Umhverfis- og skipulagsráð - Funudr nr. 166

Umhverfis- og skipulagsráð

Skipulagsráð

Ár 2009, miðvikudaginn 4. mars kl. 09:05, var haldinn 166. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Örn Þór Halldórsson, Bragi Bergsson og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

(A) Skipulagsmál

1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 27. febrúar 2009.
2. Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði Mál nr. SN080399
Lagt fram að nýju minnisblað skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008 varðandi höfn og iðnaðar- og athafnasvæði á norðvestanverðu Álfsnesi vestan Sundabrautar. Einnig er lagt fram kynningarefni skipulags- og byggingarsviðs dags. 27. febrúar 2009.

Samþykkt að fela skipulagsstjóra að undirbúa viðeigandi breytingar á svæðis- og aðalskipulagi, í samvinnu við Faxaflóahafnir ásamt umhverfismati. Við vinnslu breytingartillagna verði höfð hliðsjón af mótun framtíðarstefnu um Álfsnesið í yfirstandandi heildarendurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur

Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10

3. Álfsnes, Sorpa, framtíðarvinnslusvæði Mál nr. SN070320
SORPA bs, Gufunesi, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2007 varðandi umsókn Sorpu bs. um lóð undir framtíðarvinnslusvæði fyrirtækisins í Álfsnesi. Einnig lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs, dags. 27. júní 2008. Einnig er lagt fram kynningarefni skipulags- og byggingarsviðs dags. 27. febrúar 2009.
Samþykkt að fela skipulagsstjóra að undirbúa viðeigandi breytingar á svæðis- og aðalskipulagi í samvinnu við Sorpu bs. ásamt umhverfismati. Við vinnslu breytingartillagna verði höfð hliðsjón af mótun framtíðarstefnu um Álfsnesið í yfirstandandi heildarendurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur.

4. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur (05.18) Mál nr. SN080691
breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 23. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aðstöðu fisflugs á Hólmsheiði samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 23. janúar 2009, ásamt umhverfisskýrslu dags. í janúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. desember 2008, bréf skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. febrúar 2009, umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 11. febrúar 2009 og umsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2009.
Kynnt.
Frestað

5. Samgöngumiðstöð, matslýsing Mál nr. SN080589
Lögð fram matslýsing (1 drög) dags. í september 2008 vegna umhverfismats deiliskipulags samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 13. okt. 2008.
Staða málsins kynnt.

6. Bíldshöfði 20, breyting á deiliskipulagi (04.065.1) Mál nr. SN080590
Smáragarður ehf, Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur
ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lagt fram erindi Smáragarðs ehf. dags. 15. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 20 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að gert ráð fyrir 7. hæða viðbyggingu til austurs, auk 3 hæða viðbyggingu til suðurs, samkv. meðfylgjandi uppdrætti ASK arkitekta mótt. 24.febrúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2009.
Frestað.

7. Logafold 1, Foldaskóli, (02.875.0) Mál nr. SN090077
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 26. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis, fyrsta áfanga, vegna lóðarinnar nr. 1 við Logafold. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Foldaskóla samkvæmt uppdrætti, dags. 15. janúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila að Logafold 3 og 5 um tillöguna.
Vísað til borgarráðs.

8. Öldusel 17, Ölduselsskóli, (04.9) Mál nr. SN090076
breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Framkvæmda- og eignasvið Reykja, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 26. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 17 við Öldusel. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður, bílastæðum fjölgað og gert er ráð fyrir boltagerði við Ölduselsskóla skv. meðfylgjandi uppdrætti, dags, 24. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

9. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, (04.14) Mál nr. SN090081
breyting á deiliskipulagi
Golfklúbbur Reykjavíkur, Pósthólf 12067, 132 Reykjavík
Garðar Eyland Bárðarson, Bakkastaðir 49, 112 Reykjavík
Lagt fram erindi Golfklúbbs Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur. Í breytingunni felst að gert verði ráð fyrir vélageymslu í suð-austur horni golfvallarins samkv. meðfylgjandi uppdrætti Björns Axelssonar dags. 8. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

10. Fossvogsdalur, deiliskipulag v/stíga Mál nr. SN090019
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Á fundi skipulagsráðs 28. janúar 2009 var lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngusviðs ódags. móttekið 19. janúar 2009 að deiliskipulagi í Fossvogsdal vegna stíga. Í tillögunni er gert ráð fyrir hjólastíg frá Kringlumýrarbraut að Reykjanesbraut samk. meðfylgjandi uppdrætti Landmótunar dags. 7. janúar 2009. Einnig lagt fram bréf umhverfis-og samgöngusviðs dags. 14. janúar 2009. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

11. Fossvogsdalur, miðlunartjarnir, breyting á deiliskipulagi(01.855)Mál nr. SN090027
Á fundi skipulagsráðs 28. janúar 2009 var lagður fram uppdráttur Landmótunar dags. 16. desember 2008 vegna niðurfellingar á hluta deiliskipulags Fossvogsdalur miðlunartjarnir. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

12. Traðarland 1, Víkingur, bílastæði breyting á deiliskipulagi(01.875.9)Mál nr. SN090028
Á fundi skipulagsráðs 28. janúar 2009 var lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 22. janúar 2009 að breytingu á deiliskipulagi Traðarland 1, athafnasvæði Víkings. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagssvæðisins. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

13. Urðarstígsreitir, tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4 (01.186) Mál nr. SN070727
Lögð er fram tillaga Arkitekta Gunnars og Reynis sf. að deiliskipulagi Urðarstígsreita, reitir 1.186.0 og 1.186.4, dags. 15. janúar 2009. Einnig er lögð fram forsögn skipulagsstjóra dags. í nóvember 2007 og athugasemdir við forkynningu frá Sigurði Áss Grétarssyni, Braga L. Haukssyni, Rúnari Ingimarssyni og Birnu Eggertsdóttur.
Reynir Adamsson arkitekt kynnti tillöguna.
Frestað.

14. Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, (01.140.5) Mál nr. SN050697
breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Kynntar tillögur Argos, Gullinsniðs og Studio Granda að frumhönnun á horni Lækjargötu og Austurstrætis.
Hjörleifur Stefánsson og Kristín Einarsdóttir kynntu.

(B) Byggingarmál

15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN039575
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 528 frá 3. mars 2009.

(D) Ýmis mál

16. Næfurás 10-14, lagt fram bréf (04.381.402) Mál nr. BN039548
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 28. janúar 2009 með tillögu til aðgerða vegna óleyfisframkvæmda í kjallaraíbúð, ásamt rafpósti eiganda íbúðarinnar og svari byggingarfulltrúa hvortveggja frá 3. febrúar 2009 ásamt bréfi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2009.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt

17. Bústaðavegur 9, kæra, umsögn, úrskurður (01.738) Mál nr. SN090057
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 26. febrúar 2009 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. maí 2008 um að veita leyfi fyrir smáhýsi úr timbri á lóðinni nr. 9 við Bústaðaveg. Ennfremur er kærð synjun byggingarfulltrúans frá 8. janúar 2009 á beiðni kærenda um grenndarkynningu vegna ofangreinds byggingarleyfis.
Úrskurðarorð: Byggingarleyfi fyrir smáhýsi úr timbri á lóðinni að Bústaðavegi 9 í Reykjavík, er byggingarfulltrúi veitti hinn 6. maí 2008 og staðfest var í borgarráði hinn 15. maí sama ár, er fellt úr gildi.

18. Skúlagata 13, breyting á deiliskipulagi (01.154) Mál nr. SN080687
Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær
Gunnlaugur Johnson, Nesbali 74, 170 Seltjarnarnes
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs vegna deiliskipulagsbreytingar að Skúlagötu 13. Erindinu var synjað.

19. Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, (02.6) Mál nr. SN080709
breyting á deiliskipulagi vegna íþróttahúss
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs vegna breytinga á deiliskipulagi svæðis fyrir íþróttahús í Úlfarsárdal,

20. Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi(02.6) Mál nr. SN080707
Landmótun sf, Hamraborg 12, 200 Kópavogur
Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 28, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Úlfarsárdal.

21. Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi (04.76) Mál nr. SN080409
Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs vegna breytinga á deiliskipulagi á svæði Fáks í Víðidal.
22. Laugavegur 50, breyting á deiliskipulagi (01.173.1) Mál nr. SN080755
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
ELL-50 ehf, Bæjarlind 6, 201 Kópavogur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi vegna Laugavegar 50.

Fundi slitið kl. 12.00.

Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Sær Ragnarsson Brynjar Fransson
Stefán Þór Björnsson Svandís Svavarsdóttir
Stefán Benediktsson Björk Vilhelmsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2009, þriðjudaginn 3. mars kl. 10:30 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 528. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir og Karólína Gunnarsdóttir.
Fundarritari var, Bjarni Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Árvað 2 (04.731.101) 203628 Mál nr. BN039560
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að bæta tveim færanlegum kennslustofum og tengibyggingu við grunnskóla á lóð nr. 3 við Árvað.
Stærðir viðbót: 121,9 ferm., 412,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

2. Borgartún 8-16 (14) (01.220.107) 199350 Mál nr. BN039533
Zafran ehf, Miðtúni 8, 105 Reykjavík
Höfðatorg ehf, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta matsölustað á 1. hæð í austurenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis nr. 12-14 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda skrifað á teikningu.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Dofraborgir 15 (02.344.404) 173998 Mál nr. BN039495
Joseph Lee Lemacks, Dofraborgir 15, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við efri hæð einbýlishússins á lóð nr. 15 við Dofraborgir.
Stækkun: A-rými 34,2 ferm., 118,8 rúmm., B-rými 14,2 ferm., 35,5 rúmm.
Samtals 48,4 ferm., 154,3
Gjald kr. 7.700 +11.881
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

4. Einholt 4 (01.244.102) 103180 Mál nr. BN039546
Reiknistofa bankanna, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík
Sótt er um tímabundið leyfi til að setja upp hljóðskerma og um leið skilveggi utan um kælibás sem er byggður upp að skrifstofuhúsi á lóð nr. 4 við Einholt.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuði dags. 19. febrúar 2009, bréf frá Mannvit dags. 15.des. 2008, 21. jan. 2009 og 11. feb. 2009 og tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar dags 22. jan. 2009, sömuleiðis tæknilegar upplýsingar frá framleiðanda hjóðskermanna.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

5. Engjavegur 6 (00.000.000) 104719 Mál nr. BN039185
Íslensk getspá sf, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi skrifstofum og fundarherbergi í endurhæfingarstöð með meðferðarrými og tækjarsal á 2. hæð í húsi á lóð nr. 6 við Engjaveg.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

6. Friggjarbrunnur 53 (02.693.103) 205831 Mál nr. BN038883
TSH Verktakar hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 4 - 6 hæða fjölbýlishús með sextíu og einni íbúð á bílakjallara fyrir 52 bíla úr forsteyptum einingum við Skyggnisbraut 2-6 á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.
Stærð: Kjallari (bílageymslur) 2.095,3 ferm., 1. hæð 1.193,9 ferm., 2. hæð 1.235,6 ferm., 3. hæð 1.240,4 ferm.,
4. hæð 1.240,4 ferm., 5. hæð 770,5 ferm., 6. hæð 382 ferm.,
Samtals: 8.158,1 ferm., 25.069,6 rúmm. 52 bílastæði eru í bílgeymslu 51á lóðum og við götu, samtals 103 stæði.
Gjöld kr. 7.300 + 7.700 + 1.930.359
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN039514
HB Grandi hf, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mjölgeyma, tengd mannvirki og löndunarrör á síldarbryggju HB Granda á lóð nr. 20 við Grandagarð.
Meðfylgjandi er afstöðumynd og bréf arkitekta dags. 13. febrúar 2009 og tölvupóstar arkitekts dags. 25. febrúar 2009 og 2. mars 2009.
Stærð niðurrifs: Fastanr. 200-0102, mhl. 13 merkt 0101 mjölgeymar 2.850 rúmm., mhl. 14 merkt 0101 vélahús 2.130 rúmm., mhl. 20, 21, 22 og 23 merkt mjölgeymar samtals 1.900 rúmm.
Samtals 6.880 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Gufunes Áburðarverksm (02.220.001) 108955 Mál nr. BN039284
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
PM endurvinnsla ehf, Gufunesi, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta endurvinnslu fyrir plastefni, til að koma fyrir tveimur nýjum gönguhurðum úr vélasal og til að byggja milliloft í atvinnuhúsinu sem auðkennt er með fastanr. 203-8422, mhl. 01 merkt 0101 við Gufunes.
Stækkun: 34,8 ferm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Gunnarsbraut 51 (01.247.811) 103417 Mál nr. BN039508
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss í sambýli fyrir geðfatlaða í húsi á lóð nr. 51 við Gunnarsbraut.
Meðfylgjandi er yfirlýsing burðarvirkishönnuðar skráð á teikningu.
Gjald kr 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Yfirlýsing um samruna eigna skal þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Háaleitisbraut 68 (01.727.301) 107329 Mál nr. BN039119
Húsfélagið Háaleitisbraut 68,eh, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta samþykktum byggingaráfanga sbr. erindi BN038993 dags. 7.10. 2008 í tvennt , þannig verði 1. áfangi tilheyrandi Landsvirkjun byggður nú, en 2. áfangi síðar, við hús á lóð nr. 68 við Háaleitisbraut.
Ljósritað samþykki meðeigenda dags. 18.12. 2008 fylgir, sömuleiðis ódagsett bréf arkitekts.
Stærðir: 1. áfangi 38,2 ferm., 166,41 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 12.148
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst fyrir útgáfu á byggingarleyfi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

11. Hestháls 2-4 (04.323.001) 111033 Mál nr. BN039565
Nói-Siríus hf, Pósthólf 10213, 130 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofulofti í lagerloft í mhl. 04 og stækka lagerloft í mhl. 01 um 29 ferm. í iðnaðarhúsi á lóð nr. 2-4 við Hestháls.
Meðfylgjandi er eldvarnarskýrsla.
Stækkun mhl. 01 29 ferm.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Hraunbær 102 (04.343.301) 111081 Mál nr. BN039308
Saxhóll ehf, Nóatúni 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í eignarhluta 0108 veitingarsalar í verslunarhúsi á lóð nr. 102A við Hraunbæ.
Gjald kr. 7.300
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Hringbraut Landsp. (01.198.901) 102752 Mál nr. BN039562
Landspítali, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við úr steinsteypu og setja þar nýtt eldhús/sölubúð, fjarlægja núverandi eldhús/sölubúð og komið þar fyrir setustofu í barnaspítala á lóð Landspítalans við Hringbraut.
Stækkun: 18,2 ferm og 82,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6322
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

14. Hvammsgerði 4 (01.802.309) 107693 Mál nr. BN039462
Kristín Erna Arnardóttir, Hvammsgerði 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri, hækka ris og til að byggja kvisti og svalir á einbýlishúsið á lóð nr. 4 við Hvammsgerði.
Jafnframt er erindi BN036652 dregið til baka.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 13. febrúar 2009 fylgir erindinu.Stækkun: 4,8 ferm., 110,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 8.470
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

15. Kleppsmýrarvegur Bátanaust (01.428.001) 105184 Mál nr. BN039573
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um leyfi til niðurrifs á iðnaðarhúsnæði úr stáli við Kleppsmýrarveg áður Bátanaust, byggingarár 1968, fastanúmer 202-0962, landnúmer 105184, stærð 85 ferm, 363 rúmm.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 24. febrúar 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

16. Kleppsmýrarvegur Bátanaust (01.428.001) 105184 Mál nr. BN039572
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf, sækja um leyfi til niðurrifs á iðnaðarhúsnæði úr stáli við Kleppsmýrarveg áður Bátanaust, byggingarár 1945, fastanúmer 202-0962, landnúmer 105184, stærð 297 ferm, 1428 rúmm.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 24. febrúar 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Kleppsmýrarvegur Keilir (01.428.003) 105186 Mál nr. BN039571
Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Faxaflóahafnir sf sækja um leyfi til niðurrifs á iðnaðarhúsi úr stáli við Kleppsmýrarveg áður vélsmiðjan Keilir byggingarár 1963, fastanúmer 202-0967, landnúrmer 105186, stærð 162 ferm., 743 rúmm.
Málinu fylgir bréf Faxaflóahafna dags. 24. febrúar 2009.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Kringlan 4-12 (01.721.001) 107287 Mál nr. BN039559
Landic Ísland ehf, Kringlunni 4-12, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í einingu S-339, Te og Kaffi, í verslunarmiðstöðinni Kringlan á lóð nr. 4-12 við Kringluna.
Meðfylgjandi eru undirskriftir f.h. rekstrarfélags og brunavarnaeftirlits Kringlunnar á teikningu og bréf brunatæknilegs hönnuðar dags. 2.2. 2009
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Laugavegur 21 - Klapp (01.171.108) 101374 Mál nr. BN039568
Festar ehf, Klapparstíg 29, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir fyrirkomulagsbreytingu innanhúss á verslun með kaffisölu í kaffihús þar sem boðið verður uppá ýmsan varning til sölu í húsi á lóð nr. 21 við Laugaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

20. Ofanleiti 14 (01.746.202) 107442 Mál nr. BN039527
Hamborgarabúlla Tómasar ehf, Pósthólf 131, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta núverandi söluturni í hamborgarastað til meðtöku án veitingasalar, bætt verður við sorp- og gasgeymslu utan við hús á lóð nr. 14 við Ofanleiti.
Málinu fylgir bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 9.jan. 2009. Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. febrúar 2009 fylgir erindinu
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók skipulagsstjóra en ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, sem grenndarkynnt verður, ef berst.

21. Skógarvegur 18-22 (01.793.501) 213551 Mál nr. BN039587
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum og
botnplötum 1.áfanga á lóðinni nr. 18-22 við Skógarveg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

22. Skógarvegur 18-22 (01.793.501) 213551 Mál nr. BN039407
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tvö fjögurra hæða fjölbýlishús, Mhl. 01 og 02, nr. 18 og 22 með nítján íbúðum í hvoru, á sameiginlegum bílakjallara, Mhl. 04, sem í eru 35 bílastæði á lóð nr. 18-22 við Skógarveg.
Erindi fylgir brunahönnun frá EFLA dags. 10. febrúar 2009 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. janúar 2009.
Stærðir: Mhl. 01 1529,7 ferm., 4475,9 rúmm., Mhl. 02 1572,2 ferm., 4576,7 rúmm., Mhl. 04 (bílakjallari 1. og 2. áfangi), B-rými 1601,9 ferm., 5306,2 rúmm.
Samtals Mhl. 01 og Mhl 02 3101,9 ferm., 9052,6 rúmm.
Mhl. 04, B-rými 1601,9 ferm., 5306,2 rúmm.
Samtals 4703,8 ferm., 14358,8 rúmm.
Gjöld kr. 7.700 + 7.700 + 1.105.628
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Skólavörðustígur 14 (01.180.302) 101713 Mál nr. BN039566
Þröstur Kristbjörn Ottósson, Kársnesbraut 114, 200 Kópavogur
Kína ehf, Skólavörðustíg 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta bakaríi í veitingastað með veitingaleyfi í flokki tvö fyrir 99 gesti og með opnunartíma frá kl. 10:00 til 23:00 í húsi á lóð nr. 14 við Skólavörðustíg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

24. Skútuvogur 11 (01.427.001) 105177 Mál nr. BN038957
HJ fasteignir ehf, Skútuvogi 11, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja eina hæð með burðarvirki úr stáli, klæddu með áli, steyptri gólfplötu og timburþaki ofan á tengibyggingu ásamt breytingum innanhúss með tilfærslum á milliveggjum í atvinnuhúsi á lóð nr. 11 við Skútuvog.
Meðfylgjandi er yfirlýst samþykki eigenda Skútuvogs 11A fyrir breytingunum ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 3. október 2008. Meðfylgjandi einnig yfirlýsing burðarvirkjahönnuðar um bygginguna dags. 29.1. 2009
Stærðir: Stækkun 367,5 ferm., 1.442,5 rúmm.
Samtals eftir stækkun 4.379,7 ferm., 19.546,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 7.700 + 105.303
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN039564
Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktu erindi BN039246 frá 16.des. 2008. Breytingar fela í sér stækkun hurðar á vesturhlið og að setja skilti á norðurhlið húss á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Stigahlíð 51 (01.732.002) 107360 Mál nr. BN039553
Gestur Hreinsson, Stigahlíð 51, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og breyta í leiðinni gluggum í einbýlishúsinu á lóð nr. 51 við Stigahlíð.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

27. Veltusund 3B (01.140.420) 100860 Mál nr. BN039428
Balance ehf, Álagranda 27, 107 Reykjavík
Sótt er leyfi um að innrétta skyndibitastað í stað verslunar í atvinnuhúsi á lóð nr. 3B við Veltusund.
Bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 12. feb. 2009 og tölvupóstur frá Minjasafni Reykjavíkur dags. 20. feb. 2009.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umfjöllun skipulagsstjóra ólokið.

28. Þórsgata 10 (01.184.205) 102027 Mál nr. BN039311
Alda Lóa Leifsdóttir, Þórsgata 10, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli fram- og bakhúss, til að gera upp bakhús og byggja við það til suðurs og austurs að lóðamörkum og til að breyta í einbýlishús núverandi fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Þórsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. febrúar 2009 fylgir erindinu. Einnig lög fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. janúar 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. janúar til og með 18. febrúar 2009. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 127,7 ferm., 454,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 34.997
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Öldugrandi 1-9 (01.511.002) 105746 Mál nr. BN039544
Eggert Sigurjón Birgisson, Öldugrandi 9, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta geymslur í rishæð, setja þakglugga á rýmið og fellistiga úr íbúðum 0301, 0302, 0303 og 0304 í fjölbýlishúsi nr. 9, á lóð nr. 1-9 við Öldugranda.
Sbr. fyrirspurn BN030886 dags. 25.1. 2005 (jákvætt) og jafnframt er erindi BN032894 dregið til baka
Meðfylgjandi bréf arkitekts dags. 15.8. 2005
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

30. Árvað - Tölusetningar Mál nr. BN039579
Byggingarfulltrúi leggur til að bílastæðalóð með staðgreininúmeri 4.734.102 og landnúmeri 209365 verði tölusett nr. 3 við Árvað, lóð grunnskóla með staðgreininúmer 4.737.103 og landnúmeri 203628 verði Árvað 5 og bílastæðalóð með staðgreininúmer 4.734.501 og landnr. 206711 verði nr. 7 við Árvað.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

31. Grandagarður 20 (01.112.501) 100033 Mál nr. BN039577
Grandagarður 8 ehf, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 24. febrúar sl, var frestað niðurrifsumsókn á lóð nr. 20 við Grandagarð og bókað að #GLvísa umsókninni til umsagnar Faxaflóahafna vegna rifa á síldarbryggju#GL, það á ekki að vera og leiðréttist það hér með.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

Fyrirspurnir

32. Ánaland 6 (01.847.804) 108749 Mál nr. BN039555
Viðar Eggertsson, Ánaland 6, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi yrði til að koma fyrir svalalokun með rennihurð úr perlugleri á svalir 0205 í eigu íbúðar 0202 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Ánaland.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og að teknu tilliti til ákvæða gr. 102 í byggingarreglugerð nr. 441/1998, enda verði sótt um byggingarleyfi.

33. Blönduhlíð 25 (01.713.017) 107228 Mál nr. BN039558
Jóhanna Þorsteinsdóttir, Blönduhlíð 25, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist fyrir byggingu bílgeymslu á lóðinni nr. 25 við Blönduhlíð.
Fyrirspurn BN034882 um sama efni var samþykkt jákvæð þann 07.11.2006
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

34. Gnoðarvogur 84 (01.473.003) 105739 Mál nr. BN039545
Alexander H Depuydt, Gnoðarvogur 84, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að og hversu mikið mætti breikka núverandi sólstofu sem ekki liggur byggingarleyfi fyrir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 84 við Gnoðarvog.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

35. Klapparstígur 17 (01.152.402) 101048 Mál nr. BN039497
Marías Sveinsson, Langholtsvegur 132, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. febrúar 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009.
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra er ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi
láti vinna breytingu á deiluskipulagi í samræmi við umsögn. Tillaga verður grenndarkynnt berist hún.

36. Krummahólar 13-29 (04.645.002) 111948 Mál nr. BN039517
Þorkell Björnsson, Krummahólar 23, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að byggja bílskúr á lóð í borgarlandi á milli húsanna nr. 29 og 33 við Krummahóla.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. febrúar 2009 fylgir erindinu.
Nei.
Ekki í sæmræmi við deiliskipulag sbr. umsögn skipulagsstjóra.

37. Ljósaland 6 (01.870.601) 108818 Mál nr. BN039557
Hans Olav Andersen, Hávallagata 21, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við til suðurs eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af raðhúsi nr. 6 á lóð nr. 1-25 2-24 við Ljósaland.
Frestað.
Vísað til umsagnar skipulagsstóra

38. Logaland 1 (01.870.301) 108817 Mál nr. BN039561
Þórr Tjörvi Einarsson, Logaland 1, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fáist til að breyta klæðningu á núverandi þaki glerskála úr lexan thermogleri í bárujárn á sólstofu við hús á lóð nr. 1 við Logaland.
Frestað.
Skoðist á staðnum.

39. Melhagi 2 (01.542.023) 106377 Mál nr. BN039547
Ásgerður Júníusdóttir, Melhagi 2, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta verslunarhúsnæði í stofu fyrir íbúa íbúðarhússins á lóð nr. 2 við Melhaga.
Jákvætt.
Að umræddu verslunarhúsnæði verði breytt í íbúðarhúsnæði enda verði sótt um byggingarleyfi.

40. Njarðargata 25 (01.186.506) 102291 Mál nr. BN039538
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. febrúar 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja léttbyggða hæð ofan á og bárujárnsklæða einbýlishúsið á lóð nr. 25 við Njarðargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. febrúar 2009 fylgir erindinu.
Erindi fylgir fsp. BN037810
Jákvætt.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við því að húsnæðinu verði breytt í íbúð, enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki allra meðeigenda og íbúðin uppfylli ákvæði byggingarreglugerðar um íbúðir sbr. byggingarreglugerð nr. 441/1998.

41. Njálsgata 26 (01.190.201) 102404 Mál nr. BN039441
Sigurður Páll Sigurðsson, Fjólugata 23, 101 Reykjavík
Spurt er hvort samþykkt yrði að breyta vinnustofu sem merkt er 0001 í íbúð í Mhl. 02 á lóð nr. 26 við Njálsgötu.
Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 23. janúar 2009 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. febrúar 2009.
Jákvætt.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við því að húsnæðinu verði breytt í íbúð. Enda verði sótt um byggingarleyfi og því fylgi samþykki allra meðeigenda og íbúðin uppfylli ákvæði byggingarreglugerðar um íbúðir sbr. byggingarreglugerð nr. 441/1998.

42. Njálsgata 28 (01.190.202) 102405 Mál nr. BN039470
Þráinn Jóhannsson, Njálsgata 28, 101 Reykjavík
Erna Andreassen, Njálsgata 28, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að útbúa sólpall eins og meðfylgjandi skissa sýnir við einbýlishúsið á lóð nr. 28 við Njálsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. febrúar 2009 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. febrúar 2009.
Jákvætt.
Ekki er gerð athugasemd við erindið frá skipulagslegu sjónarmiði, en sækja þarf um byggingarleyfi og vinna frágang á lóðarmörkum í sátt við lóðarhafa aðliggjandi lóðar.

Fundi slitið kl. 12.10.

Magnús Sædal Svavarsson
Bjarni Þór Jónsson Þórður Ólafur Búason
Björn Kristleifsson Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson Eva Geirsdóttir
Karólína Gunnarsdóttir