Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 93

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 21. janúar kl. 09:10, var haldinn 93. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. 

Fundarritari var Örn Sigurðsson. 

Þetta gerðist:

(E) Umhverfis- og samgöngumál

1. Sorpa, Kynning Mál nr. US150016

Kynntar niðurstöður árlegrar greiningar á samsetningu úrgangs frá heimilum í Reykjavík.  Jafnframt kynntar niðurstöður Capasentkönnunar  á viðhorfum til úrgangsmála og endurvinnslu.

Bjarni Gnýr Hjarðar og Ragna Halldórsdóttir kynna..

Sigurborg Ó Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:15

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:20. 

Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri og Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 16. janúar 2015.

3. Bleikargróf 6, breyting á deiliskipulagi (01.889.3) Mál nr. SN140692

Sýrfell ehf, Traðarlandi 2, 108 Reykjavík

Lögð fram umsókn Sýrfells ehf dags. 16. desember 2014 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6 við Bleikargróf. Í breytingunni felst fjölgun íbúða og breyting á  byggingarreit samkvæmt uppdrætti Gests Ólafssonar arkitekts , dags. 15. desember 2014,  br. 15.janúar 2015. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4. Kirkjusandur, breyting á aðalskipulagi 2010-2030 (01.34) Mál nr. SN150015

Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. janúar 2015 varðandi breytingu á aðalskipulagsi Reykjavíkur 2010-2030 vegna reits 27, þróunarsvæði nr. 44, Kirkjusandur - miðsvæði M6b. Í breytingunni felst að endurskilgreina mögulegan fjölda íbúða á svæðinu.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010 Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar,  Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og hverfisráðs Laugardals.. Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 811 frá  20. janúar 2015. 

(C) Fyrirspurnir

6. Vesturgata 6-10A, (fsp) kvistir og innra skipulag (01.132.1) Mál nr. SN140693

Hallgrímur Friðgeirsson, Kirkjustétt 22, 113 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Hallgríms Friðgeirssonar dags. 30. desember 2015 um byggingu kvista á bakhlið hússins nr. 8 á lóð nr. 6-10A við Vesturgötu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. janúar 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. janúar 2015 samþykkt . 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. 

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Ólafur Kr. Guðmundsson sat fundinn við umræður um fyrirspurnina en Áslaug María Friðriksdóttir tók sæti á fundinum fyrir afgreiðslu þess. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(E) Umhverfis- og samgöngumál

7. Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur Mál nr. US140180

Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á  Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv. uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursetningu  vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014. 

Einnig er lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 19. nóvember 2014 um aðgerðir á syðri hluta Grensásvegar:

"Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tryggja eðlilegt umferðarflæði, er lagt til að farið verði í eftirfarandi aðgerðir á Grensásvegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar .

Gerður verði hjólreiðastígur austan megin vegarins og gangstígur breikkaður. Miða skal við að hjólreiðastígurinn verði nægilega breiður fyrir hjólaumferð í báðar áttir og rýmið aukið á milli bílumferðar og gangandi vegfarenda með þessum aðgerðum. Í þessum tilgangi verði miðeyjan mjókkuð og eystri akreinar vegarins færðar til vesturs sem því nemur.

Notendastýrðum gönguljósum veðri bætt við nálægt gatnamótum Heiðargerðis og Grensásvegar.

Lýsing þessa vegakafla verði bætt og endurhönnuð sérstaklega með þarfir gangandi vegfarenda í huga og þá einkum skólabarna.

Sebrabrautir og umferðarskilti í samræmi við lög og reglugerðir verði settar á allar hliðargötur meðfram þessum kafla Grensásvegar. 

Þegar í stað verði framkvæmdar umferðartalningar og hraðamælingar á vegakaflanum og umferðarstjórnun metin í framhaldinu t.d með radarskiltum. Mikilvægt er að gert verði umferðarmódel af götunni, þar sem afleiðingar þessara breytinga eru metnar. Samhliða þessu verði metin þörf fyrir göngubrú yfir Grensásveg á helstu gönguleiðinni með öryggi skólabarna sérstaklega í huga.

Efna skal til víðtækrar kynningar á þessum tillögum meðal íbúa og annarra hagsmunaaðila, svo sem atvinnurekendum við götuna og í næsta nágreni. Einnig skal leggja fram umsögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglunni, enda er Grensásvegur mikilvæg leið viðbragðsaðila að neyðarmóttöku Landsspítalans í Fossvogi." 

Kynnt fundargerð af kynningarfundi umhverfis- og skipulagssvið dags. 28. nóvember 2014 um væntanlegar breytingar á Grensásvegi. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. janúar 2015  varðandi breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir samráðsfund með hagsmunaaðilum. 

Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 19. nóvember 2014 er tekin til atkvæðagreiðslu og felld með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars  Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa- Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur  og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Ólafs Kr. Guðmundssonar og fulltrúa framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem bókar “ Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að tillaga Sjálfstæðismanna sé skynsamlegri af þeim tveimur tillögum sem liggja fyrir en telur þó að breytingar á Grensásvegi sé ekki forgangsverkefni m.a. í ljósi kostnaðar og forgangsröðun fjármuna. Þá var nýlega samþykkt að klára hjólastíg við Háaleitisbraut. Tryggja þurfi umferðaröryggi og að forgangsakstur verði ekki skertur.“

Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars  Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa- Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur  og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Ólafs Kr. Guðmundssonar og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins  Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur Kr. Guðmundsson bóka „Meirihluti borgarstjórnar hefur gert þrengingar gatna í Reykjavík að forgangsverkefni sínu. Megin tilgangurinn er að þrengja að umferðinni og skiptir þá litlu máli hvað það kostar. Fækkun akreina og þrengingar á tveimur götum, Grensásvegi og Háaleitisbraut, mun kosta borgarbúa 205 milljónir króna. Á sama tíma standa margir tónlistarskólar í Reykjavík frammi fyrir gjaldþroti en borgarfulltrúar meirihlutans finna enga peninga í sjóðum borgarinnar til að tryggja framboð á tónlistarnámi svo dæmi sé tekið um verkefni sem ætti frekar að hafa forgang. Önnur lögmál virðast gilda um tilgangslausar þrengingar á gatnakerfinu. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og skipulagsráði hafa lagt fram útfærðar tillögur um það hvernig auka má öryggi gangandi vegfarenda og leggja hjólastíga meðfram Grensásvegi án þess að það hafi áhrif á aðra umferð sem fer um götuna og án þess að fækka akreinum um helming eins og til stendur. Umferðartalningar staðfesta að umferð um götur borgarinnar eykst ár frá ári og er á síðasta ári meiri en nokkru sinni fyrr að árinu 2007 undanskildu og því furðulegt að fara í öfuga átt þegar kemur að gatnakerfinu. Ekki liggja fyrir neinar talningar á því hversu margir hjóla um Gensásveg og því er ekki vitað hver raunveruleg þörf er. 

Reynslan sýnir að þegar götur eru þrengdar eins og t.d. Hofsvallagata leitar umferðin inn á aðrar götur og inn í íbúðahverfi. Ekkert umferðarmódel hefur verið gert sem greinir hvert umferðin mun leita eftir að Grensásvegur hefur verið þrengdur og hver áhrifin verða af þessum framkvæmdum. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gert verði umferðarmódel þar sem mat verði lagt á áhrif breytinga á Grensásvegi hefur nú verið felld sem sýnir að lítill vilji er til að gera þetta með faglegum og sæmilega varfærnum hætti og að koma í veg fyrir fjármunum borgarbúa sé varið í óþarfa.“ 

Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar  Sveinsson, fulltrúi- Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og  fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson  bóka „Tillaga um endurhönnun Grensásvegar suður er hluti af Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar frá árinu 2010 og í samræmi við stefnu borgarinnar í umferðarmálum og Aðalskipulag Reykjavíkur. Aðgerðin mun hægja á bílumferð, auka umferðaröryggi og bæta aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi barna og fullorðinna í hverfinu. Umferðarflæði götunnar mun ekki raskast enda er metin umferð á þessum kafla Grensásvegar langt undir viðmiðum fyrir fjögurra akreina götu. Hönnun tekur tillit til athugasemda hagsmunaaðila þ.á.m. frá Slökkviliði sem komu fram í samráðsferlinu.“

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi kl 11:25, þá var einnig búið að afgreiða lið 10 í fundargerðinni. 

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum kl 12:35 þá var búið að fjalla um lið 11 og 12 í fundargerðinni. 

8. Tryggvagata 28, bílastæði fyrir hótel Radisson blu 1919  (US2013070043) Mál nr. US140233

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 4. desember 2014 varðandi bílastæði fyrir hótel Radisson SAS 1919 við Tryggvagötu 28 . Einnig er lagt fram bréf Radisson blu 1919 hotel móttekið 13. janúar 2015. 

Samþykkt.

9. Elliðavogur, mat á umhverfisáhrifum vegna landfyllinga  (US2014100060) Mál nr. SN150028

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 16. janúar 2015 varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga í Elliðavogi.

Samþykkt 

Vísað til borgarráðs. 

(D) Ýmis mál

10. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu Mál nr. SN140462

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. september 2014 vegna samþykktar borgarráðs 28. ágúst 2014 um að vísa erindi svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins dags. 26. ágúst 2014 um auglýsingu á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Óskað er eftir að umsögn berist innan 14 daga. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. september 2014 og athugasemdir umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. janúar 2015 við auglýsta tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040.

Samþykkt 

Vísað til borgarráðs. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Ólafur Kr. Guðmundsson og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

11. Hávaði frá framkvæmdum í íbúðabyggð og miðsvæðum., kynning Mál nr. US150015

Lagt fram erindi frá Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur þar sem óskað er eftir að 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kynni aðkomu HER vegna hávaða frá framkvæmdum í íbúðarbyggð og miðsvæðum fyrir umhverfis- og skipulagsráði.  

Kynnt.

Rósa Magnúsdóttir deildarstjóri og Ólöf Vilbergsdóttir heilbrigðisfulltrúi sitja fundinn undir þessum lið. 

12. Umhverfis- og skipulagssvið, vetrarþjónusta staðan í janúar 2015. Mál nr. US150013

Kynnt staðan á vetrarþjónusta umhverfis- og skipulagssviðs dags. í janúar 2015.  

Kynnt. 

Guðjóna Björk Sigurðardóttir skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Ólafur Kr. Guðmundsson víkur af fundi kl. 12:40 og tók Áslaug María Friðriksdóttir sæti á fundinum á sama tíma, þá átti eftir að afgreiða liði 8 og 9 í fundargerðinni.  

13. Laugavegur, hönnunarsamkeppni Mál nr. US150020

Kynntar niðurstöður úr hönnunarsamkeppni um Laugavegs frá Skólavörðustíg að Snorrabraut. 

Fulltrúar Arkís Birgir Teitsson og Hermann Ólafsson kynna. 

14. Óðinstorg, hönnunarsamkeppni Mál nr. US150019

Kynntar niðurstöður hönnunarsamkeppni um Óðinstorg.  

Fulltrúar Basalt arkitekta Hrólfur Karl Cela  og Anna María Bogadóttir kynna. 

15. Laugavegur 70 og 70B, málskot (01.174.2) Mál nr. SN150004

Sigurgeir Sigurjónsson, Bárugata 18, 101 Reykjavík

Sigurjón Sigurgeirsson, Laugavegur 70, 101 Reykjavík

Lagt fram málskot Sigurjóns Sigurgeirssonar og Sigurgeirs Sigurjónssonar dags. 19. desember 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 28. nóvember 2014 á notkun húsanna á lóðunum nr. 70 og 70B við Laugaveg.

Fyrri afgreiða skipulagsfulltrúa frá 28. nóvember 2014 staðfest. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi kl 14:25.

16. Skipholt 70, málskot (01.255.2) Mál nr. SN140676

Teiknistofan Arkitektar ehf, Brautarholti 6, 105 Reykjavík

Lagt fram málskot Teiknistofunnar Arkitektar ehf. dags. 9. desember 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 20. nóvember 2014 um hækkun hússins á lóðinni nr. 70 við Skipholt um eina inndregna hæð ásamt breytingu á notkun annarrar hæðar hússins úr atvinnuhúsnæði í íbúðir/gistiheimili. 

Frestað. 

17. Kleppsvegur, Kleppur, deiliskipulag (01.3) Mál nr. SN150018

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 9. janúar 2015 varðandi samþykkt hafnarstjórnar s.d. um að fela hafnarstjóra í samvinnu við umhverfis- og skipulagssviðs að vinna tillögu að deiliskipulagi lands við Klepp. 

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. 

18. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í nóvember 2014. 

19. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til október  2014 Mál nr. US130185

Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til nóvember  2014.

20. Umhverfis- og skipulagsráð, Bréf Maríu Hildar Maack Mál nr. US150014

Lagt fram bréf Maríu Hildar Maack dags. 14. janúar 2015 þar sem óskað er eftir að koma á fund ráðsins og kynna verkefni er varðar verkefni sem er að efla umhverfisvitund neytenda í borginni.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði. 

21. Betri Reykjavík, hraðleið á milli stúdentaíbúðanna í Grafarholti og háskólanna  (US2014120084) Mál nr. US150007

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "hraðleið á milli stúdentaíbúðanna í Grafarholti og háskólanna" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. janúar 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. janúar 2015 samþykkt.

22. Betri Reykjavík, setja bekki fyrir utan Hlemm  (US2014120081) Mál nr. US150003

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "setja bekki fyrir utan Hlemm" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. janúar 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. janúar 2015 samþykkt.

23. Betri Reykjavík, lækkun hámarkshraða í íbúðargötum  (US2014120082) Mál nr. US150004

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "lækkun hámarkshraða í íbúðargötum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. janúar 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. janúar 2015 samþykkt.

24. Betri Reykjavík, rauntímakort í öll strætóskýli borgarinnar  (US2014120083) Mál nr. US150006

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "rauntímakort í öll strætóskýli borgarinnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. janúar 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. janúar 2015 samþykkt.

25. Betri Reykjavík, uppl. um skautafærð á tjörninni á vef Reykjavíkurborgar Mál nr. US140106

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum frítími og útivist "uppl. um skautafærð á tjörninni á vef Reykjavíkurborgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. janúar 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. janúar 2015 samþykkt.

26. Arnargata 10, kæra 124/2014, umsögn (01.553.2) Mál nr. SN140680

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála  dags. 12. desember 2014 ásamt kæru dags. 11. desember 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 12. janúar 2015.

27. Arnargata 10, kæra 6/2015, umsögn (01.553.2) Mál nr. SN150019

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 13. janúar 2015 ásamt kæru dags. 10. janúar 2015 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Arnargötu 10. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 14. janúar 2015.

28. Skipasund 43, kæra 123/2014, umsögn (01.358.2) Mál nr. SN140657

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 4. desember 2014 vegna byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóð nr. 43 við Skipasund. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 13. janúar 2015.

29. Frakkastígur - Skúlagata, drög að lýsingu (01.15) Mál nr. SN140664

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d að skipulagslýsingu fyrir hluta Skúlagötusvæðis.

30. Hádegismóar 1-3, breyting á deiliskipulagi (04.411) Mál nr. SN140638

Freyr ehf, Lynghálsi 2, 110 Reykjavík

Arkþing ehf, Bolholti 8, 105 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d að auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðanna að Hádegismóum 1-3.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:45.

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð. 

Hjálmar Sveinsson 

                             Magnea Guðmundsdóttir Gísli Garðarsson

                            Júlíus Vífill Ingvarsson     Áslaug Friðriksdóttir

                            Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 20. janúar kl. 10:33 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 811. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Sigrún Reynisdóttir, Skúli Þorkelsson, Bjarni Þór Jónsson og Björgvin Rafn Sigurðarson

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN048698

F fasteignafélag ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Hilda ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN036041 þannig að fjölgað verður kvistum og fjölgað verður eignum úr fjórum í sex í húsinu nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Almannadal.

Stækkun XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Erindið er til umsagnarferli hjá skipulagsfulltrúa.

2. Austurstræti 8-10 (01.140.404) 100847 Mál nr. BN048755

Reitir III ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir rými 103, sbr. erindi BN048613, á 1. hæð í húsi á lóð nr. 8-10 við Austurstræti.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Ármúli 2 (01.290.401) 103756 Mál nr. BN048751

BB29 ehf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta flóttaleiðum og brunamerkingum á 1. hæð, fjarlægja skyggni og byggja í staðinn hjólaskýli við baðhús við bakinngang aðalhúss á lóð nr. 2 við Ármúla.

Stærð hjólaskýlis:  XX ferm. XX rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Ármúli 26 (01.292.102) 103791 Mál nr. BN048729

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN048000 þannig að innra skipulag tannlæknastofu verður breytt og biðstofa er stækkuð í rými 0201 í húsinu á lóð nr. 26 við Ármúla.

Bréf frá Geislavörnum ríkisins dags. 23. desember 2014 fylgir erindi. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

5. Ármúli 9 (01.263.001) 103518 Mál nr. BN048753

Hótel Ísland ehf., Holtsbúð 87, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047780  þannig að innra skipulagi 7. hæðar verður breytt og komið verður fyrir þaksvölum á öllum hornum hússins á lóð nr. 9 við Ármúla. 

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

6. Barónsstígur 45A (01.193.004) 102530 Mál nr. BN048699

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leiðréttingu á nýsamþykktu erindi, BN048267 þar sem rýmisnúmer og skráningu er breytt í Sundhöll Reykjavíkur á lóð nr. 45A við Barónsstíg.

Stækkun var skráð:  1.388,2 ferm., 5.583,4 rúmm.

Leiðrétt stækkun:  1.011,6 ferm., 5.196,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

7. Bergstaðastræti 46 (01.185.205) 102159 Mál nr. BN048609

Edda Sigfríð Jónasdóttir, Eskihlíð 6, 105 Reykjavík

Maríus Þór Jónasson, Faxaskjól 22, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera svalir á rishæð, innrétta tvö svefnherbergi í risi, baðherbergi í kjallara og breyta innra skipulagi, m. a. innrétta þvottaherbergi og geymslu í bílgeymslu einbýlishúss á lóð nr. 46 við Bergstaðastræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

8. Borgartún 26 (01.230.002) 102910 Mál nr. BN048742

LF6 ehf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Eik fasteignafélag hf., Álfheimum 74, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í austurhluta skrifstofurýmis  á 4. hæð í húsinu á lóð nr. 26 við Borgartún. 

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

9. Bragagata 38A (01.186.629) 102324 Mál nr. BN048356

Þorp ehf, Bolholti 4, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á þak, flóttastiga á austurhlið og breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 38A við Bragagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. október 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015. Erindið var grenndarkynnt frá 8. desember 2014 til og með 12. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun:   12,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

10. Brautarholt 16 (01.242.205) 103034 Mál nr. BN048736

Kistufell sf, Brautarholti 16, 105 Reykjavík

Jón Þórhallsson, Furugrund 68, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að skipta upp rými 0103 og innrétta rakarastofu í öðrum enda rýmisins í húsinu á lóð nr. 16 við Brautarholt. 

Jákvæð fyrirspurn BN048670 fylgir.  

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Brekkugerði 8 (01.804.406) 107754 Mál nr. BN048752

Ásgeir Bolli Kristinsson, Brekkugerði 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir hliðgrind með rafmagnsopnun við aðkomu á lóð og til að fjölga gluggum á vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 8 við Brekkugerði.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til umsagnar skrifstofu reksturs og umhirðu.

12. Dugguvogur 2 (01.452.001) 105605 Mál nr. BN048540

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bogfimisal með 35 12 metra brautum og 20  18 metra brautum á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Dugguvog.

Bréf lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 15. janúar 2015 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500 + 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

13. Granaskjól 48-52 (01.515.303) 105842 Mál nr. BN048548

Arnbjörn Ingimundarson, Granaskjól 48, 107 Reykjavík

Tómas Óskar Guðjónsson, Granaskjól 50, 107 Reykjavík

Björgvin Freyr Vilhjálmsson, Granaskjól 52, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja glerskála á norðurhlið raðhúss á lóð nr. 48-52 við Granaskjól.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu. Erindi var grenndarkynnt frá 8. desember 2014 til og með 12. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust.

Stækkun pr. matshluta:  10,5 ferm., 22,7 rúmm.

Samtals stækkun:  31,5 ferm., 68,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

14. Grandagarður 2 (01.115.301) 100058 Mál nr. BN048750

1486 ehf., Grandagarði 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingastaðar úr flokki II e, kaffihús, í veitingastað í flokki II a, veitingahús, jafnframt er skipulagi í eldhúsi og afgreiðslu breytt í Alliance húsinu á lóð nr. 2 við Grandagarð.

Meðfylgjandi er tilvitnun í hluta af leigusamningi.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Gunnarsbraut 30 (01.247.113) 103345 Mál nr. BN047471

Helga Gerður Magnúsdóttir, Gunnarsbraut 30, 105 Reykjavík

Ársæll Valfells, Gunnarsbraut 30, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu, byggja tvennar svalir á suðvesturhlið, breyta innra skipulagi og breyta í tvíbýlishús, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Gunnarsbraut.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 1. apríl 2014, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. maí 2014 ásamt umsögnum verkefnisstjóra dags. 28. apríl 2014 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. apríl 2014. 

Meðfylgjandi er einnig bréf með útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Stefáns Boga Stefánssonar dags. 10. nóvember 2014, Huldu Sigfúsdóttur dags. 13. nóvember 2014 og Þóru Einarsdóttur og Björns Ingibergs Jónssonar dags. 18. nóvember 2014 þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Sjafnar Vilhelmsdóttur dags.  17. nóvember 2014 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.

Erindið var grenndarkynnt frá 23. október til og með 4. desember 2014.

Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:  Inga Reynisdóttir dags. 26. nóvember 2014,  Steinunn  Kristjánsdóttir dags. 2. desember 2014,  Ragnheiður Aradóttir  og Kári Steinars Karlsson dags. 3. desember 2014,  Hinrik Á. Bóason, Guðbjörg Á. Ingólfsdóttir, Sjöfn Vilhelmsdóttir og Ólöf Markúsdóttir dags. 3. desember 2014,   húsfélagið Gunnarsbraut 28  dags. 4. desember 2014 og  Sigbjörn Kjartansson dags. 3. desember 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2015.

Stækkun: 112,6 ferm.,  345,6 rúmm.

Heildarstærð verður:  372,2 ferm., 1.099,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Með vísan til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs dags.14. janúar 2015 og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2015.

16. Haðaland 10-16 (01.864.401) 108813 Mál nr. BN048681

Ólöf Finnsdóttir, Haðaland 16, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttri byggingarlýsingu með breyttum og endurskoðuðum stærðum samanber erindi BN048511 sem samþykkt var 9. desember 2014 fyrir einbýlishús nr. 16 á lóð nr. 10-16 við Haðaland.

Stækkun samtals 28,1 ferm., 11,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

17. Haukdælabraut 48-56 (05.114.702) 214804 Mál nr. BN048739

Sandra Rut Gunnarsdóttir, Þórðarsveigur 20, 113 Reykjavík

Guðmundur Kristján Guðmundsson, Þórðarsveigur 20, 113 Reykjavík

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir hús nr. 52, sjá erindi BN044541 dags. 5. júní 2012, á lóð nr. 48-56 við Haukdælabraut.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

18. Hólmaslóð 2A (01.111.502) 100028 Mál nr. BN048649

Guðlax ehf, Hólmaslóð 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir nýjum inngangi byggja nýtt stigahús á suðvestur hlið, til að fjarlægja þakpappaklætt þak og steypa járnbenta þakplata  í húsi á lóð nr. 2A við Hólmaslóð. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 13. janúar 2015 og bréf frá eiganda dags. 12. janúar 2015 fylgja erindi. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN048637

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjarlægja hús sem fyrir er og byggja steinsteypt hús, fjórar hæðir og kjallara með verslun á jarðhæð og í kjallara og sex íbúðum á 2. til 4. hæð á lóð nr. 30 við Klapparstíg.

Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra, yfirlýsing um hönnun raflagna, yfirlýsing um hönnun lagna og burðarvirkis og útreikningur á varmatapi dags. 5. janúar 2015.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Niðurrif:  166 ferm., 341,8 rúmm.

Nýbygging:  Kjallari 272,8 ferm., 1. hæð 214,7 ferm., 2. hæð 183,8 ferm., 3. og 4. hæð 176,6 ferm.

Samtals 861,9 ferm., 3.076,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

20. Klettháls 3 (04.342.301) 188538 Mál nr. BN048420

Eðal ehf., Kletthálsi 3, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki á stækkun millilofts í rými 0105 í atvinnuhúsi á lóð nr. 3 við Klettháls.

Meðfylgjandi er brunahönnunarskýrsla VSI dags. 18. nóvember 2014.

Stækkun: 121,2 ferm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

21. Laufásvegur 2 (01.183.005) 101917 Mál nr. BN048361

Flying Viking ehf, Krókhálsi 5A, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta sem einbýlishús atvinnuhús á lóð nr. 2 við Laufásveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 001-005 síðast breytt í nóvember 2014.

22. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN048737

Arnór Stefán Bohic, Melgerði 12, 200 Kópavogur

Laugaberg hf, Burknabergi 8, 221 Hafnarfjörður

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN048568 v/lokaúttektar þannig að starfsmannasalerni er fært frá 3. hæð niður á 1. hæð undir stiga, koma fyrir matvælavinnslu á 3. hæð og færa starfsmannaaðstöðu niður á 2. hæð í veitingahúsi á lóð nr. 12B við Laugaveg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Laugavegur 56 (01.173.112) 101529 Mál nr. BN048616

L56 ehf., Lækjartorgi 5, 101 Reykjavík

Djús ehf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús fyrir 40 gesti í flokki II og verslun með asískar matvörur á 1. og 2. hæð húss á lóð nr. 56 við Laugaveg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Laugavegur 58B (01.173.114) 101531 Mál nr. BN048712

París ehf., Miðdal 1, 276 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja við og breyta og innrétta gistiskála í flokki V fyrir 27 gesti í húsi á lóð nr. 58B við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

25. Lautarvegur 24 (01.794.504) 213574 Mál nr. BN048718

Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða raðhús, mhl. 01, með kjallara og innbyggðum bílskúr á lóð nr. 24 við Lautarveg.

Útreikningur á varmatapi dags. 3. desember 2014 fylgir erindi. 

Stærð: íbúð 279 ferm., 979,9 rúmm. Bílgeymsla 45,5 ferm. 157,4 rúmm. Samtals 324,5 ferm., 1137,3 rúmm. B rými 10 ferm., 32 rúmm.

Samtals með B rými 334,5 ferm., 1169,3 rúmm. V rými 48 ferm., 142,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

26. Lindargata 62 (01.153.207) 101104 Mál nr. BN048573

Arnar Hannes Gestsson, Laugavegur 86-94, 101 Reykjavík

Byggir ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við kjallara, endurinnrétta og breyta 1. og 2. hæð og innrétta gistiheimili í flokki II í fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Lindargötu.

Meðfylgjandi er umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 25. nóvember 2014 og önnur dags. 5.janúar 2015.

Stækkun:  36,4 ferm., 240 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Melgerði 9 (01.815.308) 108004 Mál nr. BN048504

Georg Bergþór Friðriksson, Melgerði 9, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri úr timbri, steypa nýjar tröppur og stækka svalir á 2. hæð íbúðarhússins á lóð nr. 9 við Melgerði.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu. Erindið var grenndarkynnt frá 8. desember 2014 til og með 12. janúar 2015. Engar athugasemdir bárust.

Stærðir, stækkun; 6,2 ferm., 15,9 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

28. Mýrargata 12 (01.116.403) 222482 Mál nr. BN048574

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að opna á lagnagang yfir í Mýrargötu 14-16 úr hóteli á lóð nr. 12 við Mýrargötu.

Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur, skýringar á sorphirðu fyrir lóðir Marina hótels á lóðinni nr. 12-16 við Mýrargötu, þinglýst kvöð um aðgengi  fyrir lóðirnar 12-16 við Mýrargötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Mýrargata 14-16 (01.116.305) 100068 Mál nr. BN048577

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka hús nr. 14 til norðurs, snúa mæni þvert á núverandi stefnu og byggja svalir, einnig að stækka hús nr. 16 til norðurs, snúa mæni og byggja svalir á hús nr. 16 á lóð nr. 14-16 við Mýrargötu.

[Meðfylgjandi er þinglýst kvöð um opnun yfir lóðamörk, skýring á sorphirðu fyrir lóðir Marina hotels við Mýrargötu 12, 14 og 16 ásamt lóðauppdrætti.

Stækkun:  217,3 ferm., 950,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Neshagi 16 (01.542.212) 106389 Mál nr. BN048581

Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. 2. og 3. hæð og koma fyrir rými fyrir kælibúnað og varaaflstöð við norðurhlið húss á lóð nr. 16 við Neshaga.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Stærð varaaflstöðvarhúss mhl. 03 er 6,0 ferm. , 13,0 rúmm. og kælibúnaðarhúss 02 er 5,3 ferm., 11,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað til uppdrátta nr. 01 - 07 dags. 17. nóvember 2014.

31. Norðurstígur 5 (01.132.014) 100204 Mál nr. BN048580

A 16 fasteignafélag ehf., Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja íbúða steinsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með innbyggðum tveggja stæða bílskúr á lóð nr. 5 við Norðurstíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Stærð:  1. hæð 59 ferm., 2. hæð 99,1 ferm., 3. hæð 99,2 ferm., 4. hæð 71,7 ferm

Samtals 329 ferm., 1.127,5 rúmm.

B-rými  54,7 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

32. Nökkvavogur 32 (01.441.206) 105447 Mál nr. BN048754

Róbert Sverrisson, Nökkvavogur 32, 104 Reykjavík

Guðríður Helga Gunnarsdóttir, Reynilundur 8, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að afmarka sérafnotaflöt fyrir íbúð 0101 á lóð sameignarhússins á lóð nr. 32 við Nökkvavog.

Meðfylgjandi er samþykki með eigenda á teikningum.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

33. Sigtún 42 (01.367.001) 174753 Mál nr. BN048707

Öryrkjabandalag Íslands, Sigtúni 42, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga á vesturgafli í flóttahurð og breyta innra skipulagi 1. hæðar í húsi á lóð nr. 42 við Sigtún.

Samþykki meðlóðarhafa dags. 22. október 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

34. Suðurhólar 16 (04.670.0--) 112099 Mál nr. BN048725

Rakel Jóhannsdóttir, Suðurhólar 16, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg í rými 0304 í vesturenda fjölbýlishússins á lóð nr. 16 við Suðurhóla.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 17. desember 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Sæmundargata 15-19 (01.631.303) 220416 Mál nr. BN048759

Alvotech hf., Smáratorgi 3, 201 Kópavogur

Sótt er um aðskilið byggingarleyfi fyrir innanhússfrágang byggingar Alvotech á lóð nr. 15-19 við Sæmundargötu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

36. Tangabryggja 14-16 (04.023.108) 222116 Mál nr. BN048731

Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir lagfærðri skráningu, sjá nýlega samþykkt erindi BN048446, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju,

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

37. Tjarnargata 36 (01.142.206) 100932 Mál nr. BN048685

Leifur Sveinsson, Hringbraut 50, Sótt er um leyfi til að færa til upprunalegs horfs og byggja við til suðurs, og til að innrétta safn um Júlíönu Sveinsdóttur í einbýlishúsi á lóð nr. 36 við Tjarnargötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Stækkun:  28,2 ferm., 95,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015  og athugasemda á umsóknarblaði.

38. Útkot C (00.313.31-) 216620 Mál nr. BN048639

Sæmundur Alfreðsson, Útkot, 116 Reykjavík

Jarþrúður D Flórentsdóttir, Útkot, 116 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu af einbýlishúsi á Útkoti C, landnúmer 216620.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

39. Vallargrund 1A (32.473.102) 222366 Mál nr. BN048746

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir breyttri staðsetningu og afstöðu innan lóðar, sbr. erindi BN048022, fyrir dreifistöð OR á lóð nr. 1a við Vallargrund.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

40. Veltusund 3B (01.140.420) 100860 Mál nr. BN048747

Arkís arkitektar ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík

Balance ehf, Viðarási 26, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 3B við Veltusund.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

41. Þjóðhildarstígur 2-6 (04.112.201) 188027 Mál nr. BN048748

Gullhamrar veitingahús ehf, Þjóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á matvöruverslun í nv-enda á 1. hæð og til útlitsbreytinga sem felast í tilfærslum á útihurðum í húsi á lóð nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

42. Þorláksgeisli 2-4 (04.133.202) 190364 Mál nr. BN048307

Félagsbústaðir hf., Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja úr steypu og timbri á einni hæð, einangrað og klætt að utan, fimm íbúða sambýli fyrir einhverfa ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk á lóð nr. 2-4 við Þorláksgeisla.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014.

Deiliskipulagsbreyting var samþykkt 18. desember 2014.

Meðfylgjandi eru útreikningar á heildar varmatapsramma.

Stærð: 436,4 ferm., 1.636,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

43. Þórsgata 18 (01.186.303) 102259 Mál nr. BN048458

Haraldur Hrafnsson, Aragata 10, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skrá sem "ósamþykkta íbúð" kjallararými í parhúsi á lóð nr. 18 við Þórsgötu.

Erindi fylgir íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 2. júní 2014.

Einnig fylgja fyrirspurnir BN037168 dags. 6. nóvember 2007 og BN047142 dags. 4. febrúar 2014, sem báðar fengu neikvæða afgreiðslu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

44. Þórsgata 9 (01.181.111) 101747 Mál nr. BN048702

Helga Rakel Stefnisdóttir, Espigerði 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvist og svalir á suðausturhlið, endurnýja þak og geymsluskúr, endurnýja og stækka bílskúr og endurnýja glugga í húsi á lóð nr. 9 við Þórsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 fylgir erindinu, einnig bréf frá hönnuði dags. 18. desember 2014 fylgir erindi.

Stækkun: 1,6 ferm., 17,3 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

45. Dyngjuvegur 9 (01.384.001) 104863 Mál nr. BN048762

Kristján Ásgeir Þorbergsson, Dyngjuvegur 9, 104 Reykjavík

Óskað er eftir því að heiti lóðar verði breytt í Dyngjuv. 9 Staðarhóll í stað núverandi skráningar sem er Dyngjuvegur 9.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

46. Krókháls 13 (04.140.801) 110738 Mál nr. BN048768

Endurupptaka ákvörðunar dags. 14. janúar 2015 um sameiningu lóðar við Krókháls 13, Reykjavík.

Vísað er til tilkynningar um afgreiðslu máls, dags. 14. janúar 2015, varðandi sameiningu lóðar fyrir Krókháls 13, Reykjavík.

Óskað er eftir að umrædd lóðasameining verði endurupptekin og felld úr gildi þar sem lóðarhafi af lóð Krókháls 13, með staðgr. 4.140.801, hefur ekki fengið úthlutað óútvísuðu landi Reykjavíkur, samtals 7.025m2 eða keypt þann lóðarhluta. Núverandi lóðarhafi, Landey ehf., að lóðinni Krókháls 13, landnr. 221449, er einungis lóðarhafi af 3.000m2, en Reykjavíkurborg er lóðarhafi af 7.025m2 og hefur ekki látið þá lóð af hendi með lóðaúthlutun eða með samningum við lóðarhafa. Samþykkt þinglýsts eiganda, Reykjavíkurborgar, skortir fyrir lóðasameiningunni og því ber að endurupptaka hana og fella úr gildi, sbr. 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Óskað er því eftir að umrædd lóðasameining verði endurupptekin og felld úr gildi þegar í stað og það tilkynnt lóðarhafa, Landey ehf. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

47. Bergþórugata 5 (01.190.226) 102429 Mál nr. BN048677

Yngvi Sindrason, Fagraþing 4, 203 Kópavogur

Spurt er hvort breyta megi í fjölbýli húsinu á lóð nr. 5 við Bergþórugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

48. Bragagata 34 (01.186.633) 102328 Mál nr. BN048727

Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyft yrði að breyta íbúð í tvær íbúðir í húsinu á lóð nr. 34 við Bragagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

49. Garðsendi 6 (01.824.213) 108410 Mál nr. BN048743

Hermann Leifsson, Garðsendi 6, 108 Reykjavík

Spurt er hvort framlengja megi þak út yfir tröppur og stækka anddyri hússins á lóð nr. 6 við Garðsenda.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

50. Grandagarður 8 (01.115.101) 100046 Mál nr. BN048658

Elvar Ingimarsson, Danmörk, Spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta bruggsmiðju og veitingastað í fl. III í  rými 0103 og 0102 í húsinu á lóð nr. 8 við Grandagarð.

Tölvupóstur frá umsækjanda dags. 14. jan. 2015 og teikningar hvar staðsetning á að vera.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

51. Hallveigarstígur 2 (01.180.201) 101689 Mál nr. BN048744

Ólöf Berglind Halldórsdóttir, Lækjargata 3, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyft yrði að vera með íbúðargistingu fyrir ferðamenn í íbúð á neðri hæð húss á lóð nr. 2 við Hallveigarstíg.

Jákvætt.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

52. Hlíðarendi 1-7 (01.629.502) 220839 Mál nr. BN048690

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja allt að fimm hæða fjölbýlishús á tveggja hæða bílakjallara með 135 íbúðum á reit D, eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum á lóð nr. 1-7 við Hlíðarenda.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015..

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum.

Með með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015.

53. Í Úlfarsfellslandi 125475 (97.001.020) 125475 Mál nr. BN048692

Jón Birgir Kjartansson, Kríuás 17a, 221 Hafnarfjörður

Spurt er hvort embætti byggingafulltrúa Reykjavíkur krefjist þess að sumarhús sem kveikt var í eigi að endurbyggja í sömu mynd þar sem nú er samþykkt erindi BN047617 um byggingu á sumrahúsi á landspildu úr landi Úlfarsfells, landnúmer 125475.

Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík krefst ekki endurbyggingar sumarhúss sem brann á lóð í landi Úlfarsfells (Hálsakot) með landnúmer 125475.

54. Laugarnesvegur 52 (01.346.101) 104070 Mál nr. BN048732

Jón Egill Unndórsson, Gnoðarvogur 82, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja ofan á mhl. 02 eina hæð úr timbri á húsið á lóð nr. 52 við Laugarnesveg. 

Nei.

Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin fullbyggð.

55. Lokastígur 6 (01.181.103) 101740 Mál nr. BN048641

Indriði Björnsson, Lokastígur 6, 101 Reykjavík

Spurt er hvort hækka megi þak um hálfan til einn meter og bæta við kvistum á hvora hlið á húsi á lóð nr. 6 við Lokastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa 16. janúar 2015.

56. Skipasund 9 (01.356.001) 104366 Mál nr. BN048719

Ottó Magnússon, Skipasund 9, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja svalalokun á kvist hússins á lóð nr. 9 við Skipasund.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015.

57. Tranavogur 5 (01.454.101) 105619 Mál nr. BN048730

Haraldur Ólafsson, Hávallagata 48, 101 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi skrifstofuhúsnæði í íbúð á 2. hæð í húsi á lóð nr. 5 við Tranavog.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

58. Urðarstekkur 1 (04.613.307) 111798 Mál nr. BN048726

Díana Jóhanna Svavarsdóttir, Urðarstekkur 1, 109 Reykjavík

Guðmundur Þ Eyjólfsson, Urðarstekkur 1, 109 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að útbúa íbúðarherbergi í útgröfnu rými í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 1 við Urðarstekk. 

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til úrskriftar úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015.

59. Víðimelur 19-23 (01.541.202) 106330 Mál nr. BN048745

Guðlaugur Karl Karlsson, Fífusel 37, 109 Reykjavík

Spurt er um ástæður þess að ekki verði samþykkt íbúð í rými 0501 í risi fjölbýlishúss nr. 21 á lóð nr. 19-23 við Víðimel

Afgreitt.

Með vísan til rökstuðnings á fyrirspurnarblaði.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:47

Bjarni Þór Jónsson

Björgvin Rafn Sigurðarson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Skúli Þorkelsson

Eva Geirsdóttir