102278 Mál nr. BN037204
Ólafur Björgúlfsson, Tjarnarstígur 10, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti og til að sameina tvær íbúðir í tvíbýlishúsinu á lóðinni nr. 14 við Urðarstíg.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

67. Þverholt 5 (01.241.019) 103014 Mál nr. BN034421
Þverholt 5,húsfélag, Þverholti 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi íbúða, leyfi til þess að stækka tvennar svalir á 4. hæð, byggja svalir á 3. hæð, síkka glugga á tveimur stöðum á austurhlið 2. hæðar fyrir franskar svalir, loka undirgangi fyrir sameiginlega hjóla- og vagnageymslu og loka áður stigahúsi frá Þverholti fjöleignarhússins á lóð nr. 5 við Þverholt.
Stærð: Stækkun vegna undirganga 5,5 ferm. á lóð nr. 5 og 5,5 ferm. á lóð nr. 7, samtals 11 ferm., 30,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 1.848
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Fyrirspurnir

68. Akurholt Í Úlfarsfell 125512 (97.003.050) 125512 Mál nr. BN037425
Hanna Björk Kristinsdóttir, Úlfarsf 33 Akurholt, 113 Reykjavík
Helgi Vattnes Þrastarson, Úlfarsf 33 Akurholt, 113 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að endurbyggja og stækka einbýlishúsið og hesthúsið á lóðinni Akurholt í Úlfarsfellslandi.
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra

69. Hamrahlíð 17 (01.714.101) 107254 Mál nr. BN037452
Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja inndregna þakhæð sem yrði 6. hæð, u. þ. b. 525 ferm, á fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 17 við Hamrahlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

70. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN037338
Friðrik Már Ólafsson, Digranesvegur 80, 200 Kópavogur
Spurt er hvort breyta megi verslun í kaffihús á 1. hæð húss nr. 68 við Miklubraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 14. desember 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 7. desember 2007 fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi sbr. umsög skipulagsstjóra.

71. Skipholt 36 (01.253.004) 103450 Mál nr. BN037416
Helgi Hilmarsson, Skipholt 36, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvisti í líkingu við það sem sýnt er á meðfylgjandi skissum af fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 36 við Skipholt.
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra

72. Sólvallagata 37 (01.139.106) 100753 Mál nr. BN037424
Davíð Kristján Guðmundsson, Sólvallagata 37, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja kvisti á götuhlið fjölbýlishússins á lóðinni nr. 37 við Sólvallagötu
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra

73. Urðarbrunnur 128 (05.054.201) 205806 Mál nr. BN037450
Eyvindur Ívar Guðmundsson, Vesturberg 118, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja einbýli á tveimur hæðum samkvæmt meðfylgandi skissum á lóðinni nr. 128 við Urðarbrunn.
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra


Fundi slitið kl. 12:40.
Magnús Sædal Svavarsson Bjarni Þór Jónsson
Þórður Búason Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Jón Magnús Halldórsson
Eva Geirsdóttir