No translated content text
Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og samgönguráð
Ár 2012, þriðjudaginn 24. janúar kl. 14.08 var haldinn 99. fundur umhverfis- og samgönguráðs í Arnarholti, í Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Diljá Ámundadóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Claudia Overesch. Enn fremur sátu fundinn Örn Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Kolbrún Jónatansdóttir, Þórólfur Jónsson, Guðmundur B. Friðriksson og Gunnar Hersveinn sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fundargerðir.
a. 293. fundargerð stjórnar Sorpu bs.
Frestað.
2. Fimm ára áætlun Sorpu bs.
Lögð fram til kynningar 5 ára áætlun Sorpu bs.
Frestað.
3. Reglur um gerð fjárhagsáætlunar.
Birgir Björn Sigurjónsson kynnti.
4. Stöðubann við Borgartún.
Lagt fram til kynningar bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags.
5. Stöðubann við Engjaveg.
Lagt fram til kynningar bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags.
6. Umferðarhraði á Kalkofnsvegi.
Lagt fram til kynningar bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags.
7. Umferðarhraði í Úlfarsárdal.
Lagt fram til kynningar bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags.
8. Tónlistarviðburður á Klambratúni.
Lögð fram til kynningar á ný umsókn Kára Sturlusonar dags. 10. ágúst s.l., umsögn Höfuðborgarstofu dags. 7. september 2011 og bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 15. nóvember 2011. Lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs.
Ráðið gerði ekki athugasemdir við umsögnina, en leggur til að hverfisráði Hlíða verði gefinn kostur á umsögn um málið.
9. Bílastæðasjóður – breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá.
Lagðar fram á ný eftirfarandi tillögur Bílastæðasjóðs:
a. Breyting á gjaldskyldutíma á gjaldskyldum bílastæðum
b. Hækkun á gjaldskrá bílastæða við götukanta og á plönum
c. Hækkun á gjaldskrá skammtímastæða í bílahúsum
Lagt fram yfirlit um fjölda bílastæða.
Frestað.
10. Tillaga SSH um heildarendurskoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið.
Lagt fram á ný til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 16. desember 2011.
Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Ráðið gerði ekki athugasemdir við umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
11. Biðstöðvar Strætó á Vesturlandsvegi.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs.
Ráðið samþykkti tillöguna.
12. Fuglalíf Tjarnarinnar 2011.
Lögð fram til kynningar skýrsla Ólafs K. Nielsen og Jóhanns Óla Hilmarssonar, desember 2011.
Ólafur K. Nielsen kynnti niðurstöður skýrslunnar.
Ráðið fól garðyrkjustjóra að gera áætlun um það hvernig bregðast megi við ábendingum skýrsluhöfunda.
13. Forgangsrein fyrir Strætó við Klambratún.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. janúar 2012.
Ráðið samþykkti tillöguna með þeirri breytingu að skjólveggur við bílastæði verði ekki með í framkvæmdinni að svo stöddu.
14. Hjólareinar á Háaleitisbraut.
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. janúar 2012.
Frestað.
15. Greiðari hjólreiðar við gatnamót Háaleitisbraut-Miklabraut og Grensásvegur-Miklabraut. Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. janúar 2012.
Ráðið samþykkti tillöguna.
16. Almenningssamgöngur – samstarf við ríkið.
Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Einar Örn Benediktsson komu á fundinn.
Claudia Overesch vék af fundi kl. 17.12
17. Betri Reykjavík – Ókeypis grænar endurvinnslutunnur í öll hús í Reykjavík.
Lögð fram á ný tillaga, sem fram kom á vefnum „Betri Reykjavík“ ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs.
Ráðið gerir ekki athugasemd við umsögnina.
18. Betri Reykjavík – Það er orðið tímabært að eitthvað sé hugsað um Hverfisgötu.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Ráðið gerir ekki athugasemd við svarið.
19. Betri Reykjavík – Bæta aðstöðu til að hjólreiðafólks í Miðbænum.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Ráðið gerir ekki athugasemd við svarið.
20. Betri Reykjavík – Laugavegur göngugata allt árið.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Ráðið gerir ekki athugasemd við svarið.
21. Betri Reykjavík – Skólagarðar.
Lagt fram svar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Ráðið gerir ekki athugasemd við svarið.
22. Betri Reykjavík – Fleiri greiðslumöguleikar í Strætó.
Lögð fram á ný tillaga, sem fram kom á vefnum „Betri Reykjavík“.
Lögð fram umsögn Strætó bs.
23. Endurgræðsla í 10. ár í Elliðaárdal.
Lögð fram til kynningar skýrsla Jóhanns Pálssonar um framvindu gróðurs í farvegi flóðsins sem varð í desember 1998.
24. Fundadagatal Umhverfis- og samgönguráðs fyrri hluta 2012.
Ráðið samþykkti fundadagatal.
25. Önnur mál
Lagðar voru fram eftirfarandi tillögur:
Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgönguráði leggja til að gólfin í biðskýlum Strætó í Reykjavík verði upphituð. Einnig verði áætlun um upphitun gönguleiða að og frá helstu biðskýlum Strætó.
Greinargerð:
Óvistlegt er um að litast í mörgum biðskýlum borgarinnar þegar tíðarfar er með þeim hætti sem verið hefur. Snjóruðningum af gangstéttum er því miður stundum ýtt inn í skýlin og í flestum tilvikum er ómögulegt fyrir vinnuvélar borgarinnar að moka þeim út aftur. Þessi snjór verður að klaka og gerir skýlin nánast ómöguleg í notkun. Með því að hita upp gólfin í skýlunum verða þau þurr og þægileg að vera í þegar vindar blása að vetrum. Samgöngustjóra verði falið að gera áætlun um það með hvaða hætti og hversu hratt verði hægt að ráðast í þessar aðgerðir, sem tvímælalaust stuðla að því að notkun almenningssamgangna verði þægilegri. “
Umhverfis- og samgönguráð vísaði tillögunni til samgöngustjóra.
Fulltrúar D, Æ og S lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að tíminn fyrir grænan karl á gönguljósunum yfir Hringbraut, á móts við Stapa (áður Félagsstofnun Stúdenta) verði lengdur, enda ljóst að tíminn til að komast yfir er ekki nægur fyrir þá sem ekki stunda kappgöngu.
Greinargerð:
Tíminn til að komast yfir götuna á þessum stað er of stuttur, og verður allt of stuttur þegar færð er slæm. Það er nánast ómögulegt fyrir fatlaða, fólk með barnavagna, eða þá sem eiga erfitt um gang að komast yfir götuna á þeim tíma sem gefinn er áður en bílarnir fara af stað eftir stutt stopp. Samgöngustjóra verði falið að útfæra tillöguna.
Fulltrúar D, Æ og S lista samþykktu tillöguna og vísuðu henni til samgöngustjóra til frekari útfærslu.
Fundi slitið kl. 18.07
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Diljá Ámundadóttir
Hjálmar Sveinsson Gísli Marteinn Baldursson
Hildur Sverrisdóttir