Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 92

Umhverfis- og skipulagsráð

STJÓRN SKIPULAGSSJÓÐS

Ár 2007, fimmtudaginn 16. ágúst, var haldinn 92. fundur stjórnar Skipulagssjóðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Björn Ingi Hrafnsson. Jafnframt sat fundinn Kristín Einarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Stjórnin samþykkir fyrir sitt leyti samkomulag við Minjavernd hf um flutning og endurgerð hússins sem stóð að Hafnarstræti 21, Zimsen. Samkomulagið verður sent borgarráði til afgreiðslu.

2. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu f.h. Svæðiskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík þar sem sótt er um lóð við Kambavað 5 fyrir sambýli fyrir fatlaða. Stjórnin mælir með því að Svæðiskrifstofunni verði úthlutað lóð fyrir sambýli í samræmi við deiliskipulag fyrir Norðlingaholt. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá tillögu til borgarráðs.

3. Lögð fram bréf sem borist hafa vegna Lindargötu 36. Afgreiðslu frestað.

4. Rætt um skipulag við Hverfisgötu og á Barónsreit. Til fundarins komu Björn Gunnlaugsson og Sveinn Björnsson.

Fundi slitið kl. 15.40

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Björn Ingi Hrafnsson Dagur B. Eggertsson