Umhverfis- og skipulagsráð
Umhverfis- og skipulagsráð
Ár 2015, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 10:08, var haldinn 96. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
(A) Skipulagsmál
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 13. febrúar 2015.
2. Vatnsveituvegur 50, breyting á deiliskipulagi (04.7) Mál nr. SN150022
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðarinnar nr. 50 við Vatnsveituveg. Í breytingunni felst afmörkun lóðar fyrir dælustöð , samkvæmt uppdr. Orkuveitu Reykjavíkur dags. 8. janúar 2015.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Kjartan Jónsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 10:13
3. Sólvallagata 67 Vesturbæjarskóli, breyting á deiliskipulagi (01.138.2) Mál nr. SN150097
Lögð fram umsókn Reykjavíkurborgar dags. 13. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 67 við Sólvallagötu, Vesturbæjarskóli. Í breytingunni felst að parhús á lóð nr. 10-12 við Vesturvallagötu verður haldið á lóðinni og verður nýtt undir frístundastarf skólans, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. febrúar 2015.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
4. Suðurlandsbraut 75, Steinahlíð, breyting á deiliskipulagi (01.470) Mál nr. SN150068
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram umsókn Reykjavíkurborgar, dags. 6. febrúar 2015 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 75 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum um 18 á lóð leikskólans, breyta aðkomu leikskólans á þann veg að öll aðkoma verður frá Gnoðavogi o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. febrúar 2015. Einnig er lagt fram minnisblað deildarstjóra náttúru og garða, dags. 12. janúar 2015.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis og skipulagsráð samþykkti jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs.
Jón Kjartan Jónsson verkefnisstjóri og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
(B) Byggingarmál
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 815 frá 17. febrúar 2015.
(E) Umhverfis- og samgöngumál
6. Göngu- og hjólastígar, framkvæmdaáætlun Mál nr. US150040
Lögð fram framkvæmdaáætlun umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 9. febrúar 2015 varðandi göngu- og hjólastíga.
Framkvæmdaáætlun samþykkt að Háaleitisbraut og Grensásvegi undanskildum.
Umhverfis-og skipulagssviði er jafnframt falið að halda opinn íbúafund og boða jafnfram hagsmunaaðila sem samráð hefur verið haft við á fyrri stigum svo sem SHS, Landsamtök hjólreiðamanna og FÍB þar sem kynnt er útfærsla og hönnun á stígum við áðurnefndar götur.
7. Þórunnartún 2014120044, endurgerð götu Mál nr. US150035
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 5. febrúar 2015 varðandi endurgerð götunnar Þórunnartúns.
Samþykkt.
(C) Fyrirspurnir
8. Veghúsastígur 9a, (fsp) breyting á skilmálum (01.152.4) Mál nr. SN150081
Guðrún Fanney Sigurðardóttir, Njálsgata 19, 101 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Sigurðardóttur, dags. 5. febrúar 2015 varðandi skilmálabreytingu á deiliskipulagi reits 1.152.4 vegna lóðar nr. 9 við Veghúsastíg. Breytingin felst m.a. í endurnýjun geymslu, að breyta notkun úr geymslu í íbúðar og/eða atvinnuhúsnæði og að byggja kjallara undir húsinu. Auk þessa er sótt um að endurgera vestara bakhús, færa tengibyggingu framar á lóð og byggja kjallara undir því. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2015.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2015 er tekið jákvætt í að gerð verði skilmálabreyting á gildandi deiliskipulagi þar sem heimilt yrði að breyta notkun geymsluhúsnæðis á baklóð í íbúðar og/eða atvinnuhúsnæði, án heimildar til reksturs gistiþjónustu á baklóðum.
Tekið er neikvætt í aukningu á byggingarmagni.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
(D) Ýmis mál
9. Útilistaverk, staðsetning styttu Einars Benediktssonar Mál nr. SN150085
Listasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur dags. 13. október 2014 varðandi mögulega staðsetningu á styttu af Einari Benediktssyni við Höfða. Einnig er lögð fram tillaga að staðsetningu ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. september 2014.
Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu Listasafns Reykjavíkur að staðsetningu listaverksins á lóð Höfða. Ráðið hvetur jafnframt til þess að fundinn verður staður fyrir listarverk á Klambratúni í stað þess sem verður fjarlægt.
10. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi gatnakerfi, Mál nr. US150042
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 11. febrúar 2015 óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum hversu margir kílómetrar hafa verið malbikaðir árlega á undanförnum 10 árum. Óskað er upplýsinga um árlegan kostnað við malbikun á sama tíma á verðlagi hvers árs og föstu verðlagi. Hversu margir kílómetrar er gatnakerfi borgarinnar og skipting þess í stofnbrautir, tengibrautir og húsagötur? Hversu margir kílómetrar eru með fleiri en einni akrein í sömu átt?
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir.
11. Betri Reykjavík, hraðahamlanir/þrenging á hjólastíg við Barnaskólann í Öskjuhlíð (US2014120004) Mál nr. US140227
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum skipulagsmál "hraðahamlanir/þrenging á hjólastíg við Barnaskólann í Öskjuhlíð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. febrúar 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. febrúar 2015 samþykkt.
12. Betri Reykjavík, hægri beygja á rauðu ljósi (USK2015020017) Mál nr. US150038
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum samgöngur "hægri beygja á rauðu ljósi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. febrúar 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. febrúar 2015 samþykkt.
13. Betri Reykjavík, ruslatunna við göngusvæðið fyrir ofan MBL húsið (USK2015020016) Mál nr. US150039
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "ruslatunna við göngusvæðið fyrir ofan MBL húsið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða
14. Betri Reykjavík, make better use of the space besides the Timberland store! (USK2015020014) Mál nr. US150036
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum skipulag "make better use of the space besides the Timberland store!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
15. Betri Reykjavík, Háaleitisskóli Reykjavík - MJÖG slæmt ástand beggja skólalóða Háaleitisskóla (USK2015020015) Mál nr. US150037
Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum framkvæmdir "Háaleitisskóli Reykjavík - MJÖG slæmt ástand beggja skólalóða Háaleitisskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda.
16. Álfsnes, Sorpa, breyting á deiliskipulagi (36.2) Mál nr. SN140258
SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 að auglýsa að nýju breytingu á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.
17. Grjótaþorp, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.136) Mál nr. SN150046
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 vegna auglýsingar á breytingu á skilmálum deiliskipulags Grjótaþorps.
18. Kvosin, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.1) Mál nr. SN140559
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 vegna auglýsingar á breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar.
19. Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150026
Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík
Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Nauthólsvegi 50.
20. Örfirisey, deiliskipulag (01.1) Mál nr. SN140611
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 vegna auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar.
21. Jöldugróf 6, kæra 12/2015 (01.889.0) Mál nr. SN150099
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. febrúar 2013 ásamt kæru þar sem kærð er synjun umsóknar um stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóð nr. 6 við Jöldugróf.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.
22. Lágholtsvegur 11, kæra, umsögn, úrskurður (01.52) Mál nr. SN100448
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 2. desember 2010 þar sem kærð er synjun á byggingarleyfi fyrir svalapalli við húsið að Lágholtsvegi 11 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10. febrúar 2011. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. febrúar 2015.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2010 að synjaum leyfi fyrir áður byggðum svalapalli á lóð nr. 11 við Lágholtsveg.
23. Klapparstígur 19, kæra, umsögn, úrskurður (01.152.4) Mál nr. SN100418
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík
JP Lögmenn ehf., Höfðatorgi, 105 Reykjavík
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. nóvember 2010 ásamt kæru dags. 26. október 2010 þar sem kærð er synjun á beiðni um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 16. júní 2011. Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar frá 30. janúar 2015.
Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
24. Arnargata 10, kæra 124/2014, umsögn, úrskurður (01.553.2) Mál nr. SN140680
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. desember 2014 ásamt kæru dags. 11. desember 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 12. janúar 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2015.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.
25. Arnargata 10, kæra 6/2015, umsögn, úrskurður (01.553.2) Mál nr. SN150019
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 13. janúar 2015 ásamt kæru dags. 10. janúar 2015 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Arnargötu 10. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 14. janúar 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2015.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.
26. Hólmgarður 19, kæra 67/2013, umsögn, úrskurður (01.818.1) Mál nr. SN140439
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 11. júlí 2013 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að leyfa annað þakefni en samþykktar teikningar heimili á hús nr. 19 við Hólmgarð. Lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 7. nóvember 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2015.
Úrskurðarorð: Kröfu kæranda. er vísað frá.
27. Hólmgarður 19, kæra 122/2014, úrskurður (01.818.1) Mál nr. SN140654
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 3. desember 2014 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa þ. 8. júlí 2014 að veita byggingarleyfi fyrir núverandi innra og ytra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 19 við Hólmgarð. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2015.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.
28. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ástand vega, Mál nr. US150046
Gatnakerfi borgarinnar er mjög illa farið. Víða eru djúpar holur í malbiki sem skapa hættur í umferðinni og valda ökumönnum fjárhagslegu tjóni. Ljóst er að staðan er verri en nokkur dæmi eru um og ekki verður hjá því komist að grípa til aðgerða án tafar enda virðist ástandið versna dag frá degi. Hvernig verður brugðist við?
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 12:00
Fundargerðin lesin yfir og undirrituð
Hjálmar Sveinsson
Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005
Árið 2015, þriðjudaginn 17. febrúar kl. 10:29 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 815. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Erna Hrönn Geirsdóttir, Karólína Gunnarsdóttir og Óskar Torfi Þorvaldsson. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 7 (01.140.415) 100856 Mál nr. BN047437
Lindarvatn ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja við friðuð hús við Aðal- og Vallarstræti skv. deiliskipulagi sem samþykkt var í júlí 2013 fyrir íbúðir og þjónustustarfsemi, framkvæmd þessi er fyrsti hluti uppbyggingar á Landsímareit á lóð nr. 7 við Aðalstræti.
Meðfylgjandi er bréf verkfræðings dags. 28. mars 2014, útreikningur á varmatapi dags. 25. mars 2014, greinargerð um stærðarbreytingar dags. 29.apríl 2014, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. maí 2014, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 24. maí 2014 og greinargerð vegna bílastæða dags. 26. maí 2014 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.
Stækkun samtals: 743,8 ferm., 2.374,4 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og greinagerðar fagrýnihóps.
2. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN048698
F fasteignafélag ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Hilda ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN036041 þannig að fjölgað verður kvistum og fjölgað verður eignum úr fjórum í sex í húsinu nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Almannadal.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015.
Stækkun 22,6 ferm., 79,5 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
3. Austurberg 1 (04.667.804) 216080 Mál nr. BN048874
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að lengja þegar byggða áhorfendapalla um eina einingu til norðurs, byggja fréttamannastúku og tvö varamannaskýli við keppnisvöll Leiknis á lóð nr. 1 við Austurberg.
Stærðir: Fréttamannastúka mhl. 04, 36,2 ferm., 91,4 rúmm.
Varamannaskýli 05, 15,8 ferm., mhl. 06, 15,8 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bankastræti 7 (01.170.007) 101325 Mál nr. BN048862
Farfuglar ses., Borgartúni 6, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta lítillega, sbr. erindi BN045735, flóttaleið yfir á þak Ingólfstrætis 2A frá farfuglaheimili í húsi á lóð nr. 7 við Bankastræti.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Barónsstígur 5 (01.154.412) 101139 Mál nr. BN048876
Sjónver ehf, Síðumúla 29 3.hæð, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á erindi BN047381, þannig hefur verið fengin undanþága frá að hafa handlaugar í herbergjum í gistiheimilinu í húsi á lóð nr. 5 við Barónsstíg.
Bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um undanþágu á handlaugum í gistiherbergi dags. 2. júlí 2014 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samanber bréf umhverfis- auðlindaráðuneytis dags. 2. júlí 2014.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
6. Borgartún 35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN048777
Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að leggja matsal á 6. hæð niður og innrétta hæðina sem skrifstofuhæð fyrir 12 starfsmenn og nýta fundarsalinn á 1. hæð líka sem matsal í húsi nr. 35 á lóð nr. 35-37 við Borgartún.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
7. Borgartún 30 (01.231.101) 180387 Mál nr. BN048806
Þak fasteignafélag ehf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Húsfélagið Borgartúni 30, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp 129x502 cm auglýsingaskilti á 4. hæð austanverðrar norðurhliðar húss á lóð nr. 30 við Borgartún.
Meðfylgjandi eru reglur um ytri merkingar hússins, sem samþykktar voru á aðalfundi húsfélagsins Borgartúni 30 dags. 8.4 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
8. Borgartún 30 (01.231.101) 180387 Mál nr. BN048872
Holtasel ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að loka hringstiga á milli rýma 0102 og 0202 og fjölga eignum þannig að 0202 verður sérrými í húsinu á lóð nr. 30 við Borgartún.
Stækkun vegna lokunar stiga: XX ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
9. Bragagata 34 (01.186.633) 102328 Mál nr. BN048845
KTF ehf, Laugavegi 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að skipta í tvær íbúðir raðhúsi á lóð nr. 34A við Bragagötu,
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
10. Brúarvogur 1-3 (01.427.201) 212207 Mál nr. BN048779
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að færa inngöngudyr skrifstofu og breyta notkun á bílaleigu 0202 í húsi á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
11. Dunhagi 18-20 (01.545.113) 106483 Mál nr. BN048868
D18 ehf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til breytinga innanhúss sem felast í því að fjölga íbúðum á 2. og 3. hæð úr fjórum í tíu á hvorri hæð, breyta innréttingum verslunarrýmis á 1. hæð, breyta kjallara með geymslum og þvottahúsum og færa sorpgeymslur og barnavagna- og hjólageymslur út í tvær einingar í bílskúr, sbr. erindi BN043923 samþykkt 14.2. 2012 og BN044484 samþ. 12.6. 2012, við fjölbýlishús á lóð nr. 18-20 við Dunhaga.
Gjald kr. 8.000 + 8.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar Umhverfis og skipulagsviðs- samgöngur.
12. Eggertsgata 2-34 (01.634.-99) 106682 Mál nr. BN048582
Félagsstofnun stúdenta, Háskólatorgi Sæmundar, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta notkun á rými 0111 úr íbúð í skrifstofu og opna yfir í rými 0112 og til að byggja óupphitaða vagnageymslu úr timbri á suðausturhorni lóðar nr. 6-10 við Eggertsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. desember 2014 fylgir erindinu.
Stærð mhl. 02: 27,1 ferm. 68,5 rúmm
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsing vegna lóðar sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
13. Engjavegur 7 (01.372.201) 210706 Mál nr. BN048863
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048174 þannig að flóttaleið er flutt frá norðurhlið og komið er fyrir lóðréttri rennihurð í staðinn í húsinu á lóð nr. 7 við Engjaveg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
14. Eyjarslóð 5 (01.111.403) 100025 Mál nr. BN048792
Prikið ehf, Bankastræti 12, 101 Reykjavík
Eyjarslóð 5 ehf., Hlíðasmára 8, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta hluta af rými 0101 í safn/ skóla og veitingastað í flokki III fyrir 242 gesti í húsinu á lóð nr. 5 við Eyjarslóð.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Faxaskjól 19 (01.533.401) 106217 Mál nr. BN048815
Síminn hf., Ármúla 25, 108 Reykjavík
Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp tvö farsímaloftnet á skorstein skolpdælustöðvar á lóð nr. 19 við Faxaskjól.
Samþykki eiganda dags. 24. okt. 2013 og húsaleigusamningur frá 22. okt. 2013 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
16. Friggjarbrunnur 42-44 (05.053.201) 205962 Mál nr. BN048498
Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár til fimm hæðir með 52 íbúðum á bílakjallara fyrir 53 bíla á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.
Stærð A-rými: 6.096,6 ferm., 19.342,5 rúmm.
B-rými: 1.915,2 ferm., xx rumm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015.
17. Friggjarbrunnur 47 (02.693.402) 205817 Mál nr. BN048828
Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048686 þannig að fækkað er hurðum að dreifistöð úr þremur í eina og einfalda, áður tvöfalda hurð að dælistöð/dreifistöð á lóð nr. 47 við Friggjarbrunn.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
18. Geirsgata 3 (01.117.305) 100085 Mál nr. BN048761
Sindrafiskur ehf., Mánatúni 5, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að gera breytingar innanhúss í veitingastað í verbúð nr. 11 sbr. BN046310 með aðstöðu í verbúð nr. 10 þar sem aðstaða starfsfólks er og flóttaleiðir í húsi á lóð nr. 3 við Geirsgötu.
Meðfylgjandi er yfirlýsing um starfsemi í verbúð 10 og tengsl við starfsemi í verbúð 11, dags. 16.2. 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með skilyrði um þinglýsingu samkomulags um samnýtingu verbúða nr. 10 og 11 á lóð nr. 3 við Geirsgötu dags. 16. febrúar 2015.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
19. Grandagarður 16 (01.114.301) 100040 Mál nr. BN048870
Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir kaffi/veitingastað í flokki II fyrir 60 gesti á 2. hæð og breyta lítillega í eldhúsi í húsinu á lóð nr. 16 við Grandagarð.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
20. Grandavegur 42 (01.520.401) 216910 Mál nr. BN048840
Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi geymslna og tæknirýma í matshlutum 01, 02 og 03 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 42 við Grandaveg.
Meðfylgjandi er bókhald yfir hjóla-, vagna- og íbúðageymslur, dags. 16.2. 2015.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
21. Grettisgata 36 (01.190.008) 102346 Mál nr. BN048763
Orri Vésteinsson, Grettisgata 36, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN046987, dags. 21.1. 2015, sem felst í að bæta salerni við í kjallara og flytja aðalinngang á vesturgafl einbýlishússins á lóð nr. 36 við Grettisgötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 16.1. 2015, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9.1. 2015 og umsögn Borgarsögusafns dags. 9.1. 2015.
Stækkun 5 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
22. Guðrúnartún 8 (01.216.303) 102760 Mál nr. BN048869
Þórsgarður hf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, koma fyrir móttöku og útbúa reyklosun úr kjallara hússins á lóð nr. 8 við Guðrúnartún.
Gjald kr. 9.823
Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
23. Holtavegur 23 (01.430.101) 105191 Mál nr. BN048877
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja við úr stálsamlokueiningum á steyptum undirstöðum og betrumbæta eldhús í Langholtsskóla á lóð nr. 23 við Holtaveg.
Stækkun: 28,6 ferm., 73 rúmm.
Samtals mhl. 1 eftir stækkun: 6.751,7 ferm., 25. 699,1 rúmm.
Gjald kr. 9,823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Hólmasel 4-6 (04.938.301) 112920 Mál nr. BN048800
Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík
Sótt um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að eldhús er flutt til og endurnýjað, samkomusalur breyttur og stækkaður gerður er nýr inngangur í eldhús og geymslu á suð-vesturhlið hús á lóð nr. 4- 6 við Hólmasel.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Hólmaslóð 2A (01.111.502) 100028 Mál nr. BN048649
Guðlax ehf, Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum inngangi, byggja nýtt stigahús á suðvestur hlið, fjarlægja timburþak og steypa járnbenta þakplötu á hús á lóð nr. 2A við Hólmaslóð.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 13. janúar 2015, bréf frá eiganda dags. 12. janúar og 3. febrúar 2015 fylgir erindi, einnig samþykki meðlóðahafa dags. 2. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
26. Hólmaslóð olíustöð 1 (01.085.001) 100001 Mál nr. BN048865
Olíudreifing ehf., Pósthólf 4230, 124 Reykjavík
Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum vegna lokaúttektar á steyptri varnarþró við bensín- og etanólgeymslu, sbr. erindi BN047693 samþ. 12.8. 2014, í olíustöð 1 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
27. Hringbraut 79 (01.524.009) 106006 Mál nr. BN048740
Kjarni - Rekstrarfélag ehf., Tryggvagötu 18a, 101 Reykjavík
Hús-inn ehf., Hrafnshöfða 25, 270 Mosfellsbær
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum v/lokaúttektar á erindi BN047563, á tvíbýlishúsi á lóð nr. 79 við Hringbraut.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.
28. Hverfisgata 12 (01.171.001) 101347 Mál nr. BN048882
Sæmundur í sparifötunum ehf., Skúlagötu 28, 101 Reykjavík
Reykjavík Rent ehf, Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta veitingasal í norðurhorni í kaffiaðstöðu starfsfólks í veitingastað í húsi á lóð nr. 12 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
29. Hverfisgata 15 (01.151.411) 101005 Mál nr. BN048878
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að koma hjólastólalyftu fyrir í austurenda 1. hæðar til að brúa hæðarmun milli sýningarýma í Þjóðmenningarhúsinu, áður Safnahúsinu, á lóð nr. 15 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.825
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
30. Hverfisgata 30 (01.171.102) 101368 Mál nr. BN048880
Hljómalindarreitur ehf., Bergstaðastræti 73, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og stiga í kjallara, 1. og 2. hæð á áður samþykktu erindi, BN047133. í hóteli á Hljómalindarreit á lóð nr. 30 við Hverfisgötu.
Stærð var: 1.449,1 ferm.
Stærð verður: 1.432,8 ferm.
Minnkar um 16,3 ferm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN048454
Gesthof ehf., Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki á breytingu á nýsamþykktu erindi frá 24. júní 2014, BN047674, sem felst í að brunahólfun íbúðar er felld út í rishæð hússins á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
32. Hverfisgata 59-59A (01.152.515) 101088 Mál nr. BN048714
Davíð Már Sigursteinsson, Helluvað 1, 110 Reykjavík
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu fyrir þrettán bíla með aðkomu frá Frakkastíg yfir lóð nr. 61 á baklóð fjölbýlishúss á lóð nr. 59 við Hverfisgötu.
Stærð: 277,0 ferm., 853,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
33. Hverfisgata 88C (01.174.005) 101561 Mál nr. BN048809
Rauðsvík ehf., Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús á lóð nr. 88C við Hverfisgötu.
Erindi fylgir bréf frá umsækjanda dags. 27. janúar 2015 og skoðunarskýrsla og bréf frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur dags. 22. janúar 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu.
Niðurrif: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
34. Krókháls 10 (04.324.202) 111043 Mál nr. BN048801
Bjarnason ehf, Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík
Gæðabakstur ehf., Lynghálsi 7, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048646 þannig að innra skipulagi í vinnslu verður breytt í rými 0206 í húsi á lóð nr. 10 við Krókháls.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
35. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN048435
Jón I. Garðarsson ehf, Langirimi 21-23, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili í flokki II með 10 eins manns herbergjum á 2. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 21-23 við Langarima.
Erindi fylgir fsp. BN047862 sem fékk jákvæða umfjöllun 26. ágúst 2014.
Einnig bréf með skýringum frá umsækjanda dags, 22. janúar 2015 og bréf frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur dags. 6. janúar 2015.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
36. Laufásvegur 2 (01.183.005) 101917 Mál nr. BN048361
Flying Viking ehf, Krókhálsi 5A, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta sem einbýlishús atvinnuhús á lóð nr. 2 við Laufásveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags 2. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2015.
37. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN048737
Arnór Stefán Bohic, Melgerði 12, 200 Kópavogur
Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048568 v/lokaúttektar þannig að starfsmannasalerni er fært frá 3. hæð niður á 1. hæð undir stiga, koma fyrir matvælavinnslu á 3. hæð og færa starfsmannaaðstöðu niður á 2. hæð í veitingahúsi á lóð nr. 12B við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
38. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN048771
L56 ehf., Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir séreign á efri hæð og skiptingu húss í tvær eignir í húsi á lóð nr. 56 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.
39. Laugavegur 58B (01.173.114) 101531 Mál nr. BN048871
París ehf., Miðdal 1, 276 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að stækka bíslag til suðurs og einnar hæðar húshluta til austurs og innrétta gistiskála í flokki V fyrir 33 gesti í húsi á lóð nr. 58B við Laugaveg.
Jafnframt er erindi BN048712 dregið til baka.
Stækkun: 12,6 ferm., 14,5 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Laugavegur 60 (01.173.115) 101532 Mál nr. BN048844
Shai Baba ehf., Laugavegi 60a, 101 Reykjavík
S2 fjárfestingar ehf, Búlandi 28, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, m. a. að koma fyrir vindfangi við inngang, vörulyftu og auka gestafjölda úr 49 í 57 í veitingahúsi á lóð nr. 60 við Laugaveg.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
41. Njálsgata 33B (01.190.030) 102367 Mál nr. BN048301
Unnur Guðjónsdóttir, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047214, hætt er við kvist og svalir á suðurhlið gluggum breytt og gerðar svalir út á þak vinnustofu á vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 33B við Njálsgötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.
Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skilyrt er að þinglýst verði yfirlýsingu um sameiningu eigna eigi síðar en við fokheldi.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
42. Norðurgarður 1 (01.112.-95) 100030 Mál nr. BN048847
HB Grandi hf., Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til byggja hjólaskýli sem verður með steinsteyptri botnplötu, útveggir verða léttir timburveggir og þak klætt með asfaltpappa upp að norð-austurhlið húss nr. 20 á Grandagarði á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stærð mhl. 10: 37,9 ferm., 115,0 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2015 fylgir erindinu.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
43. Norðurstígur 3 (01.132.016) 100206 Mál nr. BN048706
TMI ehf, Flúðaseli 69, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að hækka og byggja 3. hæð úr timbri og innrétta nýja íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Norðurstíg.
Jafnframt er erindi BN048368 dregið til baka.
Stækkun: 84,3 ferm., 240,3 rúmm.
Greiða skal fyrir eitt bílastæði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2015.
44. Sigtún 42 (01.367.001) 174753 Mál nr. BN048707
Öryrkjabandalag Íslands, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta glugga á vesturgafli í flóttahurð og breyta innra skipulagi 1. hæðar í húsi á lóð nr. 42 við Sigtún.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 22. október 2014 og bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6 feb. 2015 fylgir erindi.
Gjald kr. 9.500 + 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
45. Skipholt 50C (01.254.101) 103467 Mál nr. BN048866
Limbó ehf., Skipholti 50C, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að innrétta ísbúð/kaffihús í flokki I fyrir 15 gesti í rými 0102 í húsinu á lóð nr. 50C við Skipholt.
Greinargerð hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið hönnuða dags. 20. jan. 2015 fylgir.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
46. Skólavörðustígur 8 (01.171.206) 101387 Mál nr. BN048767
Eldhraun ehf, Bankastræti 6, 101 Reykjavík
Pétur G Kornelíusson, Brekkutangi 20, 270 Mosfellsbær
Sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í rými 0102 og 0103 fyrir 50 gesti í húsinu á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.823
Synjað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015.
47. Snorrabraut 63 (01.247.007) 103331 Mál nr. BN048814
Magnús Jón Engilbert Gunnarsson, Flókagata 45, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki á reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 63 við Snorrabraut.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Óska þarf eftir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa.
48. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN048881
Mánatún hf., Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 5 hæða fjölbýlishús með 44 íbúðum, sem tengist bílakjallara og áður byggðum fjölbýlishúsum á reitnum og verður mhl. 03 á lóð nr. 1 við Sóltún.
Erindi fylgir brunahönnun frá Eflu dags. 6. febrúar 2015, bréf frá hönnuðum um ábyrgðarsvið hönnuða og skýringarmynd um algilda hönnun íbúða.
Stærð: 4.871,8 ferm., 15.833,9 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
49. Sæmundargata 2 (01.603.201) 106638 Mál nr. BN048893
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að setja upp tímabundið frá 10.2. 2015 - 5.3. 2015 3,2/4,55 metra skilti úr segldúk á grind til kynningar á Háskóladeginum og er staðsett á lóð Háskólans á horni Hringbrautar og Sæmundargötu.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Samþykkt tímabundið samanber umsókn.
50. Úlfarsbraut 16 (02.698.303) 205710 Mál nr. BN048842
Sigrún Guðmundsdóttir, Þorláksgeisli 11, 113 Reykjavík
Jónas Guðgeir Hauksson, Þorláksgeisli 11, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047117 þannig að komið er fyrir nýrri útihurð og glugga á þvottahús á norðvesturhlið og breyta útliti glugga á suðvesturhlið hússins á lóð nr. 16 við Úlfarsbraut.
Gjald kr. 9.823
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
51. Vallarstræti 4 (01.140.416) 100857 Mál nr. BN047440
Lindarvatn ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurbæta og byggja við friðuð hús við Aðal- og Vallarstræti skv. deiliskipulagi sem samþykkt var í júlí 2013 fyrir íbúðir og þjónustustarfsemi, framkvæmd þessi er fyrsti hluti uppbyggingar á Landsímareit á lóð nr. 4 við Vallarstræti.
Meðfylgjandi er bréf verkfræðings dags. 28. mars 2014, greinargerð um stærðarbreytingar dags. 29.apríl 2014, útreikningur á varmatapi dags. 25. mars 2014, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. maí 2014, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 24. maí 2014 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. apríl 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. apríl 2014.
Niðurrif, skúr á baklóð, 12,6 ferm., 31,4 rúmm.
Niðurrif, risloft: 30 ferm.
Kjallari ónýttur?
Stækkun: 65 ferm. 217,4 rúmm.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og greinagerðar fagrýnihóps.
52. Vatnagarðar 8 (01.337.703) 103914 Mál nr. BN048665
Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi fyrir spennistöð úr veðurþolnum álplötum klæddri að utan með timburklæðningu á lóð nr. 8 við Vatnagarða.
Stærð: 7,4 ferm., 18,9 rúmm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015.
Gjald kr. 9.500
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015.
53. Öldugata 6 (01.136.313) 100571 Mál nr. BN048864
Ingi Steinar Ingason, Öldugata 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja anddyri með þaksvölum og kvist á bakhlið einbýlishúss á lóð nr. 6 við Öldugötu.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. febrúar 2015.
Stækkun: 36,2 ferm., 91 rúmm.
Gjald kr. 9.823
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 489.01 - 489.05 dags. 6. febrúar 2015.
Ýmis mál
54. Bakkastígur 8 217348 Mál nr. BN048889
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna
Bræðraborgarstígur 2, Bakkastígur 8 og lóð, staðgr. 1.131.020, eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 11. 02. 2015.
Lóðin Bræðraborgarstígur 2 (staðgr. 1.131.019, landnr. 217347), er talin 780 m², lóðin reynist 870 m², teknir eru 58 m² af lóðinni og bætt við Bakkastíg 8, bætt er við lóðina, tveim skikum 138 m² + 40 m², samtals 178 m² úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin Bræðraborgarstígur 2 (staðgr. 1.131.019, landnr. 217347), verður 990 m² og verður skráð Mýrargata 21 samkvæmt skipulagi.
Lóðin Bakkastígur 8 (staðgr. 1.131.018, landnr. 217348), er 407 m², bætt er 58 m² við lóðina frá Bræðraborgarstíg 2, bætt er 29 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), teknir eru, tveir skikar 85 m² + 41 m², samtals 126 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin Bakkastígur 8 (staðgr. 1.131.018, landnr. 217348), verður 367 m², og verður skráð Mýrargata 23 samkvæmt skipulagi.
Lóð (staðgr. 1.131.020, án landnúmers), er 295 m², teknir eru 295 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 0 m² og hverfur úr skrám
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagssviði þann 20. 11. 2013, samþykkt borgarráði þann 28. 11. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 03. 02. 2014.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
55. Bræðraborgarstígur 2 (01.131.019) 217347 Mál nr. BN048888
Óskað er eftir samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðanna
Bræðraborgarstígur 2, Bakkastígur 8 og lóð, staðgr. 1.131.020, eða eins og sýnt er meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dags. 11. 02. 2015.
Lóðin Bræðraborgarstígur 2 (staðgr. 1.131.019, landnr. 217347), er talin 780 m², lóðin reynist 870 m², teknir eru 58 m² af lóðinni og bætt við Bakkastíg 8, bætt er við lóðina, tveim skikum 138 m² + 40 m², samtals 178 m² úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), lóðin Bræðraborgarstígur 2 (staðgr. 1.131.019, landnr. 217347), verður 990 m² og verður skráð Mýrargata 21 samkvæmt skipulagi.
Lóðin Bakkastígur 8 (staðgr. 1.131.018, landnr. 217348), er 407 m², bætt er 58 m² við lóðina frá Bræðraborgarstíg 2, bætt er 29 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 218177), teknir eru, tveir skikar 85 m² + 41 m², samtals 126 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), leiðrétt um 1 m² vegna fermetrabrota, lóðin Bakkastígur 8 (staðgr. 1.131.018, landnr. 217348), verður 367 m², og verður skráð Mýrargata 23 samkvæmt skipulagi.
Lóð (staðgr. 1.131.020, án landnúmers), er 295 m², teknir eru 295 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 218177), lóðin verður 0 m² og hverfur úr skrám
Sjá deiliskipulag samþykkt í umhverfis- og skipulagssviði þann 20. 11. 2013, samþykkt borgarráði þann 28. 11. 2013 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 03. 02. 2014.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Fyrirspurnir
56. Bárugata 30 (01.135.219) 100468 Mál nr. BN048834
María Elísabet Pallé, Bárugata 30, 101 Reykjavík
Ásgeir Westergren, Bárugata 30, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja ofan á eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af einbýlishúsi á lóð nr. 30 við Bárugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2015.
57. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN048830
Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta vinnustofur í kjallara og hvort leyft yrði að hækka lyftuhús og stigahús innan marka deiliskipulags í fjölbýlishúsi á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
58. Kambavað 1-3 (04.733.604) 198738 Mál nr. BN048839
Kambavað 1,húsfélag, Kambavaði 1, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta innkeyrslu í bílgeymslu eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 1-3 við Kambavað.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
59. Lambhagavegur 3 og 9 (02.647.502) 211678 Mál nr. BN048867
Ástmar Ingvarsson, Kvíslartunga 32, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 6-1200 ferm. hús fyrir bílasölu og tengdan iðnað á lóð nr. 3-9 við Lambhagaveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
60. Laugavegur 145 (01.222.125) 102861 Mál nr. BN048791
Björn Helgason, Laugavegur 145, 105 Reykjavík
Spurt er hvert leyfi fengist til að tengja saman kvisti á suðurhlið á húsinu á lóð nr. 145 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2015.
61. Laugavegur 95-99 (01.174.130) 210318 Mál nr. BN048787
Sigurvin Bjarnason, Sörlaskjól 58, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta hótel í húsi á lóð nr. 95-99 við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. febrúar 2015.
62. Litlagerði 2 (01.836.101) 108632 Mál nr. BN048833
Líney Kristinsdóttir, Litlagerði 2, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja ca. 34 ferm. bílskúr á lóð nr. 2 við Litlagerði.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skiplagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. febrúar 2015.
63. Miðtún 34 (01.223.108) 102898 Mál nr. BN048891
Svanlaug Ingvadóttir, Dalaland 8, 108 Reykjavík
Spurt er hvers vegna íbúð í risi sé ekki samþykkt í húsi á lóð nr. 34 við Miðtún.
Afgreitt
Með vísan til skýringa á fyrirspurnarblaði.
64. Ránargata 18 (01.135.105) 100442 Mál nr. BN048875
Mandat slf., Ránargötu 18, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja við eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum skrifstofuhús á lóð nr. 18 við Ránargötu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
65. Stórhöfði 17 (04.081.801) 110689 Mál nr. BN048802
EG. heild ehf., Stórhöfða 17, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúðir í norðurhluta 2. hæðar atvinnuhúss á lóð nr. 17 við Stórhöfða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skiplagsfulltrúa frá 13. febrúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2015.
Nei.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. febrúar 2015.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:20
Björn Stefán Hallsson
Erna Hrönn Geirsdóttir Björn Kristleifsson
Sigrún Reynisdóttir Óskar Torfi Þorvaldsson
Karólína Gunnarsdóttir Eva Geirsdóttir