Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og samgöngusvið

Ár 2012, þriðjudaginn 23. október kl. 13.03 hófst 114. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Hofi, Borgartúni 12. – 14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Óttar Ólafur Proppe, Hildur Sverrisdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Claudia Overesch. Enn fremur sátu fundinn Stefán Agnar Finnsson, Hrönn Hrafnsdóttir, Þórólfur Jónsson, Eygerður Margrétardóttir, Örn Sigurðsson, og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Fundargerðir.
a. Lögð fram 304., 305. og 306. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Bjarni Hjarðar kom á fundinn.
b. Lögð fram 173.fundargerð stjórnar Strætó bs.
Frestað.

2. Deiliskipulagstillaga v/nýja Landsspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut.
Lögð fram til kynningar umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Umhverfis- og samgönguráð gerði ekki athugasemd við umsögnina.

3. Reykjavegur – undirgöng.
Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 30. ágúst 2012 ásamt fylgigögnum.
Umhverfis – og samgönguráð vísar í fyrri samþykkt sína og hvetur til að framkvæmdum verði hraðað.

4. 30 km umferðarhraði.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. október 2012.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti tillöguna.

5. Trjáræktarstefna.
Tillaga um starfshóp og erindisbréf.
Þórólfur Jónsson kynnti.
Umhverfis- og s samþykkti tillöguna.

6. Frumvarp til náttúruverndarlaga.
Umhverfis– og samgönguráð fagnar endurskoðun náttúruverndarlaga og vandaðri undirbúningsvinnu sem fram kemur í hvítbókinni og telur margt til bóta í frv. frá núgildandi lögum. Umhverfis- og samgönguráð vísar til vandaðrar umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem fylgja umsögn þessari og tekur undir þær.
Umhverfis – og samgönguráð samþykkti umsögnina með 5 atkvæðum. Fulltrúar D lista sátu hjá.

7. Rammaáætlun.
Umhverfis- og samgönguráð vísar til fyrri umsagnar, sinnar um málið, dags. 3. nóvember s.l., sem fylgir hér með og ítrekar þær athugasemdir, sem þar koma fram.
Umhverfis – og samgönguráð samþykkti með 4 atkvæðum. Fulltrúar D lista sátu hjá og vísuðu í fyrri bókun sína. Fulltrúi VG sat hjá.

8. Drög að samþykkt um hænsnahald í Reykjavík.
Lögð fram til kynningar.
Kristín Soffía Jónsdóttir kynnti.

9. Fornleifar í Tjarnargötu.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Vala Garðarsdóttir og Anna Lísa Guðmundsdóttir kynntu.

10. Hugmyndasamkeppni um nýtingu Öskjuhlíðar
Gunnar Hersveinn kynnti.

11. Frumvarp til umferðarlaga.
Frestað.

12. Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík.
Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík.
Guðmundur B. Friðriksson kynnti.
Umhverfis- og samgönguráð samþykkti með 4 atkvæðum að vísa tillögunni til borgarráðs. Fulltrúar D lista og VG sátu hjá.

13. Hönnunarsamkeppni um hjólaskýli, hjólastæði og önnur hjólagögn
Pálmi Freyr Randversson kynnti.

Fundi slitið kl. 15.43

Karl Sigurðsson

Margrét Vilhjálmsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Gísli Marteinn Baldursson Hildur Sverrisdóttir
Claudia Overesch