Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2015, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 09:08, var haldinn 97. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. eða Vindheimar. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Páll Hjaltason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Svavar Helgason áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
(E) Umhverfis- og samgöngumál
1. Fjölskyldugarðar, næstu skref (USK2014110007) Mál nr. US140191
Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. október 2014 varðandi næstu skref í rekstri fjölskyldugarða Reykjavíkur. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Grafarvogs frá 18. nóvember 2014 og bókun hverfisráðs Hlíða dags. 21. nóvember 2014.
Kynnt.
Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:17.
Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Gististaðir, kynning Mál nr. US150052
Kynning Heilbrigðiseftirlitsins Reykjavíkur varðandi ábendingar og kvartana sem borist hafa vegna gististaða Reykjavík.
Kynnt
Áheyrnarfulltrúi Pírata Svavar Helgason bókar:
Fulltrúi Pírata bókar að það sé nauðsyn að efla eftirlit með því að lögum um íbúðagistingu sé framfylgt og þar sem verði vart við brot verði leitast eftir að fá starfsleyfum svipt.
Aron Jóhannesson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(F) Framkvæmdir og frumathuganir
3. Malbiksframkvæmdir í Reykjavík, kynning Mál nr. US150050
Lagt fram og kynnt yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds dags. í febrúar 2015 um malbiksframkvæmdir í Reykjavík 2015.
Kynnt
Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs ásamt greinargerð.
Umhverfis- og skipulagsráð leggur til við borgarráð að fjárveiting til malbiksframkvæmda á árinu 2015 verði aukin um allt að 150 mkr. Þetta er til að mæta þeirri brýnu þörf sem sem upp er komin og kemur í ljós nú þegar gatnakerfið „kemur undan vetri. Hækkun á fjárveitingu til malbiksframkvæmda valdi ekki breytingu á niðurstöðu fjárhagsáætlunar heldur verði um flutning á fjárheimildum innan heildaráætlunar að ræða.
Greinargerð:
Veðurfarslegar aðstæður nú í vetur hafa valdið miklu tjóni á gatnakerfi borgarinnar. Þá er einnig ljóst að á árunum eftir hrun hefur verið dregið úr malbiksframkvæmdum auk þess sem fjárveitingar til þeirra hafa lækkað verulega að raunvirði vegna lækkunar á gengi krónunnar. Framundan í mars og apríl er úttekt á ástandi gatnakerfisins og mat á viðhalds- og endurnýjunarþörf. Það er þó ljóst að aukins fjármagns er þörf þrátt fyrir að nú þegar í fjárfestingaráætlun ársins 2015 sé um að ræða hækkun um 100 mkr frá fyrra ári.
Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs ásamt greinargerð samþykkt.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson bókar
Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Besta flokks þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem ekki verður við unað. Nú dugir bersýnilega ekki venjulegt viðhald heldur þarf stórkostlegt átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira heldur en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja aukin framlög til malbiksframkvæmda enda verður ekki hjá því komist að bregðast við með skjótum hætti. Eðlilegt hefði verið að með tillögunni fylgdu jafnframt tillögur um sparnað á móti. Augljósasti sparnaðurinn er að hætta við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar en áætlaður kostnaður vegna þrengingar vegarins á milli Miklubrautar og Bústaðarvegar eru kr. 160 milljónir.
Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar:
Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur til að það fjármagn sem meirihlutinn vill nota til þrengingar Grensásvegar verði notað í malbikunarframkvæmdir
Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Svafar Helgason bóka:
Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænna benda á að niðurskurður til viðgerða á götum borgarinnar hófst á fjárhagsárinu 2009, þegar Sjálfstæðisflokkurinn leiddi borgarstjórnina. Þá voru útgjöld til viðgerða skorin verulega niður eða úr 690 milljónum króna í 480 milljónir að núvirði. Eða um 30%. Fyrir því voru góðar og gildar ástæður. Tekjur borgarinnar höfðu minnkað um 20%. Það hafði ekki breyst fjárhagsárið 2011. Við bendum ennfremur á að nú stefnir í að útgjöld til gatnaviðverða 2015 verða 690 milljónir króna. Það er jafnhá upphæð og 2008 að núvirði
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson bókar
Árið 2011 var fyrsta fjárhagsár meirihluta Samfylkingar og Besta flokks. Framlög til viðhalds á malbiki voru lækkuð um 37% árið 2011 miðað við árið áður en voru hækkuð á milli áranna 2009 og 2010 í tíð Sjálfstæðisflokksins.
Ámundi V.Brynjólfsson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Gatnalýsing, Hvað er framundan Mál nr. US150051
Lögð fram greinargerðin umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds dags. í febrúar 2015 um framtíð götulýsingar í Reykjavík.
Kynnt
Jóhann S D Christiansen verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(A) Skipulagsmál
5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 20. febrúar 2015.
Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 10:56
6. Holtavegur 8-10/Vatnagarðar 38, breyting á deiliskipulagi (01.407.9) Mál nr. SN140503
Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík
ALP hf., Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykjavík
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ALP hf. dags. 26. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Holtavegar 8-10. Í breytingunni felst breyting á mörkum deiliskipulags og nýta lóðina að Vatnagörðum 38 undir þjónustuhús og athafnasvæði fyrir bílaleigu, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 5. desember 2014. Tillagan var auglýst frá 5. janúar til og með 17. febrúar 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Vegagerðin dags. 16. febrúar 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 11:11
7. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi (01.345.1) Mál nr. SN150109
ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík
Lögð fram til kynningar umsókn Ask arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 20. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst uppbygging á reitnum þar sem áhersla er lögð á blandaða byggð atvinnu- og íbúðahúsnæðis í samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur.
Fulltrúar ASK arkitekta Páll Gunnlaugsson arkitekt, Gunnar Örn Sigurðsson arkitekt og Þorsteinn Helgason arkitekt, fulltrúi Íslandsbanka Bjargey Björgvinsdóttir og fulltrúi Eflu Verkfræðistofu Bryndís Friðriksdóttir kynna.
8. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi (04.91) Mál nr. SN140617
Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 168, 105 Reykjavík
Kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Breiðholtsbraut til norðurs, Skógarseli til austurs og jaðri íbúabyggðar við Þverársel og bæjarmörkum að Kópavogi til suðurs. Í breytingunni felst heildarendurskoðun á eldra deiliskipulagi frá 2008. samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 15. febrúar 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 14. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Íþrótta og tómstundaráðs dags. 19. desember 2014 og umsögn Velferðarsviðs dags. 3. febrúar 2015.
Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt kynnir
Páll Hjaltason víkur af fundi kl. 11:51.
9. Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi (01.230.1) Mál nr. SN140139
Zeppelin ehf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
HEK ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. október 2014 þar sem gerðar eru athugasemdir og sveitarstjórn bent á að taka athugasemdir til umræðu samkv. 1.mgr. 42. gr. skipulagslaga. Einnig er lagður fram uppdráttur Zeppelín arkitekta dags. 25. mars 2014, lagfærður 20. febrúar 2015.
Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson greiða atkvæði með þeim lagfæringum sem fram koma á uppdrætti skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2014 lagfærðum 20. febrúar 2015.
Fulltrúar Sjálfstæðisfokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiða atkvæði á móti.
Lagfæring að ósk Skipulagsstofnunar felld á jöfnum atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:
Í bréfi Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags Borgartúns 28 – 28a segir: „Fram kemur í athugasemdum að hagsmunaaðilar telja að skort hafi á samráð við undirbúning deiliskipulagsbreytingarinnar. Mikil uppbygging er og hefur verið við Borgartún og á aðliggjandi svæðum og við slíkar aðstæður telur Skipulagsstofnun sérstaklega mikilvægt að haft sé samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila umfram það sem lágmarkskröfur skipulagslaga um auglýsingu deiliskipulagsbreytinga kveða á um, sbr. sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti“. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði lögðu fram tillögu í ráðinu 14. ágúst 2014 um að fundað verði með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en deiliskipulagstillagan yrði tekin til afgreiðslu. Þá tillögu felldu fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna án nokkurra athugasemda frá fulltrúa Pírata sem er áheyrnafulltrúi. Fulltrúar sömu flokka ákváðu að halda fund um Borgartúnið og nágrenni eftir að deiliskipulagsbreytingin hafði verið afgreidd og sá fundur fjallaði ekki sérstaklega um deiliskipulagsbreytingar á Borgartúni 28 - 28 a. Sá fundur hafði þess vegna ekkert vægi og með þá megnu óánægju sem þar kom fram hefur ekkert verið gert. Á fundi borgarstjórnar 16. september s.á. gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vinnubrögð meirihlutans harðlega. Með tilliti til athugasemda Skipulagsstofnunar skulda þeir fulltrúar sem höfnuðu samráði íbúum afsökunarbeiðni.
Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar:
Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina fagnar því að athugasemdir Skipulagsstofnunar séu lagðar fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs og breyttur uppdráttur til samþykktar. Framsókn og flugvallarvinir greiddu atkvæði gegn breytingu á deiliskipulaginu og er afstaða til þess óbreytt. Skipulagsstofnun telur sérstaklega mikilvægt að haft sé samráð við íbúa og aðra hagsmunaðila umfram lágmarkskröfur skipulagslaga um auglýsingu sbr. sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti. Meirihluti borgarstjórnar, þ.e. Samfylking, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar, voru ekki sömu skoðunar enda virti meirihlutinn að vettugi fjöldamargar athugasemdir sem bárust vegna breytinga á deiliskipulaginu og höfnuðu því að halda upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinganna áður en deiliskipulagið var afgreitt. Eru slík vinnubrögð óásættanleg og ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti eins og Skipulagsstofnun bendir réttilega á.
Vísað til borgarráðs.
10. Hamrahlíð 2, Hlíðaskóli, breyting á deiliskipulagi (01.730.0) Mál nr. SN150108
Lögð fram umsókn Reykjavíkurborgar dags. 19. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Hamrahlíð, Hlíðaskóli. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir færanlegar kennslustofur norðan núverandi íþróttahúss fyrir frístundastarf, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. febrúar 2015.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Jón Kjartan Jónsson verkefnisstjóri og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 816 frá 24. febrúar 2015.
12. Hafnarstræti 17, Hótel - veitingarekstur (01.118.502) Mál nr. BN048060
Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum úr steinsteypu með mansardþaki sem verður tengt við nýbyggingu á lóðinni Hafnarstræti 19, norðan og vestan við verndað timburhús sem fyrir er á lóð og verður endurbyggt í upprunalegri mynd með hótelherbergum á efri hæðum og morgunverðasal i hlöðnum steinkjallara, á lóð nr. 17 við Hafnarstræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015 og umsögn Minjastofnunar dags. 23. febrúar 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014. Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar og 9. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015 fylgja erindi. Áður samþykkt niðurrif: xx ferm., xx rúmm. Stækkun: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015 gerir umhverfis- og skipulagsráð ekki athugasemdir við erindið
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(C) Fyrirspurnir
13. Austurhöfn reitur 1, (fsp) breyting á skilmálum (01.11) Mál nr. SN150051
Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 26. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Austurhafnar, sérákvæðis um byggingar á reit 1.
Fulltrúar PK. arkitekta Pálmar Kristmundsson arkitekt og Fernando de Mendonça arkitekt , og fulltrúi Stólpa Gísli Steinar Gíslason kynna
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
14. Lindargata 28-32, (fsp) bílastæði (01.152.4) Mál nr. SN140619
Fjeldsted & Blöndal lögman slf., Ármúla 17, 108 Reykjavík
Lagt fram bréf Fjeldsted og Blöndal lögmannsstofu f.h. lóðarhafa Lindargötu 28-32 dags. 20. nóvember 2014 varðandi bílastæðamál á lóðinni.
Frestað
15. Laugavegur 30B, (fsp) aukning á byggingarmagni (01.172.2) Mál nr. SN140655
Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Hildar Bjarnadóttur dags. 3. desember 2014 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 30B við Laugaveg samkvæmt uppdráttum dags, 25. nóvember 2014. Einnig er lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 10. febrúar 2015.
Frestað
16. Háaleitisbraut 66, (fsp) bygging skrifstofu og þjónustuhús (01.727.1) Mál nr. SN150100
Kirkjumálasjóður, Laugavegi 31, 150 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Kirkjumálasjóðs dags. 13. febrúar 2015 um að byggja skrifstofu- og þjónustuhús fyrir starfssemi Kirkjuhússins/Biskupstofu við Grensáskirkju- og safnaðarheimili á lóð nr. 66 við Háaleitisbraut, samkvæmt ódags. skissu . Einnig er lagt fram bréf sviðsstjóra lögfræði- og fasteignasviðs Biskupstofu dags. 13. febrúar 2015.
Frestað.
(D) Ýmis mál
17. Sævarhöfði 33, starfsleyfi Björgunar Mál nr. US150049
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um hve lengi mögulegt er að fyrirtækið Björgun ehf. starfi að Sævarhöfða 33.
Frestað.
18. Þjónusta sveitarfélaga 2014, verkefni umhverfis- og skipulagssviðs, Mál nr. US150048
Kynning á niðurstöðum könnunar út frá verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs.
Fulltrúi capacent Þórhallur Ólafsson kynnir.
Gunnar Hersveinn Sigursteinsson sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið
19. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ástand vega, Mál nr. US150046
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. febrúar 2015 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi fyrirspurn.
"Gatnakerfi borgarinnar er mjög illa farið. Víða eru djúpar holur í malbiki sem skapa hættur í umferðinni og valda ökumönnum fjárhagslegu tjóni. Ljóst er að staðan er verri en nokkur dæmi eru um og ekki verður hjá því komist að grípa til aðgerða án tafar enda virðist ástandið versna dag frá degi. Hvernig verður brugðist við?" Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir dags. 23. febrúar 2015.
Frestað.
20. Gunnarsbraut 30, kæra 14/2015 (01.247.1) Mál nr. SN150110
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. febrúar 2015 ásamt kæru þar sem kærð er synjun umsóknar um leyfi fyrir viðbyggingu, byggingu tvennra svala á suðvesturhlið, breyta innra skipulagi og breyta í tvíbýlishús, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Gunnarsbraut.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
21. Grettisgata 62, kæra 15/2015 (01.190.1) Mál nr. SN150111
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. febrúar 2015 ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi vegna viðbyggingar og svala á annarri og þriðju hæð, fyrir lóð nr. 62 við Grettisgötu.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
Magnea Guðmundsdóttir víkur af fundi kl. 15:51.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 16:10
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2015, þriðjudaginn 24. febrúar kl. 10:28 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 816. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 16 (01.136.506) 100596 Mál nr. BN048910
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta tímabundið föndurrými fyrir skólabörn inn af sýningarskála á meðan fjölnotarými er nýtt til handritasýningar í sýningarskála í kjallara húss á lóð nr. 16 við Aðalstræti.
Meðfylgjandi er minnisblað yfir eldvarnir dags. 30.1. 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
2. Arnarholt 221217 (32.161.101) 221217 Mál nr. BN048436
Fylkir ehf., Dugguvogi 4, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta 14 einstaklingsherbergjum í starfsmannahúsi í sjö íbúðir í mhl. 04, en fyrir eru fjórar íbúðir þannig að byggingin verður fjölbýlishús með 11 íbúðum, mhl. 04, einnig er sótt um að byggja sorpgerði og hjóla- og vagnageymslu, mhl. 10 og mhl. 11, við fjölbýlishúsið á Arnarholti með landnúmer 221217.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN048897
Harpa tónlistar- og ráðste ohf., Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi veitingastaða í anddyri 1. hæðar, breyta fyrirkomulagi flóttaleiða, staðsetningu brunaslöngu og brunahólfandi glerveggjum við stiga á sýningasvæði á 3- 4- 5. hæð austurhlið byggingar og breyta bar og fatahengi í veitingastað 4. hæðar í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.
4. Austurberg 1 (04.667.804) 216080 Mál nr. BN048874
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lengja þegar byggða áhorfendapalla um eina einingu til norðurs, byggja fréttamannastúku og tvö varamannaskýli við keppnisvöll Leiknis á lóð nr. 1 við Austurberg.
Stærðir: Fréttamannastúka mhl. 04, 36,2 ferm., 91,4 rúmm.
Varamannaskýli 05, 15,8 ferm., mhl. 06, 15,8 ferm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
5. Austurstræti 5 (01.140.212) 100833 Mál nr. BN048883
Drífa ehf, Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir hringstiga milli 1. hæðar og kjallara, klæða gluggakerfi koparáfellum og innrétta verslun á 1. hæð og í kjallara verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 5 við Austurstræti.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda vinnueftirlits á umsóknarblaði.
6. Ásholt 2 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN048853
Ásholt 2,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fá húsvarðaraðstöðu samþykkta sem séreign 01-0103 í húsinu á lóð nr. 2 við Ásholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
7. Barónsstígur 28 (01.190.314) 102447 Mál nr. BN048209
Brynjar Kristinsson, Lækjarfit 11, 210 Garðabær
Eyþór Ingi Kristinsson, Lækjarfit 11, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steyptum samlokueiningum, fjórar hæðir og kjallara með átta íbúðum á lóð nr. 28 við Barónsstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags, 4. febrúar 2015.
Jafnframt er erindi BN047706 dregið til baka.
Niðurrif/flutningur: xx ferm., xx rúmm.
Stærð: Kjallari 84,7 ferm., 1., 2. og 3. hæð 81 ferm., 4. hæð 78,3 ferm.
Samtals: 406 ferm., 1.287 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
8. Borgartún 35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN048777
Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að leggja matsal á 6. hæð niður og innrétta hæðina sem skrifstofuhæð fyrir 12 starfsmenn og nýta fundarsalinn á 1. hæð líka sem matsal í húsi nr. 35 á lóð nr. 35-37 við Borgartún.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Búðavað 9-11 (04.791.803) 209906 Mál nr. BN048530
Guðmundur Þórður Guðmundsson, Búðavað 11, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta herbergjaskipan í kjallara, koma fyrir arni í stofu, færa tröppur frá húsi og koma fyrir heitum potti við hús nr. 11 á lóð nr. 9-11 við Búðavað.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á lóð og nágranna , sem og sérteikning af reykröri.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
10. Dunhagi 18-20 (01.545.113) 106483 Mál nr. BN048868
D18 ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í því að fjölga íbúðum á 2. og 3. hæð úr fjórum í tíu á hvorri hæð, breyta innréttingum verslunarrýmis á 1. hæð, breyta kjallara með geymslum og þvottahúsum og færa sorpgeymslur og barnavagna- og hjólageymslur út í tvær einingar í bílskúr, sbr. erindi BN043923 samþykkt 14. febrúar 2012 og BN044484 samþ. 12. júní 2012, við fjölbýlishús á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.
Meðfylgjandi er umsögn samgöngustjóra dags. 19.2. 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Eddufell 2-8 bílast. (04.683.009) 112307 Mál nr. BN048916
Rok ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047326, íbúðum fjölgar úr 19 í 24, stigahús er fært og hönnun breytt á lóð nr. 2-8 við Eddufell.
Stækkun frá aður samþykktu erindi: 23,2 ferm., 58,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
12. Einholt 2 (01.244.101) 103179 Mál nr. BN048749
Stay ehf, Einholti 2, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili í flokki II með níu gistirýmum sem verður rekið í tengslum við gistiheimili sem fyrir er á lóð (í mhl. 01) og til að byggja svalir á suðurgafl 3. hæðar og á austurhlið 2. og 3. hæð húss á lóð nr. 2 við Einholt.
Jafnframt er erindi BN048198 dregið til baka.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
13. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN048804
Fákafen ehf., Fákafeni 11, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki II, tegund c - gistiskáli - tímabundið á sumrin þar sem tónlistarskóli og salur er á veturna í rými 0201 sbr. fyrirspurn BN048227 sem fékk jákvæða umsögn 30. september 2014 í húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 27. janúar 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Fákafen 11 (01.463.402) 105679 Mál nr. BN048803
Húsfélagið Fákafeni 11, Fákafeni 11, 108 Reykjavík
ÞEJ fasteignir ehf, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum og fjölgun eigna í húsi á lóð nr. 11 við Fákafen.
Meðfylgjandi er tölvupóstur dags. 12. október 2012, bréf hönnuðar dags. 27. janúar 2015, og annað dags. 13. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Frakkastígur 8 (01.172.109) 101446 Mál nr. BN048776
Blómaþing ehf., Pósthólf 8814, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja 3. áfanga Frakkastígsreits, að byggja nýbyggingu á Laugavegi 41B sem í verður sameiginlegt stiga- og lyftuhús, rífa stigahús á bakhlið Laugavegs 43, stækka til norðurs og hækka þak á norðurhlið, setja kvisti á Laugaveg 45, tengja efri hæðir Laugavegs 43 og 45 við nýbyggingu og innrétta skrifstofur á efri hæðum og verslanir á jarðhæðum á lóð nr. 8 við Frakkastíg.
Samtals 3. áfangi: 1.429,1 ferm., 4.426,8 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
16. Freyjubrunnur 2-8 (02.695.801) 205737 Mál nr. BN048894
Heimir Arnar Birgisson, Freyjubrunnur 6, 113 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir breyttu innra skipulagi á 1. hæð v/lokaúttektar, sjá erindi BN035324, í raðhúsi nr. 6 á lóð nr. 2-8 við Freyjubrunn.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
17. Friggjarbrunnur 14-16 (05.053.703) 205897 Mál nr. BN048890
Dalhús ehf., Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN045282, íbúðum er fjölgað um eina og einu bílastæði bætt við á lóð fjölbýlishúss á lóð nr. 14-16 við Friggjarbrunn.
Stækkun: 8,8 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
18. Friggjarbrunnur 18 (05.053.502) 205910 Mál nr. BN048703
Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara með sjö íbúðum og bílgeymslu á lóð nr. 18 við Friggjarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. febrúar 2015, greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 20. janúar 2015 og útreikningur á orkuramma dags. 17. desember 2014.
Stærð: Kjallari 208,5 ferm., 1. hæð 238,7 ferm., 2. hæð 232,1 ferm., 3. hæð 137,1 ferm.
A-rými samtals: 816,4 ferm., 2.393,4 rúmm.
B-rými (þ.m.t. bílgeymsla): 160,8 ferm.
Samtals 977,2 ferm., 2.668,4 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
19. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN048915
Hraunbrekka ehf., Fýlshólum 6, 111 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja inndregna 4. hæð og innrétta 24 íbúðir á 2. 3. og 4. hæð og innrétta 6 íbúðir í mhl. 02 á lóð nr. 12 við Grensásveg.
Stækkun 717,8 ferm., xx rúmm.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Grettisgata 36 (01.190.008) 102346 Mál nr. BN048763
Orri Vésteinsson, Grettisgata 36, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN046987, dags. 21.1. 2015, sem felst í að bæta salerni við í kjallara og flytja aðalinngang á vesturgafl einbýlishússins á lóð nr. 36 við Grettisgötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 16.1. 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9.1. 2015 og umsögn Borgarsögusafns dags. 9.1. 2015.
Stækkun 5 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
21. Grettisgata 52 (01.190.108) 102383 Mál nr. BN047882
Brynjar Harðarson, Stigahlíð 78, 105 Reykjavík
SV 50 ehf., Pósthólf 8741, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skrá sem "ósamþykkta íbúð" áður gerða íbúð í rými 0001 í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 52 við Grettisgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda á teikningum, þinglýst afsal dags. 5. maí 1997, íbúðarskoðun dags. 18. september 2014 og virðingargjörð dags. 18. nóvember 1976.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Grundarstígur 4 (01.183.305) 101957 Mál nr. BN042348
Einar Ólafur Valdimarsson, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík
Verslunin Þingholt ehf, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsnæði í íbúð og loka gati yfir í fyrrverandi sambyggða verslun á lóð nr. 2a á 1. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Grundarstíg.
Meðfylgjandi er ódags. bréf hönnuðar.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Hafnarstræti 17 (01.118.502) 100098 Mál nr. BN048060
Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum úr steinsteypu með mansardþaki sem verður tengt við nýbyggingu á lóðinni Hafnarstræti 19, norðan og vestan við verndað timburhús sem fyrir er á lóð og verður endurbyggt í upprunalegri mynd með hótelherbergum á efri hæðum og morgunverðasal i hlöðnum steinkjallara, á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014.
Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar og 9. febrúar 2015 og 23. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015, Bréf frá hönnuði dags. 19. febrúar 2015 fylgja erindi.
Áður samþykkt niðurrif: 225,2 ferm., 686,9 rúmm.
Stækkun: 1439,9 ferm., 4990,4rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
24. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN048059
Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum sem verður tengt við hús á lóðinni í Hafnarstræti 17, sótt er um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki og byggja nýbyggingu þar sem frontur að Hafnarstræti verður endurbyggður í núverandi mynd, steinsteypt og einangrað að innan, verslunarrými á jarðhæð með flötu þaki og verður 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin á lóð nr. 19 við Hafnarstræti .
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014.
Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar og 9. febrúar 2015 og 23 febrúar, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015, Bréf frá hönnuði dags. 19. febrúar 2015 fylgja erindi.
Niðurrif: 1108,3 ferm., 3.645,0 rúmm.
Stærðir nýs hús: 1877,4 ferm. , 6762,5 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Er til umfjöllunar hjá skipulagsfulltrúa.
25. Hléskógar 16 (04.941.406) 112955 Mál nr. BN048837
Garðar Eggertsson, Víðihvammur 30, 200 Kópavogur
Bjarki Viðar Garðarsson, Hong Kong, Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum þar sem kemur fram stækkun á kjallara þar sem tekið er í notkun óútgrafið rými, koma fyrir gluggum og byggja viðbyggingu á suðvesturhlið á húsi á lóð nr. 16 við Hléskóga.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.
Stækkun: 128,7 ferm., 339,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
26. Hólmasel 4-6 (04.938.301) 112920 Mál nr. BN048800
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að eldhús er flutt til og endurnýjað, samkomusal er breytt og hann stækkaður, gerður er nýr inngangur í eldhús og geymslu á suðvesturhlið hús á lóð nr. 4- 6 við Hólmasel.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
27. Hólmaslóð olíustöð 1 (01.085.001) 100001 Mál nr. BN048865
Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum vegna lokaúttektar á steyptri varnarþró við bensín- og etanólgeymslu, sbr. erindi BN047683 samþ. 12.8. 2014, í olíustöð 1 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
28. Hólmsheiði fjárborgir (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN048560
Sveinbjörn Guðjohnsen, Baldurshagaland 52, 110 Reykjavík
Sótt er um áður gerðar breytingar vegna lokaúttektar, milliloft hefur verið stækkað og gluggum og hurðum breytt í húsi á lóð nr. B-21 við Hólmsheiði.
Stækkun millilofts: 39,0 ferm., 4,7 rúmm.
Gjald kr.9.500
Frestað.
Lagfæra skráningu.
29. Hringbraut 79 (01.524.009) 106006 Mál nr. BN048740
Kjarni - Rekstrarfélag ehf., Tryggvagötu 18a, 101 Reykjavík
Hús-inn ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum v/lokaúttektar á erindi BN047563, á tvíbýlishúsi á lóð nr. 79 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
30. Hrísateigur 14 (01.360.204) 104519 Mál nr. BN048858
Norðurey ehf., Fjarðarási 10, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa mhl. 02 og byggja steinsteypta tveggja hæða viðbyggingu og innrétta gististað í flokki ? teg. hótel fyrir ?? gesti í húsi á lóð nr. 14 við Hrísateig.
Niðurrif: 41,4 ferm., 103,5 rúmm.
Stækkun: 300,6 ferm., 954,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Hverfisgata 57 (01.152.517) 101089 Mál nr. BN048900
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um samþykki á breytingum vegna lokaúttektar, sbr. BN047168 dags. 4.3. 2015, sem felast í viðsnúningi á hurðum, uppröðun í eldhúsi, tilfærslu á skápum og öðrum minni háttar breytingum á öllum hæðum í húsi á lóð nr. 57 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Langagerði 20 (01.832.010) 108537 Mál nr. BN048250
Hrönn Hilmarsdóttir, Langagerði 20, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja sólskála með steyptum sökkli við húsið á lóð nr. 20 við Langagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2014 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 9. október til og með 7. nóvember 2014. Engar athugasemdir bárust.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. nóvember 2014 og samþykki eigenda Langagerðis 18 dags. 14 september 2014 fylgja erindi.
Stækkun: 5,18 ferm., 13,6 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
33. Laufásvegur 59 (01.197.013) 102701 Mál nr. BN048899
Grétar Hannesson, Mánagata 21, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa eldri viðbyggingar til norðurs og vesturs, lækka gólf í kjallara, byggja anddyri til vesturs, bogadregna viðbyggingu úr stofu til suðurs og borðstofu til austurs, breyta innra skipulagi og gera svalir ofan á öllum viðbyggingum á einbýlishúsi á lóð nr. 59 við Laufásveg.
Rif eldri viðbygginga: 4,5 ferm., 11 rúmm.
Nýjar viðbyggingar: 95,7 ferm., 258,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
34. Laugavegur 1 (01.171.016) 101361 Mál nr. BN048918
Eignarhaldsfélagið Arctic ehf, Suðurhrauni 12c, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að byggja hæð ofan á bakhús sem er mhl. 04, og til að fjölga gistirýmum úr 4 í 8 í gististað í fl. IV, tegund b og á lóð nr. 1 við Laugaveg.
Stækkun 109,5 ferm., 262 rúmm.
Samtals eftir stækkun 451,6 ferm., 1.382 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
35. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN048741
Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa skúrbyggingar og byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, kjallara og tvær hæðir með garði á þaki, koma fyrir lyftu og innrétta sem stækkun á verslunum og gistiheimili sem fyrir eru í húsinu á lóð nr. 15 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015.
Stækkun: 386,1 ferm., 1.322,3 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015.
36. Laugavegur 151-155 (01.222.215) 102866 Mál nr. BN048895
Centrum fjárfestingar slhf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á breytingum vegna lokaúttektar sbr. erindi BN047479/BN045776 dags. 16.9. 2014 sem felast í breyttum brunamerkingum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 151-155 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
37. Laugavegur 19-19B (01.171.110) 101376 Mál nr. BN048856
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047130, lagfæra stærðir glugga á suður og austurhlið og hækka þak um 50cm á húsi á lóð nr. 19-19B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa 19. febrúar 2015.
Stækkun: 0,2 ferm., 38,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Laugavegur 30 (01.172.211) 101466 Mál nr. BN048904
Exitus ehf, Pósthólf 188, 121 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á baklóð og stækka verslun sem fyrir er í húsi á lóð nr. 30 við Laugaveg.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
39. Laugavegur 34A (01.172.216) 101471 Mál nr. BN048783
Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta framhús við Laugaveg, til að rífa einnar hæðar áfasta bakbyggingu og byggja fimm hæða steinsteypta byggingu með tengingu á efri hæðum yfir í bakhús á lóð nr. 36 innrétta sem hluta hótels á lóð nr. 34A við Laugaveg.
Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða ódagsett og óundirrituð og varmatapsútreikningur dags. 9. febrúar 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. febrúar 2015 fylgir erindinu. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar áður en byggingarleyfi er gefið út.
Jafnframt er erindi BN047744 dregið til baka.
Stækkun: 726,4 ferm., 2.312,9 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN048782
Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurinnrétta húsið á Laugavegi 36 og byggja 3-4 hæða steinsteypta bakbyggingu og innrétta hótel sem tengist bakhúsi á lóð nr. 34A á efri hæðum og innrétta hótel á lóð nr. 36 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. febrúar 2015 fylgir erindinu. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar áður en byggingarleyfi er gefið út.
Stækkun: 880,9 ferm., 2.648,4 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN048771
L56 ehf., Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir séreign á efri hæð og skiptingu húss í tvær eignir í húsi á lóð nr. 56 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN048851
L56 ehf., Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja hæð og ris ofan á framhús við Laugaveg og til að byggja steinsteypt fjölbýlishús með 14 íbúðum, þrjár hæðir og kjallara á baklóð nr. 56 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015.
43. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN048844
Shai Baba ehf., Laugavegi 60a, 101 Reykjavík
S2 fjárfestingar ehf, Búlandi 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir vörulyftu og auka gestafjölda úr 49 í 57 og gerð er grein fyrir áður gerðu vindfangi í veitingahúsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Laugavegur 80 (01.174.212) 101615 Mál nr. BN048807
Steinar Þór Sveinsson, Laugavegur 80, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, byggja ofan á og innrétta fjórar íbúðir í húsi á lóð nr. 80 við Laugaveg.
Einnig er sótt um undanþágu frá greinum 6.1.3, 6.4.2, 3, 4 og 5, 6.7.2, 7, 8, 10, 11, 13 og 14.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu.
Stækkun: 210,5 ferm., 630,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Laugavegur 89-91 (01.174.119) 101597 Mál nr. BN048652
Brekkuhús ehf, Brekkugerði 8, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofum á 3. hæð í íbúð með geymslu í kjallara í húsi nr. 91 á lóð nr. 89 - 91 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2014.
Samþykki meðlóðahafa er á teikningu nr. 0400 .
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
46. Laugavegur 96 (01.174.308) 101643 Mál nr. BN048917
Neva ehf., Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta verslun á neðra gólfi og veitingahús í flokki II fyrir 40 gesti í húsi á lóð nr. 96 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
47. Lindargata 34-36 (01.152.413) 101059 Mál nr. BN048898
Rent-leigumiðlun ehf., Lambastekk 3, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða gistiheimili með 20 íbúðareiningum á lóð nr. 34-36 við Lindargötu.
Stærð: 1. hæð 182,2 ferm., 2. og 3. hæð 200 ferm., 4. hæð 189,3 ferm.
Samtals 771,5 ferm., 2.225,9 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
48. Lækjargata 6B (01.140.509) 100869 Mál nr. BN047983
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á 1. 2. og 3 hæð, fjarlægð eru eldhús, borðstofa og dagstofa og innréttuð herbergi í gistiheimili á lóð nr. 6B við Lækjargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.
Gjald kr. 9.500 + 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Marteinslaug 1-7 (05.133.201) 190684 Mál nr. BN048892
F fasteignafélag ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykkt á reyndarteikningum v/lokaúttektar á erindi BN028341, brunahólfun og brunamerkingum er breytt, forsteyptum sorptunnuskýlum er komið fyrir á lóð í stað sorpgeymslu, gluggum bætt við á bakhlið og íbúð fyrir hreyfihamlaða er innréttuð á 3. hæð í stað 2. hæðar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-7 við Marteinslaug.
Stærðir voru 4.740,5 ferm., 14.115,2 rúmm.
Stærðir verða 4.730,2 fer., 13.501,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.
50. Miðstræti 5 (01.183.203) 101944 Mál nr. BN048906
FÓ eignarhald ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að síkka gólf í rými 0001 sem er iðnaðarhúsnæði í kjallara húss á lóð nr. 5 við Miðstræti.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Mímisvegur 2-2A (01.196.107) 102648 Mál nr. BN048711
Mímisvegur 2-2a,húsfélag, Mímisvegi 2-2a, 101 Reykjavík
Margrét Sigrún Björnsdóttir, Laufásvegur 45, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sbr. BN036053, svalir minnka þannig að íbúð 0401 stækkar og komið er fyrir gluggum báðum megin á kvisti og á þaki í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Mímisveg.
Bréf frá stjórn húsfélags dags. 4. nóvember 2014 fylgir erindi.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
52. Mýrargata 2-8 (01.116.401) 100072 Mál nr. BN048901
Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi BN048502/BN047649, vörumóttaka minnkar í kjallara hótels á lóð nr. 2-8 við Mýrargötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
53. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN048847
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til byggja hjólaskýli sem verður með steinsteyptri botnplötu, útveggir verða léttir timburveggir og þak klætt með asfaltpappa upp að norð-austurhlið húss nr. 20 á Grandagarði á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stærð mhl. 10: 37,9 ferm., 115,0 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2015 , umsögn OR dags. 15. febrúar 2015 og samþykki Faxaflóahafna dags. 10. febrúar 2015 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
54. Nóatún 17 (01.235.201) 102967 Mál nr. BN048902
Festi fasteignir ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í verslun á 1. hæð, rými 0101 í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 17 við Nóatún.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
55. Rauðagerði 39 (01.821.307) 108312 Mál nr. BN048896
Úlfar Ægir Þórðarson, Rauðagerði 39, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðum gluggum á suðvesturhlið og útgröfnu rými og notkun á því í tvíbýlisbýlishúsi á lóð nr. 39 við Rauðagerði.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 10. febrúar 2015.
Stækkun: XX ferm og XX rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstýru.
56. Skeljanes 2 (01.673.105) 106832 Mál nr. BN048684
Nicolas Pétur Blin, Skeljanes 2, 101 Reykjavík
Halldóra Geirharðsdóttir, Skeljanes 2, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsi (mhl. 01), þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og áður gerðum bílskúr(mhl. 02) á lóð nr. 2 við Skeljanes.
Erindi fylgir virðingargjörð dags. 21. janúar 1932, þinglýst afsalsbréf dags, 9. mars 1956 og þinglýst yfirlýsing dags. 1. nóvember 1966, einnig samþykki meðlóðarhafa með skilyrði dags. 16. desember 2014 og umboð/skipunarbréf frá sýslumanni dags. 16. janúar 2015.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
57. Skipholt 50C (01.254.101) 103467 Mál nr. BN048866
Limbó ehf., Skipholti 50C, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð/kaffihús í flokki I fyrir 15 gesti í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 50C við Skipholt.
Greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 20. janúar 2015 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
58. Skúlagata 28 (01.154.304) 101119 Mál nr. BN048907
Rauðsvík ehf., Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum og hurðum á 1. hæð og færa inntaksklefa í húsi á lóð nr. 28 við Skúlagötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
59. Suðurlandsbraut 2 (01.261.101) 103505 Mál nr. BN048913
Reitir I ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á áður samþykktum ísbar, BN047599, þar sem innrétta skal vínbar og lítil fundaherbergi austast á 1. hæð, einnig er sótt um að loka tveimur gluggum og hurð á suðurhlið, setja tvo nýja glugga og hurð á sömu hlið ásamt því að fjarlægja hurð og bæta annarri við á norðurhlið hótels í húsi á lóð nr. 2 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
60. Sundagarðar 2 (01.335.304) 103906 Mál nr. BN048832
Sundaboginn slhf., Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, bæta við tveimur snyrtingum og koma fyrir kaffiaðstöðu í suðurhluta 4. hæðar í húsinu á lóð nr. 2 við Sundagarða.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
61. Traðarland 14 (01.871.502) 108830 Mál nr. BN048313
Ásgeir Loftsson, Noregur, Sótt er um leyfi til að breyta skipulagi innanhúss og stækka jarðhæð til austurs, suðurs og vesturs, klæða og einangra að utan, breyta gluggum og hækka miðhluta í einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Traðarland.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2014, einnig greinargerð arkitekts um framkvæmdirnar dags. 15. september 2014.
Stækkun brúttó: 138,5 ferm., 423,2 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
62. Tryggvagata 16 (01.132.104) 100213 Mál nr. BN048859
AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að flytja strætisvagnabiðskýli sem stendur við Nóatún að Kirkjusandi/Sæbraut í stað annars sem stendur þar núna.
Meðfylgjandi er umsögn Samgöngudeildar dags. 13. febrúar 2015 og umsögn SRU dags. 19. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
63. Unnarstígur 2 (01.137.009) 100641 Mál nr. BN048819
FÓ eignarhald ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að dýpka gólf í kjallara og drena í kringum húsið á lóð nr. 2 við Unnarstíg.
Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 13. febrúar 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 23. febrúar 2015.
Stækkun: 41,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
64. Þorragata 1 (01.635.709) 106699 Mál nr. BN048887
Sælutröð,dagvistunarfélag, Þorragötu 1, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu v/lokaúttektar, sjá erindi BN044332, þar sem gerð er grein fyrir minni háttar tilfærslu á gluggum og snyrtingum í leikskóla á lóð nr. 1 við Þorragötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlitsá umsóknarblaði.
Fyrirspurnir
65. Beykihlíð 8 (01.780.103) 107502 Mál nr. BN048909
Birgir Viðar Halldórsson, Beykihlíð 8, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að útbúa tvær íbúðir í einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Beykihlíð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
66. Hlíðarendi 4 (01.629.803) 220841 Mál nr. BN048884
Knattspyrnufélagið Valur, Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af fjögurra hæða húsi með atvinnuhúsnæði á 1. hæð og þremur íbúðarhæðum á lóð nr. 4 við Hlíðarenda.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
67. Hólmsheiðarvegur 141 (05.185.102) 220239 Mál nr. BN048905
Fisfélag Reykjavíkur, Pósthólf 8702, 128 Reykjavík
Spurt er hvort flytja megi þrjú flugskýli frá aflögðu athafnasvæði Fisfélags Reykjavíkur að nýju svæði félagsins á lóð nr. 141 við Hólmsheiðarveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
68. Í Úlfarsfellslandi 125475 (97.001.020) 125475 Mál nr. BN048922
Jón Birgir Kjartansson, Kríuás 17a, 221 Hafnarfjörður
Spurt er hvort breyta megi teikningu þannig að skriðkjallari er felldur niður, þaki breytt og 15 ferm. verönd lokað sbr. erindi BN047697 samþykkt 17.7. 2014, á frístundahúsinu Hálsakoti í landi Úlfarsfells með landnúmer 125475.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
69. Kirkjustétt 2-6 (04.132.201) 188525 Mál nr. BN048823
Alexander Jón Baldursson, Sifjarbrunnur 3, 113 Reykjavík
Spurt er hvort breyta megi skráningu og innrétta íbúðir í bakhúsi, mhl. 03, hús C, á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.
Nei.
Samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.
70. Lokastígur 13 (01.181.416) 101806 Mál nr. BN048811
Magnús Albert Jensson, Langagerði 88, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir svölum og tveimur þakgluggum á suðvesturhorn hússins á lóð nr. 13 við Lokastíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
71. Miklabraut 46 (01.701.104) 106958 Mál nr. BN048885
Guðmundur Jón Ottósson, Miklabraut 46, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja kvist og svalir á rishæð hússins á lóð nr. 46 við Miklabraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
72. Miklabraut 48 (01.701.105) 106959 Mál nr. BN048886
Ásgeir Kristjánsson, Vesturberg 131, 111 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja kvist og svalir á rishæð hússins á lóð nr. 48 við Miklabraut.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
73. Rafstöðvarvegur 4 (04.250.704) 217490 Mál nr. BN048667
Guðmundur Gunnlaugsson, Hringbraut 107, 101 Reykjavík
Spurt er hvort hefja megi rekstur brugghúss í Toppstöðinni á lóð nr. 4 við Rafstöðvarveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2015.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2015.
74. Sjafnargata 8 (01.196.204) 102656 Mál nr. BN048818
Kjartan Dagbjartsson, Sogavegur 50, 108 Reykjavík
Spurt er um hvort leyfi fengist til að koma fyrir koma fyrir svölum á suðurhlið á 2. hæð íbúðar í húsinu á lóð nr.8 við Sjafnargötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi, samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2015.
75. Skeiðarvogur 20 (01.441.016) 105422 Mál nr. BN048919
Kristín Ósk Reynisdóttir, Skeiðarvogur 20, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir svölum með stiga niður í garð frá 1. hæð hússins á lóð nr. 20 við Skeiðarvog.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
76. Skólastræti 3 (01.170.202) 101330 Mál nr. BN048908
Óttar Magnús G Yngvason, Birkigrund 23, 200 Kópavogur
Spurt er um leyfi til að endurbyggja og stækka bakhús á lóð nr. 3B við Skólastræti samanber fyrirspurn BN048659.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
77. Sogavegur 3 (01.810.-98) 107820 Mál nr. BN048849
Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi við og þak yfir port, þar sem nú er stöðuleyfi fyrir frystigám við hús á lóð nr. 3 við Sogaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.
78. Sólheimar 20 (01.432.410) 105266 Mál nr. BN048829
Indriði Björnsson, Lokastígur 6, 101 Reykjavík
Spurt er hvort byggja megi eina hæð ofan á íbúðarhús á lóð nr. 20 við Sólheima.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber leiðbeiningar í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2015.
79. Tómasarhagi 49 (01.545.201) 106485 Mál nr. BN048911
Linda Rós Pálsdóttir, Tómasarhagi 49, 107 Reykjavík
Dagur Gunnarsson, Tómasarhagi 49, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að setja kvist á norður gafl og vestur hlið á rishæð hússins á lóð nr. 49 við Tómasarhaga.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
80. Tómasarhagi 9 (01.554.204) 106592 Mál nr. BN048903
Konráð Pálmason, Tómasarhagi 9, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi íbúðar á 1. hæð í húsinu á lóð nr. 9 við Tómasarhaga.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber leiðbeiningar á fyrirspurnarblaði.
81. Úlfarsbraut 46 (02.698.307) 205718 Mál nr. BN048821
Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, Eskihlíð 8, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að færa bílskúrsreit og spegla bundna byggingarlínu neðstu hæðar einbýlishúss á lóð nr. 46 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa 18. febrúar 2015.
Frestað.
Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:40
Björn Stefán Hallsson
Erna Hrönn Geirsdóttir
Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir
Jón Hafberg Björnsson
Óskar Torfi Þorvaldsson
Eva Geirsdóttir