No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Fundargerð umhverfis- og samgönguráðs
Ár 2012, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.10 hófst 115. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12. – 14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Hildur Sverrisdóttir, Margrét Kristín Blöndal, Gísli Marteinn Baldursson og Claudia Overesch. Enn fremur sátu fundinn Ólafur Bjarnason, Kolbrún Jónatansdóttir, Örn Sigurðsson og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kosning fulltrúa í umhverfis- og samgönguráð.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 7. nóvember 2011 þar sem tilkynnt er að Margrét Kristín Blöndal var kjörinn aðalmaður í ráðinu í stað Margrétar Vilhjálmsdóttur, sem tekur sæti varamanns.
2. Fundargerðir.
a. Lögð fram 173.fundargerð stjórnar Strætó bs.
Einar Örn Benediktsson og Reynir Jónsson komu á fundinn.
b. Lagðar fram 304., 305. ,306. og 307. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Björn Halldórsson kynnti.
3. Urðunarstaðir fyrir úrgang.
Lagt fram bréf Sorpu o.fl. dags. 16. október 2012.
Björn Halldórsson kynnti.
4. Frumvarp til umferðarlaga.
Umsögn umhverfis- og samgöngurráðs var samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
5. Frumvarp til l. um br. á .l. um búfjárhald.
Lagt fram 282. þingmál ásamt drögum að umsögn ráðsins.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti umsögn um málið.
6. Frumvarp til l. um almenningssamgöngur á landi.
Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 5. nóvember 2012, bréf Sambands Íslenskra sveitarfélaga og drög að frv. ásamt drögum að umsögn ráðsins.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti umsögn um málið.
7. Frumvarp til l. um velferð dýra.
Lagt fram 283. þingmál ásamt drögum að umsögn ráðsins.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti umsögn um málið.
8. Gamla höfnin – lýsing.
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. október 2012 og drög að umsögn ráðsins.
Umhverfis- og samgönguráð gerði ekki athugasemdir við lýsinguna.
9. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Drög að tillögu til kynningar og umræðu.
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012 ásamt fylgkiskjölum.
Ráðið samþykkti að halda kynningarfund um málið fimmtudaginn 22. nóv kl. 15.00.
10. Sumaropnanir 2012. – Talningar.
Björg Helgadóttir og Pálmi Freyr Randversson kynntu.
11. Landvernd – styrkumsókn.
Lagt fram bréf Landverndar dags. 2. nóvember 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti styrk til Landverndar.
12. Ræktunarstöðin – úttekt á gildi stöðvarinnar.
Lögð fram skýrsla Hrannar Pétursdóttur, september 2012.
Frestað.
13. Visthæf bílastæði – reglur.
Lögð fram drög að reglum til samþykktar.
Frestað.
14. Yfirlit um innkaup
Skýrsla lögð fram skv. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
15. Óðinstorg – samkeppni.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að undirbúa forsögn um hönnun að Óðinstorgi.
16. Nýtnivikan 2012 (Europian Week for Waste Reduction) 17. -24. nóvember n.k.
Gunnar Hersveinn kynnti dagskrá.
17. Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda.
Bréf Umhverfisstofnunar dags. 30. októer 2012, lagt fram til kynningar.
18. Gönguleið yfir Eiðsgranda við Keilugranda
Lögð fram tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. nóvember 2012 um umferðarljós á Eiðsgranda.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna. Fulltrúar D lista sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er fagnaðarefni að gönguljós skuli sett upp á þessum stað, til þess að auðvelda fólki að komast til og frá strandstígnum meðfram Eiðisgranda. Hinsvegar teljum við að svo stöddu að óþarft sé að setja upp hraðahindrun á þessum stað, enda er leyfður hraði 50 km og erfitt að sjá af hverju vilji er til að fá alla bíla til að hægja verulega á sér á miðri leið, hvort sem gangandi vegfarandi er á leið yfir eða ekki.“
Fulltrúar S og Æ lista bókuðu: „Fulltrúar Sambest vilja árétta að fyrirhuguð upphækkun á gönguleið er mikið öryggismál og telja fulltrúar Sambest að öryggi gangandi og hjólandi sé ekki hægt að tryggja á annan hátt. Fulltrúar Sambest vilja jafnframt benda á að þarna hafa orðið umferðaróhöpp sem rekja má beint til hraðaksturs á Eiðsgranda.
19. Nauthólsvegur vegna skóla Hjallastefnunnar
Lögð fram tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. nóvember 2012 um hraðahindrun á Nauthólsveg.
Stefán Agnar Finnsson kynnti.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti samþykkti tillöguna.
20. 30 km hverfi í Reykjavík – Þróun mála.
Kynning.
Frestað.
21. Betri Reykjavík – Rafmagnssporvagnar í Reykjavík.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti umsögnina.
22. Betri Reykjavík – Refsa þeim sem skemma strætó
Lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti umsögnina.
23. Betri Reykjavík – Skjólbetri strætóskýli.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti umsögnina.
24. Betri Reykjavík – Hægri umferð um göngu- og hjólastíga.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti umsögnina.
25. Betri Reykjavík – Undirgöng undir Miklubraut verði gerð hjólavæn.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti umsögnina.
26. Betri Reykjavík – Aukin tíðni strætóferða og fleiri ábendingar um rekstur strætó.
Lögð fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti umsögnina
Gísli Marteinn Baldursson, Margrét Kristín Blöndal og Claudia Overesch veku af fundi kl. 17.08.
27. Útilistaverk við Höfðatorg.
Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 2. nóvember 2012 ásamt fylgiskjölum.
Frestað.
Fundi slitið kl. 17.15
Karl Sigurðsson
Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Hildur Sverrisdóttir