Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 91

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

Ár 2015, miðvikudaginn 7. janúar kl. 09:11, var haldinn 91. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson og Marta Grettisdóttir.

Fundarritari var Örn Sigurðsson

Þetta gerðist:

(D) Ýmis mál

1. Umhverfis- og skipulagsráð, fundadagatal Mál nr. SN130008

Lagt fram fundadagatal umhverfis- og skipulagsráðs dags. 7. janúar 2015 fyrir árið 2015. 

(A) Skipulagsmál

2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070

Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 19. desember 2014.

3. Grettisgata 9A og 9B, breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN140689

Argos ehf, Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 19. desember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 9A og 9B við Grettisgötu. Í breytingunni felst að skilgreindar eru tvær lóðir fyrir flutningshús á borgarlandi, samkvæmt lagfærðum uppdr. Argos ehf. dags. 3. janúar 2015.

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:22

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Jafnframt óskar umhverfis- og skipulagsráð eftir að erindið verði kynnt Hverfisráði miðborgar. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bóka: 

“Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina eru samþykkir því að endurskoða nýtingu bílastæðalóðar við Grettisgötu og að leita eftir afstöðu íbúa og annarra hagsmunaaðila til uppbyggingar eins og lýst er í tillögu að deiliskipulagi. Áður en tekin er endanleg afstaða að loknu auglýsingaferli er nauðsynlegt að kostnaður sem kann að falla á Reykjavíkurborg verði greindur og kynntur fyrir Umhverfis og skipulagsráði. 

Auðar lóðir í miðborg Reykjavíkur sem nú er verið að deiliskipuleggja fyrir flutningshús hljóta að vera meðal verðmætustu lóða sem völ er á um þessar mundir. Reykjavíkurborg ber að stefna að því að endurgjald fyrir þær endurspegli verðmæti þeirra.” 

Hildur Gunnarsdóttir og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

4. Örfirisey, deiliskipulag (01.1) Mál nr. SN140611

Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. 

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir bóka:

„Tillagan  er að mestu staðfesting á gildandi deiliskipulagsáætlun en horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu spennandi tækifæra til byggðarþróunar, sem liggja í svæðinu. Enda þótt fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telji tillöguna endurspegla litla hugmyndaauðgi  samþykkja þeir að auglýsa hana en setja fyrirvara við endanlega afstöðu eftir að athugasemdir og ábendingar hafa borist frá hagsmunaaðilum og öðrum sem áhuga hafa á byggðarþróun og betri borg. „

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins. 

Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

(B) Byggingarmál

5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð Mál nr. BN045423

Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 808 frá 22. desember 2014 og nr. 809 frá 6. janúar 2015. 

(C) Fyrirspurnir

6. Hafnarstræti 17, (fsp) breyting á framhlið hússins (01.118.5) Mál nr. SN140687

Sjöstjarnan ehf., Rafstöðvarvegi 9, 110 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Sjöstjörnunnar ehf. dags. 17. desember 2014 varðandi breytingu á framhlið hússins á lóðinni nr. 17 við Hafnarstræti. Einnig eru lagðar fram tvær tillögu THG arkitekta ehf. dags. 2. og 17. desember 2014 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. desember 2014.

Frestað. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

7. Lindargata 62, (fsp) stækkun kjallara, endurgerð húss (01.153.2) Mál nr. SN140633

Byggir ehf, Skútuvogi 1e, 104 Reykjavík

Á fundi skipulagsfulltrúa desember 2014 var lögð fram fyrirspurn Byggir ehf. dags. 25. nóvember 2014 um stækkun kjallara og endurgerð húss á lóð nr. 62 við Lindargötu, samkvæmt uppdr 1, 2, 3.  Al-Hönnunar ehf. dags. 20. nóvember 2014. Ráðgert er að leigja út íbúðir hússins  til skammtímaleigu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 9. desember 2014 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 9. desember 2014

Frestað. 

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

8. Úlfarsfell, (fsp) kirkjugarður (02.6) Mál nr. SN140481

Kirkjugarðar Reykjavíkur, Suðurhlíð, 105 Reykjavík

Lögð fram fyrirspurn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 11. september 2014 varðandi kirkjugarð í Úlfarsfelli. Einnig er lögð fram greinargerð  Helga Geirharðssonar f.h. stýrihóps um uppbyggingu á Hlíðarenda um mun á kostnaði við uppbyggingu kirkjugarðs vegna jarðvegsflutninga í Úlfarsfelli eða í Geldinganesi. Einnig er lagt fram minnisblað Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 3. desember 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014

Frestað. 

Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

(D) Ýmis mál

9. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, (fsp) breyting á deiliskipulagi (01.345.1) Mál nr. SN140434

Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík

ASK Arkitektar ehf., Geirsgötu 9, 101 Reykjavík

Kynntur samningur við Íslandsbanka um lóðir á Borgartúni 41 og Kirkjusandi 2

Einar I. Halldórsson  kynnir

10. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2015 Mál nr. US150002

Lögð fram tillaga skrifstofustjóra skipulags bygginga og borgarhönnunar dags. 7. janúar 2015 um tilnefningu í starfshóp um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2015 ásamt tillögu að auglýsingu um styrki.

Samþykkt að Stefán Benediktsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir verði fulltrúar umhverfis- og skipulagsráðs í starfshópnum. 

Samþykkt að auglýsa styrki úr húsverndarsjóði 2014.

11. Hringbraut, bætt göngutengsl barna og ungmenna, tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins  (US2014110015) Mál nr. US150001

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2014 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 4. nóvember 2014 um að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætt göngutengsl barna og ungmenna yfir Hringbraut til umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. desember 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 18. desember 2014 samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: 

„Á hverjum degi ganga börn og ungmenni yfir Hringbraut á leið sinni í skóla og íþróttir. Oft hefur legið við slysum enda er Hringbraut fjögurra akreina stofnbraut þar sem bílumferð er þung. Óumflýjanlegt er að bregðast við og tryggja umferðaröryggi gangandi vegfarenda. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gengur út á að velta upp öllum kostum sem aukið geta öryggi og að grípa til aðgerða sem fyrst. Í skýrslu Mannvits frá árinu 2009 er tekið saman með hvaða hætti hægt er að gera undirgöng og bent á þrjár mögulegar staðsetningar. Líklega þarf að skoða betur hvort og með hvaða hætti hægt er að koma við  göngubrú yfir Hringbraut líkt og gert hefur verið víða um borgina. Umsögn sem meirihlutaflokkarnir í Umhverfis- og skipulagsráði hafa samþykkt lokar á frekari skoðun þessa máls nema hugsanlega að lengja græntíma gönguljósa. Það er að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokks algjörlega ófullnægjandi.“ 

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar:

„Framsókn og flugvallarvinir leggja áherslu á að öryggi gangandi vegfarenda verði tryggt og farið verði í það að finna öruggustu leiðina til þess sem allra fyrst“.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir  og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson bóka: 

“Meirihluti Umhverfis- og skipulagsráðs telur mikilvægt að auka öryggi gangandi og hjólandi um alla borg - líka öryggi gangandi og hjólandi barna og unglinga í vesturbæ Reykjavíkur. Það er  mat samgöngustjóra Reykjavíkur að á þessu svæði sé óæskilegt að reyna að bæta göngutengingar með undirgöngum eða göngubrúm vegna plássleysis. Straumur gangandi og hjólandi yfir Hringbraut er mikill og víða - fjölgun gönguljósa og lenging græntíma er verkefni sem þegar er farið af stað og mun halda áfram. Eitt stærsta öryggismálið er svo að lækka hraðann á Hringbrautinni. Beiðni til að lækka hraða á Hringbraut og hækka upp gönguleiðir hefur verið send inn til Vegagerðarinnar en ekki fengið jákvæða afgreiðslu þar."

12. Elliðaárvogur - Ártúnshöfði, hugmyndasamkeppni um rammaskipulag (04.0) Mál nr. SN140585

Skipan fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni um rammaskipulag á svæði sem afmarkast af Miklubraut til suðurs, Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs.

Umhverfis- og skipulagsráðs samþykkir að skipa Magneu Guðmundsdóttur og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs - Ártúnshöfða. 

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

13. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup Mál nr. US130118

Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í október 2014. 

14. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til október  2014 Mál nr. US130185

Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til október  2014.

15. Götu- og torgsala, Mál nr. US140238

Lögð fram tillaga vinnuhóps sem skipaður var varðandi endurskoðun á samþykkt um götu og torgsölu í Reykjavík.  

Samþykkt

Vísað til borgarráðs. 

Jóhann SD. Christiansen verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

16. Betri Reykjavík, hjólastígar í Elliðaárdal  (US2014120001) Mál nr. US140224

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík

Menningar- og ferðamálaráð vísaði til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs efstu hugmynd októbermánaðar úr flokknum ferðamál "hjólastígar í Elliðaárdal" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. janúar 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. janúar 2015 samþykkt.

17. Arnargata 10, kæra 124/2014 (01.553.2) Mál nr. SN140680

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála  dags. 12. desember 2014 ásamt kæru dags. 11. desember 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu.

Vísað til umsagar skrifstofu sviðsstjóra. 

18. Austurbrún 6, kæra 126/2014 (01.381.1) Mál nr. SN140681

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. desember 2014 ásamt kæru dags. 10. desember 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Laugaráss vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurbrún. 

Vísað til umsagar skrifstofu sviðsstjóra. 

19. Hringbraut 79, kæra 110/2014 (01.524) Mál nr. SN140544

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. október 2014 ásamt kæru, dags. 13. október 2014 þar sem kærð er samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014 á byggingarleyfisumsókn fyrir Hringbraut 79. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. desember 2014.

20. Þórunnartún 4, kærur 81,82,83/2014, umsögn (01.220.0) Mál nr. SN140419

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lögð fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. júlí 2014 ásamt kærum nr. 81/2014, 82/2014 og 83/2014 á ákvörðun borgarráðs frá 3. júlí sl. um samþykki á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna Þórunnartúns 4.  Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2014 og úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 17. desember 2014. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs frá 3. júlí 2014 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna lóðar nr. 4 við Þórunnartún. Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 30. september 2014 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á baklóð, til að byggja inndregna 5. hæð þar ofan á  og til að innrétta gististað með 93 herbergjum í flokki V, teg. a, á sömu lóð við Þórunnartún.

21. Starmýri 2, kæra 32/2014, umsögn, úrskurður (01.283.0) Mál nr. SN140212

Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. apríl 2014 ásamt kæru dags. 16. apríl 2014 þar sem kærð er synjun leyfis á breytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðarhúsnæði, á fyrstu hæð húss nr. 2C við lóð nr. 2 við Starmýri. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. maí 2014 og úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 30. desember 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.

22. Holtavegur 8-10/Vatnagarðar 38, breyting á deiliskipulagi (01.407.9) Mál nr. SN140503

ALP hf., Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykjavík

Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. desember 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. desember 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Holtavegar 8-10.

23. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi (04.0) Mál nr. SN140301

ÞG verktakar ehf., Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. desember 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. desember 2014 um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóða við Tanga- og Naustabryggju.

24. Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, breyting á deiliskipulagi (01.172.2) Mál nr. SN140362

Lantan ehf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. desember 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. desember 2014 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna Laugavegar 34A, 36 og Grettisgötu 17.

25. Eddufell 2-8, breyting á deiliskipulagi (04.683.0) Mál nr. SN140636

Rok ehf., Lágmúla 7, 108 Reykjavík

GP-arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4, 225 Álftanes

Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. desember 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. desember 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Eddufell.

26. Sorphirða, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mál nr. US150011

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur.  

"Sorphirða var óviðunandi í sumum hverfum borgarinnar desembermánuði. Skapaði þetta mikil óþægindi og óþrifnað. Óskað er eftir upplýsingum um það hvernig staðið var að sorphirðu í þessum mánuði og hvernig á því stendur að ekki var haldið uppi reglubundinni sorphirðu. "  

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:10

Fundargerðin lesin yfir og undirrituð 

Hjálmar Sveinsson

                             Magnea Guðmundsdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir

                             Gísli Garðarsson Júlíus Vífill Ingvarsson 

                            Áslaug Friðriksdóttir Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2014, mánudaginn 22. desember kl. 13:30 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 808. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir, Skúli Þorkelsson, Karólína Gunnarsdóttir og Bjarni Þór Jónsson

Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Álfheimar  8-24 (01.430.301) 105200 Mál nr. BN047569

Grétar A Halldórsson, Lindargata 37, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á áður gerðum breytingum, þar sem gerð er grein fyrir ósamþykktri íbúð í kjallara í raðhúsi nr. 24 á lóð nr. 8-24 við Álfheima.

Erindi fylgir:  Bréf umsækjanda dags. 2 desember 2014, virðingargjörð dags. 20. janúar 1961, þinglýstur eignaskiptasamningur dags. 29. júní 1984, kaupsamningur dags. 26. september 1984 og annar dags. 16. febrúar 1988 og þinglýst afsöl dags. 12. september 1985, 16. febrúar 1988 og 30. apríl 1989. Íbúðaskoðun 11.12. 2014 er meðfylgjandi.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

2. Bergstaðastræti 46 (01.185.205) 102159 Mál nr. BN048609

Edda Sigfríð Jónasdóttir, Eskihlíð 6, 105 Reykjavík

Maríus Þór Jónasson, Faxaskjól 22, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta baðherbergi í kjallara og breyta innra skipulagi, m. a. innrétta þvottaherbergi og geymslu í bílgeymslu einbýlishúss á lóð nr. 46 við Bergstaðastræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

3. Bjarmaland  9-15 (01.854.101) 108774 Mál nr. BN048627

Þröstur Olaf Sigurjónsson, Bjarmaland 15, 108 Reykjavík

Auður Arna Arnardóttir, Bjarmaland 15, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja yfir inngarð og breyta innra skipulagi í einbýlishúsi nr. 15 á lóð nr. 9-15 við Bjarmaland.

Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.

Stækkun:  11,5 ferm., 313,7 rúmm?

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

4. Fiskislóð 10 (01.115.230) 188006 Mál nr. BN048638

Reitir fasteignafélag hf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi að Fiskislóð 10 til að fjarlægja steyptan stiga á milli hæða og uppsteypu á plötu í stigagat, sbr. BN048522 sem samþykkt var 02. desember 2014.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

5. Fjarðarás 5 (04.373.003) 111355 Mál nr. BN048653

Einar Schweitz Ágústsson, Fjarðarás 5, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi efri hæðar, svalir stækkaðar á vesturhlið, gluggafronti við svalir skipt út og tröppum bætt við suðaustur hlið út í garð á húsinu á lóð nr. 5 við Fjarðarás.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

6. Friggjarbrunnur 47 (02.693.402) 205817 Mál nr. BN048686

Orkuveita Reykjav - Veitur ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja hús fyrir dælustöð, dreifistöð og gagnaveitu úr steinsteypu á einni hæð með flötu þaki, sbr. erindi BN038912 samþ. 7. október 2008, á lóð nr. 47-49 við Friggjarbrunn.

Stærðir: 72 ferm., 298 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

7. Grettisgata 62 (01.190.116) 102391 Mál nr. BN047586

RFL ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja ofan á og við og innrétta átta íbúðir í fjölbýlishúsi á lóð nr. 62 við Grettisgötu.

Erindi fylgir greinargerð vegna bílastæða hreyfihamlaðra dags. 4. desember 2014 og bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 19. desember 2014.

Niðurrif fastanr. 200-8007 mhl. 01 0101 merkt íbúð 49,8 ferm.

Stækkun:  363,3 ferm., 1.011,8 rúmm.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. maí 2014 fylgir erindinu.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við fokheldi.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

8. Grettisgata 62 (01.190.116) 102391 Mál nr. BN048693

RFL ehf., Ármúla 7, 108 Reykjavík

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun að Grettisgötu 62 og girðingu vinnusvæðis sbr. BN047586.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

9. Holtavegur 8-10 (00.000.000) 104960 Mál nr. BN048682

Festing ehf, Kjalarvogi 7-15, 104 Reykjavík

Reitir II ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík

Sótt er um samþykki á þegar gerðum breytingum sem fjalla meðal annars um loftstokka á útvegg 1. hæðar vöruhúss  nr. 8 á lóð nr. 8-10 við Holtaveg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

10. Hverfisgata 30 (01.171.102) 101368 Mál nr. BN048687

Hljómalindarreitur ehf., Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047133, um er að ræða breytta lokun stiga við vesturgafl, bætt við opnun á lyftu og breytingar á innra skipulagi kjallara, 1, 2, 3. og 4. hæðar hótels á lóð nr. 30 við Hverfisgötu.

Jafnframt er erindi BN048655 dregið til baka.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. 

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

11. Hverfisgata 54 (01.172.102) 101440 Mál nr. BN048454

Gesthof ehf., Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingu á nýsamþykktu erindi frá 24. júní 2014, BN047674, sem felst í að brunahólfun íbúðar er felld út í rishæð hússins á lóð nr. 54 við Hverfisgötu.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

12. Höfðabakki 1 (04.070.001) 110677 Mál nr. BN048171

Fiskikóngurinn ehf, Sogavegi 3, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta veitingahús fyrir 40 gesti í flokki I teg, C í rými 0003 í húsi á lóð nr. 1 við Höfðabakka.

Erindi fylgir bréf frá arkitekt dags. 30. september 2014 og samþykki eiganda rýmis 0004 í tölvupósti.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

13. Kirkjutorg 4 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN048678

Þórsgarður hf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta samþykktum teikningum af 4. hæð, erindi BN046978, og fella niður breytingar á baði og hætta við heitan pott á þaki gistihúss á lóð við Kirkjutorg 4/Templarasund 3.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Samkvæmt gögnum embættisins er lágmarksgjald ógreitt.

14. Klapparstígur 28 (01.171.107) 101373 Mál nr. BN048636

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja milligólf, innrétta kaffihús á jarðhæð og fjórar íbúðir á efri hæðum íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 28 við Klapparstíg.

Stækkun:  82,5 ferm., 301,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

15. Klapparstígur 30 (01.171.108) 101374 Mál nr. BN048637

Þingvangur ehf., Hlíðasmára 9, 201 Kópavogur

Sótt er um leyfi til að fjarlægja hús sem fyrir er og byggja steinsteypt hús, fjórar hæðir og kjallara með verslun á jarðhæð og í kjallara og sex íbúðum á 2. til 4. hæð á lóð nr. 30 við Klapparstíg.

Niðurrif:  166 ferm., 341,8 rúmm.

Nýbygging:  Kjallari 272,8 ferm., 1. hæð 214,7 ferm., 2. hæð 183,8 ferm., 3. og 4. hæð 176,6 ferm.

Samtals 861,9 ferm., 3.076,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

16. Krókháls 10 (04.324.202) 111043 Mál nr. BN048646

Gæðabakstur ehf., Lynghálsi 7, 110 Reykjavík

Bjarnason ehf, Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta rými 0206 í bakarí í húsi á lóð nr.10 við Krókháls.

Samþykki eigenda dags. 9. desember 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.

17. Laugavegur 1 (01.171.016) 101361 Mál nr. BN047616

Nónbil ehf, Miklubraut 46, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gististað í flokki IV, teg. b, gistiheimili með fjórum gistieiningum fyrir 9 gesti, einnig að grafa frá kjallara og innrétta tvær skrifstofueiningar í bakhúsi á lóð nr. 1 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. maí 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2014.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

18. Laugavegur 12 (01.171.401) 101410 Mál nr. BN048568

Arnór Stefán Bohic, Melgerði 12, 200 Kópavogur

Sótt eru um áður gerðar breytingar vegna lokaúttektar á erindi BN045929, hringstigi var ekki gerður og er hætt við að sækja um vínveitingarflokk í III og er því veitingarhúsið  í flokki II  á lóð nr. 12B við Laugaveg.

Bréf frá hönnuði dags. 25. nóvember 2014. Bréf frá eiganda dags. 9. des. 2014  fylgir erindi. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

19. Laugavegur 7 (01.171.012) 101358 Mál nr. BN048603

J. Brynjólfsson ehf., Laugavegi 7, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina rými 0401 og 0402 í rými 0401 í húsinu á lóð nr. 7 Laugaveg.

Samþykki meðeigenda dags. 24. nóvember 2014 áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.    

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

20. Laugavegur 89-91 (01.174.119) 101597 Mál nr. BN048652

Brekkuhús ehf, Brekkugerði 8, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta skrifstofum á 3. hæð í íbúð með geymslu í kjallara í húsi nr. 91 á lóð nr. 89 - 91 við Laugaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Malarhöfði 2-2A (04.055.701) 110562 Mál nr. BN048604

Íslandsbanki hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta kaffistofu og snyrtingum í rými 0203 og til að breyta eignarhaldi í húsinu á lóð nr. 2 við Malarhöfða.

Erindi fylgir samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henni verður þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

22. Miðtún 56 (01.235.010) 102933 Mál nr. BN048618

Jón Gunnar Sæmundsen, Sóltún 10, 105 Reykjavík

Björg Jónsdóttir, Hlunnavogur 7, 104 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka glugga og setja rennihurð út á verönd ásamt samþykki á áður gerðum breytingum á innra skipulagi einbýlishússins á lóð nr. 56 við Miðtún.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 2. des. 2014 og samþykki sumra nágranna.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

23. Mörkin 6 (01.471.201) 105734 Mál nr. BN048691

Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að skrá samkomusal Ferðafélags Íslands til veislu- og fundahalda í flokkur III, tegund g, í kjallara húss á lóð nr. 6 við Mörkina.

Meðfylgjandi er bréf Ferðafélags Íslands, ódags. staðfesting á brunaviðvörunarkerfi, staðfesting á neyðarlýsingu, skoðunarskýrsla slökkvitækja.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

24. Norðurstígur 5 (01.132.014) 100204 Mál nr. BN048580

A 16 fasteignafélag ehf., Pósthólf 1100, 121 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja þriggja íbúða steinsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með innbyggðum tveggja stæða bílskúr á lóð nr. 5 við Norðurstíg.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

25. Reykjafold 26 (02.870.707) 110306 Mál nr. BN048142

Jón Bjarki Sigurðsson, Reykjafold 26, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja við úr timbri á austur og suðurhlið og tengja við bílskúr og sameina matshluta í húsi  á lóð nr. 26 við Reykjafold.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. september 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2014.

Fyrirspurn BN045719 dags. 19. mars 2013 fylgir erindi. 

Stækkun íbúðarhús og bílskúr:  45,1 ferm.,  219,2 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Skipholt 11-13 (01.242.301) 103041 Mál nr. BN048628

S11-13 ehf., Garðastræti 37, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN047061, gluggar eru settir á suðurgafl, innra skipulagi í kjallara breytt sem og fyrirkomulagi bílastæða og aðkomu að verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 11-13 við Skipholt.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27. Skólavörðustígur 23 (01.182.243) 101895 Mál nr. BN047110

MG Capital ehf., Flókagötu 35, 105 Reykjavík

Steinunn Ólafsdóttir, Aragata 12, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað í flokki II fyrir 25 gesti í rými sem skráð er verslunarrými á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 23 við Skólavörðustíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. apríl 2014 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. apríl 2014.

Einnig fylgir afrit af fundargerð húsfélags dags. 26. nóvember 2014 og samþykki meðeigenda fyrir takmörkuðum opnunartíma til kl. 21.00, utan samþykkis eignarhluta 0401, dags. 1. nóvember 2014.

{Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra varðandi samþykki meðeigenda.

28. Sogavegur 152 (01.830.111) 108479 Mál nr. BN048633

Aurora Cody, Sogavegur 152, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja garðstofu við suðurhlið parhúss á lóð nr. 152 við Sogaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2014.

Stækkun:  12,6 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2014.

29. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN048689

Mánatún hf., Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til tímabundinna breytinga á notkun bílakjallara sem felast í að á meðan á byggingu lokaáfanga stendur verður hluti hans tekinn í notkun en annar hluti nýttur sem geymslu- og athafnarými meðan framkvæmdir standa yfir í Mánatúni 7-17 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. Mánatún 1-17/Sóltún 1-3.

Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 16. desember 2014 og minnisblað vegna brunavarna dags. 10. september 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Tjarnargata 36 (01.142.206) 100932 Mál nr. BN048685

Leifur Sveinsson, Hringbraut 50, Sótt er um leyfi til að færa til upprunalegs horfs og byggja við til suðurs, og til að innrétta safn um Júlíönu Sveinsdóttur í einbýlishúsi á lóð nr. 36 við Tjarnargötu.

Stækkun:  28,2 ferm., 95,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

31. Túngata 7 (01.161.008) 101189 Mál nr. BN048536

Potter ehf., Hafnargötu 27a, 230 Keflavík

Sótt er um leyfi til að breyta lóðaveggjum og setja upp sérsmíðaða öryggisgirðingu með rafdrifnu hliði ofan á lóðarvegginn á lóð nr. 7 við Túngötu.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2014.    

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

32. Úthlíð 14 (01.270.207) 103584 Mál nr. BN048611

Ágúst Ólafur Georgsson, Úthlíð 14, 105 Reykjavík

Valgerður Sigurðardóttir, Úthlíð 14, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr, mhl. 03, og endurbyggja hann í sömu mynd við húsið á lóð nr. 14 við Úthlíð.

Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda.

Stærðir fyrir niðurrif 24,5 ferm., 58,8 rúmm.

Nýr skúr. 24,5 ferm., 58,8 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.7 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

33. Vallá 125762 (00.078.000) 125762 Mál nr. BN048363

Stjörnuegg hf., Vallá, 116 Reykjavík

Skurn ehf, Vallá, 116 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt eggjahús, mhl. 26 á lóðinni Vallá 125762.

Erindi fylgir umsögn Matvælastofnunar dags. 20. október 2014.

Stærð:  1.999,2 ferm., 9.085,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Lagfæra skráningu.

34. Vesturhús 2 (02.848.002) 109840 Mál nr. BN048651

Sveinn Nikódemus Gíslason, Vesturhús 2, 112 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara, áður gerðum geymslukjallara undir bílskúr og áður gerðu anddyri við íbúð 0101 í tvíbýlishúsi á lóð nr. 2 við Vesturhús.

Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 16. desember 2014 og annað dags. 9. desember 2014, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. ágúst 2014, úrskurður kærunefndar vegna kæru 49/2013 dags. 2. september 2014.

Áður gerð stækkun bílskúrs:  12,5 ferm., 77,6 rúmm.

Áður gert anddyri, B rými:  3,8 ferm., 10,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

35. Þönglabakki 4 (04.603.103) 111719 Mál nr. BN048516

Strætó bs, Pósthólf 9140, 129 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 2. hæð í mhl. 01 í húsi á lóð nr. 4 við Þönglabakka.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Ýmis mál

36. Ásagata Mál nr. BN048696

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á lóðauppdráttunum með staðgr.  5.864.3, 5.864.4, 5.864.5, 5.864.6, 5.864.7 og 5.864.8.

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á að fella niður lóðina

Fjárborg (staðgr. 5.8--.-06, landnr. 113450),  Lóðin er talin 50000 m². Lóðin reynist 50216 m². Tekið af lóðinni 46672 m² og gert að 46 nýjum lóðum (Surtlugata 1-24 og Ásagata 1-24). Tekið af lóðinni 3544 m² og gert að borgarlandi (landnr. 221449) (tveir skikar). Lóðin verður 0 m² og verður tekin úr skrám

Sjá skannað bréf.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

37. Hólmsheiði fjárborgir (05.8--.-96) 113450 Mál nr. BN048695

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á lóðauppdráttunum með staðgr.  5.864.3, 5.864.4, 5.864.5, 5.864.6, 5.864.7 og 5.864.8.

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á að fella niður lóðina

Fjárborg (staðgr. 5.8--.-06, landnr. 113450),  Lóðin er talin 50000 m². Lóðin reynist 50216 m². Tekið af lóðinni 46672 m² og gert að 46 nýjum lóðum (Surtlugata 1-24 og Ásagata 1-24). Tekið af lóðinni 3544 m² og gert að borgarlandi (landnr. 221449) (tveir skikar). Lóðin verður 0 m² og verður tekin úr skrám

Sjá skannað bréf.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

38. Surtlugata Mál nr. BN048697

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á lóðauppdráttunum með staðgr.  5.864.3, 5.864.4, 5.864.5, 5.864.6, 5.864.7 og 5.864.8.

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á að fella niður lóðina

Fjárborg (staðgr. 5.8--.-06, landnr. 113450),  Lóðin er talin 50000 m². Lóðin reynist 50216 m². Tekið af lóðinni 46672 m² og gert að 46 nýjum lóðum (Surtlugata 1-24 og Ásagata 1-24). Tekið af lóðinni 3544 m² og gert að borgarlandi (landnr. 221449) (tveir skikar). Lóðin verður 0 m² og verður tekin úr skrám

Sjá skannað bréf.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

39. Þrastargata 1 (01.553.110) 106536 Mál nr. BN048694

Óskað er eftir  samþykki byggingarfulltrúans á  "Hluta úr Lóðauppdrætti" staðgreinir 1.553.1 vegna lóðar Þrastargötu 1  ( staðgr. 1.553.126,  landnr. 222953 ), eða eins og sýnt er á meðfylgandi uppdrætti Landupplýsingadeildar dagsettum 17. 12. 2014.

Sjá samþykkt skipulagsráðs 07. 05. 2008 og borgarráði 15. 05. 2008 og auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, dags. 08. 07. 2008.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Fyrirspurnir

40. Bergstaðastræti 29 (01.184.413) 102073 Mál nr. BN048569

Guðlaugur Aðalsteinsson, Háteigsvegur 54, 105 Reykjavík

Guðmundur Aðalsteinsson, Bergstaðastræti 29, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við einbýlishús á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2014 enda verði sótt um byggingarleyfi.

41. Bergþórugata 5 (01.190.226) 102429 Mál nr. BN048677

Yngvi Sindrason, Fagraþing 4, 203 Kópavogur

Spurt er hvort breyta megi í fjölbýli húsinu á lóð nr. 5 við Bergþórugötu.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

42. Brautarholt 16 (01.242.205) 103034 Mál nr. BN048670

Jón Þórhallsson, Furugrund 68, 200 Kópavogur

Spurt er hvort innrétta megi rakarastofu á 1. hæð í húsi á lóð nr. 16 við Brautarholt.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.

43. Brautarholt 4-4A (01.241.203) 103021 Mál nr. BN048676

R.M.Hekla,félag, Torfufelli 7, 111 Reykjavík

Spurt er hvort nota megi hringstiga sem flóttaleið frá þriðju hæð húss á lóð nr. 4A við Brautarholt.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til leiðbeininga á fyrirspurnarblaði enda verði sótt um byggingarleyfi.

44. Frakkastígur 23 (01.192.004) 102511 Mál nr. BN048601

Zoran Kokotovic, Digranesvegur 26, 200 Kópavogur

Spurt er hvort tímabundið stöðuleyfi fáist fyrir smáhýsi í stað færanlegs vagns þar sem seldur yrði matur og drykkur á lóð nr. 23 við Frakkastíg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2014.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2014.

45. Grensásvegur 12 (01.295.406) 103853 Mál nr. BN048680

Haraldur Ingvarsson, Vitastígur 3, 220 Hafnarfjörður

Spurt er hvort leyfi fáist fyrir endurbyggingu mhl. 02 og hækka mhl. 01 með inndreginni hæð og innrétta íbúðir frá 2. hæð og einnig í bakhúsi í húsi á lóð nr. 12 við Grensásveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

46. Hvammur (52.000.070) 125856 Mál nr. BN048668

Pétur Jökull Hákonarson, Hvammur, 116 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi 100 fermetra starfsmannahús fyrir fjóra starfsmenn í Hvammi á Kjalarnesi, landnúmer 125856.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

47. Rafstöðvarvegur 4 (04.250.704) 217490 Mál nr. BN048667

Guðmundur Gunnlaugsson, Hringbraut 107, 101 Reykjavík

Spurt er hvort hefja megi rekstur brugghúss í Toppstöðinni á lóð nr. 4 við Rafstöðvarveg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

48. Skólastræti 3 (01.170.202) 101330 Mál nr. BN048659

Óttar Magnús G Yngvason, Birkigrund 23, 200 Kópavogur

Spurt er hvort leyft yrði að endurbyggja og stækka og innrétta tvær íbúðir eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningum af bakhúsi á lóð nr. 3B við Skólastræti.

Frestað.

Vísað til athugasemda á fyrirspurnarblaði.

49. Sogavegur 158 (01.830.114) 108482 Mál nr. BN048588

Pálmi Gíslason, Sogavegur 158, 108 Reykjavík

Spurt er hvort byggja megi svalir úr timbri og stáli, m.a. sem flóttaleið í eldsvoða við efri hæð einbýlishúss á lóð nr. 158 við Sogaveg.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2014.

Jákvætt.

Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2014 enda verði sótt um byggingarleyfi.

50. Stuðlasel 7 (04.923.204) 112615 Mál nr. BN048595

Þorbjörg Júlíusdóttir, Stuðlasel 7, 109 Reykjavík

Þórólfur Magnússon, Stuðlasel 7, 109 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi skipulagsskilmálum þannig að stærð og staðsetningu byggingarreits verði breytt sbr. ósk umsækjanda á meðfylgjandi gögnum, nýtingarhlutfall yrði eftir sem áður 0,4.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2014.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. desember 2014.

51. Víðimelur 35 (01.540.110) 106255 Mál nr. BN048600

Tiris ehf., Neðstabergi 7, 111 Reykjavík

Spurt er hvort breyta megi matshluta 03, sem er skráð sem iðnaðar-/atvinnuhúsnæði og bílskúr, í þrjár íbúðir, allar með sér inngangi, við fjölbýlishús á lóð nr. 35 við Víðimel.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2014.

Nei.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2014.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 14:55

Björn Stefán Hallsson

Björn Kristleifsson

Bjarni Þór Jónsson

Sigrún Reynisdóttir

Skúli Þorkelsson

Karólína Gunnarsdóttir

Eva Geirsdóttir

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. samþykkt nr. 161/2005

Árið 2015, þriðjudaginn 6. janúar kl. 10:31 fyrir  hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 809. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 12-14. Þessi sátu fundinn: Óskar Torfi Þorvaldsson, Jón Hafberg Björnsson, Eva Geirsdóttir, Björn Kristleifsson, Björn Stefán Hallsson, Sigrún Reynisdóttir og Björgvin Rafn Sigurðarson

Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson

Þetta gerðist:

Nýjar/br. fasteignir

1. Almannadalur 17-23 (05.865.301) 208505 Mál nr. BN048698

Hilda ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

F fasteignafélag ehf., Lágmúla 6, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN036041 þannig að fjölgað verður kvistum og fjölgað verður eignum úr fjórum í sex í húsinu nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Almannadal.

Stækkun XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

2. Austurbakki 2 (01.119.801) 209357 Mál nr. BN048688

Landstólpar þróunarfélag ehf., Grófinni 1, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja bílakjallara með 120 stæðum á reit 1 og 2 og 1. áfanga,  sem eru tvö samtengd sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum á  reit 1 á lóð nr. 2 við Austurbakka.

Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2014, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 2. júlí 2014.

Stærð:  Kjallari 357 ferm., bílakjallari (B-rými) 3.897,8 ferm., 1. hæð1.098,1 ferm., 2. hæð 995,2 ferm., 3. hæð 992,1 ferm., 4. og 5. hæð 1.011,8 ferm., 6. hæð 794,6 ferm.

Samtals A-rými:  6.260,6 ferm., 27.480,9 rúmm.

Samtals B-rými:  4.226,7 ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

3. Barónsstígur 45A (01.193.004) 102530 Mál nr. BN048699

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leiðréttingu á nýsamþykktu erindi, BN048267 þar sem rýmisnúmer og skráningu er breytt í Sundhöll Reykjavíkur á lóð nr. 45A við Barónsstíg.

Stækkun var skráð:  1.388,2 ferm., 5.583,4 rúmm.

Leiðrétt stækkun:  1.011,6 ferm., 5.196,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

4. Bergstaðastræti 46 (01.185.205) 102159 Mál nr. BN048609

Edda Sigfríð Jónasdóttir, Eskihlíð 6, 105 Reykjavík

Maríus Þór Jónasson, Faxaskjól 22, 107 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að gera svalir á rishæð, innrétta tvö svefnherbergi í risi, baðherbergi í kjallara og breyta innra skipulagi, m. a. innrétta þvottaherbergi og geymslu í bílgeymslu einbýlishúss á lóð nr. 46 við Bergstaðastræti.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5. Borgartún  35 (01.219.102) 186012 Mál nr. BN048494

Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að fjölga eignarhlutum á 5. hæð úr einum í tvo eignarhluta og að geymsla í kjallara rými 0009 tilheyrir eignahluta 0505 í húsinu nr. 35 á lóð nr. 35 til 37 við Borgatúni.

Samþykki meðeigenda fylgir ódags. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

6. Búðavað 9-11 (04.791.803) 209906 Mál nr. BN048530

Guðmundur Þórður Guðmundsson, Búðavað 11, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta herbergjaskipan í kjallara, koma fyrir arni í stofu, færa tröppur frá húsi og koma fyrir heitum potti við hús nr. 11 á lóð nr. 9-11 við Búðavað.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits á umsóknarblaði.

7. Dugguvogur 2 (01.452.001) 105605 Mál nr. BN048540

Vogabyggð ehf., Austurstræti 11, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta bogfimisal með 35 12 metra brautum og 20  18 metra brautum á 2. hæð í húsinu á lóð nr. 2 við Dugguvog.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til umsagnar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi öryggisatriði skotsvæðis samanber 4 kafla reglugerðar nr. 787/1998.

8. Fannafold 217-217A (02.852.203) 109992 Mál nr. BN048572

Agnar G Árnason, Hæðargarður 35, 108 Reykjavík

Tryggvi Baldursson, Fannafold 217, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri stækkun á sólskála við vesturhlið hússins nr. 217  á lóð nr. 217-217A við Fannafold.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. desember 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2014.

Stækkun sólskála er: XX ferm., XX rúmm. 

Gjald kr. 9.500 

Synjað.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2014.

9. Friggjarbrunnur 18 (05.053.502) 205910 Mál nr. BN048703

Bygg Ben ehf., Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, þrjár hæðir og kjallara með sjö íbúðum og bílgeymslu á lóð nr. 18 við Friggjarbrunn.

Stærð:  Kjallari 163,3 ferm., 1. og 2. hæð 240,3 ferm., 3. hæð 143,9 ferm.

A-rými samtals:  787,8 ferm., 2.277,8 rúmm.

B-rými (þ.m.t. bílgeymsla):  152,6 ferm., 281,1 rúmm.  

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

10. Friggjarbrunnur 53 (02.693.103) 205831 Mál nr. BN048621

RED ehf., Suðurlandsbraut 46, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm hæða fjölbýlishús, 61 íbúð og bílakjallara fyrir 55 bíla á lóð nr. 53 við Friggjarbrunn.

Stærð:  8.114,7 ferm., 25.294,7 rúmm.

B-rými 98,4 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

11. Grundarstígur 4 (01.183.305) 101957 Mál nr. BN042348

Verslunin Þingholt ehf, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík

Einar Ólafur Valdimarsson, Stakkahlíð 17, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsnæði í íbúð og loka gati yfir í fyrrverandi sambyggða verslun á lóð nr. 2a á 1. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Grundarstíg.

Meðfylgjandi er ódags. bréf hönnuðar.

Gjald kr. 7.700

Frestað.

Formlegt umboð núverandi eiganda til handa fyrrverandi eiganda skuli fylgja með umsókninni.

12. Haðaland 10-16 (01.864.401) 108813 Mál nr. BN048681

Ólöf Finnsdóttir, Haðaland 16, 108 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breyttri byggingarlýsingu með breyttum og endurskoðuðum stærðum samanber erindi BN048511 sem samþykkt var 9. desember 2014 fyrir einbýlishús nr. 16 á lóð nr. 10-16 við Haðaland.

Stækkun samtals 28,1 ferm., 11,6 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

13. Jöldugróf 6 (01.889.003) 108914 Mál nr. BN048708

Sýrfell ehf, Traðarlandi 2, 108 Reykjavík

Sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir tveimur ?? gámum á lóð nr. 6 við Jöldugróf.

Stærðir á gámum: XX ferm., XX rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

14. Kirkjutorg 4 (01.141.210) 100901 Mál nr. BN048678

Þórsgarður hf., Kirkjutorgi 6, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta samþykktum teikningum af 4. hæð, erindi BN046978, og fella niður breytingar á baði og hætta við heitan pott á þaki gistihúss á lóð við Kirkjutorg 4/Templarasund 3.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Ítrekað er að þinglýsa þarf eignaskiptayfirlýsingu vegna lóðarinnar.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

15. Langagerði 23 (01.831.203) 108524 Mál nr. BN048704

Jónas Dalberg Karlsson, Langagerði 23, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og gluggum, fjarlægja stiga, skipta út handriðum á svölum 1. hæðar og grafa út og lækka gólf í geymslu í kjallara tvíbýlishúss á lóð nr. 23 við Langagerði.

Stækkun:  xx ferm., 14,5 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

16. Langirimi 21-23 (02.546.803) 175689 Mál nr. BN048435

Jón I. Garðarsson ehf, Langirimi 21-23, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili í flokki II með fjórtán herbergjum fyrir 16-18 gesti og til að byggja neyðarstiga úr stáli af svölum á austurhlið á 2. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 21-23 við Langarima.

Erindi fylgir fsp. BN047862 sem fékk jákvæða umfjöllun 26. ágúst 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

17. Laugavegur 58B (01.173.114) 101531 Mál nr. BN048712

París ehf., Miðdal 1, 276 Mosfellsbær

Sótt er um leyfi til að byggja við og breyta og innrétta gistiskála í flokki V fyrir 27 gesti í húsi á lóð nr. 58B við Laugaveg.

Stækkun:  xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

18. Laugavegur 86-94 (01.174.330) 198716 Mál nr. BN048453

Púkinn ehf., Grensásvegi 14, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að innrétta "take away" núðlusúpustað á 1. hæð í rými 0101 í húsi á lóð nr. 86-94 við Laugaveg.

Meðfylgjandi er staðfesting Matvælastofnunar dags. 18.12. 2014.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda heilbrigðiseftirlits á umsóknarblaði.

19. Mímisvegur 2-2A (01.196.107) 102648 Mál nr. BN048711

Margrét Sigrún Björnsdóttir, Laufásvegur 45, 101 Reykjavík

Mímisvegur 2-2a,húsfélag, Mímisvegi 2-2a, 101 Reykjavík

Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sbr. BN036053 sem eru að ??? í íbúð 0401 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Mímisveg. 

Bréf frá stjórn húsfélags dags. 4. nóvember 2014 fylgir erindi.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Gera betur grein fyrir erindinu.

20. Mýrargata 14 (01.116.305) 100068 Mál nr. BN048577

Slippurinn, fasteignafélag ehf., Stórhöfða 25, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að stækka hús nr. 14 til norðurs, snúa mæni þvert á núverandi stefnu og byggja svalir, einnig að stækka hús nr. 16 til norðurs, snúa mæni og byggja svalir á hús nr. 16 á lóð nr. 14-16 við Mýrargötu.

[Meðfylgjandi er þinglýst kvöð um opnun yfir lóðamörk, skýring á sorphirðu fyrir lóðir Marina hotels við Mýrargötu 12, 14 og 16 ásamt lóðauppdrætti.

Stækkun:  217,3 ferm., 950,7 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

21. Naustabryggja 31-33 (04.023.202) 186176 Mál nr. BN048675

Arcus ehf, Fossaleyni 16, 112 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með 24 íbúðum á bílakjallara, sjá erindi BN048512, og verður Tangabryggja 10 á lóð nr. 31-33 við Naustabryggju.

Stærð:  Kjallari 378,7 ferm., 1. hæð 457,5 ferm., 2. hæð 449,2 ferm., 3. hæð 452 ferm., 4. hæð 368,3 ferm.

Samtals:  2.105,7 ferm., 6.528,9 rúmm.

Samtals B-rými:  87,3 ferm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

22. Sigtún 42 (01.367.001) 174753 Mál nr. BN048707

Öryrkjabandalag Íslands, Sigtúni 42, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta glugga á vesturgafli í flóttahurð og breyta innra skipulag 1. hæðar í húsinu á lóð nr. 42 við Sigtún.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

23. Skeljagrandi 15 (01.511.804) 105757 Mál nr. BN048466

Sigurður Ásgeir Kristinsson, Skeljagrandi 15, 107 Reykjavík

Sótt  eru leyfi til að fjarlægja burðarveggi á jarðhæð, setja H bita í staðinn fjarlægja létta veggi í risi og staðfæra baðherbergi í húsinu á lóð nr. 15 við Skeljagranda. 

Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 20. des. 2014 fylgir.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

24. Skeljanes 2 (01.673.105) 106832 Mál nr. BN048684

Halldóra Geirharðsdóttir, Skeljanes 2, 101 Reykjavík

Nicolas Pétur Blin, Skeljanes 2, 101 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsi (mhl. 01), þar sem gerð er grein fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og áður gerðum bílskúr(mhl. 02) á lóð nr. 2 við Skeljanes.

Erindi fylgir virðingargjörð dags, 21. janúar 1932, þinglýst afsalsbréf dags, 9. mars 1956 og þinglýst yfirlýsing dags. 1. nóvember 1966.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

25. Skógarvegur 12-14 (01.794.101) 213552 Mál nr. BN048709

Eykt ehf., Stórhöfða 34-40, 110 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að breyta nýsamþykktu erindi, BN048405, m. a. innra skipulagi íbúða, gluggasetningu á norðurhlið og eitt tæknirými í kjallara er fjarlægt í fjölbýlishúsi á lóð nr. 12-14 við Skógarveg.

Stærð:  Kjallari 1.544,5 ferm., 1. hæð 982,9 ferm., 2. og 3. hæð 991,5 ferm., 4. hæð 654,1 ferm.

Samtals:  5.164,5 ferm., 16.012,1 rúmm.

Samtals með B-rýmum:  5.485,9 ferm.

Minnkar um 12,1 ferm., 41,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Með vísan til samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 22. maí 2013, skal lóðarhafi, í samráði við byggingarfulltrúa, setja upp skilti til kynningar á fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingarstað.

Sérstakt samráð skal haft við yfirverkfræðing byggingarfulltrúa vegna jarðvinnu.

Í samræmi við samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. október 2013 skal vélknúinn þvottabúnaður vera til staðar á byggingarlóð sem tryggi að vörubílar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

26. Sóleyjarimi 13 (02.536.104) 199445 Mál nr. BN048721

SBJ eignir ehf., Funahöfða 3, 112 Reykjavík

Sótt er  um takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu á undirstöðum að Sóleyjarima 13, sbr. samþykkta byggingarleyfiumsókn nr. BN046904. 

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi. Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

27. Sóltún 1 (01.230.003) 208475 Mál nr. BN048705

Mánatún hf., Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík

Sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningu, þar sem gerð er grein fyrir áorðnum breytingum, m. a. breytt fyrirkomulag bílastæða, breytingar á inntaksrýmum, útlit svalahandriða, svalalokanir eru tilgreindar þar sem við á, breytt gluggaskipan í Mánatúni 7-17, ásamt minni háttar breytinga á innra skipulagi íbúða og brunavörnum í mhl. 01, 02 og 05 á lóð nr. 1 við Sóltún.

Erindi fylgir uppfærð brunahönnun frá Eflu dags. 16. desember 2014.

Mhl. 02, Mánatún 7-17:  minnkar um 0,2 ferm., stækkar um 19,2 rúmm.

Mhl. 03, bílakjallari:  stækkar um 10 ferm., minnkar um 514,3 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

28. Spöngin 43 (02.378.501) 215349 Mál nr. BN048654

Halldór Guðmundsson, Laugalækur 14, 105 Reykjavík

Reykjavíkurborg - eignasjóður, Borgartúni 10-12, 105 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að sameina tvær skrifstofur á 2. hæð og innrétta sjúkraþjálfun og hætt við fellivegg í matsal í húsi á lóð nr. 43 við Spöngina. 

Gjald kr. 9.500

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

29. Traðarland 14 (01.871.502) 108830 Mál nr. BN048313

Ásgeir Loftsson, Noregur, Sótt er um leyfi til að breyta skipulagi innanhúss og stækka jarðhæð til austurs, suðurs og vesturs, klæða og einangra að utan, breyta gluggum, grafa frá kjallara og hækka miðhluta í einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Traðarland.

Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. október 2014.

Meðfylgjandi er greinargerð arkitekts um framkvæmdirnar dags. 15. september 2014.

Stækkun brúttó: xx ferm., xx rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

30. Úthlíð 10 (01.270.205) 103582 Mál nr. BN048710

Helmut Lugmayr, Úthlíð 10, 105 Reykjavík

Sótt er um samþykki á breytingum á bílskúr sem felast í að endurbyggja bílskúrinn úr steinsteypu á núverandi grunni og stækka hann um 6 ferm. á lóð nr. 10 við Úthlíð.

Stærðir 31 ferm., 85,1 rúmm.

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.

31. Þórsgata 9 (01.181.111) 101747 Mál nr. BN048702

Helga Rakel Stefnisdóttir, Espigerði 2, 108 Reykjavík

Sótt er um leyfi til að byggja kvist og svalir á suðausturhlið, endurnýja þak og geymsluskúr, endurnýja og stækka bílskúr og endurnýja glugga í húsi á lóð nr. 9 við Þórsgötu.

Bréf frá hönnuði dags. 18. desember 2014 fylgir erindi. 

Gjald kr. 9.500

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Fyrirspurnir

32. Hlíðarendi 1-7 (01.629.502) 220839 Mál nr. BN048690

Valsmenn hf., Laufásvegi Hlíðarenda, 101 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að byggja allt að fimm hæða fjölbýlishús á tveggja hæða bílakjallara með 135 íbúðum á reit D, eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum á lóð nr. 1-7 við Hlíðarenda.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

33. Lokastígur 6 (01.181.103) 101740 Mál nr. BN048641

Indriði Björnsson, Lokastígur 6, 101 Reykjavík

Spurt er hvort hækka megi þak um hálfan til einn meter og bæta við kvistum á hvora hlið á húsi á lóð nr. 6 við Lokastíg.

Frestað.

Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

34. Óðinsgata 4 (01.180.304) 101715 Mál nr. BN048700

Ólöf Flygenring, Mjóahlíð 4, 105 Reykjavík

Spurt er hvort leyft yrði að sameina eignir 0107 og 0101 í mhl. 02 og fá samþykkta íbúð í bakhúsi á lóð nr. 4 við Óðinsgötu.

Frestað.

Milli funda.

35. Víðimelur 19-23 (01.541.202) 106330 Mál nr. BN048701

Guðlaugur Karl Karlsson, Fífusel 37, 109 Reykjavík

Spurt er hvort ósamþykkt íbúð 0501 fáist samþykkt í risi fjölbýlishúss nr. 21 á lóð nr. 19-21 við Víðimel.

Nei.

Uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar.

Fleira gerðist ekki.

Fundi slitið kl. 12:06

Björn Stefán Hallsson

Björgvin Rafn Sigurðarson

Björn Kristleifsson

Sigrún Reynisdóttir

Jón Hafberg Björnsson

Óskar Torfi Þorvaldsson

Eva Geirsdóttir