Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Fundargerð umhverfis- og samgönguráðs

Ár 2012, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 12.15 hófst 116. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12. – 14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Hjálmar Sveinsson, Margrét Kristín Blöndal, Gísli Marteinn Baldursson og Þorleifur Gunnlaugsson. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Kolbrún Jónatansdóttir, Örn Sigurðsson, Stefán A. Finnsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Guðmundur B. Friðriksson, Pálmi F. Randversson og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Ræktunarstöðin – úttekt á gildi stöðvarinnar.
Lögð fram skýrsla Hrannar Pétursdóttur, september 2012. Hrönn kom á fundinn og kynnti.
Fulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi bókun:
Í svari Félags garðplöntuframleiðenda kemur skýrt fram að garðplöntuframleiðendur á einkamarkaði geta mætt öllum þörfum Reykjavíkurborgar varðandi plöntukaup í framtíðinni. Félagið myndi því fagna því að borgin kæmi plöntukaupum sínum inn á almennan markað, eins og nær öll sveitarfélög landsins hafa gert.
Það skýtur skökku við að borgin sé með eigin rekstur á þessum samkeppnismarkaði, þegar ljóst er að hægt væri að efla einkaframtakið með þessum hætti og vafalítið hægt að ná fram nokkrum sparnaði án þess að nokkuð yrði dregið úr gæðum hins græna umhverfis.

2. Lækkun hámarkshraða í 30 km/klst á 6 götum í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar bréf Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 19. nóvember 2012.

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 12.34.

3. 30 km hverfi í Reykjavík – Þróun mála.
Kynning.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti eftirfarandi bókun:
„Umhverfis- og samgönguráð telur rétt að stefnt verði að því að hámarkshraði við alla grunn- og leikskóla Reykjavíkurborgar verði 30 km/klst.“

Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 12.50.

4. Endurvinnslan.
Helgi Lárusson framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar h.f. kom á fundinn og kynnti málefni endurvinnslu og skilagjaldskerfi drykkjarumbúða.

Margrét Kristín Blöndal fór af fundi kl. 13.45.

5. Gasgerðarstöð.
Björn H. Halldórsson og Oddný Sturludóttir komu á fundinn og kynntu áætlanir um gasgerðarstöð.

6. Gjaldskylda við Höfða.
Lagt fram bréf Bílastæðasjóðs dags. 19. nóvember 2012 ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt einróma.

7. Grjótaþorp – vistgötur.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. nóvember 2012.
Samþykkt einróma.

8. Aragata – stöðubann.
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. nóvember 2012.
Samþykkt einróma.

9. Hverfisgata – þversnið og upphitun götunnar.
Kynnt útfærsla hönnunar og upphitunar á götunni.
Ráðið gerði ekki athugasemdir.

10. Hótelstæði við Klöpp.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 23. nóv. 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillögu sviðsins.

11. Útilistaverk við Höfðatorg.
Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 2. nóvember 2012 ásamt fylgiskjölum.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti eftirfarandi: „Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar gerir ekki athugasemd um að listaverkið verði sett upp á þeim stað sem tillagan gerir ráð fyrir – enda verði öryggis gætt í hvívetna.“

12. Endurbætur á skíðabrekku í Ártúnsbrekku.
Lagt fram bréf Frístundamiðstöðvarinnar í Gufunesi dags. 27. ágúst 2012.
Umhverfis- og samgönguráð gerði ekki athugasemdir við tillögu að endurbótum.

13. Endurbætur á skíðabrekku í Grafarvogi.
Lagt fram bréf Frístundamiðstöðvarinnar í Gufunesi dags. 27. ágúst 2012.
Umhverfis- og samgönguráð gerði ekki athugasemdir við tillögu að endurbótum.

14. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Drög að tillögu til kynningar og umræðu.
Lagðar fram greinargerðir.

15. Vitahverfi.
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgönguráðs dags. 22. nóv. 2012 um erindi rekstraraðila í nágrenni við Vitastígs um svo kallað „Vitahverfi“ og tillögu að svari.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillögu sviðsins.

Fundi slitið kl. 15.33

Karl Sigurðsson

Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir
Þorleifur Gunnlaugsson