Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgöngusvið

Ár 2012, þriðjudaginn 11. september kl. 12.20 hófst 113. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12. – 14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Hildur Sverrisdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Guðmundur B. Friðriksson, Pálmi Freyr Randversson, Ólafur Bjarnason, Örn Sigurðsson, Ólöf Örvarsdóttir og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:
1. Fundargerðir.
a. Lögð fram 303. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Bjarni Hjarðar kynnti.
b. Lögð fram 171. og 172. fundargerð stjórnar Strætó bs.
Reynir Jónsson kynnti.

2. Hverfisgata og Frakkastígur. - endurgerð göturýmis.
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir kynnti forhönnun.

3. Hofsvallagata.
Ólafur Bjarnason kynnti hönnunartillögu.
Ráðið samþykkti að vísa tillögunni til Umhverfis- og skipulagssviðs til nánari útfærslu.
Fulltrúar D- lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að þær bráðabirgðalausnir sem nú eru kynntar, eiga ekki að seinka framkvæmdum í götunni sem boðaðar hafa verið og Jón Gnarr borgarstjóri hafði lofað að yrðu að veruleika á árinu 2012. Þessi framkvæmd er millileikur, áður en farið verður út í endurhönnun götunar og framkvæmdir, sem þegar eru orðnar á eftir áætlun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysta því að ekki verðið vikið frá áformum um að gatan verði endurhönnuð árið 2013. Óskað er eftir staðfestingu frá meirihlutanum á því að sá skilningur sé réttur.
Fulltrúar Sambesta lögðu fram eftirfarandi bókun:
Staðfest.

4. Loftgæði við Hringbraut.
Anna Rósa Böðvarsdóttir kynnti.Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Loftgæðamælingar við Hringbraut hljóta að vekja upp spurningar um það hvaða áhrif fyrirhugaðar framkvæmdir við Landspítala Háskólasjúkrahús munu hafa á loftgæði í nágrenninu. Í nær öllum vindáttum mun svifryk leggjast yfir byggð eða stofnanir og litlar sem engar áætlanir liggja fyrir um það hvernig hefta má slík umhverfisáhrif. Rétt er að vekja athygli á því að framkvæmdir munu standa yfir á þessum reit árum saman og umhverfisáhrif geta því orðið veruleg. Óskað er eftir nákvæmri kynningu á því hvernig komið verður í veg fyrir mikla svifryksmengun á nærliggjandi svæðum vegna þessa.“
Fulltrúar Æ og S lista lögðu fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúar Sambesta benda á að þessa dagana vinnur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að umsögn um nýtt skipulag Landspítala Háskólasjúkrahúss og umhverfisskýrslu verkefnisins. Nauðsynlegt er að beita bestu mögulegu tækni á hverjum tíma til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum á íbúa svæðisins. Fulltrúar Sambesta benda á að hægt er að setja skilyrði um mótvægisaðgerðir inn í starfsleyfi framkvæmda og verða ákvarðanir sem taka á því hvernig hefta megi neikvæð umhverfisáhrif teknar þegar að því kemur. Fulltrúar Sambesta taka einnig fram að nauðsynlegt verði að upplýsa íbúa vel um framkvæmdir á hverjum tíma sem valdið geta neikvæðum umhverfisáhrifum. Sjálfsagt er að verða við því að kynning fari fram á fundi Umhverfis- og samgönguráðs á því hvernig draga megi úr neikvæðum umhverfisáhrifum í kringum framkvæmdir við Landspítala Háskólasjúkrahús en jafnframt er rétt að bíða eftir umsögn Heilbrigðiseftirlitsins.

5. Hönnunarsamkeppni um Laugaveg.
Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu: .
Umhverfis- og samgönguráð leggur til að hafist verði handa við það að undirbúa samkeppni um skipulag og útfærslu á göturými Laugavegar. Áhersla verði á að nýta götuna sem borgarrými og lyfta enn frekar upp helstu verslunargötu borgarinnar. Lagt til að drög að forsögn verði unnin af sviðinu en lögð fyrir umhverfis- og samgönguráð til umræðu og samþykktar.
Tillagan var samþykkt einróma.

Hjálmar Sveinsson fór af fundi kl. 15.05

6. Áhættumat – Hringrás.
Kynning og lagt fram áhættumat á gúmmídekkjavinnslu Hringrásar í Klettagörðum, unnið af Mannviti fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins dags. júlí 2012 og bréf Faxaflóahafna dags. 24. ágúst 2012 og bréf Hringrásar dags. 4.september 2012.
Árný Sigurðardóttir kynnti.

7. Frjókornamælingar.
Lögð var fram samantekt Náttúrufræðistofnunar.

8. Samgönguvika.
Björg Helgadóttir kynnti dagskrá.

9. Fjárhagsáætlun – starfsdagur.
Örn Sigurðsson kynnti.
Ráðið ákvað að vera með starfsdag 25.september 2012

Fundi slitið kl. 15.55

Karl Sigurðsson

Margrét Vilhjálmsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson