Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð
Ár 2007, miðvikudaginn 12. desember kl. 09:10, var haldinn 118. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Ásta Þorleifsdóttir, Óskar Bergsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Hlynur Sigurðsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir og Jón Árni Halldórsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes S. Kjarval, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Bragi Bergsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.


Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi (01.513.3) Mál nr. SN070064
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. maí 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúðum. Auglýsingin stóð yfir frá 13. júlí til 24. ágúst 2007. Eftritaldir aðilar sendu inn athugasemdir: 6 íbúar við Fjörugranda 14, 16 og 18, dags. 10. ágúst 2007, Margrét Magnúsdóttir og Valgeir Pálsson Boðagranda 10, dags. 21. ágúst 2007, Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason Fjörugranda 2, dags. 23. ágúst 2007, Guðrún Kristinsdóttir Bárugranda 11, dags. 22. ágúst 2007, Ingibjörg Sigurðardóttir og Örn Halldórsson Boðagranda 8, dags. 23. ágúst 2007, skólastjóri Grandaskóla, dags. 23. ágúst 2007, Kristjana Kjartansdóttir og Björgvin Bjarnason Frostaskjóli 15, dags. 24. ágúst 2007, Gunnar Finnsson ásamt undirskriftarlista 395 íbúa, dags. 23. ágúst 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. september 2007. Einnig er lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. desember 2007 ásamt nýrri tillögu skipulags- og byggingarsviðs dags. 29. nóvember 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.

2. Keilugrandi 1, deiliskipulag (01.513.3) Mál nr. SN050610
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Rúmmeter ehf, Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 1. des. 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Keilugranda. Einnig er lögð fram umsögn ÍTR, dags. 22. desember 2006 og umsögn KR, dags. 16. janúar 2007, samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir dags. 25. janúar 2007, umsögn Menntasviðs, dags. 6. febrúar 2007 og umsagnir Framkvæmdasviðs, dags. 13. febrúar og 8. júní 2007. Tillagan var í auglýst frá 13. júlí til og með 10. september 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Vilhelm Steinsen Nesvegi 56, dags. 4. júlí, Margrét Magnúsdóttir og Valgeir Pálsson Boðagranda 10, dags. 21. ágúst 2007, Gunnar Finnsson ásamt undirskriftarlista 419 íbúa, dags. 23. ágúst 2007, Salvör Jónsdóttir og Jón Árnason Fjörugranda 2, dags. 1. september 2007, Eiríkur Sigurgeirsson Fjörugranda 18 dags. 9. september 2007 fh. eigenda að Fjörugranda 14, 16 og 18, Ingibjörg B. Sigurðardóttir og Örn Halldórsson Boðagranda 8, dags. 6. september 2007, Halldór Jóhannsson Fjörugranda 8 dags. 28. ágúst 2007. Einnig er lögð fram ný tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 1. desember 2007 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Keilugranda.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.

3. Baldursgötureitur 1, deiliskipulag, reitur 1.186.3 (01.186.3) Mál nr. SN070031
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Traðar dags. 29. nóvember 2007, breytt að deiliskipulagi Baldursgötureits. Reiturinn afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2007 á athugasemdum sem bárust við forkynningu.
Frestað.
Óskað er eftir að skipulagsstjóri afli frekari gagna um skuggavarp á reitnum.

4. Fiskislóð og Hólmaslóð, breyting á deiliskipulagi Vesturhafnar (01.087)Mál nr. SN070769
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, dags. 5. desember 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna Fiskislóðar og Hólmaslóðar skv. uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 5. desember 2007. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingar á götu og gangstétt Fiskislóðar 23-31, götu Fiskislóðar 33-43, lóðunum Fiskislóð 23-25, 27, 29, 31, 37 og 43, aðkomugötu að Hólmaslóð 1 og 3 og lóðunum Hólmaslóð 1 og 3.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð beinir því til hafnarstjórnar Faxaflóahafna að leita ávalt umsagnar skipulagsráðs þegar ákvörðun er tekin um skipulagsvinnu á hafnarsvæðum. Jafnframt er skipulagsstjóra falið að skýra verklag í samskiptum hafnar- og borgarskipulags í samráði við hafnarstjóra.

5. Ingólfstorg, breyting á deiliskipulagi (01.140) Mál nr. SN070721
Lögð fram tillaga Björns Ólafs ark., dags. 26. október 2007, að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7.
Tillaga kynnt, frestað.

6. Stakkholt 2-4, breytt deiliskipulag Hampiðjureits (01.241.1) Mál nr. SN070439
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Þ.G. verktakar ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga KRark ehf að breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 2-4 og 3 við Stakkholt, dags. 10. ágúst 2007. Auglýsingin stóð yfir frá 12. september til 24. október 2007. Lögð fram athugasemd Hanza hópsins Þverholti 11, dags. 24. október 2007. Einnig er lögð fram breytt tillaga KRark ehf. dags. 29. nóv. 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. desember 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í breyttri tillögu dags. 29. nóvember 2007.
Vísað til borgarráðs.

7. Tryggvagata 13, br.á deilisk. Höfuðst. Ungmennafélags Ísl (01.117.4)Mál nr. SN070213
Ungmennafélag Íslands, Laugavegi 170, 105 Reykjavík
Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík
Lögð fram tillaga Arkþings mótt. 28 mars 2007, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu. Gert er ráð fyrir því að á lóðinni rísi höfuðstöðvar Ungmennafélags Íslands. Einnig lögð fram að nýju eldri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.

8. Túngötureitur, forsögn að skipulagi Mál nr. SN070771
Lögð fram drög skipulagsstjóra að forsögn fyrir deiliskipulagi Túngötureits, dags. í desember 2007. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Hofsvallagötu, Hávallagötu og Bræðraborgarstíg.
Drög skipulagsstjóra að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á reitnum.

Kjartan Magnússon vék af fundi við umfjöllun málsins.

9. Austurbrún 26, breyting á deiliskipulagi (01.381.6) Mál nr. SN070655
Plan 21 ehf, Álakvísl 134, 110 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Guðnýjar Valdimarsdóttur ark. f.h. lóðarhafa, dags. 18. okt. 2007, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Austurbrún 26, skv. uppdrætti, dags. 15. október 2007. Breytingin gengur út á stækkun lóðarinnar úr 385 fm í 404 fm. Grenndarkynning stóð yfir frá 25. okt. til 22. nóv. 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ingibjörg Bernhöft og Bjarnþór Aðalsteinsson Austurbrún 14, dags. 11. nóvember 2007, undirskriftarlisti frá íbúum Austurbrúnar 8, 10, 20, 22, 24, 28 og 34 ódags. móttekin 21. nóvember 2007. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 7. des. 2007.
Frestað.

10. Blesugróf 27, breyting á deiliskipulagi (01.885.4) Mál nr. SN070700
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs, dags. 27. nóvember 2007, að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 27 við Blesugróf.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Einnig var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila á svæðinu og hverfisráð Laugardals og Háaleitis sérstaklega um tillöguna.

11. Dverghamrar 9, breyting á deiliskipulagi (02.299.5) Mál nr. SN070542
Geir Ólafsson, Dverghamrar 9, 112 Reykjavík
Úti og inni sf, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn úti og Inni f.h. Geirs Ólafssonar, dags. 4. september 2007, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 9 við Dverghamra skv. uppdrætti, dags. 30. ágúst 2007. Grenndarkynningin stóð frá 30. október til og með 27. nóvember 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

12. Kjalarnes, Fitjar, deiliskipulagi Mál nr. SN060665
Einar Ingimarsson arkitekt ehf, Lynghálsi 3, 110 Reykjavík
Guðjón Júlíus Halldórsson, Fitjar, 116 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Einars Ingimarssonar, dags. 30. nóvember 2006, að deiliskipulagi lóðarinnar Fitjar á Kjalarnesi vegna brúar yfir Leirvogsá skv. uppdrætti, dags. 29. nóvember 2006. Einnig lögð fram umsögn veiðifélags Leirvogsár, dags. 22. nóvember 2006, umsögn umhverfisráðs, dags. 27. nóvember 2006, greinargerð Arkþings og Hnit, dags. 8. nóvember 2006 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 12. febrúar 2007. Tillagan var auglýst frá 9. mars til 25. apríl 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: f.h. Veiðifélagsins Leirvogsá, Bjarni Sv. Guðmundsson og Guðmundur Magnússon dags. 12. apríl 2007, einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 1. maí 2007. Tillagan var endurauglýst frá 18. október til og með 26. nóvember 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Veiðifélag Leirvogsár dags. 21. nóvember 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 30. nóv. 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

13. Holtavegur 10, auglýsingaskilti, breyting á deiliskipulagi (01.408.1)Mál nr. SN070472
Landic Property hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
THG Arkitektar ehf, Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn teiknistofu Halldórs Guðmundssonar f.h. fasteignafélagsins Stoða, dags. 3. ágúst 2007, um breytingu á deiliskipulagi Holtavegar. Í tillögunni felst að komið verði fyrir auglýsingaskiltum á húsi og lóð nr. 10 við Holtaveg skv. uppdrætti, dags. 31. júlí 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 31. ágúst 2007. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2007. Athugasemd barst frá Fanney Evu Vilbergsdóttur Kleppsvegi 140, dags. 23. nóvember 2007 ásamt undirskriftalista 78 íbúa í nágrenninu.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.

14. Hólmsheiði við Suðurlandsveg – athafnasv. A3, deiliskipulag Mál nr. SN060676
Arkís ehf, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ark.ís að deiliskipulagi athafnasvæðis í Hólmsheiði við Suðurlandsveg, dags. í ágúst 2007. Lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 25. september 2007. Auglýsingin stóð yfir frá 12. september til 24. október 2007. Lagðar fram athugasemdir eftirtaldra aðila: Vegagerðin, dags. 10. september 2007, Valtýr Sigurðsson f.h. Fangelsismálastofnunar, dags. 19. október 2007, Orkuveita Reykjavíkur, dags. 22. október 2007, formaður Fjáreigendafélags Reykjavíkur, dags. 23. okt. 2007, stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 24. okt. 2007, Skógrækt ríkisins, dags. 20. okt. 2007, Veiðimálastofnun, dags. 22. okt. 2007, Kristín Kristjánsdóttir, dags. 24. okt. 2007. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs til borgarstjóra, dags. 3. desember 2007 um fangelsislóð í Hólmsheiði, ásamt bréfi stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 10. desember 2007
Athugasemdir kynntar.
Frestað.

Kartan Magnússon vék af fundi kl. 11:38
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 11:45.
Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:50]

15. Þingvað 37-59, breyting á deiliskipulagi (04.791.4) Mál nr. SN070763
Kjarni Byggingar ehf, Hátúni 6A, 105 Reykjavík
Davíð Karl Karlsson, Næfurás 2, 110 Reykjavík
Lögð fram umsókn Davíðs Karlssonar f.h. Kjarna bygginga, dags. 4. des. 2007, um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 37-59 við Þingvað skv. uppdrætti, dags. 23. nóv. 2007.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin er aðeins talin varða hagsmuni lóðarhafa.

16. Nesjavallalína 2, breyting á Aðalsk.Reykjavíkur 2001-2024 (05.8) Mál nr. SN070123
Landsnet hf, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Línuhönnun hf, Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík
Að lokinni kynningu á vef Skipulags- og byggingasviðs er lagt fram að nýju bréf Landsnets h.f., dags. 22. febrúar 2007, varðandi aðalskipulagsbreytingu vegna lagningu jarðstrengs og ljósleiðara frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi ásamt umhverfisskýrslu Landmótunar, mótt. 10. ágúst 2007. Einnig lagðar fram umsagnir eftirtalinna aðila: Fornleifavernd ríkisins, dags. 23. ágúst 2007, Framkvæmdasviðs, dags. 28. ágúst 2007, Mosfellsbæjar, dags. 5. september og 3. október 2007, umhverfisráðs frá 25. september 2007, Umhverfisstofnunar, dags. 20. sept. 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

(B) Byggingarmál

17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN037379
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 471 frá 4. desember 2007, ásamt fundargerð nr. 472 frá 11. desember 2007.

18. Árvað 3, leik- og grunnskóli (04.731.101) Mál nr. BN037329
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja leik og grunnskóli staðsteyptan á tveimur hæðum auk lagna og tæknirýma í kjallara.
Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 20. nóvember 2007.
Einnig fylgir minnisblað um hljóðvist dags. 1. október 2007 og gátlisti vegna ferlihönnunar í almenningsbyggingum, undirritaður og dags. 7. desember 2007
Stærðir: 7.233,7 ferm., 36.857,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.506.317
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Brautarholt 8, endurnýjun á byggingarleyfi BN034400 (01.241.205)Mál nr. BN037017
S.Waage sf, Hlíðarbyggð 19, 210 Garðabær
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. október 2007 þar sem sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á byggingaleyfi erindi nr. BN034400 frá 4. október 2006, þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýja hæð úr stálgrind klæddri múr ofan á húsið á lóðinni nr. 8 við Brautarholt. Grenndarkynning stóð yfir frá 25. október til og með 22. nóvember 2007. Eftirtalir aðilar sendu inn athugasemdir: Ólafur Gunnarsson og Erla Erlendsdóttir Skipholti 7, dags. 13. nóvember 2007, Sigurbjörg Valsdóttir Skipholti 7, dags. 21. nóvember 2007, Eðvarð Ingólfsson Stúfholti 1 dags. 22. nóvember 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra 30. nóvember 2007 og eldri umsögn skipulagsstjóra 29. september 2006.
Stækkun: 540,6 ferm., og 1656,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 112.669
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

20. Brekkugerði 10, hækka mænishæð (01.804.407) Mál nr. BN037091
Bogi Þór Siguroddsson, Brekkugerði 10, 108 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. október 2007 þar sem sótt er um leyfi til breyta frá nýlega samþykktum teikningum erindi BN031070 þannig að mænishæð hækkar um 20 cm., breytingar á gluggum í sólskála og stiga ásamt breyttu handriði á útitröppum einbýlishússins á lóð nr. 10 við Brekkugerði. Grenndarkynningin stóð frá 1. nóvember til og með 29. nóvember 2007. Engar athugasemdir bárust. Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

21. Fjölnisvegur 9, tengja Fjölnisv. 9 og 11. Sam. bílag. og sv. (01.196.211)Mál nr. BN037123
Fjölnisvegur 9 ehf, Efstaleiti 5, 103 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. október 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja við þegar byggða bílgeymslu sbr. erindi BN030351 húss nr. 9 og tengja bílgeymslu húss nr. 11 sbr. erindi BN028378 með sameiginlegri bílgeymslu , tengigangi og svölum ofaná fyrir bæði íbúðarhúsin sem sameinuð verða í eina eign á lóð nr. 9-11 við Fjölnisveg. Grenndarkynning stóð yfir frá 7. nóv. til 5. des. 2007. Athugasemd barst frá Þresti Höskuldssyni f.h. íbúa Sjafnargötu 8, dags. 27. nóv. 2007.
Bréf hönnuðar dags. 23. október 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

22. Funahöfði 19, innrétta skrifstofur,svalir o.fl. (04.061.002) Mál nr. BN037326
Húsaleiga ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í kjallara, á 1. og 2. hæð og setja upp svalir og brunastiga utanhúss í húsi nr. 19 við Funahöfða.
Gjald kr. 6.800
Frestað.

23. Gerðarbrunnur 32-34, parhús (05.056.302) Mál nr. BN037353
Ingimar Helgason, Laugavegur 134, 105 Reykjavík
Eiður Helgi Sigurjónsson, Völvufell 12, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 32-34 við Gerðarbrunn.
Stærð húss nr. 32: Kjallari íbúð 123 ferm., 1. hæð íbúð 91,3 ferm., bílgeymsla 25 ferm. Samtals 239,3 ferm., 830,3 rúmm.
Hús nr. 34: Sömu stærðir.
Gerðarbrunnur 32-34: 478,6 ferm., 1660,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 112.921
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Gerðarbrunnur 44, Einbýlishús Mál nr. BN037350
Garðar Sveinn Hannesson, Hrísrimi 9, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 44 við Gerðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 122,2 ferm., bílgeymsla 31.2 ferm., 2. hæð íbúð 141,7 ferm.
Samtals 295,1 ferm., 968,6 rúmm
Gjald kr. 6.800 + 65.865
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Hlíðarfótur 107483, háskólabygging (01.77-.-99) Mál nr. BN036377
Háskólinn í Reykjavík ehf, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypta háskólabyggingu ásamt kjallara undir hluta, alla einangraða að utan og klædda með gleri og álklæðningu fyrir Háskóla Reykjavíkur á lóð við Hlíðarfót.
Brunahönnun VGK dags. júlí 2007, bréf hönnuðar dags. 2. júlí 2007 og 30. okt. 2007 yfirlýsing burðarþolsshönnuðar dags. 29. júní 2007 fylgja erindinu.
Einnig fylgir skýrsla um hljóðhönnun frá VGK hönnun dags. í júní 2007 og minnisblað um hljóðhönnun frá VGK hönnun dags. 29 sept. 2007.
Stærð: Háskólabygging kjallari 4963,7 ferm., 1. hæð 13334,9 ferm.(með millilofti sem er 117,5 ferm.) 2. hæð 10682,8 ferm., 3. hæð 6801,4 ferm., samtals 35782,8 ferm., 183800,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 12.498.447
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Kambsvegur 22, bílskúr (01.354.108) Mál nr. BN037143
Vigfús Bjarni Albertsson, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. október 2007 þar sem sótt er um leyfi fyrir staðsteyptri viðbyggingu bílgeymslu, sem einingu 0102 mhl. 02 á lóðinni nr. 22 við Kambsveg.
Meðfylgandi er samþykki aðliggandi lóðarhafa á deiliteikningu. dags. 1. okt. 2007 og samþykki meðeiganda dags. 1. okt. 2007
Stærðir : 41,8 ferm., 137,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 9.377Grenndarkynningin stóð frá 7. nóvember til og með 5. desember 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

27. Krókháls 10, innrétta skrifstofur, eldvarnarstigar o.fl. (04.324.202)Mál nr. BN037328
Húsaleiga ehf, Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta stigahúsi, innrétta skrifstofur á 2. hæð og setja brunastiga utan á hús á lóð nr. 10 við Krókháls.
Gjald kr. 6.800
Frestað

28. Lambhagavegur 2-4, atvinnuhúsnæði (02.643.101) Mál nr. BN037315
Lambhagavegur fasteignaféla ehf, Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja verslunarhús fyrir byggingavörur, stálgrindarhús klætt PIR samlokueiningum í hvítum og rauðum lit á lóðinni nr. 2-4 við Lambhagaveg.
Jafnframt er erindi BN036912 dregið til baka.
Málinu fylgir brunahönnun frá VSI dags. 20. nóvember 2008.
Stærðir: 22011,8 ferm., 246.289 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.147.652
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Lækjarmelur 18, nýbygging (34.533.202) Mál nr. BN037372
Lækjarmelur 18 ehf, Akralind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir atvinnuhúsnæði í 10 einingum á tveimur hæðum húsið er staðsteypt með ljósum múrsalla að utan á lóðinni nr. 18 við Lækjarmel á Kjalarnesi.
Stærðir: 1. hæð 1.408,8 ferm., 2. hæð 764,8 ferm. Samtals. 2.173,6 ferm., 12.031,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 818.1350
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

30. Sjafnarbrunnur 11-19, raðhús (05.053.803) Mál nr. BN037345
VT Húsasmíðameistari ehf, Engjaseli 69, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm íbúða raðhús á tveimur hæðum múrhúðað og klætt timburklæðningu að hluta, íbúðirnar eru með innbyggðum bílgeymslum á neðri hæð.
Stærðir: 1. hæð 590,8 ferm, 2. hæð 520,4 ferm. samtals 1.111,2 ferm., 3.740,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 254.354
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Skólavörðustígur 46, innri og ytri br. (01.181.408) Mál nr. BN036552
Guðmundur Kristján Jónsson, Noregur, Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. september 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja glerútbyggingu, síkka glugga og gera franskar svalir á suðaustur hlið, stækka íbúð inn á svalir á norðvestur hlið og gera þar nýjan inngang í íbúð, breyta innra skipulagi íbúðar, þ.m.t. að fjarlægja burðarvegg á 2. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Skólavörðustíg. Grenndarkynning stóð yfir frá 8. október til 5. nóvember 2007. Athugasemdir bárust frá Sigurði Hólm Þorsteinssyni Njarðargötu 61ásamt undirskriftarlista 12 íbúa, dags. 2. nóvember 2007.
Samþykki Skólavörðustígs 45 ehf dags. 25. ágúst 2007 fylgir erindinu. Bréf burðarvirkishönnuðar dags. 31. júlí 2007 fylgir, einnig bréf hönnuðar dags. 25. júlí 2007 og þinglýst samþykki meðeiganda í fjölbýlishúsinu Skólavörðustíg 46 dags 1. júlí 2007 ásamt löggildingarvottorð aðalhönnuðar frá Umhverfisráðuneytisins dags. 24. júní 1996 Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 18. september 2007 var samþykkt byggingarfulltrúa frá 4. september 2007 felld úr gildi með vísan til 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14.11.2007, tölvupóstur umsækjanda dags. 15. nóvember 2007 og bréf umsækjanda dags. 16. og 23. nóvember 2007. Einnig lagt fram svarbréf Sigurðar Hólm Þorsteinssonar, dags. 25. nóvember 2007.
Stærð: Stækkun 3,2 ferm., 8,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 592
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

32. Suðurlandsbraut 58-64, 64 - 45 íbúðir fyrir aldraða (01.471.401) Mál nr. BN037369
Mörkin eignarhaldsfélag ehf, Reykjavíkurvegi 74, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustumiðstöð og 45 íbúðir fyrir aldraða á 4 hæðum á lóðinni nr. 58-64 við Suðurlandsbraut.
Málinu fylgir brunahönnun dags. 27. nóvember 2007.
Stærðir: 1. hæð þjónustumiðstöð 1365,1 ferm., íbúðir og fylgirými 1094,8 ferm., 2. hæð íbúðir 1377,6 ferm., svalagangar (B-rými) 165,2 ferm., 3. og 4. hæð íbúðir 1399,4 ferm., svalagangar (B-rými) 165,2 ferm.
Samtals: 7131,9 ferm. og 23.454 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.594.872
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Úlfarsbraut 2-4, parhús (02.698.401) Mál nr. BN037402
Pétur Þórarinsson, Mosabarð 9, 220 Hafnarfjörður
Gunnar L Gissurarson, Birkihlíð 16, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tvílyft parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 2-4 við Úlfarsbraut.
Stærð húss nr. 2: 1. hæð íbúð 154,7 ferm., 2. hæð íbúð 83,8 ferm., bílgeymsla 28,9 ferm. Samtals 267,4 ferm. og 848,7 rúmm.
Hús nr. 4: 1. hæð íbúð 98 ferm., 2. hæð íbúð 61,4 ferm., bílgeymsla 29,3 ferm. Samtals 188,7 ferm. og 604,7 rúmm.
Samtals 456,1 ferm., 1453,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 98.831
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

34. Úlfarsbraut 80, fjölbýlishús (02.698.703) Mál nr. BN037364
JB Byggingafélag ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
VBH ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir 9 íbúða fjölbýlishúsi á þremur hæðum auk kjallara með bílgeymslu. Húsið er staðsteypt með flötu þaki, útveggir einangraðir að innan og múrhúðaðir, að utan er húsið múrsallað ljóst með álklæddu lyftuhúsi á lóð nr. 80 við Úlfarsbraut.
Stærðir: kjallari 378,4 ferm. 1. hæð 359,6 ferm. 2. hæð 359,6 ferm. 3. hæð 359,6 ferm. Samtals 1.452,7 ferm., 4.484,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 304.803
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

35. Vesturgata 2A, endurbygging Ziemsenhúss (01.140.001) Mál nr. BN037411
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að flytja Ziemsenhús (áður Hafnarstræti 21), endurbyggja það, byggja við til austurs og vesturs og innrétta sem verslunar- veitinga- og skrifstofuhús á lóðinni nr. 2A við Vesturgötu.
Málinu fylgir samkomulag Minjaverndar og Skipulagssjóðs Reykjavíkur dags. 16. ágúst 2007 og samþykki Skipulagssjóðs dags. 17. ágúst 2007.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Þingholtsstræti 21, fjölbýlishús (01.180.102) Mál nr. BN036928
Eyþór Arnalds, Hreiðurborg, 801 Selfoss
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tvíbýlishús (matshl. 2), tvær hæðir og ris og koma fyrir þremur bílastæðum á lóðinni nr. 21 við Þingholtsstræti.
Stærðir: 1. hæð 82 ferm., 2. hæð 82 ferm., 3. hæð 79,2 ferm. Samtals 243,2 ferm., 743,3 rúmm. Grenndarkynningin stóð frá 25. október til og með 22. nóvember. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Sigríður Gunnarsdóttir Ingólfsstræti 20 dags. 21. nóvember 2007, Þóra Bjarnadóttir og Einar Sigurjónsson Þingholtsstræti 22 dags. 21. nóvember 2007. Erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. desember 2007 og greinargerð Páls V. Bjarnasonar ark., dags. 6. des. 2007.
Frestað

(C) Fyrirspurnir

37. Naustavogur 15 - Snarfari, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.456.2)Mál nr. SN070475
Snarfari,félag sportbátaeigenda, Naustavogi 15, 104 Reykjavík
Á fundi skipulagsstjóra 10. ágúst 2007 var lögð fram fyrirspurn formanns Snarfara, dags. 17. júlí 2007, um heimild til stækkunar hafnaraðstöðu félagsins við Naustavog til norðurs og hækkun á hæðarkótum. Erindinu vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs vegna legu Sundabrautar og umferðartenginga, Faxaflóahafna og Umhverfissviðs vegna lífríkis Elliðaáa. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 20. ágúst 2007 og umsögn umhverfissviðs dags. 17. september 2007. Einnig lögð fram bókun hafnarstjórnar frá 30. október ásamt umsögn Faxaflóahafna, dags. 4. október 2007.
Frestað.

38. Sóleyjarimi 51-63, (fsp) kvistur á hús nr. 51, málskot (02.536.3) Mál nr. SN070705
Logos sf, Efstaleiti 5, 103 Reykjavík
Kristján Þór Sveinsson, Sóleyjarimi 51, 112 Reykjavík
Lögð er fram fyrirspurn Logos f.h. eigenda Sóleyjarima 51, dags. 12. og 7. nóvember 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 51-63 við Sóleyjarima vegna kvists á hús nr. 51.
Frestað

(D) Ýmis mál

39. Vættaborgir 84-96, stækkun lóðar (02.342.601) Mál nr. SN070666
Ágúst Á. Þórhallsson, Vættaborgir 88, 112 Reykjavík
Lögð fram umsókn Ágústs Þórhallssonar f.h. eigenda Vættaborgum 84-96, dags. 24. okt. 2007, um stækkun lóðar Vættaborga 84-96 í suður. Lóðarstærð fer úr 3339 fm í 3547 fm. Einnig lögð fram umsögn Strætó, dags. 23. nóv. 2007.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
40. Brautarholt 20, lagt fram bréf (01.242.207) Mál nr. BN037387
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 3. desember 2007 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 20 við Brautarholt.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

41. Einholt-Þverholt, deiliskipulag., Reitir 1.244.1, 1.244.3. (01.244.3)Mál nr. SN990316
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 26. nóv. 2007, minnisblað Línuhönnunar um hljóðvist, dags. 23. okt. 2007 og umsögn Umhverfissviðs frá 6. nóv. 2007 um heimild til að beita fráviki II varðandi hljóðvist. Einnig eru lagðir fram endanlegir uppdrættir að deiliskipulagi reita 1.244.1 og 1.244.3, Einholt/Þverholt dags. 8. desember 2006, síðast uppfærðir 26. nóvember 2007.
Endanlegir uppdrættir samþykktir
Vísað til borgarráðs.

42. Malarhöfði 10, lóðarstækkun (04.055) Mál nr. SN050454
PK-Arkitektar ehf, Höfðatúni 12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn PK arkitekta f.h. Mest ehf, dags. 17.10.07 ásamt tillögu, dags. 16.10.07, að stækkun lóðar nr. 10 við Malarhöfða. Óskað er eftir stækkun lóðar um 8563 fm á þremur stöðum: vestur, austur og suður. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs, dags. 3.12.07.
Frestað.

43. Vesturgata 16b, Gröndalshús, flutningslóð fyrir Gröndalshús (01.132.1)Mál nr. SN070756
Gullinsnið ehf, Fjölnisvegi 12, 101 Reykjavík
Lögð fram tillaga Gullinsniðs ehf. mótt. 29. nóvember 2007 að flutningslóð fyrir Gröndalshús að Fischersundi 2.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að unnin verða tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps þar sem gert verður ráð fyrir Gröndalshúsi á lóðinni. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

44. Álfabakki 14A, úrskurður úrskurðarnefndar (04.603.4) Mál nr. SN070761
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 29. nóvember 2007 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. júlí 2006 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingu á innréttingum til reksturs spilasalar í húsnæði að Álfabakka 14A í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

45. Álftanes, svæðisskipulag, óveruleg br. á svæðissk. Höfuðb. Mál nr. SN070714
Sveitarfélagið Álftanes, Bjarnastöðum, 225 Álftanes
Lagt fram bréf borgarstjóra 29. nóvember 2007 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 21. nóvember 2007 vegna óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

46. Grófartorg, Zimsen hús, br. á deilisk. vegna Vesturgötu 2A (01.140.0)Mál nr. SN070699
Minjavernd hf, Pósthólf 1358, 121 Reykjavík
Arkitektur.is ehf, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 14. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Grófartorgs vegna staðsetningar Zimsenhúss á lóð nr. 2A við Vesturgötu.

47. Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi (02.2) Mál nr. SN070319
Landark ehf, Stórhöfða 17, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra 29. nóvember 2007 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 24. október 2007 vegna breytinga á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Gufunesi. Jafnframt var samþykkt svohljóðandi viðaukatillaga: Við hönnun bygginga skal tekið mið af niðurstöðum rannsókna á hugsanlegu gasútstreymi frá urðunarsvæði þannig að þær safni ekki gasi í kjöllurum eða lokuðum rýmum. Sérstaklega skal hugað að því að uppsöfnun gass geti ekki orðið í grunnum, sökklum eða kjöllurum.

48. Hólmsheiði, jarðvegsfylling, deiliskipulag, stækkun á losunarstað Mál nr. SN070118
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. nóvember 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 7. s.m. um deiliskipulag Hólmsheiðar, jarðvegsfyllingar.

49. Naustareitur-Vesturhluti, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN070593
Gláma,vinnustofa sf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 14. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Naustareits.

50. Norðurbrún 1, breytt deiliskipulag (01.352.4) Mál nr. SN070683
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Harpa Stefánsdóttir, Bauganes 16, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra 29. nóvember 2007 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 21. nóvember 2007 vegna auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 1 við Norðurbrún.

51. Reynisvatnsheiði, OR. br. á deilisk. vegna miðlunarg. O.R. (05.1)Mál nr. SN070413
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra 29. nóvember 2007 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 21. nóvember 2007 vegna breytinga á deiliskipulagi vegna miðlunargeyma Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði.

52. Öskjuhlíð, breyting á deiliskipulagi (01.76) Mál nr. SN060726
Ásatrúarfélagið, Pósthólf 8668, 128 Reykjavík
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð 14. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Öskjuhlíðar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:00.

Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Ásta Þorleifsdóttir
Óskar Bergsson




Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2007, þriðjudaginn 4. desember kl. 09:40 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 471. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Jón Magnús Halldórsson og Ásdís Baldursdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Bankastræti 14-14B (01.171.202) 101383 Mál nr. BN037346
EP eignir ehf, Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta sælkeraverslun og veitingastað á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 14 við Bankastræti.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Bíldshöfði 20 (04.065.101) 110673 Mál nr. BN037373
Bíldshöfði ehf, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík
Sótt er um minniháttar breytingu á eldhúsi verslunarinnar Krónunar á 1. verslunarhússins á lóð nr. 20 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits.

3. Bjarmaland 18-24 (01.854.402) 108779 Mál nr. BN037366
Karl Þráinsson, Bjarmaland 22, 108 Reykjavík
Helga Melkorka Óttarsdóttir, Bjarmaland 22, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum 1. hæðar og til að fella út þakglugga kjallara á nýsamþykktu byggingaleyfi (BN036873) á einbýlishúsinu nr. 22 á lóðinni nr. 18-22 við Bjarmaland.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Brúarvogur 1-3 (01.427.201) 212207 Mál nr. BN037135
Dreifing ehf, Vatnagörðum 8, 104 Reykjavík
Skúlagata 30 ehf, Stigahlíð 60, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka bílaplan við vesturhlið ný samþykkts atvinnuhúss sbr. erindi BN036137, bæta við stiga milli 1. og 2. hæðar, breyta starfsmannaaðstöðu, færa hleðsluklefa, setja nýjan inngang inn að verslun á 1. hæð, innrétta skrifstofur á hluta 2. hæðar og breyta innra skipulagi á skrifstofurými á 3. hæð ásamt fleiri breytingum á innra skipulagi atvinnuhússins á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.
Meðfylgjandi er bréf brunahönnuðar dags. 8. nóvember 2007. Einnig lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. nóvember 2007.
Stærð: Atvinnuhúsið var samtals 6955,9 ferm. verður xxx ferm., var 62190,4 rúmm. verður xxx rúmm. Móttökusvæði undir bílapall (B-rými) var 1189,9 ferm. verður xxx ferm., var 7282,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Hluti af bílapalli er staðsettur innan áfanga 2 og því óheimilt að byggja þann hluta nú.

5. Bugðulækur 17 (01.343.318) 104017 Mál nr. BN037254
Hróðmar I Sigurbjörnsson, Bugðulækur 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á 3. hæð fjölbýlishússins nr. 17 við Bugðulæk.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Sýnd lausn fer húsi illa. Grenndarkynningu ólokið.

6. Búðavað 21-23 (04.791.806) 209912 Mál nr. BN037282
Byggingarfélagið Kjölur ehf, Móvaði 37, 110 Reykjavík
H-Bygg hf, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt parhús, múrhúðað og að hluta harðviðarklætt, með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 21-23 við Búðavað.
Stærðir (einn Mhl): 1. hæð íbúðir 186,8 ferm, bílgeymslur 56,4 ferm., 2. hæð íbúðir 242,4 ferm.
Samtals 499,4 ferm., 1864,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 126.766
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sérstök athygli er vakin á að byggingin samræmist ekki deiliskipulagi.

7. Bústaðavegur 101 (01.819.317) 108282 Mál nr. BN037371
Gunnar Guðlaugsson, Bústaðavegur 99, 108 Reykjavík
Víglundur Piertew Mettinisson, Bústaðavegur 101, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta sameiginlegu þvottarými í tvennt í tvíbýlishúsinu nr. 101 við Bústaðaveg.
Samþykki meðeigenda fylgir.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Lagfæra skráningu og veggur milli þvottahúsa uppfylli ákvæði brunavarna sem EI-90.

8. Bústaðavegur 99 (01.819.316) 108281 Mál nr. BN037370
Gunnar Guðlaugsson, Bústaðavegur 99, 108 Reykjavík
Víglundur Piertew Mettinisson, Bústaðavegur 101, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta sameiginlegu þvottarými í tvennt í tvíbýlishúsinu nr. 99 við Bústaðaveg.
Samþykki meðeigenda fylgir.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Lagfæra skráningu og veggur milli þvottahúsa uppfylli ákvæði brunavarna sem EI-90.

9. Bæjarháls 1 (04.309.601) 190769 Mál nr. BN037131
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö opin þvottaplön og tæknirými á lóð nr. 1 við Bæjarháls.
Stærðir: 24,9 ferm, 122,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 8.344
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Dyngjuvegur 9 (01.384.001) 104863 Mál nr. BN037362
Kristján Ásgeir Þorbergsson, Dyngjuv Staðarhóll, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum að tvíbýlishúsinu á lóð nr. 9 við Dyngjuveg.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Efstasund 82 (01.410.009) 104970 Mál nr. BN037320
Dagur Sigurðsson, Efstasund 82, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að steypa þakplötu ofan á bílskúr og útbúa svalir þar ofan á, byggja pall útfrá stofu að bílskúr og lóðamörkum, stækka bílskúrshurð og breyta gluggum á bílskúr ásamt því að breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóðinni nr. 82 við Efstasund.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. nóvember 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.600
Synjað.
Svalir á þaki samræmast ekki deiliskipulagi hverfisins sbr. umsögn skipulagsstjóra frá 30. nóv. sl.

12. Fálkagata 7 (01.554.212) 106598 Mál nr. BN036717
Ernesto Hilmar Ramos, Fálkagata 7, 107 Reykjavík
Þórunn Inga Gísladóttir, Fálkagata 7, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á báðum hliðum rishæðar einbýlishússins á lóðinni nr. 7 við Fálkagötu.
Grenndarkynning stóð yfir frá 8. okt. til 5. nóv. 2007. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 25,6 ferm., 34,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.346
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

13. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN036379
Eignarhaldsfélagið Barðinn ehf, Pósthólf 4320, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarhús með millilofti í hluta húss fyrir verslun og þjónustu á lóðinni nr. 23-25 við Fiskislóð.
Umboð hönnuðar dags. 12. febrúar 2007 fylgir erindinu. Einnig fylgir brunahönnun frá VSI dags. 30. ágúst 2007
Stærð: Atvinnuhús 1. hæð 3073,5 ferm., milliloft 376 ferm.,
samtals 3.449,5 ferm., 27.946,9 rúmm.
Skýli (B-rými) samtals 38,4 ferm., 125,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.908.930
Frestað.
Vantar rafræna töflu.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.

14. Fossaleynir 16 (02.467.401) 186199 Mál nr. BN037012
Flotun ehf, Ólafsgeisla 117, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í austurenda hússins ásamt breytingu á innkeyrsluhurðum í glugga á lóðinni nr. 16 við Fossaleyni.
Meðfylgandi er bréf brunahönnuðar dagsett 12. janúar 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Freyjubrunnur 10-14 (02.695.802) 205738 Mál nr. BN037288
Fasteignafélagið Hlíð ehf, Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja þrjú tvílyft steinsteypt raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 10-14 við Freyjubrunn.
Stærð húss nr. 10 og 14: 1. hæð íbúð 109 ferm., 2. hæð íbúð 72,1 ferm., bílgeymsla 30,7 ferm. Samtals 211,8 ferm.
Hús nr. 12: 1. hæð íbúð 116,3 ferm., 2. hæð íbúð 78,2 ferm., bílgeymsla 31,9 ferm. Samtals 226,4 ferm.
Freyjubrunnur 10-14 samtals 650 ferm., 2262,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 153.857
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Friggjarbrunnur 1 (02.693.801) 205757 Mál nr. BN037145
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt sex íbúða fjölbýlishús með bílgeymslu í kjallara með inndregna efstu hæð og með bogadregnu þaki á lóðinni nr. 1 við Friggjarbrunn.
Meðfylgjandi er samþykki aðliggandi lóðarhafa dags. 23. okt. 2007.
Stærð: Kjallari bílgeymslur 243,1 ferm., 675,4 rúmm., Kjallari séreign og sameign 166,9 ferm. 1. hæð 296,6 ferm., 2. hæð 304,1 ferm., 3. hæð 207,3 ferm.
Samtals 1218,0 ferm., 3934,6 rúmm.
B-rými opinn gangur 7,6 ferm., 20,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 267.553
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Friggjarbrunnur 32 (05.053.304) 205957 Mál nr. BN037311
Bjartmar Örn Arnarson, Gvendargeisli 42, 113 Reykjavík
Agnes Ósk Sigmundardóttir, Gvendargeisli 42, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gluggalausan kjallara undir föndurherbergi og geymslu í einbýlishúsinu á lóð nr. 32 við Friggjarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. nóvember og 30. nóvember 2007 fylgir erindinu.
Stærðir kjallara: 74,8 ferm., 198,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 13.477
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Vakin hefur verið athygli á að flóttaleið vantar úr föndurherbergi, án þess að umsækjandi hafi tekið tillit ábendingarinnar, er það á ábyrgð umsækjenda og hönnuða.

18. Gefjunarbrunnur 11 (02.695.205) 206020 Mál nr. BN036990
Kristinn Bjarnason, Seiðakvísl 22, 110 Reykjavík
Sótt um leyfi til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Gefjunarbrunn
Meðfylgjandi undirritað samkomulag við lóðarhafa Iðunnarbrunnur 10, einnig bréf frá Borg ehf dags. 6. nóvember 2007 vegna vottunar eininga sem og brunavarnaskýrsla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 95,3 ferm., 2. hæð 114,6 ferm., bílgeymsla 24,7 ferm., samtals 234,6 ferm., 784,8 rúmmetrar.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 50.918
Frestað.
Ekki liggja fyrir upplýsingar frá NMÍ um stöðu vottunar á einingum.

19. Gerðarbrunnur 12-14 (05.056.402) 206053 Mál nr. BN037109
Þorleifur Þorleifsson, Kleifarás 8, 110 Reykjavík
Guðmundur Ágústsson, Sólheimar 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús á kjallara úr steinsteyptum einingum, steinað og harðviðarklætt að utan með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 12-14 við Gerðarbrunn.
Hús nr. 12: Kjallari íbúð 38,3 ferm., 1. hæð íbúð 73,0 ferm., bílgeymsla 33,6 ferm., 2. hæð íbúð 107,1 ferm.
Hús nr. 14: Sömu stærðir.
Samtals: 504 ferm., 1.827 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 124.236
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

20. Háahlíð 20 (01.730.206) 107341 Mál nr. BN037220
María Þuríður Gísladóttir, Háahlíð 20, 105 Reykjavík
Sótt er um að skipta einbýlishúsi á lóð nr. 20 við Háuhlíð upp í tvær eignir.
Meðfylgjandi er skráningartafla fyrir eignaskiptayfirlýsingu og fylgiskjal teikning af húsinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda.

21. Hólavað 73-75 (04.741.602) 199079 Mál nr. BN037359
Hólavað ehf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta byggingarefni þaks úr timbri í steinsteypu á nýsamþykktu (BN033302) parhúsi nr. 73-75 á lóðinni nr. 63-75 við Hólavað.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Hraunbær 36-60 (04.334.301) 111075 Mál nr. BN037124
Hraunbær 56,húsfélag, Hraunbæ 56, 110 Reykjavík
Hraunbær 58,húsfélag, Hraunbæ 58, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta upp sameign fjölbýlishússins 56 - 58, loka skal gangi á milli húsanna þannig að sameignir húsanna verði aðskildar, á lóð nr. 36 - 60 við Hraunbæ.
Meðfylgjandi er samþykkt húsfundar fyrir þessum gerningi. Meðfylgjandi er einnig litaðar teikningar, sem sýna skiptingu rýma.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

23. Hraunbær 85-99 (04.331.502) 111068 Mál nr. BN028051
Victor Rafn Viktorsson, Hraunbær 93, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri sem stækkun á stofu að suðurhlið hússins nr. 93 á lóðinni nr. 85-99 við Hraunbæ.
Samþykki meðlóðarhafa (á teikn.) fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 16,3 ferm. og 48,9 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 3.325
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu

24. Hverfisgata 52 (01.172.101) 101439 Mál nr. BN037232
Edda Heiðrún Backman, Skerplugata 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir skábraut og tröppum með bætt aðgengi í huga út á borgarland (gangstétt) við fjölbýlishúsið á lóð nr. 52 við Hverfisgötu.
Málinu fylgir samþykki skrifstofu gatna- og eignaumsýslu dags. 14. nóvember 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

25. Iðunnarbrunnur 10 (02.693.704) 206080 Mál nr. BN036992
Bryndís Ann Brynjarsdóttir, Víghólastígur 9, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveim hæðum með innbyggðri bílageymslu á lóðinni nr. 10 við Iðunnarbrunn. Meðfylgjandi er brunavarnaskýrsla og samþykki nágranna vegna legu lóðamarka.
Stærð: Íbúð 1.hæð 85 ferm., 2.hæð 120 ferm., bílgeymsla 35 ferm. samtals 232,7 ferm. 732 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 49.776
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Iðunnarbrunnur 8 (02.693.703) 206079 Mál nr. BN037192
Helgi Gíslason, Vatnsendablettur 721, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús að hluta til klætt með málmklæðningu, með innbyggðri bílageymslu á lóð nr. 8 við Iðunnarbrunn.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði dags. 30.október 2007
Meðfylgjandi er einnig bréf hönnuða dags. 20.11.2007
Stærðir: Íbúð ; Kjallari 59,4 ferm., 1.hæð 98,5 ferm., 2. hæð 127,7 ferm., bílgeymsla 33,6 ferm. gluggalaus geymsla innangeng frá íbúð í kjallara 79,5 ferm., samtals 398,7 ferm., 1.220,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 82.973
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Klapparstígur 37 (01.182.139) 101852 Mál nr. BN035334
María Hjálmtýsdóttir, Grettisgata 18, 101 Reykjavík
Ernesto Ortiz Alvarez, Grettisgata 18, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að setja svalir á bakhlið 2. hæðar og skipta íbúð þeirrar hæðar í tvær íbúðir í fjöleignahúsinu á lóð nr. 37 við Klapparstíg.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda vegna fjölgunar séreignarhluta.

28. Klettháls 5 (04.342.501) 188539 Mál nr. BN037365
Stilling hf, Kletthálsi 5, 110 Reykjavík
Sótt er um að byggja annan áfanga, sem er lagerhúsnæði í stálgrindarskemmu, á lóð nr. 5 við Klettháls.
Stækkun 1072,6 ferm., 10024,5 rúmm. samtals eftir stækkun 2271,8 ferm., 17.661,9 rúmm.
Gjald kr 6.800 + 681.666
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Krókavað 1-11 (04.731.801) 198731 Mál nr. BN037375
Ævar Gunnarsson, Krókavað 11, 110 Reykjavík
Ragnheiður Á Sigbjörnsdóttir, Krókavað 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til aðskilja byggingaleyfi vegna meistaraskipta þannig að mhl. 01, 02, 03, 04, 05 og 06 (hús nr. 1, 3, 5, 7 og 9) verði aðskilin frá mhl. 06 (lóð nr. 11) á lóðinni nr. 1-11 við Krókavað.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

30. Kvistaland 10-16 (01.863.102) 108804 Mál nr. BN037226
Björn K Sveinbjörnsson, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Svava Þorgerður Johansen, Bakkaflöt 8, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til aða rífa hús á lóð nr. 12 við Kvistaland 10-16 og byggja nýtt einnar hæðar einbýlishús staðsteypt með með steyptri loftaplötu að utan er húsið með sjónsteypuáferð og skjólveggir í garði eru steyptir, bílgeymsla er innbyggð.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 1. október 2007
Stærð niðurrif: Íbúð 161,0 ferm., 485,0 rúmm., bílgeymslu 48,5 ferm., 129,0 rúmm. Samtals: 209,5 ferm., 614,0 rúmm.
Stærð nýbyggingar 322,5 ferm., 1.089,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Niðurrif núverandi húss á lóð samþykkt.

31. Köllunarklettsvegur 10 (01.329.101) 199098 Mál nr. BN037368
Eignarhaldsfélagið Sigtún ehf, Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga sem orðið hafa á byggingatíma lager- og skrifstofuhússins á lóðinni nr. 10 við Köllunarklettsveg
Stærðir voru: 4004,5 ferm., 35877,6 rúmm.
Stærðir verða 4003,8 ferm., 38455 rúmm.
Minnkar um ,7 ferm og stækkar um 2577,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 175.263
Frestað.
Gera skal grein fyrir breytingum.

32. Laugavegur 32 (01.172.213) 101468 Mál nr. BN037289
Sigurgeir Sigurjónsson ehf, Hverfisgötu 71, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum og til sameina áður mhl. 02 og 03 í mhl. 02 í verslunar og íbúðarhúsnæðinu vegna eignarskiptasamnings á lóð nr. 32 við Laugaveg.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir 23. nóvember 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

33. Laugavegur 74 (01.174.207) 101610 Mál nr. BN037238
Laugavegur 74 ehf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á áður samþykktu atvinnu- og íbúðarhúsi á lóðinni nr. 74 við Laugaveg sbr. BN036546.
Stærðir: Minnkun samtals 27,9 ferm., 40,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Lagfæra skráningartöflu.

34. Lindargata 27 (01.152.208) 101026 Mál nr. BN036165
Lovísa Sigurðardóttir, Lindargata 27, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að reisa skjólvegg úr stáli og gleri á þakgarði fjölbýlishússins á lóð nr. 27 við Lindargötu.
Vantar að sýna umrædda hugmynd á grunnmynd
Gera skal grein fyrir hvort samþykki meðeigenda sé að fullu í samræmi við fjöleignahúsalög.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vantar að sýna umrædda hugmynd á grunnmynd.
Gera skal grein fyrir hvort samþykki meðeigenda sé að fullu í samræðmi við fjöleignahúsalög 26/1994.

35. Lindargata 52 (01.153.202) 101099 Mál nr. BN037358
Jóhann Lúðvík Torfason, Lindargata 52, 101 Reykjavík
Margrét Lóa Jónsdóttir, Lindargata 52, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara og fyrstu hæð austurhliðar þar sem kjallari er staðsteyptur og efri hæðin úr timbri og allur frágangur og deililausnir taka mið af upphaflegum stíl hússins á lóðinni nr. 52 við Lindargötu.
Meðfylgjandi er bréf Húsafriðunarnefndar dags. 20. nóvember 2007. Stærðir 16,6 ferm., 55,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.760
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar dags. 20. nóvember 2007.

36. Lokastígur 28 (01.181.309) 101779 Mál nr. BN037367
Þórólfur Már Antonsson, Lokastígur 28, 101 Reykjavík
Hrönn Vilhelmsdóttir, Lokastígur 28, 101 Reykjavík
Loki 28 ehf, Lokastíg 28, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta kaffihús á 2. hæð og fjölskylduherbergi í risi hússins á lóðinni nr. 28 við Lokastíg.
Málinu fylgir bréf eigenda dags. 27. nóvember 2007, umboð meðlóðarhafa dags 19. janúar 2006 og umsögn Vinnueftirlitsins dags. 11. ágúst 2006.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

37. Lóð úr Dalsmynni (00.020.001) 205099 Mál nr. BN037335
Madda ehf, Dalsmynni, 116 Reykjavík
Tómas K Þórðarson, Dalsmynni, 116 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja ræktunarhús fyrir hunda úr timbri á lóð með landnúmer 125665 og fastanúmer 205099 úr landi Dalsmynnis á Kjalarnesi
Stærðir: 86.4 ferm, 262 rúmm.
Gjald kr.6800 + xxxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
M.v.t. umsagnar skipulagsstjóra.

38. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN037361
Pizza Verksmiðjan ehf, Lækjargötu 8, 101 Reykjavík
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum þannig að í stað brauðsamlokusölu samþykkt 14. júní 2005 verði flatbökustaður í norðurhluta atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Malarhöfði 10 (04.055.401) 110553 Mál nr. BN036433
Mest ehf, Fornubúðum 5, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að reisa stálgrindarskemmu að hluta á tveimur hæðum sem bráðabirgða húsnæði fyrir steypumót á lóð 10 við Malarhöfða.
Meðfylgandi er þýsk vottun eininga dags. 10. febrúar 2007.
Stærð: Atvinnuhús (matshluti 15) 1. hæð 1.050 ferm., milliloft 155,4 ferm., samtals 1205,4 ferm., 6.943,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 472.131
Frestað.
Vantar enn niðurstöðu skrifstofu Framkvæmdasviðs.

40. Melgerði 29 (01.815.413) 108021 Mál nr. BN036851
Einar Bjarndal Jónsson, Háaleitisbraut 103, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús, hæð og ris, úr timbureiningum á steyptri plötu á lóðinni nr. 29 við Melgerði.
Lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdrátt.
Einnig fylgir CE vottun ódagsett og óárituð.
Einnig fylgir umsögn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Stærð: 1. hæð 93,2 ferm., 2. hæð 74,6 ferm.
Samtals 167,8 ferm. og 445,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 30.314
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Móvað 39 (04.773.502) 195938 Mál nr. BN037292
Erla Birgisdóttir, Móvað 39, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti og byggja ofan á að hluta og útbúa svalir í þaki einbýlishússins á lóðinni nr. 39 við Móvað.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. nóvember fylgir erindinu.
Stækkun: 56,2 ferm., 170 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 11.560
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Mýrargata 26 (01.115.303) 100059 Mál nr. BN037333
Nýja Jórvík ehf, Grandagarði 3, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp tvö upplýsingaskilti vegna byggingarinnar á lóð nr. 26 við Mýrargötu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Ófullnægjandi gögn.

43. Njarðargata 49 (01.186.603) 102299 Mál nr. BN037293
Erla Vilborg Adolfsdóttir, Vesturgata 33a, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir skráningartöflu og reyndarteikningum hennar vegna af húsi á lóð nr. 49 við Njarðargötu.
Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

44. Njálsgata 80 (01.191.106) 102492 Mál nr. BN036012
Valgerður Guðmundsdóttir, Miklabraut 54, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja núverandi svalir og setja upp nýjar stærri svalir úr áli á suðvesturhlið 2., 3. og 4. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 80 við Njálsgötu.
Samþykki meðeigenda dags. 27.sept. 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800 + 6.800
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdráttar nr. 01 dags. 15. maí 2007.

45. Ólafsgeisli 20 - 28 (04.126.601) 186347 Mál nr. BN035586
Sigurður Gestsson, Ólafsgeisli 20, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að stækka 1. hæð í áður sökkulrými, setja hringstiga milli 1. og 2. hæðar og sameina hæðirnar í eina eign ásamt samþykki fyrir útigeymslu undir tröppum að aðalinngangi íbúðar á 3. hæð tvíbýlishúss nr. 20 á lóð nr. 20-28 við Ólafsgeisla.
Samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 21. mars 2007 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 28. mars 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun 1. hæðar 22,6 ferm., minnkun 2. hæðar vegna ops 2,5 ferm., útigeymsla 13,2 ferm. (þar af 9,4 ferm. m. salarh. undir 1,8m), samtals stækkun 33,3 ferm. 90,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.174
Frestað.
Umsækjandi skal gera grein fyrir samþykki meðeigenda að lóð sbr. ákv. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994.

46. Rauðalækur 25 (01.341.204) 103948 Mál nr. BN037259
Egill Axelsson, Rauðalækur 25, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum þar sem stiga, stærð geymslu 0004 og innra fyrir komulag kjallara er breytt lítillega í þríbýlishúsinu á lóð nr. 25 við Rauðalæk.
Meðfylgandi er samþykki meðlóðarhafa dags. 27. nóvember 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

47. Reiðvað 1-7 (04.772.802) 195956 Mál nr. BN037165
Guðleifur Sigurðsson, Aðalland 19, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta (vegna lokaúttektar) brunavarnarkerfi samanber erindi BN028514 í bílgeymslu fjölbýlishússins á lóð nr. 1-7 við Reiðvað.
Meðfylgandi er bréf Verkfræðistofunar Afls og orku ehf. dags. 28. nóvember 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Á milli funda.

48. Sifjarbrunnur 26 (05.055.402) 206121 Mál nr. BN036832
Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir, Sporhamrar 6, 112 Reykjavík
Friðrik Kristinsson, Sporhamrar 6, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt einbýlishús, klætt með steindum flísum og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 26 við Sifjarbrunn.
Málinu fylgir bréf hönnuðar og samþykki lóðarhafa Sifjarbrunns 28 dags. 26. nóvember 2007.
Stærð: 1. hæð íbúð 126 ferm., 2. hæð íbúð 85,4 ferm., bílgeymsla 34,2 ferm.
Samtals 245,6 ferm. og 789,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 53.706
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Sifjarbrunnur 7 (05.055.204) 211684 Mál nr. BN037033
Sævar Þór Ólafsson, Laugateigur 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveim hæðum úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílageymslu á lóðinni nr. 7 við Sifjarbrunn.
Stærð: Íbúð 1. hæð 96,8 ferm., 2. hæð 94,6 ferm., bílgeymsla 47,0 ferm. Samtals 238,4 ferm., 758,4 rúmm.
Gjald kr 6.800 + 51.571
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Skarfagarðar 2 (01.321.701) 210413 Mál nr. BN037355
Smáragarður ehf, Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á skrifstofum og starfsmannarýmum annarrar hæðar ásamt færslu á stoðvegg við sorpgáma og breytingu á pöllum við innganga í vöruhúsi BYKO samanber erindi BN35193 á lóðinni nr. 2 við Skarfagarða.
Stærðir stækkun leiðrétting: 9,3 ferm., 229,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 15.585
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Snorrabraut 29 (01.240.011) 102978 Mál nr. BN037348
Snorrabraut 29 ehf, Snorrabraut 29, 105 Reykjavík
Sótt er um að breyta innréttingum og starfsemi úr hárgreiðslustofu í kaffihús á 1. hæð (0102) og 2. hæð (0202) hússins nr. 29 við Snorrabraut.
Samþykki meðeigenda fylgir með.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

52. Starengi 6 (02.384.002) 173536 Mál nr. BN037363
Starengi ehf, Pósthólf 12212, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi íbúða þannig að í mhl. 02 verði allar íbúðirnar (eining 0101 , 0102 og 0103 með sér eignarhaldi í stað sameiginlegs eignarhalds.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

53. Súðarvogur 40 (01.454.403) 105641 Mál nr. BN034907
Sigurður Árni Sigurðsson, Gnoðarvogur 84, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir svölum og fellistigum og breyta atvinnuhúsnæði í íbúð og vinnustofu listamanns í húsinu á lóðinni nr. 40 við Súðarvog.
Samþykki meðlóðarhafa og samþykki sumra lóðarhafa aðliggjandi lóða ódagsett fylgir áritað á uppdrátt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2006 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100 + 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eftirfarandi yfirlýsingu sé þinglýst.
Í samþykkt byggingarfulltrúa felst ekki nein breyting á gildandi deiliskipulagi eða aðalskipulagi en samkvæmt þeim er svæðið atvinnusvæði. Íbúar í þeim íbúðum sem hér eru samþykktar geta því ekki vænst þeirrar þjónustu borgaryfirvalda sem veitt er á skipulögðum íbúðarsvæðum, né þess að njóta þeirrar kyrrðar og umhverfis sem almennt er á íbúðarsvæðum, heldur sitja hagsmunir atvinnustarfsemi í fyrirrúmi.

54. Súðarvogur 44-48 (01.454.405) 105643 Mál nr. BN034518
Vignir Jóhannsson, Miðbraut 1, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að breyta 2. og 3. hæð iðnaðarhússins á lóðinni nr. 44-48 við Súðarvog í íbúðir með vinnustofum, alls sex íbúðareiningar og gera svalir á austurhlið og stigagangssvalir á vesturhlið auk sorp- og vagnageymslu á lóðinni nr. 44-48 við Súðarvog.
Yfirlýsing eigenda eignarhluta 0201 og 0302 dags. 14. júlí 2006 fylgir málinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2006 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. október 2006.
Málinu fylgir nú samþykki nýs eiganda eignarhluta 0201 dags. 1. nóvember 2006 og samþykki eiganda Súðarvogs 42 dags. sama dag og yfirlýsing eiganda eignarhluta 0201 í Súðarvogi 44-48.
Skilyrt samkomulag eigenda Súðarvogs 44-48 dags. 7. september fylgir málinu.
Einnig fylgir samþykki annars eiganda Súðarvogs 50 dags. 2. október 2007.
Endurnýjað samþykki Súðarvogs 42 dags. 27. nóvember 2007 fylgir með.
Stærð: Stækkun xx ferm.
Gjald kr. 6.100 + 6.100 xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vakin er athygli á því að málið hefur átta sinnum verið til umfjöllunar hjá byggingarfulltrúa.

55. Súðarvogur 7 (01.453.002) 105615 Mál nr. BN037357
Nasi ehf, Súðarvogi 7, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum vegna eignaskiptasamnings af íbúðar og atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 7 við Súðarvog.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

56. Urðarbrunnur 106-108 (05.054.404) 211737 Mál nr. BN037287
Óskar Hlíðar Jónsson, Álagrandi 25, 107 Reykjavík
Jón Halldór Kristmundsson, Hvassaleiti 14, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús, einangrað að utan, pússað og flísaklætt að hluta, á fimm pöllum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 106-108 við Urðarbrunn.
Stærð húss nr. 106: 1. hæð íbúð 121,7 ferm., bílgeymsla 29,1 ferm., 2. hæð íbúð 123,2 ferm., 3. hæð íbúð 20,7 ferm.
Samtals 265,6 ferm., 856,8 rúmm.
Hús nr. 108: Sömu stærðir.
Urðarbrunnur 106-108 samtals 531,2 ferm., 1713,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 116.525
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

57. Urðarbrunnur 14 (05.056.204) 205777 Mál nr. BN037167
Halldóra Sif Gylfadóttir, Kristnibraut 89, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús á kjallara með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 14 við Urðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 95,7 ferm., bílgeymsla 34,2 ferm., kjallari íbúð 138 ferm.
Samtals 267,9 ferm., 1016,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 69.102
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

58. Urðarbrunnur 32 (05.054.602) 205786 Mál nr. BN037038
Jón Friðrik Hjaltested, Breiðavík 3, 112 Reykjavík
Hildur Björk Gunnarsdóttir, Breiðavík 3, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 32 við Urðarbrunn. Jafnframt er sótt um leyfi til að fara lítillega út fyrir byggingareit í norðausturhorni hússins.
Málinu fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða vegna frágangs á lóðamörkum dags. 22. og 23. nóvember 2007.
Stærð: 1. hæð íbúð 122,8 ferm., 2. hæð íbúð 85,5 ferm., bílgeymsla 30,4 ferm.
Samtals 238,7 ferm., 827,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 56.290
Frestað.
Á milli funda.

59. Urðarbrunnur 72-74 (05.054.506) 211731 Mál nr. BN037110
Baldur Guðmundsson, Katrínarlind 7, 113 Reykjavík
Davíð Júlíusson, Klapparhlíð 32, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús úr steyptum einingum, steinað og harðviðarklætt að utan, með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 72-74 við Urðarbrunn.
Hús nr. 72: 1. hæð íbúð 74,7 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., 2. hæð 100,6 ferm.
Hús nr. 74 sömu stærðir.
Samtals 413,6 ferm., 1558,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 105.998
Frestað.
Á milli funda.

60. Úlfarsbraut 26-28 (02.698.405) 205713 Mál nr. BN037356
Stefán Rósar Esjarsson, Laufengi 25, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta anddyri og stækka svalir á nýsamþykktu parhúsi (BN035895) á lóðinni nr. 26-28 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

61. Vallarstræti 4 (01.140.416) 100857 Mál nr. BN037308
Símahúsið ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri framkvæmd þar sem innréttaður var skyndibitastaður í hluta jarðhæðar í húsinu á lóð nr. 4 við Vallarstræti.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

62. Vatnagarðar 10 (01.337.801) 103915 Mál nr. BN037381
Norðurhlíð fasteignafélag ehf, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
Ofanritað sækir um takmarkað byggingarleyfi fyrir greftri, fyllingu og aðstöðugerð á lóð nr. 10 við Vatnagarða.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

63. Bjallavað 1-3 (04.732.701) 201465 Mál nr. BN037384
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfjörður
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 14. nóvember s.l., var lögð fram og samþykkt umsókn frá Sparisjóði Hafnarfjarðar þar sem sótt var um leyfi til þess að byggja þriggja hæða fjölbýlishús úr steinsteypu og forsteyptum einingum ásamt geymslu- og bílgeymslukjallara með samtals þrjátíu íbúðum og bílageymslu fyrir 16 bíla á lóð nr. 1-5 við Bjallavað.
Jafnframt var lagt til að húsið yrði framvegis nr. 1-3.
Rétt bókun er að í bílageymslu eru 18 bílastæði.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

64. Frakkastígur 26 (01.182.312) 101909 Mál nr. BN037265
Sigurður Sigurpálsson, Frakkastígur 26b, 101 Reykjavík
Anna Ingólfsdóttir, Reynihlíð 6, 105 Reykjavík
Lögð var fram tillaga Framkvæmdasviðs dags. 12. nóvember 2007 að skiptingu lóðarinnar nr. 26 við Frakkastíg.
Frakkastígur 26:
Lóðin er talin 405,3 ferm., lóðin reynist 402 ferm.
Frakkastígur 26:
Lóðin reynist 402 ferm. Tekið undir nýja lóð 163 ferm.
Lóðin verður 239 ferm.
Frakkastígur 26A: ( ný lóð ) Lóðin verður 163 ferm.
Sjá samþykkt skipulagsráðs 31. október 2007.
Einnig lagt fram bréf Sigurðar Sigurpálssonar dags. 11. og 25. nóvember 2007.
Einnig lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. nóvember 2007 ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 30. nóvember 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

65. Spöngin 43-47 (02.375.501) 186059 Mál nr. BN037380
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa til að breyta lóðamörkum þannig að lóðin Spöngin 43-47 skiptist í tvennt þannig að til verði lóðin Spöngin 47 úr lóðinni 43-47 og til verði lóðin 43 úr því sem eftir ar af lóðinni 43-47.
Lóðin Spöngin 47 verður 1144 ferm. og lóðin Spöngin 43 verður 7862 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

66. Vesturgata 26A (01.132.004) 100194 Mál nr. BN037391
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á breyttum lóðamörkum milli lóðanna Vesturgötu 26A,B,C og Nýlendugötu 5A. Samkvæmt meðfylgjandi tillöguuppdrætti dags. 12.02.2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Fyrirspurnir

67. Almannadalur 9-15 (05.865.501) 209395 Mál nr. BN037360
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Guðrún Jóna Thorarensen, Garðsstaðir 44, 112 Reykjavík
Spurt er hvort setja megi hringstiga að kaffistofu á 2. hæð í hesthúsi nr. 11 á lóð nr. 11-15 við Almannadal.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

68. Bergstaðastræti 1 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN037354
Bergur Finnbogason, Sunnuvegur 19, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að gera tröppur í stað skábrautar og skjólvegg úr timbri til afmörkunar á 18,9 fermetra reit í porti hússins á lóðinni nr. 1 við Bergstaðastræti samanber tillögu dags. 27. nóvember 2007.
Frestað.
Gera betur grein fyrir erindi.

69. Eirhöfði 18 (04.030.004) 110516 Mál nr. BN037296
Nortek ehf, Hjalteyrargötu 6, 603 Akureyri
Spurt er hvort byggja megi milliloft í húsið nr. 18 við Eirhöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. nóvember 2007 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi.

70. Fýlshólar 5 (04.641.505) 111890 Mál nr. BN037301
Ingvi Theódór Agnarsson, Fýlshólar 5, 111 Reykjavík
Spurt er hvort taka megi í notkun sem föndurherbergi og setja glugga á óuppfyllt rými undir norðurhluta hússins nr. 5 við Fýlshóla.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda og eigenda Fýlshóla nr. 3.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. nóvember 2007 fylgir erindinu.
Nei.
Samræmist ekki deiliskipulagi.

71. Gerðarbrunnur 60 (05.054.709) 205783 Mál nr. BN037343
Pétur Bjarnason, Hraunbær 180, 110 Reykjavík
Sofía Jóhannsdóttir, Hraunbær 180, 110 Reykjavík
Spurt er um leyfileg frávik frá skipulagsskilmálum á lóð nr. 60 við Gerðarbrunn.
Meðfylgjandi eru tvær teikningar, sem sýna þau frávik, sem spurt er um og óskað er eftir.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

72. Laugateigur 6 (01.364.202) 104622 Mál nr. BN037324
Hans Benjamínsson, Gnitakór 4, 203 Kópavogur
Spurt er hvort byggja megi svalir á rishæð hússins nr. 6 við Laugateig.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. nóvember 2007 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi í samræmi við deiliskipulag Teigahverfis.

73. Laugavegur 28 (01.172.206) 101461 Mál nr. BN037337
Tvívík ehf, Hólatorgi 6, 101 Reykjavík
Spurt er hvort loka megi tengingu við Grettisgötu og setja upp hlið milli lóða á nr. 28 við Laugaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

74. Miklabraut 68 (01.710.001) 107116 Mál nr. BN037338
Friðrik Már Ólafsson, Digranesvegur 80, 200 Kópavogur
Spurt er hvort breyta megi verslun í kaffihús á 1. hæð húss nr. 68 við Miklubraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

75. Þönglabakki 1 (00.000.000) 111722 Mál nr. BN037305
Landic Property hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Spurt er hvort rífa megi núverandi vindfang (28 ferm.) og byggja nýtt (78 ferm.) við verslunina Nettó á lóð nr. 1 við Þönglabakka skv. meðfylgjandi hugmyndum.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. nóvember 2007 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað í samræmi við erindið. Samþykki meðlóðarhafa þarf að liggja fyrir.

76. Æsufell 6 (04.681.001) 112291 Mál nr. BN036543
Vesel Veselaj, Æsufell 6, 111 Reykjavík
Nazife Veselaj, Æsufell 6, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir gervihnattadisk fyrir utan íbúð 03 0105 í fjölbýlishúsinu nr. 6 við Æsufell.
Ný fyrirspurn er umsókn um byggingarleyfi á röngu eyðublaði.
Meðfylgjandi:A; Læknisvottorð dags. 26.7.07 - B: Samþykki vegna uppsetningar fjarskiptabúnaðar dags. 19.11. 07, C: Æsufell 2-6 gervihnattadiskar dags. 22.6.2007 D: Birtingarvottorð 2.7.2007 E: Varðar móttökudisk 27.6. 2007 F: Aðalfundur 15.5. 2007 G: gervihnattadiskar 18.9. 2007
Frestað.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:00.



Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Búason
Sigrún Reynisdóttir Björn Kristleifsson
Jón Magnús Halldórsson Ásdís Baldursdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2007, þriðjudaginn 11. desember kl. 09:55 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 472. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Jón Magnús Halldórsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN037397
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Bjarni Jónsson, Funafold 81, 112 Reykjavík
Sótt er um aðskilin byggingaleyfi, 0103 verði aðskilið frá 0101 og 0102, í hesthúsi nr. 17 í Almannadal.
Meðfylgjandi bréf frá arkitekt, sem óskar eftir aðskildum byggingarleyfum. Meðfylgjandi einnig yfirlýsing frá byggingastjóra um byggingarstjóraskipti.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Austurbakki 2 Mál nr. BN037431
Eignarhaldsfélagið Portus hf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir að grafa og sprengja á lóðinni nr. 2 við Austurbakka.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

3. Austurstræti 3 (01.140.213) 100834 Mál nr. BN037279
Kebab ehf, Grensásvegi 3, 108 Reykjavík
Í Kvosinni ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skyndibitastað (kebabstað) sem er minni að umfangi en áður samþykktur veitingastaður dags. 17. október 2007 í jarðhæð hússins á lóð nr. 3 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er skýrsla vegna reykrörs frá pitsuofni.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN037319
Íslenskir aðalverktakar hf, Pósthólf 221, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þriggja neðstu hæða, stækka efri hæðir og byggja 50 ferm. loftræsiklefa á þaki.
Meðfylgjandi er yfirlýsing frá brunahönnuði.
Stækkun: 122,3 ferm., 670,8 rúmm., samtals nýbygging eftir stækkun 10059,2 ferm., 35855,5 rúmm.
Greiða skal fyrir 3,5 bílastæði í flokki III, kr. 5.093.326.
Gjald kr. 6.800 + 45.614
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Bankastræti 5 (01.170.008) 101326 Mál nr. BN036008
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að lækka gólf um 45 sm í hluta kjallara, innrétta setustofu fyrir veitingastað á 1. hæð, innrétta setustofu í öðru geymslurými í kjallara, fjölga snyrtingum og færa starfsmannaaðstöðu veitingastaðar í kjallara atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Bankastræti. Yfirlýsing vegna brunamála við gasarinn dags. 18. maí 2007 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. maí 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Rúmmálsaukning 11,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 762
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN037389
Álftavatn ehf, Jökulgrunni 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta minnháttar innra skipulagi annarar og þriðju hæðar miðálmu heilsuverndarstöðvarinnar á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bíldshöfði 2 (04.059.201) 110568 Mál nr. BN037227
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að rífa allar byggingar og byggja tvö stálgrindarhús og annað á steyptum kjallara, sem þjónustustöð fyrir bíla og hitt fyrir eldsneytisafgreiðslu, verslun og veitingasölu á lóðinni nr. 2 við Bíldshöfða.
Málinu fylgir brunahönnun og áhættugreining frá Línuhönnun dags. 5. nóvember 2007 og bréf hönnuðar vegna niðurrifs. dags. 20. nóvember 2007.
Stærðir: Matshluti 01, verslun 512,4 ferm. Matshluti 02, kjallari 408,3 ferm., 1. hæð 692,8 ferm., 2. hæð 52,3 ferm. Matshluti 03, metangámagerði (C-rými) 26 ferm. Matshluti 04, sorpgámagerði (C-rými) 34,6 ferm. Matshluti 05, sorpgámagerði (C-rými) 9,7 ferm. Matshluti 06 gasgeymsla (B-rými) 9,7 ferm. Matshluti 07, eldsneytisgeymir 31,5 ferm. Matshluti 08 eldsneytisgeymir, 31,5 ferm. Matshluti 09 eldsneytisgeymir 3,8 ferm.
Samtals 9 matshlutar á lóð: A-rými 1665,8 ferm., 6831,5 rúmm. B-rými 344,5 ferm., 1768,3 rúmm. Neðanjarðargeymar 126,2 rúmm.
Niðurrif: mhl. 01 425,7 ferm., 1167,0 rúmm. mhl. 02 111,8 ferm., 386,0 rúmm. Samtals: 537,5 ferm., 1553,0 rúmm. Gjald kr. 6.800 + 593.368
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Bíldshöfði 7 (04.056.401) 110564 Mál nr. BN037393
B.M.Vallá hf, Pósthólf 12440, 132 Reykjavík
Fasteignafélagið Ártún ehf, Bíldshöfða 7, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja mötuneyti, starfsmannaaðstöðu og smurstöð á lóð nr. 7 við Bíldshöfða sem viðbygging við matshl. 11.
Gjald kr. 6.800 + 167.688
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037056
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á burðarvirki kjallara og til breytinga á innra skipulagi -2. (kjallarar) til 5. hæðar atvinnuhússins á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún, sbr. BN029205.
Málinu fylgir brunahönnun frá Línuhönnun dags. 30. október 2007.
Gjald kr. 6.800 + 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037408
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að uppfæra vegna burðarvirkis og stækka hæðirnar +1 til +7 á austurhlið turnsins H1, einnig að breyta skráningu kjallara þannig að hluti hans tilheyri H1 í stað bílkjallara BK2 á hæðunum -1 og -2 í atvinnuhúsnæðinu Höfðatorg á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún.
Stærðir stækkunar: 1. hæð xx ferm., 2 hæð xx ferm., 3. hæð xx ferm., 4. hæð xx ferm., 5. hæð xx ferm., 6. hæð xx ferm., 7. hæð xx ferm. Samtals xx ferm., xx rúmm.
Meðfylgandi er endurskoðuð skýrsla brunahönnuðar dags. 4. desember 2007.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037406
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýjum flóttaleiðum frá bílakjalla upp á torg einnig tröppum frá bílkjallara á hæðinni -2 og upp á hæð -1 einnig skráningabreytingu þar sem hluti bílkjallara á hæð -1 og -2 tilheyri nú H1 í atvinnuhúsnæðinu Höfðatorgi á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún.
Meðfylgandi er endurskoðuð skýrsla brunahönnuðar dags. 4. desember 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN037382
Hrafnista,dvalarheim aldraðra, Laugarási, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka land við álmur A-D-F skv. deiliskipulagi 2006.
Gjald kr. 6.800
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Dugguvogur 9-11 (01.454.115) 105632 Mál nr. BN037242
Jóhannes Kristján Guðlaugsson, Grundartangi 7, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að setja nýja útidyrahurð á 1. hæð á vesturhlið og að breyta eignarhaldi á fyrstu og annarri hæð atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 9-11 við Dugguvog.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 7. nóvember 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Fálkagata 18 (01.553.009) 106523 Mál nr. BN037409
Oddur Þorkell Jóakimsson, Vesturberg 137, 111 Reykjavík
MÁK ehf, Einarsnesi 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum svölum og geymsluskúr svo og breytingum á innra skipulagi v/eignaskipta í atvinnu- og íbúðarhúsinu á lóðinni nr. 18 við Fálkagötu.
Stækkun: 4,1 ferm., 10,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Fálkagata 28 (01.553.015) 106529 Mál nr. BN037430
Haukur Ólafsson, Hábær 28, 110 Reykjavík
Sótt er um að utanhússklæðning verði standandi timburklæðning í stað múrhúðunar á einangrun á húsinu nr. 28B við Fálkagötu.
Meðfylgjandi er bréf og myndir frá hönnuði dags. 5.11.07
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

16. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN036379
Eignarhaldsfélagið Barðinn ehf, Pósthólf 4320, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarhús með millilofti í hluta húss fyrir verslun og þjónustu á lóðinni nr. 23-25 við Fiskislóð.
Umboð hönnuðar dags. 12. febrúar 2007 fylgir erindinu. Einnig fylgir brunahönnun frá VSI dags. 30. ágúst 2007, endurskoðuð 4. desember 2007.
Stærð: Atvinnuhús 1. hæð 3073,5 ferm., milliloft 376 ferm.,
samtals 3.449,5 ferm., 27.946,9 rúmm.
Skýli (B-rými) samtals 38,4 ferm., 125,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 1.908.930
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Vottun eininga skal skila fyrir úttekt á botnplötu

17. Fiskislóð 65 (00.000.000) 100008 Mál nr. BN036532
Toppfiskur ehf, Fiskislóð 65, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi fiskvinnslunar Toppfisk ásamt endurnýjun á byggingaleyfi viðbyggingar BN31876 á lóðinni nr. 53-69 við Fiskislóð.
Meðfylgandi er umsögn brunahönnuðatr dags. 23. júli 2007, bréf aðalhönnuðar dags. 23. júli 2007.
Stærðir: 22,4 ferm., 86,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 5.895
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN037404
Borgarhöllin hf, Reykjavíkurvegi 74, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að stækka bíóhús til suðurs mhl. 03 sem nemur 1,07 metrum miðað við áður samþykkt erindi nr. BN36460 á lóðinni nr. 1 við Fossaleyni.
Stærðir stækkunar 1. hæð 43,3 ferm., 2. hæð 43,6 ferm. 2. hæð milliloft 40,2 ferm. Samtals 127,1 ferm., 1035,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 70.420
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Friggjarbrunnur 39-41 (02.693.507) 205811 Mál nr. BN036944
Bergþór Bergþórsson, Miðsalir 10, 201 Kópavogur
Jón Ólafur Bergþórsson, Suðursalir 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 39-41 við Friggjarbrunn.
Stærð: Hús nr. 39 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 62,3 ferm., 2. hæð 58,6 ferm., 3. hæð 65,8 ferm., bílgeymsla 24,4 ferm., samtals 211,1 ferm., 711,3 rúmm. Hús nr. 41 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 39 eða samtals 211,1 ferm., 711,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 96.737
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Gerðarbrunnur 12-14 (05.056.402) 206053 Mál nr. BN037109
Þorleifur Þorleifsson, Kleifarás 8, 110 Reykjavík
Guðmundur Ágústsson, Sólheimar 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús á kjallara úr steinsteyptum einingum, steinað og harðviðarklætt að utan með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 12-14 við Gerðarbrunn.
Hús nr. 12: Kjallari íbúð 38,3 ferm., 1. hæð íbúð 73,0 ferm., bílgeymsla 33,6 ferm., 2. hæð íbúð 107,1 ferm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2007 fylgir erindinu.
Hús nr. 14: Sömu stærðir.
Samtals: 504 ferm., 1.827 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 124.236
Synjað.
Ekki í samræmi við skipulagsskilmála.

21. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN037405
G-7 ehf, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði mhl. 03 sem er skipt í fjóra hluta þar sem tengibygging úr stágrind á tveimur hæðum að mhl. 02, norðurhluti er staðsteyptur með tveimur stigakjörnum á 1. hæð er vöruafgreiðsla á annarri til fjórðu hæð eru skrifstofur, suðurhlutin er steinsteypt og að hluta niðurgrafin þar sem eru m.a. frystir og kæligeymslur, en þar ofan á er bílgeymsluhús á tveimur hæðum, lagerbygging er á milli suður og norðurhluta með rúma 12,0 metra lofthæð á lóð Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar nr. 7-11 við Grjótháls.
Meðfylgandi er bréf hönnuðar dags. 4. desember 2007 og bílstæðisbókhald á teikn. dags. 1. desember 2007.
Stærðir: 1. hæð 8.396,9 ferm 2. hæð xxx ferm. 3. hæð xxx ferm., 4. hæð 929,5 ferm. 5. hæð 116,0 ferm. Samtals xxx ferm. B-rými xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Háahlíð 20 (01.730.206) 107341 Mál nr. BN037220
María Þuríður Gísladóttir, Háahlíð 20, 105 Reykjavík
Sótt er um að skipta einbýlishúsi á lóð nr. 20 við Háuhlíð upp í tvær eignir.
Meðfylgjandi er skráningartafla fyrir eignaskiptayfirlýsingu og fylgiskjal teikning af húsinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

23. Hátún 14 (01.234.002) 212123 Mál nr. BN037331
Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík, Pósthólf 5214, 125 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við íþróttahús íþróttafélags fatlaðra á lóð nr. 14 við Hátún. Í viðbyggingunni verður rými fyrir íþrótta- og félagsstörf ásamt nýjum stiga og lyftu.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuðum dags. 4.12.2007
Stækkun: 786,4 ferm., 3.814,3 rúmm. frá upphaflegum teikningum. Breyting frá teikningum samþ. 12. júní 2007: Minnkun 186,1 ferm., stækkun 67,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 259.372
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hraunbær 36-60 (04.334.301) 111075 Mál nr. BN037124
Hraunbær 56,húsfélag, Hraunbæ 56, 110 Reykjavík
Hraunbær 58,húsfélag, Hraunbæ 58, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta upp sameign fjölbýlishússins 56 - 58, loka skal gangi á milli húsanna þannig að sameignir húsanna verði aðskildar, á lóð nr. 36 - 60 við Hraunbæ.
Meðfylgjandi er samþykkt húsfundar fyrir þessum gerningi. Meðfylgjandi er einnig litaðar teikningar, sem sýna skiptingu rýma.
Gjald kr. 6.800 + 6.800
Frestað.
Enn þarf að lagfæra skráningartöflu.

25. Hverafold 112 (02.862.602) 110250 Mál nr. BN036948
Guðrún Hergils Valdimarsdóttir, Hverafold 112, 112 Reykjavík
Þorlákur Traustason, Hverafold 112, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri viðbyggingu til norðausturs, fyrir áður gerðri stækkun anddyris og til að byggja viðbyggingu til suðurs og til að nýta þak hennar sem svalir á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 112 við Hverafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2007 fylgir erindinu.
Áður gerð viðbygging: xx ferm.
Skáli: xx ferm., anddyri: xx ferm.
Samtals xx ferm., xx rúmm
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sérstök athygli umsækjanda er vakin á því að enn hefur ekki verið gerð breyting á deiliskipulagi sem er forsenda þess að hægt sé að fjalla um málið og afgreiða það.

26. Hverfisgata 125 (01.222.118) 102854 Mál nr. BN037388
Díana Vera Jónsdóttir, Kristnibraut 9, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hárgreiðslustofu, snyrtistofu, nuddstofu og fótaaðgerðastofu á 1. hæð hússins nr. 125 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Hörgshlíð 18 (01.730.204) 107339 Mál nr. BN037199
Sólveig Berg Björnsdóttir, Hörgshlíð 18, 105 Reykjavík
Stefanía Björg Þorsteinsdóttir, Hörgshlíð 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu fjölbýlishússins á lóðinni nr. 18 við Hörgshlíð.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

28. Iðunnarbrunnur 11 (02.693.408) 206070 Mál nr. BN037414
Ívar Þrastarson, Arnarhraun 2, 220 Hafnarfjörður
Ingilín Kristmannsdóttir, Arnarhraun 2, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum þar sem aðkoma er að neðri hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Iðunnarbrunn.
Stærðir 1. hæð 128,0 ferm., 2. hæð 126,5 ferm. Samtals 254,5 ferm., 956,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 65.028
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Kambsvegur 22 (01.354.108) 104276 Mál nr. BN037396
Kolbrún Franklín, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Bjarki Sigurðsson, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breikka kvist á austurhlið fjölbýlishússins á lóðinni nr. 22 við Kambsveg.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa ódagsett.
Stækkun: 4,7 ferm., 12,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 864
Synjað.
Kvistur of langur, sbr. ákvæði gr. 79 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

30. Keldnaholt (02.9--.998) 109210 Mál nr. BN037378
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja þrjú stk farsímaloftnet á 6 metra súlu, sem nær 5 metra upp fyrir þakbrún Rannsóknarstofu landbúnaðarins Keldnaholti. Tæknibúnaður er staðsettur í skáp, EI60, í loftræstirými í þakhýsi.
Meðfylgjandi er samþykki fulltrúa Landbúnaðarháskóla Íslands.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

31. Kelduland 1-21 (01.861.002) 108794 Mál nr. BN037415
Kristín Ágústsdóttir, Espigerði 4, 108 Reykjavík
Garðar Briem, Hrólfsskálavör 13, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að síkka glugga og gera svalhurðir á jarðhæð í íbúð með eininganúmer 0101 í húsi nr. 17 og íbúð með eininganúmer 0101 í húsi nr. 19 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 17-19 við Kelduland.
Á uppdrætti dags. 27. mars 1969 er samþykki meðlóðarhafa.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

32. Laufásvegur 73 (01.197.111) 102713 Mál nr. BN037399
Þorsteinn M Jónsson, Laufásvegur 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka bílskúr, lækka gólf í kjallara, byggja jarðhýsi, sem umlykur kjallara á þrjá vegu, stækka 1. hæð með anddyri til norðvesturs, stigahúsi til norðausturs, eldhúsi til suðausturs, stækka 2. hæð með nýjum svölum á þaki anddyris og á þaki eldhúss, innrétta rishæð með nýjum kvistum til suðvesturs og norðausturs í einbýlishúsi nr. 73 við Laufásveg.
Gjald kr. 6.800 + xxxx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN037361
Pizza Verksmiðjan ehf, Lækjargötu 8, 101 Reykjavík
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum þannig að í stað brauðsamlokusölu samþykkt 14. júní 2005 verði flatbökustaður í norðurhluta atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

34. Lækjarmelur 6 (34.533.704) 206642 Mál nr. BN037423
T.Guðjónsson ehf, Viðarrima 54, 112 Reykjavík
Atorka, verktakar og vélal ehf, Vættaborgum 117, 112 Reykjavík
Ofanritaðir sækja um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum á lóðinni nr. 6 við Lækjarmel.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

35. Mánatún 1-17/Sóltún 1-3 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN036568
Íslenskir aðalverktakar hf, Pósthólf 221, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex til tíu hæða steinsteypt fjölbýlishús með áttatíu og níu íbúðum ásamt geymslukjallara á tveimur hæðum, allt einangrað að utan og klætt með steinflísum, álklæðningu, harðvið og zinkklæðningu, sem hús nr. 7- 17 við Mánatún sem 2. áfanga framkvæmda sbr. BN 33317 á lóð nr. 1-17 við Mánatún og 1-3 við Sóltún.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 10. júlí 2007, endurskoðuð 20. nóvember 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Mánatún 7-17 (matshluti 02) neðrikjallari geymslur 535,7 ferm., kjallari geymslur 1589,5 ferm., íbúðir 1. hæð 1516,1 ferm., 2. og 3. hæð 1730,4 ferm. hvor hæð, 4.-6. hæð 1729,5 ferm. hver hæð, 7. hæð 842 ferm., 8. hæð 802,3 ferm., 9. hæð 261,9 ferm., 10. hæð 145,7 ferm., samtals 14342,5 ferm., 46915 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.190.220
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

36. Nönnubrunnur 1 (05.053.701) 206097 Mál nr. BN037407
Verkland ehf, Smyrlahrauni 25, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til minnháttar breytinga að innan þar sem m.a. stöku innveggjum er breytt í berandi veggi og bogaþakið stytt lítillega miðað við nýlega samþykktar teikningar samanber erindi BN 37047 af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Nönnubrunn.
Stærðir leiðrétting: 1. hæð stækkun 12,7 ferm., minnkun bílgeymsla 17,2 ferm. samtals. minnkun 5,0 ferm., minnkun 281,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN037054
Stjörnugrís hf, Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um að byggja safntank og hreinsimannvirki ásamt útrás í sjó fram fyrir sláturhús í Saltvík á Kjalarnesi.
Gjald kr 6.800
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

38. Seiðakvísl 34 (04.215.602) 110841 Mál nr. BN037395
Laufey Björk Þorsteinsdóttir, Seiðakvísl 34, 110 Reykjavík
Vignir Rafn Gíslason, Seiðakvísl 34, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka garðskála úr timbri við einbýlishúsið nr. 34 við Seiðakvísl.
Meðfylgjandi er samþykki þinglýstra eigenda.
Stækkun: 9,5 ferm., 27 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.836
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Silungakvísl 1 (04.212.801) 110797 Mál nr. BN037383
Björn Gíslason, Silungakvísl 1, 110 Reykjavík
Karólína Gunnarsdóttir, Silungakvísl 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á vesturenda kjallara miðað við áður samþykkt erindi BN20049 í einbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Silungakvísl.
Stærði kjallara: 67,6 ferm., 182,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 12.416
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

40. Skarfagarðar 2 (01.321.701) 210413 Mál nr. BN037355
Smáragarður ehf, Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á skrifstofum og starfsmannarýmum annarrar hæðar ásamt færslu á stoðvegg við sorpgáma og breytingu á pöllum við innganga í vöruhúsi BYKO samanber erindi BN35193 á lóðinni nr. 2 við Skarfagarða.
Meðfylgjandi er endurskoðuð brunahönnun dags. 4. desember 2007.
Stærðir stækkun leiðrétting: 9,3 ferm., 229,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 15.585
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Skeifan 5 (01.460.102) 105657 Mál nr. BN037376
Aðalskoðun hf, Pósthólf 393, 222 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta skoðunarstöð fyrir bifreiðar og breyta útliti skv. því í nyrsta bili hússins á lóð nr 5 við Skeifuna.
Meðfylgjandi er uppáritað samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Skógarás 13-17 (04.386.102) 111530 Mál nr. BN037400
Skógarás 13-17,lóðarfélag, Skógarási 13-17, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingu á skráningu, 0101 verður 0102 og 0102 verður 0101 í fjölbýlishúsinu nr. 13 - 17 við Skógarás.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Skútuvogur 2 (01.420.001) 105165 Mál nr. BN037327
Klasi hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta merkjum, setja þjónustuskilti yfir innganga og setja þjónustuskilti á lóð við innakstur frá Skútuvogi á lóð nr. 2 við Skútuvog.
Umsögn Framkvæmdasviðs dags. 7. desember 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Skilti verði 5 metrar frá götukanti.

44. Starengi 6 (02.384.002) 173536 Mál nr. BN037363
Starengi ehf, Pósthólf 12212, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi íbúða þannig að í mhl. 02 verði allar íbúðirnar (eining 0101 , 0102 og 0103 með sér eignarhaldi í stað sameiginlegs eignarhalds.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Synjað.
Samkvæmt þinglýstum skilyrðum á eignarhald allra íbúða að vera á einni hendi.

45. Suðurlandsv Reynisvl. (05.17-.-81) 113431 Mál nr. BN037398
Ingvi Þór Hjörleifsson, Lágmói 4, 260 Njarðvík
Sótt er um leyfi til að byggja sumarbústað á einni hæð úr timbri ásamt gestahúsi á einni hæð úr timbri á lóð nr. 53 í Reynisvatnslandi við Suðurlandsveg.
Stærðir: bústaður 83 ferm., 274,7 rúmm., gestahús 16,3 ferm. 49,1 rúmm., samtals 99,3 ferm. 323,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 22.018
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagssstjóra.

46. Súðarvogur 38 (01.454.402) 105640 Mál nr. BN035226
Narfi Hjartarson, Blönduhlíð 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í íbúð með vinnuaðstöðu 2. hæð í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 38 við Súðarvog.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 7. janúar 2006.
Málinu fylgir bréf frá eiganda dags. 15. febrúar 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eftirfarandi yfirlýsingu sé þinglýst.
Í samþykkt byggingarfulltrúa felst ekki nein breyting á gildandi deiliskipulagi eða aðalskipulagi en samkvæmt þeim er svæðið atvinnusvæði. Íbúar í þeim íbúðum sem hér eru samþykktar geta því ekki vænst þeirrar þjónustu borgaryfirvalda sem veitt er á skipulögðum íbúðarsvæðum, né þess að njóta þeirrar kyrrðar og umhverfis sem almennt er á íbúðarsvæðum, heldur sitja hagsmunir atvinnustarfsemi í fyrirrúmi.

47. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN037392
Forynja ehf, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhlutum 0101 og 0102, stærðum og fyrirkomulagi innanhúss, í húsi nr. 16 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Tunguháls 19 (04.327.002) 111052 Mál nr. BN037401
Ásafélagið ehf, Dalvegi 16d, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta stærðartölum og skráningartöflu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Urðarbrunnur 102-104 (05.054.403) 205804 Mál nr. BN037385
Jóhannes Ragnar Jóhannesson, Drekakór 7, 203 Kópavogur
Róbert Edward Róbertsson, Þorláksgeisli 29, 113 Reykjavík
Unnur Hrefna Jóhannsdóttir, Þorláksgeisli 29, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 102-104 við Urðarbrunn.
Stærð húss nr. 102: 1. hæð íbúð 73,7 ferm., bílgeymsla 31,1 ferm., kjallari íbúð 94 ferm.
Hús nr. 104: Sömu stærðir.
Samtals 397,8 ferm., 1325,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 90.127
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Urðarbrunnur 18 (05.056.206) 205779 Mál nr. BN037202
Jakob Þór Jakobsson, Mýrarsel 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á tveim hæðum á lóð nr. 18 við Urðarbrunn.
Meðfylgjandi bréf frá hönnuði dags. 4.12.2007
Stærðir: íbúð 1. hæð 99,9 ferm., 2. hæð 127,3 ferm., samtals 227,2 ferm., bílgeymsla 33,7 ferm., samtals 260,9 ferm., 900,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 59.820
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Vagnhöfði 29 Mál nr. BN037322
Örn Guðmarsson, Eyktarás 18, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja þak með því að setja nýtt þak á skemmu mh. 01 með því að setja nýtt þak ofan á það eldra í atvinnnuhúsnæðinu Málmtækni hf. á lóð nr. 29 við Vagnhöfða.
Stærðaraukning: 180,0 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 12.240
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

52. Vatnsveituv. Fákur 112470 (04.764.301) 112470 Mál nr. BN036420
Ævar Friðriksson, Unufell 17, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka þakrými fyrir setkrók og snyrtingu á millilofti hesthúss við Faxaból 3D á lóð Fáks við Vatnsveituveg.
Stærð: Stækkun 60,3 ferm., 105,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 7.174
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

53. Vínlandsleið 12-14 (04.111.601) 208323 Mál nr. BN037418
Mótás hf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir kjallara og 1. hæð á lóðinni nr. 12-14 við Vínlandsleið.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.


Ýmis mál

54. Fossaleynir 16 (02.467.401) 186199 Mál nr. BN037413
Flotun ehf, Ólafsgeisla 117, 113 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 4. desember s.l., var lögð fram og samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til að breyta innra skipulagi í austurenda hússins ásamt breytingu á innkeyrsluhurðum í glugga á lóðinni nr. 16 við Fossaleyni.
Þá láðist að bóka milligólf 48,5 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

55. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN037420
Íslenskir aðalverktakar hf, Pósthólf 221, 235 Keflavíkurflugvöllu
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa fyrir breytingu lóðarinnar nr. 1 við Sóltún.
Tillaga að stækkun lóðar:
Lóðin er 14925 ferm. sbr. lóðarleigusamning T-002294/2007. Bætt við lóðina af óútvísuðu landi 38 ferm.
Lóðin verður 14963 ferm. Sjá samþykkt skipulagsráðs frá 21.11. 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.


Fyrirspurnir

56. Bræðraborgarstígur 23 (01.137.003) 100635 Mál nr. BN037248
Kieran Francis Houghton, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík
Svava Ástudóttir, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að færa bílskúr, það er rífa þann sem fyrir er og byggja annan sömu stærðar, aftar á lóð til að bæra aðgengi á lóðinni nr. 23 við Bræðraborgarstíg.
Úskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra 23. nóvember 2007 fylgja erindinu
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi í samræmi við athugasemdir skipulagsstjóra. Berist umsókn verður hún grenndarkynnt.

57. Esjumelur 2 206616 Mál nr. BN037386
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum af atvinnuhúsi á lóðinni nr. 2 við Esjumel.
Neikvætt.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

58. Gerðarbrunnur 15 (05.056.106) 205782 Mál nr. BN037403
Sigurður Þór Snorrason, Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einbýlishús skv. meðfylgjandi teikningum á lóðinni nr. 15 við Gerðarbrunn.
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra

59. Heiðargerði 120 (01.802.304) 107688 Mál nr. BN037023
Óttar Guðjónsson, Heiðargerði 120, 108 Reykjavík
Hlín Hjartar Magnúsdóttir, Heiðargerði 120, 108 Reykjavík
Spurt er:
1 - hvort flytja megi opið bílastæði á lóðinni nr. 120 við Heiðargerði með aðkeyrslu frá Grensásvegi yfir á sömu lóð með aðkeyrslu frá Heiðargerði.
2 - hvort reisa megi bílskúr á núverandi opnu bílastæði með aðkomu frá Grensásvegi.
3 - hvort reisa megi viðbyggingu við húsið, þar sem nú er bílskúr og hluti lóðar.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreisðlufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra 17. október 2007.
1. Jákvætt, enda verði sótt um byggingarleyfi.
2. Nei
3. Nei, samræmist ekki deiliskipulagi

60. Kleppsvegur 90 (01.352.203) 104184 Mál nr. BN037417
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að rífa húsið á lóð nr. 90 við Kleppsveg og byggja í staðinn sambýli fyrir geðfatlata sbr. meðfylgjandi frumdrög.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra

61. Nesvegur 41 (01.531.105) 106146 Mál nr. BN037390
Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Nesvegur 41, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka garðstofu í samræmi við meðfylgjandi teikningar af fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 41 við Nesveg.
Nei.
Fer húsi ílla.

62. Úlfarsbraut 84-94 (02.698.604) 205747 Mál nr. BN037374
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Þormóður Sveinsson, Heiðargerði 124, 108 Reykjavík
Spurt er hvort hæðarsetning sú sem sýnd er á meðfylgjandi uppdráttum samræmist skilmálum fyrir raðhúsalóð nr. 84-94 við Úlfarsbraut.
Nei.
Betur fer að hæðarsetning sé í samræmi við hæðarblað.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:30.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Búason
Sigrún Reynisdóttir Jón Magnús Halldórsson
Björn Kristleifsson Eva Geirsdóttir







Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 161/2005

Árið 2007, þriðjudaginn 11. desember kl. 09:55 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 472. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Sigrún Reynisdóttir, Björn Kristleifsson, Jón Magnús Halldórsson og Eva Geirsdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:


Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN037397
Hestamannafélagið Fákur, Vatnsendav Víðivöllum, 110 Reykjavík
Bjarni Jónsson, Funafold 81, 112 Reykjavík
Sótt er um aðskilin byggingaleyfi, 0103 verði aðskilið frá 0101 og 0102, í hesthúsi nr. 17 í Almannadal.
Meðfylgjandi bréf frá arkitekt, sem óskar eftir aðskildum byggingarleyfum. Meðfylgjandi einnig yfirlýsing frá byggingastjóra um byggingarstjóraskipti.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Austurbakki 2 Mál nr. BN037431
Eignarhaldsfélagið Portus hf, Pósthólf 709, 121 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir að grafa og sprengja á lóðinni nr. 2 við Austurbakka.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

3. Austurstræti 3 (01.140.213) 100834 Mál nr. BN037279
Kebab ehf, Grensásvegi 3, 108 Reykjavík
Í Kvosinni ehf, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta skyndibitastað (kebabstað) sem er minni að umfangi en áður samþykktur veitingastaður dags. 17. október 2007 í jarðhæð hússins á lóð nr. 3 við Austurstræti.
Meðfylgjandi er skýrsla vegna reykrörs frá pitsuofni.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

4. Álfheimar 74 (01.434.301) 105290 Mál nr. BN037319
Íslenskir aðalverktakar hf, Pósthólf 221, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þriggja neðstu hæða, stækka efri hæðir og byggja 50 ferm. loftræsiklefa á þaki.
Meðfylgjandi er yfirlýsing frá brunahönnuði.
Stækkun: 122,3 ferm., 670,8 rúmm., samtals nýbygging eftir stækkun 10059,2 ferm., 35855,5 rúmm.
Greiða skal fyrir 3,5 bílastæði í flokki III, kr. 5.093.326.
Gjald kr. 6.800 + 45.614
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Bankastræti 5 (01.170.008) 101326 Mál nr. BN036008
Eik fasteignafélag hf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að lækka gólf um 45 sm í hluta kjallara, innrétta setustofu fyrir veitingastað á 1. hæð, innrétta setustofu í öðru geymslurými í kjallara, fjölga snyrtingum og færa starfsmannaaðstöðu veitingastaðar í kjallara atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Bankastræti. Yfirlýsing vegna brunamála við gasarinn dags. 18. maí 2007 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 3. maí 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Rúmmálsaukning 11,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 762
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN037389
Álftavatn ehf, Jökulgrunni 23, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta minnháttar innra skipulagi annarar og þriðju hæðar miðálmu heilsuverndarstöðvarinnar á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Bíldshöfði 2 (04.059.201) 110568 Mál nr. BN037227
Umtak fasteignafélag ehf, Dalvegi 10-14, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að rífa allar byggingar og byggja tvö stálgrindarhús og annað á steyptum kjallara, sem þjónustustöð fyrir bíla og hitt fyrir eldsneytisafgreiðslu, verslun og veitingasölu á lóðinni nr. 2 við Bíldshöfða.
Málinu fylgir brunahönnun og áhættugreining frá Línuhönnun dags. 5. nóvember 2007 og bréf hönnuðar vegna niðurrifs. dags. 20. nóvember 2007.
Stærðir: Matshluti 01, verslun 512,4 ferm. Matshluti 02, kjallari 408,3 ferm., 1. hæð 692,8 ferm., 2. hæð 52,3 ferm. Matshluti 03, metangámagerði (C-rými) 26 ferm. Matshluti 04, sorpgámagerði (C-rými) 34,6 ferm. Matshluti 05, sorpgámagerði (C-rými) 9,7 ferm. Matshluti 06 gasgeymsla (B-rými) 9,7 ferm. Matshluti 07, eldsneytisgeymir 31,5 ferm. Matshluti 08 eldsneytisgeymir, 31,5 ferm. Matshluti 09 eldsneytisgeymir 3,8 ferm.
Samtals 9 matshlutar á lóð: A-rými 1665,8 ferm., 6831,5 rúmm. B-rými 344,5 ferm., 1768,3 rúmm. Neðanjarðargeymar 126,2 rúmm.
Niðurrif: mhl. 01 425,7 ferm., 1167,0 rúmm. mhl. 02 111,8 ferm., 386,0 rúmm. Samtals: 537,5 ferm., 1553,0 rúmm. Gjald kr. 6.800 + 593.368
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Bíldshöfði 7 (04.056.401) 110564 Mál nr. BN037393
B.M.Vallá hf, Pósthólf 12440, 132 Reykjavík
Fasteignafélagið Ártún ehf, Bíldshöfða 7, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja mötuneyti, starfsmannaaðstöðu og smurstöð á lóð nr. 7 við Bíldshöfða sem viðbygging við matshl. 11.
Gjald kr. 6.800 + 167.688
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

9. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037056
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á burðarvirki kjallara og til breytinga á innra skipulagi -2. (kjallarar) til 5. hæðar atvinnuhússins á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún, sbr. BN029205.
Málinu fylgir brunahönnun frá Línuhönnun dags. 30. október 2007.
Gjald kr. 6.800 + 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037408
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að uppfæra vegna burðarvirkis og stækka hæðirnar +1 til +7 á austurhlið turnsins H1, einnig að breyta skráningu kjallara þannig að hluti hans tilheyri H1 í stað bílkjallara BK2 á hæðunum -1 og -2 í atvinnuhúsnæðinu Höfðatorg á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún.
Stærðir stækkunar: 1. hæð xx ferm., 2 hæð xx ferm., 3. hæð xx ferm., 4. hæð xx ferm., 5. hæð xx ferm., 6. hæð xx ferm., 7. hæð xx ferm. Samtals xx ferm., xx rúmm.
Meðfylgandi er endurskoðuð skýrsla brunahönnuðar dags. 4. desember 2007.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Borgartún 8-16 (01.220.107) 199350 Mál nr. BN037406
Höfðatorg ehf, Lynghálsi 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir nýjum flóttaleiðum frá bílakjalla upp á torg einnig tröppum frá bílkjallara á hæðinni -2 og upp á hæð -1 einnig skráningabreytingu þar sem hluti bílkjallara á hæð -1 og -2 tilheyri nú H1 í atvinnuhúsnæðinu Höfðatorgi á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún.
Meðfylgandi er endurskoðuð skýrsla brunahönnuðar dags. 4. desember 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Brúnavegur 13 (01.351.001) 104174 Mál nr. BN037382
Hrafnista,dvalarheim aldraðra, Laugarási, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lækka land við álmur A-D-F skv. deiliskipulagi 2006.
Gjald kr. 6.800
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Dugguvogur 9-11 (01.454.115) 105632 Mál nr. BN037242
Jóhannes Kristján Guðlaugsson, Grundartangi 7, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að setja nýja útidyrahurð á 1. hæð á vesturhlið og að breyta eignarhaldi á fyrstu og annarri hæð atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 9-11 við Dugguvog.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 7. nóvember 2007.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Fálkagata 18 (01.553.009) 106523 Mál nr. BN037409
Oddur Þorkell Jóakimsson, Vesturberg 137, 111 Reykjavík
MÁK ehf, Einarsnesi 4, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum svölum og geymsluskúr svo og breytingum á innra skipulagi v/eignaskipta í atvinnu- og íbúðarhúsinu á lóðinni nr. 18 við Fálkagötu.
Stækkun: 4,1 ferm., 10,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Fálkagata 28 (01.553.015) 106529 Mál nr. BN037430
Haukur Ólafsson, Hábær 28, 110 Reykjavík
Sótt er um að utanhússklæðning verði standandi timburklæðning í stað múrhúðunar á einangrun á húsinu nr. 28B við Fálkagötu.
Meðfylgjandi er bréf og myndir frá hönnuði dags. 5.11.07
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

16. Fiskislóð 23-25 (01.089.202) 209680 Mál nr. BN036379
Eignarhaldsfélagið Barðinn ehf, Pósthólf 4320, 124 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarhús með millilofti í hluta húss fyrir verslun og þjónustu á lóðinni nr. 23-25 við Fiskislóð.
Umboð hönnuðar dags. 12. febrúar 2007 fylgir erindinu. Einnig fylgir brunahönnun frá VSI dags. 30. ágúst 2007, endurskoðuð 4. desember 2007.
Stærð: Atvinnuhús 1. hæð 3073,5 ferm., milliloft 376 ferm.,
samtals 3.449,5 ferm., 27.946,9 rúmm.
Skýli (B-rými) samtals 38,4 ferm., 125,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 1.908.930
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Vottun eininga skal skila fyrir úttekt á botnplötu

17. Fiskislóð 65 (00.000.000) 100008 Mál nr. BN036532
Toppfiskur ehf, Fiskislóð 65, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi fiskvinnslunar Toppfisk ásamt endurnýjun á byggingaleyfi viðbyggingar BN31876 á lóðinni nr. 53-69 við Fiskislóð.
Meðfylgandi er umsögn brunahönnuðatr dags. 23. júli 2007, bréf aðalhönnuðar dags. 23. júli 2007.
Stærðir: 22,4 ferm., 86,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 5.895
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN037404
Borgarhöllin hf, Reykjavíkurvegi 74, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að stækka bíóhús til suðurs mhl. 03 sem nemur 1,07 metrum miðað við áður samþykkt erindi nr. BN36460 á lóðinni nr. 1 við Fossaleyni.
Stærðir stækkunar 1. hæð 43,3 ferm., 2. hæð 43,6 ferm. 2. hæð milliloft 40,2 ferm. Samtals 127,1 ferm., 1035,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 70.420
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Friggjarbrunnur 39-41 (02.693.507) 205811 Mál nr. BN036944
Bergþór Bergþórsson, Miðsalir 10, 201 Kópavogur
Jón Ólafur Bergþórsson, Suðursalir 2, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 39-41 við Friggjarbrunn.
Stærð: Hús nr. 39 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 62,3 ferm., 2. hæð 58,6 ferm., 3. hæð 65,8 ferm., bílgeymsla 24,4 ferm., samtals 211,1 ferm., 711,3 rúmm. Hús nr. 41 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 39 eða samtals 211,1 ferm., 711,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 96.737
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Gerðarbrunnur 12-14 (05.056.402) 206053 Mál nr. BN037109
Þorleifur Þorleifsson, Kleifarás 8, 110 Reykjavík
Guðmundur Ágústsson, Sólheimar 12, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús á kjallara úr steinsteyptum einingum, steinað og harðviðarklætt að utan með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 12-14 við Gerðarbrunn.
Hús nr. 12: Kjallari íbúð 38,3 ferm., 1. hæð íbúð 73,0 ferm., bílgeymsla 33,6 ferm., 2. hæð íbúð 107,1 ferm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2007 fylgir erindinu.
Hús nr. 14: Sömu stærðir.
Samtals: 504 ferm., 1.827 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 124.236
Synjað.
Ekki í samræmi við skipulagsskilmála.

21. Grjótháls 7-11 (04.304.001) 111019 Mál nr. BN037405
G-7 ehf, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði mhl. 03 sem er skipt í fjóra hluta þar sem tengibygging úr stágrind á tveimur hæðum að mhl. 02, norðurhluti er staðsteyptur með tveimur stigakjörnum á 1. hæð er vöruafgreiðsla á annarri til fjórðu hæð eru skrifstofur, suðurhlutin er steinsteypt og að hluta niðurgrafin þar sem eru m.a. frystir og kæligeymslur, en þar ofan á er bílgeymsluhús á tveimur hæðum, lagerbygging er á milli suður og norðurhluta með rúma 12,0 metra lofthæð á lóð Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar nr. 7-11 við Grjótháls.
Meðfylgandi er bréf hönnuðar dags. 4. desember 2007 og bílstæðisbókhald á teikn. dags. 1. desember 2007.
Stærðir: 1. hæð 8.396,9 ferm 2. hæð xxx ferm. 3. hæð xxx ferm., 4. hæð 929,5 ferm. 5. hæð 116,0 ferm. Samtals xxx ferm. B-rými xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Háahlíð 20 (01.730.206) 107341 Mál nr. BN037220
María Þuríður Gísladóttir, Háahlíð 20, 105 Reykjavík
Sótt er um að skipta einbýlishúsi á lóð nr. 20 við Háuhlíð upp í tvær eignir.
Meðfylgjandi er skráningartafla fyrir eignaskiptayfirlýsingu og fylgiskjal teikning af húsinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

23. Hátún 14 (01.234.002) 212123 Mál nr. BN037331
Íþróttafélag fatlaðra Reykjavík, Pósthólf 5214, 125 Reykjavík
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við íþróttahús íþróttafélags fatlaðra á lóð nr. 14 við Hátún. Í viðbyggingunni verður rými fyrir íþrótta- og félagsstörf ásamt nýjum stiga og lyftu.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuðum dags. 4.12.2007
Stækkun: 786,4 ferm., 3.814,3 rúmm. frá upphaflegum teikningum. Breyting frá teikningum samþ. 12. júní 2007: Minnkun 186,1 ferm., stækkun 67,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 259.372
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Hraunbær 36-60 (04.334.301) 111075 Mál nr. BN037124
Hraunbær 56,húsfélag, Hraunbæ 56, 110 Reykjavík
Hraunbær 58,húsfélag, Hraunbæ 58, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta upp sameign fjölbýlishússins 56 - 58, loka skal gangi á milli húsanna þannig að sameignir húsanna verði aðskildar, á lóð nr. 36 - 60 við Hraunbæ.
Meðfylgjandi er samþykkt húsfundar fyrir þessum gerningi. Meðfylgjandi er einnig litaðar teikningar, sem sýna skiptingu rýma.
Gjald kr. 6.800 + 6.800
Frestað.
Enn þarf að lagfæra skráningartöflu.

25. Hverafold 112 (02.862.602) 110250 Mál nr. BN036948
Guðrún Hergils Valdimarsdóttir, Hverafold 112, 112 Reykjavík
Þorlákur Traustason, Hverafold 112, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri viðbyggingu til norðausturs, fyrir áður gerðri stækkun anddyris og til að byggja viðbyggingu til suðurs og til að nýta þak hennar sem svalir á einbýlishúsinu á lóðinni nr. 112 við Hverafold.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 12. október 2007 fylgir erindinu.
Áður gerð viðbygging: xx ferm.
Skáli: xx ferm., anddyri: xx ferm.
Samtals xx ferm., xx rúmm
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sérstök athygli umsækjanda er vakin á því að enn hefur ekki verið gerð breyting á deiliskipulagi sem er forsenda þess að hægt sé að fjalla um málið og afgreiða það.

26. Hverfisgata 125 (01.222.118) 102854 Mál nr. BN037388
Díana Vera Jónsdóttir, Kristnibraut 9, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta hárgreiðslustofu, snyrtistofu, nuddstofu og fótaaðgerðastofu á 1. hæð hússins nr. 125 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Hörgshlíð 18 (01.730.204) 107339 Mál nr. BN037199
Sólveig Berg Björnsdóttir, Hörgshlíð 18, 105 Reykjavík
Stefanía Björg Þorsteinsdóttir, Hörgshlíð 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skráningu fjölbýlishússins á lóðinni nr. 18 við Hörgshlíð.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

28. Iðunnarbrunnur 11 (02.693.408) 206070 Mál nr. BN037414
Ívar Þrastarson, Arnarhraun 2, 220 Hafnarfjörður
Ingilín Kristmannsdóttir, Arnarhraun 2, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum þar sem aðkoma er að neðri hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 11 við Iðunnarbrunn.
Stærðir 1. hæð 128,0 ferm., 2. hæð 126,5 ferm. Samtals 254,5 ferm., 956,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 65.028
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Kambsvegur 22 (01.354.108) 104276 Mál nr. BN037396
Kolbrún Franklín, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Bjarki Sigurðsson, Kambsvegur 22, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breikka kvist á austurhlið fjölbýlishússins á lóðinni nr. 22 við Kambsveg.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa ódagsett.
Stækkun: 4,7 ferm., 12,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 864
Synjað.
Kvistur of langur, sbr. ákvæði gr. 79 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.

30. Keldnaholt (02.9--.998) 109210 Mál nr. BN037378
Nova ehf, Lágmúla 9, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að staðsetja þrjú stk farsímaloftnet á 6 metra súlu, sem nær 5 metra upp fyrir þakbrún Rannsóknarstofu landbúnaðarins Keldnaholti. Tæknibúnaður er staðsettur í skáp, EI60, í loftræstirými í þakhýsi.
Meðfylgjandi er samþykki fulltrúa Landbúnaðarháskóla Íslands.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

31. Kelduland 1-21 (01.861.002) 108794 Mál nr. BN037415
Kristín Ágústsdóttir, Espigerði 4, 108 Reykjavík
Garðar Briem, Hrólfsskálavör 13, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til að síkka glugga og gera svalhurðir á jarðhæð í íbúð með eininganúmer 0101 í húsi nr. 17 og íbúð með eininganúmer 0101 í húsi nr. 19 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 17-19 við Kelduland.
Á uppdrætti dags. 27. mars 1969 er samþykki meðlóðarhafa.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

32. Laufásvegur 73 (01.197.111) 102713 Mál nr. BN037399
Þorsteinn M Jónsson, Laufásvegur 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka bílskúr, lækka gólf í kjallara, byggja jarðhýsi, sem umlykur kjallara á þrjá vegu, stækka 1. hæð með anddyri til norðvesturs, stigahúsi til norðausturs, eldhúsi til suðausturs, stækka 2. hæð með nýjum svölum á þaki anddyris og á þaki eldhúss, innrétta rishæð með nýjum kvistum til suðvesturs og norðausturs í einbýlishúsi nr. 73 við Laufásveg.
Gjald kr. 6.800 + xxxx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

33. Lækjargata 8 (01.140.510) 100870 Mál nr. BN037361
Pizza Verksmiðjan ehf, Lækjargötu 8, 101 Reykjavík
Lækur ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum þannig að í stað brauðsamlokusölu samþykkt 14. júní 2005 verði flatbökustaður í norðurhluta atvinnuhúsnæðisins á lóð nr. 8 við Lækjargötu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.

34. Lækjarmelur 6 (34.533.704) 206642 Mál nr. BN037423
T.Guðjónsson ehf, Viðarrima 54, 112 Reykjavík
Atorka, verktakar og vélal ehf, Vættaborgum 117, 112 Reykjavík
Ofanritaðir sækja um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum á lóðinni nr. 6 við Lækjarmel.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

35. Mánatún 1-17/Sóltún 1-3 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN036568
Íslenskir aðalverktakar hf, Pósthólf 221, 235 Keflavíkurflugvöllu
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex til tíu hæða steinsteypt fjölbýlishús með áttatíu og níu íbúðum ásamt geymslukjallara á tveimur hæðum, allt einangrað að utan og klætt með steinflísum, álklæðningu, harðvið og zinkklæðningu, sem hús nr. 7- 17 við Mánatún sem 2. áfanga framkvæmda sbr. BN 33317 á lóð nr. 1-17 við Mánatún og 1-3 við Sóltún.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 10. júlí 2007, endurskoðuð 20. nóvember 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Mánatún 7-17 (matshluti 02) neðrikjallari geymslur 535,7 ferm., kjallari geymslur 1589,5 ferm., íbúðir 1. hæð 1516,1 ferm., 2. og 3. hæð 1730,4 ferm. hvor hæð, 4.-6. hæð 1729,5 ferm. hver hæð, 7. hæð 842 ferm., 8. hæð 802,3 ferm., 9. hæð 261,9 ferm., 10. hæð 145,7 ferm., samtals 14342,5 ferm., 46915 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.190.220
Frestað.
Vísað til fyrri athugasemda á umsóknarblaði.

36. Nönnubrunnur 1 (05.053.701) 206097 Mál nr. BN037407
Verkland ehf, Smyrlahrauni 25, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til minnháttar breytinga að innan þar sem m.a. stöku innveggjum er breytt í berandi veggi og bogaþakið stytt lítillega miðað við nýlega samþykktar teikningar samanber erindi BN 37047 af fjölbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Nönnubrunn.
Stærðir leiðrétting: 1. hæð stækkun 12,7 ferm., minnkun bílgeymsla 17,2 ferm. samtals. minnkun 5,0 ferm., minnkun 281,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Saltvík 125744 (00.064.000) 125744 Mál nr. BN037054
Stjörnugrís hf, Vallá, 116 Reykjavík
Sótt er um að byggja safntank og hreinsimannvirki ásamt útrás í sjó fram fyrir sláturhús í Saltvík á Kjalarnesi.
Gjald kr 6.800
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

38. Seiðakvísl 34 (04.215.602) 110841 Mál nr. BN037395
Laufey Björk Þorsteinsdóttir, Seiðakvísl 34, 110 Reykjavík
Vignir Rafn Gíslason, Seiðakvísl 34, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbyggja og stækka garðskála úr timbri við einbýlishúsið nr. 34 við Seiðakvísl.
Meðfylgjandi er samþykki þinglýstra eigenda.
Stækkun: 9,5 ferm., 27 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.836
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Silungakvísl 1 (04.212.801) 110797 Mál nr. BN037383
Björn Gíslason, Silungakvísl 1, 110 Reykjavík
Karólína Gunnarsdóttir, Silungakvísl 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum á vesturenda kjallara miðað við áður samþykkt erindi BN20049 í einbýlishúsinu á lóð nr. 1 við Silungakvísl.
Stærði kjallara: 67,6 ferm., 182,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 12.416
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

40. Skarfagarðar 2 (01.321.701) 210413 Mál nr. BN037355
Smáragarður ehf, Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga á skrifstofum og starfsmannarýmum annarrar hæðar ásamt færslu á stoðvegg við sorpgáma og breytingu á pöllum við innganga í vöruhúsi BYKO samanber erindi BN35193 á lóðinni nr. 2 við Skarfagarða.
Meðfylgjandi er endurskoðuð brunahönnun dags. 4. desember 2007.
Stærðir stækkun leiðrétting: 9,3 ferm., 229,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 15.585
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

41. Skeifan 5 (01.460.102) 105657 Mál nr. BN037376
Aðalskoðun hf, Pósthólf 393, 222 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að innrétta skoðunarstöð fyrir bifreiðar og breyta útliti skv. því í nyrsta bili hússins á lóð nr 5 við Skeifuna.
Meðfylgjandi er uppáritað samþykki meðeigenda.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Skógarás 13-17 (04.386.102) 111530 Mál nr. BN037400
Skógarás 13-17,lóðarfélag, Skógarási 13-17, 110 Reykjavík
Sótt er um breytingu á skráningu, 0101 verður 0102 og 0102 verður 0101 í fjölbýlishúsinu nr. 13 - 17 við Skógarás.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Skútuvogur 2 (01.420.001) 105165 Mál nr. BN037327
Klasi hf, Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta merkjum, setja þjónustuskilti yfir innganga og setja þjónustuskilti á lóð við innakstur frá Skútuvogi á lóð nr. 2 við Skútuvog.
Umsögn Framkvæmdasviðs dags. 7. desember 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Skilti verði 5 metrar frá götukanti.

44. Starengi 6 (02.384.002) 173536 Mál nr. BN037363
Starengi ehf, Pósthólf 12212, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhaldi íbúða þannig að í mhl. 02 verði allar íbúðirnar (eining 0101 , 0102 og 0103 með sér eignarhaldi í stað sameiginlegs eignarhalds.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Synjað.
Samkvæmt þinglýstum skilyrðum á eignarhald allra íbúða að vera á einni hendi.

45. Suðurlandsv Reynisvl. (05.17-.-81) 113431 Mál nr. BN037398
Ingvi Þór Hjörleifsson, Lágmói 4, 260 Njarðvík
Sótt er um leyfi til að byggja sumarbústað á einni hæð úr timbri ásamt gestahúsi á einni hæð úr timbri á lóð nr. 53 í Reynisvatnslandi við Suðurlandsveg.
Stærðir: bústaður 83 ferm., 274,7 rúmm., gestahús 16,3 ferm. 49,1 rúmm., samtals 99,3 ferm. 323,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 22.018
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagssstjóra.

46. Súðarvogur 38 (01.454.402) 105640 Mál nr. BN035226
Narfi Hjartarson, Blönduhlíð 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta í íbúð með vinnuaðstöðu 2. hæð í atvinnuhúsinu á lóðinni nr. 38 við Súðarvog.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 7. janúar 2006.
Málinu fylgir bréf frá eiganda dags. 15. febrúar 2007.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skilyrt er að eftirfarandi yfirlýsingu sé þinglýst.
Í samþykkt byggingarfulltrúa felst ekki nein breyting á gildandi deiliskipulagi eða aðalskipulagi en samkvæmt þeim er svæðið atvinnusvæði. Íbúar í þeim íbúðum sem hér eru samþykktar geta því ekki vænst þeirrar þjónustu borgaryfirvalda sem veitt er á skipulögðum íbúðarsvæðum, né þess að njóta þeirrar kyrrðar og umhverfis sem almennt er á íbúðarsvæðum, heldur sitja hagsmunir atvinnustarfsemi í fyrirrúmi.

47. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN037392
Forynja ehf, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta eignarhlutum 0101 og 0102, stærðum og fyrirkomulagi innanhúss, í húsi nr. 16 við Tryggvagötu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Tunguháls 19 (04.327.002) 111052 Mál nr. BN037401
Ásafélagið ehf, Dalvegi 16d, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta stærðartölum og skráningartöflu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

49. Urðarbrunnur 102-104 (05.054.403) 205804 Mál nr. BN037385
Jóhannes Ragnar Jóhannesson, Drekakór 7, 203 Kópavogur
Róbert Edward Róbertsson, Þorláksgeisli 29, 113 Reykjavík
Unnur Hrefna Jóhannsdóttir, Þorláksgeisli 29, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 102-104 við Urðarbrunn.
Stærð húss nr. 102: 1. hæð íbúð 73,7 ferm., bílgeymsla 31,1 ferm., kjallari íbúð 94 ferm.
Hús nr. 104: Sömu stærðir.
Samtals 397,8 ferm., 1325,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 90.127
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

50. Urðarbrunnur 18 (05.056.206) 205779 Mál nr. BN037202
Jakob Þór Jakobsson, Mýrarsel 9, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á tveim hæðum á lóð nr. 18 við Urðarbrunn.
Meðfylgjandi bréf frá hönnuði dags. 4.12.2007
Stærðir: íbúð 1. hæð 99,9 ferm., 2. hæð 127,3 ferm., samtals 227,2 ferm., bílgeymsla 33,7 ferm., samtals 260,9 ferm., 900,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 59.820
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

51. Vagnhöfði 29 Mál nr. BN037322
Örn Guðmarsson, Eyktarás 18, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja þak með því að setja nýtt þak á skemmu mh. 01 með því að setja nýtt þak ofan á það eldra í atvinnnuhúsnæðinu Málmtækni hf. á lóð nr. 29 við Vagnhöfða.
Stærðaraukning: 180,0 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 12.240
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

52. Vatnsveituv. Fákur 112470 (04.764.301) 112470 Mál nr. BN036420
Ævar Friðriksson, Unufell 17, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að hækka þakrými fyrir setkrók og snyrtingu á millilofti hesthúss við Faxaból 3D á lóð Fáks við Vatnsveituveg.
Stærð: Stækkun 60,3 ferm., 105,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 7.174
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

53. Vínlandsleið 12-14 (04.111.601) 208323 Mál nr. BN037418
Mótás hf, Stangarhyl 5, 110 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir kjallara og 1. hæð á lóðinni nr. 12-14 við Vínlandsleið.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.


Ýmis mál

54. Fossaleynir 16 (02.467.401) 186199 Mál nr. BN037413
Flotun ehf, Ólafsgeisla 117, 113 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 4. desember s.l., var lögð fram og samþykkt umsókn þar sem sótt var um leyfi til að breyta innra skipulagi í austurenda hússins ásamt breytingu á innkeyrsluhurðum í glugga á lóðinni nr. 16 við Fossaleyni.
Þá láðist að bóka milligólf 48,5 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

55. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN037420
Íslenskir aðalverktakar hf, Pósthólf 221, 235 Keflavíkurflugvöllu
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúa fyrir breytingu lóðarinnar nr. 1 við Sóltún.
Tillaga að stækkun lóðar:
Lóðin er 14925 ferm. sbr. lóðarleigusamning T-002294/2007. Bætt við lóðina af óútvísuðu landi 38 ferm.
Lóðin verður 14963 ferm. Sjá samþykkt skipulagsráðs frá 21.11. 2007.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Lóðarmarkabreytingin tekur gildi þegar þinglýst hefur verið yfirlýsingu um breytt lóðarmörk.


Fyrirspurnir

56. Bræðraborgarstígur 23 (01.137.003) 100635 Mál nr. BN037248
Kieran Francis Houghton, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík
Svava Ástudóttir, Bræðraborgarstígur 23, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að færa bílskúr, það er rífa þann sem fyrir er og byggja annan sömu stærðar, aftar á lóð til að bæra aðgengi á lóðinni nr. 23 við Bræðraborgarstíg.
Úskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra 23. nóvember 2007 fylgja erindinu
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda verði sótt um byggingarleyfi í samræmi við athugasemdir skipulagsstjóra. Berist umsókn verður hún grenndarkynnt.

57. Esjumelur 2 206616 Mál nr. BN037386
Bygg Ben ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum af atvinnuhúsi á lóðinni nr. 2 við Esjumel.
Neikvætt.
Með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

58. Gerðarbrunnur 15 (05.056.106) 205782 Mál nr. BN037403
Sigurður Þór Snorrason, Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja einbýlishús skv. meðfylgjandi teikningum á lóðinni nr. 15 við Gerðarbrunn.
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra

59. Heiðargerði 120 (01.802.304) 107688 Mál nr. BN037023
Óttar Guðjónsson, Heiðargerði 120, 108 Reykjavík
Hlín Hjartar Magnúsdóttir, Heiðargerði 120, 108 Reykjavík
Spurt er:
1 - hvort flytja megi opið bílastæði á lóðinni nr. 120 við Heiðargerði með aðkeyrslu frá Grensásvegi yfir á sömu lóð með aðkeyrslu frá Heiðargerði.
2 - hvort reisa megi bílskúr á núverandi opnu bílastæði með aðkomu frá Grensásvegi.
3 - hvort reisa megi viðbyggingu við húsið, þar sem nú er bílskúr og hluti lóðar.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreisðlufundar skipulagsstjóra frá 7. desember 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra 17. október 2007.
1. Jákvætt, enda verði sótt um byggingarleyfi.
2. Nei
3. Nei, samræmist ekki deiliskipulagi

60. Kleppsvegur 90 (01.352.203) 104184 Mál nr. BN037417
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að rífa húsið á lóð nr. 90 við Kleppsveg og byggja í staðinn sambýli fyrir geðfatlata sbr. meðfylgjandi frumdrög.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra

61. Nesvegur 41 (01.531.105) 106146 Mál nr. BN037390
Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Nesvegur 41, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að stækka garðstofu í samræmi við meðfylgjandi teikningar af fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 41 við Nesveg.
Nei.
Fer húsi ílla.

62. Úlfarsbraut 84-94 (02.698.604) 205747 Mál nr. BN037374
Plúsarkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Þormóður Sveinsson, Heiðargerði 124, 108 Reykjavík
Spurt er hvort hæðarsetning sú sem sýnd er á meðfylgjandi uppdráttum samræmist skilmálum fyrir raðhúsalóð nr. 84-94 við Úlfarsbraut.
Nei.
Betur fer að hæðarsetning sé í samræmi við hæðarblað.


Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:30.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Búason
Sigrún Reynisdóttir Jón Magnús Halldórsson
Björn Kristleifsson Eva Geirsdóttir