Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 94

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 28. janúar kl. 09:06, var haldinn 94. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. 

Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir,  Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson. 

Þetta gerðist:

 (E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Stefnu um úrgangsforvarnir 2015-202, Mál nr. US150024

Lögð fram umsögn umhverfis- og skiplagssviðs dags. 23. janúar 2015 um drög að almennri stefnu um úrgangsforvarnir 2015-2026. 

Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

2. Endurheimt votlendis í Reykjavík, Mál nr. US140241

Lögð fram tillaga ásamt greinargerð  umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. desember 2014  varðandi endurheimt votlendis í Reykjavík.  Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. janúar 2015. 

Staða málsins kynnt

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

3. Aðgerðir gegn tröllahvönnum í Reykjavík., Mál nr. US150025

Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. janúar 2015 varðandi aðgerðir gegn tröllahvönnum í borgarlandinu. 

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4. Klambratún, tímabundin æfingaaðstaða fyrir knattspyrnufélagið Valur. 

US140193 Mál nr. US140193

Lagt fram bréf Jóns Valgeirs Björnssonar f.h. samráðs- og samhæfingarhóps vegna uppbyggingar og framkvæmda við Hlíðarenda ódags. um tímabundna æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnufélagið Val á Klambratúni.  Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða  dags. 3. nóvember 2014, umsögn  hverfisráðs Hlíða dags. 21. nóvember 2014 ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags.  23. janúar 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. janúar 2015 samþykkt. 

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Reykjavíkurtjörn, skýrsla 2012, 2013, 2014 Mál nr. US130037

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram skýrsla Ólafs K. Nielsen og Jóhanns Óla Hilmarssonar dags. í janúar 2015 um ástand fuglastofna Tjarnarinnar 2015. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. janúar 2015. 

Kynnt. 

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

6. Fríkirkjuvegur USK2015010064, hjólastígur Mál nr. US150021

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs ásamt tillögu Eflu dags. 28. janúar 2015 varðandi hjólastíg og nýja gangstétt með upphitun á Fríkirkjuvegi.   

Samþykkt.

7. Miklabraut við Klambratún USK2015010065, strætórein Mál nr. US150022

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. janúar 2015 varðandi strætórein á Miklubraut við Klambratún ásamt gögnum sem kynnt voru í umhverfis- og samgönguráði 2012.  uppdráttur  umhverfis- og samgöngusviðs frá nóvember 2011, tillaga umhverfis- og samgöngusviðs dags. 20. jan. 2012 og umsögn Hverfisráðs Hlíða dags. 27. feb. 2012 og viðbrögð og umfjöllun um umsögnina dags. 4. maí 2012.

Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða um nýjar forgangsreinar Strætó á Miklubraut dags. 27. febrúar 2012 ásamt bréfi samráðshóps um framkvæmdir við Miklubraut -Kringlumýrarbraut frá 5. nóvember 2008. 

Kynnt. 

Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 12:09 undir þessum lið   Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma þá var einnig búið að afgreiða liða 10, 11, 12 og 14 í fundargerðinni.  

8. Víkurvegur-Þúsöld, Mál nr. US150027

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. janúar 2015 ásamt tillögu Vinnustofunnar Þverá dags. 14. janúar 2015 er varðar  breytingu á umferðarljósum og gatnamótum Víkurvegar og Þúsaldar.   

Samþykkt. 

(A) Skipulagsmál

9. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 23. janúar 2015.

10. Álfsnes, Sorpa, breyting á deiliskipulagi (36.2) Mál nr. SN140258

SORPA bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 24. október 2014 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis-og skipulagsviðs dags. 12. desember 2014 ásamt lagfærðum uppdr. dags. 23. maí 2014 síðast br. 26. janúar 2015 og greinargerð dags. 5. september 2014 síðast br. 26. janúar 2015.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt er samþykkt að tilkynna þeim aðilum sem áður gerðu athugasemdir við tillöguna um nýja auglýsingu og kynna tillöguna sérstaklega fyrir bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar.

Vísað til borgarráðs.

Heiða Aðalsteinsdóttir fulltrúi Alta ehf. tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11. Kvosin, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.1) Mál nr. SN140559

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 26. janúar 2015 varðandi  breytingu á skilmálum  deiliskipulags Kvosarinnar. Í tillögunni felst breyting á skilmálum vegna gistiþjónustu á deiliskiplagssvæðinu. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 26. janúar 2015. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir bóka „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillögu að deiliskipulagi Kvosarinnar í auglýsingu en setja fyrirvara um endanlega afstöðu þar til borgarbúar og hagsmunaaðilar hafa fengið tillöguna til umfjöllunar. Óskað er eftir því að tekið verði saman lögfræðilegt álit þar sem lagt verði mat á þær leiðir sem sveitarfélög hafa til að stýra starfsemi og uppbyggingu eins og stefnt er að í tillögunni. Mikilvægt er að hafa fast land undir fótum í þeim efnum.“ 

Vísað til borgarráðs.

Anna María Bogadóttir arkitekt og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið 

12. Grjótaþorp, breyting á skilmálum  deiliskipulags (01.136) Mál nr. SN150046

Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, skipulagsfulltrúa  dags. 26. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Grjótaþorps. Í tillögunni felst breyting á skilmálum vegna gistiþjónustu á deiliskiplagssvæðinu. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 26. janúar 2015. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja undirbúning að endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir vísa í  bókun í lið nr. 11. 

Vísað til borgarráðs.

Anna María Bogadóttir arkitekt og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið 

13. Efstaleiti 1, drög að forsögn (01.745.4) Mál nr. SN140656

Lögð fram drög að forsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. í janúar 2015 vegna hugmyndasamkeppni lóðarinnar nr. 1 við Efstaleiti ásamt drögum að forsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna hugmyndasamkeppni lóðarinnar nr. 1. við Efstaleiti. Jafnframt var kynntur samningur Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar vegna lóðarinnar Efstaleiti 1 

Forsögn samþykkt.

Vísað til borgarráðs. 

Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið 

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 13:00 þá var að hefjast kynning á lið nr. 20 í dagskránni „100 ára afmæli kosningaréttar kvenna“ 

Jafnframt átti eftir að afgreiða lið nr. 9 í dagskránni „Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur“

14. Örfirisey, deiliskipulag (01.1) Mál nr. SN140611

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 br. 12. desember 2014 og uppfært 20. janúar 2015 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir  bóka:

"Tillagan er að mestu staðfesting á gildandi deiliskipulagsáætlun en horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu spennandi tækifæra til byggðarþróunar, sem liggja í svæðinu. Enda þótt fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telji tillöguna endurspegla litla hugmyndaauðgi samþykkja þeir að auglýsa hana en setja fyrirvara við endanlega afstöðu eftir að athugasemdir og ábendingar hafa borist frá hagsmunaaðilum og öðrum sem áhuga hafa á byggðarþróun og betri borg. "

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins. 

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

15. Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi Mál nr. SN150026

Iceeignir ehf, Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík

Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar f.h. Iceeigna ehf. dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir hjóla- og sorpgeymslu, sorpskýli og gasgeymslu norðan við húsið, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. desember 2014. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa ódags. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

16. Reitur 1.254, Kennaraskóli - Bólstaðahlíð, breyting á deiliskipulagi (01.27) Mál nr. SN140444

Kynntar hugmyndir Arkþings ehf., dags. september 2014, Yrki arkitekta dags. 27. október 2014, Ydda arkitekta dags. 27. október 2014 og A2F arkitekta dags. 27. október 2014 varðandi uppbyggingu á hluta af þróunarsvæði 33 í Aðalskipulagi Reykjavíkur,  deiliskipulagi reits  1.254, Kennaraskóli-Bólstaðahlíð. 

Umhverfis- og skipulagsráðs samþykka að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna deiliskipulag af svæðinu með hliðsjón af tillögum A2F arkitekta dags. 27. október 2014.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

17. Hlíðarendi, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.62) Mál nr. SN150032

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

ALARK arkitektar ehf, Dalvegi 18, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Valsmanna hf. dags. 20. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda. Í breytingunni felst að endurskilgreina útbygginga- og svalakvaðir, endurskilgreina kvaðir um fjölda uppdeildra húseininga o.fl., samkvæmt tillögu Alark arkitekta ehf. að greinargerð og skilmálum dags. 1. nóvember 2014 br. 10. janúar 2015.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir  og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar samþykkja að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiða atkvæði á móti tillögunni og bóka:„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði greiddu atkvæði gegn deiliskipulagi Hlíðarenda þann 5. nóvember 2014 og gerðu þá skýra grein fyrir atkvæðum sínum með ítarlegum bókunum. Með sama hætti afgreiddu borgarfulltrúar þessara sömu flokka deiliskipulagið í borgarstjórn 2. desember sl. Afstaða fulltrúanna er enn óbreytt. 

Vísað til borgarráðs.

Hildur Gunnlaugsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 812 frá  27. janúar 2015. 

(D) Ýmis mál

19. Skipholt 70, málskot (01.255.2) Mál nr. SN140676

Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lagt fram málskot Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. desember 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2014 um hækkun hússins á lóðinni nr. 70 við Skipholt um eina inndregna hæð ásamt breytingu á notkun annarrar hæðar hússins úr atvinnuhúsnæði í íbúðir/gistiheimili. 

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að unnin verði breyting á deiliskipulagi varðandi hækkun hússins ásamt breytingu á notkun úr atvinnuhúsnæði í íbúðir. Ekki er samþykkt að leyfa gististað eða skammtímaleigu í húsinu.

Skipulag skal miða að því að íbúðir á efri hæðum skerði ekki starfsemi á jarðhæð og verði útfært með metnaðarfullum hætti.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið 

20. 100 ára afmæli kosningaréttur kvenna, Mál nr. US150026

Kynning á verkefninu "100 ára afmæli kosningaréttar kvenna" . 

Kynnt. 

Sóley Tómasdóttir forseti borgastjórnar og Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

21. Grettisgata 9A og 9B, breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN140689

Argos ehf, Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarráðs dags. 15. janúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2, lóðirnar Grettisgata 9A og 9B.

22. Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi (01.240.2) Mál nr. SN140584

Mannverk ehf., Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur

Gláma/Kím ehf, Laugavegi 164, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. janúar 2015 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 20. janúar 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.210.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:30

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð

Hjálmar Sveinsson 

Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir

Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 27. janúar kl. 10:15 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 812. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Skúli Þorkelsson og Bjarni Þór Jónsson.

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Aflagrandi  17 (01.522.402) 105982 Mál nr. BN047661

Lárus Þórarinn Árnason, Aflagrandi 17, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir þremur nýjum þakgluggum, þar af eitt hliðarhengt björgunarop og gerð er grein fyrir millilofti í húsinu nr. 17 á lóð nr. 15-19 við Aflagranda.

Samþykki meðeigenda dags. 5. maí 2014 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 7. ágúst 2014 fylgir.

Stækkun millilofts: 21,2 ferm. 

Gjald kr. 9.500 + 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

2. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN048698

Hilda ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

F fasteignafélag ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN036041 þannig að fjölgað verður kvistum og fjölgað verður eignum úr fjórum í sex í húsinu nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Almannadal.

Stækkun 22,6 ferm., 79,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500 + 9.823

Frestað.

Erindið er til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa.

3. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN048688

Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílakjallara með 120 stæðum á reit 1 og 2 og 1. áfanga,  sem eru tvö samtengd sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum á  reit 1 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2015, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 2. júlí 2014.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Stærð:  Kjallari 357 ferm., bílakjallari (B-rými) 3.897,8 ferm., 1. hæð1.098,1 ferm., 2. hæð 995,2 ferm., 3. hæð 992,1 ferm., 4. og 5. hæð 1.011,8 ferm., 6. hæð 794,6 ferm.

Samtals A-rými:  6.260,6 ferm., 27.480,9 rúmm.

Samtals B-rými:  4.226,7 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

4. Austurstræti 16 (01.140.501) 100861 Mál nr. BN048781

Almenna byggingafélagið ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki á breyttum merkingum og brunavörnum, þar sem hólfun kæliklefa í kjallara er breytt og kröfum á hurðir á ræstiklefum á 2.-5. hæð eru uppfærðar í hóteli í húsi á lóð nr. 16 við Austurstræti.

Meðfylgjandi er eldvarnaskýrsla dags. janúar 2015.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN048778

Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0102, færa snyrtingu fyrir hreyfihamlaða, sjá erindi BN048613 í húsi á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

6. Álfheimar 31 (01.435.014) 105304 Mál nr. BN048080

E 18 ehf, Logafold 32, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi þannig að vinnustofa 0001 stækkar í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 31 .

Erindi fylgir samþykki sumra meðeigenda vegna breytts fyrirkomulags í kjallara áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Ármúli 2 (01.290.401) 103756 Mál nr. BN048751

BB29 ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta flóttaleiðum og brunamerkingum á 1. hæð, sjá erindi BN047550,  fjarlægja skyggni og byggja í staðinn hjólaskýli við baðhús við bakinngang aðalhúss á lóð nr. 2 við Ármúla.

Stærð hjólaskýlis B rými :  12,4 ferm. 29,2rúmm.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

8. Ármúli 9 (01.263.001) 103518 Mál nr. BN048753

Hótel Ísland ehf., Holtsbúð 87, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047780  þannig að innra skipulagi 7. hæðar verður breytt og komið verður fyrir þaksvölum á öllum hornum hússins á lóð nr. 9 við Ármúla. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu .Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN048713

Ásholt 2,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að útbúa íbúð á 1. hæð sem áður var húsvarðaríbúð og stækka hana með því að bæta við rými sem er leikrými í húsinu á lóð nr. 2 við Ásholt.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. janúar 2015.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 20. janúar 2015.

10. Barónsstígur 28 (01.190.314) 102447 Mál nr. BN048209

Eyþór Ingi Kristinsson, Lækjarfit 11, 210 Garðabær

Brynjar Kristinsson, Lækjarfit 11, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steyptum samlokueiningum, fjórar hæðir og kjallara með átta íbúðum á lóð nr. 28 við Barónsstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.

Jafnframt er erindi BN047706 dregið til baka.

Niðurrif/flutningur:   xx ferm., xx rúmm.

Stærð:  Kjallari 84,7 ferm., 1., 2. og 3. hæð 81 ferm., 4. hæð 78,3 ferm.

Samtals: 406 ferm., 1.287 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samþykki um flutning núverandi húss á lóðinni á aðra lóð þarf að liggja fyrir áður en hægt að samþykkja erindið. 

11. Baugatangi 4 (01.674.002) 106840 Mál nr. BN048772

Birgir Hákon Hafstein, Kvisthagi 27, 107 Reykjavík

Kristbjörg María Guðmundsdóttir, Kvisthagi 27, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á þremur pöllum með kjallara á lóð nr. 4 við Baugatanga.

Stærð húss:  Kjallari 60,1 ferm., 1. hæð 204,0 ferm. og bílgeymsla 36,2 ferm. Samtals 300,3 ferm., 1065,3 rúmm. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

12. Bergstaðastræti 44 (01.185.204) 102158 Mál nr. BN048318

Fasteignafélagið Snerra ehf., Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á erindi BN043924 vegna lokaúttektar, kemur fram að hurð inná bað í íbúð 0101 er færð til, bakdyr á jarðhæð eru færðar utar í línu við útvegg og breytt er brunavörnum í húsinu á lóð nr. 44 við Bergstaðstræti.

Stækkun: 1,8 ferm., 5,4 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

13. Bjarmaland  9-15 (01.854.101) 108774 Mál nr. BN048627

Þröstur Olaf Sigurjónsson, Bjarmaland 15, 108 Reykjavík

Auður Arna Arnardóttir, Bjarmaland 15, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir inngarð og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi nr. 15 á lóð nr. 9-15 við Bjarmaland.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.

Stækkun:  11,5 ferm., 178,2 rúmm?

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Borgartún  35-37 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN048777

Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að leggja matsal á 6. hæð niður og innrétta hæðina sem skrifstofuhæð fyrir 12 starfsmenn og nýta fundarsalinn á 1. hæð líka sem matsal í húsi nr. 35 á lóð nr. 35-37 við Borgartún.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Brekkugerði 8 (01.804.406) 107754 Mál nr. BN048752

Ásgeir Bolli Kristinsson, Brekkugerði 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir hliðgrind með rafmagnsopnun við aðkomu á lóð og til að fjölga gluggum á vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 8 við Brekkugerði.

Umsögn skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 27. janúar 2015 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

16. Dugguvogur 2 (01.452.001) 105605 Mál nr. BN048540

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bogfimisal með 35 12 metra brautum og 20  18 metra brautum á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Dugguvog.

Bréf lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 15. janúar 2015 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500 + 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

17. Flókagata Miklatún (01.248.-99) 103419 Mál nr. BN048642

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir upplýsingaskilti, 130 x 270 cm  fyrir Kjarvalsstaði á graseyju milli bílastæða við listasafnið og Flókagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2015.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs- og umhirðu.

18. Flúðasel 30-52 (04.971.501) 113174 Mál nr. BN048661

Flúðasel 40-42,húsfélag, Flúðaseli 42, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja upp svalaskýli sem eru léttar, færanlegar og opnanlegar glerskífur úr perlugleri á íbúð 0301 í mhl. 06, íbúð 0102 og 0201 í mhl. 07 á húsi lóð nr. 40-42 við Flúðasel.

Stærðir vegna lokunar á svölum:  06 0301 19,7 rúmm., 07 0102 19,7 rúmm., 07 0201 24,3 rúmm.

Samtals:  63,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

19. Fossaleynir 1 (02.456.101) 190899 Mál nr. BN048790

Borgarhöllin hf, Ránargötu 18, 101 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi vegna uppsteypu útveggja að  Fossaleyni 1 sbr. BN047998 sem samþykkt var 02.09 2014 um viðbyggingu við mhl.01, 5. áfanga, sem er fimleikahús úr forsteyptum samlokueiningum við suðurhluta íþróttamiðstöðvarinnar Egilshöll.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

20. Friggjarbrunnur 18 (05.053.502) 205910 Mál nr. BN048703

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara með sjö íbúðum og bílgeymslu á lóð nr. 18 við Friggjarbrunn.

Stærð:  Kjallari 163,3 ferm., 1. og 2. hæð 240,3 ferm., 3. hæð 143,9 ferm.

A-rými samtals:  787,8 ferm., 2.277,8 rúmm.

B-rými (þ.m.t. bílgeymsla):  152,6 ferm., 281,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

21. Friggjarbrunnur 42-44 (05.053.201) 205962 Mál nr. BN048498

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár til fimm hæðir með 52 íbúðum á bílakjallara fyrir 53 bíla á lóð nr. 42-44 við Friggjarbrunn.

Stærð A-rými:  6.096,6 ferm., 19.342,5 rúmm.

B-rými:  1.915,2 ferm., xx rumm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

22. Friggjarbrunnur 53 (02.693.103) 205831 Mál nr. BN048621

RED ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm hæða fjölbýlishús, 61 íbúð og bílakjallara fyrir 55 bíla á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.

Stærð mhl. 01:  1.577,9 ferm., 4.718 rúmm.

Mhl. 02:  2.266,2 ferm., 6.876,7 rúmm.

Mhl. 03:  1.656,4 ferm., 5.095,3 rúmm.

Mhl. 04:  1.347,3 ferm., 4.177,7 rúmm.

Mhl. 05:  1.470,6 ferm., 5.496,7 rúmm.

Samtals:  8.318,4 ferm.,  26.364,4 rúmm.

B-rými samtals:  99,8 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Garðastræti 37 (01.161.109) 101204 Mál nr. BN048785

GAM Management hf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

DAP ehf, Litlu-Tungu, 270 Mosfellsbær

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum vegna lokaúttektar sem felast í nýju hurðargati í kjallara, hurð á fundarherbergi og gat í vegg á 2. hæð og breyttum merkingum flóttaleiða í húsi á lóð nr.  37 við Garðastræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Geirsgata 7-7C (01.117.307) 219202 Mál nr. BN048722

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048379 þannig að glugginn á efri hæð er lengdur um 15 cm til beggja átta á veitingahúsinu á lóð nr. 7C við Geirsgötu. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar fylgir dags. 5 janúar 2015.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Hafnarstræti 19 (01.118.503) 100099 Mál nr. BN048059

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 72 herbergjum sem verður tengt við hús á lóðinni í Hafnarstræti 17, sótt er um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki og byggja nýbyggingu þar sem frontur að Hafnarstræti  verður endurbyggður í núverandi mynd, steinsteypt og einangrað að innan, verslunarrými á jarðhæð með flötu þaki og verður 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin á lóð nr. 19 við Hafnarstræti .

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014.

Einnig brunahönnun Mannvits dags. 11. júlí 2014 og umsögn Minjastofnunar dags. 9. september 2014. Ítarlegar greinagerð um ástand bygginga Hafnarstræti 19 frá Hnit dags. 8 apríl 2014, 18. júlí 2014, 18.nóv. 2014 og 20. jan. 2015 og ítarlega greinagerð um ástand byggingar Hafnarstræti 19 frá Mannvit dags. 22. jan. 2015  

Niðurrif:  XX ferm., XX rúmm. 

Stærðir nýs hús:  XX ferm. , XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Erindinu ásamt nýjum gögnum vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

26. Háaleitisbraut  14-18 (01.281.001) 103669 Mál nr. BN048769

Háaleitisbraut 14-16-18,húsféla, Háaleitisbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að klæða með sléttum álplötum vesturhlið, og hluta norður- og austurhliða bílskúra, mhl. 04, við fjölbýlishús á lóð nr. 14, 16 og 18 við Háleitisbraut.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN048714

Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík

Davíð Már Sigursteinsson, Helluvað 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu fyrir þrettán bíla með aðkomu frá Frakkastíg á baklóð við fjölbýlishús á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.

Stærð:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Klapparstígur 28 (01.171.107) 101373 Mál nr. BN048636

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja milligólf, innrétta kaffihús á jarðhæð og fjórar íbúðir á efri hæðum íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 28 við Klapparstíg.

Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra ódagsett, útreikningur á varmatapi dags. 5. janúar 2015, veðbandayfirlit fyrir Klapparstíg 26, þar sem fram kemur kvöð v/Klapparstígs 28, dags. 3. september 2014 og þinglýst afsal dags. 21. mars 1978.

Stækkun:  105,5 ferm., 301,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

29. Kleppsvegur 150-152 (01.358.501) 104491 Mál nr. BN048780

A8 ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými mhl. 02 0101 í skrifstofur, að utanverðu verður klæðning  fjarlægð svo gluggakerfið verður nýtanlegt að nýju, innangashurð á suðurhlið verður færð, gluggakerfi á suðurhlið verður endurnýjað og sett verður upp öryggishlið úr stáli inn í rými 0005 í húsi nr. 152 á lóð nr. 150-152 við Kleppsveg.

Samþykki meðlóðahafa dags. 23. jan. 2015 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Laugavegur 15 (01.171.112) 101378 Mál nr. BN048741

Menningar/framfarasj Ludv Storr, Laugavegi 15, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa skúrbyggingar og byggja steinsteypta viðbyggingu á bakhlið, kjallara og tvær hæðir  með garði á þaki, koma fyrir lyftu og innrétta sem stækkun á verslunum og gistiheimili sem fyrir eru í húsinu á lóð nr. 15 við Laugaveg.

Stækkun:  386,1 ferm., 1.322,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Laugavegur 178 (01.251.102) 103436 Mál nr. BN048728

Jón Aðalsteinn Sveinsson, Stóragerði 16, 108 Reykjavík

Vallhólmi ehf., Hjallalandi 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki II teg. C í mhl. 02 rými 0101 í húsi á lóð nr. 178 við Laugaveg.

Jákvæð fyrirspurn BN048589 dags. 9. desember 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

32. Laugavegur 34A (01.172.216) 101471 Mál nr. BN048783

Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurinnrétta framhús við Laugaveg, til að rífa einnar hæðar áfasta bakbyggingu og byggja fimm hæða steinsteypta byggingu með tengingu yfir í framhús og innrétta sem hluta hótels á lóð nr. 34A við Laugaveg.

Jafnframt er erindi BN047744 dregið til baka.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Laugavegur 36 (01.172.218) 101473 Mál nr. BN048782

Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurinnrétta húsið á Laugavegi 36 og byggja 3-4 hæða steinsteypta bakbyggingu og innrétta hótel sem tengist framhúsi á 1. hæð og húsi á nr. 34A á lóð nr. 36 við Laugaveg.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN048771

L56 ehf., Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu þar sem gerð er grein fyrir íbúð á efri hæð og skiptingu húss í tvær eignir í húsi á lóð nr. 56 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

35. Mýrargata 12 (01.116.403) 222482 Mál nr. BN048574

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna á lagnagang yfir í Mýrargötu 14-16 úr hóteli á lóð nr. 12 við Mýrargötu.

Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur, skýringar á sorphirðu fyrir lóðir Marina hótels á lóðinni nr. 12-16 við Mýrargötu, þinglýst kvöð um aðgengi  fyrir lóðirnar 12-16 við Mýrargötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

36. Mýrargata 14-16 (01.116.305) 100068 Mál nr. BN048577

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka hús nr. 14 til norðurs, snúa mæni þvert á núverandi stefnu og byggja svalir, einnig að stækka hús nr. 16 til norðurs, snúa mæni og byggja svalir á hús nr. 16 á lóð nr. 14-16 við Mýrargötu.

[Meðfylgjandi er þinglýst kvöð um opnun yfir lóðamörk, skýring á sorphirðu fyrir lóðir Marina hotels við Mýrargötu 12, 14 og 16 ásamt lóðauppdrætti.

Stækkun:  217,3 ferm., 950,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

37. Mörkin 6 (01.471.201) 105734 Mál nr. BN048691

Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skrá samkomusal Ferðafélags Íslands til veislu- og fundahalda í flokk III, tegund g, í kjallara húss á lóð nr. 6 við Mörkina.

Bréf frá umsækjanda. dags. 4. janúar 2015 fylgir erindi. 

Meðfylgjandi er einnig bréf Ferðafélags Íslands, ódagsett staðfesting á brunaviðvörunarkerfi, staðfesting á neyðarlýsingu og skoðunarskýrsla slökkvitækja.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

38. Norðurstígur 3 (01.132.016) 100206 Mál nr. BN048706

TMI ehf, Flúðaseli 69, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka og byggja 3. hæð úr timbri og innrétta nýja íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Norðurstíg.

Jafnframt er erindi BN048368 dregið til baka.

Stækkun:  84,3 ferm., 240,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Skólavörðustígur 23 (01.182.243) 101895 Mál nr. BN047110

MG Capital ehf., Flókagötu 35, 105 Reykjavík

Steinunn Ólafsdóttir, Aragata 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 25 gesti í rými sem skráð er verslunarrými á fyrstu hæð og koma fyrir loftræsiröri á bakhlið hússins á lóðinni nr. 23 við Skólavörðustíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. apríl 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. apríl 2014.

Einnig fylgir afrit af fundargerð húsfélags dags. 26. nóvember 2014, samþykki meðeigenda fyrir takmörkuðum opnunartíma til kl. 21.00, utan samþykkis eignarhluta 0401, dags. 1. nóvember 2014 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. janúar 2015.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir utanáliggjandi loftstokk og samþykki meðeigenda.

40. Spöngin 43 (00.000.000) 215349 Mál nr. BN048784

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta rými á 2. hæð úr sjúkraþjálfun í móttöku/heimahjúkrun í félagsmiðstöð á lóð nr. 43 við Spöngina.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

41. Traðarland 14 (01.871.502) 108830 Mál nr. BN048313

Ásgeir Loftsson, Noregur, Sótt er um leyfi til að breyta skipulagi innanhúss og stækka jarðhæð til austurs, suðurs og vesturs, klæða og einangra að utan, breyta gluggum og hækka miðhluta í einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Traðarland.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2014, einnig greinargerð arkitekts um framkvæmdirnar dags. 15. september 2014.

Stækkun brúttó: 138,5 ferm., 423,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Vallarás 1-5 2-4 (04.720.001) 112369 Mál nr. BN048770

Vallarás 1,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að setja nýja slétta álklæðningu sem verður fest á málmgrind á alla útveggi og einangruð með 100 mm steinull á húsið nr. 1 á lóð nr. 1-5 2-4 við Vallarás.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Vallargrund 1A (32.473.102) 222366 Mál nr. BN048746

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breyttri staðsetningu og afstöðu innan lóðar, sbr. erindi BN048022, fyrir dreifistöð OR á lóð nr. 1a við Vallargrund.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

44. Vatnagarðar 8 (01.337.703) 103914 Mál nr. BN047669

Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar, sjá erindi BN045363, í húsi á lóð nr. 8 við Vatnagarða. 

Gjald kr. 9.500 + 9.823

Frestað.

Lagfæra skráningu.

45. Vatnagarðar 8 (01.337.703) 103914 Mál nr. BN048665

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir spennistöð úr veðurþolnum álplötum klæddri að utan með timburklæðningu á lóð nr. 8 við Vatnagarða.

Stærð:  7,4 ferm., 18,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Þjóðhildarstígur 2-6 (04.112.201) 188027 Mál nr. BN048748

Gullhamrar veitingahús ehf, Þjóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á matvöruverslun í norðvesturenda 1. hæðar og til útlitsbreytinga sem felast í tilfærslum á útihurðum í húsi á lóð nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

47. Þorláksgeisli 2-4 (04.133.202) 190364 Mál nr. BN048307

Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steypu og timbri á einni hæð, einangrað og klætt að utan, fimm íbúða sambýli fyrir einhverfa ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk á lóð nr. 2-4 við Þorláksgeisla.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.

Deiliskipulagsbreyting var samþykkt 18. desember 2014.

Meðfylgjandi eru útreikningar á heildar varmatapsramma.

Stærð: 436,4 ferm., 1.636,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

48. Þórsgata 18 (01.186.303) 102259 Mál nr. BN048458

Haraldur Hrafnsson, Aragata 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skrá sem "ósamþykkta íbúð" kjallararými í parhúsi á lóð nr. 18 við Þórsgötu.

Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 2. júní 2014.

Einnig fylgja fyrirspurnir BN037168 dags. 6. nóvember 2007 og BN047142 dags. 4. febrúar 2014, sem báðar fengu neikvæða afgreiðslu, einnig fylgir samþykki meðeigenda dags. 15. október 2014 og gögn sem sýna íbúðina sem afmarkaða séreign.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

49. Þórsgata 9 (01.181.111) 101747 Mál nr. BN048702

Helga Rakel Stefnisdóttir, Espigerði 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvist og svalir á suðausturhlið, endurnýja þak og geymsluskúr, endurnýja og stækka bílskúr og endurnýja glugga í húsi á lóð nr. 9 við Þórsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 fylgir erindinu, einnig bréf frá hönnuði dags. 18. desember 2014 fylgir erindi.

Stækkun: 1,6 ferm., 17,3 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

50. Norðlingabraut 5 (04.734.603) 198279 Mál nr. BN048796

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar Norðlingabraut 5, eða eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 21. 01. 2015.

Lóðin Norðlingabraut 5 (staðgr. 4.734.603, landnr. 198279) er  334 m² teknir eru  12 m² af lóðinni og bætt við óútvísað land (landnr. 221449) lóðin verður 322 m²

Sjá bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 21. janúar 2015 þar sem farið er fram á að lóðamörk Norðlingabrautar 5 séu færð að stígkanti.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

51. Skógarsel 41-43 (04.931.201) 195570 Mál nr. BN048786

Skógarsel 41-43,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Lagt fram bréf húsfélagsins Skógarsel 41-43 dags. 30. desember 2014 vegna lokaúttektar hússins að Skógarseli 41-43, ásamt fylgiskjali merkt No.1.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

52. Vesturgata 2* (01.140.007) 100819 Mál nr. BN048794

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Byggingarfulltrúi leggur til að dreifistöðvarlóð Orkuveitu Reykjavíkur við Vesturgötu verði tölusett nr. 2B við Vesturgötu til samræmis við lóðarblað dags. 19.10.2010. Landnúmer 100819, fastanúmer 200-2583, núverandi skráning lóðarinnar er Vesturgata 2*.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

53. Álfaland 5 (01.847.303) 108730 Mál nr. BN048766

Anna Þóra Gísladóttir, Hamravík 76, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta óútgrafið rými í kjallara undir bílskúr í tvíbýlishúsi á lóð nr. 5 við Álfaland.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

54. Einarsnes 36 (01.672.001) 106792 Mál nr. BN048760

Hjördís Andrésdóttir, Einarsnes 36, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta verslun í veitingastað í flokki I eða II í íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 36 við Einarsnes.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

55. Garðsendi 6 (01.824.213) 108410 Mál nr. BN048743

Hermann Leifsson, Garðsendi 6, 108 Reykjavík

Spurt er hvort framlengja megi þak út yfir tröppur og stækka anddyri hússins á lóð nr. 6 við Garðsenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi með vísan til umsagnar skipulagfulltrúa dags. 23. janúar 2015 og athugasemda á fyrirspurnarblaði.

56. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN048680

Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyft yrði að endurbyggja mhl. 02 og hækka mhl. 01 með inndreginni hæð og innrétta íbúðir frá 2. hæð og einnig í bakhúsi í húsi á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2015.

Afgreitt.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2015.

57. Jörfagrund 30 (32.472.608) 180583 Mál nr. BN048720

Viðar Ásgeirsson, Noregur, Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólskála aftan við raðhús á lóð nr. 30 við Jörfagrund.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Afgreitt.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

58. Laugavegur 58 (01.173.113) 101530 Mál nr. BN048757

Hildur Bjarnadóttir, Hofteigur 20, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta hostel (gistiskáli) fyrir 24 gesti á 1. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 58 við Laugaveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

59. Laugavegur 95-99 (01.174.130) 210318 Mál nr. BN048787

Sigurvin Bjarnason, Sörlaskjól 58, 107 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að innrétta hótel í húsi á lóð nr. 95-99 við Laugaveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

60. Lautarvegur 12-16 (01.794.105) 213563 Mál nr. BN048775

Jónas Ólafsson, Bjarmaland 10, 108 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjölbýlishús eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum á lóð nr. 12 við Lautarveg.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

61. Lindargata 50 (01.153.201) 101098 Mál nr. BN048756

Stefán Hrafnkelsson, Brautarland 12, 108 Reykjavík

Fagriskógur ehf., Brautarlandi 12, 108 Reykjavík

101 Skuggi ehf., Lindargötu 50, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að breyta innra skipulagi eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af einbýlishúsi á lóð nr. 50 við Lindargötu.

Frestað.

Milli funda.

62. Logafold 118 (02.873.806) 110370 Mál nr. BN046819

Tryggvi Þór Haraldsson, Logafold 118, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólstofu við suðurhlið hússins á lóð nr. 118 við Logafold.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. nóvember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2013 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015.

Nei.

Samræmist ekki deiliskipulagi samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

63. Óðinsgata 4 (01.180.304) 101715 Mál nr. BN048700

Ólöf Flygenring, Mjóahlíð 4, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að sameina eignir 0107 og 0101 í mhl. 02 og fá samþykkta íbúð í bakhúsi á lóð nr. 4 við Óðinsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma á fyrirspurnarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 23. Janúar 2015. Sækja þarf um byggingarleyfi.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:19

Bjarni Þór Jónsson

Björgvin Rafn Sigurðarson

Björn Kristleifsson

Jón Hafberg Björnsson

Sigrún Reynisdóttir

Skúli Þorkelsson

Eva Geirsdóttir