Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 92

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 14. janúar kl. 09:10, var haldinn 92. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Páll Hjaltason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Ólafur Kr. Guðmundsson,  Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir  árheyrnarfulltrúi. 

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson, Magnús Ingi Erlingsson  og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari var Örn Sigurðsson.

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Orkuveita Reykjavíkur, hreinsivirki. Mál nr. US140218

Kynning  á lofthreinsistöð Orkuveitu Reykjavíkur við Hellisheiðarvirkjun.

Kynnt.

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:16. 

Bjarni Bjarnason framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur kynnti.

Hólmfríður Sigurðardóttir, og Bjarni Páll Júlíusson fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur og Páll Erland framkvæmdastjóri Orku Náttúrunnar taka sæti á fundinum undir þessum lið.

(E) Umhverfis- og samgöngumál

2. Sorpa bs., fundargerðir Mál nr. US130002

Lögð fram  fundargerð Sorpu bs. nr. 345 frá 9. janúar 2015. 

3. Sniðatalningar, umferðartalningar 2014 Mál nr. US150005

Lögð fram til kynningar skýrsla umhverfis- og skipulagsviðs dags. í desember 2014 varðandi umferðartalningar í Reykjavík.

Kynnt. 

Björg Helgadóttir verkefnisstjóri kynnir.

4. Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur Mál nr. US140180

Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á  Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursetningu  vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014. 

Einnig er lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 19. nóvember 2014 um aðgerðir á syðri hluta Grensásvegar:

"Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tryggja eðlilegt umferðarflæði, er lagt til að farið verði í eftirfarandi aðgerðir á Grensásvegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar .

Gerður verði hjólreiðastígur austan megin vegarins og gangstígur breikkaður. Miða skal við að hjólreiðastígurinn verði nægilega breiður fyrir hjólaumferð í báðar áttir og rýmið aukið á milli bílumferðar og gangandi vegfarenda með þessum aðgerðum. Í þessum tilgangi verði miðeyjan mjókkuð og eystri akreinar vegarins færðar til vesturs sem því nemur.

Notendastýrðum gönguljósum veðri bætt við nálægt gatnamótum Heiðargerðis og Grensásvegar.

Lýsing þessa vegakafla verði bætt og endurhönnuð sérstaklega með þarfir gangandi vegfarenda í huga og þá einkum skólabarna.

Sebrabrautir og umferðarskilti í samræmi við lög og reglugerðir verði settar á allar hliðargötur meðfram þessum kafla Grensásvegar. 

Þegar í stað verði framkvæmdar umferðartalningar og hraðamælingar á vegakaflanum og umferðarstjórnun metin í framhaldinu t.d með radarskiltum. Mikilvægt er að gert verði umferðarmódel af götunni, þar sem afleiðingar þessara breytinga eru metnar. Samhliða þessu verði metin þörf fyrir göngubrú yfir Grensásveg á helstu gönguleiðinni með öryggi skólabarna sérstaklega í huga.

Efna skal til víðtækrar kynningar á þessum tillögum meðal íbúa og annarra hagsmunaaðila, svo sem atvinnurekendum við götuna og í næsta nágreni. Einnig skal leggja fram umsögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglunni, enda er Grensásvegur mikilvæg leið viðbragðsaðila að neyðarmóttöku Landsspítalans í Fossvogi." 

Kynnt fundargerð af kynningarfundi umhverfis- og skipulagssvið dags. 28. nóvember 2014 um væntanlegar breytingar á Grensásvegi. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. janúar 2015 varðandi breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir samráðsfund með hagsmunaaðilum.

Frestað. 

Stefán Agnar Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

5. Túngata 7, sendiráð Indlands, bílastæði Mál nr. US150012

Lagt fram bréf sendiráðs Indlands dags. 11. desember 2014 varðandi bílastæði fyrir sendiráð Indlands við Túngötu 7. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samgöngudeildar dags. 12. janúar 2015.

Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 12. janúar 2015.

(A) Skipulagsmál

6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 9. janúar 2015.

7. Kvosin, breyting á deiliskipulagi (01.1) Mál nr. SN140559

Kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. í janúar 2015 varðandi  breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar. Í tillögunni felst skilmálabreyting er varðar fjölbreytileika Kvosarinnar. 

Kynnt.

Anna María Bogadóttir arkitekt og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

8. Reitur 1.171.1, Hljómalindarreitur, breyting á skilmálum deiliskipulags (01.171.1) Mál nr. SN150009

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Lögð fram umsókn Þingvangs ehf. dags. 9. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum reits 1.171.1, Hljómalindarreits. í breytingunni felst færsla á staðsetningu íbúða innan reitsins, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. 17. desember 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. 

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

(B) Byggingarmál

9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 810 13. janúar 2015. 

10. Gunnarsbraut 30, stækkun íbúðarhúss, bifreiðargeymsla o.fl. (01.247.113) Mál nr. BN047471

Helga Gerður Magnúsdóttir, Gunnarsbraut 30, 105 Reykjavík

Ársæll Valfells, Gunnarsbraut 30, 105 Reykjavík

Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. september 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu, byggja tvennar svalir á suðvesturhlið, breyta innra skipulagi og breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús á lóð nr. 30 við Gunnarsbraut. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2014. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Stefáns Boga Stefánssonar dags. 10. nóvember 2014, Huldu Sigfúsdóttur dags. 13. nóvember 2014 og Þóru Einarsdóttur og Björns Ingibergs Jónssonar dags. 18. nóvember 2014 þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Sjafnar Vilhelmsdóttur dags.  17. nóvember 2014 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. 

Erindi var grenndarkynnt frá 23. október til og með 4. desember 2014. Eftirtaldir aðilar sendi inn athugasemdir: Inga Reynisdóttir dags. 26. nóvember 2014, Steinunn Kristjánsdóttir dags. 2. desember 2014, Ragnheiður Aradóttir og Kári Steinars Karlsson dags. 3. desember 2014, Hinrik Á. Bóason, Guðbjörg Á. Ingólfsdóttir, Sjöfn Vilhelmsdóttir og Ólöf Markúsdóttir dags. 3. desember 2014, húsfélagið Gunnarsbraut 28 dags. 4. desember 2014 og Sigbjörn Kjartansson dags. 3. desember 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2015.

Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 1. apríl 2014 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. maí 2014 ásamt umsögnum verkefnisstjóra dags. 28. apríl 2014 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 28. apríl 2014. Meðfylgjandi er einnig bréf með útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2014.  Stækkun: 112,6 ferm.,  345,6 rúmm. Heildarstærð verður:  372,2 ferm., 1.099,9 rúmm. Gjald kr. 9.500

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.12. janúar 2015. 

Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

Páll Hjaltason víkur af fundi undir þessum lið. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur Kr. Guðmundsson og fulltrú Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

Guðlaug Erna Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(C) Fyrirspurnir

11. Veghúsastígur 9A, (fsp) niðurrif, uppbygging o.fl. (01.152.4) Mál nr. SN140672

Þórður Birgir Bogason, Lækjarvað 5, 110 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 12. desember 2014 var lögð fram fyrirspurn Þórðar Birgis Bogasonar dags. 10. desember 2014  ásamt skissu arkitektur.is  varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóðinni nr. 9A við Veghúsastíg. Einnig er sótt um rekstrarleyfi í flokki IV í húsnæðinu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2015.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

12. Lindargata 62, (fsp) stækkun kjallara, endurgerð húss (01.153.2) Mál nr. SN140633

Byggir ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa desember 2014 var lögð fram fyrirspurn Byggir ehf. dags. 25. nóvember 2014 um stækkun kjallara og endurgerð húss á lóð nr. 62 við Lindargötu, samkvæmt uppdr 1, 2, 3.  Al-Hönnunar ehf. dags. 20. nóvember 2014. Ráðgert er að leigja út íbúðir hússins  til skammtímaleigu. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. desember 2014 og 5. janúar 2015 og umsagnir Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 9. desember 2014 og 6. janúar 2015 Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2015. 

Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í að umsækjandi láti vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað vegna stækkunar kjallara í samræmi við umsögn.skipulagsfulltrúa dags. 7.janúar 2015.

Ekki er tekið jákvætt í að með deiliskipulagsbreytingu verði heimilað að reka gistiheimili eða leigja íbúðir til skamms tíma fyrir ferðamenn samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Vesturgata 6-10A, (fsp) kvistir og innra skipulag (01.132.1) Mál nr. SN140693

Hallgrímur Friðgeirsson, Kirkjustétt 22, 113 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Hallgríms Friðgeirssonar dags. 30. desember 2015 um byggingu kvista á bakhlið hússins nr. 8 á lóð nr. 6-10A við Vesturgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2015.

Frestað

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.  

14. Hafnarstræti 17, (fsp) breyting á framhlið hússins (01.118.5) Mál nr. SN140687

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Sjöstjörnunnar ehf. dags. 17. desember 2014 varðandi breytingu á framhlið hússins á lóðinni nr. 17 við Hafnarstræti. Einnig eru lagðar fram tvær tillögu THG arkitekta ehf. dags. 2. og 17. desember 2014 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. desember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2015. 

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2015 samþykkt..

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

15. Úlfarsfell, (fsp) kirkjugarður (02.6) Mál nr. SN140481

Kirkjugarðar Reykjavíkur, Suðurhlíð, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 11. september 2014 varðandi kirkjugarð í Úlfarsfelli. Einnig er lögð fram greinargerð  Helga Geirharðssonar f.h. stýrihóps um uppbyggingu á Hlíðarenda um mun á kostnaði við uppbyggingu kirkjugarðs vegna jarðvegsflutninga í Úlfarsfelli eða í Geldinganesi. Einnig er lagt fram minnisblað Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 3. desember 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014

Þórsteinn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkur kynnir. 

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

16. Sorphirða, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mál nr. US150011

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 7. janúar 2015 var lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur. 

"Sorphirða var óviðunandi í sumum hverfum borgarinnar desembermánuði. Skapaði þetta mikil óþægindi og óþrifnað. Óskað er eftir upplýsingum um það hvernig staðið var að sorphirðu í þessum mánuði og hvernig á því stendur að ekki var haldið uppi reglubundinni sorphirðu. " 

Lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags.9. janúar 2015. 

17. Umhverfis- og skipulagssvið, vetrarþjónusta staðan í janúar 2015. Mál nr. US150013

Kynnt staðan á vetrarþjónusta umhverfis- og skipulagssviðs dags. í janúar 2015.

Frestað.

18. Laugavegur 70 og 70B, málskot (01.174.2) Mál nr. SN150004

Sigurjón Sigurgeirsson, Laugavegur 70, 101 Reykjavík

Sigurgeir Sigurjónsson, Bárugata 18, 101 Reykjavík

Lagt fram málskot Sigurjóns Sigurgeirssonar og Sigurgeirs Sigurjónssonar dags. 19. desember 2014 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 28. nóvember 2014 á notkun húsanna á lóðunum nr. 70 og 70B við Laugaveg.

Frestað.

19. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla Mál nr. US130045

Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í desember 2014. 

20. Sævarhöfði 6-10, beiðni um álit á gildistíma starfsleyfis (04.052) Mál nr. SN140632

Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2014 var lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 11. september 2014 um álit umhverfis- og skipulagssviðs á gildistíma starfsleyfis vegna umsóknar sem borist hefur frá Malbikunarstöðinni Höfða hf. að Sævarhöfða 6-10 um nýtt starfsleyfi til reksturs malbikunarstöðvar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. nóvember 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. nóvember 2014 samþykkt. 

21. Betri Reykjavík, setja bekki fyrir utan Hlemm  (US2014120081) Mál nr. US150003

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "setja bekki fyrir utan Hlemm" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur. 

22. Betri Reykjavík, lækkun hámarkshraða í íbúðargötum  (US2014120082) Mál nr. US150004

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram önnur efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "lækkun hámarkshraða í íbúðargötum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur. 

23. Betri Reykjavík, rauntímakort í öll strætóskýli borgarinnar  (US2014120083) Mál nr. US150006

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram þriðja efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "rauntímakort í öll strætóskýli borgarinnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur. 

24. Betri Reykjavík, hraðleið á milli stúdentaíbúðana í Grafarholti og háskólanna  (US2014120084) Mál nr. US150007

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram fjórða efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum samgöngur "hraðleið á milli stúdentaíbúðana í Grafarholti og háskólanna" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur. 

25. Betri Reykjavík, flugvöllinn burt úr Vatnsmýri Mál nr. US150008

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum skipulagsmál "flugvöllinn burt úr Vatnsmýri" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsstjóri. 

26. Betri Reykjavík, úrbætur á Hlemmi  (US2014120085) Mál nr. US150009

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "úrbætur á Hlemmi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir. 

27. Betri Reykjavík, Umbuna þeim sem ekki nota nagladekk  (US2014120086) Mál nr. US150010

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum umhverfismál "umbuna þeim sem ekki nota nagladekk" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði. 

28. Austurbrún 6, kæra 126/2014, umsögn (01.381.1) Mál nr. SN140681

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. desember 2014 ásamt kæru dags. 10. desember 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Laugaráss vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurbrún. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. janúar 2015.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 15:07

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson 

Magnea Guðmundsdóttir Páll Hjaltason 

Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

Ólafur Kr. Guðmundsson Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir 

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 13. janúar kl. 10:29 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 810. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir og Björgvin Rafn Sigurðarson

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN048698

F fasteignafélag ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Hilda ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN036041 þannig að fjölgað verður kvistum og fjölgað verður eignum úr fjórum í sex í húsinu nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Almannadal.

Stækkun XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2. Alþingisreitur (01.141.106) 100886 Mál nr. BN045597

Alþingi, Kirkjustræti, 150 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurgera ytra byrði og breyta hurðum í glugga frá fyrri samþykkt sbr. fyrirspurn BN045466, erindi BN039779 og erindi BN042821, í húsinu Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti.

Meðfylgjandi eru ódagsettar skýringar arkitekts og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. janúar 2013 ásamt umsögn Minjasafns Reykjavikur dags. 17. apríl 2013.

Gjald kr. 9.000

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

3. Ásholt 2-42 (01.242.005) 103030 Mál nr. BN048713

Ásholt 2,húsfélag, Pósthólf 8940, 128 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að útbúa íbúð á 1. hæð sem áður var húsvarðaríbúð og stækka hana með því að bæta við rými sem er leikrými í húsinu á lóð nr. 2 við Ásholt.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

4. Barónsstígur 47 (01.193.101) 102532 Mál nr. BN048723

Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta flokki gistiheimilis úr flokki III í flokk V á lóð nr. 47 við Barónsstíg.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

5. Bergstaðastræti 44 (01.185.204) 102158 Mál nr. BN048318

Fasteignafélagið Snerra ehf., Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum á erindi BN043924 vegna lokaúttektar, kemur fram að hurð inná bað í íbúð 0101 er færð til, bakdyr á jarðhæð eru færðar utar í línu við útvegg og breytt er brunavörnum í húsinu á lóð nr. 44 við Bergstaðstræti.

Stækkun: 1,8 ferm., 5,4 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

6. Bjarmaland  9-15 (01.854.101) 108774 Mál nr. BN048627

Auður Arna Arnardóttir, Bjarmaland 15, 108 Reykjavík

Þröstur Olaf Sigurjónsson, Bjarmaland 15, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir inngarð og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi nr. 15 á lóð nr. 9-15 við Bjarmaland.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.

Stækkun:  11,5 ferm., 178,2 rúmm?

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Faxafen 8 (01.462.001) 105670 Mál nr. BN048716

Vesturgarður ehf., Laugavegi 59, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum/nýjum breytingum á 1. og 2. hæð og á útliti húss á lóð nr. 8 við Faxafen.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

8. Fjallkonuvegur 1 (02.855.301) 110068 Mál nr. BN048602

Olíuverzlun Íslands hf., Katrínartúni 2, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að endurnýja eldsneytisgeyma, mhl. 08, 6.000 l. litað dísel, mhl. 07, 20.000 l. dísel, báðir í sömu steyptu þrónni, fjarlægja þrjá tanka undir þurrkstæðum og tveim nýjum 30.000 l. bensíntönkum komið fyrir, mhl. 05 og 06 og koma fyrir gasgeymslu á eldsneytisafgreiðslustöð á lóð nr. 1 við Fjallkonuveg.

Tankar fjarlægðir:  112 rúmm. 

Nýir tankar:  Mhl. 05:  34 rúmm.

Mhl. 06:  34 rúmm.

Mhl. 07:  23,3 rúmm.

Mhl. 08:  8,9 rúmm.

Gasgeymsla:  8,3 ferm., 15,8 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Þinglýsa skal eignaskiptayfirlýsingu vegna lóðar fyrir útgáfu byggingarleyfis.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

9. Fjarðarás 5 (04.373.003) 111355 Mál nr. BN048653

Einar Schweitz Ágústsson, Fjarðarás 5, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi efri hæðar, svalir stækkaðar á vesturhlið, gluggafronti við svalir skipt út og tröppum bætt við suðaustur hlið út í garð á húsinu á lóð nr. 5 við Fjarðarás.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Með vísan til leiðbeininga úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015.

10. Flókagata Miklatún (01.248.-99) 103419 Mál nr. BN048642

AFA JCDecaux Ísland ehf, Vesturvör 30b, 200 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að koma fyrir upplýsingaskilti, 130 x 270 cm  fyrir Kjarvalsstaði á graseyju milli bílastæða við listasafnið og Flókagötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2015.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2015.

11. Friggjarbrunnur 47 (02.693.402) 205817 Mál nr. BN048686

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hús fyrir dælustöð, dreifistöð og gagnaveitu úr steinsteypu á einni hæð með flötu þaki, sbr. erindi BN038912 samþ. 7. október 2008, á lóð nr. 47-49 við Friggjarbrunn.

Stærðir: 72 ferm., 298 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

12. Friggjarbrunnur 53 (02.693.103) 205831 Mál nr. BN048621

RED ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm hæða fjölbýlishús, 61 íbúð og bílakjallara fyrir 55 bíla á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.

Stærð:  8.144,7 ferm., 25.398,8 rúmm.

B-rými 98,4 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Holtavegur 8-10 (00.000.000) 104960 Mál nr. BN048682

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Festing ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem fjalla meðal annars um loftstokka á útvegg 1. hæðar vöruhúss  nr. 8 á lóð nr. 8-10 við Holtaveg.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

14. Hverfisgata 61 (01.152.515) 101087 Mál nr. BN048714

Davíð Már Sigursteinsson, Helluvað 1, 110 Reykjavík

Hverfill ehf., Helluvaði 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu fyrir þrettán bíla með aðkomu frá Frakkastíg á baklóð við fjölbýlishús á lóð nr. 61 við Hverfisgötu.

Stærð:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Höfðabakki 9 (04.075.001) 110681 Mál nr. BN048434

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um samþykki á smávægilegum breytingum vegna lokaúttektar, sbr. erindi BN046313, á húsnæði verkfræðistofunnar Eflu á lóð nr. 9 við Höfðabakka.

Meðfylgjandi er minnisblað um brunavarnir frá Eflu dag.s 13. september 2013, bréf arkitekts dags. 20. október 2014 og niðurstöður lokaúttektar dags. 16. október 2013.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

16. Jöldugróf 6 (01.889.003) 108914 Mál nr. BN048708

Sýrfell ehf, Traðarlandi 2, 108 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tveimur ?? gámum á lóð nr. 6 við Jöldugróf.

Bréf vegna kvartana á gámunum dags. 1. des 2014 fylgir

Stærðir á gámum: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Samræmist ekki deiliskipulagi.

17. Kirkjuteigur 13 (01.360.511) 104545 Mál nr. BN048242

Elísabet Anna Guðmundsdóttir, Svíþjóð, Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20" gám v/byggingaframkvæmda í risi við fjölbýlishús á lóð nr. 13 við Kirkjuteig.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Tímabundið til 6 mánaða.

18. Klapparstígur 28 (01.171.107) 101373 Mál nr. BN048636

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja milligólf, innrétta kaffihús á jarðhæð og fjórar íbúðir á efri hæðum íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 28 við Klapparstíg.

Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra ódagsett, útreikningur á varmatapi dags. 5. janúar 2015, veðbandayfirlit fyrir Klapparstíg 26, þar sem fram kemur kvöð v/Klapparstígs 28, dags. 3. september 2014 og þinglýst afsal dags. 21. mars 1978.

Stækkun:  105,5 ferm., 301,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

19. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN048637

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjarlægja hús sem fyrir er og byggja steinsteypt hús, fjórar hæðir og kjallara með verslun á jarðhæð og í kjallara og sex íbúðum á 2. til 4. hæð á lóð nr. 30 við Klapparstíg.

Erindi fylgir greinargerð hönnunarstjóra, yfirlýsing um hönnun raflagna, yfirlýsing um hönnun lagna og burðarvirkis og útreikningur á varmatapi dags. 5. janúar 2015.

Niðurrif:  166 ferm., 341,8 rúmm.

Nýbygging:  Kjallari 272,8 ferm., 1. hæð 214,7 ferm., 2. hæð 183,8 ferm., 3. og 4. hæð 176,6 ferm.

Samtals 861,9 ferm., 3.076,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

20. Langagerði 23 (01.831.203) 108524 Mál nr. BN048704

Jónas Dalberg Karlsson, Langagerði 23, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og gluggum, loka stigagati, skipta út handriðum á svölum 1. hæðar og grafa út og lækka gólf í geymslu í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 23 við Langagerði.

Stækkun:  2 ferm., 14,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Laugavegur 178 (01.251.102) 103436 Mál nr. BN048728

Vallhólmi ehf., Hjallalandi 8, 108 Reykjavík

Jón Aðalsteinn Sveinsson, Stóragerði 16, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að selja veitingar í flokki II teg. ? í mhl. 02 rými ?? í húsi á lóð nr. 178 við Laugaveg.

Jákvæð fyrirspurn BN048589 dags. 9. desember 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Laugavegur 86-94 (01.174.330) 198716 Mál nr. BN048453

Púkinn ehf., Grensásvegi 14, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta "take away" núðlusúpustað á 1. hæð í rými 0101 í húsi á lóð nr. 86-94 við Laugaveg.

Meðfylgjandi er staðfesting Matvælastofnunar dags. 18. desember 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

23. Lautarvegur 24 (01.794.504) 213574 Mál nr. BN048718

Nýborg ehf, Súlunesi 19, 210 Garðabær

Sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða staðsteypt parhús mhl. 01 með kjallara og innbyggðum bílskúr á lóð nr. 24 við Lautarveg.

Orkurammi dags. 3. des. 2014 fylgir. 

Stærðir: íbúð 279 ferm., 979,9 rúmm. Bílgeymsla 45,5 ferm. 157,4 rúmm. Samtals 324,5 ferm., 1137,3 rúmm. B rými 10 ferm., 32 rúmm.  Samtals með B rými 334,5 ferm., 1169,3 rúmm. V rými 48 ferm., 142,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Lóuhólar 2-6 (04.642.701) 111914 Mál nr. BN048452

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að innrétta aðstöðu fyrir ræktun á baunaspírum í rými 0105 í verslunarhúsi á lóð nr. 2-6 við Lóuhóla.

Erindi fylgir staðfesting Matvælastofnunar dags. 18. desember 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

25. Mörkin 6 (01.471.201) 105734 Mál nr. BN048691

Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skrá samkomusal Ferðafélags Íslands til veislu- og fundahalda í flokk III, tegund g, í kjallara húss á lóð nr. 6 við Mörkina.

Bréf frá umsækjanda. dags. 4. janúar 2015 fylgir erindi. 

Meðfylgjandi er einnig bréf Ferðafélags Íslands, ódagsett staðfesting á brunaviðvörunarkerfi, staðfesting á neyðarlýsingu og skoðunarskýrsla slökkvitækja.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

26. Njálsgata 33B (01.190.030) 102367 Mál nr. BN048301

Unnur Guðjónsdóttir, Svíþjóð, Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN047214 þannig að hætt er við kvist og svalir á suðurhlið og gluggum er breytt á húsinu á lóð nr. 33B við Njálsgötu. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

27. Norðurstígur 3 (01.132.016) 100206 Mál nr. BN048706

TMI ehf, Flúðaseli 69, 109 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að hækka og byggja 3. hæð úr timbri og innrétta nýja íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Norðurstíg.

Jafnframt er erindi BN048368 dregið til baka.

Stækkun:  84,3 ferm., 240,3 rúmm.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Skipholt 11-13 (01.242.301) 103041 Mál nr. BN048628

S11-13 ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047061, gluggar eru settir á suðurgafl á 4. hæð, innra skipulagi í kjallara breytt sem og fyrirkomulagi bílastæða og aðkomu að verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 11-13 við Skipholt.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

29. Skólavörðustígur 23 (01.182.243) 101895 Mál nr. BN047110

Steinunn Ólafsdóttir, Aragata 12, 101 Reykjavík

MG Capital ehf., Flókagötu 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 25 gesti í rými sem skráð er verslunarrými á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 23 við Skólavörðustíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. apríl 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. apríl 2014.

Einnig fylgir afrit af fundargerð húsfélags dags. 26. nóvember 2014, samþykki meðeigenda fyrir takmörkuðum opnunartíma til kl. 21.00, utan samþykkis eignarhluta 0401, dags. 1. nóvember 2014 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. janúar 2015.

[Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

30. Smiðjustígur 4 (01.171.114) 101380 Mál nr. BN048715

Hljómalindarreitur ehf., Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN046564, breytt er innra skipulagi á 1-5 hæð þannig að herbergi verða 40, þ. a. 12 fyrir hreyfihamlaða og 1 íbúð, einnig er breytt útliti á norður-, suður- og austurhlið hótels á lóð nr. 4 við Smiðjustíg.

Gjald kr. 9.823

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

31. Sogavegur 119 (01.823.011) 108342 Mál nr. BN048656

Jóhanna Norðdahl, Sogavegur 119, 108 Reykjavík

Friðrik Karl Weisshappel, Sogavegur 119, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að lækka gólf í kjallara og til að opna út í sólstofu á 1. hæð einbýlishúss á lóð nr. 119 við Sogaveg.

Stækkun:  19,6 ferm., 48,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Suðurhólar 16 (04.670.0--) 112099 Mál nr. BN048725

Rakel Jóhannsdóttir, Suðurhólar 16, 111 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg í rými 0304 í vesturenda fjölbýlishússins á lóð nr. 16 við Suðurhóla.

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 17. desember 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Milli funda.

33. Tangabryggja 14-16 (04.023.108) 222116 Mál nr. BN048731

Hraunbraut ehf., Síðumúla 12, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir lagfærðri skráningu, sjá nýlega samþykkt erindi BN048446, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju,

Gjald kr. 9.823

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

34. Vallá 125762 (00.078.000) 125762 Mál nr. BN048363

Skurn ehf, Vallá, 116 Reykjavík

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt eggjahús, mhl. 26 á lóðinni Vallá 125762.

Erindi fylgir umsögn Matvælastofnunar dags. 20. október 2014.

Stærð:  1.999,2 ferm., 9.085,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

35. Vatnagarðar 8 (01.337.703) 103914 Mál nr. BN047669

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Reginn hf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum vegna lokaúttektar, sjá erindi BN045363, í húsi á lóð nr. 8 við Vatnagarða. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

36. Vatnagarðar 8 (01.337.703) 103914 Mál nr. BN048665

Reginn atvinnuhúsnæði ehf., Hagasmára 1, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi fyrir færanlega spennistöð úr ???? sem verður staðsett á lóð nr. 8 við Vatnagarða.

Stærð spennistöðvar XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

37. Þórsgata 10 (01.184.205) 102027 Mál nr. BN048571

HSTG ehf., Laufásvegi 66, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að koma fyrir vegg á lóðamörkum að húsi nr. 12 og breyta innra skipulagi á 2. hæð í mhl. 01, breyta herbergi  í vinnustofu og loka að stigagangi í húsi á lóð nr. 10 við Þórsgötu.

Erindi fylgir samþykki lóðarhafa á Þórsgötu 12 áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

38. Þórsgata 9 (01.181.111) 101747 Mál nr. BN048702

Helga Rakel Stefnisdóttir, Espigerði 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvist og svalir á suðausturhlið, endurnýja þak og geymsluskúr, endurnýja og stækka bílskúr og endurnýja glugga í húsi á lóð nr. 9 við Þórsgötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 fylgir erindinu.

Bréf frá hönnuði dags. 18. desember 2014 fylgir erindi.

Stækkun: 1,6 ferm., 17,3 rúmm. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Ýmis mál

39. Krókháls 13 (04.140.801) 110738 Mál nr. BN048738

Landey ehf, Hátúni 6a, 105 Reykjavík

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans til að breyta mörkum lóðarinnar  Krókháls 13 (staðgr. 4.140.801, landnr. 110738) , eða eins  og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum Landupplýsingadeildar dagsettum 12. 01. 2015.

Lóðin Krókháls 13 (staðgr. 4.140.801, landnr. 110738) er 3000 m², bætt er 7025 m² við lóðina úr óútvísuðu landi (landnr. 221449),  lóðin verður   10025 m².

Sjá deiliskipulag samþykkt í borgarráði þann 27. 03. 2001 og auglýst í   B-deild Stjórnartíðinda þann 29. 07. 2001.

Sjá deiliskipulagsbreytingu samþykkta í umhverfis- og skipulagsráði þann 09. 04. 2014, samþykkt í borgarráði þann 02. 05. 2014 og auglýsta í      B-deild Stjórnartíðinda þann 23. 06. 2014.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

40. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN048724

Leiðrétt er bókun frá afgreiðslufundi 16. desember 2014 þar sem húsið Naustabryggja 31-33 var ranglega nefnt Básbryggja 31-33.

Afgreitt.

41. Skipholt 11-13 (01.242.301) 103041 Mál nr. BN048673

Lagt fram bréf Sveins Sveinssonar hrl., f.h. Guðmundar Kristinssonar vegna breytinga á byggingarleyfi fyrir Skipholt 11-13.

Umsögn skrifstofu sviðsstýru dags. 5. janúar 2015 fylgir erindinu.

Afgreitt.

Með vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstýru dags. 5. janúar 2015.

Fyrirspurnir

42. Bergþórugata 21 (01.190.217) 102420 Mál nr. BN048643

Hörður Harðarson, Laugarnesvegur 46, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að hækka ris, byggja kvisti, gera svalir og innrétta íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 21 við Bergþórugötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2015.

Jákvætt.

Með vísan til skilyrða og leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2015.

43. Bragagata 34 (01.186.633) 102328 Mál nr. BN048727

Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyft yrði að breyta íbúð í tvær íbúðir í húsinu á lóð nr. 34 við Bragagötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

44. Í Úlfarsfellslandi 125475 (97.001.020) 125475 Mál nr. BN048692

Jón Birgir Kjartansson, Kríuás 17a, 221 Hafnarfjörður

Spurt er hvort embætti Byggingafulltrúi Reykjavíkur krefjist þess að sumarhús sem kveikt var í eigi að  endurbyggja í sömu mynd þar sem nú er samþykkt erindi BN047617 um byggingu á sumrahúsi á landspildu úr landi Úlfársfells, landnúmer 125475.

Afgreitt.

Mannvirki sem samþykkt er og byggt á lóðinni skal viðhaldið í samræmi við byggingarreglugerð.

45. Jörfagrund 30 (32.472.608) 180583 Mál nr. BN048720

Viðar Ásgeirsson, Noregur, Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólskála á raðhús á lóð nr. 30 við Jörfagrund.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Logafold 118 (02.873.806) 110370 Mál nr. BN046819

Tryggvi Þór Haraldsson, Logafold 118, 112 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja sólstofu við suðurhlið hússins á lóð nr. 118 við Logafold.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. nóvember 2013 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2013.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna skipulags

47. Njálsgata 18 (01.182.226) 101878 Mál nr. BN048623

Antonio Paulino Alvarez, Bjarnarstígur 1, 101 Reykjavík

Peter Gill, Bandaríkin, Spurt er hvort færa megi einbýlishúsið um tvo metra til vesturs og byggja nýjan byggingarhluta sem því nemur, byggja hæð ofaná og nýtt og hærra ris með tveim kvistum, endurbyggja og minnka bílskúr, byggja tengibyggingu milli hans og húss og fjölga íbúðum í tvær í íbúðarhúsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu.

Meðfylgjandi er umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. janúar 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2015.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2015.

48. Óðinsgata 4 (01.180.304) 101715 Mál nr. BN048700

Ólöf Flygenring, Mjóahlíð 4, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að sameina eignir 0107 og 0101 í mhl. 02 og fá samþykkta íbúð í bakhúsi á lóð nr. 4 við Óðinsgötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

49. Skipasund 9 (01.356.001) 104366 Mál nr. BN048719

Ottó Magnússon, Skipasund 9, 104 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að setja svalalokun á kvist hússins á lóð nr. 9 við Skipasund.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

50. Urðarstekkur 1 (04.613.307) 111798 Mál nr. BN048726

Díana Jóhanna Svavarsdóttir, Urðarstekkur 1, 109 Reykjavík

Guðmundur Þ Eyjólfsson, Urðarstekkur 1, 109 Reykjavík

Spurt er hvort leyfi fengist til að útbúa íbúðarherbergi í útgröfnu rými í kjallara einbýlishússins á lóð nr. 1 við Urðarstekk. 

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:16

Björn Stefán Hallsson

Sigrún Reynisdóttir

Björgvin Rafn Sigurðarson

Björn Kristleifsson

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir