Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð
umhverfis- og samgönguráðs

Ár 2012, miðvikudaginn 12. desember kl. 13.07 hófst 117. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Hjálmar Sveinsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir, Örn Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Stefán A. Finnsson, Ámundi Brynjólfsson, Eygerður Margrétardóttir, Kristinn J. Eysteinsson, Guðmundur B. Friðriksson, Þórólfur Jónsson og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir.
Lögð fram 308. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Frestað.

2. Samþykktir fyrir Umhverfis- og skipulagsráð.
Helga Björk Laxdal kynnti.

3. Erindi frá SSH – Eigendastefna fyrir Sorpu bs. og Strætó bs.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 23. nóvember 2012 með beiðni um umsögn ráðsins.
Umhverfis- og samgönguráð vísaði málinu til Umhverfis- og samgöngusviðs til að gera tillögu að umsögn.

4. Klapparstígur.
Stefán Agnar Finnsson kynnti útfærslu endurbóta.
Umhverfis- og samgönguráð gerði ekki athugasemdir en óskaði eftir merkingum hjólavísa á götuna.

5. Sérmerkt bílastæði við sendiráð Kanada.
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. desember 2012 ásamt erindi til umhverfis- og samgönguráðs frá sendiráði Kanada dags. 30. október 2012, þar sem óskað er eftir tveimur sérmerktum bílastæðum við Kirkjugarðsstíg vegna Suðurgötu 26.
Ólafur Bjarnason kynnti.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna einróma.

6. Stæði fyrir hreyfihamlaða í Tjarnargötu
Lögð fram tillag Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. desember 2012.
Ólafur Bjarnason kynnti.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkir tillöguna en beinir jafnframt þeim tilmælum til eigenda hússins að aðgengi fyrir fatlaða verði bætt hið snarasta.

Gísli Marteinn Baldursson kom á fundinn kl. 13:52

7. Hofsvallagata.
Stefán Agnar Finnsson kynnti útfærslu endurbóta.
Fulltrúi VG lagði til að hámarkshraði á Hofsvallagötu frá Hringbraut að Ægisíðu verði 30 km.
Umhverfis-og samgönguráð samþykkti að vísa tillögu fulltrúa Vinstri grænna um lækkaðan umferðarhraða á Hofsvallagötu til samgönguskrifstofu.
Eftirfarandi bókun var lögð fram: „Umhverfis- og samgönguráð telur nauðsynlegt að draga úr hraða og telur að markmið um 30 km/klst hámarkshraða eigi að vera leiðarljós í endurhönnun götunnar.“
Ráðið vísaði einnig í fyrri bókanir sínar frá 113. fundi ráðsins: „Fulltrúar D- lista lögðu fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að þær bráðabirgðalausnir sem nú eru kynntar, eiga ekki að seinka framkvæmdum í götunni sem boðaðar hafa verið og Jón Gnarr borgarstjóri hafði lofað að yrðu að veruleika á árinu 2012. Þessi framkvæmd er millileikur, áður en farið verður út í endurhönnun götunar og framkvæmdir, sem þegar eru orðnar á eftir áætlun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysta því að ekki verðið vikið frá áformum um að gatan verði endurhönnuð árið 2013. Óskað er eftir staðfestingu frá meirihlutanum á því að sá skilningur sé réttur.
Fulltrúar Sambesta lögðu fram eftirfarandi bókun: Staðfest.“

8. Skífur fyrir visthæfa bíla.
Lögð fram tillaga að nýjum reglum um gjaldfrjáls stæði fyrir visthæfa bíla.
Umhverfis-og samgönguráð samþykkti tillöguna samhljóða.

9. Fjárfestingaáætlun 2013.
Ámundi Brynjólfsson kynnti.

10. Staða verkefna á árinu 2012.
Ámundi Brynjólfsson kynnti.

11. Yfirlit um innkaup.
Lagt fram til kynningar yfirlit um innkaup skv. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

12. Aðgengi fatlaðra í miðbænum.
Björn Ingvarsson kynnti úttekt í tilefni af skýrslu um aðgengi fatlaðra í miðbænum.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti að senda úttekt umhverfis- og samgöngusviðs til umsagnar hjá Blindrafélaginu og að senda hana til Miðborgarinnar Okkar og ferlisnefnd fatlaðra.

13. Biðsvæði 2012.
Hans Heiðar Tryggvason kynnti.

14. Hljóðvistarskýrsla,
Kristinn Jón Eysteinsson kynnti.

15. Þjónustusamningur um Heiðmörk.
Lögð fram til kynningar drög að samningi milli Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Örn Sigurðsson kynnti.
Umhverfis- og samgönguráð gerði ekki athugasemdir.

16. Fyrirspurn um urðunarstaði fyrir úrgang.
Lagt fram bréf Sorpu bs. og fleiri sorpsamlaga með fyrirspurn um urðunarstaði og bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. desember 2012.
Guðmundur B. Friðrisson kynnti.
Umhverfis- og samgönguráð gerði ekki athugasemdir.

17. Opnun Laugavegar fyrir gangandi umferð um jólin.
Kristín Soffía Jónsdóttir kynnti.

18. Gönguljós í borginni.
Frestað.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 16.40

Karl Sigurðsson

Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson Hjördís Safnar Ingimundardóttir